Lögberg - 11.01.1906, Blaðsíða 2

Lögberg - 11.01.1906, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN n. JANÚAR 1906 Álmanak 1906 Almanak mitt fyrir árið 1906 er nú] út komiö og veröur sent þessa dagana til út- sólumanna víðsvegar út um bygðir fslend- inga. INNIHALD: Tímatal—Myrkvar árið 1906 —Forna tímatalið—Páskadagar—Sóltími-Til minn- is um Island—Ártöl nokkurra merkisvið- burða—Stærð úthafanna—Lengstur dagur. Almanaksmánuðirnir. Páll Briem. Með mynd. Eftir séra Friðrik J. Bergmann. Ralph Connor (Rev. C. W. Gordon). Með mynd. Eftirséra Fr. J. Bergraann. Mabel Mclsaac. Saga frá Nýja Skot- landi. Eftir Magnús J, Bjarnason. Safn til landnámssögu] fslendinga íVest- nrheimi: Saga íslenzku nýlendunnar í bæn- um Winnipeg: Hin fyrstu kirkjuþing— Einar Hjörleífsson—Skemtanir— Samein- ingin—Leifur hættir—Heimskringla byrj- ar—Eggert Jóhannsson—íslendingar reisa kirkju. Eftir séra Friðrik J. Bergmann. Nelson lávarður. Eftir Hjört Leó. Helztu viðburðir og mannalát meðal ís- Jendinga í Vesturheimi. Mynd af Akureyri, við Eyjafjörð. Veröið sama og áöur: 25 cents. Pöntunum sint strax. Peninga' skyldu menn senda í Express-ávísan, póstávísan eða frímerkjum. Ólafur S. Thorgeirsson, 678 Slierbrooke St., Winnipeg. Málmur á íslandi. í síðustu ísafoldarblööum a!5 lieiman hefir hr. Arnór Árnason, málmfræöingur, frá Chicago, sem nú dvelur í Reykjavik, ritað grein um málmvonir þær og hlutafélag er stofnað hefir verið þar út af málmfundinum í sumar. Með því grein þessi er ljóst og laglega rit- uö og um efni, sem Islendingum hér mun vera ant um að heyra, þeim er unna framtíð íslands, birtum vér hér greinina eins og hún kemur fyrir: Fyrir nokkrum árum ritaði eg grein í blað hér, þess efnis, að mjög mikil líkindi væru til þess, að ísland væri námaland; benti eg á ýmsar sterkar líkur fyrir þv að svo væri, meðal annars það, að ísland lægi nákvæmlega á sama breiddarstigi og þau lönd heims- ins, er auðugust hafa reynst að málmum, einkum gulli. Sjálfum hafði mér borist á hendur steinar og sandur frá ýmsum stöðum á íslandi til rannsóknar. Þeir reyndust þannig, að i þeim var töluvert af málmum, bæði gulli, silfri og kopar. Með því að steinar þessir voru allir teknir of- anjarðar og af handahófi, þóttist eg fá enn sterkari vissu fyrir því, að ísland væri inálm-námaland, og hefir sú trú mín farið sívax- andi siðan, enda hefi eg ávalt gert mér far um að komast að sann- leikanum í þessu efni. Síðan á landnámstíð hafa ein- stöku menn verið uppi meðal þjóðar vorrar, er hafa haft ör- ugga trú á framtið Islands, menn, sem hefðu kosið að leggja lífið í sölurnar fyrir ættjörðina, og elsk- uðu þjóðirta og livert framfara- spor er hún steig. Sannir íslend- ingar hafa aldrei legið á liði sínu, þegar um frelsi og réttindi lands- manna hefir verið að tefla. Öld fram af öld hafa þeásir menn haldið hlífiskildi fyrir þjóð vorri í baráttu lífsins. Með sinn óbif- anlegri trú á framfarir og framtíð íslands hefir þeim og tekist að varðveita þá sönui trú meðal landsins sönnu sona, fram að þessum tíma. Þrátt fyrir ýmsar landplágur, hafís og harðindi, Vesturheims-flutninga og fl., hefir tiúin á gamla ísland aukist og margfaldast meðal landsmanna. Og enn þótt megi missa frá sér margan nýtan son, viti menn að ísland á sér end- urreisnar von. kvað skáldið. Til allrar ham- ingju er og þeim mönnum heldur að fjölga á.síðari áratugum, er hafa trú á framtíð íslands. Lands- menn eru famir að skilja, hvað framfarir eru. Engum manni blandast nú hug- ur um það, að eitt hið stórkost- legasta og mikilsverðasta fram- faraspor, er ísland gæti stigið, væri það, ef hér fyndust auðugir málmar. Það sem hefir hleypt mest fram auðlegð og framförum