Lögberg - 02.03.1907, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.03.1907, Blaðsíða 4
Búðin þægilega. 548 Ellice Ave. Oss er aö sérstök ánægja aö geta látiö yöur vita aö Miss Frederickson vinnur nú hér í búö- iuni og sinnirlöndum sínum. Meö kjörkaupaveröi seljum vér nú af- ganginn af kvenna nærfatnaöin- um, karlm. nærfatnaöinum og sokkum, sem seldir eru nú meö sérstaklega lágu veröi. Á meöan þeir endast seljum vér 3 pör á 25C. Ennfremur ágæta Golf Jac- kets á 50C., er vanal. kosta $1.50 Komiö snemma. Þaö borgar sig. Percy E. Armstrong. öjgberg mr seflS út hvern flmtudac af The Vbgberg Printlns M PnbUshlng Co., (lösgilt), aC Cor. William Ave og Nena SC, Wlnnipeg, Man. — Kostar 11.00 um ArlC (& lslandi 6 kr.) — Borgist fyrirfram. Einstök nr. 5 cts. Publlshed every Thursday by The LSgberg Prtnting and Publlshing Co. (Incorporated). at Cor.Willlam Ave. A Nena St. Wlnnlpeg. Man. — Sub- ecrlptlon prlce $2.00 per year, pay- abie in advance. Single copies 6 cts. S. BJÖRNSSON, Edltor. M. PAULSON, Bus. Manager. Anglýsingar. — SmÉtauglýaingar 1 eltt skiftl 25 cent fyrlr 1 þml.. A stserri auglýsingum um lengrri tlma, afsl&ttur eftir samnlngi. BústaCasklfti kaupenda verCur aC tilkynna skriflega og geta um fyr- verandl bfist&C Jafnframt. Utanáskrift til afgreiCslust. blaBs- ins er: The LÖGBERG PRTG. & PCBL. Co. P. O. Box. 126, Wlnnipeg, Man. Telephone 221. Utanáskrlft til ritstjórans er: Editor I-ögberg, P. O. Box 186. Winnipeg, Man. Samkvœmt landslögum er uppsögn kaupanda á blaCi ógild nema hann sé skuldlaus þegar hann segir upp.— Ef kaupandi, sem er 1 skuld við blaðið, flytur vistferlum án þess aS tilkynna heimilisskiftin, þá er >a5 fyrir dómstöiunum álitin sýnileg sönnun fyrir prettvtslegum tilgangi. Kosninga-pistlar. Kosningahríöin stendur nú sem hæst. Roblin-stjórnin veltist um í fjör- brotunum. Það fara ógurlegir krampa- drættir urn hinn ólistilega líkama hennar, og jafnvel auSvir'ðileg- ustu angarnir iða í megnu ósjálf- ræði. Stjórnin vill ekki falla. Hún veit það„ aö takist henni aö hjara fram yfir miðjan þenna mánuð, eru mikil líkindi til, að hún geti huli'ð fjölda synda sinna næstu fjögur ár, sem að öðrum kosti mundu strax opinberar verða, ef hún yrði nú hafin út, og sótthreinsað bælið hennar. Þessi ótti er nú orðinn svo rik- ur hjá stjóminni, að menn hyggja, að hann herði jafnvel enn meira á henni til að gera sitt sárasta í yfir- standandi baráttu, heldur’en land- söíuæðið, sem hún hefir mest kvalist af næstliðin sjö ár. En baráttan er árangurslaus. Stjórnin veltur út af þann sjö- unda. Eins og landamerkjamálið horf- ir nú við, virðist ekki annað e'ðli- legra fyrir Mr. Roblin og ráðu- nauta hans, en að snúa sér ein drcgið aö fánamálinu/ "Kringla” er að tala um slæm- an frágang á Lögbergi. Sízt sit- ur það á henni, sem alla sína hundstíð hefir verið rammskæld af prentvillum, nema meðan Jón Ólafsson stýrði henni. Vitleys- urnar áð öðru leyti eru henni vit- anlega ósjálfráðar. íslenzka nefndarstofa liberala hér í vesturbænum, er að 557 Sar- gent ave., beint á móti Tjaldbúð- inni; fónnúmer 6603. — Þangað geta íslenzkir stuðningsmenn Mr. Johnsons snúið sér viðvíkjandi upplýsingum i sambandi við kosn- ingarnar. — Aðal - nefndarstofa Mr. Johnsons er að vestanverðu á Sherbrooke str. skamt sunnan við Notre Dame. ave.; fónnúmer þar er 2651. “Kringla”, sem vanalega er cinföld árið um kring, getur ekki á sér setið með að sýna það núna um kosningaleytiö að hún getur verið tvöfö'ld þegar henni þykir mikils við þurfa. Mr. J. W.Cockburn, einn þeirra fjögra manna, sem kosnir voru í vetur i “Board of Control”, og flestum borgurum í Winnipeg mun kunnugri lýsingarmálum bæjarins, hefir nýlega