Lögberg - 23.02.1907, Side 4
er geflC út hvern flmtuda* af rhe
Löcberg Prlntln* & PubUshlng Co.,
<löggllt), aS Cor. William Ave og
Nena St., Wlnnipeg, Man. — Kostar
$2.00 um á.ri5 (& lslandi 6 kr.) —
Borgist fyrirfram. Einstök nr. ó cts.
PubUshed every Thursday by The
Lögberg Printing and Publishing Co.
(Incorporated), at Cor.William Ave.
éc. Nena St., Wlnnipeg, Man. — Sub-
•crlptlon prlce $2.00 per year, pay-
able in advance. Single copies 5 cts.
S. BJÖRNSSON, Editor.
M. PAULSON, Bns. Manager.
Anglýslngar. — Smáauglýsingar I
eltt skifti 25 cent fyrir 1 Þml.. A
stœrri augiýsingum um lengrl tlma,
aísláttur eftir samningi.
Bústaðaskifti kaupenda verður að
tllkynna skriflega og geta um fyr-
verandi bústað Jafnframt.
Utanáskrift til afgreiðslust. blaðs-
ins er:
The LÖGBEKG PRTG. & PUBL. Co.
P. O. Box. 186, Wipnipeg, Man.
Telephone 221.
Utanáskrift til ritstjðrans er:
Editor Lögberg,
P. O. Box 186. Winnipeg, Man.
Samkvæmt landslögum er uppsögn
kaupanda á blaði ógild nema hann
sé skuldlaus Þegar hann segir upp.—
Ef kaupandi, sem er 1 skuld við
blaðlð, flytur vistferlum án þess að
tilkynna heimilisskiftin, þá er það
fyrir dömstólunum álitln sýnileg
sönnun fyrir prettvlslegum tilgangi.
Ur bænum.
Mrs. William Young frá Kenora,
Ont., nú talin í Winnipeg, á bréf á
skrifstofu Lögbergs.
Um miðja þessa viku kólnaði
tíðin. Hreinviðri og allhörð frost á
miðvikudag og fimtudag. Snjóaði
á föstudaginn.
Greenway-stjórnin veitti af sjö
ára tekjum sínum 22y2 prct. til
mentamála. Roblin-stjórnin á jafn-
löngum tíma bara 17 prct. af tekj-
um sínum.
Sigfús Pálsson, keyrslumaður, á
heima að 488 Toronto st. Tel. 6760.
Flutningur um bæinn fæst hjá hon-
um greiðari og ódýrari en annars
staðar.
Greenway-stjórnin veitti af sjö
ára tekjum sínum 30 prct. til al-
menningsþarfa. Roblin-stjórnin
veitti á jafnlöngum stjórnartíma
að eins 26 prct. tekna sinna.
Roblin treystir á knæpu-kóngana
og skósveina þeirra. Edward
Brown treystir á bindindisvini og
menn sem unna þjóðarheill. —
Hvor ætti að sigra?
Ef Þér vilji'ð láta fjölga vinveit—
ingaleyfum, og fá greitt fyrir ó-
reglu og drykkjuskap hér í bænum
og fylkinu, þá greiðið Þér atkvæði
með Þingmannaefnum Roblin-
stjórnarinnar.
Fylgi T. H. Johnsons, liberala
þingmannsefnisins í Vestur-Win-
nipeg, eykst með hverjum deginum
sem liður. Allir Þeir, sem bera hag
kjördæmisins fyrir brjósti, ættu að
styðja hann til sigurs, því áð hann
verður góður þingmaður.
Fasteignasali nokkur hér í bæn-
um, John L. Strus að nafni, skaut
sig til bana í herbergi sínu í Strath-
cona hótelinu á fimtudaginn var.
Erfiðar fjárhagsástæður er sagt að
muni hafa knúið manninn til þessa
verks. Hann var á þrítugsaldri og
ókvæntur.
Méð tíðindum má það telja, að
conservatíva þingmannsefnið í
Norður-Winnipeg hefir tekið aftur
framboð sitt til þingmensku. Hefir
auðvitað ekki treyst sér. Er búist
við, að fleiri þingmannaefni con-
servatíva fari að hans dæmi, og er
nú illur kur í herbúðum þeirra.
Síðustu fréttir segja, að con-
servatívar i Norður-Winnipeg hafi
í vandræðum sínum útnefnt ljós-
myndasmið einn, Mitchell að nafni,
í stað McKay, rétt til málamynda.
