Lögberg - 25.04.1907, Page 1
Þakklæti!
Vér þökkum oílum okkar íslenzku viCskifta-
vinum fyrir góö viöskifti sít5astliöiö ár og
óskum eftir framhaldi fyrir komandi ár.
Anderson Sl Thomas,
Hardware & Sporting Goods.
B38 Hain Str Telephone 33«
Yér heitstrengium
a8 gera betur vi8 viöskiftavini vora á þessu
ári en á árinu sem leiS, svo framarlega a8
þa8 sé hægt.
Anderson ðt Thomas,
Hardware & Sporting Goods.
538 MainSt. Te/tphene 339
20 AR.
Winnipeg, Man., Fimtudaginn,
25. Apríl 1907.
NR. 17
Fréttir.
Nýlega hefir páfinn útnefnt sjö
nýja kardinála. Þeir eru allir It-
aíir nema einn, sem er Spánverji.
Hinn alkunn ameriski ráðunaut-
ur i utanríkismála stjórnardeild
Japana, Henry W. Denison, hefir
nýlega verið skipaður af míkadó-
nium til að mæta á friðarfundin-
um í Hague sem fulltrúi. Ætlar
Denison að leggja á stað frá Tok-
io seint í 'þessum mánuði og fara
austur um Ameríku. Er hann eini
japanski fulltrúinn þaðan að aust-
an, sem fer ,þá leiðina. Hinir
ferðast vestur um Síberíu og
Rússland og þaðan til Hollands. J
Nýkomið símskeyti frá Valpar- j
iso, jarðskjálfta-borginni í Chili-
ríkinu í Suður-Ameríku, flytur |
þær fregnir, að eldfjall nokkurt,
er kallað er Puyeuhe, og liggur í
grend við vatn eitt Því samnefnt í
Valdivia-héraðinu, sé nú farið að
gjósa í ákafa. Fylgja eldgosi
þessu myrkur, jarðskjálftar og
öskufall. Af jarðeldinum i fjalli j
þessu kvað og hafa kviknað í
skógum í grend við J>að, og hafa
menn og skepnur orðið að flýja
undan ófögnuði þessum.
Mælt er, að Rússar hafi nýlega
tekið upp þann sið,á járnbrautinni
milli Moskva og Pétursborgar, að
nota tuttugu og fjögra klukku-
stunda timaskiftingu á klukkum
sínum í stað tólf, sem áður var
titt. Eru Rússar taldir að hafa
orðið fyrstir af Evrópuþjóðunum
til að taka upp þessa breytingu,
sem hefir óneitanlega ýmsa kosti
og meðal annars þá, að sama tima-
markið verður eigi endurtekið all-
an sólarhringinn, til þess að girða
fyrir misgáning og óhöpp af
þeim sökum við starfrekstur járn-
brautanna. Vesturheimsmenn
hafa áður tekið upp þessa tima-
skiftingu.
Ófriðurinn í Mið-Ameríku má
nú heita til lykta leiddur, og allar
horfur á því, að stefnt verði jnn-
an skamms til fulltrúaþings af
hálfu hijina ýmsu ríkja þar til að
koma á og tryggja frið milli
þeirra.
Austurríkisstjórn kvað hafa á-
kveðið að nota eftirleiðis rafur-
magn sem hreyfiafl á öllum þeim
brautum i landinu, ér stjórnin hef-
ir til umráða. Hefir allfjölmenn
nefnd af verkfræðingum vérið
skipuð til þess að skoða fossa þá
er i grend við brautirnar íiggja,
og á að nota aflið i þeim til að
knýja flutningsfærin áfram.
Fundurinn milli stjórnarfor-
manna úr öllum brezku nýlendun-
um, sem minst var á hér í blaðinu
fyrir skemstu, var settur 16. þ.m.
