Lögberg - 26.10.1905, Síða 6

Lögberg - 26.10.1905, Síða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. OKTÓBER 1905. • 3;-' SVIKAMYLNAN Skáldsaga eftir ARTHUR W. MARCHMONT. XVII. KAPITULI. Það er snúið á mig. Hann sneri alveg á mig og haföi skiliS mig Iangtum betur en eg hann. Hótanir mínár voru uppgerð, og það vissi hann. Hefði eg verið jafn tilfinningarlaus og hann og mér verið jafn létt ura J>að og honum að fremja morð, þá samt hefði mér það að engu haldi komið. Ógurlegu og þögulu verö- irnir að baki mér komu nú að fullu haldi; nærvera þeirra frelsaði líf pasjans og gaf mér, enga von um að sleppa. Á meðan sextíu sekúndurnar voru að renna út stóð eg hugsandi og í frámunalegum vandræðum, Og þegaé hann Iokaði úrinu þá vissi eg, að 'tíminn var út runninn. „Þú hleypir ekki af byssunni, Mr. Ormesby,“ sagði hann í sama kalda og stillilega rómnum. „Þú ert skynsamur maður og skilur hvað óendanlega gagnslaust það værj. Viltu geraj Svo vel að rétta mér skammbyssuna þina?“ „Nei,“ svaraði eg í styttingi. „Eg þarf ekki annað, en gefa bendingu til þess hún verði tekin af þér.“ „Öll hlaupin sex eru hlaðin, og eitt þeirrp næg- ir mér.“ Hann ypti öxlum. „Græðum við nokkuð á því að halda lengur uppi Ieik þessum?“ „Þú þreifar á þjví, að mér er blá-köld alvara.“ „Og til hvers hugsar þú þér þá að grípa?“ „Eg er fastráðinn í því, að láta ekki halda mér hér.“ „Og segi eg að ekki sé hægt að l|eyfa þér að fara ?“ / „Eg er sæmilega góð skvtta á stuttu færi,“ svár- aði eg. „Þú átt við, að þú ætlir að verja þig, og takist þér það ekki, þá að skjóta þig?“ „Það væru betri forlög heldur en láta þig eiga líí mitt í hendi þér.“ „Ekki er eg viss um það, Mr. Ormesby. En á þann hátt losast eg þó við þig, og þér skal getfast kostur á að standa við þessi karlniannlegu orð þín og hann glotti og hringdi borðklukkunni í ákafa. Horfurnar voru ekki álitlegar, en eg ásetti mér að verjast alt hvað eg gæti; og í þjví skyni gekk eg til hliðar og stóð með bakið upp við vegginn. „Blóð hvers þess manns, sem leggur hönd á mig, komi yfir þig, pasja,“ sagi eg. „Við því er eg náttúrlega búinn,“ svaraði hann; „en eg get ómögulega inn á það gengið, að þú berir vopn þetta. Sendu hann Ulmet inn hingað með sex menn með sér,“ sagði hann við þjón, sem inn kom. Og svo gaf hann málleysingjunum einhverja vís- bendingu, og þeir nálguðust mig með hægð. Af hendingu var stór gluggi að baki mér og bjóst eg við, að úti fyrir honum væru svalir; egsneri mér þtví við í hasti, opnaði gluggann og þaut út í myrkrið. En við þessu hafði augsýnilega verið bú- ist og eg fann að gripið var aftan i kaftaninn minn. Eg leit við og sá, að þar var kominn málleysinginn sem áður hafði hendur á mér, og skaut eg viðstöðu- laust í handlegginn á honum. En eins og örskot þreif hainn þá til mín með hinni hendinni. Þá kom og hinn málleysinginn félaga sínum til hjálpar og drógu þeir mig inn aftun til pasjanis og tóku af mér skammbyssuna, þrví eg var eins og barn í höndunum á þeirru Marabúk sat hinn rólegasti rneðan á þessu stóð. Hann benti mönnunum að láta mig þar sem eg hafði áður staðið og afhenda mér skammbyssuna; og þegar meniiirniri komu, sem þjónninn var sendur eftir, lét •hann þá undir eins fara aftur og sagði einum þeirra að taka með sér málleysingjann, sem eg skaut á, og binda sár hans. Hinn málleysingjann sendi hann þangað s^em hann hafði áður staðið, við dyrnar. „Það hefði verið betra fyrir þig að fá mér um- yrðalaust skammbvssuna, Mr. Ormesby," sagði hann með sömu stillingunni; „en ef til vill hefir þetta veriö það bezta til þess að sýna þér hvað gagnslatis öll vörn er.