Ef þér viljið hlynna að bindindi
og fækkun vínveitingaleyfa og tak-
mörkun drykkjuskapar óreglu,
skuluð þér greiða atkvæði með Ed-
ward Brown og Þingmannaefnum
liberalflokksiní, sem hafa gert
bindindismálið að einu helzta atrið-
inu í stefnuskrá sinni.
Tekjuhalli Greenway-stjórnar-
innar var auglýstur í þingtiðind-
unum árið 1900, bls. 427, og viður-
kendur af báðum stjórnmálaflokk-
unum að vera,þegar Roblin-stjórn-
in tók við, $248,000. Roblin-
stjórnin tók $500,000 lán og þótt-
ist ætla að borga þenna tekjuhalla.
Af því fé hefir hún stungið í vas-
ann $252,000.
Tekjuafgangur Roblin-stjórnar-
innar nú eftir sjö ára ráðsmensku,
er $812,000 í sjóði. Hún hefir
fargað stofnfé fylkisins og fylkis-
löndunum og fengið fyrir þau lið-
ugar tvær miljónir dollara. Tekju-
halli fylkisstjórnarinnar er þvi í
raun og veru nokkuð á aðra miljón
dollara.
Von er á Þó Roblin-stjórnin sé
orðin alræmd fyrir stjórnmála-
svik og pretti, þar eð höfuð henn-
ar, Mr. Roblin, stjórnarformaður,
hefir lýst yfir opinberlega, að hann
beri ckki ábyrgð á öllu bví, sem
hann segi, ÞEGAR UM STJÓRN-
MAL sé að rœða.
Þegar Mr. Roblin var nýbúinn
að gera hina alræmdu samninga
sina við Can. Northern félagið,
sagði hann, 14. Jan 1901: “Vér
höfum leyst úr járnbrautar-vand-
ræðum Manitobafylkis.”—En þeg-
ar mest kváð að samgöngu-ólagi á
brautum C. N. R. félagsins í vetur,
tók Mr. Roblin aftur til máls i
þinginu 8. Jan. síðastl. og sagði:
“Vér getum enga stjórn haft á C.
N. R. félaginu.” — Þannig leysti
Roblin úr járnbrauta-vandræðum
Manitoba-fylkis.
Aðal-málgagn conservatíva hér í
bænum fTelegram) lýsir yfir þvi,
að Mr. T. H. Johnson hafi flutt
langbeztu ræðuna af þeim fjórum
þingmannaefnum bæjarins er töl-
uðu á almenna liberalfundinum í
Walker leikhúsinu næstliðið mið-
vikudagskveld, og géfur fyllilega í
skyn, að gagnsækjandi hans, Mr.
T. Sharpe, megi vara sig. Con-
servatívar eru hrœddir um, oð T.
Sharpe verði undir. Liberahr eru
vissir um, að T. H. Johnson sigr-
ar.
Mr. T. H. Johnson hefir fyrir
skemstu opnað tvær nýjar nefndar-
stofur fcommittee roomsj, aðra að
557 Sargent ve., fónnúmer: 6603;
hina að 220 Nena str., fónnúmer:
4692.
Aðal-nefndarstofan í kjördæm-
inu er að 732 Sherbrooke str., fón-
númer: 2651. — Stuðningsmenn
Mr. Johnsons geta fengið allar þær
upplýsingar viðvíkjandi kosning-
unum, sem þá fýsir með því að
snúa sér til einhvers af ofannefnd-
um stöðum.
Roblin-stjómin stærir sig af þvi
að hafa lagt skatta á járnbrauta-
félögin. En gleymir að geta þess,
að hún bætir járnbrautafélögunum
upp þetta skattgjald með því að
banna bæjum og sveitafélögum að
leggja skatta á félögin, og sviftir
þannig bændur og bæjabúa álit-
legri tekjugrein, auk þess sem upp-
hæð sú, er járnbrautafélögin greiða
x fylkissjóð er miklu minni en því
nemur.er þau hefðu orðið að borga
til bæjanna og sveitanna,ef Roblin-
j stjórnin hefði ekki hlaupið undir
bagga með þeim.
------0-------
Stór-gróðavegir.
Fyrir nokkrum árum síðan var
stjórnarformaður, Mr. Roblin, að
gefa vitnisburð fyrir rétti. Var
honum bent á, að vitnisburður
hans væri ekki í samræmi við það,
sem hann hefði áður sagt um það
Sama mál.
