Lögberg - 14.07.1904, Blaðsíða 5

Lögberg - 14.07.1904, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 14. Júlí 1904. 5 RUDLOFF GREIFI. Félagi minn lá undir vagnhrúgunni, og haföi eg mikiö fyrir aö draga hann út þaöan. Eg lagöi hann meöfram götunni og reyndi aö komast efíir hvort hann væri mikiö meiddur eöa heföi fallið í öngvit af hræöslu. En mér tókst ekki að fá hann til aö rakna viö; og vegna þess aö mér lá ofmikiö á aö komast til Munchen til þess aö mega sitja þarna yfir honunt, þá var eg í þann veginn aö leggja á staö gangandi—og ætlaöi aö senda honum mannhjálp þegar eg gæti—þegar eg heyrð'i mannamál færast nær mér. Er þetta þú Fritz, “ kallaöi rödd í myrkrinu. ,,Því komstu ekki á rétta staðinn?" Eg komst óöara aö þeirri niöurstööu, aö þetta væru mennirnir, sem biöu í launsátrinu sem vagninn átti aö flytja mig til. En eg vissi ekki hver Fritz var, nema hann væri ökumaöur- inn sem af vagninum datt. ,,Viö uröum fyrir slysi hérna, “ svaraöi eg lágt; ,,og Gramberg prinz hefir meiðst mikið. ,,Er þetta þér, herra?“ spuröi röddin. ,,Komiö þiö fljótt,‘‘ sagöi. ,,Fritz“—eg nefndi nafniö svo óljóst, aö það gat gengið fyrir hvaöa nafn sem var—,,hefir dottið af vagninum. Þið vitið hvað á að gera við prinzinn. Eg verð að fara tafarlaust heim aftur. ,, Já, viö vitum það, “ var svarað. ,,Hest- urinn yðar er hérna, herra“—og maðurinn kom til mfn og teymdi hnakkhest. , ,Fariö þið nú rétt að öllu, “ sagði eg meöan eg var aö fara á bak, ,,og gætiö þess, að hann er með dálitlu óráöi. Fariö ekki eftir ueinu sem hann segir fyr en þiö fáið boð frá mér. “ Og að svo mæltu rak eg hælana í síðurnar á lánshesti þessum og reiö hvaö af tók í náttmyrk- inu; og eg gat ekki annaö en hlegið aö því meö sjálfum mér, aö Nauheim féll þá loksins sjálfur í hendur illmennum þeim, sem eg haföi verið ætl- aöur. XVI. KAPITULI. Dansinn í höllinni. Greifinn átti góöa hesta, og hesturinn sem bar inig inn til Munchen aftur stóöst vel það sem eg bauö honum. Hvað sem kostaði, varð eg að komast heim eins fljótt og eg mögulega gat; og þó eg væri ókunnugur og gæti naumast séð fram fyrir eyrun á hestinum, þá lét eg hann fara á harða stökki og treysti honum og gæfunni, sem til þessa haföi veriö með mér uin kveldið. Mér veitti ekki sérlega erfitt að rata; tvisv- ar stanzaði eg og spurði fólk til vegar, sem mér mætti, og loks var eg svo heppinn aö hitta mann sem reið meö mér því nær alla leið. Eg hafði vandlega auga á öllu þegar eg reið í hlaöið, og fyrsta verkið mitt var að kalla þjón út, sem eg var óhræddur aö trúa. Flytjið hest þennan heim f hesthús Nau- heims greifa, “ sagði eg þjóninum, ,,og segið hann hafi beðið yður að koma honum. Varist að láta mín við getið. Eg þarf að fá að vita, hvort hann á hestinn, en látið engan vita, að eg hafi sent yður. Lofið mér að vita um þetta und- ir eins og þér komið heim. Eg verð að vita það áður en eg fer út í nótt. “ Maðurinn sté á bak og var óðara farinn, og eins og eg átti von á, var hesturinn einn af gæð- ingum greifans. Fólkið var orðið hrætt um mig, því komið var langt fram yfir tímann sem viö áttum að leggja á staö á dansinn, og allir voru búnir að klæða sig og biðu mín óþreyjufullir. Krugen kafteinn færði mér telegrafskeyti sem hafði komið nokkuru áður, og meðan eg opnaöi umslagið, sagði eg honum í mesta flýti inntakið i af því sem fyrir mig haföi komið. Skeytiö var frá Praga, og létti mér mikiö þegar eg sá, að þaö var orðað eins og átti að vera ef alt gengi vel. ,,Náöi í töskuna. Kemur með næsta pósti. “ ( Orð þessi voru í sjálfu sér lítils virði; en mér voru þau mikils viröi. Marx hertogi haföi náöst, og Praga ætlaði aö koma til Munchen eins fljótt og hann gæti. Mér þótti | vænt um þaö. Héldu árásirnar áfram þá var 1 gott aö hafa sem ilesta liðsmenn viö hendina. ,,Ivántessan bíöur yöar meö óþolinmæöi, prinz, “ sagöi Krugen eftir aö eg hafði sagt hon- um fréttirnar. ,,Nú skal eg finna hana, en eg verö tafar- laust að hafa fataskifti. Sjáið um, að eitthvað veröi haft við hendina handa mér aö borða. Hefir nokkuð frézt frá Gratz barúnessu og stúlk- unni?