Lögberg - 27.09.1906, Blaðsíða 1

Lögberg - 27.09.1906, Blaðsíða 1
Isskápar niðursettir Skápar sem kostuðu $n.oo nú á $9.00. $20 á $17. $16 á $14. $8.00 á 7.50. Skoðið þá eg fáið að vita um borgunarskilmála. Engu sanngjörnu boði neitað. Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. 638Main Str. Telephone 339. Burtfmeð ísskápana! Við höfum of marga. og höfum því sett verð- ið niður. Í20skápar nú á $'7 ogaðrir niðursett- ir að samaskapi. Komið og skoðið þá. Gerið sanngjarnt boðí þá og vér tökum því strax. Anderson &, Thomas, Hardware & Sporting Goods. 53S Main St. Telephone 339. 19 AR. Winnipeg, Man., Fimtudaginn, ‘27. September 1906. NR 39 Fréttir. Mælt er að Kristina Nilson,söng- konan fræga, sem um margra ára bil hefir búiíS á Spáni, og er gift iþar aSalsmanni autSugum, hafi ný- lega keypt landeign allstóra í átt- högum sínum í SvíþjótS. -------o------ Árgæzka mikil er nú í SvíþjóS; uppskera meiri og betri um alt land en veriö hefir um margra ára tímabil. Tyrkjasoldán er veikur og segja læknarnir að þaS sé krabbamein í nýrunum, sem aS honum gangi. Ekki er það álitið hugsanlegt aS hann eigi sér batavon né geti lifaS lengur en í hæsta lagi eins árs tíma. Á Can. Norfhern járnbrautinni, þrjátíu mílur vestur frá Port Arthur, brotnaSi brú yfir gil í vikunni sém leiS og tepti þaS korn | flutnings-lestir, sem voru á leiS til j Port Arthur. Svo er sagt, aS ná- lægt því eitt þúsund aS tölu hafi vagnarnir veriS, hlaSnir korni, er teptir voru af þessum ástæSum og biSu eftir þvi aS brúin kæmist á aftur. Fyrir skömmu síSan gripu j Armeníumenn enn á ný til vopna.' Hafa þeir brent og lagt í eySi all- mörg þorp viö strendur Caspia- i hafsins og í Caucasus-héruöunum \ á Rússlandi. Sent hafa Rússar1 þangaö herdeildir til þess aö skakka leikinn og bæla niöur upp- þot þetta. Allmikill úlfaþytur hefir nýlega orSiö út af því i blööunum á [Þýzkalandi aö þýzku herskipi, sem leitaði hafnar undan ofviöri í Portsmouth á Englandi, hafi veriö visaö þaöan á burtu og ekki fengiö aö biða þar þangaS til veðrinu slotaði. Portsmouth er ein af aSal herkastala- og land- varnarborgum Englands og mun þeim ekki hafa veriö um þaS gef-^ iS aö láta þýzka hermenn liggja þar við og kynna sér tilhögun landvarnanna á þessum stöövum. Sagt er nú, að yfir fimm þús- und Kinverjar hafi látiS lifiö i hvirfilbylnum sem gekk yfir bæ- inn Hong-Kong i vikunni sem leið, og á var minst í Lögbergi þá. Eignatjónið bæSi á skipum og húsum einnig sagt stórkostlega mikið meira en fyrstu fréttirnar báru meö sér. Af stórflóöi í ám hafa skaöar og manntjón nýlega hlotist í Mex- ico. Á milli fimtíu og sextiu manns er sagt aS farist hafi í þessum vatnavöxtum, og yfir fimm hundruð manns mist eignir og óðul. Mjög margar borgir og þorp, fram meö ánum, hafa ger- samlega sópast á burtu og lagst í evði og svo þúsundum skiftir af gripum farist í þessum stórflóS-' um. Heldur þykir nú vænkast ráöiS í þá átt aö konaa á friði og spekt á Cuba. Hafa foringjar uppreistar- flokkanna gefiS kost á því aS semja um fullkominn frið, og aS I leggja niöur vopniri, ef stjórnin, láti aS aöal kröfu þeirra, sem er íj þvi innifalin aS sleppa úr varS-j haldi og gefa upp sakir öllumj þeim uppreistarmönnum, er hún j hefir nú í haldi. Að þessu er nú mælt, að stjórnin muni-ganga, og jafnframt veita eyjarbúum ýmsar