Lögberg - 25.04.1907, Side 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. APRÍL 1907
Undir valinu
komiC. Gróft,
amt salt gerir
smjöriB ’tbrag8-
ramt, hversu góP-
ursem rjóminn er
Windsor SALT
gefnr smjörinu þetta góöa, þægilega bragð
og jafna lit.
Wiudsor — þetta
hreinasta og beita salt
—er ódýrast. Þa8 kost-l
ar ekki meira en ann-
að salt, en er drýgra
og betra.
Fæst í öllum mat-
vörubúöura.
Frá New York.
í tímaritinu “Independent”, sem
gefiö er út í New York, og hefir
mjög mikla útbreiöslu, stóö ný-
lega ritgerö sú, sem eftirfarandi
atriði eru tekin úr. Sökum þess,
hversu löng ritgeröin er, höfum
vér ekki þýtt hana oröi til orös,
en tekið aðajinnih'ald hennar og
dregiö saman í eina heild. Grein
þessi er rituö af konu nokkurri í
New York, og segir hún frá smni
reynslu, hvaö umtalsefnið snertir,
á leikhúsin og góöar söhgsam
komur, en ekki megum viö hugsa
svo hátt aö láta eftir okkur þann
aukakostnað, sem slikt hefir í för
meö sér.
Og æfinlega má búast viö ein-
hverjum ófyrirsjáanlegum auka- ■
kostniaði, sem er óhjákvæmiiegur; I
þó manni veiti oft erfitt aö geta
staðist hann. Þannig hefir þaö
haft mjög mikinn kostnaö í för
meö sér fyrir mig, aö láta gera
við tennur minar og augu, sem í
stórbæjunum er hvorttveggja
ýmsum kvillum undirorpið. Koma
læknisins heim á heimili manns
kostar að minsta kosti tvo dollara,
oft þrjá og stundum finim. Þetta
eru mikil útlát fyrir fólk,sem ekki
hefir meiri tekjur en viö höfum.
Viö höfum reynt að bæta kjör
okkar meö þvi, að breyta til. Maö-
urinn minn byrjaði einu sinni á
Verzlun fyrir sjálfan sig. I það
fyrirtæki settum við alt sem við
áttum til, og mistum það alt sam-
an. Tívisvar hefi eg varið pen-
ingum í fyrirtæki,, sem bæöi eg
og aðrir álitu 'gróðavænleg. Og
------- -------, w
og ntun óhætt aö miða viö þá Þau fyrirtæki reyndust lika þann-
ig — öörum en mér. Síðan höf-
reynslu í fleiri borgum en ,New
York einni.
"Af ástæöum, sem ekki er nauð-
synlegt aö taka fram hér, verður
frændkona mannsins míns áð
dvelja hjá okkur hjónunum. Við
erum þannig þrjú í heimili^ og
leigjum fimm herbérgja ‘íbíyö í
marghýsi einu. Herbergin eru
góð sjálf, þegar maöur er kominn
inn í þau, björt, loftgóð og hituö
með heitu vatni. En húsiö sjálft (
er illa hirt. Gangarnir eru sifeld-
lega meira og minna óhreinir,
enda er strætið úti fyrir mjög ó-
þrifalegt. Við höfum ekki efni á
því að búa í betra hluta borgar-
innar en þetta. Við borgum tutt-
ugu og eimn dollar í húsaleigu á
rnánuði, og eg veit ekki til að
hægt sé annars staðar í borg-
fyrir vægari leigu en þetta. En
að leigja herbergi í New York, án
þéssara þæginda, er hreinaáti ó-
gerningur, eins og allir vita, sem
til þekkja
um við hjónin ekki viljað eiga
neitt undir hepninni.
Stundum kemur þaö og fyrir aö
maöur verður að rétta frændum
og vinum sínum hjálparhönd.þeg-
ar þeir eru tæpt á vegi staddir og
sjaldnast er það aö maöur geti
búist við að fá þaö endurgoldið.
