Lögberg - 18.04.1907, Síða 2

Lögberg - 18.04.1907, Síða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. APRÍL 1907 Kórallar. Kórallatekja er nú á tímum ein hin arðsamasta atvinnugrfiin{ ýmsra íbúanna á ítalíu, og múgur manns vinnur þar aö því að hefja upp úr hafinu “neðansjávarbjörg- in greinóttu”, og gera þau að hæfilegri verzlunarvöru. Þ.ó að þúsundir manna vinni nú þarna að þessu verki, þá er ekki langt síðan, að ítalir höfðu verulegan hag af kórallaverzlun. Alt til ársins 1870 var kóralla- tekja Itala mjög stopul og óviss atvinnugrein eftir því sem ritið “Italia Moderne” skýrir frá. Það var fyrst á því ári að íbúarnir i bænum Torre del Greco, sem ligg- ur sex mílur sunnan við Neapel, fóru fyrir alvöru að leita eftir kórallarifjum í Miðjarðarhafinu og reka kórallatekju í stórum stíl. Framan af létu þeir sér nægja að leita kórallanna umhverfis strend- ur eyjanna Corsica og Sardinía vestan við ítalíu, en eigi leið á löngu unz kórallaveiðimennirnir fóru að verða djarfari, og þrátt fyrir það þó lífshætta væri og þeir mættu eins vel búast við því að lenda í höndum Afríkubúa og vera hneptir í þrældóm, sigldu þeir alt suður til stranda þeirrar álfu, og jafnvel til Túnis, sem öll- um stóð hinn mesti stuggur af á þeim tímum. Kórailaveiðimenn- irnir fóru á smábátum í þessi ferðalög, er eigi voru stærri en svo, að háskasamt gat verið að leggja þá í sjó nema blíðviðri væri. Á þessum skeljum fleyttu þeir sér suður eftir öllu Miðjarðarhafi og sóttu æ lengra suður og nær óvinalöndunum; og tíðum farnað- ist þeim svo vel, að þeir komu heim aftur stórauðugir. Gekk svo um hrið og við það óx aðalheim- kynni kórallaveiðimannanna Torre del Greco, svo að það var auðug- ur bær og býsna fjölmennur, og Kórallabátaflotinn þar nam fjór- um hundruðum. Bæði Frakkar og Genevamenn litu öfundaraug- um á velgengni íbúanna í Torre del Greco og annara bæja á ítalíu er unnu að kórallatekju og reyndu með ýmsu móti að keppa við It- alíubúa og draga þessa arðsömu tekjugrein úr höndum þeim; en þrátt fyrir allar samkepnistilraun- ir frændþjóðanna tókst þeim eigi að komast fram úr Torre del Greco-búum,sem alt til þessa dags eru ötulari kórallaveiðimenn en nokkrir aðrir. Er það meðal ann- ars þakkað lægni þeirra og með- fæddum fimleik íbúanna, sem frá ómunatíð hafa rekið þetta starf, þó x smáum stíl væri fyr á tím- um. Um aldamótin 1800 var öflugt félag myndað, og allir óháðir kór- allaveiðimenn gengu i það og áttu að hlýta einni sameiginlegri stjórn.— Eigi gafst þó þessi fé- lagsskapur eins vel og við var bú- ist, því að veiðin er meira komin undir áræði, kappi og þrautseigju einstaklinganna, sem við hana fást, en nofckru ööru. Félag þetta varð ekki langætt. Eldgos úr Vesúvítxsi eyðilagði .Torre del Greco nokkru eftir aldamótin og •og leystist þá félag þetta upp. Kór- allaveiðimennimir hófu þá at- vinnu sina að nýju hver fyrir sig og ráku hana með frábærum dugnaði jpg árangri alt til þessa tíma. Skipstjóramir á bátum þeim, er kórallaveiðar Stunda eiga þá nú venjulega sjálfir. Og ágóðinn af veiðinni er tíðast mest kominn undir reynzlu og þekk- ingu þessara manna. Eins og sjá má af eftirfarandi