Lögberg - 07.06.1906, Blaðsíða 7

Lögberg - 07.06.1906, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. JÚNÍ 1905. 7 j~ BúnaðarbálkurT^j MARKAÐSSK ÝRSLA, Markaðsverð i Winnipeg 26. Maí 1906 Innkaupsverð.]: Hveiti, i Northern..... .$0.75^ »> 2 > > 0.7354 > » 3 9 9 . 0.72 54 „ 4 extra 69^ .. 4 >> 5 Hafrar 39—40C Bygg, til malts 37—42 ,, til íóöurs 38C Hveitimjöl, nr. 1 söluverö $2.40 ,, nr. 2.. “ . ... 2.15 „ S.B ...“ . ... 1.70 ,, nr. 4-- “$1.20-1.40 Haframjöl 80 pd. “ . . .. 1.80 Ursigti, gróft (bran) ton .. 15-50 ,, fínt (shorts) ton ...16.50 Hey, bundiö, ton.... $7—8.co ,, laust, $8.00—9.00 Smjör, mótaö pd .. 17— 18 ,, í kollum, pd.. .. Ostur (Ontario) ,, (Manitoba) Egg nýorpin •• ,, í kössum 16 Nautakjöt,slátraö í bæni im 7c. ,, slátraö hjá bændum c. Kálfskjöt 8—8 ^/2 c. Sauöakjöt Lambakjöt Svínakjöt, nýtt(skrokka) . . \o/z 11 12 PpHnr .10—IIC IO 1 IC Kalkúnar Svínslæri, reykt(ham).. .. .. 15C Svfnakjöt, ,, (bacon) j3/4c Svínsfeiti, hrein (20pd.fötur)$2. 50 Nautgr. ,til slátr. á fæti 3—4/4 Sauöfé ,, >, .. ..5—6 Lömb 11 r f 6c Svín ,, > > 6 'Á—7'Á Mjólkurkýr(eftir gæöum) $35-$55 Kartöplur, bush 45—50C Kálhöfuö, pd Carrots, bush Næpur, bush Blóöbetur, bush Parsnips, pd Laukur, pd • 4—4/4c Pennsylv. kol(söluv.) $ io. 50—-$ 11 Bandar.ofnkol , , 8.50 CrowsNest-kol 8.50 Souris-kol , >> 5-2 5 Tamarac' car-hleösl.) cord $5.00 Jack pine,(car-hl.) c. .. ..4-25 Poplar, ,, cord . • •• $3-25 Birki, ,, cord .. .. $5.00 Eik, ,, cord $5.00-5.25 Húöir, pd 8 'Ac—9'/2 Kálfskinn, pd.......... ... 4-6 Gærur, hver 6oc—$1.00 Kjöt-„pie". Þrjú pund af nautakjöti eöa kindakjöti eru skorin niSur i hæfi- lega stóra bita, og velt upp úr ein- um bolla af hveiti, sem hálf teskeiö af salti og litiö eitt af pipar hefir verið látið sanian við. Bitarnir eru nú látnir í ferhyrnda pönnu, sem áður hafa verið látnir í smábitar af smjöri, og er síðan einum potti af sjóðandi vatni helt þar yfir. Þetta er nú steikt í vel heitum bökunar- ofni í eina klukkustund, áður en brauðskorpan )crust) er látin yfir, og verður að snúa kjötbitunum þrisvar eða fjórum sinnum og bæta vatni í jafnóðum og það ,guf- ar upp. Eftir að búið, er svo að steikja þetta í eina klukkustund, er sex jarðeplum af meðalstærð, sem skorin eru i nokkuð þykkar sneið- ar, bætt við, og svo hálfri annarri teskeið af salti. Þegar jarðeplin eru um það leyti steikt, verður að búa til deig og fletja út þangað til kakan er hér um hálfur þumlung- ur á þykt. Hún er síðan skorin i sundur í ferhyrninga, liér um bil 3 þum.l. á hvern veg, og eru þessir ferhvrningar siðan lagðir ofan á jarðeplalagið. Bakist síðan í fimt- án mínútur, í vel heitum ofni. Parísar-stcik. Á móti einu pundi af köldu, steiktu nautakjöti, skal hafa eitt pund af lauk. Laukurinn er skor- inn þvert yfir í sneiðar, eftir að hýðið hefir verið tekið af honum. Smjörbiti. á stærð við meðal hænu- egg, er nú tekinn og bræddur. í Það er laukurinn síðan látinn og steiktur við hægan eld þangað til hann og smjöriS er orðið ljósbrúnf á litinn; verður að hræra stöðugt i á meðan Jaukurinn er að steikjast. Nú er einni