Lögberg - 23.06.1904, Síða 5

Lögberg - 23.06.1904, Síða 5
4 LÖGBERG, FIMTUDAGIMN 23. Júní 1904. aði saman herráöið til þess að ráða úr hvaða varúðarreglur skyldu. viðhafðar, því ekki þótti ^ ólíklegt aö þetta tiltæki Togo’s mundi draga dilk á eftir sér. A þeim herráðsfundi var það, að einn af frændum Togo’s, sem sér- staklega hafði tekið hann að sér, og hjálpað honum áfram, sagði afdráttarlaust við keisarann, að1 Togo væri heimskingi, sem með tiltæki sínu hefði komið landinu í mesta vanda. En úr því sem komið væri þá mundi enginn! annar vegur opinn en sá, að álíta að ófriður væri hafinn milli land- anna. Við það sat. Stríðiö hófst og Togo varð þannig frum- kvöðullinn að því að koma því á stað. Aö Togo sé röggsamur og fram- kvæmdarsamur hefir framkoma hans við Port Arthur, nú um und- anfarinn tíma, borið Ijósan vott um. Þögull er hann sagður um fyrirætlanir sínar og berst ekki mikið á. En undirmenn hans bera fyrir honum hina mestu virð- ingu, hlýða honum í blindni og trúa á hann. Þeir vita allir, að að enginn maður á skipinu er færari um en hann að leysa af hendi hvaða verk sem er, hvort heldur eru eldamenskustörf, störf hásetanseðahermannanna. Hann kann það alt út í æsar, og er því vaxinn að gefa skipanir, sem vit er í og við þekkingu styðjast. Þessi þekking manna hans á hon- um veldur því, að hin bezta stjórn er á öilu á skipi hans. Bæði undirmenn hans, stjórnin og landslýður allur ber til hans hið fullkomnasta traust. Sön gsamkoman í nýju kirkjunni næsta þriðjudags-! Kveld (28. Júní) verður að öllu., samanlögðu bezta og skemtileg-^ asta samkoma af því tagi, sem j nokkurn tíma hefir verið haldin á meðal íslendinga. Það er söng- flokkur Fyrsta lúterska safnaðar, sem fyrir samkomunni stendur, og Mr. Gísli Goodman stjórnar söngnum. Ekki einasta hjálpar bezta söngfólk á meðal íslendinga hér í bænum og hefir haft langan og vandaðan undirbúning, heldur njóta menn þeirrar miklu og é- væntu ánægju að fá þar að heyra 11 þeirra Mr. og Mrs. S. K. Hall frá St. Peter, Minn. Mr. Hall er prófessor f music við Gust. Ad- olphus College og vafalaust mesti píanó-spilari f hóp íslendinga vestan hafs. Mrs. Hall (S. A. Hördal) er óþarft að lýsa fyrir Winnipeg-íslendingum; hún hefir, og það að verðleikum, áunnið sér þann orðstír hjá þeim að vera langmesta íslenzka söngkonan. sem þeir hafa heyrt syngja. Annar kennari í music við Gust. Adolphus College er á ferðinni með þeim Mr. og Mrs. Hail og má eiga von á að hann hjálpi til við samkomuna. Vegna plássleysis í blaðinu verður ekki prógram birt; að eins skal þess getið, að það er bæði langt og fjölbreytt. Aðgöngumiðar eru nú þegar til sölu og kosta 50C. (en ekki 25C. eins og stóð í Lögbergi síðast), og mundu víst flestir með ánægju borga þá upphæð fyrir að fá að heyra til þeirra Mr. og Mrs. S. K. Hall þó um ekkert annað væri að ræða. — Samkoman byrjar kl. 8 síðdegis. EimParR Þ?ssi heilsusaralpgi skemti- staöur stendur nú öllum opinn Á. fimtudapinn skemt-r sér þar ..Girls’ Home of Welcome11 —Aðgangur með vanaverði. Stringband á laugardags- kveldum — Skemtanir úti við á bverju kveldi pessa viku. Geo. A. Young, Manager. PÁí.L M. CLEMENS bygffing'ameistari. Bakek Block, 468 Main St. WINNIPEG Telephone26S5 r RUDLOFF GREIFI.i En eg varð að finna Praga og láta hann segja mér nákvæmlega frá því, hvernig sakir stæðu með Clara Weylin, og að hvað miklu leyti hún væri líkleg til að svíkja okkur. Eftir mikla örðugleika og með talsverðri hættu á því, að kunningsskapur okkar Praga kæmist upp, náði eg fundi hans. Hann kom í hótelið til mín dul- klæddur eftir að honum hafði loks tekist að los- ast