Lögberg - 15.02.1906, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15.FEBRÚAR 1906
Þýöim? kosninganna áEng-
landi.
Hverjar eru orsakirnar til hins
mikla sigurs, sem frjálslyndi flokk
urinn er nýbúinn að vinna á Eng-
landi og Skotlandi. HvaS var
:það í stefnuskrá hans, sem gerði
hann ákjósanlegan í augum þjóð-
arinnar ?
ÞaS mætti virðast svo sem þess-
ar spurningar ættu vel við, þegar
rætt er um þetta mál, eins og al-
ment er gert þessa daga, bæði í
blöðum og manna á milli. En
svörin upp á þær virðast vera
fáum ljós, enda má næstum svo að
orði komast, að blöSin hérna meg-
in hafsins hafi leitt hjá sér aS
svara þeim.
Sumum telst svo til, aS sigurinn
stafi af óánægju þjóSarinnar meS
stjórn, eSa óstjórn, þeirra Cham-
berlains og Balfours. Aörir mót-
mæla því, og benda á endurkosn-
ingu Chamberlains sem órækan
vott um vinsæld hans. En þaS sem
þyngst var á metunum voru ekki
persónuleg mál, né útkljáS mál,
þótt illa mætti þykja til lykta leidd,
svo sem Búa-stríSiS, meS öllum
hinum hryllilegu skelfingum þess
og fjártapi. ÞjóSin var horfin frá
stríSinu og fémissinum eins og
spilamaSur hverfur öreigi frá töp-
uSu spili. Um Balfour mun mega
segja, aS hann kom óviSa viS mál-
*n> °g gat þvi litla þýSingu haft í
úrslitunum.
Þau mál, sem efst voru á dag-
skrá í kosningunum voru: tillaga
Chamberlains um aS hækka aS-
flutningstolla á vissum nauSsynja-
vörum — hún mun flestum kunn-
ug— og, tillaga frjálslynda flokks-
ins um tiS hækka afgjÖld af land-
eignum — hún mun vera örfáum
kunn.
Chamberlain kvaS tilgang sinn
vera þann, aS tengja nýlendurnar
við Bretland sjálft meS því að
leggja toll á vörur frá öSrum
löndum, eða tollverndun svo kall-
aða; þessi sama aðferð átti svo,
meS einhverri leyndardómsfullrí
náttúru, aS gefa fátæku fólki á
Englandi, já, ef ekki auS, aS
minsta kosti — vinnu. Af úrslit-
unum aS dæma, hcfir þjóðin annaS
hvort ekki skiliS þessa, sjálfsagt
vel meintu, tillögu,eSa máske ekki
kært sig um bara vinnuna tóma.
Og þó er ástandiS meðal fá-
tæka fólksins á Englandi bágboriS.
Má marka þaS á því, aS þaS hefir
verið tekið nýlega til þeirra ó-
yndisúrræða, aS safna fé til þess
aS afstýra hungursneyS.
Og af hverju stafar þessi neyS?
SvariS upp á þá spurningu getur
ef til vill leyst úr fyrstu spurning-
unni um orsökina fyrir sigri frjáls
lynda flokksins. Eftirfylgjandi
grein, sem eg hefi þýtt úr ensku
blaöi, „The Weekly Telegram'^
en var tekin í þaS úr „The Inde-
pendentReview“,svarar aS nokkru
leyti þessari spumingu. Greinin
er svona:
„Fólksfækkun til sveita. — ÞaS
hafa veriö brögS aS þvi í mörg ár
að bújaröir hafa veriö stækkaðar
meS því að sameina þrjár eSa
fjórar í eina og rífa niöur hinar
ofauknu byggingar. Bændur jafnt
og landeigendur hafa stutt aS þess
ari ólánssömu aöferö. Á feitu
árunum hlupu bændurnir hver í
kapp viö annan til aS ná í hverja
jörð, sem laus varS; landeigend-
urnir leyfðu þessa samsteypu
ýmsra ástæöna vegna. ÞaS var
hægra aS innheimta leigur af einnú
jörS en þremur eöa fjórum; en
þaS kostaöi minna aö halda viS
byggingunum. Þó held eg, aö hin
vaxandi löngun, ekki fyrir „sport"
í hinum gamla*skilningi þess orSs,
heldur fyrir verndun veiöidýra í
stórum stíl til þess aö laða aS
„sports" kunningja óðalsbóndans,
hafi öllu öðru fremur veriS aöal-
tilgangurinn meS þessari óþjóö-
ræknislegu aðferS. ÞaS er hægra
að halda stóra dýrahjörS þegar
bújarðirnar eru stórar, bændur
fáir og langt á milli bæja, heldur
en þegar bújarðir eru smáar og
bústaðir þéttir. Þessu hefir fariS
fram alt um of. Auðugir menn
standa sig við að leigja jaröirnar
meS mjög vægum kjörum til leigu
liöa, sem bjóðast til að vernda
veiðidýrin og ónáöa þá ekki út af
ágangi þeirra. Eina sveitavinnan,
sem margir bændur hafa á seinni
árum verið fengnir til aS stunda,
liefir veriS að gæta dýrahjarðanna.