matskeð af hveiti dreift út yfir laukinn, ein teskeiS af salti látin í og einum bolla af góSu kjötseiði helt yfir. Undir eins og þetta fer að sjóða skal bæta við einni teskeið af tomato-catsup og láta svo sjóða að eins fáein augna- blik. Nú er nautakjotið skorið í þunnar sneiðar. Dálitlu af lauk- sósunni er helt á steikarfatiö og kjötsneiðarnar látnar þar ofan á, svo er lauksósu helt yfir og bætt þar við kjötseiðinu og þannig hald ið áfram þangaS til alt er búið og er laukurinn látinn vera i efsta laginu. Þar ofan yfir er nú látin brauðmylsna með smábitum í af smjöri hingað og þangaö. Steikt síðan í vel heitum bakarofni góða stund. Kláöi á jarðeplum. Eins og menn vita, eru oft tölu- verð brögð að því, að jarðepli skemmist af þeirri sýki,sem alment er nefnd „kláði“, og verða þau stundum, ef mikil brögð eru að sýkinni, svo óásjáleg útlits að þau falla stórum í verði á sölu- markaðnum íyrir þessar sakir.' Kláðinn á jarðeplunum á rót sína i einskonar sveppategund, er sezt þar að og sýgur úr þeim vökvann sér til viðurhalds. Hindrar þetta stórkostlega vöxt og þroska jarS- eplanna og rýrir þau á a.llan hátt. Þessi kláðasýki er mjög næm, og sé hún á anað borð einu sinni búin að búa um sig og festa rætur í jarðveginum, er alt annað en hægð arleikur að *útrvma ^henni aftur. Kostar það bæði tíma,fyrirhöfn og fjárútlát, en ekki tjáir í það aö liorfa, enda borgar það sig, þegar til lengdar lætur. VarnarmeSal gegn kláSanum, og sem töluvert alment er notaS með betri árangri en flest onnur meðul serrí revnd hafa verið, er formal- in-blanda. Atta únzur af formal- in skal leysa upp í hverjum fimtán gallónum af vatni og verður bland an þá hæfilega sterk ti.l þess að drepa sveppategundina án þess aö •skemma jareplin. Skal láta út- sæöið liggja i þessari blöndu í tvo klukkutíma áður en því er sá,ð. Formalin, þannig undirbúið, aS ekkert þarf við það að eiga annað en láta það saman við vatniS, má fá í hvaða lyfjabúð sem er. Menn ættu, aö svo miklu leýti sem mögu- legt er, aS forðast að sá árlega í þann akur, sem kláðug jarðepli hafa vaxiS i. Skal þá, ef hægt er aS skifta um sáðreit, plægja gamla sáðreitinn vel og rækilega, hvað eftir annað, en láta hann hvíla sig og sá ekki í hann i tvö ár. MeS því móti hefir oft reynst mögulegt aö losna við þessa leiðu sveppa- tegund. Jarðveginum í sáðreitn- um þarf að bylta nægilega vel um svo hann geti orðið sem bezt fvrir áhrifum loftsins um lengri eða skemmri tíma. Sveppategundirn- ar þola ekki þau áhrif og kulna smátt og smátt út. Menn gera sér mjög mikinn og tilfinnanlegan skaða með því ár eftir ár að „láta það draslast“ að sá i sama reitinn jarðeplum, þó skemdirnar á þeim fari sýnilega' í vöxt, eftir því sem oftar er í hann sáð. Enginn ætti að láta það und- ir höfuð leggjast að ráða bót á þessari sýki hið allra fyrsta, eftir að hennar verður vart. ------o-------- R. Rósa Johnson Dáin í Pembina 4. Marz 1906. Vér skiljum ekki alvalds ráð, því alt er dauðans valdi háð, sem rænjr tíSurn blóma-bvgS og bana veifar hvassri sigð; þá vorsins bliða vermir grund og vekur líf af þungum