Lögberg - 07.01.1904, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. JANÚAR 1904.
7
Búnaöarbálkur.
IV Ý EQG.
Mjólkurmanna félag eitt ígrend
viö borgina Kiel á Þýzkalandi
notar svipaða aðferð og viðhöf'ð
er á rjómabúum stjórnarinnar hér
í Norðvesturlandinu, til þess að
fá ný egg til útungunar.
Agentar félags þessa fara út á
meðal bændanna á hverjum degi
til þess að kaupa egg. Kaupa
þeir ekki önnur egg en þau, er
bændurnir ábyrgjast að ekki séu
orpin fyrir meira en tultugu og
fjórum klukkustundum. Fyrir
slík egg borgar félagið bændun-
um um hálfu centi meira, hvert
en markaösverð er. Hvert
egg er merkt með tölum, og er á
þann hátt hægt að komast eftir,
frá hvaða seljanda ónýt egg eru,
ef þau koma fyrir. Er þeim þá
skilað aftur og skilar þá seljandi
kaupverðinu til félagsins eða læt-
ur ný egg í staöinn. Aðferð þessi
er mjög vinsæl, því hún tryggir'
viðskiftin og er bæði kaupanda og
seljanda í hag. Eggin eru flutt í
fimm tylfta kössum.
G^ESIH.
Gæsir geta orðiö mjög gamlar
og orpið og ungað út þó þær séu
konmar til ára sinna. Mörg
dæmi eru til þess, að gæsir verpa
og unga út með fullu fjörn þó
þær séu orðnar fjörutíu ára gaml-
ar. Ekki er nein áreiðanleg
reynsla til fvrir þvf, hvað steggj-
arnir geti orðið gamlir án þess að
missa neitt af eiginlegleikum sín-
um, því vanalega verða þeir svo
grimmir og stygglyndir, er þeir
eru orðnir nokkurra ára gamlir,
að nauðsynlegt er að farga þeim.
Vitaskuld geta verið til undan-
tekningar frá þessari aðalvenju,
en þær munu vera tiltölulega fá-
ar. Venja er það hjá flestum,
sem ala gæsir, að láta sömu gæs-
irnar verpa og unga út ár eftir ár,
en selja að eins ungviöið. Gaml-
ar gæsir eru óhæfilegar til matar,
en ungar gæsir aftur á móti bezta
fæða. Þetta er ein ástæðan fyrir
því, aö þeir, sem ala gæsirnar
upp, láta aðeins ungviðið á mark-
aðinn. — í búnaðarblaðinu ,,The
Ivansas Farmer“ segir bóndi einn
í Kansas: ,,Eg á gæs, sem ung-
að var út í Aprílmánuði árið 1852.
Eg lét þá gæsaregg undir hænu
og ungaði hún út þremur gæsl-
ingum. Þcgar þeir u.xu upp kom
í ljós, að það voru tvær gæsir og
einn steggi. Á heimilinu var
gömul kona, sem annaðist um
ungana, og af þv.í að hún hafði
tekið ástfóstri við þá, seldi eg þá
ekki meðan þeir voru markaðs-
vara. Árin liðu nú svona og
þessum gæsum var aldrei fargað.
Við höfðum öll á heimilinu tekið
einhverja trygð við þær, Fyrir
þrettán árúm síðan dó stegginn
og var þá þrjátíu og átta ára
gamall. Fimm árum seinna dó
önnur gæsin. Hin lifir enn og
sjást engin ellimiirk á henni.
Hún bæði sér eins vel og er eins
fljót f öllum hreifingum og hinir
alifuglarnir, sem eru svo miklu
yngri.
ALIFUGLAR I HANDAHÍKJ-
UNUM.
Alifuglarækt í Bandaríkjunum
er mjög arðberandi atvinnugrein
og útungunarvélarnar hafa aukiö
hana að mjög miklum mun.