“ ,,Ekkert. Engan grunar neitt. “ Það glaðnaði óðum yfir mér, því að alt virt- ist nú ganga vel. Þrátt fyrir alla klæki þeirra, þá var eg nú ofan á. Eg hafði hald á manni þeirra; og áöur en tveir klukkutímar væru liönir skyldi eg sýna þeim opinberlega, aö eg haföi leikið á þá. En verk þetta reyndi á taugarnar. En áöur en eg bjó mig í skrautbúninginn— eg ætlaði aö vera búinn eins og franskur hirö- maöur, í þeim búningi gat eg boriö sverð og haft skambyssu svo ekkert á bæri— gekk eg til her- bergja Minnu og lét segja henni, að eg væri kom- inn. Hún var svo yndislega fögur þegar hún kom til mín, að mér var unun aö horfa á hana. Viö höfðum vandað okkur að velja búninginn handa henni þetta kveld, og hún var í tvennum bún ingum. Yzt átti hún aö vera í dökkri kofu skrautlausri og skósíöri með áfasta hettu, sem gengi upp yfir höfuðið, og þykkva andlitsskýlu. En innan undir kofunni var hún í skrautlega bún- um María Theresa kjól; og til þess að gera bún- inginn enn þá skrautlegri bar hún á sér alls kon- ar gullstáss og gimsteina sem ljómuðu í ljósbirt- I unni með marglitum og dýrölegum geislabrotum. I í stað kórónu hafði hún þrefaldan perlusveig á höfðinu. Alt þetta var útbúiö í ákveðnu augnamiöi. Tilgangur minn var að eiga ekkert á hættu meö því að láta hana þekkjast fyrri hluta næturinnar. Og þegar að því kæmi, að eg leiddi hana fram sem reglulega drotningu, að hún þá hrifi hjörtu manna eins mikið og verða rnátti með hinni kon- unglegu auðlegö sinni, tign, göfugleik og fegurö. Yröu aðrir aö halfu leyti eins hrifnir af henni og eg, þá var eg ánægður; og gæti fegurö og drotningarleg framkoma fengið áhangendur, þÁ mundu allir í danssalnum heillast af henni og standa meö henni. Hún haföi ánægju af því, hver áhrif fegurð hennar haföi á mig, og stóð hýreyg og brosandi meðan eg virti hana fyrir mér. ,,Hvernig lít eg út, frændi?“ spuröi hún, og lét mig sjá, að henni væn ant um að þóknast mér. ,,Langfegursta sýn, sem fyrir augu mín hefir borið, “ hrópaði eg. ,,Ekki sýn, Hans frændi,*“ sagði hún og hristi höfuðið og ypti öxlum þangað til óteljandi eðalsteinafletir köstuðu frá sér marglitri geisla- dýrð. ,,Einungis hold og blóð—og það fremur óttaslegið hold. Eg var að verða hrædd um þig. Hvað hefir komið fyrir?“ ,, Alt gengur prýðilega, “ sagði eg; en eg gat ekki haft af henni augun. ,,Þú ert sannarleg drotning, “ sagöi eg enn fremur. ,,Væru allar drotningar h'kar þér, þá ætti konungsvaldið enga | óvini. Fólkið fær djúpa lotningu fyrir þér í nótt. “ ,,Eg er ánægð sért þú ánægður með mig, “ IÐNAÐAR-SYNING FYRIR ALLA CANADA $100.000 — VARIÐ TIL VERIJLAUNA OG SKEMTANA-*100.000 YFIR FIMTÍU VEÐ- REIÐAR. BROKK, SKEIÐ OG TORFÆRU- KAPPREIÐAR. J. T. Gtopdon, President. FRÍ FLUTN INGUR Á SÝN ARMUNUM, Skrifiö eftir eyðublöðum °g upplýsingum. Heubacb, Cen. Wanager. KORNVARA Aðferð okkar aö fara meö korn-' flutninga er næstum því fullkomin. f Þegar þér hafiö kornvöru aö selja| eða láta flytja, þá verið ekki aö j hraðrita okkur fyrirspurnir um j verö á staönum, en skrifið eftir' upplýsingum um verzlunaraðferð okkar. Thompson, Sons Sc Co. Grain Commission Merchants, WINNIPEG. Bankarar: Union Bank of Canada. EKKI YITA MENN hvernig