Lögberg - 18.04.1907, Page 1
Þakklæti!
Vér þökkum öUum okkar íslenzku viðskifta-
vinum fyrir góð viðskifti síðastliðið ár og
óskum eftir framhaldi fyrir komandi ár.
Anderson & Thomaá,
Hardware & Sporting Goods.
638 Maln Str Teiepi)one 338
Yér heitstrengium
að gera betur við viðskif tavini vora á þessu
6 ri en á árinu sem leið, svo framarlega að
það sé hægt.
Anderson & Thomas,
Hardware & Sporting Goods.
538 MainSi. Telephene 339
20. AR.
Winnipeg, Man., Fimtudaginn,
1S. Apríl 1907.
NR. 16
Fréttir.
Nýkomin símafrétt frá Kaup-1
mannahöfn segir frá því, aö seint \
í siSastliðnum Marzmánuöi hafi
eitt af strandferðaskipum Túliní- |
usar-félagsins farist, úti fyrir s
Austfjörðum. Var (það skipið
“Kong Trygve”. Fréttin er svo
óljós aÖ ekki er hægt af henni aö
ráöa hvort margt eöa fátt af far-
þegum og skipverjum hefir farist
í þessu slysi. Tveir af skipsbát-
unum höföu náö landi í Fagradal í
Vopnafirði, eftir mikinn hrakning
í þrjú dægur, og fólkið, sem á
þeim var, að fram komið af vos- J
búð. Meðal þeirra, sem saknað
var, telur fréttin Jósep kaupmann
Jósepsson frá Akureyri og þrjá j
kvenmenn, ónafngreinda. Þriðji
skipsbáturinn var ókominn til
lands, þegar þessi frétt var símuð
af Austfjörðum til Kaupmanna-
hafnar.
—
Hinn 13. þ. m. komu um þrjár
þúsundir innflytjenda austan um j
haf, er stigu á land í Halifax.
1 kolanámu í Mexico vildi til
slys af kolaloftssprengingu í vik-
unni sem leið, og fórust þar fjórt-
án manna.
--------- ;
Á mjög stórum svæðum í suður-
hluta Bandaríkjanna, sérstaklega
í ríkjunum Oklahoma og Texas,
hefir einhverskonar maurategund
eyðilagt allan gróður á hveitiökr-
unum, nú undanfarið, og standa
akrarnir eftir eins og bert flág,
þar sem þessi ófögnuður fer yfir.
Morömálinu gegn Harry K.
Thaw i New York, sem áður hefir
verið getið um hér í blaðinu, og
mikið hefir verið ritað um i blöð-
unum allan síðastliðinn vetur,
lyktaði þannig í bráð, í vikunni
sem leið, að kviðdómendurnir
komu sér ekki saman. Vildu sjö
af kviðdómendunum láta dæma
Thaw sekan fyrir morö, en fimm
vildu fríkenna hann. Búist er við
að málið verði tekið fyrir aftur
frá rótum, en ekki getur það orð-
ið fyr en á næstkomandi hausti og
verður Thaw að sitja kyr í fang-
elsinu þangað til.
Allvíða í Bandaríkjunum gerði
snjóbyl með töluverðu frosti um
síðastliðna helgi og hafa af því
orðið stórskemdir á ökrum, þar
sem illviðri þetta gekk yfir. Er
það einkum í Mið-ríkjunum sem
mestar skemdirnar hafa orðið.
Altaf við og við eru hermenn á
Rússlandi að gera uppreistir.
feannig varð nú í síðastliðinni
viku uppþot allmikið í herdeild
einni á Suður-Rússlandi og drápu
liðsmennirnir jþar og sserðu för-
ingja sína.
Búist er við innan skamms al-
gerðu verkfalli af hendi kolanáma-
manna í British Columbia.