Bandaríkjamenn eiga nú yfir tvö
hundruð og fimtíu miljónir ali-
fugla, sem metnir eru á sjötíu
miljónir dollara. Eggin undan
þeim jafngilda að verðmæti af-
rakstri guh- ogsdfurnáma Banda-
ríkjanna, í Texas-rfkinu einu
eru sex hundruð og fimtíu þúsund
turkeys (kalkúna) og í Kentucky
fimm hundruð fjörutíu og tvo
þúsund gæsir. Verð á eggjum í
Texas er 8 cent tylftin, en 21
cent í Nevada. Framleiðsla ali-
fugla og eggja í Bandaríkjunum
fer mjög vaxandi ár frá ári.
MJÓLK.
Allir, seiii eitthvað hafa farið
með mjólk, vita aö mismunandi
hitastig hefir í för með sér mis-
munandi áhrií á mjólkina. Á til-
raunastöðvum f Connecticut liafa
verið gerðar margvíslegar athug-
anir þessú viðvíkjandi, og hefir
það komið í ljós, að mjólk, sern
höfð er við níutíu og firnm stiga
hita, ystir á átján klukkustund-
um. Sé hitinn sjötfu stig, ystir
hún ekki fyr en eftir fjörutíu og
átta klukkutíma, og sé hún höfð
við fimtíu stiga hita eða minna,
geymist hún óyst í halfan mánuð
eða jafnvel lengur.
Mismunandi hitastig hafa mjög
mikil áhrif á viðkomu gerla í
mjólkinni. Við fimtíu stiga hita
fimmfaldast þeir á tuttugu og
fjórum klukkutímum, en við sjö-
tíu stiga hita margfaldast þeir
sjö hundruð og fimtíu sinnum.
Eins og áður er sagt geymist
mjólkin óyst við fimtíu stiga hita
æði lengi, en gerlarnir, sem
myndast í mjólkinni á því hita-
stigi, eru miklu óheilnæmari en
hinir, sem þroskast við hærra
hitastig. Gömul mjólk er óhæfi-
leg til manneldis, jafnvel þú hún
sé algerlega ósúr á bragðið,
Ilvernig glæpir færast í vöxt.
N.l. frá 2. bls.
öllum þeim eignaskemdum og á-
rásum gegn utanfélagsmönnum,
sein þeim eru sarrifara, grafa und-
irstöðuna undan lögum og reglum,
segir hann, og í því sanrbandi og
því til sönnunar minnist hann
á Pennsylvaníu-kolaverkfallið og
sýnir fram á hvað mikið ilt hafi af
því leitt. Ein orsökin enn til
glæpa, sem dr. Buckley bendir á,
er hinn mikli innflutningur frá
Suður- og Austur-Evrópu. Slík-
ir innflytjendur samlagast ekki
þjóöinni eins og ætti að vera.
Margir þeirra flytja vestur með
gamla fordóma og ættgengt stjórn-
arhatur, eru margir anarkistar og
æstir sósíalistar, og hafa spiílandi
áhrif. þá á svertingjahatrið sinn
þátt í glæpum. Dr. Buckley á-
lítur, að svertingjunum hafi farn-
ast aðdáanlega þegar á það er lit-
iö hvað titölulega skammur tími
er liðinn síðan þeir fengu frelsið
og fóru að spila uppp á eigin spít-
ur. Samt sem áður álítur hann,
að hinir viðbjóðslegu glæpir svert-
ingjanna, og jafnframt hinar við-
bjóðslegu hefndirsem frarn á þcim
hafa komið, sé eitthvert örðug-
asta vandamálið, sem fyrir þjóð-
inni liggur að ráða fram úr.