Öll önnur atvinna hefir stórum
minkaö. Mjög háar leigur má fá
lijá auðmönnum fyrir stórhýsi og
afbragös veiðistöSvar yfir veiði-
tímann. Þetta bo'rgar sig betur
fyrir eigandann heldur en ef hann
ieigSi jöröina duglegum bónda.
I>annig verður þaö, aö skýli eru
plöntuS, hús rifin niður, landiS
látiS falla í órækt og arfleifð þjóð-
arinnar verður aS leikvelli hinna
ríku.“
Þessi grein er tekin af handa
hófi, og er ekki ólíklegt að margar
greinar sama efnis megi finna í
enskum blöSum. Hún lýsir aö
eins ástandinu, sem rekur fólkiö
úr sveitunum. Þetta fólk, sem
þannig er hrakiS af landsbygðinni
lilýtur aS safnast fyrir í bæjunym,
þar sem svo bágindi þess og eymd
verða bersýnileg.
ÞaS var þetta ástand, Sem mest
vakti fyrir frjálslynda flokknum
og leiðtogum hans. Þeir mót-
mæltu því, aö fariS væri meö „arf-
leifö þjóöarinnar"—landiS, ekki
einungis í sveitunum, heldur líka
í bæjunum, eins gg síöar verður
sýnt,— eins og sagt er frá hér aö
ofan, og héldu því fram, aS þjóSin
ætti aS fara aö ganga eftir arf-
leiföinni. Því. eins og hinn nýi
forsætisráðherra komst sjálfur að
orSi var það stefna flokksins: —
„Að byggja upp hinar óbygðu
landeignir hér í landi; aö nema
Iand á okkar eigin landi; aS gefa
bóndanum meira frjálsræSi og
meiri tryggingu á starfa sinum;
aS fá híbýli og stöSur fyrir erviS-
ismanninn, sem nú er í mörgum
tilfellum bægt frá afnotum lands-
ins, aS gera landið minna aö
skemtistöð fyrir hina ríku og
meira aS gullkistu fyrir þjóðina."
Og síðar í sömu ræSunni — aðal-
ræðu Campbell-Bannermans fyrir
kosningarnar— segir hann: „Við
getum veitt bæjunum liS meS þvi
aS bæta land-fyrirkomulagiS, og
þar meS tel eg skattinn á verðmæti
landsins."
Þessi síöasta setning er eftir-
tektarverð og útheimtir skýringu.
Þessi orS ráðherrans, sem eg
þýði á íslenzku „skattinn á verð-
mæti landsins", eru á ensku: „the
tax on ground values". ÞaS er
tillaga um tekjuaSferð og almenna
bót á gervöllu iSnaðarástandi þjóð
arinnar, sem fer fram á afnám
allra útsvara, skatta og skyldna af
framleiddum mönnum og auS, í
hverri sem helzt mynd, og upp-
töku í þeirra staö eins skatts, sem
lagSur sé á landeignirnar í hlut-
falli viS verSmæti þeirra. Þessi
umbótartillaga, sem alment er
kend viS Henry George, þekkist
bezt hér í landi sem „The Single
Tax". Á íslenzku hefir harla lítiS
komiS út um hana og eru Islend-
ingar, hversu mentaðir sem eru,
nálega ókunnir henni. Hún hefir
einhvern vegpnn — hvernig, eða
hjá hverjum veit eg ekki—fengiö
nöfnin: einskatts-kenning, eða
einskattur, eöa landverðmætis-
skattur, og hefi eg leyft mér aö
viöhafa þau nýyrði án þess aS
leita heimilda, einungis af því aö
eg þekki engin betri.
ÞaS er búin' aö liggja bænar-
skrá í mörg ár frá meir en 200
bæjum á Englandi og Skotlandi—
þar á meðal stórborgunum Liver-
pool, Manchester og Glasgow —
ttm að mega innleiöa þessa tekju-
aöferS. En henni hefir verið synj-
aö til þessa. Hún er fyrir löngu
komin á stefnuskrá frjálslynda
flokksins.
Eins og sést af oröum forsætis-
ráðherrans, er hann einn af hvata-
mönnum einskattsins. HiS santa
er kunnugt um þorrann af ráö-
gjöfum hans.
