Lögberg - 12.07.1906, Síða 6

Lögberg - 12.07.1906, Síða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. JULÍ 1906 GULLEYJAN skáldsaga eftir ROBERT LOUIS STEVENSON. Hallandi lá frá víkurbotninum upp að hellis- mynninu. Efst í þeirri brekku mætti friðdómarinn okkur. Hann var viðmótsþýður við mig og sagði ekkert orð um brottför mína, hvorki lof eða last. En af hínni hæversku kveðju Silfra lá honum við að roðna. „Jón Silfri,“ mælti hann, „þú ert fágætur þorp- ari og svikari — svikari, sem varla á.tt þinn líka, heyrirðu það! Eg hefi samt verið beðinn um að lögsækja þig ekkí. Af því að sú beiðni kom frá mönnum, sem eg met mikils, ætla eg að taka hana til greina. En dauðu mennirnir hanga við háls þinn, þyngri en nokkrir mylnusteinar, eins fyrir því.“ „Eg þakka vinsamleg orð þín!“ svaraði Silfri, og sýndi friðdómaranum nýjan kurteisisvott, með kveðjumerki sjómanna. „Dirfist þú að þakka mér fyrir þetta?“ hrópaði friðdómarinn. „Sérðu ekki, að þetta er beinlínis brot á skyldurækni minni. Sneypstu burtu og skammastu þín!“ Að því búnu fórum við allir inn í hellirinn. Það var allgóð vistarvera, og dálítið bergvatn innan til í henni, það var stöðuvatnspollur, en vatnið kalt og hressandi, eins og bergvatn er vant að vera, og vaxið þéttum burknum alt í kring. Annars var hellisgólf- ið þakið sandi. Framan við líflegan eld, sem þat var kyntur, lá Smollett kafteinn, en inn f oðru horninu aö innan verðu sá eg. þó óljóst væri, bak við eldinn, sem brann fyrir framan, ferhyrninga, marghyrninga og háar súlur hrúgaðar upp úr gullpeningum og ó- myntuðum gullstöngum. Þar sá eg fyrst fjársjóðu Flints sjóræningja, sem við höfðum farið jafn langa leið að leita að og finna,—fjársjóðuna, sem höfðu nú að síðustu kostað líf seytján manna af skipshöfninni á Hispaniola. Hve mörg mannslíf höfðu farist við að afla þeirra i fyrstu, hve mörgum skipum hafði verið sökt á mararbotn, með hraustum og dugandi sjó- mönnum á, hve mörgurp fallbyssuskotum hafði verið skotið, hve miklar þjáningar, sorg, svívirðingar, lýgi og grimd þetta hafði kostað, var enginn maður að líkindum fær um að skýra frá. Samt sem áður voru enn þrír menn á eynni, — Silfri, gamli Morgan og Ben Gunn, sem hver um sig höfðu verið hluthafar 1 þessum glæpaverkum, sem sérhver þeirra hafði á- rangurslaust vænst eftir, að fá iðgjöld fyrir af fé þessu. „Komdu hingað til min, Jim,“ sagði kafteinninn. „Þú ert góður fyrir þinn hatt, Jim, en eg býst ekki við því, að við leggjum upp í aðra sjóferð báðir sam- an. Þú ert of mikið hamingjubarn til að eiga sam- leið með mér aftur. Ert þú þarna, Jón Silfri? Hvernig stendur á því að þú ert kominn hingað “ „Eg er hér kominn, til að gegna skyldu minni, herra minn,‘’ svaraði Jón. „Einmitt það,“ svaraði Smollett. Meira sagði hann ekki. Það var ánægjulegur aftanverður, sem eg sat að þetta kveld, ásamt vinum mínum, öllum kátum og á- nægðum, og ekki var saltaða geitakjötið hans Ben Gunns ólystugt heldur, , með því líka við höfðum ýmsa gómsæta rétti frá Hispaniola, til að gæða okkur á í tilbót, að óglevmdri flösku af góðu víni. Silfri snæddi með okkur. Hann sat í skugganum, þar sem lítið'bar á, en hann tók vel til matar síns eigi að síð- tir, og það stóð ekki á honum til að gera okkur allan þann greiöa, ef á þurfti að halda, sem við óskuðum eftir. Hann tók og þátt í gleði okkar með sömu kurteisinni og