lýsingu úr rit- inu sem nefnt var hér að íraman: “Aðferð sú sem notuð er Við kórallaveiðar, er æfagömul, og jafnvel aðalverkfærið, sem við hana er notuð, og heitir á ítölsku “ingegno”, helzt enn óbreytt. Er verkfæri þetta tvær spýtur, sem lagðar eru x kross og er hver álma hér um bil sex feta löng. Viö þessa arma eru haganlega fest um þrjátíu net mismunandi að stærð og breiðast út i allar áttir og eru aðalveiðibrellan. Eins og gefur að skilja slitna þessi net ákaflega mikið, og aðalverk hinna ötulu veiðimanna á hinum svo nefndu hvíldartímum þeirra, er að bæta þessi net og ríða önnur ný. Svo sýnt kvað þeim vera um þessa vinnu og svo kúfuppgefnir eru þeir stundum að mælt er að þeir drúpi oft höfði við þessa vinnu sína dottandi, en halda samt á- fram að ríða netin laukrétt. Veiðimennirnir hafa upp á kór- allarifjunum án þess að hafa sér til stuðnings nokkur visindaleg verkfæri. Þlaulæfð reynzla og meðfædd ágizkun, er þeim happa- drýgstur leiðarvísir við það starf. Sömu skipstjórar kváðu jafnvel svo leiknir og nærfærir í ágizkun- arlistinni, og staðglöggir, að þeir geta siglt rakleitt á þann stað, er þeir árið fyrir hafa tapað einu sínu “ingegno”, lagst þar við att- keri og slætt það upp. “Ingegno” er varpað út og stýrt aö öllu leyti eftir fyrirmæl- um skipstjóra. Þegar netin á þvi hafa vafist nægilega þétt utan um kórallagreinarnar, gefur skip- stjóri merki um að draga það upp. Er það gert að eins með handafli fiásetanna o gsegist þeim svo frá er á hafa horft að það sé einhver sú mesta þrælavinna, sem menn geta hugsað 1 sér. Skipstjórinn, skipseigandinn segir fyrir þessu verki er gera þarf með hinni mestu varúð. Kvað hann tíðum vera beiskorður við hásetana, er V , eitthvað fer í ólagi, og ospar að reka þeim pústur ef eitthvað ber út af. Hásetarnir vinna átján klukkustundir á dag, og eta þurt hveitibrauð við vinnuna, og taka sér enga hvíld alla þessa átján klukkutíma, nema einu sinni og þá örfáar mínútur að eins, til að gleypa í sig fáeinar hveitipipur fmakaroniý. Kjöt eða vín smakka þeir aldrei. Laun hásetanna eru mjög lág og vertíðirnar langar. Gegn slikri aðferö og vinnu- lagi treysta aðrar þjóðir sér ekki að keppa, hvorki Englendingar eða Spánverjar. Og helzt lítur út fyrir, að eigi verði nein breyting á veiðilagi þessu, því að hættir menjiingarþjóðanna virðast eigi komast þar að, enda eigi eins arð- vænlegir. Bæði köfunarmenn og köfunarbátalið hefir spreitt sig á kórallaveiðum, en eigi hefir orðið neinn verulegur verzlunararður af þeim tilrraunum, og hin óbrotna og harðsótta forntíðar veiðiaðferð ber, með öllum sinum ókostum, ægishjálm yfir þeim, sérstaklega að þvi er hagvænlegan árangur snertir. 