Lögberg - 07.06.1906, Blaðsíða 4

Lögberg - 07.06.1906, Blaðsíða 4
\ LOGBERG fÍMTUDAGINN 7. JÚNÍ 1906 JJögbútg er geflS út hvern flmtudag af The Lögberg Printlng & Publishing Co., (löggilt), aö Cor. William Ave og Nena St., Winnipeg, Man. — Kostar 12.00 um árið (á lslandi 6 kr.) — Borgist fyrirfram. Einstök nr. 6 cts. Published every Thursday by The Lögberg Printing and Publishing Co. (Incorporated), at Cor.William Ave. & Nena St., Winnipeg, Man. — Sub- scrlption price $2.00 per year, pay- able in advance. Single copies 5 cts. S. BJÖRXSSOX, Edltor. M. PAULSOX, Bus. Manager. Auglýsingar. — Smáauglýsingar I eitt skifti 25 cent fyrir 1 þml.. A gtærri auglýsingum um lengri tlma, afsláttur eftir samningi. Bústaðaskiftl kaupenda verður að tilkynna skriflega og geta um fyr- verandi bústað jafnframt. Utanáskrift til afgreiðslust. blaðs- ins er: The LÖGBERG PRTG. & PUBL. Co. P. O. Box. 136, Winnipeg, Man. Telephone 221. Utanáskrift til ritstjðrans er: Editor Lögberg, P. O. Box 136. Winnipeg, Man. Samkvæmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaði ðgild nema hann sé skuldlaus þegar jtann segir upp.— Ef kaupandi, sem er 1 skuld við blaðið, flytur vistferlum án þess að tilkynna heimilisskiftin, þá er það fyrir dðmstólunum álitln sýnileg sönnun fyrir prettvlslegum tilgangi. Ófágurt atferli. Conservatívu málgögnin hér í fylkinu hafa nú, á þessum siðustu og verstu tímum, hallast að því ó- drengilega viðfangsefni að níðast ast á látnum flokks andstæðingum sínum, og ekki nóg með það, held- ur eru þau á mjög óvirðulegan hátt að reyna að bendla Sir Wil- frid Laurier við óþokkaskap sinn. Skaðlaust er það þó með öilu fyrir Sir Laurier, því að hann er er lýð þessa lands svo margreynd- ur heiðursmaður,að þó krkákurnar sletti saur á svan þann, er hann jafnan hreinn, sem áður, en sjálf- ar bæta þær nýju óþrifnaðarlagi á sorpdyngju.þá, sem þær lifa og hrærast í, og sjáanlega losna aldr- ei úr, en kafna að líkindum í að lokum, þjóðinní til lítillar eftirsjár. Að ætla að reyna að klemma því á Sir Wilfrid Laurier þó rannsókn arferðirnar um norðurstrendur Canada hafi orðið kostnaðarsam- ari, en náfuglunum líkar, er rétt eftir því krummakyni, vitandi vel, að Laurier þar, sem annars stað- ar hvervetna, er minsti vafi hefir leikið á því, að full samvizkusam- lega væri farið með stjórnarfé, lét þegar skipa nefnd til að rannsaka málið, og fá því kipt í lag, er á- bótavant kynni að vera. A slíkur valdsmaður, sem jafn- an er boðinn og búinn til að laga allar misfellur strax og þeirra verð ur vart, auðvitað fremur lof en last skilið, af undirmönnum sínum, og mikið má herra Roblin læra af honum, bæði af samvizkusemi og réttsýni, til þess að hugsandi yrði að þangað gæti hann þokað tárium er hinn hefir hælana. Að ábyrgðin í norðurfarar mál- þessu, enda þótt einhver væri, hvíli á viðkomandi stjórnardeild, er hinn látni ráðgjafi Prefontaine veitti forstöðu, leiðir af sjálfu sér. um það efast enginn maður; eiv það eru afturhaldsblöðin, sem leggjast á þann mann látinn og reynav að gera mikið veður úr sekt hans þar að lútandi, vitandi vel. að hann er of fjarri til að bera hönd fyrir höfuð sér. Þetta er ekki nema vanalegt ná- fugla vængjablak afturhalds .leið- toganna, og af því að svo vildi nú til, að hinn látni ráð,Jafi var úr Ottawa stjórnarráðinu, hlaupa þati í kúðung um leið og þau gefa honum