Lögberg - 02.03.1907, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.03.1907, Blaðsíða 2
Ávarp Edwards Brown til íbúa Manitoba-fylkis. BFNI: — Askorun leiðtoga liberalflokksins. — Astœðan fyrir því hvers vegna 'flýtt er svo tnjög fyrir kosningunum. — Eru íbúar Manitoba áncegðir með aðgerðir Roblin-stjórnarinnar?. — Abyrgð fylkis- stjórnarinnar á samgöngu-ólaginu. — Hvað liberalar ætla að gera, ef þeir komast til valda. TIL KJÓSENDANNA 1 MANITOBA! Herrar tnínir! y— Fylkisstjórnin í Manitoba hefir gripið til þess úrræöis að drifa kosningarnar af i öndverðum þessum mánuði. Með þvi að hraða kosningunum syona tryggja þeir sér það, að þuría ekki að opinbera það fyrir almenningi, hve mikil einlægni liafi fylgt máþ hjá þeim, bæði að þvi er “Grain Combiiie” máliö snertir og stofnsetning talþráðakerfa, fyr en eftir aö skorið hefir verið úr því me’ð atkvæðagreiðslu hvor ílokkurinn skuli völdum halda næstu fjögur árin. Tilnefningardagurinn var ákveðinn, hinn síð- asta fyrra mánaðar, og nú liggur fyrir yður að skera úr þvi með atkvæðum yðar 7. þessa mánað- ar, livort þér eruð ánægðir með núverandi fylkis- stjórn, og eruð reiðubúnir til að láta hana halda völdunum næstu fjögur ár, eða hvort þér haíið á- sett yður að fá aðra heiðvirðari og ósérplægirari stjórn til að stýra þessu fylki. Fylkisstjórnin hefir ákveðið kosningarnar á þeim tíma, er að vísu niá ganga að fjöldamörgum bændum út um land verði mjög erfitt og sumum enda lítt mögulegt að ná til kosningarstaða til að greiða atkvæði. En jafnvel þó að stórviðri, sam- göngubönn með járnbrautum og illir vegir torveldi mönnum aö greiða atkvæði í þessum kosningum, væntum vér að sérliver kjósandi telji það skyldu sína, að fara á kosningarstað sinn og greiða at- kvæði eftir sannfæringu sinni með heiðarlegu móti. einhverju þingmannsefninu, sem um er að gera. Á þann hátt að eins gefst kostur á áð í ljós komi hinn eindregni alþýðu vilji, sem vera skyldi vald það, er réði í landi hverju. Fylkisstjórnin, sem nú er við völdin, hefir ver- ið heppin með það, að bæði fyrir handleiðslu for- sjónarinnar og hina affarasælu stefnu sambands- stjórnarinnar í innflutningamálunum hefir hagur íbúanna í Canada yfir höfuð farið mjög batnandi á síðari árum. Næstliðin s,ö ar hefir verið góðæri, ríkuleg uppskera, mikill tekjuauki hér i Manitoba fylki, eins og annars staðar í landinu. Hvernig hefir fylkisstjórnin hagnýtt sér þessi hlunnindi? Hefir bændunum Iiðið betur? Stend- ur akuryrkjan með meiri blóma? Hafa skuldir fylkisins færst niður og stofnféð aukist? Er bónd- inn ánægður með það, sem hann hefir fengið í aðra hönd fyrir erfiði sitt? Er hann ánægður með sölusamkepnina á hveitinu sínu? Er liann ánægð- ur með það, hve hægt hann á með að koma korn- tegflndunum, sem hann ræktar, á bezta markaðinn ? Þessum spurningum er sérhverjum kjósenda nauðsynlegt að svara áður en hann greiðir atkvæði, sem og öðrum. er mikils er um vert fyrir hann. Sjálfur vildi eg levfa mér að beina þeirri spurn- ingu að yður, kjósendum í bæjunum og borgunuin