Lögberg - 11.10.1906, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN n. OKTÓBER 1906
DENVERjOg HELGA
eSa
VIÐ RÚSSNESKU HIRÐINA.
SKÁLDSAGA
eftir
ARTHUR W. MARCHMONT.
„Drottinn minn, drottinn minn! miskunnitS mér,“
veinaöi hann og huldi andlit sitt meö ógeöslegu.frekn-
óttu höndunum.
Mig hefif ætíð hrylt viö aö sjá sams konar hug-
lausa níöinga og hann, leita á náöir guðdómsins, þeg-
ar þeir hafa komist í háska, af því aö uppvís hafa
oröiö einhver þrælsbrögð, sem þeir hafa framiö.
„ímyndarðu þér, að guð líkni þér sakir glæpa-
verka þeirra, sem þú hefir unnið? Reyndu aö stæla
upp þann litla karlmannsþrótt, sem er í þér, ef hann
er nokkur, og mæta afleiðingunum af svikræðis-
bruggi þínu. Hættu öllu kveifaraskapar væli, og á-
rangurslausum fyrirbænum, þvi mér er aö veröa ó-
glatt af aö heyra þig leggja guðs nafn við hégóma.“
Hann reyndi að manna sig upp eftir því, sem
hann gat, og eftir fáar mínútur var hanw búinn að
jafna sig svo, að hann gat litið upp og horft framan í
mig.
„Vill Yðar Hátigm sýna mér það lítillæli, að
hlýða á mig. g er öldungis saklaus. Yður er ó-
hætt að trúa þvi.“
„Sannaöu það. Segöu satt frá öllu, sem þú hef-
ir aðhafst síðan í gærkveld."
„Eg get gefið Ýöar Hátign -mjög mikilvægar
upplýsingar.“
„Þú ert þá bæði sögusmetta og spæjarri. Svar-
aðu fyrst spurningu minni.“
Hvort hann hefir lesið einhverja von út úr þess-
um orðum mihum, eða ekki, um Það skal eg ekkert
segja, en nú fór hann samt að verða hressari og upp-
litsdjarfari..
„Mér er kunnugt um leyndarmól alls fólksins
hér — sérstaklega Mr. Boreski og Mademoiselle
Helgu. Vill Yðar Hátign gefa mér líf með því skil-
yrði, að eg segi yður frá þeim?“
„Getur þér dottið í fiug, að eg muni vija gera
nokkra samninga við annan eins mann og þú ert.''
Þú getur ekkert sagt mér, sem eg veit elcki áður,
nema það, hvernig þú tevmdir þá Vastic og félaga
hans hingað til að reyna að ráða mig af dögum.
Segðu mér það.“
„Mr. Boreski er pólskur bvltingamaður og ma-
demioselle er—”
„Hættu l>essu þvaðri,” hrópaði eg fyrirlitlega.
„Svaraðu spurningu minni.”
„Eg ætlaði að eins að gefa upplýsingar, sern
Yðar Hátign þarf að fá að vita.”
, „Svaraðu mér undir eins", hrópaði eg reiðulega,
,.eða eg afhendi þig lögreglunni tafarlaust.”
Hann hrökk við, þvú eg sagði þetta svo valds-
mannlega, sem mér var auðið, og föln^ði á ný, þeg-
ar hann heyrði þessa hótusn.
„Eg skal gera það, fyrst Yðar Hátign óskar
þess,” sagði hann þegar hann var búinn að ná sér
svo aftur eftir hræðsluna, að hann mátti mæla. „Þau
hafa svikið mig og skrökvað í mig; þau lofuðust til
að kaupa mig til að þegja. Svo lentum við í stælur
í gærkveldi, og varð eg þá nauðbeygður til að verja
mig, og freistaðist til að hefna min á þeim eftir að
þau höfðu misboðið mér. Þau gáfu það í skyn, að
eg gæti farið og gert hvað, sem mér sýndist. \ arla
nokkur maðUr getur þolað það. að hann sé svikinn,
og hafður að leiksoppi bótalaust. Eg reiddist og
misti alla stjórn á mér, fór'til Vastics og sagði hon-
um frá þessu.”
„Sagðir honum frá hverju?“ spurði eg.
„Eg sá eftir því strax eftir að eg hafði sagt
honum það, en þá var það um seinan.”
„Mig varðar ekkert um, hvort þú hefir séð eftir
því eða ekki. Hvað sagðirðu?”
„Eg sagði, að Boreski héldi illa eið sinn gegn
bræðrafélaginu.”
