Lögberg - 17.05.1906, Blaðsíða 2

Lögberg - 17.05.1906, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. MAÍ 1906 Stórtjóniö á íslandi. Öllum Vestur-Islendingum er nú kunnugt oröiö um skiptapa og manntjón ógurlegt, sem orðiö hefir nú alveg nýskeð á Faxaflóa. Eftir síðustu fréttum að dæma lítur út fyrir, að farið hafi i sjóinn í einum byl ekki færri en sjötíu rr.anns, eða nærri einn af þúsund. Það eru alt ungir menn á bezta aldri, ellistoð foreldra sinna, ný- kvæntir menn frá konum og korn- ungum börnu,—bezta og hraust- asta lið fósturjarðarinnar. Mörg hcimili þannig orðin sorgarheimili fyrir þenna sviplega atburð,og um leið svift beztu stoð og styttu. Nýlega gekk önnur harmsaga yfir þetta land. Landskjálftinn í San Francisco kom til leiðar miklu manntjóni og ógurlegum eigna- missi. Fregnin um það flaug eins og herör gegn um alt þetta mikla land og menn setti hljóða i bili út af því dæmafáa mótlæti. Samúðarþelið vaknaði um leið. Þetta eru bræður vorir og systur, hold af voru holdi og blóð af voru blóði. Mótlæti þeirra er mótlæti vort. Svo fóru menn oían i vasa sína og drógu upp hverja stórgjöfina fætur annarri. Féð hefir streymt saman úr öllum áttum fram á þenna dag til að bæta skaðann og draga úr harminum. Svo á það ávalt að vera, þegar harma og tjón ber að höndum. Eitt er víst. Hve mikið og geig- væulegt sem þetta mótlæti var, er tjónið, sem orðið hefir á fósturjörð vorri í rauninni enn þá sárara og tilfinnanlegra í hlutfalli við efni og ástæður. Og þjóð vor, fámenn og fátæk eins og hún er, stendur marg falt lakar að vígi með að bæta það tjón, þó samúðarþdið væri engu minna. Samskot eru þegar hafin á ís- landi hinu mótlætta fólki til liknar, rífleg mjög eftir ástæðum. En miklu meira fé þyrfti að safna en því, sem unt er saman að hafa i landinu sjáJfu, ef vel ætti að vera. Þess vegna leyfir klúbburinn Helgi magri sér að skora á Vestur- íslendinga alla að skjóta saman nokkru fé í þessu skyni. Vér er- um hér svo margir, bæði karlar og konur, af íslenzku bergi brotin, sem sárt tekur til ættjarðar vorrar. Vér fögnum yfir hverjum sigri hennar. Vér syrgjum út af hverri harmafregn, er þaðan berst. Sýnum nú í verkinu, að sam- hrygð vor og ættjarðarást sé meir en í orði. Samskot þessi hefir klúbburinn ákveðið að hefja sjálfur með því að leggja fram 50 doll. Samskotalistar verða prentaðir og sendir út víðs vegar þar sem ís- lendingar búa,svo sem flestum gef- ist færi á að leggja eitthvað af mörkum. Þeir, sem beint vilja senda til klúbbsins, geta sent póst- ávísanir til gjaldkera hans, Alberts Jónssonar, P. O. Box 32, Winni- peg, Man. Allur verður gjafalist- inn auglýstur á prenti á sinum tíma. Svo er til ætlast, að öll kurl séu komin til grafar fyrir miðjan Júní. Féð verður sent til íslands eftir 15. dag Júnímánaðar. Skýldu því allir vinda að þessu bráðan bug, svo þetta mætti farast vel og myndarlega og koma að til- ætluðum notum. Winnipeg, 14. Maí 1906. Fyrir hö»d klúbbsins HELGA MAGRA, . F. J. Befgmann. Til nunnis. Út af þeim ósannindaþvættingi, sem Hkr. óhikað ryður úr sér við- víkjandi ummælum Lögb. um Sas- katchewan Valley landfélagið og skifli þess og Dominion-stjórnar- innar, viljum vér til minnis fyrir lesendur blaðanna, benda á