Lögberg - 17.05.1906, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. MAÍ 1906
GULLEYJAN
skáldsQga eftir
ROBERT LOUIS STEVENSON.
læknis inni í húsinu. Af þeim átta mönnum, sem orS-
iö höföu fyrir áverkum i atlögunni, voru einir þrír
enn lifandi, nefnil. sjóræninginn, sem skotinn haföi
veriö viö skotaugaðr utan viö húsiö, Hunter og Smoll-
ett kafteinn; tveir hinir fyrst nefndu voru rétt aö
dauöa komnir, sjóræninginn dó meöan læknirinn var
aö ná kúlunni út úrsárinu á honum, og Hunter gátu
engar tilraunir læknisins vakið til meövitundar. Hann
hjaröi reyndar þaö, sem eftir var dagsins, og dró and-
inn ákaflega þungt, likt og gamli sjóræninginn á Ben-
boga, þegar hann lá í slaginu. En brjóstbeinin voru
öll lömuö á honum, og þegar hann féll niöur á gólfið,
haföi hann komist mjög viö á höföinu, og leiddi þaö
hann alt saman til bana snemma um nóttina næstu.
Sár kafteinsins voru allmikil, en engin banvæn,
því aö ekkert stærri líffæranna var skaddað. Kúla
Andersons hafði sært kafteininn fyrsta sárinu, brotið
lieröablaðiö á honum, og snert lungnablaöið að eins,
en ekki hættulega. Aðra kúlu haföi hann fengið í kálf-
ann. Það voru því öll .líkindi til, að hann mundi kom-
ast til heilsu aftur, en sjáanlegt var það, að næstu
tvær vikur mátti hann hvorki stíga í fótinn, né hreyfa
handlegginn.
Sárið, sem eg hafði fengið á linúana, var ekki
nema smáskeina. Livesey læknir setti plástur á það
og var þaö látið nægja.
Að loknum miödegisverðinum settist friðdómar-
inn og læknirinn sinn við hvora hlið kafteininum, og
ráðguðust um hvað gera skvldi. Þegar þeir höfðu
tekið fullnaöar áætlun var klukkan orðin nærri tvö.
Tók þá læknirinn hatt sinn, stakk skammbyssunni í
belti sér og girti sig rýtingi, kastaöi riffli á öxl sér, og
lagði skyndilega á brott. Hann fór yfir girðinguna
r.orðan vert viö húsið og hvarf þar inn í skóginn.
Við Grey liöfðum sezt yfir í eitt hornið á bjálka-
húsinu, til þess aö eigi liti svo út, sem við værum að
hlera hvað yfirmennirnir voru að tala um; Grev
tók út úr sér pípuna, og svo undrandi varö hann við
brottför læknisins, að hann 'gleymdi alveg að láta
hana upp í sig aftur.
„Hver ósköpin ganga aö lækninum T‘ sagði hann
loksins, „er hann alveg genginn af göflunum ?“
„Ekki ímynda eg mér það,‘ svaraöi eg; „eg býst
við það mundi sízt henda hann, af öllum okkur hér.“
„Verið getur að svo sé,‘ mælti Grey, „en sé hann
óbrjálaður, þá er eg búinn að missa vitið.“
„Eg efa þaö ekki, að læknirinn hefir gildar á^
stæður til þessarar brottferðar, og ef mér skjátlast
ckki, þá hefir hann ráðið af, að heimsækja Ben Gunn.“
, Síðar komst eg að því, aö þessi tilgáta min var
Hún var sú, aö fara niður á sandtangann, þar sem eg
hafði séð hvíta klettinn einkennilega, er eg hefi minst
á áður, kveldið, sem eg hvarf til bjálkahússins, og vita
vissu mína um það, hvort báturinn, sem Ben Gunn
mintist á við mig um, væri þar eöa ekki. Mér sjálf-
um fanst þetta að minsta kosti svo þýðingarmikið
atriði, að það væri vel þess vert að skygnást eftir því.