sérstaklega, sem og yfir höfuð öðrum. er út um land búa, hvort þér eruð ánægöir með Iiinn siðferð- islega árangur af conservatívu stjórninni? Eruð þér ánægðir með hið ósæmiíega vínsölu-fargan ? Hin margsviknti loforð stjórnarinnar? Eruð þér ánægðir með að vínsöluleyfum sé þrengt upp á sveitafélög í óþökk við íbúana, og að aðal-merkis- berar stjórnarinnar í kosningabaráttunni séu ill- ræmdustu vínsölu-seggirnir, sem hægt er að benda j á í öllu fylkinu? Eg beini máli mínu til yðar, ibúar Manitoba- fylkis, hvaða flokki og hvaða stétt, sem þér heyrið til og spyr: Fallist þér á aðgerðir fylkisstjórnar- innar, er hún svifti giftar konur atkvæðisrétti í ■ sveitamálum, um eitt ár. til þess að greiða fyrir því, að vínsala kæmist á í vissum sveitafélögum, og voru tvö þau sveitarfélög í Dufferin-kjördæm- inu, sem kosið hefir stjórnarformanninn ýRobliný fyrir málsvara sinn? Núverandi fvlkisstjórn náði völdunum með þvi að gera fjársparnað og umbætur að aðalatriðum stefnuskrár sinnar. A næstliðnum sjö árum hefir henni innhenzt $5,135.398.56 tekjuauki fram yfir það, er stjórninni á undan barst í hendur á jafn- löngum stjórnartíma. Og enda þótt conserva- tíva stjórnin er nú heldur völdunum hafi lagt fram minna fé til almennings þarfa en hin libcrala, er fé það,^r hún getur nú sýnt í sjóði, eigi meira en $812,000.' §ú litla upphæð að eins er nú eftir af j öllum tekjuniifn. Til að vega upp á móti þessu sjóðfé, þessum $812,000, sem stjórninni hefir tekist að draga sam- an á sjö árutn, hefir hún aukið beinar skuldir fylk- j isins scm svarar $500,000 og óbeinar skuldbinding- ar svo $23,155,000 skiftir, að ótaldri landþurkunar- veöskalda-ábvrgðinni. En jafnhliða hefir stjórnin selt 1,243,263 ekrur af fylkislöndum, stofnfé fylk- isins, en hefir að eins $919,086 innstæðufé í opin- berum byggingitm og því líku til að leggja á móti því. Ef vér snúunt oss aftur að landsölu-aöferð íylk- isstjórnarinnar, sjáum vér, að hún hetir fargað 60 prócent af öllum fylkislöndunum, sem komist hafa , j undir hennar h'endur síðan árið 1900, og eytt öllu ! fénu, seíu inn hefir kontið fyrir þaú, eins og'það varu venjulegir tekjuliðir. Meðalverðið á lönd- uni vorum, sem stjófnin hefir ’selt, hefir verið $2.86 ’ ekran. Á þessu verði hefir stjórnin ekki vílað fyr- ir sér að selja löndin, jafnvel þó þau hafi verið að j stíga jafnmikið i verði og öllum íbúum hér í Vest,- 1 ur-Canáda er kunnugt, og þó að bæði Dominion- stjórnin, C. P. R. og Hudson Bay félagið, sém'og þau félög önnur, er ntikíð af löndum hafa sel’t, hafi j áð nieðaltali sélt sín lönd á 9—12 dollára ekrúna. Löndin. sem fylkið átti, þegar núverandi stjórn þess kom til valda, voru ekki tóm flóalönd, heldttr voru meðal þeirra sem næst 800,000 ekrur af ágœt- is, únals-járnbraittarlöndum i Manitoba og Sas-' ka’chewan. og éru þau nú öll að heita má seld. Ef þessi lönd hefðu verið seld nýlendumönnunt á aðurnefndti svæði, til að efla innflutning og stofnun nýrra og blóntlegra bygða, þá hefði þþð verið málsbót fyrir fylkisstjórnina. En af mönnum, sem beinlínis ltafa verið nýlendttmenn, og ekkert annað, hefir jafnan verið heimtað hæsta verð fyr- ir lönd. þannig að af sumum þeirra hefir stjórnin heimtað $12 fvrir ekruna. Ástæðan fyrir því að meðalverðið, sem stjórn- :n hefir fengið fyrir löndin, er jafn-lágt og áður cr tekið frant, er sú, að feikistór landflæmi, ntilli '.000 og 250,000 ekrur að stærð, hafa verið seld tinum stjórnarinnar á verðinti frá $1.56 til $3.50 ekran. 