ná- kvæma skýringu þessa máls í Lög- bergi 13. Okt. 1904. Hkr. leiddi hjá sér að svara þeirri grein þá, en hyggur nú lík- lega að málið sé svo fyrnt orðið, að sér sé óhætt að vaða á bæxlun- um staðleysiselginn gamla óg bjóða almenningi nú alt sem henni sýnist um það. Til að sýna, að Lögb. hélt hinu sama fram um það mál nú síðast og þá fyrst, en eng- ar breytingar hafa orðið á samn- ingunum síðan, birtum vér nefnda grein hér á eftir. Hún er ekki samin af bráðókunnugum manni, sem ekki hefir haft tíma til að setja sig inn í landsmálin, heldur M. Paulson, sem Hkr. er nýlega búin að hrósa fyrir þekkingu í þeim efnum. „Saskatchewan Valley landfé- lagið. — Ósköpin öll hafa gengið á í aft- urhaldsblöðunum undanfarnar vik- ur út af því sem þau kalla Sas- katchewan Valley landfélags- hneykslið. Með fám orðum skul- um vér segja sögu máls þess eins og hún er, og munu þá allir kunn- ugir menn við það kannast, • að þakka mætti Roblin-stjórni'n fyrir ef hún hefði jafn hreinar hendur hvað meöferð liennar á löndum fylkisins snertir, eins og Laurier- stjórnin hefir í Saskatchewan land- máli þessu. Saskatchewan Yalley land fé- lagið er eina félagið, sem Laurier- stjórnin hefir gert samninga viö um að fá nýja landtakendur og vinna að b}gð og framförum í Norðvesturlandinu siöan hún kom td valda árið 1896. Meðan afturhaldsmenn voru við völdin í Ottawa veittu þeir tuttugu og sex félögum hlunnindi í því skyni og afhenitu þeim til fimm ára 2,842,742 ekrur af völdu landi. Ekki eitt einasta félaga þéssara stóð við samninga sína. Níu þeirra fengu ekki einn ein- asta mann til að setjast að á landi. Hin seytján fengu fáeina, flest 245, fæst 4. Allir landtakendur til samans, sem félög þessi öll til samans fengu til að taka land, voru 1,243. Sérhvert félaga þessara átti eftir samningi að greiða $160 fyrir hvern landtakanda sém vantaði upp á hina umsömdu tölu. Af náð smni gaf afturhaldsstjórnin félög- unum eftir alt hið mikla gjald, sem að réttu lagi tilheyrði landssjóði. Auk þess veitti afturhaldsstjórn- in félögum þessum úr landssjóði $322,158.55 til að borga fyrir aug- lýsingar, koma upp sögunarmyln- um, hveitimylnum o. s. frv. Útkoman varð sú, að félögin fengu til eignari,42i,37i ekru, á 85C. ekruna, og útveguðu 1,243 landtakendur, sem landssjóður varð að borga $525,789 fyrir. Þá er að minnast á Saskatche- wan landfélagið. Það hafði sam- ið um að kaupa að Regina og Long Lake járnbrautarfélaginu landið, sem afturhaldsstjórnin hafði veitt þvi. Landveitingin til járnbrautarfélagsins, sem þá hét Qu’Appelle, Long Lake and Sas- katchewan félagið, var þannig hagað, að afturhaldsstjórnin setti til siðu 3,500,000 ekrur handa fé- laginu til að velja 830,000 ekrur úr. En járnbrautarfélagið neitaði að velja úr landi þessu vegna þess það væri ekki „fairly fit for settle- ment“ eins og tekið var til orða í landveitingarskjalinu. Að vísu valdi það 128,000 ekrur og seldi þær ensku félagi; en lét jafnframt stjórnina vita, að það skoðaði ekki landið „fairly fit for settlement.