blund. Mitt hjarta nístir harmur sár svo höfugt margt eg felli tár. Þvi eðla blómið upp hann skar, sem öllu framar kært mér var. Eg aldrei þessa bætur bíð hér böls á meðan varir tið. Mín dóttir þú varst þetta blóm, er þungum hlíttir skapadóm; nú liðinn hér þú liggur nár meö luktar sjónir, fölvar brár, svo hádegi þíns aldurs á hér eg þér verð á bak að sjá. Þitt hjarta var svo hreint og gott, þín hegðan bar þess ljósan vott, að trú þin var frá bernsku bygð á bjargi því, sem nefnist dygð, svo- virðing allra vanst og hrós— þú vona minna fegurst rós. Nú bezt mig styrkir von sú vis að vita þig í Paradís, þars innan skamms eg aftur má um eilífð heyra þig og sjá. Þá mæðir’ ei framar hrygð né hel, ó, hjartans dóttir, farðu vel! Móðirin. Fölar. óhraustar konur. fá nýja heilsu og krafta ef þær brúka Dr. Williams’ Pink Pills. „Anaæmia’ ‘er natmð, sent haft er yfir „blóöleysi“ á tungumáli læknanna. „Dr. Williams’ Pink Pills for Pale People“ búa til nýtt blóð. Getur nokkur lækning ver- ið áreiðanlegri en það? Að eins blóð getur læknað blóðleysi. Dr. Williams’ Pink Pills Jækna blóö- leysi eins og maturinn læknar hungriö. Þær læknuðu Mrs. Clara Cook, unga enska konu, sem ný- lega kom hingað til Vesturheims frá Portsmouth á Englandi, og á. nú heima að Prince’s Lodge, Hali- fax Co„ N. S. Hún segir: „Eg hefi mjög sterka trú á gæðum Dr. Williams’ Pink Pills og krafti þeirra til að lækna blóöleysi. Eg hafði þjáðst af þenn kvilla frá barndómi en með aldrinum fór hann mjög versnandi. Hörundið varð fölt og hreistrað, varirnar blóðlausar og allur líkaminn mjög naáttfarinn. Eg hafði höfuöverk, svima og var oft mjög rænulítil, svo vinir mínir voru hræddir uni líf mitt. Eg reyndi ýms hressandi og styrkjandi lyf án þess að fá nokkurn bata. Þá ráðlagði einn af vinum mínum mér, sem þjáðst hafði af sama kvil.la, að reyna Dr. Williams’ Pink Pills. Eftir stutt- an tíma varð eg vör við bata og eftir tvo mánuði var eg orðin frísk og rjóð í kinnum, búin aS fá góða matarlyst og farin að fitna. Eg vil því alvarlega ráðleggja öllum konum og stúlkum, sem þjást af blóðleysi, að reyna Dr. Williams’ Pink Pil1s.“ Hver kvenmaður, sem fölur er og blóðlítill, þarnast að eins eins, og þaö er nýtt blóð. Dr. Williams’ Pink Pills gera aS eins eitt, og það er að búa til nýtt blóð. Þær lækna enga sjúkdóma, sem ekki eiga rót sina í skemdu blóði. En þegar Dr. Williams’ Pink Pills búa til nýtt, hreint blóS, í stað hins veiklaða, þá grafa þær fyrir rætur allra venju- legra sjúkdóma og algengra, sem eru: „Blóðfeysi, höfuðverkur, bak- verkur, gigt, meltingarleysi, St. Vitus dans, nýrnaveiki og hinir leynilegu siúkdómar, sem allar konur þekkja, en ekki vilja tala um, jafnvel ekki við læknana. Dr. Williams’ Pink Pills eru seldar hjá öllum lyfsölum, eða sendar með pósti, á 50 cent askjan, eða . sex öskjur fyrir $2.30, ef skrifaö er til „The Dr. Williams’ Medicine Cow Brockville, Ont.