'Þ'ó er vert að geta þess, að það sem unnið er úr kóralla fengnum sem veiðimennimir frá Torre del Greco bera á land, er mestmegnis gert þar í bænum í eitthvaö tíu verksmiðjum þar, . sem kvenfólk eingöngu starfar í. Auk verksins sem unnið er í þessum verksmiðj- um, má svo heita, að hér um bil allir ibúarnir í þesum bæ séu að meira eða minna leyti riönir við þessa atvinnugrein. —Review of Reviews. Eélagið Skjaldborít. hér á Akureyri hélt árshátíð sína 23. Febr. síðastl. i Templarahús- inu. Voru þar saman komin um 300 manna, en af þeim voru þó ekki fáir gestir. Félagið mun vera orðið fjölmennasta félag bæjarins. Sátu um 280 manns til borðs i salnum og uppi á leiksviðinu og var svo þétt sett að ekki var kost- ur á að fleiri gætu að komist. Formaður félagsins Stefán kenn- ari Stefánsson setti samkomuna. Fyrst var mælt fyrir þessurn minnum; íslands fSig. Hjörleifs- son), Akureyrar (Ásgeir Péturs- son), kvenna fKarlFinnbogasoný, og íslendinga erlendis (Guðm. Hannessoný. Á eftir voru og mikil ræðuhöld meðan setið var að boröum. Þá hófust margvíslegar skemt- anir. Jóhannes Jósefsson sýndi aflraunir og fimleika og þótti honum takast ágætlega, enn frem- ur glímdu þeir Jóhannes og Sig- fús Árnason grísk-rómverska glímu og vann hvorugur á öðrum. Er Sigfús auðsjáanlega hið mesta karlmenni. Hnefaleik sýndu þeir Oddur Björnsson og Jóhannes. Þótti víst öllum það hin bezta skemtun. Er það nýlunda hér að sjá þá íþrótt. Þá fór og fram upplestur og söngur. Ennfremur var sýndur sjónleikur, nýsaminn i einum þætti og var mælt að sum- um stjórnarliðum hefði þótt þar höggvið fullnærri sér. Var þessu öllu fyrst lokið kl. 2—3 um nótt- ina en eftir það skemtu menn sér með dansi fram til morguns. Mun skemtun þessi hafa verið hin fjöl- breyttasta sem hér hefir höfð verið. Áviirp til Guðmxindar læknis Hannessonnr. Á árshátíð Skjaldborgar var Guðm. lækni Hannessyni afhent svolátandi ávarp af formanni fé- lagsins: Herra héraðslæknir Guðmund- ur Hannesson! Vér undirritaðir, félagar í Skjaldborg leyfum oss hér með að flytja yður alúðar þakkir fyrir framkomu yðar í stjórnmálum lands vors, sérstaklega fyrir hið ágæta rit yðar: “í afturelding”.— Jafnframt lýsum vér yfir því, að vér erum samþykkir öllum aðal- atriðum ritsins. Vér erum sannfærðir um að ræður yðar og rit um stjórn lands vors hafi orðið og verði landi og lýð til blessunar. Treystum vér því, að þér haldið öruggur áfram yðar göfuga og heillavænlega starfi, að vekja sjálfstæðislöngun þjóðar vorrar. Akureyri, 23. Febr. 1907. Ávarp þetta var undirritað af 158 félögum Skjaldborgar, köri- um og konum. Vilhelm Knudsen hafði ritað ávarpiö með venju- legri snild og Stefán Björnsson dregið um það skrautumgerð. Var henni svo háttað, að efst sat valur á grjótvörðu, en frá henni voru skaraðar skjaldarraðir og á þá ritað nafn félagsins, einn staf- ur á hverjum skildi. Opin bók lá að fæti vörðunni og mátti á henni lesa: “Guðmundur Hannesson: í afturelding”, en á vörðunni sjálfri voru nöfn félagsstjórnar- innar. Niöur frá skjaldarööunum báðu megin liðuðust bönd, en á þau voru rituð nöfn stofnenda fé- lagsins. Var þetta gert af hinni mestu list. Á eftir var sungiö kvæöi það sem hér fer á eftir og hafði Páll Jónsson kennari ort það. Minnumst íslands sönnu sona, sem til góðs fá leitt, bá'ðum vængjufn ’beztu vona byr sem hafa veitt. Gleymum aldrei ást að gjalda eða vinahót þeim sem réttu horfi halda hættu hverri mót. * * * Tímans raddir til vor kalla: Treystið gæfu enn, fram til stríös með alla, alla íslands beztu menn. Nú þarf vit og vaskar hendur, vel oss dugar þá, hagur vor í hættu stendur, hvergi skeika