í Lundúnaborg undir umsjá rikis-
ritara, jarlsins af Elgin. Forsæt-
isráðgjafi Englands, Sir Camp-
bell-Bannermann, flutti langa
velkomenda ræðu við það tæki-
færi, og nefndi þar meðal helztu
umræðu-atriðin, sem fyrir fundin-
um lægju, verzlunarviðskiftamál-
ið, fólksflutningamálið og land-
vörzlu nýlendanna. Svq er til ætl-
ast að breytt verði eftirleiðis
nafninu á þessum fundi, og hann
nefndur framvegis á ensku máli
'Tmperial Cotiference”, og skuli
hann koma saman fjórða hvert ár
til að ræða um helztu mál er
snerta brezka veldið, og vera ráð-
gefandi samkoma fyrir alríkis-
stjórnina. Tvo fulltrúa eiga hin-
ar ýmsu nýlendur Breta að senda
á þetta þing. í þetta skifti er bú-
ist við að þingið standi yfir um
mánaðartima að minsta kosti, og
heldur það fundi þrisvar í viku,
en mikill timi gengur í heimboð
og veizluhöld.
Nú er Manchúría, er áður var
vígVöllur Rússa og Japansmanna
í ófriðnum mikla, aftur komin
undir Kínastjórn. Samkvæmt
friðarsamningunum i Portsmouth,
áttu bæði hersveitir Rússa og Jap-
ana að rýma landið átján mánuð-
um eftir að samningarnir voru
birtir eða þeim lauk, sem sé fyrir
15. Apríl þ.á. Munu ýmsir hafa
dregið það í nokkurn efa, að stór-
veldin tvö mundu uppfylla þessa
samninga alveg bókstaflega; mun
eigi sizt hafa verið uggað um að
Rússar mundu þrjózkast við að
verða burtu þaðan með allan her
sinn innan þessa tiltekna tíma. En
nú er það ljóst orðið, að sá grun-
ur hefir eigi verið á gildum rök-
um bygður. Allar rússnesku her-
sveitirnar fóru burt úr Manchúria
fyrir 21. Marz Þ.á., og siðustu
japönsku herdeildirnar héldu það-
an heimleiðis til Japan 8. þ.m.
Að eins örfáir japanskir liðsmenn
urðu eftir sem varðmenn við járn-
brautina, en allur herbúnaður og
hergögn önnur í sambandi við ó-
friðinn.eru nú brott tekin og Kína
stjórn hefir heimt aftur yfirráð
sin yfir bæjum öllum og borgum
þar i landi.
Sagt er, að hinar svo nefndu
Haviland-verksmiðjur i Lámoge í
Frakklandi og ýmsar fleiri postul-
línsverksmiðjur þar í landi, hafi
orðið að segja upp fjölda manna
af vinnulýð sínum fyrir þá sök,
að hætt hafa verzlunarviðskifti
þeirra við Ameriku að minsta
kosti um stundarsakir. Orsökin
til þess að hlé hefir orðið á við-
skiftunum er talin sú, að það
hefir komist upp, og verið tilkynt
Bandaríkjastjórn, að áðurnefndar
verksmiðjur selji vörur sínar á
lægra verði í Bandaríkjunum en
nkklandi. og striðir slíkt á
móti viðskiftasamningum lanf-
! anna. Vegna þess að hlé varð á
viðskiftunum mistu fleiri hundr-
uð verkamenn atvinnu eins og áð-
ur er á vikið, og jafnvel tahð lík-
legt að þær ver’-sn.iðju. l. ’tti að
starfa.
Mál hefir verið höfðað gegn
ýmsum auðmörtnum i Alabama-
rikinu, flestum frá New Orleans,
fyrir að hafa brotið lögin viðvíkj-
andi lotteríum. Er mælt að eign-
ir fimm hinna ákærðu hafi numið
hundrað miljónum dollara. Einn
þeirra, F. C. Fitzpatrick, frá Bost-
on, hefir játað bro\ sitt, og dómur
verður kveðinn upp yfir honum 4.
Maí næstkomandi.
í Philadelphia var fyrir skemstu
tekin fastur maður nokkur að
nafni James M. Williams, sem
talið er að gengið hafi að eiga
htfndrað og fimtíu konurt, alls.
Átján þeirra kvenna hefir lög-
reglan þegar fundið. Það var
þrítugasta kona Mr. Williams, er
klagaði hann.