1 Fylkisstjórnin komst til valda fyrir þjóðeigna- loforð sin og hélt þau í tiu daga—tímabilið, sem leið á milli þess að samningarnir voru gerðir fyrst við Northern Pacific félagið og siðan við Canadian Northern félagið. En Yictoriadaginn næstan á undan síðustu kosningum fullvrti Mr. Roblin, að með samningntim við Canadian Northern félagið “hefði fylkisstjórnin fcngið eins ótakmörkuð og fullkomin yfirráð í hendur cins og cf hún hefði tekið að láni tuttugu miljónir dollara og sjálf látið leggja livcrja einustu míht af járnbrautum félags- ins.” Kjósendum allsstaðar í fylkinu er fullkunnugt um hvernig hveitiflutningafnir brugðust síðastliðið haust, og hversu gersamlega Can. Northern félagið hefir brugðist og ekki uppfylt samningana um flutninga nú i vetur. Yfir Can. Pac. járnbrautar- félagið hefir hið sama gengið hvað tíðarfarið snert- ir, en ekki hefir það hætt öllum tökum, látið braut- ir sinar eiga sig eða látið almcnning hafa fyrir þvi sjálfan að reyna að halda þeim attðum. Canadian Northern félagið, hafandi í höndum ábyrgð fyrir hér tim bil tveggja miljóna og sex hundruð þús- und dollara fjárveitingu, er fylkisþingið sérstak- lega samþykkir til þess að félagið geti aflað sér nægilegs útbúnaðar, hefir sýnt og sannáð, að það er allsendis gagnslaust og skeytir hvorki um skömm né heiður. C)g Mr. Roblin hefir, frá sæti sinti á síðastliðnu þingi. komist í algerða mótsögn við allar hinar fyrri yfirlýsingar sínar er hann varð að viðurkenna að: “vér höftan cngu mciri yfirráð yfir Canadian Northern félaginu og aðal-aðgerðum þess hefdur cn yfir Canadian Pacific járnbrautarfélaginu.” — • Og jafnframt gaf hann það til kynna, að eintt for- ré.tindin, sem Manitoba hefir í þokkabót fyrir/hina geisimikltt ábyrgð almennings til þessa brautar- félags, séu í því innifalin að halda áfram að standa í ábvrgð fvrir það þangað til veðböndin eru leyst. Hin núverandi fylkisstjórn ber beinlínis ábyrgð | á núverandi ástandi hvað járnbrautir í Manitoba snertir, sökum þess að hún breytti tölu þeirra úr þremtir og i tvær me'ð framkomu sinni árið 1900, j og ennfrentur útilokaði hún tvö önnur féfög, sem buðust til að leggja hér brautir á árunum 1900 og 1902. í staðinn fyrir fimni járnbrautafélög, er keptti hvert við annað, höfum vér haft, alt þangað til Midland-félagið kemur til sögunnar nú í ár, að- eins tvö járnbrautarfélög, Canadian Pacific fél. og Canadian Northern félagið. Ábyrgðin á hinu nú- verandi óþolandi ástandi, hvað járnbrautamálin snertir, hvílir því eingöngu á herðum fylkisstjórn- arinnar í Manitoba, sem enn fremur frá þvi Grand