hverrar þjóðar á síðustu 100 ár- um að minsta kosti ,eru námurn- ar, hin jarðfólgnu auðæfi, sem þær þjóðir, er fljótastar hafa ver- ið að hugsa og framkvæma, eru búnar að færa sér i nyt, svo sem Vesturheimsmenn og Englend- ingar . Eru þá námur til á íslandi? Eg held því afdráttarlaust fram að svo sé, og sá tími kemur, að hér verða opnaðar námur. Veruleg gullöld ístands er að: eins að byrja. En til þess að auðið sé að koma nokkru í framkvæmd á íslandi, eins og annars staðar í heiminum, þarf þjóðin að láta sér skiljast það fvrst og fremst, að þegar um verulega framkvæmd er að tefla, ríður lífið á að vera samtaka. I sundurlyndisjarðvegi þrífst aldrei neitt til hlítar. Eins og kunnugt er orðið um land ált, er hér stofnað hlutafélag cr nefnist Málmur. Það mun hafa verið stofnsett vegna svo nefndr- ar Eskihliðar-námu, eða vegna málma þeirra, er þar hafa fundist í jörðu. Félagið hefir sett sér lög og er tekið til að selja hlutabréf. Mér er að eins að nokkru leyti kunnugt um fyrirkomulag þess og áform, en mér hefir skilist, að það hafi orðið fyrir mótspyrnu af hendi einstakra manna. Flvernig þeirri mótspyrnu er farið, varðar minstu að mér finst. Það sem hér varðar mestu, er að koma verklegum framkvæmd- um á stað, og þær eru í því fólgn- ar sérstaklega, að borgarar höfuð- staðarins og fólk hér í Reykjavík yfir höfuð láti ekki dragast að kaupa hlutabréfin. Fyrir nokkrum dögum átti eg tal við einn af forsprökkum Málms. Hann sagði mér, að fé væri enn ófengið svo mikið sem þvrfti, og þjví væri ekki liægt að taka til starfa. Sú fjárhæð, er þarfnast til rannsókna, hefði átt að vera feng- in fyrir löngu, því svo lít eg á, að því fé sem íslendingar verja til rannsókna á landinu, sé vel varið. Siðan eg kom til íslands, liefi eg að eins fengið eitt lítið sýnis-1 liorn af sandi þeim, er upp úr bor- unarholunum kom hér í sumar. En ekki var sýnishorn þetta nægi- legt til þess, að hægt væri að at- huga nákvæmlega, hvað mikið væri af hverjum málmi fyrir sig, að öðru en gulli; það reyndist vera kr. 144.50 í smálestinni(2000 pd.). En þessir málmar voru þar cinnig: silfur, kopar, sink og alu- minum. Brennisteinn var og nokk- ur til muna í sandi þessum. En úr því að þarna fundust þessir 5 málmar, þ.á er mjög mikil ástæða til að ímynda sér, að þar geti jafnvel verið utn auðlegð að tcfla, er lengra kemur niður. F.nn má mýrin heita órannsök- uð, eins og raunar landið alt. Beztu vonir geri eg mér um þessa Eskihlíðamámu, að eins að félagið geti tekið til starfa sem fyrst. Undir landsmönnum sjálfum er það auðvitað að mestu leyti kom- ið, hvað bráðlega verður af fram- kvæmdum í þessu efni; þaö er at- orka þeirra og fé. sem þar þarf að koma til. Bráðum er útrunninn tíminn er ætlaður var til að selja hér hluta- bréf. Þeir sem enn eru því ekki búnir að kaupa hluti, en hafa hug á því, gerðu sjálfum sér og félag- inu mesta greiða með því að kaupa þá nú þegar, meðan þeir eru fáanlegir. Einstöku menn hefi eg heyrt láta þá skoðun sína í ljósi, að ef hér yrðu opnaðar námur, mundu aðrar þjóðir flykkjast hingað í svo stórum hópum, að tungu vorri og þjóðemi mundi standa af þvi hinn mesti háski, og það mundi fara með landið ,,sem í skauti' sinu geymir sögu vora og frægð.