Næstliðna viku létust um sjötíu
og fimm þúsundir manna á Ind-
landi úr svarta dauöa. Flestir af
þeim, sem dóu, voru í Bengal og
þar í grendinni. Drepsóttin gerði
vart við sig á þessu svæði í Októ-
bermánuði 1897 og siöan hafa alls
látist úr henni þar hálf önnur
miljón manna.
iÞ’rír menn brunnu til dauðs en
nokkrir skaðbröndust í eldsvoöa,
sem kom fyrir í stóru þvottahási
H-’undry j i Montreal 19. þ. m.
Kviknað hafði í einhverjum af
þeim eldfimu efnum, sem notuö
eru til þvotthreinsunar. Fjártjón
af eldinum metið um þrjátíu þús-
und dollara.
Fregnir hafa nýlega borist um
■það, að uppvíst hafi orðið um
samtök til Þess að kveykja í iðn-
aðarsýningar stórhýsum í Dublin
á írlandi, er “opna” átti x næsta
mánuði. Er svo frá skýrt, að þar
sé flokkur manna, er mjög and-
vígur sé því, að sýning þessi yrði,
þar eð þar átti að sýna alþjóða-
iðnað, og telji áður nefndur flokk-
ur það niðrandi fyrir Irlendinga,
að iðnaður þeirra sé þar opinber-
lega borinn- saman við iðnað ann-
ara Þjóða, sem standi þeim miklu
framar í þeirri grein.
Tvær persónur, sem bæði eru
um tírætt, og eiga heima í Ten-
nessee í Bandaríkjunum, hafa lýst
yfir, að þau ætli að gifta sig 26.
Ág. næstkomandi, en sá dagur er
hundraðasti afmælisdagur brúður-
innar. Brúðguminn varð hundr-
að og eins árs 1. Apríl siðastlið-
inn. Hvorugt þeirra hefir gifzt
áður, en þau höfðu verið trúlofuð
á æskuárum og sannast á þeim að
“seint fyrnast fornar ástir.”
I vikunni sem leið var sagt frá
því, að jarðskjálfti hefði orðið í
Mexico. Nú eru komnar greni-
legri fréttir um mannskaðann,sem
af honum hefir hlotist. Segja nú
fréttirnar, að látist hafi fimtíu
manns, og að minsta kosti þrjú
hundruð orðið fyrir áverkum.
Dómkirkjan í borginni Mexico,
einhver hin nafnkendasta kirkja í
heimi, fyrir fegurðar sakir og
aldurs. mörg hundruð ára gömul,
skemdist mjög rnikið. Þó mikið
sé nú að orðið, samkvæmt þessum
fréttum, er þó i ljós látið, af
mönnum á jarðskjálftasvæðinu, að
ókunnugt sé unx ýms spell, sem
jarðskjálftarnir ha.fi valdið og
fréttast muni um þegar lengra
liður frá.
I næsta blaði hér á undan var
minst á verkfall kolanámamann-
anna i Vestur-Canada. Það sem
þeir krefjast er: átta stunda vinnu
tími,að kaupgjaldið sé hækkað um
10 prct. og greitt hálfsmánaðar-
lega. Líklegt þykir, að svo verði
auðið að miðla málunx, að nátna-
nxennirnir taki til starfa laust eft-
ir miðja þessa viku.
Jarðskjálfta varð vart í Lisbon
i Portúgal og víðar þar í grend
21. þ.m. Eigi er þess getið, að
manntjón hafi orðið af þeim.
Simskeyti frá Pétursborg skýr-
ir frá því, að 22. þ.m. hafi fólks-
flutningaskip eitt brotnað í is á
ánni Neva og sokkið því nær sam-
stundis. Miili tuttugu og þrjátiu
manns er haldið að hafi druknað
þar.