Dr. Buckley skorar á sam-
vinnu allra þeirra krafta, sem rétt-
vísi eru hlyntir, til þess að burt-
rýma tildrögunum til glæpa og
vinna á móti glæpum. Hann á-
lítur, að á allan mögulegan liátt
ætti að innræta mönnuin lögin og
virðingu fyrir þeim, og allir ættu
að þreifa á því, að lögunum sé
beitt af fremsta megni við hvert
einasta tækifæri. Það ætti að
hlynna aðstöðugri atvinnu, prakt-
ískri mentun og kristindómsstofn-
unum, því að á milli Jress og á-
hrifanna, sem til glæpa leiða, sé
aðalbaráttan. Um fram alt verði
að beita lögunum. Þeir sem lög-
unum eigi að beita megi ekki taka
sér löggefandi vald. Jregar ríkis-
stjórar séu beðnir að náðii rhenn,
þá megi þeir aldrei ónýta dóm
heiðarlegrar dómnefndar eðasam-
vizkusamra dómara nema með á-
stæðum sem réttlæta slíkt í augum
siðavandrar þjóðar sem ber lotn-
ingu fyrir landslögunum.
Þegar eignirmanna eru eyði-
lagðar og her kallaður til að skakka
leikinn ogdreifaskrílnum, þá ættu
hermennirnir að skjóta á skrílinn
ef hann ekki hlýðir. Almennings-
álitiö verður að vera eindregið á
móti glæpuin og til Jjess að koma
Jrví á ættu yfirvöldin ogallirþjóö-
hollir borgarar að taka saman
hömdum.
Það er ekki fremiir heilsu-
samlegt fyrir heila þjóð en éinn
mann að þakka guði fyrir að vera
ekki eins og aðrir. Samtseináð-
ur verður það ekki nieð réttu kall-
að andlegur hroki Jió Canada-
menn þakki fyrir það, að mái'gt
ilt, sem nágrannajDjóð vor á við
að stríða og beztu menn hennar
leggja fram alla krafta sína til að
bæta, J^ekkist ekki í Canada. Eng-
in ástæða er Jxó til að hæla sér af
slfku. Það liggja fyrir oss ýms
örðug og óleyst spursmál, og það
er til þess tekið af ölluni sem ann-
ars veita Jiví eftirtekt, hvað mikið
dám vér drögum af nágrönnum
vorum. Hinn sívaxandi innflutn-
ingur geíur oss einnig ástæðu tii
að óttast, að sumt Jiað, sem
Bandaríkjamenn eiga við að striöa
dag, kunni að koma upp hjá oss
á morgun. — Witnéis.
Dánarfregn
Hinn 27. þ. m. lézt að heimili sinu
í Blaine, Wasli.. bóndinn Snjólfur Sig-
urð«son, ættaður úr Alýrai-ýslu á ísl.,
fæddurS. Okt. Hiöy. Banamein Snjölfs
heitins var lungnatæring og hafði
hann þjáðst af henni í mörg 4r, en sór
staklega var hann mjög veikur síðustu
14 vikurnar. Hann fiuttist með fjfil-
sky'du sinni á siðastl. vori vestur til
Blaine, írá Álftavatnsnýlendu í Mani-
toba, og hugði að skcð gæti, að hcilsan
batnaði fyrir umskifti loftslags, en
þetta brást; hann var áður svo laugt
leiddur.
Snjólfur sál. Sigurðsson kvæntist
eftirlifandi ekkju sinni, Sigríði Stef-
ánsdóttur, ættaðri úr Norðurmúlasýslu
á Islandi, árið 1890 og eignaðist með
henDÍ 5 börn, bvar af 1 lifa hjá móður
sinni.
Snjölfur sál. var greindur vel og
mentaður f búnaðarskólanum i Ólafs-
dal á Islandí. Hanu var dugandi
maöur. ráðsettur, fróður og skemtinn í
viðræðum. Á heimili var hann stjörn-
samur, þýður liúsfaöir ogþjssvegna
elskaður af allri fjðlskyldu siuni. Er
því mikill missir skeður eftirlifandi
föður á sjötugs aldri, fjölskyldunni og
þjóðfólaginu.
