Lögberg - 07.06.1906, Blaðsíða 2

Lögberg - 07.06.1906, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. JÚNl 1906 Ræða Mr. Edwards Brown, flokksfor- ingja liberala, haldin á fjölmenn- um ársfundi fylgismanna hans úr St. Andrews’ og Kildonan kjór- dœminu /5. Þ. m. — Efni — að syna nauðsynina á, að upprœta hin pólitísku Þjóðarmein fylkisins — skoðun Mr. Brown á málþráða- málinu—vinskapur Roblin-stjórn- arinnar við járnbrautarfélög og önnur auðfélög—fjármálin athug- uð—stcfna liberala í bindihdismál- inu: Eftir aö hafa þakkað fundinum fyrir hinar hlýju viðtökur sér til handa—en á þær mintumst vér i síðasta blaði—veik Mr. Brown að ræðu Mr. A. B. palloway, sem talað hafði á undan honum á fundinum. Kvaðst hann vera sér- lega ánægður yfir því, hve þeim ræðumanni hefði sagst vel, sér- staklega þar eð hann væri einn hinna yngri mannanna. Framtíð- arvon og heill flokksins taldi Mr. Brown byggjast á yngri kynslóð- inni hér í landi. Kvað hann það gleðja sig að sjá , að einmitt nú í seinni tíð væru yngri mennirnir farnir að taka svo atkvæðamikinn þátt í stjórnmálabaráttunni, að hún væri orðin þeim áhugamál er þeir beittust fyrir af miklu kappi, með þeim þrótti og harðfylgni, er einkenna æskumanninn. Persdnuleg ábyrgð. Næst drap Mr. Brown á þá miklu ábyrgð, er hvildi á herðum þeirra manna, er kjörnir hefðu verið til mikilvægra framkvæmda undir merkjum liberala flokksins. Þessir menn hefðu viðurhluta- mikil og vandasöm störf að irtna af hendi, og þann skamma tíma, sem hann hefði starfað að þjóð- málum, kvaðst hann með ánægju hafa orðið var við að Þeir menn hefðu sýnt sig fullkomlega vaxna verkinu, sem þeim var falið á hendur, og enda hefði það ekki farið fram hjá sér,að ýmsir þeirra hefðu á margan veg lagt meira en litið í sölurnar, ef á þurfti að halda, til þess að framkvæma þær sky.ldur, sem starf þeirra heimtaði og þeir urðu sjálfir að gera til þess, að verkið yrði sem ákjósan- legast af hendi leyst. Jafnan kvað hann það hafa verið skoðun sína, að heppilegast væri fyrir hvert kjördæmi, að standa sem mest út af fyrir sig, öðrum óháð, í fylkis- málum, en aðhyllast viturleg ráð og hvatningar leiðandi manna innan sinna vébanda, og hagnýta sér þau eftir verðleikum, þannig*, að á hverjum einstökum með.lim liberala-flokksins hvíldi að sínu leyti ábyrgð tjóns og hagnaðar. Ef sú aðferð væri tekin til greina dyldist það ekki, að þörf væri á góðum leiðtogum, sem hefðu skarpa dómgreind.nákvæma þekk- ingu og ráðhollustu til að bera, og kvað hann það vera sér hið mesta ánægjuefni að leiðandi menn lib- ala í Se.lkirk væru búnir mörgum slíkum kostum, og mundu þeir á sínum tkna reynast. Mr. Brown sagði, að það gleddi sig að sjá konur sækja fund þenna, og hefði hann að eins kosið að fleiri þeirra hefðu verið þar nærstaddar. Fyrir sitt leyti kvaðst hann unna þeim þess og vilja að þær fengju framvegis miklu meira færi á að taka þátt í þjóðmálum en þeir eiga kost á nú. Hann kvað stefnu sina fremur mundi verða þá að .rýmka ucn réttindi þeirra en takmarka þau. Og hann kvaðst vona, ef þessi stefna, sem hann og flokkur hans berðist fyrir, yrði ofan