Trnnk brautarlagningin kom til umtals, ekki hefir farið neitt dult með óbeit sína á því, að leyfa nýj- um keppinaut að komast að. Þá hafa og ekki cinstakir meðlimir stjórnarinnar sparað að láta í ljósi fjandskap sinn gegn nýrri járnbrautarlagn- ingu. Það voru vínsölubanns-loforðin, sem lyftu stjórninni upp í valdasessinn, en við fyrsta tæki- færi braut hún þau loforð, og þó eitthvað tuttugu og tvö sveitafélög hafi með eigin samþyktum tölu- vert minkað vínsölusvæðið,' hefir þó núverandi fylk- j isstjórn aukið tölu vinveitingaleyfanna frá 167 og upp í 254, nfcytt v-ínveitingaleyfum upp á hvert hér- aðið. á fætur öðru þrátt fyrir mótmæli íbúanna, á- lyktanir dónistólanna og sín eigin ákveðnu og ein- dregnu loforð, eins og t.d. átti sér stað hvað Nor- wood snertir. Ilún hefir komið í veg fyrir að hægt væri að koma fram hegningtt og ábyrgð á hendúr þeim rhönnum, er brotið hafa vínsölulögin og opinberlega verið í bandalagi við vinsölumenn- ina. Eruð þér ásáttir með að leyfa vinsölumönn- unum að kjósa þingmenn og ráða lögum og lofum á fylkisþinginu ? Sé svo, þá er það skylda yðar að styðja Roblin-stjórnina. Viljið þér eiga fleiri ár enn við þessi kjör að búa eða ekki? Er vér förum fram á að þér greiðið atkvæði með andstsðingum núverandi fylkisstjórnar, höf- um vér ekki óákveðna og staðlausá stjórnarstefnu fram að bjóða. Hinn endurmyndaði liberalflokkur æskir atkvæða yðar með uppbyggilegri framfara- stefnu. Vér heitum því, ef þér heiðrið oss með til- trú yðar, að gefa nákvæman gaum að aktiryrkju- málum fylkisins og skipa sérstakan akuryrkjumála- ráðgjafa. sem verji tíma sinum eingöngu í þarfir þessarar stærstu atvinnugreinar fylkisins. Vér heitum þvi að Iáta rannsaka alt, er að hveitiflutn- ingunum og geymslu þess viðvikur, í því augna- miði að hjálpa bændunum, og muntim annað hvort láta byggja nægilega margar kornhlöður, er fylkis- stjórnin sjálf eigi, eða stærri kornhlöður og færri, eftir því sem bezt hentar. Vér ætluni oss einnig greiðlega og hæfilega eftir þörfum,en að öðru leyti sem í voru valdi stendur, að haga samgöngunum greiðlega og hæfilega eftir þörfum, en að öðru leyti muntim vér, þar sem oss skortir vald til að skerast í leikinn, leggja umkvörttinarefni vor undir úr- skurð járnbautamálanefndarinnar í Canada til þess að fá bætur ráðnar á því sem ábótavant kann að vera. • Vér munum neyða Can. Northern járnbrautar- félagið til þess að framfylgja samningi þeim, sein það hefir gert við fylkið, og veitir félaginu svo verulegan styrk af hendi fylkisbúa. Vér munum leggja járnbrautir þar og þá, er þeirra gerist þörf, en ekki halda áfram hinum takmarkalausu og stór- kostlegu veðskuldaábyrgðum, sem átt hafa sér stað að undanförnu, og munum gera vort itrasta til að koma á samkepni milli hinna ýmsu járnbrautafé- laga. Vér munum með því að koma á umferða- kenslu í mjólkurmeðferð, fyrirlestrum um búnað, aðstoð í því að velja útsæði og ríflegum styrkveit- ingum til búnaðarfélaga, ekki eingöngu gera land- búnaðinn að ábatavænlegri atvinnugrein en verið