“ ,.Sem stendur hefir þú yfirhöndina, það játa eg.“ „Og verður ekki sagt, að þú með því játir sér- lega mikið/' svaraði hann. „En ef til vill sérðu nú hvað miklu ver þú ert kominn vegna fljótfærni þinn- ar. Þú komst hingað sem spæjari; þú hótaðir að clrepa mig þegar þú ert uppvís orðinn; þú reynir að flýj^í; og þegar þjónar fflínir reyna til að láta þig ekki hálsbrjóta þig þá skýtur þú á annan þeirra. Slíkt er fyrirlitlegur glæpur, jafnvel frá liendi Eng- lendings í Stambúl — þú ert Englendingur, er ekki svo ?“ „Hvað sem þú heldur þú getir gert við mig, pasja, er þér bczt að gera, og það fljótt," svajraöi eg einbeittur og ákveðinnn, jafnvel þó eg með sjálfum mér væri meira en lítið áhyggjufullur yfir þvi hvern- ig nú var komið fyrir mér. Satt að segja var eg sannfærður um, að lif mitt væri i hættu og var mér Vissulega nauðugt að deyja; en það hefði verið sú mesta heimska aö láta liann sjá á mér nokkurt minsta hugleysi. „Mig langar ekki til að gera þér neitt mein, Mr. Ormesby; þvert á móti væri mér það sönn ánægja að geta undir eins látið þig laulsan; en eins og þú skilur heíir þú gert mér það örðugt ef ekki ómögu- legt.“ „Ifg hefi íengið órækar sannanir fyrir velvildar- hug þínum með tilrauninni sem hann Kópríli gerði, —klaufinn, eins og þú kallaðir hann.“. „Eg ætti, held eg, að afturikalla þá lýsingu mína mína á honum þegar eg sé, að honum er að þakka þessi heimsókn — eg ætla að kalla það því nafni. En nú ætla eg að leggja fyrir þig fáeinar spurning- ar, og ert þú auðvitað sjálfráður hvort þú svarar þeim eða ekki.“ Þetta sagði hann í mildum tón, en á bak við lá þó ógnun í«rómnum. „Þú ert trúnaöarv maður Bandaríkjainannsins, hans Mr. Grant?“ ,Já“ „Hvað var þá aðal augnamið hans með landið sem honum var veitt í Makedóníu?" „Að koma þar á blómlegum viðskiftum og græða á því.“ „Það sagði hann að væri augnamiðið; en hvert var hið levnilega augnamið hans?“ „Vér Englendingar og Bandaríkjamenn drögum engar dulur á augnamið vor. Landinu verður vel stjiórnað, gott skipulag á öllu og vel litð eftir hags- niunum innbúanna. Nýmæli á Tyrklandi, óefað, sem ef til vill ekki fellur í srnekk embættismanna sem því eru vanir að stjórna fólki með ilstrokum eins og þér geröuð, til dæmis.“ „Þú ferð út frá málefninu, Mr. Ormeisby. Þeg- ar búið er að koma á skipulagi í hérpðinu, hvað á þá að gera?“ „Geðjist stjórn þinni að því, sem gert verður, og samþykki hún það, þá verður ef til vill samskon- ar fyrirkomulagi komið á í næsta héraði. Það verð- ur að eins uin viðskiftamál að ræða, sem stjórnin er sjálfráð hvort hún samþykkir eða ekki.“ „Og vopnin, sem þið hafið safnað að ykkur á eynni úti fyrir landinu, og allur mannsöfnuðurinn ?“ „Tilgangurinn með það er algerlega auðskilinn. Félagið hlýtu'r að ráða menn til þess að vinna verkið þangað til íbúarnir eru því vaxnir; og með því alter fult af stigamönnum, þá hljótum við að hafa vopn okkur til varnar. Lítir þú á málin með augum vest- urlanda-þjóðanna, en ekki með tyrkneskuni gleraug- um, þá sérðu að þetta er undur eðlilegt." „Ó, þú vilt ekki segja mér það, og mig undrar það pkki. En við erurn ekki blindir, Mr. Ormesby. Augnamið ykkar var í sannleika það að stofna fyrst nýlendu, færa hana siðan. út og fá meiri og meiri fót- festu svo þið með tímanum gætuð algerlega útbolað Múhameðstrúarmönnum.