á, þá mundi hún afla flokkinum í fram- tíðinni fylgis kvenmþjóðarinnar í Selkirk og Manitoba, þó að þær enn ættu eigi kost a að ,láta álit j í ljósi með atkvæðagreiðslu. Verðug ummœli ttm J. Norquay. Mr. Brown sagði, að sér hefði töluvert verið legið á hálsi fyrir það, að fyrsta opinbera ræðan, sem hann héldi, síðan hann hefði verið kosinn leiðtogi frjálslynda flokksins, væri haldin í Selkirk, kjördæmi,sem væri töluvert fjarri eigin heimili hans. Hann kvaðst ekki vita, hvort að það væri þess vert að svara slíkum áíölum öðru- visi en á þá leið, að hann áliti það engan lítilsverðan heiður að vera beðinn um að ræða opinber mál og strax eftir að hann hefði verið kosinn leiðtogi, í því kjördæmi, sem einmitt væri vagga landnáms- ins í Manitoba, og sem í mörg ár hefði verið tengt við nafn og frægð Hon. John Norquay, sem upprunninn var í því fylki. Hvað sem um gallana mætti segja á um- boðsstjórn hans, hefði hann þó efalaust verið einhver skarpskygn- asti og stjórnhygnasti föðurlands- vinur, sem enn hefði fæðst í Manitoba. Viðvíkjandi því, aö hann sjálf- ur hefði veríð hafinn upp í for- ingjastöðu frjálslynda flokksins hér í fylkinu, kvaðst Mr. Brown vera hræddur um, að vinir sínir hefðu vakið glæsilegri vonir um sig, en hann væri fær um að upp- fylla. Hann kvaðst vera Httþekt- ur maður utan þess héraðs, er hann hefði átt heima í undan far- in ár, en í því héraði- kvað hann samt sem áður að sér hefði tekist_ að ávinna sér traust manna bæði persónulega og í starfsmálum. Þar sem hann væri nú farinn að taka þátt í opinberum málum von- aði hann að geta haldið því trausti fylkisbúa í Manltoba sem stjórnmálamaður. Hann hefði ný- lega tekið við mjög ábyrgðar- miklu og erfiðu starfi; hann hefði tekið við því þó hann fullkomlega kannaðist við, í hverju sér væri á- fátt, og hefði gert það einungis af löngun til að inna af hendi sitt hlutverk, sem sannur borgari fylk- is þessa, er legði fram alla krafta sina góðum málstað til Stuðnings. „Eg er ekki stjórnmálamaður,“ sagði Mr. Brown, „og eg get eins vel sagt það hér strax á þessum stað, að mig langar ekki til að vera það; eg er borgari í Manito- ba, sem hefi orðið við áskoran frá svo hundruðum skiftir, af öðrum borgarafulltrúum Manitoba- fylk- is, um að taka að mér þetta starf. Þessir menn álíta, að mótstöðu- flokkur hinnar núverandi stjórnar, þurfi mikillar eflingar og styrktar við, og að bráð nauðsyn sé á því, að þeirri stjórn verði velt úr sessi, svo fljótt sem auðið er. Eg er á sömu skoðun, og það er fyrir itrekaðar áskoranir þessara manna, að eg er nú kominn i þessa stöðu. Eg vona að eg muni hegða mér svo í henni, að það geti áunn- ið mér traust bæði meðhalds- og mótstöðumanna minna, og eg skal reyna bæði með hæverskum orð- um, og einlægri viðleitni að gera mig verðugan hins mikla trausts, sem til min er borið.