Lögberg - 01.09.1904, Síða 6
2
LÖGBERG, FIMTUDÁGINN i. SEPTEMBER 1904.
Kvenfólkiö í Kóreu.
Tæplega vita menn eins lítiö
um kvenfólkiö í neinu landi og í
Kóreu. Þekkingin á högum þess
er enn meira á huldu en þekking-
á landinu, sem þaö á heima í, en
allir vita aö sú þekking er mjög
ófullkomin og í molum enn sem
komiö er. Jaínvel læknarnir fá
ekki aögang aö híbýlum þess.
Japanskur læknir nokkur tók ný-
lega þaö ráö að láta konuna sína
útvega sér allar þær upplýsingar,
sem mögulegt væri að fá, um
kvenfólkiö í Kóreu og hagi þess,
og birti hann síöan árangurinn af
þiim rannsóknum.
Samkvæmt fræöslu hennar er
þaö ekki rétt álitiö, sem áöur var
taliö áreiöanlegt, aö Kóreubúinn
tæki ekkert tillit til konunnar sinn-
ar. Þvert á móti ber hann mjög
mikla umhyggju fyrir henni og
viröir hana sem móöur hinnar
komandi kynslóöar.
Sjái maöur band bundiö þvert
yfir dyrnar á einhverju íveruhúsi í
Kóreu, þá gefur það til kynna aö
barn sé þar í heiminn borið. Sé
kolamoli og laufb'að fest viö band-
ið táknar þaö aö barnið sé svein-
barn. Ef ekkert slíkt er fest við
bandið táknar þaö stúlkubarn.
Kóreumenn telja ekki stúlkubörn-
in tilh“yrandi familíunni, ekki
opinberlega aö minsta kosti. Þeg-
ar maður spyr einhvern húsfööur-
inn hvaö mörg börn hann eigi
nefnir hann aö eins drengina, og
þaö er einungis eftir ítrekaðar og
endurteknar spurningar að maður
fær nokkuð að vita um stúlku-
börnin. Sérskilin eiginnöfn bera
stúlkurnarað eins til sjö ára ald-
urs. Eftir þann tíma eru þær
aOökendar sem dætur, systur eða
konur einhvers karlmanrrs.
Undir ems og barnið fer að
ganga erjþað siður, bæði hjá rík-
um og fátækum, að útvega því
hund til fylgdar, sem vaninn er á
aö fylgja því hvert sem það fer,
og er um leið ætlast til aö hund-
uripn verndi barnið, þó oft fari
svo að sú ætlun bregðist og afleið-
ingarnar komi í bera mótsögn viö
tilganginn.
Það er álit Kóreumanna að ljós-
ið hafi þroskandi áhrif á sálargáf-
ur barnanna. Vegna þess láta
þeir jafnan ljós loga í barnaher-
bergjunum.
Eftir átta ára aldur eru sér-
skildar aðferðir hafðar við uppeldi
barnanna, eftir því hvort það eru
piltar eöa stúlkur. Drengjunum
~eru kendar þær fræðigreinar, sem
álitið er að koma megi þeim að ;
notum í lífinu og eigi viö stöðu j
þeirra. Heldra fólkið lætur kenna
dætrum sínum marga og langa
siðalærdóma og h^lgisiöi er standa
í sambandi við trúarlega dýrkun |
forfeðranna. Hjá fátækara fólki \
læra dæturnar aðeins að búa til
föt og að sauma og eru konurnar i
af þeim stéttum sérlega vel að sér
í öllu því er snertir sauma, A
þjóðkynjagripasafninu í Berlín á!
Þ/zkalandi má sjá fatnaö frá Kór-
eu, sem ber þess glögg merki. j
Blómsaumurinn frá þeirra hendi, j
kvennanna í Kóreu, á fátnaðinum
sem þar er til sýnis, er aðdáan-!
lega vel af hendi leystur. Þar má j
og sjá einn þenna hvíta fatnað, ;
sem Kóreu-búum þykir svo mikið
í variö, og er afleiðing hins óvana- j
lega langa sorgartíma, sem er |
þrjú ár eftir hvert dauðsfall er j
fyrir kemur. Þegar konungurinn
deyr er svo fyrirskipað að öll þjóð-1
in, undantekningarlaust, klæöist!