“ „Þetta kalla eg að líta á inálin með tyrkneskum gleraugum—lituðum með þjóðernis og trúarbragða fordómum. Við höfum hvorugt til brunns að bera. Lanjd þitt er eitthvert auðugasta land heimsins og þó liggur því við gjaldþroti, vegna þess því en hvorki rétt stjórnað né neitt gert til þess að vinna það. Við ætlum að sýna ykkur til hvað ósegjanlega mikilla og margvískgra hagsmuna slíkt leiði.“ „Ætluðuð að sýna okkur það, áttu við?“ sagði hann þurlega. „Eða hefðuð reynt.“ „Sé það satt, sem þú hefir meðgengið fyrir mér —að þú ltafir látið byrla vjni mínum eitur, þá hefir þú rétt fyrir þér, og öll áform okkar eru að engu orðin.“ ’,,Þú lilýtur að vera mörgu kunnugur í austur- löndum eftir því að dæma hvað vel þú talar tyrk- nesku og hvað fimlega þér tókst að stæla manninn áðan. Samt kemur þér annað einfe og það til hugar, að Tyrkjar geti þýðst það, að villutrúarmenn — þessir hrokafullu óvinir Islams — kenni þeim stjórn- araöferð?“ Hatur hans til vor kom fram í málróm hans. „Nema þjð lærið af einhverjum og það bráð- lcSa» l'á rekið þið ykkur á það, að Islams tryggustu synir reynast landsins verstu óvinir.“ „Þögn!“ hrópaði hann og misti allra snöggvast vald yfir sjálfum sér. „Þú sagðir þig langaði til að spyrja mig. Líki þér ekki hvernig eg svara,þá hættu að spyrja,pasja,“ svaraði eg og hafði hálfvegis gaman af reiði hans. Þar kom þó að minsta kosti fram einlægni í stað faríseaháttarins í yfirskins rólegheitum hans. ,-Þú særðir mig, og eg slepti mér,“ sagöi hann þegar liann var búinn að ná sér aftur. „Eg tek það sem fullnægjandi forlátsbón," svaraði eg í snatri 'og brosti; og átti hann aftur fult í fangi með að tapa sér ekki af reiði. „Við skulum reyna að gera okkur skiljanlega, Mr. Ormesby.“ „Mér finst við vera á góðum vegi með það,“ sagði eg, en hann bandaði hendinni við svarj mínu og ylgdi sig. „Þú ert vinnumaður Mr. Grants?“ ',,Að vissu leyti.“ „Og býst við hærri stöðu þegar áform ykkar fá íramgang ?“ „Að vissu leyti,“ svar,aði eg aftur. „Þú ert ungur maður, metorðagjarn og gerir þér háar vonir/ Þú ert gagnkunnugur landinu. Þú skilur þessar nútíðar hugmyndir og aðferðir Norð- urálfumanna; og erindi þitt hingað hefir verið að le}ta þér fjár og frama. Ilefir þú nokkurn tíma hugsað um það, hvað háleits verksviðs og mikilla upphefða maður sá ætti aö mega vænta, sem jafn vel er gefinn og settur?“ „Margt hefir mér til hugar komjð,“ svaraði eg með léttúð, vegna þess eg ekki skildi hvað hann var að fara. „Miklar breytingar eru fyrir dyrunx og við stöndum á þýðinganuiklum tímamótum; miklar framfarir eru fyrir hendi í ÖUum átturn, og mikiþ leiki og dýrð rikisins kemst aftur í sinn fyrri blóma. V ið verk það þarf á mönnum með margs konar hæfi- leikum og mentun að halda; og rnenn eins og þú ættu að geta kornist í þægilega stöðu sjálfum þeim og ríkinu til sameiginlegra hagsmuna.“ Hann talaði þetta með hægð. hagaði orðum sínum með gætni og gaf því nákvæman gaum hver áhrif þau hefðu á mig. | „Eg er hræddur um að eg skilji þig ekki, pasja,“ sagði eg þegar hann hikaði við. „Slíkir menn mundu kornast til upplxefðar og valda, og fá ráð og hlunnindi sem útlendingar hafa enga hugrrtyrid urn og enginn verður aðnjótandi, sem ekki aðhyllist hin einu réttu trúarbrögð." „Eg endurtek það, pasja, að eg skil þiig ekki.