má. Þó að margir vaki á verði, vörn sé snörp og góð, fræknir beiti frelsissverði fyrir land og þjóð, alt of fáir enn sér voga út í stríðsins þraut. Ular venjur ýmsa toga enn af réttri braut. Geymist þó í eðli insta eldheit frelsisþrá; langur svefn og húmið hinzta hverfur bráðum frá. Brjóti hlekki bundinn kraftur, brestur oss ei þrótt. Þá mun loksins elda aftur eftir dimma nótt. * * * Heill sé þér, sem vel á verði vaktir langa hríð, frækinn beittir frelsissverði fyrir storð og lýð. Fylking landsins fremstu sona för þú hefir greitt, báðum vængjum beztu vona byr og krafta veitt. Nokkru siðar flutti séra Matthí- as Jochumsson Guðmundi þessi gamanstef. Að beita oddi og eggju þú einatt slyngur varst er hjarnarklett sem kökur þú klaufst og sundur skarst. Og hundrað sinnum Helja varð hrædd og rauk á gátt er þrjú á lofti þóttu og þú með einu vátt! Þú veldur Gunnars geiri, þótt glymji’ ei vopn þitt hátt, og hetja honum meiri þú heita, vinur, mátt. “Til ills er kappans kraftur” — svo kvað hinn forni ver — “ef enginn rís upp aftur, sem eitt sinn geir minn sker.” En það er öfugt orðið, því oft þú tekur lim, en höggur saman sárin, því svo er list þín fim, — svo voðakæn til víga, og vopnin dæmalaus; þau seiða stykkin saman og sauma bol við haus!— Með pennans odd og eggju og andans guðamóð nú veður þú á verri og voðalegri slóð. Úr ‘Skjaldborg’ reiðir Sköfn- ung og skörulega berst og fæst ei um né fárast, hver fellur eða verst. Og söm er sál og dugur og sannleiks ástar rögg, og kynlands hreystihugur við hvert þitt Iag og högg. Og hót ei þarf að hræðast, þótt hlaðir einum draug, að standi ei strax upp aftur & stjórnardeilu haug! Þvx Hjaðningar á hólmi þar heyja grimmlegt stríð, sem aldrei tekur enda um alla heimsins tíð. sú heitir Stjórnar-Hildur, sem hirðir þeirra val; hún vekur fallna firða við fyrsta hanagal. — En heill þér sanxt, sem hefur svo hvellan lúður þeytt, að jafnvel sá er sefur nú sér hvað um er deilt. Og tvöföld heill, ef Hildi svo hætt þú veitir sár, að friðurinn fagurmildi oss faðmi þúsund ár! —Norðurland. -------o------ Thos. H. Johnson, Islenzkur lögfrseBlngur og mAl»- fterslumaöur. Skrlfstofa:— Room SS Canada IMt Block, auöaustur hornl Portagi avenue og Main st. Ctanáskrift:—P. o. Box 1S«4. Telefön: 42S. Wlnnlpeg, Man. Hannesson & White lögfræðingar og málafærzlumenn. Skrifstofa: ROOM 12 Bankof Hamilton Chamb. Vor hressiiigarlyf. Dr. Williams’ Pink Pills búa til mikið, rautt, heilsusamlegt blóð. Kuldi vetrarins neyðir rnenn til að loka sig inni í hituðum, loft- litlum herbergjum, bæði á heirnil- unum, í vinnuherbergjunum og í skólunum. Þetta eyðileggur lífs- fjör jafnvel þeirra, sem vel hraustir eru. Blóðið verður þykt af óheilnæmi, lifrin skemmist, nýrun veikjast, svefninn endur- nærir ekki og maður vaknar jafn- máttfarinn og maður sofnar. Mað- ur verður leiðindafullur, fær ef til vill höfuðverk og útslátt um hör- undið. Þannig er ástatt fyrir mörgum á vorin. Allir geta búist við þessum kvillunx, ef þeir ekki auka blóðmagnið með góðu hress- ingarlyfi, eins og Dr. Williams’ Pink Pills eru. Þessar pillur eyða ekki einasta þessurn kvillum, held- ur várna