Lögberg - 23.08.1906, Blaðsíða 2

Lögberg - 23.08.1906, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. AGÚST 1906 Landstjóra-fyrirkomulagið. Eftir Reykjavík. I. Hvert var takmark þaS, sem menn vildu ná, er menn börðust fyrir landsstjóra- fyrirkomulaginu fyr meir — Því er ekki vandsvar- að. Menn börðust fyrir valdi og rétti J)jóðarinnar til þess að ráða jþví sjálf, hvernig sér væri stjórn- að. Þá réðu hægri menn lögum og lofum í Danmörku, og var þá ekki til neins að nefna þingræði hér; iþað hefði verið sama sem að sýna blótneyti rauða dulu, J>ví að hægri menn hötuðu þingræðið eins og svartadauða — alveg eins og um- skiftingablöðin hata sannleikann. flfví urðu menn að reyna að finna annan veg ti.\ að tryggja þjóðinni ráðin. Það sem mest var oss tilfinnan- legt, meðan vér höfðum ekki sér- stakan ráðgjafa, voru hinar sí- feldu staðfestingasynjanir á lögum jþingsins, sem oft stöfuðu af van- þekkingu á högum vorutn, oft líka af viðleitni Dana til að halda lög- gjöf vorri í kjö.Ifari danskar lög- gjafar; stundum lika af því að á- byrgðarlaus umboðsmaður stjórn- arinnar lagði á móti staðiesting- unni. Annað meinið, sem oss varð mjög tilfinnanlegt , var það, að umboðsmaður stjómarinnar vissi ekkert um, hvernig stjórnin mundi snúast við því eða því máJi, og gat því ekki sagt neitt um undirtektir hennar í því,en af því leiddt aftur, að mikið af tíma og starfskröftum alþingis eyddist til ónýtis. Þá var iþað enn eitt meinið, að alt í einu gat skift um ráðgjafa yrir ísland án þess vér ættum þar neinn þátt í eða væri þar nokkur þá eða þægð í, stundum einmitt hið gagnstæða.. Á þessu átti að reyna að ráða bót með landsstjóra- fyrirkomulaginu. Auðvitað hefði það ekki orðið nein full meinabót, sem með því liefði unnist; en mjög hefði það stutt að því, að draga valdið inn í landið og án efa getað með timan- um orðið til þess að koma á þing- ræði, ef landsmenn hefðu haft þrek og stillingu til að nota þaö liðlega og hyggilega og ekki látið alt tillit til velferðar föðurjands'ns víkja fyrir valdafýsn æstra flokka. Takmarkið, sem að var kept, var þingræðið, — það og ekkert annað. Þingræðið er í því inni- falið, að hver sú stjórn fart írá völdum, sem ekki hefir fylgt cg tiaust meiri hluta þings, og aö þá l'omi sú ein stjórn til valda i hinn- ar stað, sem nýtur þessa fylgis og trausts. Þegar svo er stjórnað, nýtur þjóðin ins fylsta sjálfsfor- ræðis. Þingræðið og frelsið. Þ.ví keppa allar þjóðir að þingræðinu. Nú höfutn vér fengið þingræð- ið, þótt ekki höfum vér fengið landsstjóra. En þar sem lands- stjórinn átti að vera vegurinn til þingræðisins, sem átti að vera takmarkið, þá höfum vér komist að takmarkinu aðra leið. Vér þurfum því ekki lengur að þrá landsstjóra - fyrirkomulagið sem veg til þingræðisins, úr því að það er fengið. En þá er á hitt að ,líta, hvort landsstjóra-fyrir- komulagið sé þess eðlis, að það sé eftirsóknarvert sem takmark eitt út af fyrir sig. Sé það ekki, þá er auðvitað hégóminn einber að vera að elta þann skugga lengur. En sé það fyrirkomulag eftirsóknarvert, án tillits til þess, að vér höfum þegar fengið þingræðið, þá er sjálfsagt að leitast við að koma því á. Þetta er sannlega íhugun- arvert mál. Fyrst er þá að gera sér gretn fyrir því, hvað landsstjóri er. 