Það var þá, sem Mr. Roblin
gerði þessa makalausu vfirlýsíngu,
staðfesta með eiði: „Eg ber ekki
ábyrgð á öllu sem eg segi, þegar
um stjórnmál er að ræða.”
Aldrei hafði nokkur maður fyr
talað eins og hann.
Að Mr. Roblin lítur þannig á,
livað ábyrgöarleysið snertir, hefir
hann stöðugt sýnt, siðan hann tók
j við völdum.
Mr. Colin H.Campbell hefir víst
litið alveg eins á þetta mál, eins og
j leiðtogi hans, Roblin. En sá er
j munurinn, að hann hefir aldrei
haft drenglyndi til að gera þá hina
góðu játningu.
Roblin-stjórnin hefir, síðan hún
kom til valda, selt fyrir hálfvirði
og minna, til vina sinna og vildar-
manna, nálega hálfa aðra miljón
ekra af landi. Tekið inn í pen-
ingum fyrir þessi lönd $2,00,540.
Alla þessa upphæð hefir hún
brúkað í almennan stjórnarkostn-
að.
Nú getur hún lika komið fram
fyrir fólkið og sýnt, að hún eigi í
sjóði átta hundruð og tólf þús-
undir dollara.
Já. Sú var ekki lengi að græða.
Hún vissi hvernig hún átti að fara
áð því.
Það er ekki lítilsvert að hafa
stjórn, sem þannig sýnir manni
hvernig langfljótlegast er að
græða. Aðferðin er mjög einföld.
Hún er á þessa leið, þó i smáum
stil sé:
Maður á fasteign, sem er fjög-
ur þúsund dollara virði. En hann
á enga peninga. Hann hugsar sér
að það sé myndarlegra fyrir sig að
geta sýnt um næsta nýár, áð hann
hafi grætt á árinu, og sé ekki al-
veg peningalaus, eins og núna.
Hann selur sina fjögur þúsund
dollara fasteign fyrir $2,000. Lif-
ir vel og lystilega a árinu og í það
gengur annað þúsundið. En gæt-
um að, hann getur sýnt að nú á
hann eina þúsund dollara i pening-
um, þar sem hann í fyrra var vita
peningalaus.
Svona hefir Mr. Roblin grætt
fyrir íbúa þessa fylkis. Þetta er
auðlærð gróðaaðferð. Hana geta
allir lært.
Það er sök sér þó að Mr. Rob-
lin finni ekki til ábyrgðar fyrir því
sem liann segir.
Hitt er heldur lakara, að hann
skuli ekki finna til ábyrgðar fyrir
það, sem hann gerir.
Dominion-stjórnin hefir fyrir
löngu sett upp fyrirmyndarbú,
víðsvegar um Canada.
“Við eplin með” segir Mr. Rob-
lin, og setur upp fyrirmyndar-
Til kiósenda í
Mid=Winnipegf.
S
Atkvæöa yöar Og áhrifa, viö næstkomandi kosningar, æsk-
ir virðingarfylst
Dr. J. A.
MAGARTHUR
ÞINGMANNSEFNI
LIBERALAFLOKKSINS.
Dr. MacArthur hefir átt heima í Winnipeg í síðastliðin
tuttugu og tvö ár og hefir jafnan tekið mikinn þátt
í málefnum þeim er snerta hag verkamannanna
y
jafnframt öðrum málefnum.
£3
NEFNDARHERBERGI
f
LIBERAL CLUB BYCCINCUNNI
á
NOTRE DAME AVE,
Beint á móti Winnipeg leikhúsinu.
verzlun. — Landverzlan, til að
sýna hvernig fljótlegt sé að græða.
------o------
Fáheyrt óþokkabragð.
er þáð, sem Roblin-stjórnin hefir
nýlega gert sig seka í, sem sé að
láta neita stúdentum á Wesley og
Manitoba college og læknaskólan-
um hér í Winnipeg um að komast á
kjörskrá. Nöfn þeirra manna
standa hvergi annarsstaðar á kjör-
skrám í fylkinu, og afleiðingin af
þessu atferli stjórnarinnar verður
það, að þeir tapa atkvæðisrétti sín-
um, þó að Þeir hafi fengið öll borg-
araréttindi.