En þar eð eg var í engum vafa um það, að mér yrði
ekki slept út fyrir girðinguna, ef eg .léti uppi þessa
ætlan mína við yfirmennina, réðst eg í að taka mér
bessa-leyfi og laumast burtu, þegar enginn tæki eftir
mér; sú aðferð mín kolvarpaði auðvitað réttmæti aðal-
fyrirætlunar minnar. En að eðlisfari var eg býsna
einráður og ókærinn unglingur, og eg var búinn að
ia þessa flugu í höfuðið, og var ómögulegt að hætta
við að koma henni í framkvæmd.
.Og nú vildi einmitt svo til, að tækifærið til þess
kom upp í hendurnar á mér, Friðdómarinn og Grey
voru önnum kafnir að binda um sár kafteinsins
Þarna var tækifærið og eg notaði það líka. Eg
klifraði án tafar yfir stauragirðinguna, og laumaðist
inn í skóginn. Áður en félagar mínir tóku eftir brott
för minni var eg horfinn, og innan skamms kominn
svo langt í brott frá bjálkahúsinu, að eg gat ekki
heyrt hróp þeirra.
Þetta var annað heimskulega tiltækið, sem eg
réðist í, og að því levti verra en hið fyrra, að nú
skildi eg eftir að ems tvo vígfæra menn, til að verja
bjálkahúsið, en það vildi nú svo til, að þetta varð
eigi síður en hið fyrra til þess að bjarga okkur öllum
Eg stefndi strax til austurstrandarinnar á eynni
því að eg hafði einsett mér að fara niður eftir tang-
anum, sem báturinn átti að Vera á., þeim megin, er
fjær var skipalaginu til að komast hjá því, ef auðið
væri, að tekið væri eftir mér af þeim, sem kynnu að
vera á skipinu. Degi var tekið að halla, og þó var
hitinn jafn sterkur, ef ekki meiri en fyrri partinn
A leið minni gegn um þéttustu skógarrunnana gat eg
heyrt fram undan mér bæði brim gnýinn við strönd-
ma, og af brakinu í greinunum, sem var að heyra úr
sömu átt, vissi eg að hvessa var farið af flóðvindin-
um. Innan skamms náði vindurinn til min, og eítir
að eg hafði haldið áfram fáa faðma, stóð eg í rönd
skógarins, og sá út á hið opna, bláa haf og brimlöðr
andi ströndina.
Eg hefi aldrei séð hafið kyrt umhverfis Gulleyna.
Þó að blíða sólskin væri, og hafflöturinn væri renni-
sléttur svo langt sem augað eygði, gjálpaði livít-
kembdur öldugarður' inn við annes og útkjálka henn-
ar nótt og dag; og varla get eg ímyndað mér, að
nokkurn þann blett sé hægt að finna á henni, þar sern
maður geti verið án þess að heyra brimhljóðið.
Eg gekk um stund meðfram ströndinni, þar sem
Lylgjurnar brotnuðu rétt við tærnar á mér, unz eg
þóttist vita, að eg væri kominn nógu sunnarlega.
Stefndi eg þá að hæðarhryggnum, sem lá eftir tang-
anum endilöngum, og þræddi þéttustu runnana.
Að baki mér var úthafið og ströndin, en fram
undan skipalægið, hinum megin tangans. E'.óðvind-
urinn var nú búinn að blása sinn venjulega tíma, og
var nú farið að slota aftur. I þetta sinn bar hann
^ , ... ... með ser sunnan og austan úr hafi þykkan þokumökk.
rat. Og nu vUd. svo t,l, .« l>ar scm h.trnn mn, , £g ga, ^ ^ hyar Hispanio]a K .
bjálkahúsinu, var orðinn ,lítt þolandi, og sandflötin
umhverfis það sjóðandi af hádegisskini sólarinnar, að
önnur hugsun vaknaði hjá mér, sem engan veginn
var eins rétt. Mér varð það sem sé á, að fara að öf
unda læknirinn af því að vera nú að reika í svölum
skugga þéttvaxinna trjáa, þar sem fuglar kvökuðu á
liverri grein, og skógarilmurinn fylti alt með laöandi
angan sinni og unaði. álér fanst munurinn á kjör-
um mínum og hans ranglátlega mikill, þar sem eg
sat í bjálkahúsinu rétt kominn að því að stikna, og föt-
in mín límdust við harpiskvoðuna, sem vall út úr
veggjum þess, og umhverfis mig var svo mikið af
blóði, og likum veslings föllnu mannanna, sem lágu
köld og stirð þarna inni. Eg fékk ósegjanlega óbeit
á þessum stað, og sú óbeit .líktist ótta að sumu leyti.