vegannesti inn í eilífðina, en miklu voru þau upplitsdjarfari þegar þau, með Mr. Roblin í broddi fylkingar, á fylkisþinginu í Manitoba, eigi alls fyrir löngu, reyndu að klína öllum þeim stjórn- arfársklækjum þessa fylkis, sem við varð komið, á látna fylkis- stjórnarráðgjafann hér, Mr. Dav- idson, o£ bar ekki á því, að hvorki Roblin eða hinir herrarnir hryltu sig í herðum eða fengju nábít af. -----------------o------- Xýja ii'ánaöarritið Breiðablik. Það má með nýjungum telja, að hér í borginni er risið á legg tíma- rit, sem ætlast er til að komi út mánaðarlega, og heitir Breiðablik. ■Útgefandi Ólafur S. Thorgeirsson og ritstjóri séra Friðrik J. Berg- mann. í byrjun líðandi mánaðar kom fyrsta tölublað þess fyrir al- mennings sjónir. Ritið er ljómandi snoturt útlits, í dálítð stærra broti en „Samein- ingin“, og sextán síður af lesmáli í því. Verðið er einn dollar um ár- ið, og tíu cent eintak hvert. I upphafi þessa fyrsta blaðs er stefnuskrá ritsins.og ti.lorðning út- listuð, eins og lög gera ráð fyrir, af útgefanda og ritstjóra. Útgefandi segir svo, að blaðið eigi að leitast við, að styðja alt það er verða mætti íslenzkri menning til eflingar og frama, sérstaklega hér vestan hafs, en eigi síður gefa sig við hver-ju því máli.er við kem- ur allri íslenzku þjóðinni. Blaðið ætlar og að flytja lesendum sínum skemtandi og fræðandi ritgerðir, sögur og kvæði, svo og ritdóma um nýútkomnar bækur, íslenzkar. Flytja á það enn frenuir myndir merkra manna og staða, að svo miklu leyti, sem því verður við komið. Þá leiðir ritstjórinn athygli manna að því, eftir að hafa drep- ið á starfssvið íslenzkra bókmenta hér vestra, að skorturinn á tíma- riti, er hefði fyrir aðal markmið að styðja og efla vestur-íslenzka menning, hverrar tegundar sem væri, hefði hrundið þessu mánað- arblaði á stað. — Um leið og hann bendir á hið víðtæka starfssvið, sem þetta tímarit á að hafa, gerir hann úrslita útskýringu um afstöðu blaðsins svo hljóðandi: „Breiðabiik látum vér þá tákna landið fyrir framan oss, hugsjón- anna land,-|-landið, sem vér eigum enn ónumið, — land íslenzkrar framtiðarmenningar í sannasta og fylstæ ískilningi. Þangað er ferð- inni heitið. Þangað ættum vér all- ir að eiga samleið. Loforð eru fánýt, og viljinn í veiku gildi. En tilraun munum vér gjöra eftir mætti að leggja eitthvert gott orð í belg, hve nær sem vér fáum því við komið. — leggja góðum mönnum og málefn- um það liðsyrði, er vér 'framast megum. Yið alla vildum vér gott eiga, eins og Gunnar á Hlíðarenda, en segja þó afdráttarlaust það, er oss býr í brjósti. Sannfæringu vorri munum vér leitast við að halda fram með lempni eins mikilli og oss er unt. Og af alefli vildttm vér að þvl styðja, að samúðarþel milli blaðamanna og flokka næði að eflast, en æsingar og flokkshatur að bælast og hverfa. Ágreiningsmálin munum vér því leitast við að ræða með huglátsemi eins mikilli og nærgætni og vér höfum lag á.