'Þaö kann nú að virðast óþarft aö spyrja svo; en reynslan sýnir, að hugmyndir manna um það eru harla óljósar, sumra hverra, svo sem sjá má af því, er menn eru að fimbulfamba um á.byrgð landstjór- ans gagnvart alþingi!! Linds- stjóri er auðvitað umboðsmaöur og ímynd konungsins — og ehkert anmað. En eins og konung-tr tr ábyrgðarlaus og friðheilagur, eins verður ímynd hans, landsstjórin:;, að vera. Enginn getur eðl’.ega krafið hann ábyrgðar, nema kon- ungurinn einn. Þetta ætti að vera öllum auðskilið mál. Ráðgjiíar landsstjóra verða að bera alla á- byrgð af öllum stjórnarathöfr.iim. Af þessu leiöir aftur eðlilega það, að eigi ætti það að þurfa að verða neitt vafamál, hvaðan lands- stjóri ætti að fá laun sín. Þaa eiga óefað að greiðast úr rtkissjóði, eins og lífeyrir konungs. Því að svo verður á að líta sem með aðskiln- aðinum á fjárhag íslands og Pan- merkur hafi veriö tekið fult ti'lit til þess við skiftin, er árgjaldið úr ríkissjóði var ákveðið svo lágt sem gert var, að Island yrði með því skoðað leggjandi sinn fulla skerf fram til móts við Daramörku, ei svo miklu var eftir haldið af því, sem íslandi bar að réttu lagi, eftir því sem skuldaskiftum landmna hafði verið farið. Samkvæmt stöðulögunum lcgg- ur ísland ekkert til sameigin.legra mála; lifeyrir konungs er sameig- inlegt mál, og því á ísland ekkert til hans að Jeggja; landsstjuú er ímynd konungs og því er santa máli að skifta um laun hans setn um lífeyri konttngs. Kostnaðar- grýlan þarf því engan að fæla, sem á annað borð álitur lands- stjóra-fyrirkomulagið oss hagfelt eða nauðsynlegt. En er það oss nú hagfeldara en það stjórnarfyrirkomulag, sem vér höfum? Þá er því skal svara er á tvent að lita: hver áhrif það muni hafa á sérmálastjórn vora innanlands, og hver áhrif það gæti haft eða væri Hklegt að hafa á afstöðu vora í sambandinu við alríkið. Á sérmálastjórn vora innanlands er eigi sýnilegt að það geti haft nein veruleg eða stórvægileg áhrtf beinlínis. Þvi að það eitt, að ferð-< ir ráðherrans til Danmerkur verði eitthvað lítillega færri við það. getur varla í alvörumáli talist neitt stórvægilegt atriði, auk þess sem þeim ferðum fækkar væntanlega eitthvað hvort sem er við síma- sambandið milli Jandanna. En sú spttrning vaknar að sjálf- sögðu undir eins í þessu máh, með hverjum kjörunt eða tilhögun þetta fyrirkomulag geti fengist. Auðvitað er slík breyting á stjórn- arskrá vorri sérmál vort að lögum. En þó snertir það svo mjög sam- band vort við atríkið, að óhugs- andi er annað en að konungur ráð- færi sig við alríkis-ráðaneytið um það mál áður en hann ræður því til lykta—staðfestir það. Eins og allir vita, er ráðherra íslands óháðttr rikisþinginu danska með öllu og ber enga á- byrgð fyrir því, heldur að eins fyr- ir alþingi. Það er ekki annað en blekking að vera að reyna að telja mönnum trú um annað. Þar sker svo afdráttar.laust úr skýlatts yfir- lýsing forsætisráðherrans danska í rikisþinginu í vetur, er hann lýsti yfir því i nafni alls ráðaneytisins, að hann og dönsku ráðgjafarnir bæru einir ábyrgð fyrir rikisþing- inu á boðskap konungs til alþingis, en ráðherra Islands beeri ábyrgð- ina á boðskapnum gagnvart Is- Jendingum. Þetta er í fylsta sam- ræmi við alt, sem konungur og Danastjórn hafa i ljósi látið um það efni fyr og 'siðar. — En af þessu leiðir það, að þar sem ráð- herra vor er ábyrgðarlaus gagn- vart