Um þetta var eg að hugsa meðan eg var að hreinsa
til í bjálkahúsinu, og þvo upp matarílátin eftir mið-
degisverðinn, og þessi óbeit og öfund óx í mér æ meir,
eftir því, sem eg hugsaði lengur um þetta, og dró svo
langt síðast, — en þá var eg staddur hjá einum brauö-
pokanum okkar og enginn tók éftir mér—, að eg steig
íyrsta sporið í brottfararáttina, og fylti báða treyju-
vasa mína með hveitibrauðskökum.
Þið megið kalla mig bjána, því vissulega var það
bjánalegt ofdirfskutiltæki, sem eg ætlaði að ráðast t;
en eg hafði einsett mér að framkvæma það, með al.lri
þeirri varkárni, sem eg átti til. Brauðið, sm eg hafði
tekið með mér, gat nægt mér til lífsviðurhalds í einn
eða tvo daga.
Það sem eg tók næst var belti og tvær sk.
byssur; og þar sem eg bar á mér skotfæra-tösku með
púðri og kúlum í, þóttist eg vera fullvel vop að.ir. ,
Hvað farar áætlan mína snerti, verður ef !
ekki hægt að segja að hún væri beinlínis heimct' .ies?.
sundinu milli
tangans, sem eg stóð á, og Beinagrindareyjar. Það
var engin kvika þar, því að tanginn tók úr flóðvind-
inn, og höfnin var bárulaus og spegilslétt.
Við skipshliðina lá annar báturinn, sem samsær-
ismenn höfðu farið á í land. í afturstefninu á bátn-
um sat Si'.fri, — eg var alt af viss með að þekkja
hann, hvar sem eg sá hann,— og tvo menn sá eg
beygja sig fram yfir öldustokkinn á skipinu, og hafði
annar þeirra rauða húfu á höfðinu,— að likindum var
það sami illvirkinn, sem eg sá fyrir skemstu vera að
klifra yfir varnargarðinn umhverfis bjálkahúsið. Það
var auðséð aö þeir voru að tala saman; hláturinn i
þeim heyrði eg, að minsta kosti, en engin oröaskil,
enda var mi’.a vegar milli min og þeirra. Skvndilega
heyrði eg svo hræðilegt, óútmálanlegt vein eöa óp,
sem mér varð mjög ónotalega við, en brátt komst eg
að raun um, að það kom frá Flint kafteini, og jafn-
vel fanst mér eg sjá fuglinn sjálfan, sitjandi á öxl
iuisbónda sins.
Litlu siðar lagði báturinn frá skipinu og stefndi
til lands, og maðurinn með rauðu luifuna fór niður
i.ndir þiljur með félaga sínum.
Xær því i sama mund hvarf sólin á bak viö
Sjónarhólsfellið, og meö því líka að þokuna dimdí,
fór nú að skyggja fyrir alvöru. Sá eg því, að eg
yrði að hafa hraðan við, ef eg ætti að geta fundiö'
bátinn það kveld.
Það grilti í hvita klettinn helming milufjórðungs
að gizka neðar á tangau- rr ,,g eg hlai; að’ verða
æði stund að komast þangað matti til að
skriða hálfboginn mestan ... .^Garinnar, til þess
a. i.ki yrði teki et;.ir mér. var líka orðið
rri því koldimt af rótt begar et- ’ u hendi á hruf
oU.i . .a I eti þ
Undir klettinum var mjó hola og mynni hennar
vandlega hulið af grashnausum og lágum, þéttum
kjarrunni hér um bil tveggja feta háum, og þegar eg
lagðist niður til að rannsaka holuna betur; fann eg,
að undir hnausunum og viðinum, sem huldi þetta litla
op, var tjaldað með gráu geitarskinnstjaldi, eigi óá-
Jækku því, sem Zigeunar á Englandi flytja með sér.