þær réttarbætur er þeir telja sér nauðsynlegar. Svo er að sjá, sem stjórnin sé orSin þreytt á hinum sífeldu uppreistum, vopnaviSskift- um og launmorSum eyjarbúa og vilji nú flest til vinna til þess aö friSa þá og fá þá til að leggja niSur vopnin. Tveir þingmenn frá British Columbia hafa nýlega veriö send- ir til Ottawa á fund Sir Wilfrid | :Laurier til þess aS reyna aS fá því framgengt aö bann verSi lagt viS innflutningi Hindúa til Can- ada. Þessi þjóS flytur nú í stór- hðpum til British Columbia og þykir alt annaS en æskilegir inn- flytjendur. JarSarför Trepoffs hershöfS- ingja, foringja lífvarSarsveitar Rússakeisara, fór fram í Péturs- borg fyrra miSvikudag. HafSi verið viS því búist, að uppreistar- flokkurinn mundi heiöra minningu hans með einhverjum spellvirkj-j um við jaröarförina, en ekki varð \ þó neitt af því, enda voru það fáir er hirtu um eða þoröu að fylgjal Trepoff til grafar.' Ekki þorSi keisarinn aö koma þar nærri en sendi einn af yfirmönnum land- hersins, meS nægu fylgdarliði, i sinn staö. Keisarinrr er nú svo lifhræddur orðinn aS hann þorir helzt ekki að stíga fæti sínum á land i Rússlandi og þessa sízt aö koma til höfuöborgarinnar. Hefir hann nú lengi sumars dvaliS á skem.tiskipi sínu og veriö á ferð á jþvi fram og aftur um finska fló- ann. Einn af foringjunum í stórskota- liöinu rússneska var skotinn til bana af anarkistum á strætunum i Warsaw á Póllandi á fimtudaginn var. Moröingjarnir hafa eigi náöst enn sem komiS er, og litlar líkur þykja til aS hendur verði haföar á þeim. LandslýSur allur á Póllandi —eins og viöast hvar innan rúss- neska keisaradæmisins,— telur þaS sjálfsagöa skyldu sina aö hylma vfir meö slikum mönnuin og vernda þá á allan hátt. 1 Helsingfors á Finnlandi voru sjö af mönnum þeim úr sjóhern- um, er þátt tóku i uppreistinni í kastalanum Sveaborg í sumar, skotnir samkvæmt dómi herréttar- ins. Áttatiu menn aðir úr sjó- liöinu, sem riðnir voru viö upp- reistina, hafa dæmdir verið í haröa hegningarvinnu um langt tímabil. Musteri handa sér til guösþjón- ustufunda ætla Múhamedstrúar- menn á Englandi nú aS fara að reisa í London. Á musteriS aö veröa mjög skrautlegt að allri gerö og kosta fimm hundruS þús- und dollara. 1 Londorr er sagt aS muni vera nálægt þrjú þúsund menn Múhamedstrúar, og margir þeirra vell-auöugir. Sextán hudrnö dollara peninga- sendingu var stolið úr póstflutn- ingnum meö Can.Pac. jámbrautar lest einni á fimtudaginn var, á leiö frá Owen Sound í Ontario og! til Toronto. Engar líkur eru fyrir hendi, sem á nokkurn hátt geti á neinn sérstakan mann bent, er valdur sé aS peningahvarfinu. MeS hagfræöisskýrslum frá Ind- landi, sem nýlega hafa verið birt-> ar, er Það leitt í ljós, aö áriö 1905 hafi höggormar og önnur villidýr j oröið yfir tuttugu og fjórum þús- undum manns aö bana þar í landi. Langflestum, eSa yfir tuttugu þúsundum af þessum mönnum, er þannig létust, uröu höggormar aS meini. Nálægt því níutiu og níu þúsundir hesta og nautgripa drápu villidýrin einnig fyrir bændum á Indlandi á þessu sama ári. Þremur verkam<!»nnum, er voru viö vinnu á Grand Trunk braut- inni, skamt fyrir vestan Fort Wil- liam, var grjótsprenging að bana á fimtudaginn var. Fimm aðrir verkamenn, sem þar voru viö- staddir, uröu all-hættulega sárir, og er jafnvel búist við, að sumir þeirra muni ekki