þægilega viðmótinu, sem hann sýndi alla leið til eyjarinnar, áður en uppþotið skeði. XXXIV. KAPITULI. V ertíðarlok. Morguninn eftir tókum við snemma til verka, því það, að flytja þenna gullhaug fyrst nærri mil t vegar niður að ströndinni, og síðan þrjör mílur sjá.v- ar út í Flispaniola, var eigi fljótlegt verk fyrir jafn- fáa menn og við vorum. Sjóræningjarnir þrír, s:m enn voru eftir á eynni, gerðu okkur lítinn tálma. Einn varðmaður á hæðinni ofan við hellirinn, nægði til þess að sjá við áhlaupi af þeirra hálfu, o«g þar að auki bjuggumst við ekki við því, að þeir væru lik- legir til að hefja neinar róstur eftir alt, sem á undan var gengið. Við gengum þvi að verkinu vel og rösklega. Grey og Ben Gunn ferjuðu gullð út í skipið, en \tð hinir bárum það til strandar. Það var fullkomin bvrði fyrir fullorðinn mann að bera tvær af guU- stöngunum i reipi niður í fjöruna. Eg bar ekkert af fénu, því eg hafði nóg að gera í hellinum, viö að skilja myntaða gullið frá hinu, og láta það í tónia brauðpoka. Myntsafnið var hið fjölbreytilegasta. Pening- arnir, sem eg fann í kistu Bil.þy Bones á Benboga, voru dálítið sýnishorn af þvt. En bæði var fjárupp- hæð þessi mörg hundruð sinnum meiri, og myntirnar fjölbr'eyttari. svo að eg held eg hafi sjaldan gert skemtilegra verk, en að myntgreina þessi auðæfi. Enskir, franskir, spanskir, portúgalskir, ítalskir og tyrkneskir gullpeningar voru þar, og mér er nær að halda, að þar hafi mátt finna myntir með andliti hvers einasta konungs og keisara í allri Evrópu, að minsta kosti síðustu hundrað árin næst á undan. Sjá má,tti þar og einkennilega Austurlanda peninga með mjög furðulegum myndum. Var gat á sumum, eins og hefði átt.að l^era þ.á um hálsinn til skrauts, en aðr- ir voru ferhyrntir. í fám orðum sagt, voru myntir af allri stærð, og alla vega i lögun i^þessari gullhrúgu; og þá var eigi heldur samsafn þetta lítið að vöxtun- um. Mér sýndust myntirnar óteljandi, og fjöldinn af þeim líkaatar haustföllnum blöðum margra eika úti í þéttum skógi; og eg segi það satt, að það var bakraun, að lúta við að aðskilja þenna fjölda, og eg varð fingrasár að kveldinu eftir verkið. Og þetta var margra daga verk. Miklu fé hafði verið komið út í Hispaniola á hverjum degi að kveldi, en drjúgt var það, sem hrúgað var saman af gullinu í lielli Ben Gunns. Allan tímann, sem við vorum að flytja gullið út á skipið, urðum við ekkert varir við sjóræningjana þrjá, sem undan komust. Það var ekki fyr en fjórða eða fimta kveldið, sem við dvöldum þarna á eynni, að eg og læknirinn vorum að reika fram og aftur um hæðirnar umhverfis hellirinn, nokkru eftir sólsetur, að við heyrðum óm af hrópi og sönglist all langt í burtu. „Þetta hljóta að vera sjóræningjarnir," hrópaði læknirinn. „Já, og allir druknir, herra,“ skaut Silfri inn í, því hann var með okkur. Eg gleymdi að geta þess, að Silfri hafði verið látinn ráða sér algerlega eftir að við komum í hellir- inn. Hann var nú jafn þjónustusamur, kurteis og viðmótsgóður og vandi hans var, áður en öeirðirnar hófust. Mér fanst mjög til um það, hve vel hann bar öll þau vonbrigði, sem fyrir hann komu í þessari ferð, og auðséð var það, að hann reyndi það sem honum var auðið að koma sér í mjúkinn hjá yfir- mönnunum. En það gekk ekki greiðlega, þeir höfðu allir mestu skömm á honum; Ben Gunn aftur á móti bar enn þá óttablandna virðingu fyrir