ríkisþinginu, þá verður alrík- ið að eiga það undir konungi, að ltann láti ekki ráðherra ísJands leiöa sig til að staðfesta neitt, það er eigi getur samþýðst stöðu ís- lands í rikinu. Og nteð því að konungur er sjálfur ábyrgðarlaus, þá er því svo fyrir kornið, að kon- ungur lætur forsætisráðherra sinn fá ti.I yfirlesturs þau lög, er ís- landsráðherra hefir sent konungi og ætlar að bera upp fyrir honutn í ríkisráðinu. Af þessu er auðsæu, að það er formsatriði eitt, hvort ráðherra vor ber ntálin upp fyrir konungi í ríkisráðinu eða annars staðar. I ríkisráðinu er ekkert um málin rætt; ráðherrann flytur erindi sitt fyrir konungi og svo segir konung- ur til, hvort hann fellst á tillögur ráðherrans eða ekki. En auðvitað er kontingur búinn að ráða það við sig áður en i ríkisráðið kemur, hverjar undirtektir hann ætlar að veita. Svo að svarið yrði nákvæm- lega það sama, hvort heldur hann gæfi það í rikisráði eða annars staðar. Eftir því sem áður er sagt, gætu Danir ekki komið neinni ábyrgð fram á hendur íslands-ráðherra, þótt hann fengi konung til að stað- festa eitthvað, sem nallaðt rétti Dana, og þvi verða þeir að eiga aðgang að forsætisráðherra sínum í því efni. En þó að ráðherra vor kæmi aldrei i ríkisráð, en bæri málin upp fyrir konungi úti í eyðiskógi, þar sem enginn lifandi maður annar væri viðstaddur, þá gæti enginn varnað konungi að ráðfæra sig fyrst við forsætisráð- herra sinn eða hvern annan, sem honum kynni að þóknast, svo alt kæmi fyrir eitt. II. Að því er til sérmálastjórnar vorrar kemur innanlands, þá virð- ist nú orðið enginn vinningur í landsstjóra-fyrirkomulagi fram yf- ir það sem nú er. En þá er á hitt að líta, hver á- hrif landsstjóra - fyrirkomulagið kynni að hafa eða gæti haft á sam- bandið milli landanna, íslands og Danmerkur. En það er alt undir því komið, hvernig landsstjóra- fyrirkomulaginu yrði hagað. Og þar stendur eiginlega hntfurinn í kúnni. „Þjóðv.“ kemst svo spak- lega að orði um landsstjóra-fyrir- komulagið, að það verði að vera „agnúalaust“ og „galla,laust.“ Eþ hann er svo hygginn, að þegja vandlega urn það, hvernig því verði svo fyrir komið , að þessum skilyrðum sé fullnægt. Og það er mein, að eina viðurkenda mál- gagn þjóðræðisflokksins fum- skiftinganna) skuli ekkert hafa látið uppi um þetta. Því einu er þó til trúandi að geta lýst því, hvað fyrir flokknum vakir sem viðunanlegt í þessu máli. ,,ísafold“ siðasta*) hefir að vísu gefið í skyn hvað henni þyki viðunandi; en hún er nú ekki lengur viðurkend *) Um skipun landsstjórans gæti verið tvent til: að hann væri skipaður með undirskrift einhverra hinna innlendu ráðgjafa og þá sjálfsagt launaður af laandssjóði, eða að konungur skipaði hann með undirsknft ein- hvers Danmerkurráðgjafans, og væri hann þá launaður úr rikis- sjóði..—Isafold. 30. Júni 1906. af flokknum sem málgagn hans, svo að á henni er nú lítið eða ekk- ert mark takandi Jengur í því efni. Helzt virðist fyrir henni vaka, að landsstjóri yrði skipaður með undirskrift hérlends íslenzks ráðgjafa (er auðvitað bæri enga á- byrgð gagnvart alríkinu), og væri það auðvitað sama sem lullur að- skilnaður beggja landanna, Is- Jands og Danmerkur, að öllu leyti öðru en því, að Danir ættu að leggja oss til ókeyprs utanríkis- ráðgjafa og alla sendiherra til ann- ara ríkja. Landsstjórinn yrði al- veg óháður