Það fór ekki fram hjá mér. hve slæglega hann
bar fram þá ákæru, að Boreski væri eiðsvarinn níhil-
isti, cg reyndi til að hreinsa sjálfan sig með því um
leið. . !
„Hvað er til marks um það?” spurði eg. Hann
var í efa um, hvernig hann ætti að svara, en sagði
þó loksins:
,,Með því — að — svíkjast undan að kunngjöra
bræðra — bræðrafélaginu um þau atvik, er það telur
sig varða öllu öðru frernur.”
„Hvaða atvik?“
„Ferðalög, Yðar Hátign.“
„Með öörum oröum þú sagðir honum að eg væri
í húsi mademoiselle Helgu, og Boiesici vissi um
þaó ?“
„Ekki að þér vœruð, Yðar Hátign, heldur að þér
hefðuð verið þar.“ Hann keptist við að koma þess-
ari smellnu skýringu sinni að. „Ætlan mín var ein-
göngu að láta Boreski fá maklega hirtingu fyrir það
hvernig hann móðgaði mig, en eg tek guð til vitnis
um það, að mér datt aldrei í hug að láta gera Yðar
Elátign nokkurt mein.“
„Þú ert viðbjóðslegur lygari. Það varst þú sem
vísaðir mönnunum veginn hingað.“
„Nei, nei, nei, Yðar Hátign. Það veit hamingjan
að eg gerði það ekki, til þess að þeir gætu fundið
yður. Eg get þar að auki skýrt yður frá því, að eg
var nauðbeygður til að hlýða þeim, því þeir hótuðu
mér bráðum bana að öðrum kosti. Þá fyrst varð mér
fyllilega ljóst, hvílik vangá mér hafði orðið á, þegar
eg sagði þeim frá þessu. Þeir neyddu mig til að
fylgja sér til húss mademoiselle, og þegar við kotm-
umst að raun um, að hvorki Boreski né Mademoi-
selle Helga voru þar, ógnuðu þeir mér með spentum
skammbyssum, til að vísa þeim hvar helzt þaif mundi
vera að finna. En, eg vissi, að það hlaut að vera
hér.“
„Vissirðu, að eg hefði farið hingað?“ mælti eg
og leit á hann ógnandi.
„Nei — eg — eg vissi það ekki. Hvernig átti
eg að geta vitað það?“
„Það veit eg ekki. Þú vissir það,“ sagði og til
að reyna hann. Eg sá, að sú tilgáta mín var rétt,
þvi að hann leit niður fyrir sig yfirbugaður.
„Vastic mundi hafa drepið mig,“ mælti hann.
..Off Þú kaust heldur að láta hann drepa mig?
Eg skil þig.“
„Segið eigi þetta, Yðar Hátign. Látið vður elcki
detta slikt í hug. Eg er saklaus. Trúiö mér, trúið,
mér. Guð fyrirgefi yöur aö hugsa sliíkt um mig.“
Og svo fór hann að gráta.
„Eg ætla að spyrja þig enn þá einnar spurning-
ar áður en eg skil við þig. Hvað margir menn komu
meö Vastic?" *
Han nvarð svo æstur við þessa spurningu, að eg
þóttist viss um, að hann lumaði enn á einhverju, sem
hann vildi ekki gera uppskátt, en bygði frelsisvon
sina á.
„Bara einn maður, Yðar Hátign; bara maður-
inn, sem þér sánð Þetta er eins satt og að eg er lif-
andi.“
Auðvitað sagði hann ósatt; en hins vegar var
mér það bráðnauðsynlegt vegna allra okkar i Bra-
binsk, að vita hið sanna i þessu. Eg hugleiddi, hvað
það gæti verið, sem hann bygði þá von sí«a á, og
hitti hka á það.
Hann vonaðist til, að félagar Vastics mundu
koma til að framkvæma verk það, sem honum hafði
mistekist: ef svo færi, var ekkert annað liklegra, en
að þeir létu sér umlnigað um að bjarga spæjaranum,
sem hafði gert þeim jafn mikinn greiða og Dfexef
hafði gert.
„Ertu öldttngis viss um, að enginn hafi komið
með Vastic nema þessi eini maður?“ Eg spurði þessa
reiðilaust, rétt eins og mér nægði fyllilega, ef haim
endurtæki fyrri játningu sína.