“ Alt er þetta fallega sagt og kemur nákvæmlega saman við stefnu séra Fr. J. B. í slíkum mál- um. Sjálfur er hann friðelskandi maöur, sem vill heldur grynna það djúp en dýpka, er flokkshatur, sundurgerð og skoðana mismunur hefir grafið inilli ýmsra manna ís- lenzku þjóðarinnar, og gerir þeim þess vegna hálfu torveldara en áður, að efla og hlynna -að aðal á- hugamálum hennar með bróður- legttm samtölum, þar sem hönd styddi hendi. Starfsvið ritsins er ail víðtækt, og væru oss eigi kunnir góðir hæfi- legleikar séra Fr. J. B., mundum vér draga það í efa að blaðið gæti fullnægt öllu því, er þegar er frá skýrt og lofast til. En þar eð vér vitum, að hann er þessum starfa manna bezt vaxinn, þeirra,sem hér er ttm að gera, bjóðum vér blaðið Breiðablik velkomið og óskum þvi góðs gengis á ókomnum tíma. Ritgerðir í þessu fvrsta tölublaði Breiðabliks, eru, atik ávarpanna, þrjár, og smásaga að auk. Fyrst þeirra er „Sambandið við anda- heiminn“, sérlega gætileg umsögn um aðstandendur þess máls á ís- *landi og aðgerðir þeirra þar að lútandi. Varar höfundurinn við þungum áfellisdómum um þá, en skorar jafnframt á tilraunamenn að fara varlega. Vér erum hinttm heiðraða höf- ttndi samdóma um það, að áfellis- dómar út af skoðana mismun manna á ýmsum málefnum,séu að- gæzluverðir, en þá skal jafnt á komið á báðar vogir. Vilji nefnd- ir tilraunamenn komast hjá áfe’l- isdómttm, mega þeir heldur ekki fordæma skoðanir annarra, er konta t bága við álit þeirra, nefna þá þekkingarféndur og annað þvi um likt. Eins og skiljanlegt var, þykir ritstjóranum andatrúar hreyfingin stefila mjög í öfuga átt, og skorar hann því á tilraunamennina, er vakið hafa þessa stefnu til lífs á íslandi, að leiða þjóðina fram hjá öndunum og fram fyrir andann, eða konung andanna. Önnur ritgerðin hljóðar „Um ís- lenzka námsmenn“, og eru þar svndar myndir af tveimur nýút- skrifuðum Islendingum frá háskól- anum hér í Manitoba, þeim Hjálm- ari Ágúst Bergmann, lögfræðingi, og Þorbergi Thorvaldssyni nátt- úrufræðingi. Þar i blaðinu, sem bókmentum er ætlaður staður, er undir yfir- skriftinni „Á Hofmannaflöt“, sögð saga siðustu málgagna kirkjunnar á íslandi, og síðan vikið að útgá.fu Nýs kirkjublaðs, er höfundurinn hyggur eiga mikla framtíð fyrir höndum, og munu fleiri þeir, er til ritstjóranna þekkja, hneigjast að þeirri skoðun, enda þótt kirkju- mála áhugi íslendinga hafi verið og sé mjög yfirbragðsdaufur á þessum síðustu tínmm. Síðast i blaðinu er stutt saga andatrúartegundar, þó, og með sér lega tvíræðu sannleiksgildi, eins og aðrar slíkar „historiur". Að öllu yfirveguðu, fer blaðið svo myndarlega á stað, og lítur út fyrir að verða svo viðsýnt, að á- stæða er til að halda, að fjöldinn af löndum vorum, sérstaklega hér vestra, taki því tveim höndum. -------o------- Að gœta fengins f jár. Margir eru þeir,sem safnað hafa sér auði á þann hátt að nota sér vanþekkingu annara á starfsmál- ttm. Bragðarefirnir byggja ein- mitt vélráð sin á þvi, hversu auð- velt það er að hafa fé út úr þeim mönnum, er enga þekkingu hafa á að vernda eignir sínar. Þeir græða á fávizku meðbræðra sinna. Þeir vita það vel, að lag- legk tilbúin auglýsing, kænlega orðuð umburðarbréf, opna fjár- hirzlur þessa grunlausa fólks og læinir. straumnum þaðan og inn í þeirra eigin vasa. Vökunótt. Hver er alt of uppgefinn Eina nótt að kveða’ og vaka ? Láta óma einleikinn Auðveldasta strenginn sinn, Leggja frá sér lúðurinn, Langspilið af hiílu taka. Til Kristinns. 