lýst yfir þvi, að ef breyting sú á raf- lýsingarfyrirkomulaginu komist á, —er Mr. T. H. Johnson lofast til að styðja af fremsta megni, ef hann verður kosinn — telji hann fCockbumý það öldungis víst, að raflýsingarkostnaður í húsum hér í bænum, muni lækka um að minsta kosti þriðjung verðs, við það sem nú er. Væri slíkt ekki litill kostriaðarléttir fyrir bæjar- búa. “Kringla” segir að “Roblin sjálfur” hafi haldið ræðu í Walk- er-leikhúsinu fyrra þriðjudag. Er það ekki makalaust! Roblin sjálf- ur farinn að halda ræðu! þá gekk alveg yfir “Kringlu!” Illa er látið af munnsöfnuði stjórnarformanns vors, Mr. Rob- lins, um þessar mundir. Eins og kunnugt er, hefir hann haldið fjöldamargar ræður, bæði hér í bænum og út um fylkið eftir að kosningar voru auglýstar, og gengið pólitiskan berserksgang á milli málfundastaðanna. Og sakir þess hve óvænlega horfir fyrir stjórn hans um þessar mundir, hafa óvenju-urgur veri'ð í stjórn- arformanninum, og hefir hann út- kelt bræði sinni á ræðupöllunum í svo mögnuðum klúryrðum, að furðu þykir sæta. Kvað hann klifa á ýmsum fúkyrðunum svo þráfaldlega, að farið hefir verið að telja þau, og reiknast mönnum svo til, er fylgst hafa með ræðum hans fyrir jþessar síðustu kosning- ar, að hann hafi sagt “svíviröi- lega” 511 sinnum, “stór-skammar- lega” 537 sinnum, “níðingslega” 528 sinnum og “djöfullega” 488 sinnum. “Kringla” er að tala um “póli- tiskt skitkast”, og er eins og gremjuhljóð i gömlu konunni út- af því, að henni finst sér ekki ganga nógu greiðlega að aka öll- um pólitíska óþverranum á (völl, þó taðhripin séu nú tvöfalt stærri en áður. Á conservatívum Þingmálafundi í Souris hér } fylkinu neituðu aft- urhaldsmenn Mr. Edward Brown, er þar var þá á ferð í þeim bæ, um að flytja þar ræðu, þvert ofan í áður auglýst tilboð er málsverj- endum liberalflokksins hafði veriö gert. — Sýnir það, að afturhalds- menn eru að verða meira en lítið smeykir um sig, er þeir þora ekki gefa andstæðingum sínum mál- frelsi á almennum þingmálafund- um. “Kringla” kvartar yfir því hvað mikið sé skrifað um pólitík i Lög- bergi um þetta leyti. Vitaskuld! Henni kæmi það betur, kerling- unni, að það væri látið bíða fram yfir kosningarnar. Þegar Mr. Sharpe sagði á fundi um daginn, að hann vissi ekki nema hann hefði skrifað undir lögildingar-beiðni “Anglia” fé- lagsins, fóru fundarmenn að kipra á sér andlitin, þó kiprurnar væru ósamkynja eftir því sem menn- irnir voru sinnáðir (\ pólitík.ý Hvernig B. B. Olson frá Gimli hefir gengið herferðin á hendur Baldvini út af tilnefningarfundin- um á Gimli um daginn, er enn ekki orðið hevrum kunnugt. En búist er við ai? Roblin muni hafa borið skjöld fyrir Baldvin sinn. “Kringla” er mjög armædd yfir því, að Lögberg skuli vera prent- að að næturlagi, og ætlar sjáan- lega, þó klaufalega takist, að gefa með því í skyn, að ekki sé unt að aðhafast annað en ilt eitt og ljótt eftir sólsetur. Hún þykist fara nærri um það af eigin reynzlu, kerlingarsauðurinn. -----M**---- Lofaði íslendingi, en tók Sharpe. í ræðu, seni Mr. Roblin hélt i fyrra vetur á fundi conservatíva klúbbsins íslenzka hér í bænum, lýsti hann yfir því, aö hann ætl- aSi aS setja íslending, sem um- sækjanda fyrir sinn flokk, í nýja kjördæminu, sem mynda átti hér í vesturparti bæjarins. Þetta þótti vel mælt, og þaS því fremur, sem stjórnarflokkur Rob- lins er þektur aS þvi, aS hafa fremur horn í síSu útlendinga yfir höfuS. Það var víst af mörgum búist' við, að Roblin stæði við þetta lof- orð sitt, og höfðu menn augastað á Mr. S. Anderson, málara, sem líklegustum fyrir þá útnefningu. Hann var alment álitinn hæfast- ur þeirra íslendinga hér i bænum, er afturhaldsflokknum fylgja að málum. Liklega