rétta viö aftur. Svo er sagt, aö félag auömanna á Englandi hafi tekiö sér fyrir hendur aS kaupa fleiri þúsun’d j ekrur af landi norSvestan til í I 'Canada og senda þangaS nokkrar þúsundir af bændafólki frá Eng- j landi til þess aö setjast þar aö, áö- ur en langt líöur. Land þaö er félagið kaupir er mestmegnis í Dauphin, Glenella, Carrot River, Swan River, Wadena og Quill Lake héruöunum. hafa læknarnir getaS gert sér fyr- ir því hvernig á þessum óvanalega og óvænta atburði muni standa, og aldrei hefir það komiö fyrir fyrri, aö þessi nafnfræga rannsóknaraö- ferö hafi oröiö neinum manni aö fjörtjóni. Mjög slæmar uppskeruhorfur eru nú á Rússlandi og þar af leið- andi yfirvofandi hallæri í mörgum héruöum landsins. Engar ráöstaf- anir gerir hin duglausa rikisstjórn til þess aö afstýra þessum yfirvof- andi vandræöum, eöa veita þegn- um sinum liösinni. Gerir þvi upp- reistarflokkurinn sér miklar vonir um að þetta ástand, meðal annars fleira, veröi til þess að flýta fvrir stjórnarbyltingu á Rússlandi. þetta fyrir alla, sem hlut eiga aö máli, og viöa kemur sá hnekkir ómaklega niöur, eins og vænta má. Fjögra ára gömul stúlka, dóttir enskra hjóna hér í bænum, andað- ist af brunasárum á almenna spít- alanum á föstudaginn var. MóSir hennar hafSi sem .snöggvast geng- iS út fyrir húsdyrnar og haföi barnið á meöan komiö svo nálægt eldstónni aS kviknaöi í fötum þess. Þegar móöirin kom að var barnið svo skaöbrent, aö því varö ekki lífs auSiö. Nýársdagur GySinga var á fimtudaginn var, hinn 20. þ.m., og byrjaSi þá árið 5667, eftir þeirra tímatali. Sumir Gyöingar halda þá heilagt í tvo daga og er enn þann dag í dag nákvæmlega fram- fvlgt öllum hinum fornu helgi- siöum við liátiöarhaldiS. Aljög rækilega leggja þeir stund á aö sækja samkunduhús sín á þessari stórhátiö, þó í fjarlægS séu og illa sólct á öSrum helgidögum. Séra FriSrik Hallgrimsson læt- ur þess getið aS $3.25, sem hann, auk annars, afhenfi til mannskaða samskotanna, hafi veriS frá eftir- nefndu fólki: Þorst. B. Mýrdal $1, Bergst. Mýrdal $1, Mrs. B. Mýrdal $1 og Óla Lyngholt 25C. Nöfn þessara gefenda hafa ekki áður veriS auglýst. Misprentast haföi einnig á gefendalistanum héöan úr bænum fööurnafn Sig. J. Jóhannessonar á Ross ave. Á nafnaskránni stendur Sig. Jó- hannsson. í bænum Jellico i Tennessy rík- inu í Bandarikjunum, vildi þaö voöaslys til á föstudaginn var, aö kviknaöi í vagnhlassi af dýnanút, i er beið þar á járnbrautarstöSvun- um. Má svo heita, aö hin voSa-l lega sprenging, sem af þessu varö, legði bæinn í eyði aö húsurri. Ell- efu manns aS minsta kosti kvað slysið hafa oröiö aö bana, og ekki færri en fimtíu uröu fyrir áverk- um meiri og m‘nni. Til verkamanna, er vinna bæjar-1 vinnu hér í Winnipeg, voru borg- aðir út, hinn 14. þ. m., sextíu og| tvö þúsund sex hundruö og fimtíu dollarar, og var þaö hálfsmánað-1 arkaup verkamanna bæjarins. í þessari útborgun er innifaliö ein-1 göngu kaup fyrir menn og hesta við strætavinnu, lagningu gang- stétta, skuröavinnu og hreinsun strætanna. Hátt á þriöja þúsun’d manns hefir stundaS þessa vinnu nú i sumar. í síöastliönum Agúst- mánuöi uröu verkalaunin viö þessa vinnu hærri en þau hafa nokkurn tíma áöur orðiö í sögu þessa bæjar, og námu þá rúmijm sextíu og fimm þúsundum dollara fyrir hálfsmánaöar tímabil. ÁriS sem leiö nam kaupgjalds-skráin