við njósnarmenn, sem hann sagði að stöðugt hefðu auga á sér hvar sem hann væri. Alt var eins og mig grunaði. Leikkonan hafði ást á honum og þau ætluðu að giftast. Flokkur hennar hafði oft leikið í Munchen og Marx hertogi hafði þar fengið ást á henni. Hann lét hana aldrei í friði, og ást hans var einmitt nú á því heimskustigi. að hann var fús til að gera hvað sem var og eiga alt á hættu til að þóknast henni. Praga fullyrti, að enginn minsti vafi væri á því, að hún gæti gint hann hvert sem vera skyldi með agni því, sem hún létist gefa honum kost á. Praga og Clara höfðu þá þegar komið sér saman um bragð, sem átti að leika á hertog- ann með. Praga átti að koma að þeim óvörum á ákveðnum stað, og með því hertoginn var eng- inn hugmaður, þá var gert ráð fyrir, að hann mundi kaupa sér grið með því að ganga að öllu, sem fram á yrði farið. Leikkonan hafði komið til Munchen til að koma þessu í framkvæmd, og hún hafði alls eng- an grun um, að Grainberg prinz og Heinrich Fischer væri einn og sami maður Jiangað til hún af hendingu rakst á mig á götunni. Flg skýrði honum áuðvitað frá öllu, sém okkur hafði farið á milli, og spurði hann vand- j lega eftir því, hvað hún væri líkleg til að gera. Hann sagðist óhræddur ábyrgjast hana; og eg varð að láta mér það lynda. Við ræddum margt fleira, og gerðum ráð fyrir að þurfa ekki oftar að finnast nema eitthvað óvænt bæri að höndum. Áður en við skildum var eg orðinn ákveðinn í því aftur að halda áfram hvað sem tautaði og eiga það undir hyggindum mínum að klóra mig fram úr öllum óþægilegum eftirköstum. En þessir fáu dagar í Munchen voru einhverjir erfið- ustu dagar æfi minnar. Eg var stöðugt eins og á nálum, bjóst við allskonar ógæfu, alt af ávarð- bergi, og svo áhyggjufullur og óttasleginn, að Minna tók óðara eftir því þegar eg kom heim til að sækja hana. ,, Þetta er að gera út af við þig, Hans frændi, ‘ ‘ sagði hún undur blíðlega. ,,Nú líkist þú meira stúdent, og það stúdent sem vakað hefir við bók- ina lengi fram eftir. “ ,,Eftir tvo eða þrjá daga verður hið versta um garð gengið, “ svaraði eg glaðlega; en eg hefði viljað gefa alla veröldina til að geta sagt henni, hvað mér lá þyngst á hjarta. ,,Það á ekki við mig lífið í Muncen. “ Hún leit til mín spyrjandi. ,,Er þetta leyndarmáli þínu að kenna?“ spurði hún stillilega. ,,Hve nær ætlar þú að trúa mér fyrir því?“ , .Kannske eftir næsta miðvikudag, “ sagði eg brosandi. ,,En þú trúir því, að eg sé þér hollur, hvort heldur þú heyrir leyndarmál mitt eða ekki?“ , .Hollur? Það væri fljót aðferð til að gera mig að óvin ef einhver gæfí annað í skyn. “ ,,Þaö getur farið svo, að traust þitt á mér verði reynt. “ ..Snertý- þá leyndarmál þetta mig?“ spurði hún snögglega og bætti síðan við brosandi: ,,Eg held mér þætti vænt um ef svo væri. Eg hélt...“ >> Það snertir alt hollustu mína við þig og veru mína hér. ‘ ‘ , ,Þá kæri eg mig ekki um að heyra það. Eg skyldi treysta þér þó allur heimurinn snerist á inóti þér og reyndi einnig að snúa rnér. Mér stendur nú á sama hvað það er, “ sagöi hún ein- læglega, svo einlæglega að blóðið hljóp fram í andlitið á mér. ,,Þú ímyndar þér ekki, að neitt gæti veikt traust mitt?