Lögberg - 18.04.1907, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18 . APRÍL 1907
LESIÐ.
Eg hefi eftirfylgjandi hús og
lóBir, ásamt fleirum, til sölu:
1. Stórhýsi No. 349 Simcoe, 10
herbergja hús, alt meö ný-
tfzku sniöi. Til sölu fyrir
$3,400, aö eins í nokkra
daga.
2. Mjög vandaö hús á Simcoe,
milli Notre Dameog Welling-
ton, á $2,500. Vægir borgun-
ar skilmálar.
3. Góö lóö á Toronto st., rétt
hjá Sargent, meö litlu húsi
á. Aö eins $1,200.
4. Skoöiö húsin Nr. 548 og 550
á Lipton st. Koiniö svo og
semjiö um kaup á þeim. Þau
eru þess virö, sem beöiö er
um fyrir þau.
EldsábyrgO og lífsábyrgS seld..
Lán útvegaö á fasteignir.
Phone 324.
B. PÉTURSSON,
704 Simcoe st.
Er þar helzt til litiö gert úr eöli
legri hnýsni alþýöu þegar 'slíka
gesti ber aö garöi.
Höfundurinn er samt yfir höf-
vel kunnugur sveitalífinu á ís-
landi, lýsingarnar á því og ísl.
náttúrunni víöa smellnar og lauk-
réttar.
Nokkur mállýti eru á bókinni, en
þau viröast stafa af óvandvirkni
fremur en þekkingarskorti, og
varar höfundurinn sig sjálfsagt á
þeitn i næstu bók, er von mun á
sem framhaldi af þessari sögu.
HAFBLIK, kvœði og söngvar eft-
ir Einar Benediktsson, Reykjavík,
1906. fSiguröur Kristjánssonj 184
Bls. Meö mynd höfundarins.
Bókafregn.
HALLA, söguþáttur úr sveitalif-
inu, eftir Jón Trausta. Reykjavik
1906 ('Arinbjörn Sveinbjarnarson
og Þorst. Gíslasonj 224 bls.
Eftir höfundinn, er ritar undir
gervinafni hafa áöur birzt ýms-
ar stuttar íslenzkar skáldsögur, en
Halla er sú siöasta og langlengsta.
Þetta er ástarsaga. Hún er
ekkert frumsmíöi, en vart hægt aö
telja hana stæling heldur. Eigi
mun fólki finnast sagan fara vel
eftir því sem aö jafnaöi er kallaö.
Samt er hún býsna skemtileg af-
lestrar, því aö meöferö efnisins er
mjög liöleg og ber vott um aö
höfundinum hlýtur að vera mjög
létt um aö rita.
Aðalpersónan er bláfátæk, um-
koumlaus sveitastúlka og heitir
Halla. Prýöisvel gefin, kjarkmik-
il í raunum sínum og gædd barns-
legra göfuglyndi en aö jafnaöi
mun auðið að finna hjá flestum
þeim konum, er hærra eru settar i
mannfélaginu. Og í eðli sinu er
hún miklu saklausari en mörg sú,
sem ekki hefir hrasaö,eins og kall-
aö er.
Lýsingin á þessari stúlku tekst
höfundinum prýöisvel gegn um
alla bókina.
önnur persónan, sem mest kem-
ur viö söguna, er presturinn, elsk-
hugi Höllu. Hann er lítilmenni.
Ekki meira lítilmenni þó, en dæini
eru til. Býsna átakanlegt mann-
leysismerki viröist þó sérstaklega
vera sá mikli feginleikur, sem
hann lætur í ljósi, þegar þaufhann
og Hallaj eru að skilja í síðasta
sinni. Þegar hvorugt þeirra sér
neinn veg til aö losna úr vand-
ræöum þeim, er ást þeirra hefir
leitt þau í, og eina sjáanlega úr-
ræöiö til aö bjarga mannorði
prestsins 5 heimsins augum viröist
vera aö Halla fyrirfari sér.
rSteypi sér í hverinn, sem þau
voru stödd viö?j. •'Viröingarvert
er þaö af höfundinum aö hann
leitast þó eigi viö aö sverta van-
kosti þessa manns um skör fram
í augum lesendanna. Hann er aö
reyna aö sýna sem sennilegasta
mynd af þeirri dökku hlið vertt-
leikans, sem hann er aö mála.
Óeölilegur galli er þaö samt á
frásögninni, hve lengi höfundttr-
inn lætur þaö dyljast, aö prestur-
inn hafi veriö kvæntur, því aö
býsna fátitt mun þaö hafa verið,
og að líkindum eins dæmi, áþeim
tima sem sagan er látin gerast, aö
eigi hafi kvisast um kvonfang
presta svo mánuðum skiftir, enda
'þótt nývígöir væru suður í Vík og
sezt heföu aö á útkjálkabrauöum.