Auðvitáð veit Roblin-stjórnin
ekkert um það, hverjum flokkinum
þessir menn fylgja í stjórnmálum,
en sennilegast er áð ætla, að hún
gangi að því vísu, þar eð nefndir
menn heyra til upplýstara hluta
fólksins, muni þeim ekki hafa dul-
ist stjórnarafglöpin, sem hún hefir
gert sig seka í síðan hún settist að
völdum. — Þess vegna hefir hún
víst litið svo á, að réttast væri áð
svipta þá alla atkvæðisrétti “upp til
liópa.”
The DOMINION BANK
SELKIRK ÓTIBIÍIÐ.
Alls konar bankastörf af bendi leyst.
Sparisjóðsdeildin.
Tekiö við innlögum, frá $1.00 að upphæð
og þar yfir. Hæstu vextir borgaðir. Við-
skiftum bænda og annarra sveitamanna
sérstakur gaumur gefinn. Bréfieg innlegg
og úttektir afgreiddar. Óskað eftir bréfa-
viðskiftum.
Nótur innkallaðar fyrir bændur fyrir
sanngjörn umboðslaun.
Við skifti við kaupmenn, sveitarfélög,
skólahéruð og einstaklinga með hagfeldum
kjörum.
d. GRISDALE,
bankMtjórt.
Búðin þægilega.
£48 Ellice Ave.
TAKIÐ EFTIRI
Febrúarmánuö út verður selt
hér með mjög niðursettu verði.
Allar vörurnar settar niður.
Það er þess vert aö skoða
kventreyjurnar hér í búuiuni.
Þær eru ágætar og verðið óvið-
jafnanlegt.
Fylgið straumnum. Komið til
Percy E. Armstrong.
14 DAGA
afsláttur á gullhringum
og armböndum.
Kvenhringa, sem eru $3 til $5.75
virði læt eg fara fyrir. ... $2.40
Armbönd, sem eru ekki minna en
$2. 50 til $4. 5cTvirði sel eg nú
næstu 14 dagadyrir .... $1.95
Úr hreinsuð
fyrir $1.00
og ábyrgst í eitt ár.
Allar viðgerðir fijótt
og vel af hendi
leystar. — Gestir,
sem heimsækja bæ-
inn ættu að athuga
þetta.
Th. Johnson,
Jeweler,
292h Main St., Winnipeg
HH Phone 6006.
----- :■ '•■■■*
Hér me'S auglýsist að vér höf-
tim byrjað verzlun að 597 Notre
Dame Ave. og seljum þar góðan,
brúkaðan fatnað. Sýnishorn af
verðlaginu: Karlm. buxur frá 25C.
og þar yfir. Kvenpils frá 20C.
Kventreyjur frá ioc. Þetta er aS
eins örlítið sýnishorn. Alíir vel-
komnir til að skoða vörurnar þó
ekkert sé keypt.
The Wpeg High Class
Second-hand Ward-
robe Company.
597 N. Dame Ave.
: Phone 6539.
beint á móti Langside.
jtllaii Lliian
KONUNGLEG PÓSTSKIP.
milli
Liverpool og Montral,
Glasgow og Montreal.
Fargjöld frá Reykjavík til Win-
n'Peg.............. ..$42.50
Fargjöld frá Kaupmannahöfn
og öllum hafnarstöðum á Noröur-
löndum til Winuipeg .. . .$51.50.
Farbréf seld af undirrituðum
frá Winnipeg til Leith.
Fjögur rúm í hverjum svefn-‘
klefa. Allar naubsynjar fást án
aukaborgunar.
Allar nákvæmari upplýsingar,
viSvikjandi þrí hve nær kipin
'c?gja á sta'ö frá Reykjavík o. s.
frv., gefur
H. S. BARDAL.
Cor. Elgin ave og Nena stræti.
Winnipeg.
Skautar og stígvél.
Komið og skoðið byrgðirnar okkar af
skautum og stígvélum. Við höfum allar
teguudir fyrir sanngjarnt verð.
Skautar frá 50C. til Í5.00
Stígvél ‘‘ $1.75 til Í4.00.
Reynið að láta okkur hvelfa úr skautun-
yðar á olíusteininum okkar. Yður muu líka
sú aðferð. Kostar að eins 25C, Við gerum
skautana slétta ef óskað er, en ráðum yður
til að láta hvelfa þá. Með sérstökum
samningi getið þér fengið þetta en ódýrra.
Komið og finnið okkur,
POTTEN & HAYES
Bicycle Store
ORRISBLCK - 214 NENA ST.
■0