Undanfarið hefir Taft hermála-
ráðgjafi dvalið á Cuba, til að
kynna sér ástandið á eynni, sem
eins og kunnugt er, er undir eftir-
liti Bandaríkjastjórnar. Hefir
Taft átt fundi með ýmsum helztu
fulltrúum pólitísku flokkanna þar,
til að ræða um hver aðferð mundí
heppilegust til að koma sem fyrst
aftur á fót fullkomnu sjálfstjórn-
ar skipulagi á eynni. Búist er við
að Bandaríkjastjórn ætli að sleppa
eftirliti því er hún hefir haft með
eyjarskeggjum, eigi seinna en 6.
Júlí 1908 og geti Cubamenn ráðið
sjálfir eftir það, svo framt aö
fyrir þann tíma hafi veriö valinn
J?ar forseti, ríkisembættismenn og
lögjafarþing. Enn er eigi fastá-
kveðinn tími fyrir þær kosningar,
með því að stjórnmálaflokkana
greinir á um hann, en ýmsir eru
að geta þess til að kosningar muni
þó verða þar fyrir lok þessa árs.
Nýlega hefir landfræðisfélag í
Bandaríkjunum sæmt hinn þjóð-
kunna vísindamann, landa vorn
Þorvald Thoroddsen prófessor,
heiðurs gullpeningi sínum (hinum
stærrij. Eftir því sem nýsent
símskeyti frá Kaupmannahöfn
skýrir frá, afhenti sendiherra
Bandaríkjanna, Thomas J. O’Bri-
en, Thoroddsen heiðurpeninginn
á fundi í landfræðisfél. danska.
Forseti þess félags er Kristján
krónprinz. Við það tækifæri fór
O'Brien sendih. nokkrum fögrum
og vel völdum orðum um hina
lýðkunnu sttarfsemi Thoroddsens,
sérstaklega landfræðis- og jarð-
fræðis rannsóknir hans á íslandi
og árangurinn af þeim.
Hraðfrétt frá Helsingfors á
Finnlandi skýrir frá því, að i
landsþingið finska hafi fyrir
skemstu verið valdar nítján kon-
ur. Níu af þeim voru socialistar.
Er það i fyrsta sinni að konúr
hafa átt sæti á þjóðþingum í
nokkru landi.
Frétt frá bænum Pierre í Suður
Dakota getur þess, að innflutning-
ur fólks fari nú óðum vaxandi
þangað, sérstaklega til þess hluta
ríkisins, sem liggur vestan við
Mississippi-f 1 jótið. Er svo sagt,
að næstum því hver lest, er að
austan kemur, flytji fjölda fólks,
er þangað haldi til að leita sér
bólfestu. Kváðu margir setjast að
í Stanley County og víðar þar Sem
landrými er hægt að fá.
Hungursneyðin á Rússlandi fer
einlægt vaxandi. Símskeyti frá
London segir að um tuttugu milj-
ónir matina í suðurhluta Rúss-
lands muni eigi lifa til næstu upp-
skeru hjálparlaust. í borginni
Samara er t. a. m. sagt, að mörg
þúsund manna séu rétt komin í
dauðann og um sjö hundruð þús-
und er líði neyð af hungri. Lið-
ugum þrjú hundruð þúsundum af
siðasttöldu fólki hefir verið hægt
að hjálpa ofurlitið, og láta það fá
svo sem eina máltíð á sólarhring.
en þar eð slíkur málsverður er
ekki nema tvö pund af brauði og
einn bolli af súpu, er sjáanlegt að
enginn getur lifað lengi á svo
skornum skamti. Mælt er að
hjálparféð, sem fyrir hendi er,
muni ekki endast þó svona spart
sé á haldið nema fram til næstu
mánaöamóta, en uppskeran komi
landslýðnum ekki til hjálpar fyr
en i lok Júlímánaðar. Hjálparfé er
samt sent úr ýmsum áttum, til að
bæta úr skortinum, bæði frá Ame-
ríku og Evrópu-löndunum, en víst
er þó talið að fólkið muni falla
unnvörpum.