Isafoid er vinsaml. beðin að uka !
upp þessar líuur.
Blaine. Wash., 30. Hes. 1903.
Einn af vinum hins látna.
PALL M. CLEMENS
ÍSLENZKUR
AJEtKITEKT,
490 Main Stheet, - WlNNIPEG.
YIPUR
00 C O L
C. T. ERAUT k CO.
eftir menn Reimer bræðra hafa byrjnð
sölu á kolum. eldivið og girðinga stólpa
um. 341 Portage a vcnue, ré't fyrir vest-
Clarendon hoti 1 I>eir óska eftir vorzlun
alira sem viðskifti áttu við Reimer
bðræ’ur. Eidivii'urinn seldnr með sann-
ejörnu verði. Besta tegund. Telephone
2579.
C. T. Eraut & Co.
341 Portage Ave.
Robinson & Cö.
Lín-
fatnaðar
sala.
Þessi þýðingarmikla sala
stendur nú yhr, og betvi eða fall-
egri fatnaður hefir aldrei seldur
ver'ð. Hann er sýnishom alls
þess, sem er nýtt og' gott.
Sérhver flík er mikils virði en
verðið lægra en þér getið ætiað.
Vér bjóðvm yður að skoða
iiann livort sem flér þurfið að
kaupa eða ekki.
Það sýnir yður kverju vaxandi
verzlun getur áorkað.
Varningsvöndunar búðin.
Hobinson & Co„
400-402 Main St
í ÞRJÁTÍU ÁR í FYBSTU
RÖÐ, ALÞEKT UM HEIM
ALLAN, SEM ÁCÆTUST
ALLRA SAUMAVF.LA.
Kaupid ELDREpGE
FYRIRSPURN TVaRAÐ.
Eg sá í blaðinu Lögbergi ekki alls
fyrir löngu, að spnrt var eftir hvar eg
væri niður komin í Ameríku. Því til
^kýriugar læt eg vita, að áritun til mín
er: -Jóhanna Þorsteinsdóttir, Chtuch-
brídge, Assa, Can.
Dr. O. BJORNSON,
650 William Ave.
Of1',icb-tímar: kl.l.30til3 og7til8 e.h
Telefón: 89.
TAKID EFTIR!
og tvyggið yðnr fullnægju og gðða inn-
stæðu Ekkert á við hana að feguvð. og
enginn vél rennur jafn mjúkt og hljðð-
lau3t eða hefir slíka kosti og endingn.
AUDVELOog i ALLASTADI FULLKOMIN.
Sjálfsett nál, sjálfþræðis skyttu
sjálflireifi spólu, sjálfhreifi þráðstillir
Ball-beariuír stand, tréverk úr marg-
þynnura, 011 fylgiáhöld úr stáli nikkel
föðruðu.
Skoðið Eldridge B,—og dæmið sjálfir
um liana,—hjá
A. Frederickson,
611 Ross Ave.
W. R. INMAN & CO., eru nú sestir að
nýju búðinni sinni i Central Block
345 William Ave. —Beztu meðöl og
margt smávegis, — Finnið okkur.
WESLEY rínk
[með þaki yfir]
60th bandið spilar á hverju kveldi og á
laugardögum frá kl. 3 eftir liádegi.
JAS. BELL.
Dr, G. F. BUSH, L. D. S.
TANNL.A.KNIR.
Tennur íylur og dn.gnar út áu
sársauka.
Fyrir að fylla tönn $1.00
Fyrir að draga út tfan 50
Telephone 825. 527 Main St.
Mr. Gunnstoiim Eyjólfs-
son er umboðsma.ður okkar í allri Ginili
sveit, og gefur allar nauðsynlegar upp-
lýsingar.
Th8 Kilgoup, Riraep Co.
NU ER TŒKIFÆRI
til að kaupa traustan og
vandaðan
SKÓFATNAÐ
fyrir
hæfilegt verö
j^j
jThe Kilgoor Riraep Co.,
Cor. Main & James St.