Heilir hópar af vmnandi fólki |
mundi þurfa að leita sér opinbers
fátækrastyrks, til þess að geta
Iregið fram lífið, ef frændur og
vinir ekki réttu þeim hjálparhönd
þegar annað hvort sjúkdómar eöa
atvinnuleysi ber þeim að höndum.
Eitt er þaJ5, sem hefir valdiö
mér hvað mestrar áhyggju,og þaö
er, aö mér finst eg aldrei geta ver-
ið óhult um að missa ekki þá
peninga, sem eg kynni að geta
dregið saman, á einhvern hátt,
nokkurn tíma veröi manni aö not-
um, bætist svo jafnan- kvíöinn fyr-
ir, og óvissan um þaö, hvort mað-
ur framvegis fái aö halda at-
vinnu þeirri, sem manni hefir
hepnast að ná i. Og svo kvíðinn
fyrir því, að heilsuleysi- kunni aö
bera aö höndum. Hvaö þetta
hvorutveggja snertir höfum viö
hjónin ekki enn orðið fyrir neinni
óhepni. Nokkurra mánaöa veik-
indi yröu þungur skattur á efnum
okkar, og að manni veröi þá eöa
þá sagt upp vinnunni, má búast
við á hvaða tíma sem er. Eg
þekki stúlku, sem búin var að
vinna í tuttugu ár í sama staö, án
þess neitt væri út á það að setja,
hvemig hún leysti verk sitt ai'
hendi. Einn borgunardaginn fyr-
ir skömmu síöan, fann hún miöa
innan í umslaginu, sem kaupiö
hennar var afhent henni i, og var
á hann ritað: “Viö þurfum ekki
aö halda á vinnu þinni hér fram
vegis,“ — þessi fáu orð og ann-
aö ekki. Húsbændurnir höföu get-
að náð sér í ungling, til þess aö
setja í hennar stað, fyrir dálítiö
minna kaup. Og þegar svo var,
þá var náttúrlega sjálfsagt aö
kasta þessum gamla, margreynda,
trúa þjóni, sem ekkert var aðfinn-
ingarvert viö, á sorphauginn.
Enginn veit hvenær þetta kann
fyrir hann að koma. Slikt kemur
jafnan eins og þruma úr heiðriku
Iofti.
Þegar á alt þetta er litið,
hvernig ætti eg þá að hafa ráö á
því aö eignast barn? Okkur hjón
unum finst mikið á skorta að viö
skulum ekki eiga barn. Við höf-
am talað um þaö fram og aftur,
og komist aö þeirri niðurstööu,
að við hefðum ekki ráö á því að
eignast barn, þvi viö gætum ekki
veitt því sómasamlegt uppeldi.
inni, aö fá eins útbúin herbergt °S vDdi geyma til elliáranna.
Einu sinni á æfinni komst eg svo
hátt að eiga tvö hundruð dollara í
sparisjóði. En einn góöan veður-
dag varð sú stofnan gjaldþrota
og eg misti hvert einasta cent af
Húshaldiö kostar okkur sextitt | hessum peningum, sem eg haföi
dollar á mánuði. Einn þriöji
hluti þeirrar upphæðar fer i húsa-
leiguna. Að meðaltali eyðum við
þrjú ekki meiru en eins dollars
virði af matvælum á dag, alt árið.