hefir, heldur og veita bændunum hjálp til þess að geta staðist samkepni þá, er þeir bráðlega mega eiga von á af hendi akuryrkjumannanna, sem hafa tekið sér bólfestu fyrir vestan Manitoba-fylki. Vér heitum því, að auka styrkveitinguna til hinna almennu undirbúningsskóla. breyta örlátP0:. við hina hærri mentaskóla og yfir höfuð að tala gefa mentamálunum nákvæman gaum, í samráði við mentamálaráðgjafa, er gefi sig allan við þeim störftim er að mentamálum lúta. Vér munum framfylgja alþýðuskólalögunum hlutdrægnislaust og án neinna ivilnana. Ekki mun- um vér láta það viðgangast, að veita stjórnarstyrk þeim skólum er ekki uppfylla fyrirmæli alþýðu- skólalaganna, og vér munum ötullega verja rétt fylkisíns til einka-yfirráða hvað mentamál þess snertir, veröi á hann ráðist. Jafnrétti öllum til handa: engin sérstök einkaréttindi! Það er heróp vort. Landeignum fylkisins munum vér verja til al- mennings heilla, og að eins selja þær á þann hátt, að almenn samkepni komist að, eða þeim mönnum sem landnemar eru og annað ekki, og verður and- virðinu fvrir slík lönd varið til þess áð mæta borg- ttn upphæða þeirra, er löndin standa að veði fyrir. \ ér munum fara sparlega og hyggilega með almanna fé, og með niðurfærzlu á kostnaðinum við fylkisstjórnina spara árlega 250,000 döllára út- gjöld. er varið verður aftur til mentamálanna. Vér viljum glæða ástina til fána landsins og láta útskýra þýðingu hans í skólununt, en ekki munum vér álíta nauðsynlegt að leitast við að efla drott- inhollustuna með hótunum um hegningu skóla- kennurtim né skólanefnchim til handa. þó ekki blakti fáninn yfir hverju skólahúsi, né telja slíkt skort á drottinhollustu, sem lemja þyrfti inn j þá með ógnunum og hótunum um synjun fjárstyrks eða kensluleyfis. \rér ætlumst til að stjórnin taki aö sér mál- þráðalagningu til þess að koma í veg fyrir að sveitarfélögin þurfi að baka sér mikinn kostr.að og takast á hendur þunga ábyrgð með því að leggja slíka Jiræði og standast samkeþni út í frá Vér munum framfylgja lögum fylkisins hlut- drægmslausf, en eþki láta stjórnast af íieiuum póli- tiskum hagsmtmum. Vér muniim veita ríílegan styrk til vegabóta og brúarsmíðis og láta oss 'ant .um samgöngubætur, en andstæðir munum vér verða allri oþarfaeyðslu og timsóknum uni stvrk- veitmgar af almannafé í pólitísku augnami&i. \ ér ætlum að veita fylkinu heiðarlega, réttláta °S hyggilega forstöðu hvaö vínsölumálið snertir, og fara í • þeim efnum eftir óskum fylkisbúa, og ætíð láta atkvæðagreiðslu þeirra skera úr hvort vínsóluleyfi skuli veitt eöa því hafiiað, og eins uin lv.ð hvort fækka skuli vínveitingalevfum i ein- hvcriu sveitarfélagi eöa kjördeild. Éítirlitsmenn þeir, cr skipaðir verða, skulu vera heiðarlegir menn og úrskurði þeirra skal ekki haggað með ahrifum af hendi stjórnarinnar né skoðanabræðra þeirra í stjórnmálum. Ef þér heiðrið æiss með tiltrú yðar, munið þér komast að raun um, að yður sé ætíð óhætt að reiða yður staðfastlega á skuldbindingar vorar. Vér erum þess fullvissir, að sanngjörn og ríf- leg