Eitt hið stórkostlegasta járn-
brautarslys, sem menn muna eftir
um langan tíma á brautum C. P.
R. félagsins hér í Canada, varð á
miðvikudagskveld i vikunni sem
leið i grend við bæinn Chapleau í
austanverðu (Ontario-fylki. Lestin
lenti út af sporinu, nokkrir vagn-
arnir ultu út í sýkið utan við braut
ina og kviknaði í þeim. Brunnu
þar til dauös fimtán manns, en um
fjörutíu særðust meira og minna.
Flest af þessu fólki er talið inn-
flytjendur frá Englandi, en sumt
frá Massachusetts í Bandaríkjum.
Þrjú hundruð pólitískir fangar
voru sendir með einni lest austur
til Síberíu í vikunni sem leið frá
Pétursborg. Er mælt að það sé
stærsti útlaga hópur, sem sendur
hefir verið frá Rússlandi um
langan tíma. Er það ætlan manna
að stjórnin hafi verið að rýma til
i fangelsunum í Pétursborg til
þess að hafa pláss fyrir fanga þá,
er væntanlegur herdómur verður
kveðinn upp yfir.
Norðmenn kváðu búast við þvi,
að Roosevelt forseti—er meðal
annara hlaut Nobel-verölaunin í
ár, muni ef til vill fara til Noregs
snemma á árinu 1909 til að halda
fyrirlestra um friðarmál til full-
nægingar þeim skilyrðUm, er verð-
launin, sem hann var sæmdur, eru
bundin.
Mælt er að Bandarikjastjórn sé
að gera alvöru úr þvi að stöðva
hinn mikla straum af japönskum
erfiðismönnum, er fast sækir það
að ná bólfestu þar í landi. Siðasti
congressinn samþykti lög er úti-
loka þá frá ríkjunum, en svo lítur
út sem þeir ætli að nota lika að-
ferð til að sleppa yfir landamærin
og Kinverjar fyrir liðugum tutt-
ugu árum síðan. Er svo sagt að
um fimm hundruð japanskir erf-
iðismenn er komnir voru til Mexi-
co liggi við landamæri Bandaríkj-
anna og sitji um færi til að sleppa
noröur yfir merkjalínuna, og sagt
er að fjöldi Japana sé væntanlegur
til Canada. Er ætlun manna að
miklu erfiðara verði að sporna við
innflutningi Japana heldur enKín-
verja. Eru hinir fyrnefndu harð-
ir í horn að taka og þola illa að
þeim sé meinuð landsvistin. Hóta
þeir innflytjenda embættismÖnn-
unum öllu illu, þegar þeim er vís-
að frá landamærunum, og kveðast
munu svo koma síðar að þeim
veröi ekki bönnuð innganga í
Bandaríkin, en ekki hefir frézt að
Bandaríkjamenn taki sér þá hótun
nærri.
Af hinni voöalegu hungursneyð
í Kína berast þær fréttir, að tíu
miljónir manna líði þar neyð, og
farist nú daglega þar í landi úr
hungri um fimm þúsund manna
Féð, sem Kínastjórn hefir lagt
fram,—að meðtöldu því sem önn-
ur ríki og þjóðir hafa látið að
mörkum.þar á meðal Vesturheims
menn,—sem þegar nemur fjórum
miljónum og finim hundruö þús-
undum dollara, en áætlað er að
eigi verði íbúunum viðbjargað
með minni hjálp en tíu miljónum i
viðbót.
Símskeyti frá Englandi getur
þess til að Curzon lávarður, fyrr-
um vísikóngur á Austur-Indlandi,
muni verða leiðtogi conservatíva
flokksins á Englandi eftir Chamb-
erlain.
Fjárhagsskýrslur sambands-
stjórnar Canada um tekjur og út-
gjöld á síðastliðnum niu mánuð-
um, talið til loka fjárhagsársins
21. Marz nl., bera það með sér, að
tekjurnár fyrir þann tíma nema
$65,814,457, og er tekjuaukinn þá
$8,800,000, miðað við tekjurnar á
sama tímabili í fyrra. Þó að tekju-
aukinn nái nú nærri því níu milj-
ónum hafa útgjöldin eigi vaxið
nema um hundrað þúsund dollara.