„Mér hefir ekki getað skjátlast í því, eins og
þér sjáið. Eg sver það Iika, fyrst yður er áriðandi
að fá ítrustu vissu af minni hendi. Þér getið verið
viss um, að eg mttndi ekki gera tilraun til að blekkja
Yðar Hátign, þar sem jafn mikið gæti veriö í húfi
fyrir yður og alla hér,“ mælti hann enm fremur.
„Gott og vel,“ svaraði eg og hringdt. „Innan
skamms skal verða útgert um, hvað við þig verður
gert.“
Þegar þjónninn kom inn bauð eg honum að
gæta Drexel vandlega þangað til eg kæmi aftur. Eg
fór siðan btirtu og spurði Ivan hvort náðst hefði {
manninn, sem komst tindan. Það hafði því miður
ekki tekist. Ivan hafði sjálfur farið að leita hans, en
einskis orðið var, annars en að hann hafði heyrt
vagnskrölt, skamt frá húsinu, og bjóst því við, að
maðurinn hefði komist í vagninn, sem hann, Vastid
og Drexel höfðu komið i, og flúið þannig brott.
Þetta virtist gefa sögu Drexels sennilegan blæ,
en eg var svo viss ttm að hann hafði sagt mér ósaitt,
að eg ætlaði mér nú að nevta allra bragða, til að
neyða hann til að segja sannleikann.
Eg skipaði þjóninum burtu úr herberginu, og
færði mig nær fanganum einbeittur á svipinn. Hann
starði á mig eftirvæntingarfullur.
„Eg lrefi tekið endilega ákvörðun um mál þitt.
Ef þú hefðir svarað síðustu spurningu minni með
sannindum, hefði getað skeð að eg hefði þyrmt þér.
En þú laugst — og sú lýgi kostar þig lífið.“
Eg dró upp skammbyssu mina og athugaði hvort
skothylkin væru rétt hlaðin.
„Þú teymdir þessa menn hingað, til þess að
þeir gætu nað í mig. Eg veit það. Eg sá til þjn
þegar þú varst að sniglast í kring um húsið, og gef
Vastic og félaga hans merki. Aðferð þín þá sýndi
bezt, hver maður þú ert. Þú hlýtur að vita, að líf-
látshegning liggur við því, að gera tilraun til að ná
lífi mínu; og er það ekki nema réttmætt. Eg ætla að
framkvæma þá hegningu sjálfur. Stattu upp!“ Og
eg miðaði byssuhlaupinu milli augna hans.
Hann hafði ekkert þrek í sér til að standa á
fætur. Hann greip báðum höndum um stólbríkurn-
ar> Off fflápti á mig með opinn munn og uppglent
augu, eins og hálfviti. Gulgrár var hann í framan
og voðalegir drættir í andlitinu á honum, svo eæ hélt
hann væri orðinn vitstola af hræðslu.
»Eg get ekki látið lífið svona. Ekki nú strax.
Það er ómögulegt. í guðs almáttugs nafni, þvrmið
mér, Yðar Hátign. Drottinn minn, drottinn minn!“
/,Stattu upp!“ hrópaði eg reiðulega. Hann
hreyfði sig ekki til þess, en engdist sundur og sam-
ar. eins og ánamaðkur. Það var ósköp að sjá hann.
Hann var meðaumkvunarverður og fyrirlitlegur í
senn. Hann hafði tæpast vald á tungu sinni, og blés
og stamaði, þangað til hann loksins gat sagt:
„Eg lrefi sagt vður ósatt, en þyrmið mér, gefið
mér líf. Nú skal eg segja yður sannleikann. Eg vil,
og eg skal gera það.”
„Flvttu þér þá að því„ því mig fiðrar í fingurna
af ilöngun, til að snerta byssugikkinn og hleypa
kúlunni inn í heilann á þér.”
„Við komum þrír saman, eins og eg sagði Yða'r
Hátign; en áeftir okkur áttu að koma fleiri menn,
svo fljótt sem hægt væri, til þess að vera við hendinJ
et hinum mistækist, eða þeir þyrftu hjálpar við.“
„Tvað margir fleiri?“
„Eg — eg veit það ekki. Atta, tíu eða tólf>
býst eg við.“
Eg stakk á. mig skammbyssunni.
„Þú hefir bjargað lífi þínu um stundar sakir, að
nunsta kosti“, sagði eg. „En hvort þú sleppur héðan
lífs, er samt komið' undir því, hvað fyrir kann að
koma, ef áhlaup verður gert.“
Hann þoldi ekki þessa mikilu breytingu, þó hún
væri honum í vil, svo það steinleið yfir hann. tíg
kallaði á þjónana til að stumra yfir honum, lét svo
binda hann og koma honum á óhultari' stað.