,,Kong Trygve“
strandaður-
Um þetta mikla slys hefir Lög-
rétta fengið 2 símskeyti svo hljóð-
andi;
Seyðisfirði, ,27. Marz, kl. 8,10
árd.—Kong Trygve lenti í byln-
um á fimtudaginn í ísnum við
Langanes og brotnaði. Skipverj-
ar og farþegar, 32 tals, fóru í 3
báta á fimtudagsmorgun kl. 8, og
var skipið þá að sökkva. Þetta
var 50—60 enskar mílur suðaust-
ur frá Langanesi. Einn báturinn
kom að landi í Borgarfirði á
laugardaginn og var þar í skip-
stjórinn, skipsjómfrúin, 3 hásetar
og 8 farþegar: Stefán Jónsson
verzlunarstjóri frá Sauðárkrók,
kona hans, systir og systurdóttir,
Árni Stefánsson, Tryggvi Aðal-
steinsson frá Seyðisfirði, Karl
Jónasson frá Svínaskála í Reyð-
arfirði, Helgi ísaksson og móðir
! hans frá Akureyri. Hina bátana
tvo vantar enn, annan meö 13, en
hinn með 5 menn. Af þeirn eru 5
íslenzkir; Jósep Jósepsson kauprn.
á Akureyri og 4 kvenmenn. Mörs-
ö fer norður kl. 10.
Akureyri, 25. Marz, kl. 10 árd.:
Kong Trygve er sokkinn; lenti í
hafís 22. þ.m., 15 milur út frá
Langanesi. Skipstjóri náði Borg-
arfirði eftir 30 klst. hrakning á
stórbátnum, við fjórtánda mann
og voru það flest farþegar. Tvo
báta vantar, annan með 5, en hinn
með 12 rnanns. Á þeim voru far-
þegar Þorleifur prestur Jónsson
á Skinnastað og Jósef Jósefsson
verzlunarmaður á Akureyri. !
Kong Trygve var á útleið, þeg-
ar slysið vildi til; hafði kornið frá
Akureyri og farið til Húsavíkur.
Frézt hefir, að Þorleifur prest-
ur á Skinnastað hafi farið í land á
á Húsavík og er það því ekki rétt
í Akureyrar-skeytinu, að hann sé
einn þeirra farþega, senx vanta.
Staðurinn, sem skipið fórst á,
mun einnig rangt greindur i Ak-
ureyrarskeytinu, en rétt í hinu. Á
það bendir það, að bátur skipstj.
tekur land i Borgarfirði.
Rétt áður en farið er að prenta
kemur enn annaö skeyti um
strandið:
Seyðisfirði, 27. Marz kl. 11. ár-
degis:—Stóra bátnum frá Kong
Trygve var bjargað i gær frá
Fagradal i Vopnafirði og i honurn
10 mönnum lifandi. Stóri og
litli báturinn frá strandinu hitt-
ust á sunnudag utan við Bjarnar-
ey!* Ánnar stýrimaður var þá
veikur og fór hann þá úr litla
bátnum, og kvenmaður með hon-
um yfir í stóra bátinn, en 1. stýri-
maður, Evensen, og annar maöur
með honunx yfir í litla bátinn. All-
ir íslenzku mennirnir eru þá
konxnir fram, en einn hásetinn dá-
inn. Allir að fram komnir. Leitað
er enn eftir litla bátnum. Mörsö
hefir getað fundið hann. Hún er
farin á stað til Færeyja.
Akureyri 27. Marz, kl. 11,15 ár-
degis:—Stóri báturinn af Kong
Trygve náði landi við Kollsmúla
í gærkveldi með 10 menn mjög
máttfarna aíarilla til í’eika. J. Jós-
efsson hafði verið þrautseigastur.
Stórbátinn, senx náði landi í
Borgarfirði, hafði fyrst lxrakið
suður á móts við Reyðarfjörð, en
þá snerist vindur til suðurs, svo
að hann rak aftur norður með
landi til Borgarfjarðar —Lögr.
Tryggva-strandið.— Frá Akur-
eyri er fónað, að J. Jósefsson sé
einn af þeim, sem enn vanta;
hann hefir farið yfir í litla bátinn
við Bjarnarey. — Lögrétta.
-----0----
Fréttir frá lslandi.
