Lögberg - 01.02.1906, Síða 6

Lögberg - 01.02.1906, Síða 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN i. FEBRÚAR 1906. MMW HMW HMHMWWMH WMMMI<HHWP WMMM WMM ffl W W MHMMMH SVIKAMYLNAN Skáldsaga eftxr ARTHUR W. MARCHMONT. XXXI. KAPITULI. Andlát mikilmennis. Þegar viö komum i ganginn úti fyrir herberg- inu, þá sá eg grísku konuna faþa í öngvit; og þegar inn í herbergiö kom, sáum við, aö Grant var korninn fram úr rúminu, studdist upp við þaö og hljóöaöi eins og hann stæði í logandi eldi. Arbuthnot læknir, Mrs. Wellings og hjúkrunarkonan konitx inn um leið og hjálpuöumst við að að koma honum upp í rúmið aftur, þar sem hann lá veinandi og engdist sundur og saman af kvölum. „Morfínið, fljótt,“ sagði læknirinn. Og eftir innspýtinguna dró Grant tvisvar eða þrisvar þungt andann og varð síðan rólegur aftur. „Hvernig stendur á þessu, herra læknir?“ spurði eg í lágum hljóöum. • „Þaö eru endalokin, Mr. Ormesby. Nú eru göt íallin á iðrin.“ „Hvað lengi getur hann lifað hér eftit?“ „Ekki lengur en tvo eða þrjá klukkutitna i lengsta lagi.“ Eg gekk fram og sendi Stuart í hasti til Pertt eftir presti. Á meðan hafði Haidée náö sér, eða raknað við, og sagði hún okkur hvað gerst hafði. Ilún var ein hjá Grant og virtist hann vera eins ró- legur og hann átti að sér að vera, en spratt alt i einu ttpp með óþolandi kvölum, og luin hljóp fram til þess að fá mannhjálp. Þegar við konutm inn í herbergið aftur, haföi Grant enn ekki fengið fulla meövitund eftir morfínið, og lá hann þannig nær því tvo klukkutima. Þegar ltann loks fékk fulla meðvitund byrjttðu kvalirnar á ný og ætlaði þá læknirjnn aftur að gripa til morfíns- ins, en Grant bannaði honum það. „Eg get nú afborið kvalirnar,“ hvíslaði hann ró- legur þó svitinn strevmdi niðtir af andliti hans, sem öðru hvorti afskræmdist af kvöltsnum. „Kvalirnar ertt betri en meðvitundarleysi, herra læknir.“ Siðan nefndi hann ofur-lágt Plaidée á nafn og rétti henni hendina. „Við skulum ckki skilja fyr en við megunt til,“ sagði hann karlmannlega og brosti. Hún beygði sig niður og kysti hann, og svo kraup hún niður við rúmið og lagði liöfttðið ;t koddann hja honttm. „Berðu þig vel, Haidée, berðu þig vel, elskan mín góða,“ hvislaði hann. „Það er hægt að kalla til mín, eg get ekkert gagn gert,“ hvíslaði læknirinn og gaf hjúkrunarkonttnni bending unt að fara frá rúminu. • Grant tók eftir bendinguni og rétti hjúkrunar- konunni hendina . „Þú hefir verið mér góð, og svo þolinmóð!“ sagði hann. „Og þú, herra læknir; hvernig ætti cg nógsamlega að þakka ykkur?“ Við þetta ætlaði Edna að bresta í grát, um leið og hún féll á kné við rúmstokkinn, og gekk eg því til hetinar og stóð við hliðina á henni. Grant rétti Haidée aftur hcndina og hvíslaði að henni nýjum huggunarorðttm. Hina hendina lagði liann á höfttðið á Ednu, og á andliti hans hvildi stöð- ugt bros, nema þegar hann fékk svo sárar kvala- kviður, að ltann þoldi ekki við. Það var átakanleg reynslustund, og satt að segja varð eg feginn þegar mér var sagt, að Stuart væri Jcominn heiin aftur frá Peru. Þegar eg kom aftur inn til Grants, leit ltann til inín og brosti. „Nú á eg skamt eftir, Mervyn ntinn góður,“ sagði hann í veikum rórn þegar eg kom að rúminu. „Presturinn frá sendiherrasetrinu er kominn. Viltu ekki láta hann koma inn til þtn?