“ Mr. Edward Brown kvaðst ætla að báðir pólitísku flokkarnir hefðu ábyrgðarmikið strafssvið í stjórn- arfarinu. Sín skoðun væri sú, að liberalflokknum bæri nú að leggja fram alla þá krafta, sem hann ætti til, þar eð ekkert betra tækifæri hefði veizt, í siðari tima stjórn- málasögu Vesturlandsins, ti.l þess að ávinna og halda trausti lands- lýðsins, en það, sem nú lægi fyrir hendi. „Látum oss eigi að siður hafa það hugfast,“ mælti Mr. Brown, „að enda þótt sigurinn sé ákjósanlegur og eftirsóknarverö- ur, þá ætti aldrei að kaupa hann með óviðurkvæmilegum meðulum. Vér stöndum á svo traustum grundvelli, sem framast er auðið, og allar kringumstæður lúta að því, að vér berjumst fyrir góðu málefni, sérstaklega má þar benda á þau undirstöðuatriði almenns sið gæðis, sem vér höfurn gert oss að markmiði að gróðursetja og efla, en sem ailir pólitískir Hokkar hafa hingað til vanrækt að sinna um og virt að vettugi. Mér væri ósegj- anlega kært að sjá þá ósk mina rætast, að ailir pólitískir flokkar ynnu miklu meira að sameiginleg- um velferðarmálum einstakling- anna og þjóðfélagsheildarinnar, heldur en þeir gera. Látum oss fastákveða það allir sem einn, er forsjá liberala flokksins hvílir á, að sérhvert loforö er vér gefum al- múganum verði haldið samvizku- samlega í öllum greinum, og lát- um oss hafa það hugfast öllu öðru fremur, að orðheldni og heið- virði eru flokknum dýrmætari einkunnarmerki, heldur en jafnvel kosnmgarsigurinn. Stjórnin þarf að vera ósérplœgin. Mr. Brown tók það fram með tilliti til conservatíva flokksins, að ástand þjóðmála vorra væri svo vaxið nú, að bersýnileg þörf væri á þvi, að meiri samvizkusemi væri beitt í þeim og meiri rækt við þau lögð, en flokkurinn léti í té og sýndi. Pólitískir flokkar yrðu til, og væri haldið við lýði, ekki vegna eigin hagsmuna þeirra, heidur heldur vegna landsins, sem þeir heyrðu til. Samt sem áður væru allir stjórnmálaflokkar hneigðir til að missa sjónar á þessu mikil- væga atriði, en undir eins og þeir gerðu það, smíðuðu þeir fyrsta naglann í líkkistuna sína. Þegar leiðandi menn einhvers stjórnmála flokks létu sig það eitt mestu skifta, að ná sem allra víðtækustu valdi, háum skrifstofulaunum og mundi halda loforð sin. Þegar hann hefði leitað fylgis í annað sinn í Portage la Prairie kjör- dæminu hefði sú kjósendatala drjúgum aukist. ('Framh.J ------o------ Til kirkjuþingsmanna. Búist er við að afsláttur fáistr á fargjaldi þeirra, er kirkjuþing sækja í sumar. Farbréf heim af þinginu eiga einungis að kosta einn þriðjung venjulegs verðs, þó með því skilyrði að ákveðin tala fólks sæki þingið. En tjl þfess af- sláttur þessi fáist, þurfa allir að hafa í höndum viðurkenningu fyr- ir að hafa keypt farbréf áleiðis til Hensel eða Edinburg. Skulu því allir, er þing sækja, biðja um Sandard Certificates um leið og þeir kaupa farbréf sín. Þeir, sem þurfa að kaupa farbréf oftar en einu sinni, fái certiticate með hverju farbréfi. Þessi certiúcates afhendast undrrituðum óðar en til Mountain kemur. Björn B. Jónsson. skrifari kirkjufél. ------o------ Barnasj úkdómar Upptök flestra barnasjúkdóma má rekja til magans eða nýrnanna, og ef þessi líffæri eru læknuð, verð ur barnið heilt heilsu og þrífst vel. Baby's Own Tablets lækna maga- og þarma sjúkdóma og alla hina minni háttar barnasjúkdóma. Og Hver einasta móðir fær nú vottorð lyfjafræðings stjórnarinnar um að þetta meðal hafi