Eg reif frá hnausana, greiddi greinarnar frá
holunni, og smaug ofan í hana. Þá reyndist sönn
saga Ben Gunns, báturinn var þar, en af vanefnum
var hann gerður, eins og smiðurinn hafði sagt mér.—
Bátsbrindin var úr seigum víði, en ógnar hrákasmíð
Yfir hana var þanið geitaskinn, og sneri hárrammur
inn inn. Bátur þessi var fjarskalega lítill, og jafn
vel efasamt hvort hann mundi fljóta með mig, og af
og frá, að hann bæri fullorðinn mann. Ein þófta
var í honum, sett svo nærri kjölnum sem mögulegt
var, 0g tvíblöðuð ár til áð róa með.
Eg hafði þá ekki séð skinnbáta þá, er „coraclar
heita og notaðir eru í Wales til fiskjar, en síðan hefi
eg oft skoðað þá, og get eg enga lýsingu gefið á bát
Ben Gunns, sem betur kemur heim við útlit hans, eri
að líkja honum við einn slikra báta, að því við bættu
að hann var sá allra lélegasti og verst út búni af
þeim, sem eg veit að nokkurn tíma hefir verið smíð
aður, enda var slíkt ekki ónáttúrlegt eftir öllum á
stæðum og atvikum að dæma. Aðal kostur slíkra
báta er þó það, hve léttir þeir eru og hægir í flutn
ingi.
Þar sem eg var nú búinn að finna bátinn, mundi
margur ætla að eg hefði látið þar við sitja, og snúið
aftur heim í húsið; en á leiðinni til klettsins hafð
mér flogið nýtt ráð i hug, sem eg var mjög hugfang
inn af, og svo vænt þótti mér um þá hugmynd mína
að eg heid helzt að eg hefði komið henni í fram
kvæmd, jafnvel þótt Smo’lett kafteinn hefði staðiö
upp yfir mér og lagt blátt bann sitt fyrir það. —Hug
myndin var sú, að korhast út að Hispaniola í nátt-
myrkrinu, höggva atkerisstrenginn og láta hfcna reka
þar i land, sem henni sýndist. Eg þóttist sem sé
viss um það, að eftir að sjóræningjarnir hefðu verið
brotnir á bak aftur í áhlaupinu um morguninn, þá
mundi þeirn ekki annað mál meira áhugaefni, en að
lyfta atkerum og sigla í haf. Sýndist mér það mesta
snjallræði, að koma í veg fyrir, að þeir gætu komiö
því viö, og þar sem eg haföi tekið eftir að varðmenn-
irnir höfðu verið skildir bátlausir eft?r á skipinu,
myndaði eg mér, að hægt væri að gera það, hættulítiö
Eg settist því niöur til þess að bíða eftir að full-
dimt yrði, og gerði mér gott af hveitibrauðinu, sem
eg haíði með mér. Þessi nótt, sem nú var að breiö-
ast )fir, var einkar hentug til framkvæmdar á fyrir-
ætlan minni. Loftið var orðið kafþykt og þokmia
syrti alt af meir og meir, og þegar síðasti dagsbjarm
inn hvarf, var Gulleyjan öll vafin þoku og myrkri.
Og þegar eg að síðustu kastaði skinnbátnum á Iierð-
ar inér, og lagði af stað, gat eg ekkert aðgreint
dimmunni umhverfis mig, nema tvo ljóspunkta, ann-
an upp á eynni, þar sem eg vissi þá, að sjóræningj-
axir sátu að drykkju við nátteld, og hinn úti á sund-
inu, á Hispaniola. Hún hafði vikist við af fjöru-
straumunum, og sneri nú kinnungurinn á henni í átt-
ina til mín. Ljósið, sem eg sá þar úti, varð mér
strax ljóst', að var úr káetuglugganum, og var það
cina, sem sást á öllu skipinu.