Nóttina milli 20. og 21. þ. m.
fórust tveir menn af kútter Kjart-
an, eign Bryde’s verzl. í Hafnar-
firði, skipstjórinn, Sigurður Jóns-
son og Jóhann Jónsson, skipstjóri
af kútter Pollux, sem fór þessa
ferð sem háseti, á meðan veriö
var að gera við skip hans (Tol-
luxj. Slysið vildi til suðaustur af
Vestmannaeyjum og kastaði sjór-
inn skipinu svo, að salt og annað
lauslegt í skipinu kastaðist yfir í
annað borðið og braut þilið, sem
var á milli saltkassans og gangs-
ins fyrir framan lyftinguna; skip-
ið lagðist á hlðina, og lá þannig
einn stundarfjórðung, að eigi var
itnt að rétta það við, þar til annar
kaðallinn, sem liggur aftur með
stórseglsránni, slitnaði, svo að
sjórinn rannúr seglinu, og lyftist
skipið nokkuð upp við það, en þó
eigi til fulls fyr en eftir næstum 2
klukkutíma. Ljóskerin hurfu og
áttavitarnir brotnuðu og alt laus-
legt í skipinu umhverfðist svo, að
ekki var unt að finna skipsbækur
eða sjókort eða neitt Það, er unt
væri að leiðrétta sig eftir. Skips-
höfnin var því mjög nauðulega
stödd. Stýrimaður skipsins, Gísli
Gunnarsson, sem að vísu hefir
verið rnörg ár stýrimaður, en hef-
ir ekki lært sjómannafræði, tókst
stjórnina á hendur, og er karl-
mensku hans og snarræði við
þetta tækifæri viðbrugðið. Litlu
síðar sá Gísli til annars skips, dró
upp neyðarflagg á Kjartani og
beið þess áð skipið kærni til
þeirra; þetta var kútter Ester
(skipstj. Kristinn Brynjólfsson
frá EngeyJ; var þá svo ilt í sjóinn
að ekki var unt að komast á milli
skipa og beiddist Gísli því að
mega fylgjast með Ester þar til
þeir sæju land og væru úr hættu,
og veitti Kristinn það fúslega.
Þeir sigldu því þan ndag allan og
lágu svo nærri hvor öðrum um
nóttina sem unt var; daginn eftir
sigldu þeir enn, þar til þeir voru
komnir vestur undir Reykjanes,
og þar skildu skipin kl. 4 e . h.
laugardag. Hélt Gísli til Hafn-
arfjarðar um kveldið og kom
þangað á sunnudagsinorgunínn.
í sjóvolki þessu hafði skipið
reynst afbragðsvel og skipshöfnin
sýnt framúrskarandi hugrekki,
nær því undantekningarlaust, og
lofsverð er hjálp sú og umönnun,
er hr. Kristinn Brynjólfsson veitti
henni, enda er hann talinn með
beztu skipstjórum og drengur
hinn bezti. J.
Magnús Smith,
ritstjóri tafldeildarinnar í “Free
Press”, hefir auglýst, að innan
skamms byrji áframhaldandi
skákdænxa “tournament”, og gefi
hann á hverjum mánuði litla gull-
medalíu eða hnapp þeim, er flest
skákdænxin hafi ráðið. Verður sá
svo að byrja upp á nýtt, svo að
allir keppinautar hans hljóta að
vinna hnapp áður en hann vinnur
í annað sinn. Tvö tvíleiks- eða
þríleiks-skákdæmi verða prentuð í
hverri viku og keppinautar verða
að levsa úr þeim—finna leikina til
að máta í svo mörgum leikjum.
Magnús vonast til að senx flest-
ir islenzkir taflmenn taki þátt í
þessari skákdæmaraun, með því
að það kostar ekkert nema nokk-
urn tíma, og allir hljóta að vinna
fyr eða síðar. 'Nánari upplýsing-
ar verða prentaðar í tafldeiídinni,
sem kemur út í hverju laugardags
og vikublaði “Free Press.”
Ur bænum.
í dag (fimtudagj leggur hr.
fasteignasali Á. Eggertsson, bæj-
arfulltrúi, ásamt með konu sinni,
á stað í skemtiferð suður til
Bandaríkjanna og vestur á Kyrra-
hafsströnd. Er ferðinni fyrst
heitið til borgarinnar St. Paul í
Minesota, og búast þau hjónin
við að standa þar við í tvo daga.