alríki-nu. Islenzka stjórnin gæti bæði skipað hann og afsett hann. Hann yrði henni háður, hennar undirlægja að öJlu. Þetta mun flestum virðast mjög glæsilegt, og óefað mun enginn Islendingur móti því fyrirkomu- lagi hafa. Síður en svo! Oss þætti víst öllum þúsund-ára-rikið komið i furðanlega nánd, er þetta væri fengið. Viö þetta er víst ekk- ert að athuga. nema það Jítilræði, áð það minnir oss sterklega á þjóðráðið, sem mýsnar fundu upp hérna um árið, þegar þær álykt- uðu að hengja bjölluna um háJsinn á kettinum. Eða treystir „ísa“ sér til að fá köttinn (alrikið) til að lofa henni að hengja þessa bjö’.Iu um hálsinn á honum? Eða treystir hún sér til að hengja hana á kött- inn nauðugan? Eða heldur hún köttinn svo einfaldan, að hann skynji ekki, hvað hálsbandið hefir að þýða? Þangað til „Isaf.“ leysir úr þess- um spurningum ætlum vér að ó- hætt sé að ganga fram hjá þessu Jandsstjóra-fyrirkomulagi hennar að sinni. En þá snúum vér oss ,að hinu fyrirkomulaginu, sem hún hugsar sér: en það er það sem allir aðrir hafa hingað til hugsað sér að eitt gæti verið um að tala. Það er það, að landsstjórinn sé skipaður af konungi með undirskrift dansks ráðgjafa (forsætisráðgjafans), er ábyrgð beri á þeirri stjórnarathöfn gagnvart alríkinu. I þessu tilfelli er það nú auðvitað, að landsstjóri fengi, eins og með Bretum tí^kast, umboðsskrá til að fara eftir. Og ,hitt er jafn-auðvitað, að hversu sem sú umboðsskrá yrði að öðru leyti stýluð, þá yrði honum í henni falið á hendur að hata þær sömu gætur á rétti alríkisins gagnvart oss sem forsætisráðherranum er nú faJið að hafa. Hjá Bretum er nú bessu svo hagað, að í öllum þeim málum, þar sem landsstjór- inn getur verið i minsta vafa, þar er honum fyrir lagt að bera sig saman við alríkisstjórnina, áður en hann staðfestir nokkuð, eða þá að skjóta staðfestingunni til kon- ungs (og alríksstjórnarinnar). Því skal ekki neitað, að hugsan- Jegt er einstaka tilfelli, þar sem ílandsstjóri, er svo væri lyndur, kynni að staðfesta eitthvað það, er annars heföi varla staðfesting náð, og gæti með þessu rífkað sérmálá- svæði vort í þessu einstaka tilfelli. En fljótt mundi honum þá vikið frá völdum, og væri víst meira en hæpið, að slíkt tilfelli, sem þannig hefði fyrir komið, yrði látið gilda sem fyrirdænii, er samkynja mál kæmi fyrir í annað sinn. Og hvað væri þá unnið? Hins vegar er það bersýnilegt, að þá er landsstjóri skyti máli til konungs, þá stæðum vér ver að vígi, en vér stöndum nú, þar sem cnginn væri þá við konungs hlið fyrir vora hönd, til að færa fram rök af vorri hálfu. Hér er því spurning eða álitamál.hvort stand- ast mundi á kostnaður og ábati. Á það skulum vér engan dóm leggja; það getur hver lesandi gert fyrir sig. Fyrir vorum augum stendur málið svo, að ýmsar breytingar á stöðulögunum sé æskiJegar, og hljóti áður en langt urn liður að verða oss nauðsynlegar, þó að auðvitað megi vel af kornast án þeirra enn um nokkur ár. Á stjórnarskrá vorri mundum vér verða með allmörgum breytingum ef það mál lægi fyrir til meðferð- ar. En það er hvorttveggja að oss virðist vér hafa nóg verkefni að vinna nú um nokkurra ára tíma- bil, annað en fara að fást við stjórnarskrár-breytingar, enda ó- tilhlýðilegt að vera að hringla og grauta í stjórnarskránni þriðja eða fjórða hvert ár. Það er ekki hyggins háttur, og