Það var farið að fjara töluvert, og eg varð því
að vaða æði veg, yfir blaut sandrif, og sökk eg upp í
hné æði víða á þeim, áður en eg komst að bátsfæru
djúpi, og þegar eg sá mér fært, setti eg skinnbátinn
flot.
XXIII. KAPITULI.
Undan strautnnmn.
Eg komst brátt að því, að skinnbáturinn var ör-
uggur fyrir ekki stærri eða þyngri mann en mig, en
ekki gekk mér eins vel að stý ra honum.— Hann sner-
ist eins og snarkringla, hvern hringinn eftir annan,
svo eg var nærri ráðalaus.
Ben Gunn hafði sagt mér, að baturinn væri á-
gætasta ferja, „bara þegar maður væri kominn upp
á lagið við hann.“ ,
Það leit ekki út fyrir aö eg hiefði fundið lagið,
því ferjukrílið stefndi, að mér fanst, jafnan í ein-
liverja aðra átt en eg ætlaði því að fara. Lengst af
barst eg kinnungshalt áfrairí, og aldrei hefði eg kom-
ist út að skipinu, hefði ekki straumurinn verið með
mér. Innan skamms hafði mér þó tekist að komast
svo langt út á sundið, að eg gat látið drífa beint suð
Skipið sneri stefninu í strauminn, og teygði svo
á atkerisstrengnum, að hann var strengdari en nokk-
ur bogastrengur. — Straumurinn, í þessj mjóa
sundi, var nú orðinn eins og í hratt rennandi á, og
mér blandaðst því ekki hugur um, að Hispaniola
mundi ekki verða lengi á leiðinni út eftir sundinu,
eftir að eg hefði skorið sundur digra kaðal-strenginn,
sem hélt henni fastri.
Að því leyti var ekkert að athuga; en samt kom
mér til hugar, að reyndir sjómenn höfðu sagt mér, að
skjótt skorinn þaninn atkerisstrengur væri jafn hættu
legur að fást við, og slægur hestur, og eftir því, sem
eg bugsaði lengur um það, varð eg þess æ fullviss-
ari, að ef eg skæri strenginn sundur meðan jafnmikið
strikkaði á honum og þá, mundi vart geta hj á því
farið, að eg fengi ónotaskell í litla skinnbátnum fast
við stefnið.
Eg hikaði því við.og liefði lukkan ekki verið me(T
mér, og greitt fyrir fyrirætlan minni, hefði eg alger-
lega orðið að hætta við hana. En nú vildi svo til, að
vindþoturnar, sem komið höfðu öðru hvoru þetta
kveld að sunnan og austan, hölluðu sér í suðvestrið,
eftiir að kvöldsett var orðið.—Einmitt þegar eg lánú
ráðþrota þarna við atkerisstrenginn, kom allsnarpur
slagbylur úr þeirri áttinni. Hispaniola ýttist undan
slorminum ofurlítið upp í strauminn, og mér til mik-
il’.ar gleði fann eg, að slakaði til muna á atkeris-
strengnum, svo að sú hendin, sem eg hélt um hann
með, fór i kaf í sjóinn.
Þegar eg varðj^ess var tók eg í snatri upp vasa-
hnífinn minn, opníði hann með tönnunum, og fór að
skera sundur einn þáttinn í strengnum eftir annan,
þangað til skipið hangdi að eins á einum tveimur, sem
eftir voru óskaddaðir. Þá dokaði eg við um stund,
th að bíða eftir að annar býlur kæmi, svo að slakaði
á strengnum á ný.
Meðan eg var þarna hafði eg stöðugt heyrt liá-
værar raddir neðan úr káetunni; en sannast að segja
var hugtir htinn svo fanginn af öðrti efni, því nfl.,
sem eg hafði fvrir stafni, að eg sinti naumast um
þann hávaða fyr en nú. Og þar sem eg hafði nú
ckkert frekara lengur um að hugsa, fór eg að veita
þessu meiri eftirtekt.