“ -------o------ Hvcrnig lœkna skal kvcf. Mörgum mun þykja það tindar- leg kenning að hægt sé að lækna þungt kvef á einum eða tveimur dögum. Til þess aö þetta geti tek- ist þarf samt að vinda bráðan bug að lækningunnj. Fvrstu einkenni kvefsins eru þur, harður hósti, og rensli úr nefinu og hvit, þykk skán á tungunni. Þegar Chamberlain’s Cough Remedy cr tekið inn á hverjum klukkutima undir eins og þessi einkenni koma í ljós, þá varna þau áhrifum sjúkdómsins og eyða þeim á einum eða tveimur dögum. Fæst hjá öllum lyfsölum. ROBINSON fiJK ELDHÚSGÖGN. Diskar og pönnur, úr emaller- uðu járni. Vanal. á 43C. st. Nú á.....................25C. STEIKAR-HAMRAR úr hörðum við. Hentug áhöld. Verð.....................ioc. BRYTHNÍFAR til þess að skera í Jsundur með allskonar jarðarávezti. Verð.....................ioc. BRAUÐHNOÐARAR. Sparar bæði tímaog vinnu, Taka í einu efni fyrit fjögur brauð. Verð............$2.25. Til kvenfólksins, sem nær til verzlun- ar J. Halldórssonar að Lundar. Aöal vegurinn til þess a8 geta selt ódýrt er aö selja eingöngu fyrir peninga út í hönd. Eg vil sérstaklega benda kven- fólkinu í grend við Lundar á þaö hvaö eg sel álnavöru, og aðrar vörur, ódýrt í næstu viku fyrir peninga. Hér er ekki rúm til aö telja upp allar þær tegundir, sem í búöinni eru. Eftirfylgjandi upp- talning er aö eins sýnishorn. Álnavöru sel eg í næstu viku eins og hér segir: Öll 50C. tau á .. . 40C. » t 45C. “ “ .. • 35C. 40C. “ ‘ . • 30C. t ( 35c. “ “ .. . 25C. t 4 25C. “ “ .. . 2oc. . ( 20C. “ “ .. . 15C. « < 17lA “ “ •• . 15C. t t 15C. “ “ .. . 12^ t < 12C. “ “ .. . IOC. « < IOC. “ “ .* . 8c. < « 8c. “ “ .. 6c. Ennfremur sérstakt verö a!la næstu viku, á öllum öörum vöru- tegundum í búöinni, gegn pen- ingum út hönd. Komið með auglýsingu þessa meö yður og gleymiö ekki pen- ingunum. VIRÐINGARFYLST, J. Halldórsson. GIFTING. Herra ritstjóri! Gerið svo vel að lána eftirfylgj- andi rúm í blaði yðar. Laugardaginn hinn 19. þ,m. kl. 7.30 e. h., voru gefin saman í hjónaband í hinni íslenzku lút. kirkju hér í bæ, þau Miss Thora Olson og Mr. Sigj.irði'ur Oíson, bæði til heimilis hér 4 Brandon. Rev. Dickie, prestur Presbytera gaf þau saman. Mr. R. Fjeldsted stóð up með brúðgumanum, en Miss Olivia Sigurðson var brúð- armær. Að aflokinni hjónavígslu var haldið snoturt samkvæmi í húsi Mrs. R. Olson, systur brúð- gunians og fengu gestirnir yfir- fljótanlegar veitingar og góða skemtan fram til kl. 12. Svo leyfi eg mér í nafni allra, sem við voru staddir, og til þekkja, að óska ný- giftu hjónunum innilega til ham- ingju. Brandon, 21. Maí 1906. Einn af boðsgcstunum. ------o------- iVIARKET HOTEL 146 Prlneess Street. & möti markaðnum. Eigandi . . P. O. ConneU. WDiNTPEG. , Allar tegundir af vlnföngum og vindlum. Viðkynning g6S og húsiS endurbœtt. ALLAN LINAN. Konungleg póstskip milli Liverpool og Montreal, Glasgow og Montreal. Fargjöld frá Reykjavík til Win- niPeg...............