þessum hvíta búningi. Fátækara
fólkið—og það er meiri hluti þjóð-
arinnar—gengur jafnan í þessum
hvíta búningi daglega, til þess aö
foröast þann kostnaö, er nýr fatn-
aður hefir í för meö sér, hvenær
sem einhver kann aö hrökkva upp
af. Má því svo heita aö hvíti
sorgarbúningurinn sé þjóöbúning-
urinn.
Kvenfólkið eingöngu, býr til
þenna fatnaö. í hvert skifti, sem
hann er þveginn, er honum öllum
j sprett í sundur og hver partur út
j af fyrir sig er barinn meö tré-
j skafti, tímunum saman þangað til
j hánn fær nokkurs konar málm-
gljáa, sem álitinn er sérstaklega
fallegur og vel viðeigandi þar í
landi.
Kóreu-búar eru einn af þeim
fáu rr.annfiokkum þar sem kven-
fólkið þroskast seinna en karl-
mennirnir. Konurnar eru því,
næstum undantekningarlaust eldri
en menn þeirra.
Hjúskaparmálin í Kóreu eru
bundin eftirfylgjandi reglum: Karl
maðurinn sendir með einhverjum
vini sínum skrifiega beiðni um
stúlkuna, og foreldrar hennar,eða
nákomnustu. ættingjar, senda skrif-
legt svar. Sé beiðninni svaraö
játandi senda brúðhjónin tilvon-
andi hvort öðru fæðingar og ætt-
ernisvottorð sín. Er því sérstak-
j leg athygli veitt á hverjum degi
ársins og um hvert leyti dags eöa
nætur hann og hún eru fædd, sem
álitið er mjög þýðingar og áhrifa-
mikið atriði fyrir eftirkomandi
tröppurnar, og þangaö sem vígsl-
an á fram aö fara. Hún staö-
næmist því næst, hylur andlit sitt
meö blævængnum og snýr sér
móti austri. Hún hneigir sig
tvisvar fyrir brúögumanum og
tekur hann kveöju hennar á sama
hátt. Tvær könnur, önnur prýdd
meö rauöum böndum, hin með
bláum, eru síöan fyltar meö víni
og rétta tvær yngismeyjar könn-
urnar aö brúöhjónunum. Drekka
brúöhjónin bæöi í einu úr könn-
unum og er þá vígsluathöfnin á
enda. Síöan eru þau, hvort ísínu
lagi, leidd inn í húsiö og er þar
nú haldin veizla, sem allir ætt-
ingjar brúöurinnar taka þátt í.
Þegar veizlunni er lokið fer brúö-
guminn heim til sín, en ekki fylg-
ir brúðurin honum þangaö. Fer
hún ekki heiin til hans fyr en ein-
um, eða jafnvel fleirum dögum
síðar, eftir ástæðum.
Og nú byrjar verulegt einsetu-
líf fyrir hinni ungu húsmóður.
Engan annan karlmann en eigin-
mann sinn má hún láta sjá sig,
ekki einusinni nánustu ættingja
sína.
I fyrri daga var það siður í Seoul,
höfuðborginni í Kóreu, að á hverju
kveldi, þegar búið var aö læsa
borgarhliöunum, fór hver einasti
karlmaður inn í hús sitt, og eng-
inn þeirra sást á strætunum
rökkrinu, því kvenfólkið af æðri
stéttunum hafði þá leyfi til aö
vera á ferli um borgina. Huldar
tima, og hafandi sinar verkanir á , ,, , ,, „
,, , þykkum andlitsskylum, meö lios-
alla velgengm og velliðan hlutað-|. , , , ,. .
eiganda alla æfi. Því næst er
brúökaupsdagurinn ákveöinn. Þeg-
ar hann rennur upp fer brúðgum-
inn, og faðir hans með honum,
báðir klæddir á sérstakan, viðeig-
andi hátt, akandi eöa ríðandi,
þangað sem brúðurin á heima.
| Þar fara þeir af baki, og snúandi
andlitum móti norðri, ganga þeir
j nú að framdyrum hússins, sem
| vígslan á aö fara fram í. Krjúp-
j andi á kné leggur brúöguminn þar
frá sér gjöf til brúðarinnar. En
j gjöfin er svört villigæs. Hann
hneigir sig að því búnu tvisvar
I sinnum, gengur dálítið til hliöar
! og snýr sér nú móti vestri. Upp-
runi þessarar undarlegu venju á
rót sína í gömlu æfintýri. Er þar
j'sagt frá því að veiðimaður nokkur
hafi skotið villigæs og hafi maki
hennar jafnan síðan haldið sig á
þeim stöövum, í þeirri von að
skotna gæsin hyrfi þangað aftur.