gamía undir- stýrimanninum, og sjálfum mér var meinlítið til Silfra, því hann hafði gert mér töluverðan greiða, þegar á alt var litið, enda þótt honum hefði stumdum legið við að stytta mér stundir, eins og t. a. m. flest benti til rétt áður en að sjóræningjarnir komust að raun um, að fjárfyTgsni Flints hafði vertð rænt. Það var því í fullu samræmi við óbeitina, sem yfir- mennirnir höfðu á honum, að læknirinn svaraði síð- ustu orðum hans stutt og þurlega. „Þeir eru drukknir-eða óðir,“ sagði Livesey. „Það er víst nærri sanni/ ‘svaraði Silfri; „og má okkur vist á sama standa, hvort er.“ „Hvernig dirf stu að jafna áliti þínu við mitt, eða nokkurs heiðarlegs manns,“ mælti læknirinn með miklum þ>jósti, „og þó að þér þyki það ef til vill und- arlegt, er eg alls ekki á sömu skoðun. Eg skal því geta þess, að ef eg vissi, að mennirnir væru óðir orðnir, t. a. m. af hitasóttinni, sem eg veit að sumir þeirra hafa, mundi eg fara héðan, þrátt fyrir það, þó líf mitt yrði í hættu, og reyna að lina þrautir þeirra með kunnáttu minni." , „Eg verð að biðja þig auðmjúklega fyrirgefn- ingar,“ svaraði Silfri, „þó eg segi, að þú geriðir mjög rangt, ef þú tækist það á hendur. Þú mundir stofna .lífi þínu í hættu, og það er meira virði en líf þeirra. Eins og þú veizt, er eg nú ykkar megin með lífi og sál, og mér þætti því mjög sárt að vita til þess, ef ó þarfa skarð kæmi í hóp okkar. En eg þekki sjóræn- ingjana, þeim skyldi enginn treysta, þeir geta ekki staðið við orð sín, jafnvel þó þeir vildu sjálfir, enda treysta þeir engum.“ „Einmitt það,“ svaraði læknirinn, „en eg efast um að þú eigir hægra með að standa við orð þín held- ur en þeir.“ Þetta var með því síðasta, sem við heyrðum til sjóræningjanna. Að eins einu sinni eftir það heyrð- um við skot langt í burtu, og bjuggumst þá við, að þeir væru á veiðum. Skömmu síðar ráðguðumst við um það, hvað ætti að gera við sjóræningjana. Urðu þau úrslit á ráða- gerðinni, að við mættum til að skiija þá eftir á eynni. og er mér óhætt að segja, að Ben Gunn var glaður við þau málalok. Og Grey latti þess ekki heldur. Við skildu meftir nægar birgðir af skotfærum og nokkttð af byssum, sömuleiðis drjúgan skerf af salt- aða geitketinu, sem Ben Gunn hafði dregið að sér í Silfra í land á skipsbátnum, þremur klukkustundum áður en við komum. En hann kvaðst hafa gert þaó' eingöngu til þess a ðsjá lífi okkar allra borgið, sem tvimælalaust hefðu verið í stöðugri hættu, meöan sá maSur var okkur samskipa. En ekki var alt þar með hellirinn. Meðöl létum við þar eftir og ýmsar fleiri, búið. Jón gamli hafði ekki farið á stað tómhentur. nauðsynjar, áhöld, klæði, segl, 1 rcipi, og læknirinn lagði síðast til nokkur pttnd af tóbaki, handa þessuni einstæðingum. Mátti s.vo heita, að þetta væri hér um bil það síðasta, sem við sýsluðum á eynni. Við höfðum áður flutt alt gullið út á skipiö, vatn og það af vistum, er við bjuggumst við að þurfa á að halda, og loksins léttum við atkerum, einn morgun í mjög góðu veðri og sigldum á stað út úr Geitavíkinni, með sama fán- ann drcginn á hún, sem við höfðum barist undir i bjálkahúsinu forðum daga. S'jóræningjaþrenningin hlýtur að hafa veitt okk- ur meiri eftirtekt, en við bjuggumst við, enda urðum við þess varir síðar, því að þegar við vorum að sigla út úr sundsmynninu og þurftum dýpisins vegna að fara þétt með fram landi sunnan