“ Þremur árum siðar fór enska félagið þess á leit við stjórnina, að mega láta landið renna inn til hennar aftur og fá að velja jafn- margar ekrur annars staðar; og járnbrautarfélagið byrjaði á mála- ferlum til þess að nevða stjórnina til að láta sig fá land, sem væri „fairly fit for settlement“ eins og fram hafði verið tekið að landið ætti að vera í samningum aftur- haldsstjórnarinnar. Þannig stóðu sakir þegar þeir A. D. Davidson ofursti, G. F. Pip- er, A.S.Warner, George C. Howe, D H. McDonald og A. J. Adam- son, sem nú mynda Saskatchewan landfélagið, komu til sögunnar. Þeir géngu inn á. að kaupa þess- ar 830,000 ekrur járnbrautarfé- lagsins og velja þær úr landinu, sem til síðu hafði verið sett og fé- lagið hafði neitað vegna þess það ekki væri „fairly fit for settle- ment.“ En þeir vildu eiga .land sitt í einni samfastri spildu og báðu því stjórnina að selja sér á sama svæði 250,000 ekrur af heimilisréttar- landi. I Maímánuði árið 1902 sam- þykti stjórnin að selja þeim land það er þeir báðu um, með vissum skilyrðum, fyrir $1.00 ekruna. Davidson ofursti og félagar lians tóku að sér að útvega 32 landtak- endur í hvert township, af þeim áttu 20 að fá gefins heimilisréttar- lönd, og 12 að setjast að á löndum þeim sem keypt voru að stjórninni. Strax og skilmá.lum þessum var fullnægt átti Saskatchewan Valley landfélagið að fá rétt til að kaupa það sem eftir yrði af heimilisrétt- arlöndum umfram þau 20, sem landtakendur fengu gefins. Til þéss að gera sér rétta grein íyrir hagnaðinum við samninga þessa verður að gæta þess, að jafn vel þó járnbrautin væri fullgerð árið 1890, þá mátti landið heita algerlega óbygt. Á sextíu og fimm mílna svæði meðfram járnbrautinni höfðu að eins þrjú heimilisréttar.lönd verið tekin fyrir árið 1901, jafnvel þó búið væri að mæla township-in meðfram brautinni árið 1882. Upp til 1902 hafði engin beiðni komið til innanríkismáladeildar- ir.nar um að mæla nein önnur town ship á landsvæði Saskatchewan fé- lagsins. Það hafði verið talað illa um landið og menn litu ekki við því. Landskoðunarmenn, sem eftir járnbrautinni ferðuðust, fengu i.lt áiit á landinu. Með samningum þessum batt stjórnin enda á málsókn sem yfir vofði, fékk tryggingu fvrir þvi, að 32 af þeim 64 heimilisréttarlönd- um, sem um er að gera í hverju township sem landið var selt< í, bvgðust, og að landtakendur ftngju 20 af hverjum 32 löndum frítt, eða með öðrum orðum: Það fékst á þennan hátt trygging fvrir 1,046 landtakendum á svæði þessu. Þessu varð Sasktchewan landfé- lagið að koma til leiðar á.ður en það fengi eignarbréf fyrir löndun- um. Þegar samningarnir voru gerðir lagði félagið til trvggingar $50,000 inn hjá stjórninni. Fé það verður þar geymt og tekið sem borgun1 fyrir síðustu 50,000 ekrurnar sem félagið ávinnur sér. A þennan hátt kom stjórnin til leiðar, að 839,000 ekrur af járn- brautarlandi og auk þess 250,000 ekrur sem hún seldi, kæmist i hendurnar á ötulu félagi, sem trygging var fyrir að mundi gefa sig við því aö fá inn nýbyggja. Til þessa tima hafa fleiri tekið lönd en samningamir útheimtu, og stjórnin hefir nú gefið félaginu eignarbréf fvrir nálægt 140,000 ekrum og fengið frá því $150,000 í peningum. Það er kunnugt, að Saskatche- wan Valley landfélagið hefir 2,200 urnboð víðsvegar í tíu ríkjum Bandaríkjanna. Landtakendurn- ir sem það útvegar eru því nær eingöngu Bandaríkjabændur úr btztu röðinni. Það hefir stofnsett fjölmenna þýzka nýlendu utan svæðis