útfærsla á landamærum Manitoba-fylkis muni eiga sér stað áður en lokið er Dominion-þinginu, sem nú stendur yfir. Vér munum ekki ganga að hvaða samningi sem er um þetta mál og ekki veitir Manitoba-fylki fullkomin réttindi, bæði hvað það snertir og önnur ágreiningsmál milli fylkis- stjórnar og landstjórnar. En landamæramálið hef- ir aldrei verið neitt aðal-flokksmál hér í fylkinu, þó liberalflokkurinh yrði fyrstur til þess að hreyfa mótmælum gegn hinutn ranglátlegu ákvæðum árið 1881 er kom fylkinu í þessa kreppu , 0g flokkur- inn hefir ætíð fylgt dyggilega jafnvel núverandi fylkisstjórn í þessu máli, þó hann jafnframt hafi mótmælt hinni óhyggilegu og skaðlegu aðferð, Manitoba-fylki til handa. sem í því er innifalin, að reyna að gera slík málefni að flokksmáli. Látið engar ofsafengnar tilvitnanir þessu máli viðvíkjandi né visvitandi ósannindi í frásögninni um afstöðu liberalflokksins hvað þáð snertir, draga athygli yðar frá athöfnum núverandi fylkis- stjórnar, og þeim aðal-málum, sem nú eru á dag- skrá. eins og til er ætlast. Ekki ætti neinn heldur að láta sambandsstjórnarmál, hverrar tegundar sem er, hafa áhrif á atkvæðagreiðsluna. Atkvæða- greiðsla yðar með eða móti Roblin-stjórninni getur ekki haft nokkur minstu áhrif á gerðir sambands- stjórnarinnar. Vér skulum því beina óskiftu athygli voru að þessum tveimur atriðum: 1. Ert þú ánægður með að núverandi stjórn verði við völdin framvegis, um næstkomandi fjögra ára tímabil? 2. Er stjórnar- aðferð og stjórnarstefnu liberalflokksins i samræmi vi’ð skoðun þína á þjóðhollustu og skyldurækni? Undir því svari, sem hver einstakur kjósandi gefur sjálfum sér uppá þessar spurningar, ætti atkvæða- greiðsla hans að vera komin. Enga persónulega óvild né flokkshatur ættu kjósendurnir að láta hafa áhrif á það, hvernig þeir greiða atkvæði. Ekki ætti heldur neinn að greiða atkvæði með neinum umsækjanda um þingsetu •sakir vinfengis eða kunningsskapar, án tillits til stjórnmálaskoðana hans. eða hverjum mönnum hann fvlgir að málum. Þegar bardagirn er á enda kljáður og vér erum búnir að greiða atkvæði eftir beztu samvizku, þi látum oss umgangast hver annan án nokkurrar þvkkju eða illvilja. Fari atkvæðagreiðslan fram heiÖarlega og hleypidómalaust, mun liberalflokk- urinn gera sig ánægðan með úrskurð kjósendanna hver sem hann vetður. Vér berjumst fvrir mál- efnum en ekki völdum. fvrir sannfæringu en ekki flokki. Eg skora á menn úr báðum stjórnmála- flokkunum að hjálpa oss til að vinna heiðarlegan sigur. Enginn skyldi selja atkvæði sitt fyrir vin eða peninga né láta neitt annað stjórna atkvæða- greiðslu sinni en eigin réttlætistilfinningu. Fylgi hver kjósandi þeirri leiðarstjörnu við atkvæða- greiðsluna 7. Marzmánaðar, þá er eg óhræddur um endalokiti, og beini í fullu trausti þessari á- skoritn til samborgara minna í Manitoba, sem sú á- byrgð hvílir nú á að skera úr hverskonar stjórn þeir vilji hafa yfir sér um næstkomandi fjögra ára timabil. Yðar einlægur, EDJVARD BROWN.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.