“ Nú segja surinir: Það er vita- skuld mjög fallega lnigsað af ís- lendingum, að vilja halda dauða- haldi í tungu sina og þjóðerni; en hvort það ætti, hvernig sem á stendur, að sitja í fyrirrúmi fyrir velliðan landsmanna og framtíð Islands, það getur verið skoðunar mál, segja þeir. En sleppum þvi. Hitt segi eg, að eg fæ ekki séð, að íslendingum væri nein hætta búin af sliku fyrir þjóðerni og tungu; því hingað mundu varla aðrir koma—þótt auðug náma fyndist— en málmnemar. En 'það eru ein- mitt memiirnir, sem ísland þarf hvað helzt á að lialda. Hins vegar væri það dæmafár klaufaskapur af þjóð og þingi, ef útlendir auðmenn næðu nokkurri fótfestu hér á landi sér i hag. Eg ætla íslenzku þjóðina eða forkólfa hennar ekki þá menn,að geta ekki séð við slikum leka ineð þannig orðuðum lögum, að útlendir auð- kýfingar kæmust þar hvergi nærri. Bvrji ekki félagið Málmur inn- an skamms á rannsóknum, má ganga að því vísu, að aðrar þjóð- ir verði íslendingum hlutskarpari, og væri tungu vorri og þjóðerni þá ekki minni hætta búin. Allir skilja, hvað fyrsta sporið í slikum framförum er erfitt, sérT staklega hér á Fróni. Eg vil þvi að lokum minna Is- lendinga á að gefa félaginu gaum og láta ekkert aftra sér frá að kaupa hluti, og sjá ekki eftir nokkrum krónum, þar sem ef til vill getur verið um miljónir að tefla. Kveðja. frá skólabörnum við Árnesskóla í Nýja íslandi til kennarans, Rósti Chrisopherson, er henni var flutt að skilnaði ásamt gull-armbandi, er grafið var á fangamark hennar og nafn skólans: Með klökkum liuga hnýtum þér helgan minniskrans, og hugsun ljúf i Ijóði er líf og skrautið hans. Þó fátæklegur finnist hann, oss fýsir þakkar orð að færa þér, sem ólst oss upp við andans neyzluborð. Þú bentir oss á brautu, sem björt er, Ijúf og milcl, og unglingshjörttin hófstu í hæð með þinni fylgd. Þann veg vér kjósa viljum öll, þú vort rnunt brautar Ijós, og nær vér göngum götu þá oss grær í spori rós. Vér erttm smá og eigum svo ofur fátt til gjalds, en þakkarorð frá okkur skal aldrei verða fals. Vér trúum því að vilji vor sé velþóknun hjá þeim, sem lítur yfir orð og verk og alt i þessum heim. Og það er ósk vor allra —þó okkar hverfir sýn— ineð næsta vori nýju vér njótum aftur þín, er fuglinn syngur lífsins lag og lifna blöð á grein, og gróðrardropar drjúpa á blóm og döggin vætir stein. Sá guð er gaf þér Ijósið er glæddi vora braut, þér fylgi æfi alla, og allri verji þraut. Svo kveöjum við þig eitt og öll, og okkar barna lund þér óskar helgri hamingju og heiðurs alla stund. * * * Enda þótt Ijóð þessi séu engin fyrirmyndar skáldsmíð, þá eru þau samt vingjarnleg viðleitni, gerð fyrir barnanna hönd, til að láta nefndum kennara í ljósi virð- ingu og þakklæti fyrir kensluna, og mega því vel sjást, enda eiga börnin kennara þessum, að sögn, mikið að þakka, þac sem hann hefir einn.þeirra þriggja er stund- að hafa kenslu þar á síðustu sex missurum, borið gæfu til að laða að sér hugi þeirra og láta lærdóm- inn verða þeim að notum.—Ritstj. -------o------ „The Montreal Witness". Blaðið „The Montreal Witness“ er gefið út bæði sem dagblað og vikublað, og flytur nýjustu og á- reiðanlegustu fréttir hvaðanæfa. Þess vegna hefir það getið sér þann orðstir, að aldrei fari þaö með neinar flugufréttir. Ritstjórnargreinar í blaðinu eru jafnan einarðlega ritaðar og laus- ar við alla hálfvelgju, en þó um kið sanngjarnar, og varla er þörf á að taka það fraip, að ofstæki og óþverra ritháttur á sér þar aldrei stað. Útgefendurnir heita John Dou- gall & Son, Monlreal. Fyrst byrj- aði blaðið að koma út 15. Desem- ber 1845, °R hefir kaupendatala og útbreiðsla blaðsins siðan farið stöðugt vaxandi. Auk þess gefa sömu mennirnir út fróðlegt rit, sem heitir „Wórld Wide Articles-1 og eru það merk- ustu ritgerðir úr blöðum og tima- ritum, prentaðar upp og gefnar út í einni heild. Kostar það $1.50 um árið. Enn gefa þeir út „Messenger Stories", kristileglar sögur með myndum, er kosta 40 cent um árið. Dagblaðið „Witness“ kostar $3 um árið en vikublaðið $1. „Witness“ fylgir engum sér- stökum pólitiskum flokki að máli. XI, Paulson, selur Giftingaleyflsbréf Chainbcrlain’s Cough Remcdy