Gjöf þessi táknar þannig von og
ósk um að konan sýni manni sín-
um svipaða trygð. Síðan heita
brúðhjónin hvort öðru eilífri trygð
með þessurn orðum:
,,Nú erhár okkar eins svart og
fjaörir villigæsarinnar. En þótt
það eigi eftir að verða eins hvítt
eins og fífa skulum viö jafnan
halda áfram aö vera hvort ööru
eins trú og trygg eins og við erum
nú í dag. “
Á brúðkaupsdegi sínum ber
brúöurin í fyrsta sinni fullkominn
kvenbúning, eins og hann tíðkast
hjá fulltíöa kbnum í Kóreu. Dufti
er stráð í andlitið, augnabrýrnar
litaöar hrafnsvartar og varirnar
málaðar með rauðum jurtalit.
Þremur nálum, prýddum meö
gyltum Paradísarfuglum, erstung-
íö í háriö, og hefir hún léttan og
lítinn hatt á höfði. Utanyfirfötin
eru úr marglitu efni og mærklæö-
unum er fest um mittið meö fimm
þumlunga breiðu belti. Hanzk-
arnir eru hvítir og sokkarmr eins.
Skórnir eru annaðhvort úr ljós-
rauöu, skarlatsrauöu, grænu eöa
bláu silki.
Hægt og hægt gengur nú brúö-
urin, og með henni þrjár brúöar-
meyjar í hátíöabúningi, niöur hús-
ker úr pappír í hendinni, gengu
þær hægt og stillilega, hús úr húsi,
til þess aö heimsækja vinkonur
sínar. En nú í seinni tíð, erþessi
siður, sem í raun réttri var við-
tekið og fastákveðið lagaboð, af-
numinn. Þannig stendur á því,
að þjófar voru farnir að nota sér,
tækifærið, þegar konurnar fóru
út á kveldin og enginn var heima,
að læðast inn í húsin og stela
j kjörgripum þeirra og skrauti. Og
þar sem lögreglan gat ekki komið
j í veg fyrir slíkan þjófnað, að
j neinu verulegu gagni, lögðust
þessar kveldgöngur smátt ogsmátt
niöur.
Konur af hærri stigum fara nú
mjög sjaldan út að kveldi til. En
komi það fyrir, bera þær, enn sem
fyr, þykkar andlitsskýlur, og nú
j fylgir maðurinn þeirra þeim jafn-
i an. Konur af lægri stigum sjást
við og við á strætunum á daginn,
og eru þá klæddar í græn föt með
víöum rauöum ermum, sem þær
nota jafnframt andlitsskýlunni, til
þess að hylja andlit sín með.
Aö synast.
Kona nokkur í Nevv York, mjög
metnaðargjörn, misti nýlega hús-
j eign sína og alt sem húfi átti til.
| Þetta var árangurinn^ af kapps-
| munum. hennar að láta dætur sín-
jar fylgja rikismanna-tízkunni.
j Hún og dætur hennar hefðu vel
getað lifað mjög þægilegu og á-
hyggjulausu lífi, af tekjum þeim,
er þær höfðu yfir að ráða,, hefði
kor.an ekki í blindni sinni barist
svona mikið um til þess að skipa
dætrum sínum á bekk með því
fólki, sem efnalega stóö þeim
mikið framar. Hún eyddi miklu
fé í það að hafa hjá sér heimboö
og sýna þar dætur sínar í sem
fegurstu ljósi, Þúsundir dollara
gengu til þess aö kaupa dýrindis
kjóla, hatta, kniplinga og alls
konar skraut handa þeim, svo þær
ekki skyldu standa öörum ungum
leyföu, og vonin á þann hátt aö
ná í rík mannsefni handa dætr-
unum, uröu henni aö fótakefli.