megin, sá,um við þá alla þrjá liggjandi á hnjánttm á dálítilli sandöldu, rétt við sjávarmál, og réttu þeir út hendurnar til okkar friðmælandi. Okkur tók víst alla sárt að sjá þá þarna og yfirgefa þá í auðninni í miðju úthafinu, en jafn fáliðaðir og við vorum, þorðum við ekki að eiga á hættu nýja uppreist. Og þó við hefðum tekið þá með okkur, .lá ekki annað fyrir þeim en henging heima á Englandi, og því lítil velgerð í að flytja þá þangað. Læknirinn kallaði til þeirra, og sagði þeim til vistaforðans, sem við hefðum skilið eftir handa þeim. En þeir héldu áfram að hrópa til okkar. Þeir kölluðu upp nafn hvers og eins, sem var á skipinu, og báðtt okkur í nafni allra góðra vætta að vera misk- unnsamir, og skilja sig ekki eftir, til að deyja á þess- um ömurlega eyðistað. En þegar þeir sáu, að skipið hélt áfram leið sína, og tók að fjarlægjast tangann, sem þeir biðu á, spratt einn þeirra á fætur — eg vissi aldrei hver þefrra það var — rak upp íiátt gaul, brá byssunni upp að vang- anum og sendi kúlu á eftir okkur. Þaut hún rétt við eyrað á Silfra og í gegn um stórseglið, án þess þó að gera nokkrum mein.. Beygðum við okkur þá niður, og létum öldu- stokkana hlífa okkur fyrir skothríðinni, ef þeir skyldu halda áfram, og þegar eg leit upp næst, voru sjóræn- ingjarnir horfnir af sandöldunni, sem nú var orðin lítt sjáanleg sakir fjarlægðarinnar. Þannig skildum við við Gulleyna, og laust fyrir hádegi voru hæstu hnúkarnir á þessari óhappaey að hverfa sjónum. Mér var það mikið gleðiefni, og eg býst við flestum innanborðs á Hispaniola. Við vorum svo il!a liðaðir, að hver einasti maður á skipinu varð að taka á því, sem hann hafði til — að kafteininum einum undan sktldum. Hann var enn. eigi fær um að gera neitt, enda þótt hann væri á góðum batavegi. Var búið um hann aftur við stýri, og sagði hann þaðan fyrir um stjórn skipsins. Við stefndum þegar til næstu hafnar á Suður- Ameríku, því að við þorðum ekki að leggja heimleið- is jafn langa leið, með ekki betri liðskost en við höfð- um, enda varð full erfitt fyrir okkur að komast til þeirrar hafnar, því að við fengum hvöss veður og ó- hagstæð..* Það var um só.lsetursskeið, sem við komumst til Ameríku, og sigklum inn í mjóa vik, sem skarst inn sem æt]agt ef til a6 hefjist f nægta blaSi_ er eftir milli tveggja skógi vaxinna hæða. Strax og við kom-1 ,, . . , ... ... 0 ... , & alkunnan enskan skaldsagnahofund, Arthur W. um þangað, þyrptist að okkur fjöldi bata fullir af Hann hafði án þess, að nokkur yrði þess var, brot- ist inn í lestarrúmið og haft brott með sér einrr gull- peningapokann, á að gizka þrjú hundruð punda virði, til þess að hafa eitthvað við að styðjast i elli sinni. Mér er nær að halda að við höfum allir verið hæst ánægðir með að losna við hann svona auðveld- lega. Til þess að fara stutt yfir sögu, fengum við okk- ur nægilega marga háseta, til að sigla Hispaniola heimleiðis, og komumst farsællega til Bristol, rétt um það leyti, sem Mr. Blandly var að búa sig á stað til að leita að okkur dauðaleit. En fimrn einir voru það, sem sátt England aftur af allri skipshöfninni, sem lagði á stað frá Bristol til Gulleyjarinnar. Sérhver okkar fékk drjúgan skerf af fjársjóðn- um, og varði sínum hluta vel eða illa eftir því, hvern- ig hver og einn var gerður. Smollett kafteinn er nú hættur sjóferðum. Grey fór vel með skerf sinn, og ávaxtar fé