“ „Þú ert æfinlega svo hugsunarsamur, vinttr minn. Láttu hann koma inn.“ Eg sótti prestinn, og þegar ltinu andlega borð- haldi og fögru og áhrifamiklu bænagjörð var lokið, þá tók eg eftir þvi, að ntinn kæri vinur var að fram kominn. Þegar presturinn var farinn, nefndi Grant nafn mitt ofur-lágt. „Vertu sæll, vinur minn,“ hvislaði hann. „Þu minnist alls, sem eg báð þig ?“ „Erfðaskráin er fullgerð. Viltu skrifa undir hana?“ „Eg er nú ekki maður til þess. . Það,er óklárað •'* margt fleira. En þið Edna komið því í I •,'kur bæði.“ „Eg tók snöggvast í hönd hans, og í síðasta sinni leit hann til mín, brosandi, karlmannlegur, ör- uggur, og sagði: „Mér líður vel, vinur minn.“ Eg gat ekki tára bundist og sneri mér því undan. Næst kvaddi hann Mrs. Wellings; síðan kysti hann Ednu og bað hana að hugga sig við það, að við hefðum náð saman; en hún kom engu orði upp fyrir gráti., Síðast vék hann sér að Plaidée, dró hana að sér og kysti hana brosandi til þess að hughreysta hana. Að því búnu hallaði hann sér aftur á bak og dró þungt andann, því að þessi síðasta áreynsla kostaði það sem eftir var af lífskröftum hans. Og þannig leið hann í burtu frá okkur: síöasta augnatillitið til Plaidée, siðasta brosið helgað henni og síðasta hreyfingin. Eg sá umskiftin og benti því lækninum að koma. Eftir að hann hafði skoðað vin minn litla stund dró hann rekkjuvoðina upp yfir andlit hans til merkis um, ,tð liann væri skilinn við. Eg reisti Ednu á fætur og leiddi hana fram úr hérberginu, en gaf lækninum bendingu um að gæta grísku kopunnar. Hún mátti heita meðvitundarlaus, og þegar læknirinn lirærði við henni þá stóö hún fá- ein augnablik hreyfingarlaus og einblíndi á líkið í rúminti. Að því búntt rak hún upp ógurlegt vein, svifti voðinni ofan af likinu, kallaði á elskhuga sinn með nafni, þfýsti hverjum kossinum af öðrum á enni hans og kaldar varirnar og jós tit ást sinni í átakanlega sterkum og hjartnæmum orðunt. Hún gat ekki trúað því, að hann væri dáinn, heldur stóð á því, að við værttrn að reyna að svifta hana honum á þennan hátt. Loks áttaði hún sig þó, stökk á fætur, fórnaði höndum, stóð á öndinni, barði sig alla utan, starði nteð hálfbrostnum augum á elskhuga sinn, rak upp átakanlegt vein og féll þversum ofan á likið—örend. XXXII. KAPITULI. Sögulok. Nálægt átján mánuðum eftir lát vinar ntins veittu farþegar á brezku gufuskipi, sem var á leiðinni til Konstantinópel eftirtekt einkennilegasta skipi, sem nokkurn tíma hefir á floti sézt. Það var gufuskip, sem skreið með hægri ferð niður eftir Bosfórtts. Augsýnilega var það tyrkneskt, meðal "annars bar flaggið vott unt slíkt. En hvað gat skipið haft innan- borðs ? Þaö var gert ofan yfir því nær alt þilfarið og borðstokkarnir hækkaðir. Og nteð því yfirbvgging- in öll var úr óhefluðum borðvið þa líktist skipið engu fremttr en stórum vörukassa. Að eins tveir menn sá- ust unt borð, og ekkcrt hljóð barst frá skipintt nema skvampið í skrúfunni. Það lá viö að þetta væri dráugalegt. „Þetta er undarlegt skip, Mervyn,“ sagði Edna, sern stóð við hlið mér á þilfari brezka skipsins. „Hvaða skip skyldi það vera?