Tíu dollar má ætla á mánuði til
þess að borga með gas, is og smá-
vegis útgjöld, sem húshaldið hef-
ir í för meö sér. Þaö kemur ekki
fyrir oftar en tvisvar eöa þrisvar
á ári, að gestir boröi hjá okkur, og
breytum viö þá eitthvað til og
höfum eitthvað betra en vanalega
á borðum. Eftir langa og ná-
kvæma umhugsun hefi eg ekki
getað séö að við getum breytt
neitt til með lifnaðarhætti, svo
lagt svo hart á mig til þess aö
geta dregið saman. Efeg nú, um
það leyti, sem þetta óhapp kom
fyrir, hefði annað hvort veikst,
eöa mist atvinnu þá, sem eg haföi
þá heföi eg orðið aö leita fátækra-
styrks. Síðan þetta kom fyrir,
hefi eg engri slikri stofnun þoraö
að treysta. Hvernig get eg vit-
aö nema þe^si eða hinn bankinn
fari á höfuðið hvenær sem vera
skal? Eg veit ekki mikið um,
hvernig meö fé hans er farið. En
hitt veit eg, að formaður spari-
sjóösins, sem eg nefndi áðan, fór
| skemtiferð meö ella fjölskyldu
I sína til Norðurálfunnar rétt um
nokkur sparnaöur væri aðl (Viö j þa® le>'ti sem sá sjóöur varö gjald
erum engir sælkerar og sækjumst J þrota. Máske hafa þessir tvö
-1.1 • _ fxI __ __ • w* •«• hiin/1«*ii)( r> „ /—, ?
ekki eftir kræsingum, en viö vilj-
um aö maturinn, sem við leggjuni
okkur til munns, sé af góðri teg-
und, og ekki úrkast.
Maðurinn minn hefir sextíu
dollara í kaup um mánuðinn, —
upphæðina sem húsh'aldið kostar.
Þannig verður ekkert eftir af
vinnulaunum hans til þess að
kaupa fyrir föt, húsbúnað, meðul,
og læknishjálp.bækur til gagns og
gamans, eöa aðrar skemtanir,hvað
þá heldur nokkurt cent til þess að
ieg&Ja 1 sparisjóö til elliáranna.
Fyrir því sem kaup hans hrekk-
ur ekki til, verð eg að vinna.
Bæöi erum viö gefin fyrir aö koma
hundruð dollarar, sem eg átti i
sparisjóðnum, veriö brúkaðir til
aö borga einhvern lítinn hluta af
þeim feröakostnaöi.
Fyrir nokkrum árum keypti eg
mér tuttugu ára tekjuhlutdeildar-
lifsábyrgð. Eg_hélt þá að eg
breytti mjög skynsamlega með
því aö festa þau kaup. En nú ef-
ast eg um að svo hafi verið. Eg
hefi enga vissu fyrir að eg nokk-
urn tíma fái þar peninga mina
endurborgaða.
Viö áhyggjurnar út af því
hvernig um lítilræðið, gem maöur
getur dregið saman með súrum
sveita, kann að fara, og hvort það
Eg hefi heyrt því haldið fram,
aö eins og það sé skylda karþ
manna aö leggja líf sitt í sölurnar
þegar um hag ríkisins eða land-
vörn sé aö ræða, eins sé það
skylda konunnar að fjölga mann-
kyninu í þarfir landsins.
Setjum svo að þetta sé rétt á-
lyktað. En þaö er enginn skortur
á vinnandi fólki hér í landinu.
Þvert á móti eru sífeldlega heilir
hópar af vinnulausum mönnum
að leita sér atvinnu. En lands-
stjórnin heldur áfram að hrúga
fólki inn í landið til þess að keppa
við þá um vinnuna, sem fyrir eru,
—til þess að keppa við börnjn,
sem eg kynni að eignast og ala
upp.
Og enn fremur: Sé þaö svo á-
ríðandi aö viökoman aukist, því
er þá ekki neitt gert til þess að
hlynna aö börnunum, sem hér eru
þegar i heiminn borin? Börnin
deyja hér eins og flugur í marg-
hýsunum, helmingur þeirra sem
fæðist þar, aö því er sagt er. Þ.að
er meira en nóg til hér af hjúkr-
unarkonum, læknum og heilnæmu
sveitalofti til þess að frelsa líf
þessara barna, ef hirt væri um
þaö. En mannfélagið kærir sig
ekki um að verja neinu til þess,
hvorki með því að leggja á sig
skatta til þess, né með því aö
borga verkalýðnum meira kaup.