sitt með hyggindum og dugnaði. Á hann nú sjálfur fjölda skipa i förum. Nú er hann giftur og margra barna faðir. — Ben Gunn fékk þúsund pund í sinn hluta. Hann eyddi þeim á þremur vik- um, eða nánara frá skýrt, á nítján dögum, þvi að hann var öreigi þann tuttugasta. Skömmu síðar var hann svo heppinn, að ná í dyravarðarstöðu, sem hann heldur enn, og er orðinn vel látinn þar. Hann er söngmaður góður, og ber mikið á honum í söngflokk kirkju þeirrar, er hann sækir tíðast. Af Silfra höfum við ekkert heyrt. Sá hræðilegi, einfætti farmaður hefir loksins horfið af lífssviði mínu. Mér er næst að halda, að hann hafi fundið skapstyggu konuna sína, sem hann sendi á stað frá Bristol skömmu eftir að við fórum þaðan í leiðangur- inn, og nýtur vonandi þæginda lífsins með henni og Flint, páfagauknum sínum, einhvers staðar. Eg segi að það sé vonandi, að hann njóti þæg- inda lífsins nú, því velliðanavon fyrir hann hinu- megin er vist sáralítil. Silfrið og vopnin, sem Flint gróf ár öðrum stað, en gullið, fær að liggja fyrir mér þar sem hann gekk frá því. Þótt öll ríki veraldarinnar væru í boði, þá mundi eg ekki leggja á stað í annan leiðangur til þeirrar óhappaeyjar; og verstu draumarnir, sem mig dreymir, eru þegar eg heyri brimið belja við strendur hennar, og rýk upp með andfælum í rúminu við það. að hróp Flints kafteins, páfagauksins: „Pjastur! Pjastur!" hljóma mér í eyrum. EN DIR. SAGAN svertingjum, Mexico-Indíánum og kynblendingum,1 sem komu með feiknin öll af suðrænum ávöxtum til að selja okkur, og buðust til að kafa niður á hafs- botninn fyrir nokkra skildinga. Og mikill fanst okk- 1 ur munurinn á að sjá öll þessi góðmannlegu andlit, | einkum á svertingjunum, að smakka þarna gómsæta ávexti, en þó öllu öðru fremur rólega og siðmenni- léga götuljósaglampann, sem tók að skína frá borg- inni örskamt fram undan okkur, og á skugglegu vist- inni á Gulleynni, þar sem villimannlegar blóðsúthell- ingar höfðu verið daglegir viðburðir. Læknirisn og friðdómarinn fóru í land og tóku mig með sér. Þar fundu þeir kaftein af ensku her- skipi, og tóku hann tali. Fór vel á með þeim, og bauð kafteinnínn okkur að fara með sér út t skip sitt. Var okkur þar mætavel fagnað, og dvöldum við þar þangað til um aftureldingu að við fórum yfir í Hisp- aniola. Þegar við komum að skipshliðinni sáum við Ben Gunn einan á ferli á þilfarinu. Sáum við að hann bjó yfir einhverjum tíðindum, en lengi vel vafðist honum tunga um törtn, en að síðustu gerði hann okk- ur það skiijanlegt, að Silfri væri horfinn. Játaði Ben loksins eftir miklar vífilengjur, að hann hefði hjálpað | Marchmont. Er sá höfundur lesendum Lögbergs áöur kunnur, því aö eftir hann eru ýmsar af beztu og skemtilegustu sögunum, sem birst hafa í því blaði, svo setn ,,Alexis“, ,,Rudloff greifi, “ o. fl. Þessi saga, sem byrjar næst í blaðinu, heitir ,,Denver og Helga“ eða ,,Við rússnesku hirðina“. Hún er keimlíkust sögunni ,,Alexts“ af þeim, sem áður hafa verið þýddar á íslenzku eftir þenna höf- und. Höfundurinn lýsir rússneska hirðlífinu með litskörpum dráttum, öfgalaust en greinilega. Þar heyja stjórnmálakænskan rússneska og heilbrigð skynsemi velmetins Bandaríkjaborgara tvísýnt einvígi. Lesendum Lögtergs verða í þessari sögu smátt o' smátt sýndar ýmsar hliðar, og síðast leikslok 4 þeim bardaga. I

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.