WINNIPEQ
F. H. Brydges & Sons,
Fasteiffna, fjármála og elds
ábyrgðar agentar.
VESTERN CANADA BLOCK, WiNNIPEG
50,000 ekrur af úrvals landi í hinum
nafnfræga Saskatchewan dal, ná
lægtRosthern. Við höfum einka-
rétttil að selja lanil þetta og seljum
það alt í einu eða i sectionfjórðung-
um. Fri heimilisréttarlönd fást
innan um þeita landsvæði.
SELKIRK Ave.—Þar höfum við gó -
ar lóðir nærri C. P. R. verksmiðj-
unummeð lágu verði.
í Rauðárdalnuna. — Beztu lönd yrkt
eða ðyrkt, endurbættar bújavðir,
sem við höfum einkarétt til að
selja.
Látið geyma
húsbúnaðinn yðar í
STEIN-
VÖRUKUSUM
vorum.
RÍCHARDSON.
Tel. 128. Fort Street,
)r Mecklenbnrg
AUGNALÆKNIR
St0*7 Poirtago Ave.
WÍNNIPEG, MAN.
Verður í GIBB’S lyfjabúð i Selkirk,
mánudaginn og þriðjudsginn 18. og 19.
Jan. 1904.
Fotografs...
Ljðsmyndastofa okkar er opin
hvern fridag.
Ef þið viljið fá beztu myndir
komið til okkar.
Öllum velkomið að heimsækja
okkur.
F. C. Burgess,
211 Rupcrt St.,
^ CANA4
BROKERAGE
(landsalar).
517 MclNTYRE BLOCK.
Telefðn 2274.
BÚJARÐTB i Manitoba og Norðvestur-
landinu
RÆKTUÐ LÖND nálægt beztu bæj-
1 num.
SKÓGLÖND til sölu á $4 50 ekran; bæði
landið og skðgurinn inni-
falið í kaupunu'- .
BYGGINGALÓÐIR í öllum hlutum bæj-
arins, sérstaklega nálægt C.
P. R. verkstæðunum og á
S-lkirk Ave.
HÚS OG COTTAGES allsstaðar í bæn-
um til sölu.
Ef við ekki getum gert yður fullkim-
loga ánægða með viðskiftih bæði hvad
snertir eignirnar og veið þeirra, ætlust-
um við ekki t'l að kaupin gangi fyrir
sig Við höfum gert alt, sem í okkar
valdi stendur til þess að gera tilboð
okkar aðgengileg og þykjumst vissir um
að geta fullnægt kröfum yðar.
illexaiider, Grani os Sinimers
Landsalar og fjármála-agentar.
535 Main Street, - Cor. James St
Á mðti Craig’s Dry Goods Store.
Á PACIFIC Ave. — Nýtt hús, kjallari,
saurrenna, vatn; snýr móti suðri.
Verð $2.260. Sanngjörn niðurborgun.
Á SELKIRK Ave — Sjö herbergja bús
ineð kjallara undir. saurrennu.vatni
og hnðherhergi; lóðin 33x115 fet.
Verð $2,500; »500 út í hðnd.
LÓÐIR á Ross og Elgin Ave. S100 hver;
$25 út i hönd, afgangurinn með gðð- I
um skilraálum.
Á SELKIRK Ave— Lóðir beint á móti
C P. R. verkstæðunum á $100 bver.
Einn þriðji borgist út í hðnd, af-
gangurinn á árunum 1904 og 1905.
Lóðir í grendinni kosta $200,
Á MAGNU3 Ave og borninu á McKen-
zi St., lóð á $250
Á ALFRED Ave höfum við lóð fvrir
175 dollara-
LÓÐIR nálægt Notre Dame Ave á $150
hver. Strætisvagnar fara þar nm
að vori.