“ „Eg liefði helzt getið þess til, að það væri hlað- ið villidýrum; en væri svo, þá mundum við hevra einhverja háreisti innanborðs. Attk jæss sækja menn ekki villidýr til T}tklands.“ „Kannske ekki ferfætt,“ svaraði Edna og ypti öxlum. „Eg þýst við þessu fylgi einhver ógurlegur lcyndardómur. • Við skulum spyrja skipstjórann. Hann bar að rétt í þessu, og spurðum við hann því. „Eg veit það ekki með vissu, Mrs. Ormesby,“ svaraði hann; „og eg er hræddur unt eg geti ekki getið hins rétta til um það. Það er venjulega tor- velt að ráöa tyrkneskar gátur. En líkur eru til þess, að hér sé um einhvern tyrkneskan ósóma að ræða. Ef til vil er skipið hlaðið einhverjunt ógæfusömum vesalingum, sem soldáni eða pösjum hans þykir betra að losast við; Armeníumenn, Gyðingar eða ein- hverjir aðrir, sem þeir vilja síður láta slátra opinber- lega og ætla að láta morka lífið úr í Yemen." „Vesalingarnir,“ sagði Edna með viðkvæmni. „Eg skal segja ykkur hvað það gæti verið. Þið munið eftir eldinum í Yildis Kíosk fyrir rúmu ári síðan ?“ Við sögðum svo vera og litum hvort til annars. „Það hefir eitíhver rannsókn staðið yfir út af þeim eldi, hefi eg heyrt. Mig skyldi ekkert undra þó þeir, sem þar reyndust sel r, væru um borð í þessu draugalega skipi. Eins og það annars sé glæpur að gera itppreist gegn tyrknesku stjórninni.“ Og hann ypti öxlunt og gekk frá okkttr. „Heldurðu það geti verið, Mervyn?“ spurði Edna. | „Alt getur verið á Tyrklandi. En við fáum að * vita hið sanna bráðum,“ sagði eg; og tilgáta skip- stjórans reyndist rétt. „Líttu við, Edna. Þarna er Sel,“ sagði eg litlu síðar og benti til eyjarinnar á hægri hönd. „Aumingja Cýrus,“ sagði hún í lágum hljóðum og stundi þungan eftir að hafa nokkura stund staðið þegjandi og horft til eyjarinnar. „Þú stendur ekki lengur við i þessu óttalega plássi en bráðnauösynlegt et fyrir þig, Mervyn, viltu lofa mér því. Það þyrmir yfir mig þegar eg hugsa til hinna óttalegu tírna og viðburða hér. Eg vildi næstum, að eg hefði ekki komið—en svo gat eg heldur ekki orðið eftir,“ bætti hún við og smeygði hendinni í handarkrika minn. „Tveir dagar, eða þrír í mesta lagi, nægja mér til að koma öllu í verk. Það er ekki nema form sem þarf að fullnægja.“ Það var auðvitað ýmislegt, sem færa þurfti í lag í tilefni af því, að hætt var við öll fyrirtæki okkar Grants. Aö Grant látnum var ómögulegt að fá Ednu til að dvelja lengur á Tyrklandi en óhjákvæmilegt var; og með því ekki var við það komandi, að eg yrði þar eftir án hennar, þá bjó eg Um alt í mesta hasti og hljóp frá flestu ókláruðu í höndum þáverandi skrifara tnins. Þrátt fyrir óánægju soldáns við mig síðast þegar hann talaði við mig, eins og frá er skýrt hér að fram- án, þá reyndi hann aftur að fá mig til að halda áfram fyrirtækjuni okkar Grants undir tyrkneskri stjórn og hét mér allri þeirri hjálp, sem hann