fimtiu og sex þúsundum dollara mest, fyrir jafnlangt timabil . Læst inni í herbergi hjá fóstru sinni dauSri fanst fjórtán mánaða gamalt barn í New York í vikunn'i sem leið. Fyrir vist í fímm sólar- hringa haföi barniö veriö þarna eitt á lifi og hirðingarlaust hjá liki fóstmnnar, sem farið var að rotna, og var orðiö aö fram komiö af hungri þegar aö var komiö. Konan, sem var .ekkja, sextiu ára aS aldri,haföi fyrir nokkrum mán- uöum síðan tekiö aö sér barnið,, sem var á fátækrahæli i NewYork, og ætlaöi sér aö annast um upp- eldi þess. Konan haföi auSsjá- anlega orSið bráökvödd. BarniS var næstum því meðvitundarlaust þegar það fanst og örmagna og raddlaust af gráti. Járnbrautarslys varö á Eng- landi, skamt frá London, í vikunni sem leið, og biðu tíu manns þar bana en margir uröu meira og minna sárir. Þykja það hin mestu undur, aö ekki varð meira slys aö, þar sem hér var um farþegalest aö gera, troðfulla af fólki, er rann út af sporinu og valt um koll. Nafnkendur bankari í Philadel- phia dó nýlega í höndunurn á lækn unum þar, er voru aö rannsaka hann meö Röntgen-geislum. Geislunum beindu læknarnir á hjarta mannsins og jafnskjótt og þaö var gert stirnaöi hann upp eins og hann hefSi fengiö krampa- slag og var dauSur að fáeinum augnablikum liönum. Enga grein Samkvæmt tillögu innanríkis- málaráögjafa Dominion- stjórnar- innar veröur allmikiS af skóla- löndum í Manitoba selt á opinber- um uppBoSsþingum nú í haust og aS vori komandi. Öll eru lönd þessi í grend við járnbrautir. Enn er ekki búiS að ákveöa hvar eöa hvenær uppboöin verða haldin. Ur bænum. SíöastliSinn mánudag féll einn af vagnstjórum strætisvagnafé> lagsins hér í bænum út af einum „Park Line“ sporvagninum og varö undir hjólunum sem möröu af honum báöa fætur. Maðurinn var fluttur á spítalann í St. Boni- face og andaðist þar um kveldið eftir miklar þjáningar. Vinnufólk á tveimur vindla- gerðarhúsum hér í Winnipeg gerðu verkfall á fimtudaginn var. Auk þess aö óska eftir kauphækk- un, er fólkið óánægt meö aö leitað er á því í hvert sinn og það fer út úr vinnustofunum, bæöi konum og körlum,og þaö svo grandgæfilega, aö teknir eru af þvi skór og sokk- ar, til þess að hafa gætur á aö ekki hnupli þaö vindlum og hafi á burt meö sér. Verkfallinu hér í Winnipeg heldur enn áfram, og segja þeir, sem bezt þykjast til þekkja aS lítiö meiri likur séu til þess nú að samningar kornist á milli vinnu- veitenda og verkamanna en var .fyrir viku síSa*. Slæmur hnekkir, nú undir veturinn, er verkfall Jón Helgason héöan úr bænum kom heim aftur úr íslandsferö sinni snemma siöastl. laugardags- morgun og meS honum þrír inn- flytjendur, Sigurjón Jónsson og Ólína Ólafsdóttir úr Bolungarvík og Elizabet Ólafsdóttir, systir hennar, frá Flatey á BreiöafirSi. Hann kveöst hafa feröast allmikiö um á íslandi, en dvaliö lengst í Bolungarvík við ísafjaröardjúp, og heldur hann því fram, aö þar hafi hann séð framfarir mestar á íslandi. Skemtileg þótti honum feröin og ágætlega lætur hann af viötökunum heima. En þrátt fyr- ir þaö segist hann taka Canada fram vfir ísland. Hann biður Lög- berg aö flytja öllum vinum sínum á gamla Fróni kæra kveðju frá sér og þakklæti fyrir góöar og vin- samlegar viötökur. Fréttirfrá Islandi. Reykjavík, 31. Ágúst 1906. Dáinn er 20. þ. m. Þorsteinn Magnúss. bóndi á Húsafelli, fað- ir