Þaðan ætla þau til borgarinnar
Omaha í Nebraska-ríkinu, Denver
City, Colorado Springs og Grand
Cannon í Colorado-ríkinu. 3>ví-
næst halda þau til borgarirmar
Ixxs Angeles í California og búast
við að dvelja þar í viku. Síöan
afla þau að leggja leiö sína norð-
ur Kyrrahafsströndina og koma
við í San Francisco, Portland, Se-
attle, Victoria og Vancouver og
heimsækja landa sína þar. Þ?ðan
ía’-a þau til Kamloops í Brit Co’-
umbia og Calgary í Alberta, og,
ef til vill, ferðast Þau eitthvað um'
ísl. nýlenduna í Alberta, áður en
þau halda heimleiðis. Hingað til
Winnipeg búast þau hjónin ekki
við að koma fyr en seint í Maí.
Á meðan Mr. Eggertsson er að
heiman gegnir Halldór bróðir
hans störfum hans á skrifstof-
unni.
Kvenfélag Fyrsta lút. safnaðar
býður hér með til sín öHu ógiftu
fólki innan safnaðarins til skemti-
fundar miðvikudagskveldið fyrsta
í sumri ("5. Maí næstk.J. Samsæt-
ið verður haldið í sunnudagsskóla-
sal Fyrstu lút. kirkju. Félagið
sendir engin boð einstaklingum,
en auglýsing þessi á að duga fyrir
alla. Konxið meö Bandalags-
söngvana.
Fyrir hönd kvenfélagsins,
LÁRA BJARNASON,
forseti.
BRÚÐKAUP.
Sunnudagskveldib 14. þ. m. gaf
séra Jón Jónsson í Álftavatns-
bygð saman í hjónaband Hávarð
Guðmundsson, ekkjumann, og bú-
stýru hans Guðnýju Stefaníu Sig-
urðardóttur, að heimili þeirra að
Lundar. — Fór þar fram myndar-
leg veizla, er stóð fram undir
morgun; munu þar hafa komið
saman um 60 manns nxeð ungling-
um, og skemti fólkið sér nxeð
ræðuhöldum, samræðum, söng og
dansi. Veitingar voru hinar beztu
og var þó undirbúningsthni til
veifelu þessarar mjög naumur til
allra athafna. Bæði brúðguminn
og rnágur hans, Pétur Sigurðs-
son kaupm. á Sargent ave. i
Winnipeg, gerðu alt til þess að
boðsgestirnir gætu verið sem á-
nægðastir. Þessir héldu tölur:
Halldór Halldórsson talaði fyrir
minni brúðarinnar, Guðmufridur
ónsson, Rabbit Point, mintist
íennar einnig sem fósturfaðir
hennar, og séra Jón Jónsson talaði
nokkur orð fyrir minni brúðgum-
ans. Þar næst talaði brúðguminn
sjálfur og skýrði frá því með
klökkum huga, sem fæstir munu
xafa vitað, að hann hefði lofað
konu sinni, Kristrúnu sál. Sig-
valdadóttur, er hann átti þar á
undan, því á banasænginni, að
hann skyldi ekki tvístra börnum
þeirra fjórum er í ómegð eru, né
slita búskap, og hann lýsti erfið-
leikum sínum á þeirn fjórum árum
sem liðin eru frá dauða hennar
við að uppfylla þetta loforð sitt.
Enda rná með sanngirni segja, að
hann hefir með stakri stillingu og
drenglyndi haldið þetta loforð, og
þrátt fyrir marga erfiðleika upp-
fylt það. Á þessu tímabili hafði
hann haft fjóra kvenmenn fyrir
bústýrur og bar þeim öllum góð-
an vitnisburð. Meðal þeirra var
kona hans, sem nú er. Það vita
allir, að það er ábyrgðarmikið
starf að taka að sér börn annara,
hvort heldur það er sem stjúpfað-
ir eða stjúpmóðir, en þessi kona
hefir þegar sýnt það í verkinu, að
hún er þeirri ábyrgð vaxin, og að
það sé hennar einlægur ásetning-
ur að reynast móðurleysingjunum
sönn móðir.
Og megni nokkurs heilla- og
velferðaróskir , ekki einasta vina
og vandamanna fjær og nær, held-
ur og allra þeirra, sem þama toru
viðstaddir.þá veit eg að þær fylgja
þeim á þessari nýju Hfsbraut
þeirra. J. J.