gæti í té látið. En eg gat ekki fengið mig til þess þegar Grant var úr sögunni. Eg vissi einnig, aö án dugnaðar hans og fyrirhyggju og undir tyrkneskri stjórn með öllum þeirn ódugnaði og spillingu, setn henni fylgja, mátti ganga að því ógruflandi, að alt mundi mishepnast. Eg hafnaði því tilboði soldáns, og áður'en heil vika var liðin frá dauða vinar míns höfðum við yfirgefið Tyrkland, og var ásetningur minn að hverfa þangað aftur til þess að konta öllu í lag ttndir eins og eg hefði kontið Ednu og Mrs. Wellings slysalaust til Nevv York. En það breyttist nú samt, og var það veiklun Ednu að kenna, eða svo sagði hún. Hún sagðist vera svo hrædd, eftir alt sem á undan var gengið og hún varð að reyna, að hún gæti ekki til þess hugsað aö sjá á eftir mér til Tyrklatids aftur; og þó hún sýndist alls ckki veikluleg, þá lét eg orðalaust tilleiöast að lofa henni að ráða. Hún harntaði bróður sinn ntikið, en æskan er léttlynd og ástin er söm við sig; og æsk- an og ástin og timinn hjálpaðist til að httgga liana og mig. Og svo giftumst við svo lítið bar á og viðhafn- arlaust. Eftir hjónavígsluna dvöldum við á Englandi nokkura mánuði, og iægar eg ekki gat lengur hjá því kornist að bregða mér til Tyrklands, þá fórum við þangað bæði. Gömlu stöðvarnar vfðu upp að vissu leyti gömlu sárin þó við liéldum þau væru gróin, en svo var þá ltka annað, sem úr því bætti. Að vísu lét Grant vin- ttr okkar þar lífið, en þar var líka ástarþrá okkar full- nægt, og enginn maður er þannig gcrðitr, að hann ekki finni nautn í slíkum endurminningum. Eg hraðaði mér að öllu. Og svo leitaði eg uppi alla þá, sem okkur höfðu að einhverju leyti hjálpað— Ibrahim gamla og dótturdóttur lians, manninn sem hjálpaði mér til að sleppa úr húsi Marabúks pasja og jafnvel Stefán. Öll svik hans gleymdust við hjálp þá, sem hattn veitti mér við aö leita Ednu — og öllum þeim sýndi eg áþreifanlegan þakklætisvott. Þegar öllu var lokið og við vorum ferðbúin, þá helguðum við nokkura klukkutima einu. sem enn var ógert—að heimsækja leiði Grants. Þótt sár Ednu ættu að heita gróin, þá tóku þau til að blæða nú þegar vi'ð stóðum hjá leiði vinarins og bróðurins í skjóli við kýprusviðinn í einu horni graf- tcitsins. Bletturinn var merktur með stórum skrautlaus- um minnisvarða, ferstrendum og jöfnum á alla vega. Hann benti átakanlega á styrkleik og staðfestu manns- ins, sem lét lifið í þjónustu lands þess, sem ekki hafði sýnt honum neitt annað en svik. Kvöldskuggarnir voru óöunt að færast yfir Stam- búl; bænahússturnarnir sáust óljósar, litur vatnsins í Bosfórus og Gullhorni varð dekkri og dekkri og drungalegt rökkur lagðist yfir landið. „Islam er að sofa úr sér þrekið.