“ „Auðæfi, völd, metorð, uppfylling svo að segja allra óska, undirgefni rnargra þúsunda, virðing og aðdáun margra miljóna,—alt þetta eiga slíkir synir Islamfe i lxendi sér ef þéir hjálpa til að reisa við hjö fallna ríki, hleypa í það nýju lífi og fjöri og endur- reisa frægð þess og vegsemd.“ Nú skildi eg hann til hlítar; og hin stórkostlega slægð, sem á bak við þetta svívirðilega boð hans lá, gekk öldungis fram af mér. Hann ætlaði að rnúta mér til þess að svikja Grant, og alla aðra í Hvíta húsinu, með loforði um metorð, og gera það jafn- framt að skilyrði, að eg tæki Múhameðstrú og gengi í þjónustu hans. „Eg álit,“ sagði eg eftir nokkura þögn, og eins og væri að velta þessu fyrir mér í mestu einlægni, „að hið fyrsta, sem slíkir menn mundu fara fram á, yrði einhver trygging fvrir því, að alt yrði efnt og reyndist eins og þú segir.“ ,,\ ið mundunx ekki álíta þá menrt nógu varkára, lil þcss að takast starfann á hendur, sem ekki gerðui það. En trygging sú yrði gefin.“ „Hvor þeirra mundi þá gefa hana—Rechad eða War-ed-in?“ , * „Til lxvers er að halda því leyndu eftir alt sem okkar liefir farið á milli? Herra minn, War-tedtin* rnundi gefa liana. Sem tilvonandi æðsti ráðgjafi lians hefi eg timboð til aö gera bindandi loforð fvrir hans liönd." Eg hikaði aftiir og lézt hugsa mig um. „Eigum við að hugsa okktir, að maður eins og cg biði sig •fram til einhvers sem þú talar um?“ „Orð mín voru sérstaklega til þin stíluð, Mr. Ormesby,“ svaraði hann viðstöðulaust. „En eg er Englendingur, vántrúaður, kristinn.“ „Þú yrðir auðvitað gerður að tyrkneskum borg,- ara.“ „En trúarbrögð mín?“ „Það gætir þú tekið til yfirvegunar eftir á. Menn þeir, sem til æðstu valda komast, hljóta að vera Múhameðstrúarmenn. Sannir vinir ríkisins j hljóta allir að trúa á einn og sama guð.“ »,Og þii imyndar þér, að eg ætti hægt nxeð að j skifta um trúarbrögð?“ „Það hafa ýmsir aðrir landar þínir, gert.“ „Þú mátt eiga það, að þú talar ljóst.“ „Eg er hér að tala við starfsmálamann; og auk þess—“ hann :sló frá sér höndunum og brosti blíð- lega — „sem stendur ert þú ekki sjálfum þér ráð- andi og naumast líklegtir til að hlaupa langt nxeð það sem eg segi.“ „Eg held eg skilji þig. Og verði þetta yrði eg tafarlaust af hendi að inna—fyrir hylli herra þjns?“ „Þú byrjaðir auðvitað tafarlaust á því.að starfa að hagsmunum tyrkneska ríkisins.“ „Og á hvern hátt?“ „Þú mundir til dæmis líta á' þjetta Bandaríkja fyrirtæki frá sjónamiiði ríkisins og hugsa unx hags- nxuni þess, en ekki núverandi húsbónda þíns.“ Þetta var djöfullegt svikræði í sniöugunx bún- ingi. Svo gagntekinn var eg af reiði, aö um stund treysti eg mér ekki að taka til máls; en hér var að eins fyrir mig unx vörn að ræða, og því gagnslaust að svala geði sínu. „Þú hefir sett hreinskilnislega franx aðra lxlið málsins,“ sagði eg loks. Þá kenxur nú hin hliðin. Hvering fer ef eg neita þessu?“ „Mér félli Jjað illa." „Um það efast eg ekki,“ hreytti eg úr mér þur- lega. „En hvernig fer þá?“ ,.Við munum missa mann, senx við vildurn gjarnan hafa, og fyrirtæki ykkar mundi — ekkert græða. Húsbóndi þinn eða vinur, lxvort sem þú vilt heldur kalla hann, lifir ekki og eins og þú kannaðist áðan við, deyr fyrirtækið með honum. Þú ^jálfur’ ja“—og liann ypti öxlunx drýgindalega — „þú ert okkur nógu kunnugur til þess að vita, að þú sleppur ekki og hlýtur að lokum að standa fyrir máli þínu fyrir áverkann sem þú veittir eftirlætisþjóni mínum. En sakamál vor eru ekki útkljáð í hasti, og þangað til“—hann hikaði aftur—„fangaklefar vorir eru ekki skemtilegir bústaðir. Og í þeim er enn þá rúm.