gott kaffi er fyr en þeir hafa smakk- að PIONEER Kaffi, brent og selt í eins punds bökkum. Bragðið er miklu betra en að heimabrendu kaffi. Óbrent kaffi léttist urn eitt pund af hverjum fimm þegar það er brent. PIONEER léttist ekkert. Ef þér viljið fá gott kaffi, þá biöjiö um PIONEER. Blue Ribbon Manufaciuring Co., Wpg. svaraöi hún. ,,En eg kvíöi þessu næturverki, Hans“—og það fór um hana hálfgeröur kvíöa- hrollur—, ,Eg hlakka til þegar þetta er búiö og við erum komin hingað aftur heil á hófi. “ Gangi alt vel þá sefur þú í höllinni í nótt sem Bavaríudrotning—drotning vor allra. “ ,,Nei, nei; það vil eg ekki. Eg vil vera hér á meðal vina minna. Hér er eg óhult; þar yrði eg hrædd. “ ,,Vinir þínir yröu hjá þér einnig þar. Þér dettur þó ekki í hug að við yfirgefum þig allir; áður en næsti dagur er liðinn hafa vinir þínir fjölgað um hálfa þjóð. “ ,,En óvinir mínir—hvað er um þá að segja? Þaö eru þeir, sem eg óttast. “ ,,Eg hefi gisl sem þaggar niður í þeim, og— En treystu mér og alt fer vel, betur, vona eg, en þú getur ímyndað þér. Viö höfum leikiö hættu- legan leik, þaö veit eg vel; en eg er nýbúinn að frétta, að sá leikurinn á skákborðinu hafi hepn- ast, sem hlýtur að veröa okkur tibsigurs. “ ,,Eg vildi eg væri jafn örugg og þú, “ sagöi hún fremur raunalega. ,,Þú gerir mig öruggan, “ sagöi eg. ,,Og þín vegna—“ Eg þagnaði, fegurö hennar var aö svifta mig valdinu yfir tilfinningum mínum. ,,Mín vegna, hvað?“ spurði hún og rétti rnér j hendina, og eg brann í skinninu af augnatilliti 1 hennar, sem eg hélt og vonaði, að eg gæti lesið. Eg vann bug á þcirri því nær óviðráðanlegu freistingu að segja þaö sem mér var innanbrjósts. ,,Mundi eg muna, aö enn er margt ógert, “ sagði eg vandræðalega og hengdi niður höfuöið. Hún kipti aö sér hendinni og sneri sér frá mér með þótta. ,,Eg vildi eg hefði aldrei gengið út í þetta!“ sagði hún meö ákefð. ,,Það var ekki vilji minn. Eg hefði aldrei gert það ef þú ekki hefðir hvatt mig—Nei, eg meina það alls ekki. Fyrirgefðu mér, frændi minn, eg er svo ógætin! Eg veit hvaö mikið þú hefir gert fyrir mig, og eg er ekki óþakklát. Fyrirgefðu mér. “ Hún kom og rétti mér aftur hendina. ,,Mér ferst svo undur illa aö vera drotning, jafnvel að leika drotningu. “ Þessi síðari freisting var jafnvel verri en sú fyrri og eg varð á öllu að taka að halda mér í skefjum. En mér tókst það. ,,Talaðu ekki um fyrirgefningu; það er alls ekkert að fyrirgefa. Það sem okkar bíður í nótt er nóg til að gera hvern mann áhyggjufullan. Eg get vel skilið þig. “ ,,Geturðu?“ svaraði hún og horfði blíðlega og spyrjandi í augu mér. ,,Nei, nei, nei, hundr- að sinnum nei. En mér þykir vænt um, að þér líkar vel kjóllinn minn og—eg skal reyna að haga mér þannig í nótt, að eg reynist verð—alls sem þú hefir átt á hættu mín vegna. “ ,,Guð gefi að við öll komumst óhult gegn um það, og að í nótt veröir þú beinlínis drotn- ing, “ svaraði eg innilega; og eg var í þann veg- inn að bera varirnar aö hendinni á henni til aö sýna henni lotningu, þó eg meinti jafnvel meira, . þegár hún kipti snögglega að sér hendinni. ,,Eg er ekki drotningenn þá, “ hrópaði hún; og á meðan eg var að klæða mig í hirðbúning- inn var eg stöðugt að velta því fyrir mér, hvað hún hefði meint með þessu. Stundum vonaöi eg—ja, eg veit varla hvað eg var ekki nógu j heimskur til aö hugsa; og stundum var eghrædd- ur. En vonirnar voru óttanum yfirsterkari, og hefði ekki jafn þýðingarmikið verk verið fyrir hendi þessa nótt, þá held eg eg heföi ekki stilt mig um að nota dansinn til annars en frömuðir hans höfðu ákveðiö. Eg gat ekki orðiö henni samferða til hallar- innar með því nauösynlegt