séra Magnúsar í Selárdal, einn meöal merkustu bænda í Borgar- firöi. — Þ jóSólfur. Revkjavík, 15. Ag. 1906. Nýtt fiskimið segir Noröri fund- iö norðvestur af Horni, mitt á milli íslands og Grænlands. Þar hefir fiskiskipiö Havsulen á mán- aðartima í sumar aflaö á annað hundrað skippund af fiski, segir blaöiö. SíldveiSafélag hafa nokkrir kaupmenn á SeySiSfiröi stofnaS í sumar, ásamt J. Gunnlaugssyni stórkaupm. í Khöfn. FélagiS rek- ur í sumar síldveiðar með poka- nót og hefir leigt til veiðanna gufuskip um 3 vikna tíma, fvrir 150 kr. á dag, auk kola. Þlrjá daga haföi skipið verið úti að veiSum, er „Austri“ skýrir frá þessu, og komiö inn meö 450 tunnur síldar, og voru 200 af þeim þegar seldar, á 20 kr. turinan. Dengingarvél. BúnaSarritiö hefir áöur auglýst áhald Guttorms Jónssonar frá HjarSarholti til aö dengja ljái. Nú hefir smiðurinn stórum endurbætt þetta áhald; er hin nýja dengingarvél hans stigin, og er meS því fenginn ásláttur, en Ijánum stýrt meö báðum hönd- um. Þeir sr. Kjartan Helgason í Hruna og Jón Jónatansson í Brautarholti hafa notaö denging- arvélina í sumar og láta báöir hiö allra bezta yfir henni. Guttormur er hvorttveggja í senn, hugvits- maöur og þjóðhagur smiður, og hefir hallan ,hug á því aö vinna aö umbótum landbúnaöar - áhalda, og ætti honum aö geta oröiö góö atvinna viö þaö. Reykjav. 25. Ágúst 1906. Gulliö. Boranir eiga aö byrja í Október í haust. Höfnin. Á bæjarstjórnarfundi í gærkvöld lagði hr. Smith fram tvær áætlanir um hafnargerö hér. Fullkomin og góö höfn kostar eftir hans áætlun 1 milj. og 800 þúsund kr., en vel má komast af meö aðgerð, sem ekki fer fram úr einni miljón. Hann bauö aö gera teikingar allar og útvega mann í Noregi til þess að stjórna verk- inu. Bæjarstjórnin hallaðist aö uppástungu hans um, aö hugsa til hafnargeröar þar sem höfnin nú er. —Lögrctta. Reykjav. 10. Ágúst 1906. Á heimleiBinni afréöu alþingis- menn að bjóða 40 dönskum þing- mönnum hingaö að sumri, sam- tímis því er konungur kemur.Þeir veröa aö öllu leyti gestir landsins frá þvi aö þeir koma til Reykja- vikur. í viðtökunefnd, stjórninni til aðstoöar, eru Guöm. Björns- son. Jón Jakobsson, Skúli Thor- oddsen, Tr. Gunnarsson, Þ.órh. Bjarnarson. Ásgrimur Jónsson málari dvel- ur nokkurn tíma í sumar vestur á Snæfellsnesi. Ætlar aö gera þar myndir af einkennilegu landslagi. Reykjavík, 22. Ág. 1906. Samþykt hefir veriö á hluthafa- fundi aö reyna aö endurreisa verk- smiöjuna „ISunn“ og halda henni áfram. Enn fremur var samþykt aö auka stofnféS um alt að 35 þús. kr. meö sölu nýrra 100 kr. hluta- bréfa, er ganga skulu fyrir hinum eldri meö 5% vöxtum af árságóöa félagsins. RáSgert aö nýja húsiö veröi úr steini. Þ.orv. Krabbe verkfr. kom hing- aö um fyrri helgi úr ferö sinni austur, noröur og vestur um land. sem áður hefir veriö minst á hér í blaðinu. Næsta verk hans er aö rannsaka hvar hentugast mundi aö leggja járnbraut héöan og austur yfir fjall. — Lögrétta. Reykjav. 25. Ágúst 1906. Húsasmíði hefir naumast veriS nokkurn tíma eins mikið um hér í bæ og þetta ár. Þau skifta mörg- um tugum, húsin sem r-eist hafa veriö frá því í vetur eöa veröa fullbúin í haust. Atvinna afarmik- il fyrir húsasmiöi, miklu meiri en þeir komast yfir, og skifta þó sjálfsagt mörgum hundruöum. — Isafold.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.