al* gcrlcga skaðlaust. Hver einasta móðir ætti að vita, að Chamberlain’s Cough Remedy er algerlega skaðlaust fyrir börnin og hefir engin eiturefni inni að halda. Selt hjá öllum kaup- mönnum. Skautar! Skautar, handa drengjum, stúlkum og fullorönum til afnota við hockey-leiki og aðrar skemtanir. Ekkert er hentugri jólagjöf. Góðir skautar á 50C. Betri skautar alt að $5,00. Hockey sticks handa drengjunum, á 20 og 25C. cents. Við seljum hinar frægu Mic-Mac á 45 cents. I SLEÐAR! SLEÐAR! Mjög mikið úrval af sleðum á 25C. og þar yfir. Glenwright Bros. Tel. 3380. 587 Notre Dame Cor. Langside. “EIMREIÐIN” Fjölbreyttasta @g skemtilegasta tlmaritiC á islenzku. RitgertSir, sög- ur, kvseði myndir. Ver6 40c. hyert hefti. Fæst hjá H. S. Bardal og S. Bergmann. The Northern Bank. Utibúdeildin á horninu á Nena St. og William Ave. Rentur borgaöar af innlögum. Ávísanir gefnar á Islandsbanka og víösvegar um heim Höfuðstöll $2,000,000. Aöalskrifstofa í Winnipeg, » TI1C [CANADIAN BANK Of COMMERCE. á horninu á Ross og Isabel Höfuöstóll: $8,700,000.00. VarasjöÖur: $3,500,000.00 i SPARISJÓÐSDEILDIN Innlög $1.00 og þar yfir. Rentur lagöar við höfuöst. á sex mán. fresti. Víxlnr fást á Englandsbanka, sem eru borganlegir á Islandi. ADALSKRIFSTOFA f TORONTO. Bankastjórl i Winnipeg er o-----JOHN AIRD--------o TI1E DON1INION BANK. á horninu á Notre Dame og Nena St. Alls konar bankastörf af hendi leyst. Ávisanir seldar á útlenda banka. Sparisjóðsdeildin. Sparisjöösdeildin tekur viö innlög- um, frá $1.00 aö upphæð og þar yfir. Rentur borgaöar tvisvar á árl, 1 Júní og Desember. Imperial bankofCanada HöfuðstóII - - $3,500,000.00 Varasjóður - 3,500,000.00 Algengar rentur borgaðar af öllum Innlögum. Avisanir seldar á bank- ana á íslandl, útborganiegar 1 krön. útibú 1 Winnipeg eru: AÖalskrifstofan á horninu á Main st. og Bannatyne Ave. N. G. LESLIE, bankastj. Norðurbæjar-delldin, á horninu á Main st. og Selkirk ave. F. P. JARVIS, bankastj. Dr.M. HALLDORSSON, PARK liIVER. N. D. Er að hitta á hverjum miövikudegi I Grafton, N.D., frá kl. 5—6 e.m. CABINET-MYNDIR $3.00 TYLFTIN, til loka Desember mánaðar hjá GOODALL’S 6Í6'2 Main st. Cor. I.ogan ave. ORKAR morris piano Tönninn og tilfinningin er fram- leitt á hærra stig og meö meiri iist heldur en ánokkru ööru. Þau eru seld meC góðum kjörum og ábyrgst um öákveðinn tíma. Það ætti aö vera á hverju helmili. S. L. BARROCLOUGH & CO., 228 Portage ave., - Winnipeg. Vörurnar fást lánaðar, og með vægum borgunarskilmálum. New York Furnishing House Alls konar vörur, sem til hús- búnaðar heyra. Olíudúkur, linoleum, gólfdúk- ar,, gólfmottur, jlaggatjöld, og myndir, klukkur, lampar, borð, I dúkar, rúmstæði, dýnur, rúmteppi, : koddar, dinner sets, toilet sets, þvottavindur og fleira. • JOSEPH HEIM. eigandi. Tel. 2590. 247 Port agt *re Dr. W. Clarence Morden, Tannlæknir. Cor. Logan ave og Main st. 620% Main st. - - ,’Phone 135. Plate work og tennur dregnar úr og fyltar fyrir sanngjarnt verð. — Alt verk vel gert. Thos. H. Johnson, Islenzkur lögfræðingur og mála- færslumaöur. Skrifstofa:— Room 33 Canada Life Block, suöaustur horni Portage avenue og Main st. Utanáskrif t:—P. O. Box 1364. Telefón: 423. Winnipeg, Man. 4Hunib cftir — þvi ad — Eddu's BuQíinpapappir heldur húsunum heitum* og varnar kulda. Skrífið eftir sýnishorn- um og verðskrá til TEES & PERSSE, L^d. &.OENTS, WJNNIPEÖ. r Winnipeg Picture Frame Factory, Búð: 495 Alexander ave. Vinnustofa: 246 Isabel st. ’Phone: 2789. Allar tegundir af myndarömmum búnar til. — Stækkum myndir. Við þurfum umboðsmenn víðsvegar til að selja fyrir okkur.— Heildsala og smásala. P. Ceok, Eigandi. t

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.