ekki inni að halda nein eitruð eða skaðleg efni. Mrs. Wilbert McKenzie, Chelmsford, Ont., segir: „Litla stúlkan mín þjáðist af þrálátu meltingarleysi og var orðin svo þungt haldin, að við héldum hún mundi deyja. Hún linti ekki á hljóðum og henni fór hnignandi daglega. Eg fékk mér þá öskju af Baby’s Own Tablets, og eftir þrjá daga fór henni að batna. Eg hélt áfram að gefa henni inn þessar Tablets í nálægt því einn mánuð, og hurfu þá öll sjúk- dómseinkennin. Síðan hefir hún verið hraust og heilbrigð og henni farið mjög vel fram.‘ ‘ Þér getið fengið þessar tablets hjá öllum lyf sölum eða meö pósti fyrir 25 cent öskjuna, ef skrifað er til „The Dr. Williams’ Medicine Co., Brock- ville, Ont.“ Þó þér hafið magaveiki þá meg- ið þér ekki hakla að þér séuð ó- læknandi, því að margur hefir fengið algeröan bata, sem hefir brúkað Chamberlain’s Stomach & Liver Tablets. Reynið þær, og yð- ur mun batna. Þær kosta að eins 25C. Seldar hjá öllum lyfsölum. Thos. H. Johnson, islenzkur lögfræSingur og mála- færslumaSur. Skrifstofa:— Room 33 Canada Llfe Block, suSaustur horni Portage avenue og Main st. Utanáskrift:—P. O. Box 1364. Telefðn: 423. Winnipeg, Man. The Northern Bank. Utibúdeildin á horninu á Nena St. og William Ave. Rentur borgaðar af innlögum. Ávísanir gefnar á Islandsbanka og víðsvegar um heim Höfuðstóll $2,000,000. H. M. Hannesson, íslenzkur lögfræðingur og máJa- færslumaður. Skrifstofa: ROOM 412 McINTYRE Block. Telephone 441 A Aðalskrifstofa í Winnipeg, Sparisjóðsdeildin opin á laugardags- kvöldum frá kl, 7—9. J Dr. O. Bjornson, TI1C CANADIAN BANK or COMMCRCC. á horninu á Ross og Isabel / Office: 650 WILLIAM AVE. TEL. 89 J Office-tímar: 1.30 til 3 og 7 til 8 e, h. í j^HousE: 620 McDermot Ave. Tel. 4300 J Höfuðstóll: $10,000,000. Varasjóður: $4,500,000. i SPARISJÓÐSDELLDIN Innlög $1.00 og þar yflr. Rentur lagSar vig höfuSst. á sex mán. fresti. Dr. B. J. Brandson, | C Officf. : 650 Wllllam ave. Tel. 89 i f Hours: 3 to 4 & 7 to 8 P.M. > > Residence: 620 McDermot ave. Tel.4300 * > WINNIPEG, MAN. ? sem eru borganlegir á íslandl. AÐALSKRIFSTOFA I TORONTO. Bankastjóri 1 Wlnnipeg er Thos. S, Stratliairn. Dr. 6. J. Gislason, Meöala* og Cppskurða-lfeknir, Wellington Block, TI1C DOHINION BANK. á horninu á Notre Dame og Nena St. Alls konar bankastörf af hendi GRAND FORKS, - N. Dak. Sérstakt athygli veitt augna, eyrna nef og kverka sjúkdómum. eyst. Á vísanir seldar á banka á íslandi, Dan- mörku og í cðrum löndum Norðurálfunn- ar. Sparisjóösdeildin. SparisjóSsdeildin tekur viS innlög- um, frá $1.00 aS upphæS og þar yfir. Rentur borgaSar tvisvar á ári, i Júnl og Desember. Dr. M. Halldor»on, PARK RTVER. N. D. Er aS hftta á hverjum miSvlkudegJ i Grafton, N.D., írá kl. 6—6 e.m. I. M. Gleghora, M D læknlr og yflrsetumaður. Heflr keypt lyfjabúSlna á Baldur, og heflr þvl sjálfur umsjón á öllum meft- ulum, sem hann lwtut frá sér. Elizabeth St., BALDUR, - MAN. P.S.