$39-oo. Fargjöld frá Kaupmannahöfn og öllum hafnarstöðum á Norður- löndum til Winnipeg .... $47.00. Farbréf seld af undirrituðum frá Winnipeg til Leith. Fjögur rúm i hverjum svefn- klefa. Allar nauðsynjar fást án aukaborgunar. Allar nákvæmari upplýsingar, viðvíkjandi því hve nær skipin leggja á stað frá Reykjavík o. s. frv., gefur H. S. BARDAL, Cor. Nena & Elgin Ave. Winnipeg. Tel 3869. Ácetlanir gcrOar* Plumbing, Heating & Gas- FITTING. Aögeröir afgreiddar fljótt og vel. ÍCor. Elgin am! Isabel, WiDnipeeg, Man. Sé þér kalt þá er þaö þessi furnace þinn sem þarf aögeröar. Kostar ekkert aö láta okkur skoöa hann og gefa yöur góö ráö. Öll vinna ágætlega af hendi leyst. J. R. MAY & CO. 91 Nenajst., Winnipeg SETMODB HODSE Market Square, Wlnnipeg. Eitt af beztu veitingahúsum bæjar- ins. MáltlSlr seldar á 35c. hver., $1.50 4 dag fyrir fæSI og gott her- bergi. Billiardstofa og sérlega vönd- uS vlnföng og vindlar. — ókeypis keyrsla til og frá Járnbrautastöðvum. S. Anderson HEFIR Skínandi* Yeggja- pappír. Eg leyfi mér að tilkynna, að nú hefi eg fengið meiri birgðir af veggjapappír en nokkru sinni áð- ur, og sel eg hann með svo lágu verði, að slíks eru ekki dæmi í sögunni. T. d. hefi eg ljómandi pappír fyrir 3þýc. strangann, og svo fjölmargar tegundir með vmsu verði, alt að 80 c. strangann. Verð á öllu hjá mér i ár er frá 25—30 prct. lægra en nokkurn tíma áður. Enn fremur er hér svo miklu úr að velja, að ekki er mér neinn annar kunnur í borginni, er meiri birgðir hefir. Komið og skoðið pappírinn, jafnvel þó þér kaupið ekkert. Eg er sá eini íslendingur hér í landi, sem verzla með þessa vörutegund. 103 Nena Street. . .S. ANDERSON. Mrs. G, T. GRANT, hefir nú sett upp ágæta hattasölubúö aö ^ 145 Isabel St. $ Allir velkomnir aö kom og skoöa vörurnar. Á- byrgö tekin á aö gera alla ánægöa. A. S. Bardal seiur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarCa og legsteina Telepbone 3oG Sárir vöðvar. Margir verkamenn, víðsvegar i landinu, eru nú komnir á þá skoð- un, að bezta lækningin við sárum og aumum vöðvum, eftir þunga erviðisvinnu, sé að fá sér heitt bað um leið og þeir hátta. Undir eins og komið er úr baðinu skal svo bera Chamberlain’s Pain Balm á og nudda því vel inn í hörundið. Þessi áburður læknar allan stirð- leika og sárindi og er nú mjög al- ment notaður, því hann verkar fljótt og heldur vöðvunum í ágætu ásigkomulagi. Fæst hjá öllum lyf- sölum. JOHN BAIRD, eigandi. Telefónið Nr. 585 Ef þiö þurfiö aö. kaupa kol eöa viö, bygginga^stein eöa mul^n stein, kalk, sand, möl steinlím, Firebrick og Fire- day. Jfc Selt á staönum og fiutt heim ef óskast, án tafar. CCNTRAL Kola og Vidarsolu=Felagid hefir skrifstofu síua að 904 ROSS Aventie, horninu á Brant St. sem D. D. Wood veitir forstöðu The Winnlpeg Laundry Co. Llmited. DYERS, CLEANERS & SCOURERS. 261 Nena st. Ef þér þurfiö aö láta lita eöa hreinsa ötin yöar eöa láta gera viö þau svo þau veröi eÍDs og ný af nálinniTþá kalliö upp Tel. 9Ö8 og biðjið um að láta sækja fatnaðinD. ÞaO er sama hvað fíngert efnið er. ORKAR MORRIS PIANO Ténninn og: tílfinningin er fram- leitt á hærra stig og meS meiri list heidur en ánokkru öSru. Þau eru seld meS góSum kjðrum og ábyrgst um éákveSinn tíma. PaS ætti aS vera á hverju heimilL S. L. BARROCLOUGH & CO.. 228 Portage ave., - Winnipeg. PRENTUN allskonar gerö á Lögbergi, fljótt, vel og rýmiiega.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.