Á AGNES St—rótt við Sargent, nokkur-
ar lóðir, 40 fot á breidd hver, 5340
liver. Næstu lóð r kosta $400.
A.E. E ) í
r. O. Kox 43
Tel. 2u7 8,
Winnipeg
Fasteiguasalar og Eldsábyrgðaragentar.
JleKcrcliar Bloek, 602 Maia St.
(Ekhert borciar giq bttnx
fgnr ungt folk
en að ganga á . . .
WINNIPEG • • •
Business Co/lege,
Cor. Portage Ave. & Fort St.
Leirið allra npplýsinga hjá
G W DONÚLD
Manager.
6 herbergja hús á Ross Ave. með falleg
um trjám i kring. Verð $1100
Góðir skilmálar.
Sherbergja hús á Paeific Ave. 4 svefn-
herbergi, tvær 33 f’ta lóðir, Verð
f2000. Ágætt kaup.
7 herbergja lms á steingrunni á McDer-
mot. Verð$2100.
Fimm lóðir á horninu á Langside og
Sargent. Hver á $300.
Lóðir á Marylaud, Sherbrooke, McGee,
Toronto o. s. fi v.
So.ooo ekrur í suðaustur-
hluta Saskatchewan. Verð
ef heiinilisréttarland er
tekið jafnframtojr kej-pt er,
$3.50 ti! Í4.oo ekran, Tfu
ÁRA BORGUNAR-F R F. S T U R
VerÖtir aldrei í Slöttuland og skðgland. |
lœgra verOi en nú. Fénaður Kengnr úti frain |
yfir jól. 40 bushel afhveiti !
af ekrunni. Rítt hjá járnbraut. Skrifift eftir kort-
ura og upplýsingum.
Skandinavian Canadian LandCo.
ROOM 610-812. 172 WASHINGTON ST,
CHICAGO, ILL.
J. D. Lageron, Yorkton, TVssa, er um
boðsmaður okkar.
“EIMREIÐIN”
f jölbreyttasta og skemtilegasta tima
ritið á íslenzku Ritgjörðir, myndir,
sögur, kvæði. Verð 40 cts. hvert
hefti. Fæst hjá tí. S. Bardal S.,
J. Bergmanno fl.
Þegar veikindi heim-
sækja yður.getum við hjálpað yður með
þvi að blanda meðulin yðar rétt og fljótt
í annarri hverri lyfjapúðinni okkar.
THORHTON ANDREWS,
DISPBNSINQ CHEMIST.
TVÆR BUÐIR
610 Main St. I Portage Avenue
Öu,rbcækfrsWablS8‘l Cor. ColonySt.
ita-Pð«tpðntunum náækvmur gefinn.
Skrifstofan opin á hverju kveldi frá k.
7.80 til 9
Oddson, Hansson Vopni,
Iteal Estate and Financial Ageiits
Eldsábyrgð, Peningalán, Umsjón dánar-
búa, Innheimting skulda o.s frv.
Tcl. 2312. 55 Tribnne lldg. P. 0. B«x 209
McDermott Ave., Winnipeg.
ELLICE Ave—Hús og lóð $1,200.
FURBY St—Hús og lóð $1,200.
AGNES St—Hús og lðð $1,500.
YOUNG St — Cottage á steingrunni,
regnvatns hylki og pumpa, einnig
fjós; alt fyrir $1,800.
SPENCE St—Húsog lóð meðfjósi $2 700
SARGENT St-Nýtt Cottage á $1,200,
LYDIA St — Cottage með steingrunni
fyrir $1,800.
NENA St—Gott hús og lóð $2,200.
ROSS Ave—Gott hús og lóð $1,200,
PACIFIC Ave—Húg og lóð $1,300,
ALEXANDER Ave—Hús og lðð $1,400,
LOGAN Avö—Hús og lóð $1,500.
Við geljum öll þessi hús með góðum
borgunar skilmálum.
ODDSON, HANSSON & VOPNI.