Hún komst í botnlausar skuldir
og varö alveg gjaldþrota. Alt,
sem hún og dætur hennar áttu,
var tekiö og selt. Sorgbitnar og
gramar í geöi hafa þær oröið aö
láta laust hús og heimili, og eiga
nú hvergi höföi sfnu aö aö halla.
Næstum því daglega má sjá í
blööunum sögur af fólki, sem hefir
komist á vonarvöl, sökum tilraun-
anna að sýnast yfir efni fram, eða
vegna löngunarinnar aö láta telja
sig meö þeim flokki manna erþað
átti ekki heima í. Og það er
óttaleg áreynsla sem þetta fólk
bakar sér, óþægindi, kröggur og
lítilsvirðingu. alt í því skyni að
láta náungann halda, að það sé
ríkara en það í raun og veru er.
Fólk, sem lendir út á slíkar
brautir, er í sannleika aumkvun-
arvert.
Það er skiljanlegt þegar grunn-
hyggið fólk, menn og konur, miss-
ir stjórn á sjálfu sér, og frernur
hvort heimskuverkið á fætur öðru
til þess að reyna að sýnast fyrir
öðrum. Hinu er torveldara aö
gera sér grein fyrir, hvernig menn
sem góöa dóingreind hafa í öðrum
efnum, menn sem eru greindir og
gætnir í öllu öðru og hafa að öllu
leyti óbrjálaða vitsmuni, fara að
hleypa sér í skuldir og komast í
þær kröggur, að þeir tefia atvinnu
sinni og lífsstarfi í voða, reyra sig
svo fast skuldafjötrunum, að þeir
hvorki geta snúið hendi né fæti—
alt eingöngu til þess að lifa og
láta eins og einhver annar sem er
tíu eða tólf sinnum auðugri en
þeir. Og þó er það oft svo, aö
hin heimskulega barátta aö ber-
ast eins mikið á og auðugu ná-
grannarnir er eins harðlega háð
al skynsemdarmönnunum eins og
hinum grunnhygnari. •
Svo langt gengur hún oft, þessi
heimska, að feðurnir veðsetja alt
sem þeir eiga, svo þeir fái nægi-
legt fé í hendur til þess að geta
troðið dætrum sínum inn á æðri
bekkina, í von um upphefð og
tengdir.
\
Einn stórgallinn á þessari til-
veru er sá að gera ungu stúlkurn-
ar, sem barist er fyrir, óhæfilega
eigingjarnar. Þegar stúlkan
kemst á snoðir um það, að fori
eldrarnir kcsta uppá hana meiru
en þeir efnalega eru færir um,
kemst það smátt og smátt innhjá
henni, að hún sé svo ákaflega
þýðingarmikil persóna.að alt ann-
aö verði aö setja til síðu til þess
að gera henni til geðs. Og alt of
oft endar leikurinn þannig, aðhún
verður sár óánægð með heimili
foreldranna. Henni finst alt þar
svo fátæklegt og leiðinlegt, svo
langt fyrir neðan sig, að húnforð-
ast þetta heimili af fremsta megni.
Það ber ósjaldan við að heyra
megi slíkar drósir enga launung
leggja á, að þær skammist sín j
fyrir útlitið í föðurhúsunum,
skammist sín fyrir hann föður
Sinn, eða hana móður sína, hvern-
ig þau gangi til fara, þegar þau
eru búin að verja sínum síðasta
pening til þess að skreyta þær
með. Þessi óskynsamlega og
skaölega hégómagirni hefir spilt
margri góðri stúlku, gert hana til
alls óhæfilega, sem meö skyn-
sömu uppeldi heföi getað orðið
sómi stéttar sinnar Og sér og öðr-
um til uppbyggingar og ánægju.