þess sem keypt var að stjórninni, en þó á járnbrautar- landsvæðinu áminsta. Þegar fé- lagið byrjaði að byggja landið, þá var hvergi hús að r/ina á 50 míl- um meðfram brautinni norður frá járnbrautarmannahúsinu í Craik. Nú eru þar fjögur blómleg þorp. Félagið auglýsir landið svo vel, að það er Vestur Canada ómetan- lega mikils virði. Sem dæmi þess, hvernig félag- ið auglýsir landið, nægir að benda á skemtiferðina handa bankastjór- um, hveitikaupmönnum, blaða- mönnum o. s. frv., sem það kom á frá Chicago til Prince Albert. Á allan há.tt hefir landið haft sérlega mikið gott af félagi þessu. Eins og Mr. Walter Scott sagði í þinginu, þá er það félagi þessu að þakka að vagnar ganga eftir Regina og Long Lake járnbraut- inni. Samningarnir, sem stjórnin gerði við Davidson ofursta og fé- laga hans, hafa því nú þegar sýnt það, að þeir voru viturlegir og landinu til góðs. Land það, sem stjórnin hefir selt félaginu á $1.00 ekruna hefði að öðrum kosti verið heimi.lisréttar- land, og stjórnin ekkert fyrir það fengið. En það sem enn þá meira er um vert, landið hefði að öðrum kosti legið óbygt og ónotað hver veit hvað lengi, vegna þess járn- brautarfélagið,sem landið fékk hjá gömlu afturhaldsstjórninni, hafði komið óorði á það. Þótt stjórnin hefði gefið félag- ir.u þessar 250,000 ekrur fyrir alls enga borgun, þá hefði það marg- borgað sig fyrir Norðvesturlandið í heild sinni. “EIMREIÐIN” FJölbreyttasta og skemtilegasta tlmaritiC á Islenzku. RitgerClr, sög- ur, kvæöi myndir. VerS 40c. hvert heftl. Fæst hjá H. S. Bardal og S. Bergmann. The Northern Bank. Utibúdeildin á horninu á Nena St. og William Ave. Rentur borgaðar af innlögum. Ávísanir gefnar á Islandsbanka og víösvegar um heim HÖFUÐSTÓLL $2,000,000. Aðalskrifstofa í Winnipeg, Sparisjóösdeildin opin á laugardags-' kvöldum frá kl, 7—9. § TME CANADIAN BANK OP COHMERCE. á honainu á Ross og Isabel Höfuðstóll: $10,000,000. Varasjóður: $4,500,000. t SPARISJÓÐSDEILDIN Innlög $1.00 og þar yflr. Rentur lagöar viö höfuöst. á sex mán. fresti. Víxlar fást á Englandsbanka, sem eru borganlegir á fslandi. AÐAIíSKRIFSTOFA f TORONTO. Bankastjðrl I Winnipeg er Thos. S, Strathairn. the dominion bank. á horninu á Notre Dame og Nena St. Alls konar bankastörf af hendi leyst. _ A vfsanir seldar á banka á íslandi, Dan- mörku og í öðrum löndum Norðurálfunn- ar. GOODALL — LJÓSMYNDARI — aS 616 'A Main st. Cor. Logan ave. Hér fæst alt sem þarf til þess aíS búa til ljósmyndir, mynda gnllstáss og myndarammar. ORKAR MORRIS PIANQ Tónninn og tilflnningin er franrv* leitt á hærra stig og meS meiri list heldur en ánokkru ötSru. Þau eru seld með góðum kjörum og ábyrgrst um óákveðinn tlma. Pað ættl að vera á hverju heimill s. Ii. BARROCFOUGH & co, 228 Portage ave., - Wlnnipeg. Orr. Shea í Sparisjóösdeildin. Sparisjóðsdeildin tekur við innlög- um, frá $1.00 að upphæð og þar yflr. Rentur borgaðar tvisvar á ári, 1 Júnl og Desember. Imperial Bank ofCanada C Höfuðstóll (subscribed) $4,000,000. HöfuðstóII (borgaður upp) $3,900,000, Varasjóður - $3,900,000. J. C. Off, & CO. Plumbing & Heating. ----o---- 625 William A ve Phone 82. Res. 3738 Láti nú Heirnskringla sjá og segi jafn satt og rétt frá meðferð gömlu afturhaldsStjórnarinnar á stjórnarlandi í Vestur Canada, og Poblin-stjórnarinnar á landi Man- iroba-fylkis, og lá.tum síðan lesend- ur blaðanma skera úr því hjá hverj- um er um hneyksli að ræða.