“ Ósjálfrátt komu orð þessi upp í huga mér og jafnframt þeint endurntinningin um óhappanóttina minnisstæðu, þegar Grant talaði þau. Nóttina þegar hann fyrst flæktist í svikanetinu sem fyrir honum var gylt með sætleik ástarinnar og dró hann til dauða. Það sem hann þráði var að hlynna að vellíðan og frelsi þar sem óstjórn og kúguti grúfðu yfir; að létta af fólkinu þjökuðu hæli landstjórans; að starfa að því, að allir bæru hæfilegt úr býtum af vinnu sinni; að allir fengju sem bezt og mest að njóta hæfileika sinna, sem þeim voru gefnir, til gagns þeim sjálfum og mannfélaginu; að kostir landsins, sem guð hafðí gert mennina herra yfir, ekki lægju ónotaðir. Aldrei hefir nokkur maður sett sér göfugra tak- mark, og aldrei hefir neinn verið betur til þess fallina að gegna þeirri göfugu köllun—en Cýrus Grant. En þó mishepnaðist honum það, ,og þó lét hann lífið fyrir það. Meira verður ekki af neinum krafist. Og allur ávöxturinn, alt, sem nú var eftir sýnilegt af starfinu og starfsmanninum var þessi ferstrendi, skrautlausi steinn yfir leifum hans og konunnar, sem óafvitandi gegn um ást þeirra hvors til annars var notuð honum til falls. Steinn með þessari einföldu áletrun: Hér hvílir __ CÝRUS DRNNISON GRANT, Bandarík jab 0 rgari, $em myrtur var á svikafullan hátt, A og HAIDÉE PATRAS, grísk kona. Bndir. o- pakkarávarp. Þegar eg veiktist i haust hér í Gardar-bygð, fjarri öllum mínum nánustu ættmönnum, þá var mér auðsýnd dærnafá hjálp og hjúkrun af fólkinu hér á Gardar. Það væri of langt að nefna hér alla þá, sem í þessum erfiðti kringum- stæðum mínum réttu mér hjálpar- ltönd. Meðal þeirra mörgu, sem svo vel hjálpuðu mér, voru þær Mrs. J. G. Davíðsson, Mrs. Anna Mýrdal, Miss Þorbjörg Dalntann, Mrs. Margrét Árnason, Mrs. Sig- ríður Hall, og Mrs. Guðrún IJtor- arinson, sem allar gengust fyrir því, að safna peninga-samskotum til að borga með hina miklu lækn- ishjálp, sem veikindi mín höfðu í för með sér. Líka gaf kvenfélag- ið, hér á Gardar, mér tiu dollars; og Mrs. Kristín Eirikson að Iíall- son, N. D., sendi ntér þ.rjá doll- ars. Og síðast en ekki sízt vil eg gcta þess, að ®g var í húsi þeirra Mr. og Mrs. H. Ármanns meðan eg lá veik. Þessi góðu hjón og börn þeirra hlyntu að mér af allri alúð og reyndust ntér sannir vinir í öllu. Eg get ekki lýst því með orð- um, hvað eg er þakklát þessu góða fólki og öllum þeim mörgu, sent glöddu ntig 0g hjálpuðu á ýmsan hátt, á nteðan eg var veik. Ett eg- bið af hjarta guð að launa þeint öllum af ríkdómi sinnar náð- ar, þegar þeim mest á liggur. Gardar, N.D., 20. Jan. 1906. . .Helga Magnúsdóttir. Tungan segir til. Litlu börnin geta ekki skýrt glögglega frá því, sern að þeim gengur. Þegar tungan í barninu er hvít eða þakin gulleitri skán, sérstaklega kring um tunguræt- urnar, þá er það ljóst merki ttnt ntagaveiki, kvefþyngsli eða liita- sótt. Baby’s Own Tablets lækna bæði fljótt og vel þenna og ýmsa smærri sjúkdóma, sem þjá börnin og unglingana. Þær eru eins gott nteðal handa nýfæddum bömum eins og stálpuðum. öldungis ó- saknæmar og gera aldrei mein. Mrs. C. F. Kerr, Elgin, Ont., seg- ir: „Baby’s Own Tablets eru bezta meðalið, sem eg hefi fengið við rnaga og iðra sjúkdómum og til þess að eyða ormum. Eg get ekki án þess verið að hafa þessar Tablets í húsinu.“ Seldar hjá öll- um lyfsölum, eða sendar með pósti, fyrir 250. askjan, ef skrifað er til „The Dr. Wiliams’ Medicine Co., Brockville, Ont.“ —— s lliiÍakbMMMk

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.