var að eg kæmi þang- aö einsamall, og haföi eg því búiö þannig um, aö henni væri boðið undir öðru nafni. Krugen átti að vera meö henni og hafði stranga skipun um aö sleppa aldrei af henni augunum; og Steinitz, sem einnig var í hirðmannabúningi og bar sverö viö hlið sér, átti auk þess að vera á verði, en halda sig fjær henni og hafa jafnframt augn á mér til þess aö geta látið mig vita, hvar hana væri að finna óðara en eg þyrfti hennar við. Og til þess eg ekki ætti öröugt með að þelrkja hana þó annað kvenfólk yrði í samskonar yfirhöfnum, þá létum viö sauma ofurlítinn kross úr raiföum silkiboröa á hverja öxl. F-g var þungt hugsandi og áhyggjufullur þeg- ar eg lagði á staö. Eg gat ekki betur séö en aö- eg hefði búiö vel um alt. Eg hafði Marx her- toga í mínum hönoum; óvinir mínir höfðu ekki séð viö mér, og eg gat leitt Minnu fram á því augnabliki sem þeir bjuggust við, að hún væri langt í burtu og mundu því óhræddir sýna það opinberlega aðþeirværu henni einlægir. Ekkert hafði heyrst um það, nema þetta fyrir fáum dög- um, að egekki væri prinzinn; og.mér var nokk- urnveginn kunnugt um allar fyrirætlanir og hreyf- ingar óvina minna, en þeiin ókunnugt um mínar. Ekki var ólíklegt, aö það 'kæmi flatt upp á suma aö sjá mig koma á dansinn heilan á hófi eftir tilraun Nauheims, og undir öllum kringum- stæðum hlaut eg að vera var um mig það sem eftir var næturinnar. Eg kom mjög seint á dansinn, enslíktmundi einungis bera þess vott, aö Nauheim heföi taflð mig; og eg vonaði, að það gæti hjálpaö mér til að hafa eitthvað upp úr þeim sem ekki bjuggust við mér. Meö þetta í huga setti eg vandlega á mig grímuna; hún var stór og huldi andlit mitt vel. Eg greip nú til leikarakunnáttu minnar—hækkaði aöra öxlina, var haltur í annan fótinn og haltr- aöi eins og gatnalmenni inn í danssalinn. Það var mikið um dýrðir. Hinar mikilfeng- legu stofur voru ríkmannlega skreyttar, sín á hvern hátt eftir ýmsra tíma sið; og það var töfr- andi sjón aö sjá hina glóandi ljósbirtu mismun- andi sterka o^ með allskonar hrífandi litbreyting- um, smekklega settar raðir af töfralömpum með allskonar upphugsanlegum litum, listaverkin og skrautbúnaðinn alls staðar umhverfir; hér og þar tignarlega pálma og skrautleg blóm; gestina þús- undum saman í ríkmannlegum og ósegjanlega skrautlegum búningum, og svo geisladýröina sem stafaði frá ótölulegum eðalsteinafjölda. Fyrir mér stóð þetta eins og stórkostlegt leiksvið, þar sem gestirnir voru ekki annað en forskeyti—gangandi, dansandi, masandi, hlæj- andi.daðrandi—til að taka upp tímann þangað til aðalleikendurnir yrðu kallaöir fram. Nálægt dyrunum, þar sem eg kom inn, stóð fífl með klunnaleg og klaufaleg skrípalæti, og sagöi heimskuleg spaugsyrði í breyttum róm við þá sem inn hjá gengu. Eg þekti hann óðara. Það var vitlausi kon- ungurinn, og á annarri ermi fíflskápunnar var merki, sem sýndi hver hann var. Umhverfis hann heyrðist suðan í háum hvíslingum um þaör hvað konungurinn væri mikill og gáfaður, og hann hætti viö og viö heimsku-spauginu til að hlusta á gullhamra þessa. ,,Það er auöséð að þú ert hermaður, garnli haltur, “ kallaöi hann til mín, hljóp í veg fyrir °g glápti í andlit mér. ,,Því er þaö auðséð, fífl?“ spurði eg í gam- alrnennisróm ,,Af því þú getur ekki stilt þig um aö axla, “ hrópaöi hann og lyfti um leið upp öxlinni til að skopast að öxlinni á mér; og af þessu heimsku- lega spaugi ráku allir umhverfís hann upp háan hirðhlátur og hrópuðu hver í kapp við annan: ,,Ágætt!“ ,.En sú fyndni!“ ,,Hver er þessi aðdáanlegi æringi?“ og rnargt þvílíkt um h ni makalausu fíflsku.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.