Napoleon mikli var einu sinni
spurður að því, hvaö Frakkland
þarfnaöist mest af öllu. „Fleiri
mæöra,“ svaraöi hann.
Nú vita allir, að Napoleon bar
enga sérstaka umhyggju fyrir
heill mæðranna, barnanna, né
Frakklands sjálfs. I augum hans
voru mæðurnar aö eins nauösyn-
legt áhald til þess að framleiða
handa honum 'hermenn, er hann
gæti fleygt í fallbyssukjaftana, til
þess að auka meö herfrægö sína.
Er rétt aö skoða kvenmanninn
eins og 'útungunarvél, skapaða
að eins í því augnamiði að fylla í
þau skörð, sem mistök menningar-
innar höggva í mannfélagið?
Herrar minir, sem ráðiö yfir
okkur! Viö erum þrælar yðar,
maðurinn minn og eg! Þér'þurf-
iö ekki að hafa fyrir þvi að reka
okkur með harðri hendi til 'þess
aö vinna! Viö komum til yðar og
biöjum yður auömjúklega um
vinnu, vitandi aö ef viö ekki gerö-
um það myndi fljótt einhver ann-
ar verða til þess. Þér, sem ráðið
yfir okkur, getið, ef yður svo sýn-
ist tekið sparifé okkar og hlaupiö
með það í skemtiferöir til Norö-
urálfunnar, eða dregiö það undir
yður á annan hátt, t. d. undir lífs-
ábyrgðar-vfirskyni, án þess jviö
getum neitt viö það ráðið. \ Þér
getið hækkað húsaleiguna við
okkur og haldiö áfram aö hækka
verðið á öllum lífsnauðsynjum,
eins og þér hafið gert í mörg ár
að undanförnu, án þess að hækka
kaupið okkar hlutfallslega. Þér,
getið neitaö okkur um alla vissu
fyrir atvinnu, kaupi eða um-
byggju á elliárunum. Viö það
getum við ekki ráðið. En það er
eitt, sem þér ekki getið: Þér get-
ið ekki notað mig fyrir áhald til
þess aö fæða og uppala þrælaefni
handa verksmiöjum yöar.
Fréttir frá Islandi.
Reykjavík, 27. Marz 1907.
K. Zimsen verkfræölngur fór
utan nú meö Lauru á miövikudag-
inn í erindum fyrir Talsímafélag-
ið, til þess að semja um kaup á
nýju miðstöðvarborði og öðrum
áhöldum til fjölgivnar talsímum í
bænum. Nú eru þeir 200, en brýn
þörf á að fjölga þeirn. Félags-
stjórnin hefir fengiö samkomulag
við landstjórnina uni réttindi fé-
lagsins framvegis, og hefir því á-
kveöiö, aö stækka miöstöðina og
fjölga talsímum eftir þörfum.
Það ætlar að selja miðstöövarborð
þau sem nú eru til, og fá nýtt í
staðinn er stækka má síðar eftir
vild. Þaö er nú ákveöiö, að miö-
stööin flytjist upp í ritsímahúsið
og veröi þar í herbergi viö hlið-
ina á ritsímastöðinni.
Garnir sauða, nauta og svína
vill stórsali í Berlín kaupa hér á
íslandi; heitir sá Móses, og hefir
beöið Búnaðarfélagið að gera það
heyrinkunnugt. Sjálfsagt komast
slátrunarhúsin upp á það, að gera
sér peninga úr sauöagörnunum,en
hæpiö er, að það lánist fyr.
Kúakaup vill þýzkur spekúlant
komast í hér, biður Thomsen kon-
súl að útvega sér einar 150 kýr í
vor; hefir heyrt svo vel látiö af
þeim til mjólkur.
r
Miltisbrandur hefir nýlega drep-
5 hesta hjá Guðjóni bónda Finns-
syni á Reykjum í Grímsnesi.