Þ'egar því var lokið hmðaði eg mér á fund
Helgu, til að raðfæra mig við hana, um hvað gera
skyldi næst.
Þegar eg hitti hana, var hún búin að láta bera
l'k Vastics niður i kjallarann á húsinu. Sjálf var
hún fyllilega búin, að ná sér eftir voða viðburðinn
nýaftsaðna.
”Þér eruð taugasterk kona,“ sagði eg með aö-
dáun.
„Þáð lif, sem eg hefi Iifað, herðir mann, mon-
sieur. Hvað þóknast Yðar Hátign að láta nú gera?“
"Það er töluvert eftir ógjört enn,“ svaraði eg
án þess að mótmæla heiðurstitlinum, sem hún gaf
mér. Hún hafði þegar Iátið mig skilja.' að skoðun
hennar a þvi hver eg væri, hafði aldrei verið á-
kveðnari en nú. Vegna. þess, að eg hélt, að eg ætti
hægra með að hafa áhrif á hana, með því að lofa
hcnni að standa i þeirri trú, lézt eg ekki hafa tekið
cftir því sem hún sag-ði.
„Hafið þér tekið einhverja ákveðna ákvörðun
monsieur?“
„Ja. Eftir skoðun minni erum viö bezt komin
með þvi að leggja á stað héðan sem allra fyrst“- svo
sagði eg henni í fám orðum frá því, er okkur Drex-
e! hafði farið á milli.
„Her geta þeir ekkért gcrt gert okkur, jafnvel
Þo hei1 ‘y’ft af Þcim veittist að okkur,“ mælti hún.
„Satt er það, en samt yrði hægra fyrir okkur að
slcppa undan þeim, án I>ess þeir kæmust að því,
hvað af okkur yröi, ef við færum á stað i nótt, held-
ur en, að bíða hér til morguns, og leggja brott héðan
1 björtu.“
Hún rendi augunum spyrjandi til mín, sjáanlega
cfablandin í því, Ijvort rnér væri alvara eða ekki.
„Ýður er sjálfri kunnugt, að eg er í mjög mik-
dli hættu. og má engan tima missa til aö forðá mér.“
„Hvert getum við farið?“ spurði hún.
„Til hallarinnar,“ svaraði eg. Eg svaraði þann-
ig. af þvi eg taldi það bráðnauðsynlegt, að blekkja
hana til að fá hana á mitt mál og koma henni brott
fra Brabinsk. Eg held líka, að eg hafi gert r<itt í
því.
Það kom hálfgert undrunarfát á hana.
„Þér eigiö viö “ Hún þagnaði í miðri setn-
ingu, en eg sá að hún var ófús á að fara.
„Eg sá, að eg varð að gefa einhverja aðgengi-
Iega skýringu, svo eg svaraði með alvörugefni: (
„Eftir það, sem hér hefir skeð, ber eg ábyrgð á
lifi vðar, og þar að auki vildi eg gjarnan hjálpa \'ður
frekar eftir því sem tök eru á.“
„Guði sé lof,“ heyrði eg hana segja lágt, nærri
því við sjálfa sig.
„Eg blygðaðist mín fyrir þetta blekkingarbragð,
sem eg hafði gripið til, þegar eg sá hvern skilning
hún lagði í orð mín. En eg var eigi að síður sann-
færður um, að eigi var kostur á, að fara öðru vísi að.
„Eg treysti vður þá ekki að árangurslausu,“
mælti hún eftir litla þögn. „Yðar Hátign þarf ekki
nema að láta það í ljósi með fám orðum, sem iþér
óskið, og skal eg þá gera mér alt far um að hlýðnast
því..“
Eg skammaðist mín enn meira en áður, þó ekki
dygði að láta það á sér festa. Nú var of seint fyrir
mig að iðrast.
„Segið mér eitt, Helga. Treystið þér mér sem
manni eða keisara?“
„Eg treysti yðitr, monsieur,“ svaraði hún og leit
á mig með blíðu brosi. „Er það ekki nóg?“
„Jú> og eg bið guð að láta mig gjalda þess mak-
lega, ef eg bregst yður.“
Svo stóðum við enn dálitla stund þegjandi,
hvort fast hjá öðru, þangað til við heyrðum, að ein-
hver kom að herbergisdyrunum, þá vék hún sér lítið
eitt til hliðar.
Það var Ivan, sem kom með fréttir.