íjaftxframt jsjúkdómun- um, sem oft fylgja þeim, t.d. gigt, taugaveiklun, blóðleysi, meltingar- leysi og nýrnaveiki. Dr.Williams’ Pink Pills eru ágætlega gott vor- meðal. Hver einasta inntaka af þeim býr til nýtt, rautt og mikið blóð. Hver einasti dropi af hinu nýja blóði hjálpar til þess að styrkja hinar ofreyndu taugar, eflir máttinn og rekur alla sótt- næmisgerla á burtu úr líkamanum. Ef þér brúkið pillurnar reglulega eykst yður afl og þróttur til þess að standa á móti sterkjuhitanum á 1 komandi sumri. Mrs. Jas. Mc- Donald, Sugar Camp, Ont., segir: Eg var orðin mjög máttfarin og hafði enga matarlyst. Eg gat tæplega verið á ferli, og fann að mér fór sífelt hnignandi. Eg af- réði því að reyna Dr. Williams’ Pink PiIIs, og aður en eg var búin að brúka úr einni tylft af öskjum var eg orðin eins frísk og nokkru sinni áður. Matarlystin örvaðist og nú er eg fær um að sinna störf- um mínum að öllu leyti. Eg álít Dr. Williams’ Pink Pills bezta hressingarlyfið sem til er.” Það er heimska að vera að taka inn hreinsunarlyf á vorin. Náttúr- an krefst meðals sem byggi upp líkamann. En hreinsunarlyfin veikja hann. Þetta meðal verkar á blóðið, sem nauðsynlegt er, en ekki á innýflin. Dr. Williams’ Pink Pills eru blóðlækningarlyf,— þær búa til mikið, hreint, rautt blóð og styrkja öll líffæri líkam- ans. Gætið þess að fult nafn: “Dr. Williams’ Pink Pills for Pale People” sé prentað á umbúðirnar utan um hverja öskju. Allar aðr- ar svonefndar Pink Pills eru eftir- stælingar. Seldar hjá öllum lyf- sölum, eða sertdar með pósti, fyrir 50 c. askjan, sex öskjur fyrir $2.50, frá “The Dr. Willams’ Me- dicine Co., Brockville, Ont.” Telephone 4716 Dr. O. Bjornson, [ OFncE: 650 WILLIAM AVE. TEL. 8, £ Offick-tímar: 1.30 til 3 og 7 til 8 «, h. } House: ð»o McDermot Ave, Tel. 4300 vna) Office: 650 Wllllem eve. Tel, 89 ( 1 HoURS:ljto«ail7to 8 P.M, * I Residehce: 6»o McDermot eve. Tel.4300 WINNIPEG, v-. X. MAN. ? ^</WA/wO I. H. Gleghorn, H D læknlr og yflrsetnmaður. Heflr keypt lyíjabúBina & Baldur, og heflr þvl ajálfnr umsjón & öllum meB- ulum, sem hann Iwtur fr& sér. Ellxabeth st., BALDCR, - MAN. P.S.—Islenzkur tölkur viB hendlna hvenær sem þörf grerist. A. S. Bardal 121 NENA STREET, selur líkkistur óg annast nm útfarir. Allur útbön- aöur sá bezti. Ennfrem- nr selur hann allskonar minnisvarða og legsteina Telephone 3oS hÆ, Paulson. - selur Giftingaleyflsbréf MaþleLeaf Renovatiag Works Karlm. og kvenm. föt lituö, hreins- uð, pressuð og bætt. TEL. 482. Píanó og Orgel enn óviÖjafnanleg. Bezta tegund- in sem fsest í Canada. Seld með afborgunum. Einkaútsala: THE WINNIPEG PIANO & ORGAN CO. 295 Portage ave. KJÖTVERZLUN. Eg undirskrifaður hefi keypt kjötverzlun Þeirra Sigurðsson & Johnson að 666 Notre Dame ave., og óska eftir víðskiftum Islend- inga. Að eihs bezta kjöt verður á boð- stólum. Fljót afgreiðsla. Sent heim til þeirra, sem þess óska. CHRISTIAN OUAFSSON. Phone 6906. Jttmtib fftir — þvi «ð —; Bdðg’s BuBíinoapapplr ixeldur húsuntim heitumj og vsrnar kulda. Skrifið eftir sýnishom- um og verðskrá til TEES a PERSSE, L™- áOHNTS, WINNIPEO.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.