Á hina hliðina má einnig geta
því nærri, hve særandi og ertandi
og
stúlkum á baki, er voru mörgum
sinnum ríkari en þær. Þessar þaö hlýtur aö vera fyrir unga
heimskulegu tilraunir, a ö s ý n a st vel gefna tilfinningaruæma stúlku
langt fram yfir þaö, sem efnin aö vita foreldra sína hleypa sér í
kröggur og út í ófærur einungis af
löngun til aö gifta hana einhverj-
um háttstandandi manni í mann-
félaginu. Þaö særir hana ósegj-
anlega mikiö aö sjá hana móöur
sína veröa aö gera sér gott af
gamla kjólnum sínum, meö smá-
vegis endurbótum og breytingum,
sjá sparsemina, setn í öllum hlut-
um er viöhöfö á heimilinu, alt í
því augnamiöi aö draga saman
peninga til þess að skreyta hana
eina meö, þangaö til hún á ekki
orðiö samstætt viö neinn eöa neitt
á heimilinu. Maöur getur betur
hugsað sér en útskýrt meö orðum
hvaöa kvöl það hlýtur aö vera
fyrir góöa, greinda og siðprúða
stúlku að vita það, aö foreldrarn-
ir hennar eru að keppast eftir aö
fá hæsta boö í hana á hjónaLands-
markaðnum, og þegar hún er lát-
in skilja þaö í hvert sinn sem ein-
hver skartgripurinn er kevptur
handa henni, að svo sé til ætlast,
aö hún ,,veiði“ nú einhvern ríkis-
manninn, sem fær sé um að bæta
efnahag familíunnar. Hugsum
okkur hvað tilfinninganæm sál,
sem ekki er nógu kjarkmikil til
að brjóta af sér slíkar viðjar, hlýt-
ur að líða þegar henni er þröngv-
aö til að lifa í slíku ástandi átum
sama.n. Hún veit með sjálfri sér,
að á engan annan hátt er henni
mögulegt að borga foreldrum sín-
um alt það, sem þau hafa neitað
sér um í lífinu hennar vegna, en
að giftast auðnum. Hún vti/að
foreldrarnir ætlast til þess af sér,
og þegar tækifæri býöst fórnfær-
ir hún sjálfri sér og öllu því, sem
henni er heilagt, til þess að upp-
fylla það sem hún álítur skyldu
sína gagnvart þeim.
Hvert leiðir hún mennina, þessi
æðisgengna ílöngun eftir auðnum,
hvaö sem hann kostar, þessi ör-
vita tilhneiging fólksins að vilja
sýnast annaö en það er, sýna á
sér ríkismannasniöið í öllu þó það
eigi ekki nema meðalefni eða
minna en það? Of oft sjáum vér
af fréttunum í blöðunum, að end-
irinn verður gjaldþrot, smán og
svívirðing. Hvað mikið af föls-
unum, fjárdrætti, þjófnaði og
svikum á ekki rót sína að rekja
til þessarar hættulegu tilhneiging-
ar: að sýnast? Allar stéttir manna
eru sýktar af þessari óheillavæn-
legu þrá. Það er ekki hægt að
geta sér til um efnalegar ástæður
mannsins eftir ytra útlitinn. Það
er óvíst hvað mikið hann á í
skrautklæðunum, sem hann ber,
og kjörgripunum, sem eru í hús-
inu. Meira að segja: gljáinn á
utanyfirfötunum er engin sönnun
fyrir því að nærfatnaðurinn standi
í neinu samræmi við þau.
tað er sorglegt að vita til þess,
hvaö miklum og margvíslega út-
hugsuðum kænskubrögðum menn
oft verða að beita til þess að st’rá
sandi í augu almennings og láta
svo líta út, að þeir séu alt aðrir
en þeir í raun og veru eru, hvað
efnahaginn snertir. Þaö er svo
að sjá sem ekki séu nein takmork
sett heimskunni, ódrenglyndinu,
falsinu og óráðvendninni, sem það
hefir í för með sér að viðhalda
slíku áliti. Það má stundum
heyra suma af þessum ,,smart“
ungu mönnum hæla sér af því, að
þeir hafi tímunum saman, jafnvel
svo árum skiftir getað haft lag á
því að komast hjá að borga húsa-
leigu. Þeir segja, að hver vel
klæddur ungur maður, sem temur
sér mjúkt og liðugt tungutak, eigi
ekki örðugt með aö berast tals-
vert á upp á annarra kostnað,
bæöi hvaö snertir föt og fæði.