Eg heyrði þá skjótt, að önnur röddin var.Israels
Hands, stýrismannsins, hans sent hafði verið fall-
byssu skotmaöur Flints kafteins fyr á döguin. Hin
var rödd þess með rauðu nátthúfuna. Eg var viss
tim það. Báöir mennirnir voru sjáanlega ölvaðir og
sátu enn að drvkkju, því að rétt á nteðan eg var að
hlusta til þeirra, opnaði annar káetugluggann og
fleygðt, að því er eg komst næst, tómri flösku út um
hann. En í viðbót við ölæði þeirra var auðheyrt, að
þeir voru báðir reiðir, því að bæði var orðbragðið
Ijótt, og svo gat eg ekki betur heyrt, en að þeir létu
höggin ríða hvor á öðrum.
Yfir á ströndinni gat eg séð bjarmann af nátteldi
hinna, er skein út á milli trjánna, sem bvrgði hann
sýn að mestu leyti. Ekkert heyröi eg frá þeim flokkn-
um nema sönginn, og vissi eg því að þeir voru ekki
lagstir til svefns. Þeir vorti að syngja sömu glens-
fullu vístirnar, sem eg hafði heyrt þá vera að fara
me& á leiðinni til eyjarinnar, meöan alt lék í lyndi.
Og þetta voru mennirnir, sem fyrir fáum klukku-
stundum höfðu látið svo marga laxmenn sína.
Af allri viðkynningu minni við þessa menn,
komst eg að raun um, að þeir voru engu tilfinningar-
meiri en sjórinn, setn þeir sigldu um.
Loksins kom vindkviðan, sem eg beið eftir.
Skipið veltist dálítið meira en áður, og þokaðist svo
nær mér upp í strauminn. Eg varð var um, að það
slakaði á strengnum, og i skjótri svipan skar eg sund-
ur tvo síðustu þættina, sem Hispaniola hangdi á.
Vindurinn verkaöi lítiö á bátskelina mína, og
barst eg því rétt strax aftur að kinnung skipsins.
Um leið tók skipið að vindast við, og hægt og hægt
að snúast á endum og berast undan straumnum.
Eg striddi við að beina bátnum undan áföllunum
f skipinu og bjóst við, að fylti hjá mér á hverri
stundu; en þegar eg komst að raun um, að mér var
ekki hægt, að komast nógu iangt frá því ,, reyndi eg
að stilla þannig til, að verða rétt á eftir því, og það
tókst mér innan skamms, og var þá úr allri hættu.
Um leið og eg slapp fyrir Hispaniola, slóst kaðals-
endi, sem lafði niður í sjóinn aftur af skipinu, við
hendina á mér, og greip cg í hann samstundis.
Mér er varla hægt að segja hvers vegna eg gerði
þetta. Næst er mér að halda að það hafi verið til-
viljan ein. En þegar eg var búinn að ná í endknn
og finna að hann var bundinn uppi á skipinu, tór
gamla forvitnin að vikna hjá mér, og tg hugsaði mér,
ur að skipinu. - óljósa umgjörðin, sem eg sá fyrst Cg skyld' ekk‘ sleppa þessu tækifæri, til að skygn-
af því, var cir- bá dekkri en svartmyrkrið, og smám- í ast inn 1 kactuna-
saman fór eg ao geta aðgreint rá og reiða, og þar Eg handfangaði mig því eftir strengnum, og
sem útstraumurinn fór æ vaxandi, leið ekki á löngu þegar eg bjóst við að vera kominn nógu langl fram
þr- ' *r Inr fast að skipinu, svo heppilega, að eg með skipinu, reis upp með töluverðri hættu fyrír . i
ii
.in
. .’k
’eið.
í.au, ncö stefninu og náði í atkerisstrenginn hvolfa bátnum, og gat eg þá séð hvað i’
lj£i inni í káetunni.