—íslenzkur túlkur viS hendina hvenær sem þörf gerist. Imperial Bank ofCanada Höfuðstóll (subscribed) $4,000,000. Höfuðstóli (borgaður upp) $3,900,000. Varasjóður - $3,900,000. Algengar rentur borgaSar af öllum innlögum. Avísanlr sefdar á bank- ana á Islandi, útborganlegar 1 krón. útlbú I Winnlpeg eru: ASalskrifstofan á horninu á Main st. og Bannatyne Ave. N. G. LESLIE, bankastj. NorSurbæjar-deildln, á horninu á Main st. og Selkirk ave. F. P. JARVIS, bankastj. | Steingr. K. Hall, 1 PÍANÓ-KENNARI > KENNSLUSTOFA: C V Room 17 VVinnipeg College of Music > ( 2go Portage Ave., r J eða 701 Victor St., WINNIPEG, MAN. v GOODALL r* sem drjúgustum aukagetum, og kostuðu efldan flokk til þes^ eins, að trvggja sér þau hlunnindi, — en létu sig hitt litlu skifta og lúta í lægra haldi almenningsviljann— væru þeir ekki þess virði að þeim væri haldið í sessi, og fóðraöir á almannafé, enda mistu þeir þá skjótt traust almúgans, og yröu að rýma fyrir öðrum sem betur væru færir um að uppfylla þær kröfur sem þjóðin ætti heimting á, af þeim mönnum, sem hún hæfi til vegs og valda og forræðis fyrir sig. Mr. Brown kvað réttvísina í sínum augum þúsund sinnum á- kjósanlegri en sigursældina. Þetta hefði alt af verið sannfæring sín, og hann vonaðist eftir að hún breyttist aldrei. Það væri ein- dregið álit sitt, að heiðvirði í stj'érnmálum borgaði sig, og mesti árangur og styrktarauki, serú nokkur stjórnmálamaður gæti öðl ast væri það, að fylgismenn hans bæru þá öruggu fullvissu í brjósti að hann væri sjálfur, heiðarlegur, djarfur og einlægur maður í orð- um og athöfnum. Plann hefði áð- ur fyr fengið færi á að kynna sér þetta til hlítar. Við síðustu kosn- ingar til fylkisstjórnar hefði hann hlotið 'fylgi meira en hundrað að manna af conservatívum að minsta kosti, vegna þess þeir hefðu verið þess fullvissir.að hann Bezta mcðal við þarmasjúk'dómi. Mr. M. F. Borroughs, gamall og vel metinn maður í Bluffton, Ind., segir: „Eg álít Chamber- lain’s Colic, Cholera and Diarrh- oea Remedy bezta meðalið við þarmasjúkdómum. Eg gef þetta vottorð eftir að hafa notað þetta meðal handa fjöískyldu minni í mörg ár. Eg get ekki án þess ver- ið.“ Fæst hjá öllum lyfsölum. 6eo. R'. Mann. . 5^48 Ellice Ave. . nálægt'Langside. íslenzka töluö í búöinni. Ný kjörkaupe Peuingasparn- aður. Hér er þægilegt að verzla, því við getum selt yður alla álnavöru til sumarbrúkunar með lægra verði en hún fæst i stóru búðunum, sem þurfa miklu til að kosta. Sparið yður tima og peninga með fþví að kaupa hér. — LJÓSMYNDARI — aö 616>4 Main st. Cor. Logan ave. Páll M. Clemens, byggingameistari. Bakbr Block. 468 Main St. WINNIPEG Phone 4887 Hér fæst alt sem þarf til þess aö búa til ljósmyndir, mynda gnllstáss og myndarammar. Mý Paulson, - selur Giftingaleyflsbréf heldur húsunum heitum" og varnar kulda. Skrífið eftir sýnishom- um og verðskrá til TEES & PERSSE, LIR- Ú.OKNTS, WINNIPEG. [Stærsta Skandinavaverzlunin í Canada. Vér óskum eftir viðskiftum yðar. Heildsala "og smásala á innfluttum, lostætuia matartegundum. t. d,: norsk KK-KogKKKK spiksíld, ansjósur, sardínur, fiskboll- ur, prímostur, Gautaborgar-bjúgu, gamalostur, rauð-sagó, kartöflumjöl og margskoD- ar grocerie-vörur The GUSTAFSON—JONES Co. Limited, 325 Log-an Ave. 325

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.