Thos. H. Johnson,
Islenzkur WgfrœClngur og mfcla-
fnralumaCur.
Skrlfstofa:— Roora SS Canada XAtr
Block, auCaustur homl Portagi
avenue og Maln st.
Utanáakrlft:—P. O. Boz 1S««.
Telefdn: «23. Wlnnlpe*, Man.
Hannesson & White
J lögfræðingar og málafærzlumenn.
Skrifstofa:
ROOM 12 Bank of Hamiltoo Chamb.
Telephone 4716
- Dr. O. Bjornson, f
| ( Ofíice: 650 WILLIAM AVE. TEL.
? Officb-tímar: 1.30 til 3 og 7 til 8
j- H;USE 810 M'Dermot Ave, Tel'
1 Office: 6jo Wllllam ave. Tel, 8»
1 Hours:I3 to . &I7 to 8 p.m, 1
! Residence: 620 McDermot ave. Tel.4300 '
Meltingarleysi laeknað.
Dr. Williams’ Pink Pills hjálpa,
eftir árangurslausar tilraunir
læknanna- í sex vikur.
Meltingarleysiö hefir í för meö
sér ónota verki í maganum, vind- 1
spennu fyrir brjóstinu og klíu, |
sáran verk t hjartagrófinni, mátt-
leysi og ólyst á mat. Þúsundir
manna þjást af þessum kvilla.
Lífið veröur þeim óbærilegt. Dr.
Williams’ Pink Pills eiga meiri
)átt í aö lækna þenna kvilla en
nokkurt annaö meðal. Oft hafa
þær læknað þegar öll önnur meö-
ul hafa brugðist eins og átti sér
staö meö Mr. Willis Herman í
St. Catharines, Ont., sem segir:—
'Eg haföi þjáöst af meltingar-
leysi og magaverk í mörg ár.
Stundum tók eg út miklar kvalir.
Eg leitaöi til sex lækna en enginn
þeirra gat neitt hjál^aö mér. Mér
aö eins versnaði. ’Úm tínýa átti
eg heima i New York, og meöan
eg var þar ráöfæröi eg mig viö
séTfræðing, en hann gat heldur
ekkert aö gert. Eg ásetti mér þá
aö reyna Dr. Williams’ Pink Pills
og eftir tæpan mánuö fór mér aö
skána. Eg hélt nú áfram aö brúka
I >ær í tvo mánuöi enn, og fitnaði
?á allmikiö, matarlystin fór aö
veröa í bezta lagi, verkirnir hurfu
og er eg nú friskari en nokkru
sinni fyr á tuttugu og fimm árum.
Eg mun ætíö fúslega ráöa mönn-
um til aö reyna Dr.Williams’ Pink
Pilis, því eg þykist viss um aö
þær muni reynast öðrum eins vel
og mér.“
Þegar þér eruö aö nota Dr.
Williams’ Pink Pills, til þess aö
hreinsa blóöiö og styrkja taugarn-
ar, þá eruð þér ekki að gera nein-
ar tilraunir meö óþekt meöal, því
þaö er búiö aö reyna þær mörg
þúsund sinnum. Þ'aö er hæfileiki
þeirra til aö búa til nýtt, rautt oj*
mikiö blóö, sem veldur því aö þær
geta læknað aöra eins sjúkdóma
og blóöleysi, meltingarleysi, gigt,
nýmaveiki, St. Vitus Dans, slaga-
veiki og ýmsa þá sjúkdóma, sem
þjá stúlkur og konur á ýmsum
aldri. Seldar hjá öllum lyfsölum
eöa sendar meö pósti, fyrir 500.
askjan, sex öskjur fyrir $2.50,
beint frá “The Dr. Williams’ Me-
dicine Co., Brockville, Ont.”