Það er víst óhætt aö fullyrða aö
Einar Benediktsson var orðinn
kunnur íslendingum sem eitt ein-
kennilegasta skáld hinnar yngri
kynslóðar vorrar áöur en Hafblik
komu út, enda ýms ljóðmælin sem
þau flytja áötir prentuð, í blööun-
um og víðar. Meiri hlutinn er
samt ný kvæöi, lík aö svip og kost-
um hinum fyrri kvæöum hans.
Þaö segjum vér því, aö Einar
Benediktsson er aö því leyti ein-
stakur í sinni röð, að öll kvæöin
hans bera hans merki. Hann er
flestum núlifandi íslenzkum skáld-
um lausari viö það, aö vera stæl-
ingarmaöur. Á þaö alls ekki til
—Það sem helzt hefir verið fund
ið aö ljóöum hans er þaö, áö þau
séu ekki við alþýðuhæfi, og eigi
viljum vér neita því, aö hann er
býsna myrkur og enda ofmyrkur
allvíöa til þess aö geta kallast al
þýöu skáld, en þó munu þess
dæmi finnast að ýmsir alþýðu
menn kunna mörg kvæöi eftir Ein-
ar Benediktsson utan bókar, og
víst er um þaö, aö eigi veröur
honum þegar á alt er litiö neitaö
um háan sess í bókmentum vorum
tslendinga.
Hvorki er hér tími eöa rúm til
aö lýsa þessari nýju bók E. B
eins og hún á skilið, og látum vér
oss nægja aö benda á fáein atriði
er helzt einkenna hana.
Ljóöin lýsa því aö þróttmiklar
og djúpar tilfinningar vaka
brjósti skáldsins, en mikil og auð
fundin viökvæmni dylst þar á bak
viö. Um hvorttveggja ber þetta
niðurlagserindi í “Hljóöaklettur”
vott:
“Hljómspegill anda míns, hvelf-
ing blá,
i hæö þína snýr sér min leynd-
asta þrá.
Minn hugur er bylgja meö
hrynjandi fall,
sem hnigur aö ljósvakans strönd
um.
Og hjartaö á lífsviljans hrópandi
kall.
Himinn, geföu mér bergmáls-
ins svar.
Heyröu mitt orö við hinn yzta
mar
í ódáins söngvanna löndum.”
Viðkvæmnin í kvæðunum yröi
ljósari ef alvörusvipurinn yfir
þeim væri minni en hann er.
Þ"á eru likingarnar í þessum
ljóðum ekki tilkomuminstar. Þ'ar
á höfundurinn fáa sína líka.
í “Slútnesi” segir hann:
”í austri rís sveigur af eld-
skreyttum hæöum
sem ennisspöng yfir vatnsins
brá”,
og síöar í sama kvæöinu;
“Mér finst eins og speglist fjötr-
uö sál
í frjóhnappsins daggar auga.”
Eöa í “Nótt”, þar sem hann tel-
ur “visnar grundir”, sem “nóttin
og myrkrið” hvílir yfir
“Eins og hreiöur hrafnsins
bringu undir.’”
Lýsingarnar eru líka frábærar,
t. a. m. í “Hljóðaklettur”.
“Þú ríkir í hreyfing og lífi alls
lýös
lögmál hins eilífa, skammsýna
stríös,
straumniöur aflsins um lá og
lönd,
sem leitar aö endursvari.
í brimsins rómi þú stynur viö
strönd,
í stormsins gný yfir höfin flýrö,
og blikar i morgunsins bjarma
og dýrö
og blaktir í kvöldroöans skari!”
Og þegar hann er aö lýsa inn-
sigling um Borgarfjörö í “Hauga-
eldur”;
“Jöklanna enni sjást upprétt
og skær
efst upp til lands yfir skýjanna
kafi.
Og snjóheiðar falda fannhvítu
trafi
meö flakandi skikkjulafi.
En undir er daggarúöans sær;
í eiminum marar til hálfs hver
bær,
með fjúkandi reykjum fjær og
nær,
sem ferðlaus skip sjáist kynda’
út á hafi.”
Eða í “Skríflabúöin”, þar sem
hann lýsir okraranum:
“Okrarans höfuö hrokkiö og
grátt
hvimaöi um syllur og snaga.
Melrakka-augaö flótta flátt,
flæröin rist í hvern andlitsdrátt
og glottiö ein glæpasaga.”
Hrein og sterk ættjaröarást
skín í gegn um fjölda mörg kvæði
hans. Þannig segir hann í “Slút-
nesi’’:
meinlegar prentvillur slæöst inn í
hana, og hefir höfundurinn leiö
rétt þær helztu í formálanum.
BENEDIKT GRÖNDAL áttrceS-
ur. Reykjavík 1906. ('Siguröur
KristjánssonJ. 128 bls.