það gerir engin þjóð í viðum heimi. TiJ þess Iiggja eðlilegar og auð- skildar orsakir. Stjórnarskráin á ekki að vera vindhani, sem snýst fram og aftur í sífellu við hvern minsta goluþyt. Hún á heldur ekki að vera tilraunasmíð stjórnmála- grúskara eða stofuspekinga. Hún á að vaxa eðlilega upp af þörf þjóðarinnar—vera ávöxtur reyn&J- unnar, ávöxtur reynslu lífsins, en ekki stofu-grúsksins. Sizt af öllu eiga stjórnmálaflokkarnir í land- inu að gera það helga djásn og dýrgrip þjóðarinnar, stjórnar- skrána, að leiksoppi óhreinna handa í hráskinnsleik sínum um völdin. Thos. H. Johnson, Islenzkur lögfræðingur og mála- færslumaöur. Skrifstofa:— Room 33 Canada.Lif® Block, suöaustur horni Portage avenue og Main st. TJtanáskrift:—P. O. Box 1364. Telefón: 423. Winnipeg, Man. H. M. Hannesson, íslenzkur lögfræðingur og mála- færslumaður. Skrifstofa: ROOM 412 McINTYRE Block. Telephone 4414 ■ Dr. O. Bjorn»on, ( Ofpics : 650 WILLIAM AVE. TEL. 89 | J Office-tímab: 1.30 tii 3 og 7 til 8 e, h. 5 £^House: ðio McDermot Ave. Tel. 43°^j Office: 650 Wiiliam ave. Tel, 89 Hours : 3 to 4 & 7 to 8 p.m, Residence: 620 McOermot ave. Tel.4300 WINNIPEG, MAN. j Dr. G. J. Gi»la&on, Meöala- og Uppskuröa-Iæknlr, Wellington Block, GRAND FORKS, - N, Dak. Sérstakt athygli veitt augna, eyrna nef og kverka sjúkdómum. Dr. M. Haildor»ony PARK RIVER. N. D. Er aö hitta ft hverjum miövikudegl En það verður aldrei of-brýnt fvrir mönnum, að breytingar á stjórnarskrá vorri eru al-íslenzkt mál, sem vér þurfum ekki að ræða við Dani eða til þeirra að sækja á nokkurn hátt, eða þeirra að leita um samþykki á þeim. Það eru að eins breytingar á stöðulögunum.sem vér þurfum við Dani um að eiga. 1 Grafton. N.D., frft kl. 6—6 e.m. I. M. CleghoFD, M D læknir og yflrsetumaður. Heflr keypt lyfjabúöina & Baldur, og heflr. því sjftlfur umsjón ft öllum meö- ulum, sem hann Iwtur frft sér. Elizabeth St., BALDUR, - MAX. P.S.—Islenzkur túlkur vlö hendina hvenær sem þörf gerist. Þetta er varla þörf að minna þingmenn vora á, er þeir eiga tkl við Dani nú í utanförinni. -------o------- Magaveiki og harölífi. Enginn þarf að búast við að geta haft góða meltingu ef innýfl- in eru í ólagi. Mrs. Chas Baldwin, Edwardsville, 111., segir: „Eg þjáðist af langvarandi hægðaleysi og magaveikindum í mörg ár, en Chamberlain’s Stomach and Liver Tablets læknuðu mig.“ Því skyldu menn ekki kaupa þetta meðal til þess að lækna sig með að fullu. Verð 25C. Fæst hjá öllum lyfsöl- um. A. S. Bardal selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbún- aöur sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina Telephone 3oG Páll M. Clemens, byggingameistari. Baker Block. 468 Main St. WINNIPEG Phone 4887 TVl, Paulson, selur Giftin galeyfls bréf ib cftiu því að —‘ Eddu’sBuðgingapapplr áeldur hÚBunum heitumi og varnar kulda. Skrífið eftir sýnishorn- um og verðskrá til TEES & PERSSE, LTR- Agents, WINNIPEG. 'Stærsta Skandinavaverzlunin í Canada. Vér óskum eftir viöskiftum yöar. Heildsala 'og smásala á innfluttum, lostætuœ raatartegundum, t. d.: norsk K K K og K K K K spiksíld, ansjósur, sardinur, fiskbolK ur, primostur, Gautaborgar-bjúgu, gamalostur, rauö-sagó, kartöflumjöl og margsboe- ar grocerie-vörur The GUSTAFSON-JONES Co. Limited, 325 Logan Ave. 325

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.