Við höfum orðið þess varir, að einhver kemur
hratt-keyrandi til hússins,“ mælti Iiann. „Hvað eig-
um við að gera, lávarður minn?“
„Eg skal koma,“ svaraði eg og flýtti mér á stað.
„Eg vona, að þér stofnið yður í enga hættu,
monsieur,“ kallaði Helga á eftir mér, kvíðafull.
„Nú á eg of mikið á hættu til þess,“ svaraði eg í
einlægni. Eg vildi óska, að við værum öll komin á
stað héðan heil á húfi. Eg ætla að ráðgast um brott-<
ferð okkar við Ivan. Viljið þér gera svo vel að búa
yður undir að leggja á stað héðan? Við förum svo
fljótt, sem okkur er hægt.“
„Eg skal gera alt, sem þér óskið.“
Orð hennar hljómuðu í eyrum mér, þegar eg
hljóp upp stigann, sem lá til herbergjanna, þar sem
Ivan hélt vörð. Eg var búinn að leggja alt niður
fyrir mér. Eg ætlaði að fara með Helgu til hallar-
innar, jafnvel þó það væri ekki hættulaust, fá viðtals-
leyfi keisarans, láta han nheyra sögu hennar, og biðja
um vernd hans, henni til handa. í sannleika að
segja fanst mér ekkert ótrúlegt, að mér mundi takast
þetta. og þá var líka öllu gott.
Þetta datt mér í hug þegar eg var á leiðinni upp
til Ivans.
„Það er ekkert að, lávarður minn,“ mælti hann
og kom á móti mér. „Það er Boreski, sem kemur.“
„Gott er það,“ varð mér að orði. „Þá fáum við
vissar og greinilegar fréttir um þetta alt.“ Eg fékk
líka að heyra fréttirnar og hafði sízt af öllu ástæðti
til að kvarta unlan áreiðanlegleikanum.
Þegar eg kom aftur ofan, var búið að fylgja
Boreski inn, og sat hann inni hjá Helgu. Mér var
mikið áhugamál að heyra hvað hann hafði að segja,
svo að eg fór inn til þeirra. Þegar eg opnaði dym-
ar varð eg öldungis hissa.
Þar var fyrir þriðja manneskjan, sem eg aldrei
ihafði séð áður. Það var há kona, svartklædd. með
þétta slæðu fyrir andliti.
„Gott kveld, Mr. Boreski, og verið þér velkom-
inn. Hvaða fréttir hafið þér að færa?“
„Gott kveld, monsieur,“ svaraöi hann með svo
einkennilegri áherzlu, að eg leit framan í hann hálf-
hissa.
Helga horfði sömuleiðis mjög undarlega á mig.
Eg brosti til hennar, en hún gaf þvi engan gaum,
heldtir horfði yfir til nýkomnu konunnar, með slæð-
una fyrir andlitinu.
Innan skamms lvfti ókunna konan upp andlits-
slæðunni, og sá eg þá, að hún var þegar komin af
unglingsaldri; hún var föl yfirlitum, eigi fríð kona,
en auðsær tignarblær lýsti sér á svip hennar og lát-
bragði.
„Þekkið þér mig, monsieur“, mælti hún.
„Nei, madama. Eg man ekki eftir, að eg hafi
haft þá ánægju að sjá yður nokkurn tíma áður.“
Hún ypti öxlum, og Boreski sló út höndunum
alveg forviða.
„Gremjublaiwlin hrygð sk’ein út úr andliti Helgu.
„Eruö þér alveg viss um þetta, monsieur?“
ntælti hún.
„Öldungis viss,“ svaraði eg; „eg befi aldrei séö
þenna kvenmann áður.”
„Eg get sagt það sama, mælti ókunna konan fyr-
irlitlega. „Eg hefi aldrei séð þenna herra áður, og
hann er ekki fremur keisarinn en eg.“
Nú sá eg fyrst, hvernig í öllu lá. Svo varð
þögn, löng og þreytandi. Helga varð fyrst til aö
rjúfa ltana. Hún sneri sér að mér. og sagði í nöpr-
um háðsrómi:
„Þetta er Stefania hertogafrú, eiginkona Bor-
eski.“
„Eintnitt það ?“ var eina orðið, sem eg hafði
rænu á að segja, enda mundi fleirum en mér hafa orð-
ið fátt um svör, við jafn óvæntar fréttir.
Hið kuldalega og beiskjublandna tillit Helgu,
fyki ntig svo miklu hugarangri, að eg neyddist til að
líta undan, þegjandi, forviða og ráðalaus.
:k>r..
yifi . r - -