53. afmælið hans, 26. Maí 1906. I. Ég man að var skrafað og skrifað um það I skeggræðum fólks og í upptuggu-blað: Að fimtugir ættum við all-flestir þó Af afmæhs-dögunum meira en nóg. Ljóð mitt aldrei ofgott var Öllum þeim, sem heyra vilja, Þeirn ég lék til þóknunar Þegar fundum saman bar — Eg gat líka þagað þar Þeim til geðs, sem ekkert skilja. Nú skal strjúka hlýtt óg hljótt Hönd við streng, sem blær í viðnum. Grípa vorsins þrá og þrótt, Þungafu.lt en milt og rótt, Úr þeim söng er sumarnótt Syngur djúpt í lækja-niðnum. Það er holt að hafa átt Heiðra drauma vöku-nætur, Séð með vinum sínum þrátt Sólskins-rönd um miöja nátt, Aukið degi’ í æfi-þátt Aðrir þegar stóðu' á fætur. Birtan sezt ei sjónum manns, Svona nætur kveldin þrauga. Norðrið milli lofts og lands Linu þenur hvita-bands, Austur rís við geisla-glanz Glóbrún dags með ljós í auga. Skamt er að syngja sól í hlíð, Sumar-blóm í rnó og flóa — Hvað er að víla’ um vöku-stríð! Vaktu’ í þig og héraðs-lýð Vorsins þrá á þeirri tíð Þegar allar moldir gróa. Úti grænkar lauf um lyng Litkast rein um akra sána — Eg í huga sé og syng Sumar-drauma alt um kring Út að fjarsta alda-hring, Yztu vonir þar sem blána. f Út í daginn, fögnuð frá Fulltun borðum, söng og ræðum — Nóttin leið í ljóði hjá — Ljósi’ er neyð að hátta frá! Vil eg sjá hvað vaka má, Vera brot af sjálfs míns kvæðum. Vini kveð ég, þakka þeiin Þessa sumar-næturvöku! Úti tekur grund og geim Glaða-sólskin mundum tveim — Héðan flyt ég fémætt heim: Fagran söng og létta stöku. Steþhan G. Stephansson. Að æskunni finst svo um fausk eins og mig Ei firtir—en, Kristinn minn, varaðu þig! Því árþriöjungs-brotinu' er bótleysa að Ef Bald-vinur jafnaldri rekst o'ná það. Og nú skal ég segja þér alt eins og er, Að óþarfa-líf fer að hlotnast af þér, Þín komandi æfi er hreint ekki' á huld’----- En hvað þú svo gerir er ekki mín skuld! Ég auðvitað hálf-segi’ og hleyp yfir margt Af hrörnunar-merkjum—ég anna þeim vart. Ég drep rétt þín glöggvustu elli-glöp á, Sem ættu menn viljugt að steinsofna frá. Ég tel ekki hjálpfýsi, samlyndi, sátt. Sem sammerkt við nafn þitt og fjöldann þú átt, Né kærleik, né góðvild, né greiðvikni þá Sem getur hvert sóknarbarn skorið sig frá. II. Þú komst ekki hálærður hingað til lands, Þú hafðir ei „víxil“ á banka neins manns, Né fyrir þeim „innstæðum“ ofan þú tókst Með auðmýktar-svip, hvert þú gekst eða ókst. En hvar sem þú lagðir fram verk eða vit í veizlu, á mál-fund, við leik eða strit, Þar mátti hver hérafinn hafa sig við Að halla’ ekki undan, að biðja’ ekki um grið.. Því meðalmann hvern gaztu hæglega þreytt í hvatræði’ og glöggsýn, ef léztu því beitt — Við stóðum ei alténd í sammála sveit. Ég segi af reynslu það lítið ég veit. Þú hneigðist að framför og frjálslyndi því Sem flekar ei málstaði rógburði í. Og hveimleitt var hræsninni að heyra þíti svör, Sem hvíslar í flónin með tvíræðri vör. Þú hefir ei breytt þér með aldrinum enn — Og enginn er viss á því, guðir né menn, Sitt arfgenga fjármark á eyranu' á þér Hvert aðgætni skarpsýnust neinstaðar sér. Og framvegis verður þú efalaust eins, Svo umtölur sþökustú væru’ ei til neins. Og von fyrir komið það öldungis er, Að enn geti búkröggur svelt neitt úr þér. III. Ég óska þér framtíðar — þel mitt er þvtt. Ég þakka þér alt saman, gamalt og nýtt — Það sýnir víst glöggvast að meira sé mér Þó mál á að hátta fimtugum þér. En ég fékk víst útvalning enga til þess: Á englanna loftungu' að syngja mín vess. Ég fæddist ei þulur með þjóðskálda-mál — Svo þarna er kvæðið, og hérna er skál! "Í'-JW-. *. 