hefir Mr. Roblin gert þessa yfirlýsingu í því augnamiði cinu, að herða með þvi á Mr.And- erson og öðrum íslendingum af þeim flokki, með kosninga undir- búning á árinu. Því, þegar til kom, var það ír- lendingur, en ekki íslendingur, sem Mr. Roblin lét útnefna. Ekki ber á því, aS menn furSi sig neitt á þessari óorSheldni Mr. Roblins, því nienn eru slíku alvan- ir, og þaS oft þar sem meira er í húfi. En hitt þykjast margir nú vera farnir aS reka sig á, aS tækifæri Roblin-flokksins hefSi veriS, aS minsta kosti fult eins gott, til aS koma Mr. Anderson aS , eins og Mr. Sharpe. ÞaS hefir komið nokkuð óþægi- lega í ljós, siðan Mr. Sharpe var útnefndur, aS verkamennirnir í Vestur-Winnipeg eru ekki búnir aS gleyma því, hvernig hann sner- ist á móti þeim, þegar þeir gerSu verkfallið hér í bænum á síöast- liðnu ári. Og það getum vér sagt um landa vorn, Mr. Anderson, og er það ekkert oflof, að lakari hefði framkoma hans aldrei orðið á pólitískum fundi, en hún var hjá Mr. Sharpe, þegar hann mætti Mr. Johnson í Good Templara fundarsalnum þann 22. f. m. Það var liberal-flokkurinn, sem varð til að setja íslending sem þíngmannsefni 5 Vestur-Winni- peg, þó ekki væri búið áð hampa loforði um það framan í íslend- inga, sem pólitísku agni, fyrir ári síðan. Mentamálum enginn sómi sýndur. Flestir munu á eitt sáttir um það, að sérhver góð stjórn eigi að þlynna að mentamálum og skólum þeim, er henni er falið að líta eftir. Hvernig hefir Roblin-stjórnin reynst íbúum Manitoba fylkis i því efni? Hefir hún styrkt skólana með ríkmannlegum fjárframlög- um? Ekki væri ólíklegt, að hún hefði gert það, þegar litið er til allra teknanna, sem henni hafa borist í hendur á síðastliðnum sjö árum, og þess gætt að hún hefir gripið til stofnfjár fylkisins, og eytt af því nokkuð á aðra miljón dollara til þess að hafa nægilegt fé til fjárveitinga og annars kostnaðar. En hver raun hefir á orðið? Sú, að þrátt fyrir tekjurnar sem stjórn þessi hefir haft milli handa, hefir hún samt veitt að eins 17 prct af tekjuauka sínum til mentamála, þar sem liberalstjórnin á undan henni veitti 22ý£ prct. — Meira fé hefir Roblin-stjórnin ekki séð sér fært að veita skólunum, og þó hef- ir stjórnin á næstl. fimm árnm fengið sérstaka fjárveitingu frá Ottawastjóoninni er nam 379,221 dollurum, og fastákveðið var að verja skyldi eingöngu til almennu skólanna. Þrátt fyrir allar tekjurn- ar, þrátt fyrir aukafjárveitimgarn- ar til skólanna frá sambandsstj., lætur Roblinstjórnin sér farast miklu ver viö skólana en gömlu liberalstjórninni. — Roblinstjórnin hefir tekið að minsta kosti tvö hundruð þúsund af fénu sem til skólanna var ætlað og skelt því inn í tekjur fylkisins, til að geta, hægar mætt útgjöldunum og stjórnarkostnaðinum. Fjárveitingar Ottawastjórnar- innar til skólanna hafa því, fyrir dæmafátt gerræði fylkisstjórnar- innar, ekki gengið til skólanna, eins og til var ætlast, heldur orðið eyðslueyrir í höndum Roblinga, eins og annað af fjáreignum fylk- isins, sem þeir herrar hafa náð að klófesta. íslendingar óvirtir. í blaðinu Tribune stóð fyrir fá- um dögum siðan fróðleg lýsing af því, hve göfugmannlegt agn at- kvæöasmalar T. Sharpe nota við enskumælandi kjósendur hér i Vestur-Winnipeg. Ekki svo sem að þeir reyni að halda fram verðleik- um eða hæfileikum Mr. Sharpe fram yfir Mr. Johnson, hafa auð- vitað vitað, að það mundi ekki duga neitt. — En það er annað, sem þeir nota,—það að skirskota því til enskumælandi manna, að þeir voni að þeir fari ekki að greiða atkvceði með Islendingi. Hvílík lítilsvirðing! Til skýringar birtum vér hér úr T ribune, samtal atkvæðasmala Sharpe og konu kjósenda eins hér í Vestur-Winnipeg: “Hvað heitir húsbóndinn hér?” spurði