Rit þetta er í fimm köflum. í
fyrsta kaflanum ritar Jón Jónsson
sagnfr. um ýms æfiatriöi Grön-
dals, í öörum kaflanum Guöm.
Finnbogason um skáldskap h*ns, í
þriöja kaflanum Finnur Jónsson
um Gröndal og fornfræöi og í
fjóröa kaflanum Helgi Jónsson
um Gröndal og náttúrufræðina, en
í síðasta kaflanum Þ'orst. Erlings-
son þaö sem hann kallar “Dálítiö
um Gröndal.” Allar þessar rit-
gerðir lýsa gamla skáldinu einkar
ljóslega, og starfi hans í þarfir ís-
lenzku þjóöarinnar, sem eigi
veröur oflofaö. Sjálfur hefir
kostnaðarmaöurinn (S. Kristjáns-
sonj ort kvæði til Gröndals og er
þaö fremst í bókinni.
Þetta minningarrit um Gröndal
er í alla staöi eigulegt, og frá-
gangur og pappír sérlega vandaö-
ur. Mynd af Gröndal fylgir
hverri ritgeröinni fyrir sig.
Á kostnaðarmaðurinn þakkir
skiliö fyrir að hafa orðið til þess
aö sýna skálda-öldungnum þenna
réttmæta og viðurkvæmilega
heiöur.
REIÐHJÓL.
Nú fara menn aö þarfnast reiöhjólanna. Þá munu
fiestir hugsa sér aö fá sér ny reiöhjól. Þegar þér kaupiö
ný reiöhjói þá verið viss um að kaupa þær teg-
undir sem hægt er að fá viðgerð á hér í bæn-
um,
Þess vegna skuluö þér kaupa: Brantford, Perfect,
Silver Ribbon, Massey, Cleveland, Rambler eöa Im-
PERIAL.
Á undanförnuin árum höfum vér haft tæki til aö gera
viö þessar tegundir reiöhjóla hér í Winnipeg og höfum þaö
framvegis.
teda Cycle & Mor Co.,
WINNIPEG-.........
“Hve frítt væri aö sjá frá heiö-
um til hafna
stráö hólmans blómum um alt
þetta land;
breiðast hans skraut um hvern
blásinn sand
og brekkurnar klæöa til efstu
hæöa.
Þá hækkaöi og fríkkaði fjalls-
ins mynd
ef frjósemi dalsins snerti þess
tind.
Hve gott væri reitsins gróöri aö
jafna,
um grýtta landið frá fjöllum til
hafna;
sjá grösin vefja sinn vermandi
feld—
og vernda og fela lífsins eld
undir klakanum kalin og feld
með kjarna, sem aftur skal
dafna”.
“Dettifoss”:
“Hve mætti bæta land og Iýös
vors kjör
aö leggja á bogastreng þinn
kraftins ör”—
Og í kvæöinu “Til fánans”:
“Gætum hólmans. Vofi valur
víöskygn yfir storö og hlé.
Enginn fjöröur, enginn dalur
auga hauksins gleymdur sé.
Vakið, vakiö, hrund og halur,
heilög geymiö íslands vé”.
Eitt af síöustu kvæöunum í þessu
jóöasafni er dálítið brot af þýö-
ingu skáldsins á “Pétri Gaut”, sem
mun fæstum íslendingum kunn,
)ví aö eigi voru 'gefin út nema
íundraö eintök af henni. Sú þýö-
ing er aö dómi mentamanna vorra
hiö mesta snildarverk.
Ytri frágangur bókarinnar er í
dágóöu lagi, en þó hafa ýmsar
EIMREIÐIN XIII. ár, I. hefti.
Efnisyfirlit:
Guöm. Friðjónsson; Handan yfir
landamærin.
Matthías Jochumsson: Kirkjan og
kristindómurinn.
A. Olrik: Norrænar þjóöir á vík-
ingaöldinni.
Steingr. Matthiasson: Pestin eöa
“Enski svitinn.”
Sigurður Guömundsson: Þorst.
og Þyrnar.
Ritsjá eftir Valtý Guömunds-
son, Jón Stefánsson og Andrés
Björnsson.
íslenzk hringsjá eftir Valtý
Guðmundsson, Jón Stefánsson og
Helga Jónsson.
íslenzk
SKlRNIR. 80. ár. IV. hefti.
Efnisyfirlit:
Bjarni Þorsteinsson:
þjóölög.
Þorvaldur Thoroddsen: Feröa
þættir frá Bretlandi.
Björn Jónsson, prestur: Islenzk
höfuöból. Hólar i Hjaltadal
og Hólabiskupsdæmi.
Leo Tolstoj: Þrjár spurningar,
saga (G. F. þýddij.