Sigur sá hinn mikli, sem frjáls-
lyndi flokkurinn hefir unnið, er þvi
afdráttarlaust sigur einskattsins.
Þetta er þýðing kosninganna.
Winnipeg, 8. Febrúar 1906.
P. M. Clcmcns.
Baby’s Own Tablets.
Þetta meðal er betri hjálp fyrir
konurnar til þess að viðhalda og
verja heilsíi barnanna, heldtu^ en
nokkurt annað meðal í heimi. Tab-
lets þessar lækna meltingarleysi,
vindþemmbu, hitasótt, niðurgang,
tanntökuveikindi og eyða ormum.
Þær lækna kvef og verja barna-
veiki. Þær veita börnunum vær-
an og heilsusamlegan svefn af því
þær útríma ofsök svefnleysisins.
Þær eru hiö eina meðal, sem mæS-
urnar liafa áreiöanlega vissu fyr-
ir að ekki hafi inni að halda nein
deyfandi efni né ópíum, eða annað
eitur. Þær eru gott meðal handa
börnum, bæði nýfæddum og stálp-
uöum. Þær bæta ávalt en skaða
aldrei. Mrs. Geo. Turner, Barr-
y’s Bay, Ont., segir: „Eg hefi
notað Baby’s Own Tablets viS
ýmsum barnasjúkdómum meö hin-
um bezta árangri. Eg þekki ekk-
ert meðal, sem jafnast getur við
þær.“ Hver einasta móöir ætti aö
hafa þetta meðál á heimilinu
eins og lífvörð barnanna sinna.
seldar hjá öllum lyfsölum, eöa
sendar með pósti fyrir 25C. askj-
an, ef skrifað er til „The Dr. Wil-
liams’ Medicine Co., Brockville,
Ont.“
Weslcy Rink
á horninu á Ellice & Balmoral.
Skautaferö á hverjum degi eftir
hádegi og á kveldin. ,,Bandiö“
spilar aö kveldinu.
M, Paulson,
. - selur
Giftingaleyflsbréf
ELUIÐ VIÐ GAS.
Ef gasleiösla er um götuna yBar
letöir félaglö plpurnar aS götultn-
unnl ókeypis, tengir gasptpur viB
eldastór, sem keyptar hafa veriB ati
þvt, án þess aS setja nokkuB fyrir
verkiB.
GAS RANGES
eru hreinlegar.ðdýrar, œtlB til reiBu
Allar tegundir, $8 og þar yflr.
KomiB og skoBiB þær.
The Winnipeg Electric Street Ry Co
Gastó-deildin
215 Portage Ave.
PLUMBING,
hitalofts- og vatnshitun.
The C. C. Young Co.
71 NENA ST.
fPhone 3669.
Ábyrgð tekin á aö verkið sé vel af hendi
leyst.
Eldiviður.
Tamarac. Pine. Birki. .Poplar.
Harökol og linkol. Lægsta verö.
Yard á horn. á Kate og Elgin.
Tel. 798.
H. P. Peterson.
MUSIK.
Við höfum til sölu alls konar hljóðfæri
og söngbækur. Piano. Orgel Einka agent-
ar fyrir Wheeler & Wilson saumavélar.
Edisons hljóðritar, Accordeons og harmo-
nikur af ýmsum tegundum. Nýjustu söng-
lög og söngbækur ætíð á reiðnm höndum.
Biðjið um skrá yfir ioc. sönglögin okkar.
Metropolitan Music Co.
337 MAIN ST.
Phone 3851.
Borgun út í hönd eöa afborganir.
Orr. Shea.
Plumbing & Heating.
------O---
625 William Ave
«f
Phone 82. Res. 3788.
------o------
Súr l maganum.
Magasúr og vindverkir á eftir
máltíð kemur af gastegundum sem
myndast í maganum. Maginn
vinnur ekki verk sitt nógu ræki-
lega, svo fæðan úldnar þar ómelt.
Chamberlain’s maga og lifrar
Tablets lækna þetta. Þær hjálpa
við meltingunni og styrkja og
endurnæra magann og innýflin.
Seldar hjá öllum lyfsölum. ^
Gylliniœöar-kláííi.
Ef þú þekkir einhvern, sem þjá-
ist af þessum leiöa kvilla, þá get-
ur þú ekki gert hontim betri
greiöa en ráðlagt honum aS reyna
Chamberlain’s Salve. ÞaS læknar
undir eins. Verö 25 cent. Selt
hjá öllum lyfsölum.
DSOLUVEKÐl
Skemmiö ekki augu yðar
með því aö brúka gamla úreta
lampa. — Fleygiö þeim nr
Þeir hafa éð 1 -’ri 1 .g 1
Fáiö heldar >.< mnp.i
fyrir
Kol vibur
tn.s'Mu
Gi CHWRIGHT BrOS.