Það er hörmulegt til þess aö
vita, hvaö margt af ungu fólki,
piltum og stúlkum, er á hraöri
ferð niöur á viö, eingöngu vegna
þeirrar rammskökku hugmyndar,
að nema þaö berist svo og svo
mikiö á veröi litiö niöur á þaö og
þaö geti ekki án þess haft neina
von um aö komast áfram í heim-
inum.
Aö fæöa sig og klæöa Jyfir efni
fram er í raun og veru hvorki
meira né minna en vansæmandi.
Þaö er tilraun til táldrægni, eyöi-
leggur viröinguná, sem hver maö-
ur á aö bera fyrir sjálfum sér, og
verður oft og tíöum inngönguhliö-
ið inn á braut óvirðingarinnar og
lastanna. Afleiðing og erdir
þessarar ósönnu tilveru er syrd
og siðspilling.
Það eru til þúsund /aðferöir til
þess ,,að sýnast, en vera ekki“
en allar bera þæraðsama brunni.
Þaö er sama hvort lýgin kemur
fram í oröum eða athöfnum, eða
í hvorutveggja. Það er hvoru-
tveggja jafn eyöileggjandi fyrir
siðferðismeðvitundina.
Enginn hlutur í nýtízku-lifnaö-
arháttum þjóðanna er fremur sið-
spillandi en þetta, að vilja gefa
öðrum ranga hugmynd um sjalfa
sig og ástæður sínar. Engixrn
hlutur er jafn fljótur að gera útaf
við sjálfsvirðinguna, deyfa til-
finninguna fyrir því að halda ó-
skertum heiðri sínum og fleira þar
á borð við, en tilhneigingin aö
vilja sýnast annað en maður í
raun og veru er, Slíkt rýrir
manngildið, dregur allar fagrar
og háleitar hugsanir niður f saur-
inn, grefur grundvöllinn undan
eðlilegri, hæfilegri og heiðarlegri
framsóknarþrá og sviftir blómgarð
lífsins og tilverunnar allri sinni
angan og unaði. Það mesta og
bezta, sem til er í mannlegri sál,
getur aldrei fullkomlega komið í
ljós eða náð að njóta sín, nema
maðurinn sé sannur gagnvart
sjálfum «ér, óskeikanlega trúr
æðstu og beztu hugsjónum sínum.
En slíkir eiginlegleikar þrífast
ekki í þeim jarðvegi þar sem fals-
ið, lýgin og táldrægnin hefir náð
að íesta rætur.
Æskumaðurinn í stórborgunum
þarf óneitanlega að hafa talsvert
sálarþrek til að bera, svo gjálífið
og sollurinn, tildrið og prjálið,
falsið og óheilindin veröi honum
j ekki að falli. Hann þarf á vilja-
þreki að halda til þess að vera
hugsjónum sínum trúr og halda á-
fram að keppa áfram og upp á
við aö því takmarki heiðurs og
frama, sem hann heflr sett sér að
ná. Það þarf, meira að segja,
ekki svo lítið hugrekki til þess, að
halda fast við þann ásetning að
lifa óbreyttu og eðlilegu lífi inn-
an um ofneyzluna, og að vera
sannur oð sjálfum sér trúr innan
um óheilindi, fláttskap og fals, þó
svo fari jafnan að endingu, að
slíkt verði farsælast og borgi sig
bezt.—Succcss.
Veikluð lifur
pregur úr þrekinu Einn vegur-
inn, til þess að koma henni í rótt
ásigkomulag, er að nota
ARIHBJOftN S. BARBAL
Selur likkisfrur og annast um útfarir.
Allur útbúnaður sá bezti. Ennfremur
selur ann alls konar minnisvarða og
legsteina. Telefón 306
Heimili á hornRoss ave og Nena St
Thos. H. Johnson,
islenzkur lðgfræðingur og mála-
færslumaður.
Skrifstofa: Room 33 Canada Life
Block. suðaustur horni Portage
Ave. <fe Main st.
Utanjískrift: P. O. box 136í,
Telefón 423. Winnipeg, Manitoba.