“ spurði hún. IÐNAÐAR-SYNING FYRIR ALLA GANADA $100.000-VARIÐ TIL VERÐLAUNA OG SKE\1TANA-$100.000 YFIR FIMTÍU VEÐ- REIÐAR. BROKK, SKEIÐ OG TORFÆRU- KAPPREIÐAR. JT. T. G-ordon, President. frí FLUTN- INGUR Á SÝNING- ARMUNUM. Skrifið eftir eyðublöðum og upplýsingum. Heu'bacli, Cen. Manager. KORNVARA Aðferð okkaraðfara með korn- flutninga er næstum því fullkomin. Þegar þér hafið kornvöru að selja eða láta flytja, þá verið ekki að hraðrita okkur fyrirspurnir um verð á staðnum, en skrifið eftir upplýsingum um verzlunaraðferð okkar. Thompsort, Sons & Co. Grain Commission Merchants, WINNIPEG. Bankarar: Union Bank of Canada. IVI, Paulson, 660 Rosf Ave., 661Ur Giftinsaleyflsbréf Hvort er ‘bonfcix'ci'? ^ Hvort ætli sé betra, vanalegt kaffi bland- að ýmsum óhreinindum, sandi og steinum— og illa brent á stónni, EÐA PIONEER KAFFI hreint, nýtt, vel brent með hinum beztu á- höldum, sem hægt er að fá? Óbrent kaffi léttist um eitt pund af fimm við brensluna. PIONEER KAFFI léttist ekkert. Biðjið um það. fílue fíibbon M'fg Co. Winnipeg. immmmmaummmmmu ,,Nei, eg ímynda mér það ekki, “ og það var að því kornið, að ást mín brytist fram í orð- um. Á leiðinni til Munchen var hún svo góð og þýð og eftirlát við mig, að eg þorði varla að láta hana sjá framan í mig til þess hún læsi þar ekkj leyndarmál mitt hið síðara, sem eg átti enn þá örðugra með að leyna en hinu fyrra; og þegar til Munchen kom þorði eg ekki að eiga það á hættu að vera hjá henni þennan hálfan annan dag fyrir dansinn. Við héldum til á stóru höfðingjasetri í miðr borginni, sem hún nú átti og gamli prinzinn hafði áður búið í; og meðan við dvöldum þar höguð- um við öllu nákvæmlega eins og eg hafði ráðgert. Einungis fáir heimsóttu Minnu—Heckscher barún og einn eða tveir aðrir. Nauheim kom, en hún sagðist vera of lasin til að taka á móti honum. Allan tímann gættum við hennar vandlega nótt og dag. Hugsanlegt er, að hinir hafi hald- ið vörð um húsið, en engin tilraun var gerð til að ónáða Minnu og réði eg það af því, að þeir hefðu bitið á agnið og ætluðu að grípa hana ein- mitt þegar eg vildi. Þernan, sem átti að fara heim frá höllinni í stað Minnu, var vandlega æfð í öllu sem fyrir hana var lagt, og búningur hennar hafður að öllu leyti eins og við átti. Eg fór að halda, að 'ótti minn væri ástæðu- laus, því að ekkert bar þess hinn minsta vott, að eg væri tortrygður eða grunaður. Samt var eg órólegur með sjálfum mér þegar við lögðum á stað til hallarinnar. Minna, Gratz barúnessa og eg ókum saman í vagni. Alt gekk þó eins og í sögu. Eg var við þeg- ar Minna kysti á hendur manna, og það var mér sannarlegt fagnaðarefni þegar eg rétt á eítir sá Heckscher barún korna til mín. Hann tók mig tali, og eg vissi, að tilgangur hans var að tefja svo fyrir mér, að eg gæti ekki orðið Minnu sam- ferða heim aftur. F2g lét mér þetta vel lynda, og sökti mér niður í tal við hann um eitthvað, sem eg botnaði lítið í og var bókstaflega sama um. Þegar hann þóttist vera búinn að balda mér nógu lengi til að koma sínu fram, þá yfirgaf hann mig og eg gekk í hægðum mínum um hinar skraut- legu stofur og tók eftir því, að margir höfðu aug- un á mér. Síðan gekk eg út í forstofuna, og eft- ir að eg hafði staðið þar við stundarkorn sagði eg þjónurn að láta koma rneð vagninn minn og vita hvort frænka mín væri feröbúin. Eftir litla stund komu þjónarnir og sögðu, að vagninn væri farinn og Minna kántessa í hon- um. Eg lét sem mér mislíkaði þetta; þá gaf ein- hver sig fram og bauð mér vagn, en því neitaði eg auðvitað. Þegar þeir nú þóttust hafa höndl- að Minnu, þá gat eg á hverju augnabliki búist við árás. Eg hafði beðiö Krugen að vera til staðar og sjá um að koma Minnu heim slysalaust í hinum breytta búningi hennar svo ekkert á bæri; þvf við höföum koinið okkur saman um, að betra væri fyrir hana að fara þannig búin heim til sín en í nokkurt annað hús. Með því eg kom hvergi auga á hann, taldi eg víst, að hann og Mirina væru farin, og lagöi eg því á staö fótgangandi. Mér var ósegjanlega ant um aö vita, hvern- ig alt heföi gengiö, og mér til mikils