Tel. g > 587 Notre l>amc
Cor. Langside
“EIMREIÐIN”
Fjölbreyttasta og skemtilegasta
ttmarltiB 4 Islenzku. RitgerBir, sög-
ur, kvæBl myndir. VerB 40c. hvert
heftl. Fæpt hjá H. S. Bardal og S.
Bergmann.
CABINET-MYNDIR
$3.00 TYLFTIN,
The Northern Bank.
Utibúdeildin á horninu á Nena
St. og William Ave.
Rentur borgaðar af innlögum. Ávísanir
gefnar á fslandsbanka og víðsvegar um
heim
Höfuðstóll $2,000,000.
Aðalskrifstofa í Winnipeg,
Sparisjóðsdeildin opin á laugardags-
kvöldum frá kl, 7—9. J
THE CANADIAN BANK
Of COMMERCE.
á horninu á Iloss og Isabel
HöfuSstóll: $10,000,000.
VarasjóSur: $4,500,000.
I SPARIS JÓÐSDElLDIN
Innlög $1.00 og þar yflr. Rentur
IagSar við höfuöst. á sex mán. fresti.
Víxlar íást á Englandsbanka,
sem eru borganiegir á íslandl.
ABAIíSKRIFSTOFA I TORONTO.
Bankastjóri I Winnipeg er
Tlios. S, Stratliairn.
TME [DOMINION BANK.
á horninu á Notre Dame og Nena St.
Alls konar bankastörf af hendi
leyst.
Ávísanir seldar á útlenda banka.
Sparisjóðsdeildin.'
SparisjóBsdeildin tekur viS innlög-
um, frá $1.00 aB upphæB og þar yflr. |
Rentur borgaBar tvisvar á ári, I Júnl j
og Desember.
______________ __________________i
H
1
Imperial Bank ofCanada
Höfuðstóll - - $3,500,000.00
Varasjóður - 3,500,000.00
Algengar rentur borgaBar af öllum
innlögum. Avísanir seldur á bank-
ana á íslandi, útborganlegar I krón.
Útibú í Winnipeg eru:
Aðalskrifstofan á horninu á Main st.
og Bannatyne Ave.
N. G. LESLIE, hankastj.
Norðurbæjar-deildin, á horninu á
Main st. og Selklrk ave.
F. P. JARVTS, bankastj.
til loka Desember
mánaðar hjá
GOODALL’S
616yí Main st. Cor. Loganave.
ORKAR
morris piano
Tónnínn og tilfinningin er fram-
leitt 4 hærra stig og með meiri list
heldur en ánokkru öSru. Þau eru
seld meB góSum kjörum og ábyrgst
um óákveðinn tima.
þaS ætti aB vera á hverju heimiii.
S. B. BAHROCLOUGII & co„
228 Portago ave., - Winnipeg.
Vörumar fá$t lánaðar, og meö
vægum borgunarskilmálum.
New York Furnishing House
Alls konar vðmr, sem til hús-
búnaðar heyra.
Olíudúkur, linoleum, gólfdúk-
ar, gólfmottur, jlaggatjöld, og
myndir, klukkur, lampar, borð,
dúkar, rúmstæði, dýnur, rúmteppi,
koddar, dinner sets, toilet sets,
þvottavindur og fleira.
JOSEPH HEIM.
eigandi.
Tel. 2590. 247 Port agt ave
Dr. W. Clarence Morden,
Tannlæknir.
Cor. Eogan ave og Main st.
620 Main st. - - .’Phone 135.
Plate work og tennur dregnar úr
og fyltar fyrir sanngjarnt verB. —
Alt verk vel gert.
Dr.M. HALLDORSSON,
PARK RIVER. N. D.
Er aB hitta 4 hverjum miBvikudegi
I Grafton, N.D., frá kl. 6—6 e.m.
Thos. H. Johnson,
Islenzkur lögfræBingur og mála-
færslumaBur.
Skrifstofa:— Room 33 Canada Llfe
Block, suBaustur horni Portage
avenue og Main st.
Utanáskrift:—P. O. Box 1364.
Telefón: 423. Wlnnipeg, Man.
JBmxib eftir
— því að —
íieldur húsunum heitumj og varnar kulda. Skrífið eftir sýnishorn
um og verðskrá til
TEES & PERSSE, Ltd.
ílgíents, WJNNIPEG.
r—--------------------
| llujiil LuiDlicr «g Fuel Go. Ltd.
I =- $9.70= ■■=
| BEZTU AMERÍSK HARÐKOL.
OFFICE: Cor. Notre Dame & Nena St. Tel. 3390
YARD: Notre Damé West. Tel. 2735.
WINNIPEG, CAN.