Vátrygging sveitabæja á skamt
í land úr þessu. Nú hafa átta
hreppar tilkynt stjórnarráöinu, aö
þeir hafi stofnað brunabótasjóði
hjá sér samkvæmt nýju lögunum.
Þessir eru hrepparnir: Lýtings-
staðahr. í Skagafjarðars., Ögur-
hr. í Norður-ísafj.s., Sandvíkur-,
hr. í Árness., Griijdavíkurhr. í
Gullbringus., Borgarhr. í Mýra-
sýslu, Grýtubakkahr. í S.-þingeyj-
ars., Hjaltastaðahr. í N.-Múlas.,
og Kjósarhr. í Kjósarsýslu. Þá
vantar eigi nema tvo hreppa til
þess aö stofnaður veröi hinn sam-
eiginlegi brunabótasjóður fyrir
sveitabýli á íslandi, og sést nú
bráðlega, hverjar bygðir geta sér
þann heiöur, aö stofna þann mjög
svo þarfa og heillavænlega fé-
lagsskap.
Frá Blönduósi er símaö í gær:
—Að kveldi 22. þ.m. varð maöur
úti viö Hrafnadalsá á Skagastr.,
Júsíus Guömundsson frá Bergi.
Sýslumaöur hefir hafiö rannsókn
út af þessu slysi. — Ágætis hláka
nokkra daga og komnir góðir
hagar.
Frá Seyöisfiröi er símað 22. þ.
m:—Wathnesfél. hefir keypt 1000
lesta skip. Heitir Rostock. —
Voðastormur í gær; smáskemdirá
húsum hér. Prospero og Morsö
leggja noröurlandsvörur hér upp,
eftir ára'ngurslausar tilraunir að
komast noröur.
Edílon Grimsson skipstjóri er
nýkominn heim frá Dajunörku
meö fiskiskipiö Portland,eign Th.
Jensens kaupmanns, og hefir E
G. veriö meö það ytra til aðgerð-
ar. í þaö hefir veriö sett hreyfi-
vél (AHa) meö 20 hesta krafti og
hefir kostaö um 6,000 kr. Hr. E.
G. dvaldi 13 vikur í Álaborg. Tíö-
arfar þar ytra segir hann veriö
hafa mjög líkt og hér.
I. M. Cleghorn, ID
læknlr og yflrsetumaönr.
Heflr keypt lyfjabúölna á Baldur, og
heflr þvl sjálfur umsjón á öllum meC-
ulum, sem hann lwtur frá sér.
Ellzabeth St.,
BALDUR, . MA\.
p-s-—Islenzkur túlkur vlö hendlna
hvenær sem þörf gerlst.
A. S. Bardal
121 NENA STREET,
selur líkkistur og annast
um útfarir. Allur útbún-
aöur sá bezti. Ennfrem-
ur selur hann allskonar
minnisvaröa og legsteina
Telephone 3oS
iVT, Paulson,
• selur
Giftin gale y fls bréf
MaþleLeaf Renovating Works
Karlm. og kvenm. föt lituð, hreins-
uö, pressuö og bætt.
TEL. 482.
1
Píanó og Qrgel
enn dviðjafnanlei?. Bezta tegund-
ín sem fæst ( Canada. Seld me5
afborgunum.
Einkaútsala :
THE WINNIPEG PIANO & ORGAN CO.
295 Portage ave.
millenery.
Vor- og sumarhattar af nýjustu gerö fyr-
ir $3,60 ogþaryfir.
Strútsfjaörir hreinsaöar, litaöar og liöað-
ar.
Gamlir hattar endurnýjaöir og skreyttir
fyrir mjög lágt verö.
COMMONWEALTH BLOCK,
524 MAIN ST.
JEnrab dtk
— þvi að —j
Bimy’s ByggiDgapappir
heldur húsunum heitum' og varsar kulda. Skrifið eftir sýnishon-
uxn og verðakri til
TEES & PERSSE, LIH-
ÍLGENTS, ' WINNIPEO.