“ Með ofangreindum kaupum erfði Saskatchewan Valley landfélagið landveitingarréttinn sem conserva- tíva landstjórnin veitti járnbraut- arfélaginu fyrnefnda í sinni tíð. Og það eru þeir bindandi samn- ingar, sem liggja fyrst til skift- anna, sem Domimion-stjórnin gerði 1902, þó henni tækist að ráða þeim landinu fremur til hags en skaða, eftir þvi sem að ofan er sýnt fram í svo ljóslega. -------0------- Algengar rentur borgaðar af öllum lnnlögum. Avísanir seldar á bank- ana á íslandl, tltborganlegar I krón. Útlbú I Winnlpeg eru: Aðalskrlfstofan á horninu á Main st. og Bannatyne Ave. N. G. IiESLIE, bankastj. Norðurbæjar-delldin, á horninu á Main st. og Selkirk ave. F. P. JARVIS, bankastj. Thos. H. Johnson, Islenzkur lögfræðingur og máls- færslumaður. Skrifstofa:— Room 33 Canada Life Block, suðaustur homl Portage avenue og Main st. UtanAskrift:—p. o. Box 1364. Telefón: 423. Winnipeg, Maa. Hætta fyrir börniu. Engin móðir mundi vísvitandi gefa barni sínu eitur, og þó hafa öll hin svo nefndu deyfandi með- ul, sem bömum eru gefin, meira og minna af ópíum inni að halda, og geta verið bráðdrepandi ef gefið er mikið af þeim. Þegar mæðurnar brúka Baby’s Own Tab- lets, hafa þær ábyrgð fyrir því, frá lyfjafræðingi stjórnarinnar, að þetta meðal liafi ekki inni að halda minstu vitund af ópíum né deyf- andi efnum, og geti ekki gert nein- um mein. Þessi ábyrgð er mit:ils virði fyrir mæðurnar, sem láta sér ant um heilsu barnanna sinna. Mrs. Chas. McLaughlin, De Bert Station, N. S., segir: Eg hefi brúkað Baby’s Own Tablets við magaverkjum og öðrum barna- sjúkdómum, og mér finst þær svo óviðjafnanlegar, að eg get ekki án þeirra verið.“ Seldar hjá öllum lyfsölum á 25C. askjan, eða sendar með pósti, ef skrifað er beint til „The Dr. Williams’ Medicine Co„ Brockville, Ont.“ Df.M. halldobsson, PARK RIVER. N. D. Er að hitta á hverjum miðvikudegi i Grafton, N.D., frá kl. 6—6 e.m. H. M. Hannesson, íslenzkur lögfræðingur og mála- færslumaður. Skrifstofa: ROOM 412 McINTYRE Block Telephone 44141 rlfíuniö eftiu þvi að —] Eúdu’s BuQOingapapplr iieldur húsunum heituml og varnar kulda. Skrifið eftir sýnishorn- um og verðskrá til TEES & PERSSE, LI_d. ágbnts, WINNIPEQ-. [Stærsta Skandinavaverzlunin í Canada, W. Meech, 339 Elgin Ave, ]. V. Thorlakson, 662 Langside St* k The WINNIPEG DRAY GO. FLYTJA HÚSBÚNAÐ OG PIANO’S. Baggage Transfer, — Verzla með alls konar ELDIVIÐ sagaðan og ósagaðan. Horninu á ARTHUR & NOTRE DAME. MBECH & THOELAKSON ---eiöendur.--- ’Phone 4353, - WINNIPEG, Vér óskum eftir viðskiftum yðar. Heildsala rog smásala á innfluttum, lostætum rnatartegundum, t. d.: norsk KKKogKKKK spiksíld, ansjósur, sardínur, íiskboll- ur, prímostur, Gautaborgar-bjúgu, gamalostur, rauð-sagó, kartöflumjöl og margskon- ar grocerie-vörur The GUSTAFSON-JONES Co. Limited, 325 Logan Ave. 325 Brúkuð töt. Agæt brúkuö föt af beztu teg- und fást ætíö hjá Mrs. Shaw, 479 Notre Bame ave., Winnipeg’ PÁLL M. CLEMENS by ggingameistari. Bakbr Block, 468 Main St. WINNIPEG Phone 4887

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.