“ Hann sagði þetta meö hægö, en biturlega, og reyndi að hræða mig með því að nefna fangelsin, senx eins og kunnugt er hvergi í hpimi eiga sinn líka fyr- ir óþrifnað, grimdarfulla meðferð og ails konar svi- virðing. En honum hnikti við, og eg held hann hafi. reiðst þegar eg hló að orðum hans í stað þess að sýna nokkurn vott hræðslu þeirrar senx gagntók mig. Eg hafði talsvert leikið dag þennan, en örðugast af öllu veitti mér aö konxa upp hlátri þjessum og svara i léttum tón. „Það yirðist vera all-sláandi níunur á þejssunx tveimur myndum. Þú dregur upp skæra liti, pasja.“ „Og enn þá er ekki alt búið á litaspjaldinu, Mr. Ornxesby. Eg veit ekki hvort þú lætur þig það nokkuru| skiftal eða ekki, en hann húsbóndi þjnn á systur, sem mér er sagt að sé rik og er talin fríð sýnunx.“ „Hvað kemur hún þessu við?“ spurði eg livat- skeytslega. „Henni hefir verið veitt háleit staða. Henni hefir hepnast að finna rtáð i augunx man(ns, sem ofar- lega stendur í ráðaneyti voru og á fyrir hendi að heíjast enn þá meira og verða auðugur. Hún verð- ur kona hans—eða að minsta kosti ein þeirra. Augui lians tindruðu í ljósbirtunni, þegar lxann festi þau á mér til þess að sjá hvernig eg tæki því þegar lxanjx kórónaði svívirðinguna með þessum síðustu orðunx; en það hafði tekið hann of lengi að konxa þeinx út, og eg liafði lxaft nægan tíma til að ná taumhaldj á tilfinningum mínurn. „Eg hefi eitthvað tinx það heyrt. Eg þekki Stefán greifa; og eg efast ekki um, að hann verði hafinn upp —í einhvern eikartoppinn með hjálp kaðalspotta, sem einhver hraustur drengur heldur í annan endann á.“ „Slíkt hræ verðskuldar ekki einu sinni kaðaj,“ sagði hann með megnustu fyrirlitningu. „Eg var ekki að tala unx hann.“ „Sleppunx því,“ sagði eg. „Eg býst við eg hafi nú fyrir, mér myndina eins og þú ætlar að mála liana. En það eru eftir tveir litir, sem þú ekki hefir notað. í fyrsta lagi er þess að gæta, að Miss Grant er hér undir vernd Bandaríkja-sendiherrans. Hitt snertir nxig. Brezki sendiherrann veit að eg er hér og hvar mín er að leita; og liann hefir nógu mörg augu og eyru í þjónustu sinni til þess að geta fundið migi jafn.vel í fangelsi. Þetta þýðir að minsta kosti það, að eg get nxeð stillingu og rólegheitum yfirvegað tillögu þína. Hvað langan umhugsunartíma ætlar þú að gefa mér?“ jj' „Þangað til á morgun. Eftir morgundaginn verður það of seint.“ „Og þangað til á eg, býst eg við, að verða gest- ur þinn.“ „Þú verður að vera hér; en lofir þú mér því, og leggir drengskap þinn við, að reyna ekki að sleppa, þá verður þú einungis að nafninu til í varðhaldi.“ „En nú lofa eg því ekki,“ svaraði eg hiklaust. „Þá gefur þú mér ekkert undanfæiii,“ sagði hann eins og honum félli það illa. Með því lauk þessu einkennilega samtali; og liann sendi »eftir þjónunx sínum, afhenti þeim mig og gaf þeim einhverjar fyrirskipanir, en svo lágt, að eg heyrði þær ekki. Um mótspyrnu var náttúrlega ekki að tala og fór eg því umyrðalaust með þeim. Á rneðan Mara- búk 'sá til, fóru þeir ekki illa með mig; en undir enis og fi;am úr stofunni kom, tóku þeir mig, bundu hendurnar á mér fyrir aftan bakið, bundu fyrir augu mín og hröktu mig síðan og drógu eftir gangi og niöurr stiga þangað til þeir loks hrundu mér inn í eitthvað og eg heyrði hurð lokað að baki nxér og slagbranda dregna fyrir hana. í þessu ástandi var skilið við nxig.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.