Benedikt Bjarnarson: Nokkur orð
um bókmentir vorar,
Klemens Jónsson; Úr bréfum frá
Jónasi Hallgrímssyni.
Ritdómar; eftir B. M. Ólsen, Guö-
mund Finnbogason, T. Hall-
grímsson og Sig. Sigurðsson.
Björn Jónsson, ritstjóri: íslands-
fréttir 1906.
Sami; Erlend tíðindi.
Jón Jónsson prófastur: Grund-
völlur íslenzkrar stafsetn-
ingar.
Skýrzlur og reikningar Bók-
mentafélagsins.
Bæöi íslenzku tímaritin eru
löndum vorum hér kærkomnir
gestir, því aö þau flytja nú sem
tíöast endranær notadrjúgan, ís-
lenzkan fróðleik vestur um hafiö,
og gefa íslendingum hér skipu-
legri hugmynd um hiö helzta er
gerist meö þjóö vorri austan hafs,
í menningaráttina, en flest annaö
ritmál aö heiman sent.
——0-------
Sumardaginn fyrsta,
fimtudagskveldiö, 25. Apríl 1907
veröur
CONCERT and SOCIAL,
undir umsjón ,,Hörpu, I.O.G.T.", haldið.x Good-Templara byggingunni á
horninu áSargent Ave. & McGee St., til styrktar fyrir pianó-sjóð bygging-
arinnar.
PROGRAH:
1. Piano Duet: .............. Misses Thorlackson & Thomas.
2. Recitation: ........................ Miss S. Bergman,
3. Solo: ............................. Miss S. Hinriksson.
4. Double Play. — Stuttur leikur.
5. Quartette: .... Messrs Thorólfssoo,Jónasson.Johnson & Clemens.
6. Upplestur: ......................... Miss I. Björnsson.
7. Duett: ......................J, Pálsson Sc J. A. fohnson.
8. Recitation: ........................ Miss M. Johnson.
9. Solo: ..................................Ch. Clemens.
10. Nei. Stuttur gamanleikur.
11. PianoSoIo: ...................... Miss L. Halldórsson.
12. Quartette,
13. Selo:................................. H. Sigurðsson.
14. Veitingar.
Byrjar stundvíslega kl. 8. — AÐGANGUR 35 CENTS.
Nýtt smjörgerðarhús.
Fyrir nokkru síöan var stofnaö
til fundar í skólahúsi Geýsis-bygö-
ar í því augnamiöi aö fá vitneskju
um hvert ýmsir bændur þar find-
ist eigi gerlegt aö koma sér upp
smjörgerðarhúsi.
Árangur þess fundar varö sá,
aö sex manna nefnd var kosin til
aö kaupa land undir stofnunina og
hafa aðrar nauösynlegar fram-
kvæmdir á hendi þessu máli viö-
víkjandi. Landiö fyrir stofnunina
var keypt af Mr. Stefáni Guö-
mundssyni, og er á hagkvæmum
staö þar er vestari aukabraut C.
P. R. fél. kemur aö fljótinu ('Tou-
lon brautin).
Næsti fundur til aö greiða fyrir
þessu máli var haldinn 10. þ.m. í
Árdals skólahúsinu. Er sá fundur
talinn aö hafa verið fjölmennur.
Á honum voru samþykt lög fyr-
ir félagið, og var aö afloknum
þeim fundi tala meölimanna
fjörutiu og fimm er skrifuöu sig
fyrir hlutum í félaginu.
í starfsmannanefnd þess eru
þessir menn;
Thomas Björnsson (forseti),
Sigmundur Sigurðsson ('vara-
forsetij,
Björn Sigvaldason /'skrifari og
féhiröirj,
Stefán Guðmundsson,
Árni Bjarnarson,
Páll Halldórsson,
H. W. Friöriksson.
Á fundinum voru þeir Mr. Thom-
as Björnsson og Mr. Sigmundur
Sigurðsson kosnir í einu hljóöi til
að hafa á hendi óhjákvæmilegar
framkvæmdir fyrir félagiö og
komu þeir hiragaö til bæjarins í
einum þeim erindum um síðast-
liöna helgi.
Stofnun smjörgeröarhúsa út
um bygðirnar er, ekki sízt meöal
bænda, myndarlegur fjörldppur
og þeim ætti aö fjölga í íslenzku
bygöunum. Slíkar hreyfingar hjá
bændunum eru sennilegast vottur
um framtíöaráhuga, en framfara-
áhuginn er undirrót vaxandi vel-
gengni og velmegunar.
A. S. BABDAL,
selui
Granite
Legsteina
alls kcnar stæröir.
Þeir sem ætla sér aö kaupa
LEGSTEINA geta því fengiö þá
meö mjög rýmilegu veröi og ættu
aö senda pantanir sem fyrst til
____ fT
A. S. BARDAL
121 Nena St.,
Winnipeg, Man