fagnaðar sagði Krugen mér þegar heim kom, að Minna væri heirna heil á hófi, og að vagninn með Gratz barúnessu og þernuna væri ókominn. Næst lá fyrir að sýna, að við værum óróleg yfir hvarfi Minnu; hlutverk mitt var að finna Nau- heim og líta eftir því, að hann ekki færi á fund stúlkunnar, sem rænt var í stað Minnu, og upp- götvaði þannig gabbið. Að hálíum tíma liðnum haíði eg fataskifti, t°k sverðstaf inn, stakk marghleypu í vasa minn—því eg vissi ekki hvað mér kynni aö mæta —og lagði á stað. XV. KAPITULI. SVIKRÁÐ. Ekki fyrri en á leiðinni heim að húsi Nau- heims áttaði eg mig á því, að eg hafði farið klaufalega að ráði mínu. Eg hefði aldrei átt að fara heim frá höllinni og aldrei átt að hafa aug- un af Nauheim. Eg hafði séð hann meðan eg var að tala við Heckscher barún, og hann hafði haldið sig nærri mér og látið töluvert á sér bera. Þetta hafði eg skilið þannig, að hann ætlaði mér að sjá, að hann hefði engan þátt átt í að ræna Minnu; og eg vissi, að hann var í höllinni þegar eg fór. En nú hafði hann fengið hálftíma næði, svo viðbúið var, að mér gengi illa að finna hann, og hann gat, meira að segja, hafa fylgt hinni í- mynduðu Minnu eftir ef ekki átti að flytja hana því lengra í burtu. Mér var því ekki rótt innan- brjósts á leiðinni. Þegar alt virtist ætla að ganga vel, þá hafði eg stofnað öllu í hættu með ótrú- legri skammsýni. En mér hægði þegar að hús- inu kom, því þjónninn sagði mér að Nauheim væri heima. ,,Er langt síðan hann kom heim?“ spurði eg eins og í grannleysi. ,,Á að gizka hálftími, yðar tign, “ svaraöi þjónninn. Eg varð rólegri. Þetta var meira lán en eg verðskuldaði. ,,Fylgið mér tafarlaust inn til hans, “ sagði eg hvatskeytlega. Stofan var mannlaus þegar eg kom inn. Þjónninn sagði, að húsbóndi sinn væri að hafa fataskifti og lofaði að tilkynna honum komu mína. Eg bjóst viö brögðum jafnvel í hinu smáa og hélt því stofudyrunum opnum til þess Nau- heim ekki skyldi geta laumast á burt og skilið mig eftir lokaðan ínni. En hann reyndi ekkert slíkt, heldur kom inn til mín með sigurbros á andlitinu eftir að hann hafði látið mig bíða þang- að til þolinmæði mín var á þrotum. ,,Ha, prinz, svo þér komið þá til að heim- sækja mig, er ekki svo? Eg hélt þér ætluðuð aldrei framar að koma inn fyrir mínar húsdyr. Þjónninn sagði mér, að þér ættuð brýnt erindi. Þér lítið dálítið órólega út. Hvað gengur að?“ ,,Eg flyt yður mjög alvarlegar fréttir, “ sagði eg. ,,Þér, svei mér, sýnið það, “ tók hann fram í.. ,,Hvaða fréttir eru það?“ ,,Allar fyrirætlanir okkar eru aö engu orðnar. Eg hefi gildar ástæður til að óttast, að Osten- burg-menn hafi rænt frænku minni. “ ,,Ostenburg-menn rænt kántessunni! Slíkt nær alls engri átt, “ sagði hann einsog hann gæti ekki trúað mér. ,,Fyrir hálfum klukkutíma var hún að kyssa á hönd vitfirringsins. “ ,, Það sem eg segi er engu síður satt. Þegar hún gekk fram úr hásætissalnum, þá fór hún og Gratz barúnessa beint út í vagninn og heimleiðis, og þær eru ókomnar enn. Eg get ekkert í því skil- ið, “ hrópaöi eg eins og eg væri forviða á þessu. ,,Það eru einu augnablikin sem hennar hefir ekki verið vandlega gætt. En nú er hún horfin, og hvað annað getur það þýtt, en að þeir hafi rænt henni?“ ,,Dettur yöur í hug að segja, aö þér hafið verið svo heimskur að láta hana aka eina um borgina, eða, réttara sagt, með engan til fylgdar nema þessa hálfvitlausu kerlingu, og það á þess- urn degi þegar jafnmikið var í húfi? Jicja, þér tókuð að yðnr að gæta hennar, og nú verðið þér að sætta yður við afleiðingarnar. En eg get ekki trúað þessu. “

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.