Að jþeim frádregnum veröur því
hreinn tekjuauki $8,700,000 fyrir
næstliðna niu mánuði.
Nýfallinn er hæstaréttardómur í
Washington um þ'að að smáeyjan
“Isle of Pines” sunnan við Cuba,
eigi að teljast sambandsland við
áðurnefnda ey. Um það hefir
lengi veriö þref mikiö, því að ýms-
ir ibúarnir á Isle of Pines, aðal-
lega BandaríkjamJanna flokkurinn
hefir haldið því fast fram, að smá-
eyja þessi heyrði undir Bandarik-
in en ekki undir Cuba.
Sagt er að Canadastjórn hafi ný- j
lega keypt fjögur .hundruð vís-
unda af hjarðeiganda einum suð-
ur í ríkjurn, Palbo að nafni, og
kostuðu dýrin um hundrað þúsund
dollara. í sambandi við umgetin
kaup er þess látið getið að stjórnin
hafi keypt landsvæði vestur í
Klettafjöllum skamt frá Grand
Trunk brautinni, þar sem geyma
á þessa vísunda hjörð, er ferða-
menn geta skoðað eftir vild.
Tvær borgir í Mexico hrundu
til grunna að heita mátti í jarð-
skjálfta hinn 15. þ.m. Að minsta
kosti tólf manns biðu þar bana, en
mesti fjöldi varð fyrir meiri og
minni meiðslum.
Eins og áður hefir verið skýrt
frá hér í blaðinu var fyrir nokkru
síðan rússneski sjóliðsforinginn
Nebagotoff dæmdur til dauða.fyr-
ir að hafa geíist upp og mist
flota sinn í sjóorustu við Japans-
menn, er ófriðurinn stóð á milli
þeirra og Rússa. Þessari hegn-
ingu liefir nú verið breytt í tíu ára
kastalafangelsi, og er nú búið að
setja Nebagotoff í það. En sér-
stök og þægileg herbergi kvað
hann hafa þar, út af fyrir sig, og
ekki þarf hann heldur að lifa þar
við vanalegt fanga viðurværi.
Yfir póstmeistarinn lýsti því
yfir í Ottawa-þinginu 15. þ.m., að
nú væru þeir samningar fengnir
við brezku stjórnina, að burðar-
gjald á brezkum dagblöðum og
tíma'itum verði framvegis fært
niður út átta centum ofan i tvö á
pundið.
Svo er nú sagt, að soldáninn í
Miklagarði sé allmikið veikur, og
að ýmsu leyti eigi hann andstætt
stætt nú um þessar mundir. Eink-
um er það í Litlu Asíu að óeirðir
eru nú all-tíðar. Er svo sagt að
ráðgjafar hann leggi honum þau
heilræði að beina hug óeirðar-
seggJanna frá innanlands styrjöld
með því að segja Bulgariu stríð á
hendur. Sagt er að ekkert annað
muni hamla soldáni frá að aðhyll-
ast þá ráöleggingu en það,að hann
óttist, að Búlgaríumenn séu svo
vel undirbúnir að þeir mundu
sigrast á liðsmönnum hans í fyrstu
atlögunum, og mætti þá, ef til vill,
búast við uppreist af hendi þegna
soldánsins í Litlu Asíu, ef þeir
heyrðu fréttir af því að soldáninn
færi halloka. Fullyrt er að soldán-
inn sé búinn að láta kalla saman
allar varaliðs-hersveitir sínar, og
og töluvert margar herdeildir sé
þegar búið að senda til ýmsra
staSa á landamærunum.