atkvæðasmalinn húsfreyj- una., sem kom til dyranna. Honum var sagt það. “Geturðu sagt mér hvernig maðurinn þinn muni greiða at- kvæði í fylkiskosningunum ?” spurði atkvæðasmali ófeiminn. “Nei, það get eg ekki,” svaraði konan; “eg hefi enga minstu hug- mynd um það.” “Veiztu hvort hann ætlar að greiða atkvæði með Sharpe?” “Nei, eins og eg sagði áðan, veit eg alls ekkert um það. Maðurinn minn hefir hingað til verið fær um að greiða atkvæði hjálparlaust, og eg vona að eins verði líka í þess- um kosningum.” En atkvæðasmalinn vildi ekki láta svo búið standa. Og þó hann sæi að húsfreyjan væri orðin dauð- leið á þessum rekstri, spurði hann enn á ný með fáheyrðri óskamm- feilni: “Hvar er maðurinn þinn að vinna ?” Honum var sagt það. En er hann hafði orðið þess vís- ari mælti hann þessi makalausu á- lyktunarorð við húsfreyjuna: “Jæja, eg ætla að skrifa nafn mannsins þíns, Sharpe-megin. Eg er þó alla daga viss um, að hann fer ekki að greiða atkvæði með Is- lendingi.” Svona hafði Þessi smali haldið áfram hús úr húsi, og fengiö mis- jafnar viðtökur. En þess hafði hann auðvitað gætt, að sleppa síð- ustu setningunni, þegar hann átti tal við íslendinga.” Þar eð ensku blöðin geta eigi orða bundist sakir þessarar lítils- virðingar, sem þjóðflokki vorum er ger, því skyldi oss Islendingum þá ekki volgna, sem þannig erum smánaðir öldungis ástæðu og til- efnislaust, að eins vegna þess, að vér erum útlendingar hér og til- heyrum fámennum þjóðflokki. Ef aðferð sú, er Mr. Sharpe líö- ur smölum sinum að viðhafa hér í vesturbænum,að níða þannig þjóð- flokk vorn i eyru enskumælandi manna, verður til þess að afla hon- um fylgis landa vorra, jþá eru ís- lendingar hér í Vestur-Winnipeg gerðir úr alt öðru efni, en vant er aö vera í landanum. Roblinstjórnin fœrir út vínsöluleyfiskvíarnar hér í bœnum. Henni hefir oft verið brugðið um það, Roblinstjórninni, og eins og allir vita ekki að ósekju, að hún hafi staðið og standi enn í smánar- legu sambandi við vínsölumenn fylkisins og hafi greitt fyrir því að þeir yrðu sem flestir, og þar af leiðandi að vínsalan ykist og með henni ofdrykkjan. Vínsölumennirnir eru hennar traustustu reipi við kósningarnar. Hún veit það. Til þess að tryggja sér fylgi þeirra veitir hún þeim öll þau hlunnindi sem hún þorir og getur jafnvel þvert ofan í lof- orð sín, og offrar þannig eignum og velferð fylkisbúa á altari sinnar illræmdu valdafýknar. Síðasta dæmið, sem benda má á þvi til sönnunar hve fylkisstjórn- inni er hugleikið að auka vínsölu í þetta sinn hér í bænum, eru nýsam- þykt lög núna á síöasta þinginu um að færa út vínsölu takmarkalínuna hér, sem ákveðin var vissum tak- mörkum í fyrra, með þeim fyrir- vara, að úr því skyldu takmörkin ekki færð lengra út,að minsta kosti ekki um mörg ár. Nú hefir stjórnin gengið þar á orð sín. En svo stóð á því, að utan við takmarkalínuna sem sett var í fyrra í norðurbænum, eru tvö vín- veitingahús, svo sem steinsnar hvort frá öðru,sem samkvæmt laga samþyktinni þá, urðu að hætta vín- sölu þegar leyfistími þeirra var út- runninn. Er önnur knæpan á horni Jarvis og Derby stræta, en hin á Dufferin ave. Með samþyktinni frá síðasta þingi er minst var á áður, hefir stjórnin innlimað nefndar t\Æer knæpur aftur, lagt bug á vínsölu- takmarkalinuna rétt svo að þessi áfengissöluhús yrðu fyrir innan mörkin. Stjórnin hefir vitanlega gert þetta til að missa ekki af fylgi gömlu kunningjanna, vínsöluseggj- anna tveggja, þarna norður frá, þegar kosningar bera að hendi, og hún hefir ekki horft í það, þó að hún Þyrfti að svíkja loforð sín, en útbreiða og efla drykkjuskap til að fá þvi framgengt. -------0------

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.