1 Stephan G. Stepliansson. Starfsmála-þekking er hverjum manni afar nauðsynleg og allir ættu að gera sér far um, að svo miklu leyti sem framast er unt, að afla sér þeirrar þekkingar eins snemma æfinnar og mögulegt er, eða um það leyti, sem þeir leggja út í hina harðsóttu lífsbaráttu. Sú þekking tekur af manninum marjt skakkafallið, losar hann við rnargar þungar áhyggjur. Hún gettir orðið sá bjargvættur, sem frelsar manninn frá því að missa alt sitt, og ganga slippur og snauð- ur frá, eftir að hafa varið mörgum dýrmætum árum æfinnar í þá bar- áttu aö tryggja efnalega framtíð sína og sinna. Margir eru þeir mennirnir í heiminum, sem einu sinni æfinnar. voru sínir eigin herrar, en nú verða að vinna fyrir sér og sínum á efri árunum ■ sem annarra þj .nar. Skortur á þekking,starfsmálaþekk ingu, er oft og tíðum orsökin ti! þess að þannig hefir farið ■ fydr þeini. Eignir þeirra og afrakstur æfistarfsins hefir orðið svikahröpp- unttm að bráð sökum þess að þá skorti þekkingu og framsýni til þess að geta haldið lilut sínum ó- skertum. Hversu margir hugvitsmenn hafa ekki orðið að berjast fyrir lífinu, berjast við fátækt og ör- byrgð, berjast gegn ofsóknum og hleypidómum, og þó að lokum unnið þann sigur, að árangurinn af æfistarfi þeirra hefir orðið til að bæta kjör og létta starf alls mann- kynsins. Og þó hafa oft og tíðum þessir hugvitsmenn aldrei komist úr örbvrgðinni, þrátt fyrir þaö þó luigsanir þeirra hafi náð því stigi að geta orðið að áþreifanlegum, mikilsveröum sannindum. Or- sökin hefir verið sú, að þeir hafa enga, eða alt of Iitla, þekkingu liaft á starfsmálum til þess að geta verndað réttindi sín og notið á- rangursins af lífsstarfi sínu. Aðrir hafa notið ávaxtanna, sem hafa haft þekkingu og hrekkjavit til þess að svifta liina réttu eigendur arðinum of uppskerunni. Þúsundir af mönnum um víða veröld eiga nú þann dag í dag í basli og bágindum, og eru allslaus- ir fyrir sig og sína, Sökum þess að þeir hafa treyst vinum sínum óg vandamönnum til þess að breyta rétt og heiðarlega gagnvart sér, án þess í viðskiftunum við þá að gera glögga, skýra og bindandi samn- inga. Það hefir enga þýðingu hversu heiðarlegan og hrekkjalausan sem þú kant að álíta vin þin eða við- skiftamann. Hann getur gleymt einhverju atriði,, sem ey áríðandi íyr‘r þ o munnlega hefir verið um samið ykkar á milli. Af þessu getur leitt misskilningur og mála- þras, 0g því-ættu engir algerlega munnlegir starfsmálasamningar, sem nokkurs eru virði, að eiga sér stað, hvorki milli vina né vanda- manna. Alt slíkt þarf að vera skrif legt. Það kostar hvorki mikinn tíma né fjárútlát að hafa þá aðferð og sé hún notuð verður hún oftast meðalið til þess að komast hjá málaferluui, gremju og sturlan. Hversu margir góðkunningjar hafa ekki orðið hatursmenn ein- rnitt af þeirri vanrækslu að gera ekki fasta viðskiftasamninga sín á milli. Þúsundir af lögsóknum eru fyrir dómstólunum á hverjum ein- asta mánuði, sem eingöngu hafa risið af því að málspartarnir hafa vanrækt að gera skriflega samn- inga. Mestur hlutinn af tekjum málafærslumannanna er ausinn úr þessari lind, bygður á þessari van- rækslu. Margir hafa þá skökku skoðun, sérstaklega livað snertir frændur þeirra og vini, að þeir muni mis- virða það og álíta heiðri sínum misboðið nieð því að gera skrifleg® samninga um viðskifti. En það er mesti misskilningur. f slíkri að- ferð liggur ekki neitt vantraust á ráðvandlegum viðskiftum. Þar er að eins um rétta starfamála-aðferð að ræða, sem ætíð ætti að fylgja,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.