í siðasta blaði hér á undan var
getið um stórkostlegan iþruna \
Montreal, er skaða gerði á bygg-
ingum þeim er tilheyra McGill-
hiskólanum þar, en 16. þ.m.
skemdust byggingar þessa sama
háskóla af nýjum bruna og brann
þá læknaskólasafn háskólans.mjög
verðmætt, því að það var talið
eitt hið álitlegasta þeirrar tegund-
ar í öllu Canada. Bókasafnsdeild-
ina tókst þó að verja. Skaðinn er
metinn mörg hundruð þúsund
dollara virði.
Nýkomin frétt frá íslandi segir
að flutningaskip Thore-félagsins
Kong Trygve, sem getið er um á
öðrum staö hér í blaöinu, hafi
brotnað í ís úti fyrir Vopnafirði,
og að ís sé fyrir öllu Norðurlandi.
Námamenn i kolanámum i Vest-
ur-Canada hafa lagt niður vinnu,
og er það með nokkuð öðrum
hætti í þetta sinn , en áður, þegar
meðlimir verkamanna hafa neitaö
að halda áfram verki sínu. Náma-
mennirnir vilja, sem sé, ekki kann-
ast við að hér sé um nein samtök
eða verkfall að ræða, í vanalegum
skilningi þess orðs. Þeir segjast
að eins liœtta, og annað ekki, og
engin lög eru vitanlega til, sem
geti þ vingað þá til þess að halda
áfram þegar svo stendur á. Eins
og vænta má hefir þetta tiltæki
hin verstu áhrif á samgöngur og
viðski ftalí f alt í Vestur-Canada.
Verksmiðjum öllum, bæði í Cal-
g3ry og öðrum bæjum vestra hef-
ir orðið að loka, sakir kolaskorts,
og Can. Pac. járnbrautarfélagið
býst við að neyðast til, af sömu á-
stæðu, að hætta að láta lestir sínar
ferðast þar um. Vitaskuld er, aö
alt verður reynt, sem framast er
unt, til þess að miðla málurn á
einhvern hátt, og koma í veg fyrir
vandræði, sem af því hljóta að
leiða, ef í kolanámunum yrði hætt
að vinna yfir lengra tímabil.
Innbrotsþjófnaður var framinn
i St. Paul, Minn., aðfaranótt siö-
astliðins þriðjudags. Voru það
skrifstofur Northern Express fé-
lagsins þar í borginni, sem brotist
var inn í og stolið þaöan tuttugu
og fimm þúsund dollara peninga-
sendingu.
Vatnsflóð í Serviu hafa nýlega
gert hinn mesta skaða og eyöilagt
bygðir þar víða, og manntjón
nokkurt af orðið. Snjóflóð úr
fjöllunum þar hafa og valdið
töluverðu tjóni þegar hlýnaði með
vorinu.
Frá Harbin i Manchuríu er ný-
komið hraðskeyti um að aðal-
verzlunarstöð þeirrar borgar sé
brunnin til öskft. Er mælt að hús-
in sem brunnu hafi tekið yfir
fullan fjórðung fermílu og eigna-
tjónið metið um tvær miljónir
dollara.
Gyðingaofsóknunum heldur
enn áfram á Rússlandi. Hinn 12.
5. m. er mælt hð byltingamenn
hafi fylkt liði um götur ýmsra
smábæja í Suður-Rússlandi um
hábjartan dag, ruðst inn í hverja
búð, þar sem þeir vissu að Gyð-
ingar voru fyrir og skipað kaup-
mönnunum að verða brott úr bæj-
unum innan fárra daga, og ógn-
uðu þeim með spentum marg-
hleypum til að hlýðnast því vald-
boði.
Ur bænum.
Óvenjulega köld hefir tiðin ver-
ið næstliína viku og það sem af
er þessari. Norðanhrið með tölu-
verðu frosti á mánudaginn og
þriðjudaginn fyrri partinn. Þá
birti upp og á miðvikudaginn var
bliðviðri og sólbráð.
í vetur milli jóla og nýárs and-
aðist í Blaine, Wash., Vilhjálmur
Jónss*n, trésmiður. Hann mun
hafa verið ættaður úr Eyjafirði.
Ekkja hans er Sesselja Berg-
steinsdóttir, ættuð af Suöurlandi.
Þau hjón bjuggu á Gimli í Nýja
Islandi. Fluttust þaðan til Selkirk
og til Blaine 1902. — Vilhjálmur
heitinn var um 56 ára gamall.
Hann var hagleiksmaður mikill og
greindur í bezta lagi. — Ásamt
ekkjunni lét hann eftir sig einn
sonjón að nafni, um tvítugsaldur.
Samkvæmt auglýsingu í Lög-
bergi í síðastl. viku, býður kvenfé-
lag Fyrsta lút. safnaðar hér meö
til sín öllu giftu fólki, innan safn-
aðarins, ekkjum og ekkjumönnum
til skemtifundar miðvikudags-
kveldið siðasta í vetri fhinn 24. þ'.
m.) kl. 8.
Samsætið verður haldið í sd-
skólasal Fyrstu lút. kirkju. Fé-
lagið sendir engin boð einstakling-
um, en þessi auglýsing á að duga
fyrir alla. Komið með Banda-
lagssöngvana.
Fyrir hönd kvenfélagsins
LAURA BJARNASON.
fNánara í næsta blaði um heimboð
ógifta fólksinsj
Úr Argyle-bygð er skrifað 8.
þ. m.: “Nú er búið að leggja tal-
síma um alt miðbik bygðarinnar,
og er ein miðstöð i Glenboro, en
önnur i Baldur. Fyrir jól voru
vírar og áhöld komnir til þeirra,
sem beint samband hafa við Glen-
boro-miðstöðina, en hinir, sem
miöstöð hafa i Baldur, fengu ekki
áhöld sín fyr en seint í fyrra
mánuði. En vel komu þau sér
þegar þau loksins komu, því sein-
ustu vikurnar hefir verið illfært
milli bæja vegna ófærðar, og hafa
menn þá óspart notað sér þetta
nýja tækifæri til þess að skiftast á
orðsendingurn. Hafa nú 17 ísl.
heimili utan bæjanna talsímasam-
band, og er búist viö að fleiri bæt-
ist við með vorinu.
Hinn 15. f. m. var haldin fjöl-
sótt skemtisamkoma á Brú,og stóð
fyrir henni hornleikaraflokkur
bygðarinnar; eru í honum eintóm-
ir íslendingar, undir forustu hr,
Alberts Oliver á Brú. Var þessi
skemtun haldin í minningu þess,
að þá voru 2 ár liðin síðan flokk-
urinn hafði fyrstu æfingu sína, og
bar frammistaða hans á þessari
samkomit vott um það, að kapp-
samlega hafði hann unnið síðan
hann myndaöist, enda hefir hr. A.
Oliver mikið verk á sig lagt fyrir
hann; meðal annars hafði hann
raddsett fyrir hornin lagið “Ó,
guð vors lands” eftir Sv. Svein-
björnsson, og var því tekið meö
miklum fögnuði af áheyrendun-
um. Þykir oss bygðarmönnum
mjög vænt um flokk þenna, og
vonum að hann leggi úr þesstt
drjúgan skerf til þess að gjöra
félagslífið hér í bygð sem fjöl-
skrúðugast og fjörugast.
Kvillasamt hefir verið hér sein-
asta mánuðinn, og liggur nú nokk-
uð af ungu fólki í taugaveiki; úr
henni dó á skírdagsmorgun Ruby,
dóttir Olgeirs Fredericksons, 12
ára gömul, gott barn og efnilegt;
hún var jarðsett á föstudaginn
langa að lokinni guðsþjónustu.
Reynt er að stemma stigu fyrir því
að veikin breiöist út, og er vonandi
að það takist; að minsta kosti vita
menn ekki til að neinn hafi af
henni \*eikzt seinustu vikurnar
tvær.”-------