Lögberg - 09.05.1907, Blaðsíða 1

Lögberg - 09.05.1907, Blaðsíða 1
Þakklæti! Vér þökkum öllum okkar íslenzku viBskiíta- vinum fyrir góð viBskiíti síBastliBiB ár og óskum eftir framhaldi fyrir komandi ár. Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. 538 Main Str. Teleptjone 338 Yér heitstrengium aB gera betur viB viBskiftavini vora á þessu ári en á árinu sem leiB, svo framarlega að þaB sé haegt. Anderson & Thomas, Hardware & Sporting Goods. 538 MainSt. Telephone 339 20 AR. Winnipeg, Man., Fimtudaginn, 9. MAí 1907. NR. 19 Hannes S. Blöndal, málum hér i landi eða litið um þau er um undanfarin fimm ára tíma ritað, hefir hann margar skemti- hefir unnið við Lögberg bæði sem legar °g fróðlegar greinar skrifaö aðstoðarmaður ritstjóra og ráðs- ' Lögberg bæði þýddar og frum- manns lætur af því starfi í önd- ’ samdar, og enda séð um útgáfu verðum þessum mánuði, og hefir í Þess er ritstjóri heíir verií5 for* hyggju að hverfa heim til tslands, ^ fal'aeur- í för meS allmörgum íslendingum, Oss hefir hann verið einkar lið- er héðan munu flytjast um miðjan látlegur og þýður samverkamaður þenna mánuð austur um haf. 1 og getum vér þvx ekki annað en Að því er oss er frekast kunnugt se® eftir honum. hefir Hannes aldrei fest yndi hér Þegar þetta er ritað er eigi full- í landi og jafnan þráð gamla ráðinn maður til að taka við starfa Frón og mun ætlan hans vera að hans, en væntanlega verður þess flytja þangað alfarinn, enda fer eigi langt að bíða. hann með alla fjölskyldu sina, Um leið og vér þökkum Hann- konu og fjögur börn. esi fyrir síðustu nærfelt tveggja Eins og að Jikindum ræður hlýt- ára samvistir, óskum vér honuro ur Lögberg allmikils í að missa við burtför Hannesar. Hann er orð- inn þaulvanur starfi Jxvi, er hann hefir haft, og hefir unnið að því með alúð og samvizkusemi. 1 blaðið hefir hann ritað alt það er hann hefir haft tíma til frá öðrum störfum, og kvæði hefir hann ort fyrir blaðið, sem birt hafa verið þar, og vér efumst ekki um að hafi verið lesendunum einkar kærkom- in. Þau eru létt kveðin og fjörug, áferðarfalleg og allsnjöll flest. 'Það sem Hannes ritar er býsna áþekt ljóðum hans. Hann ritar hreint mál, lipurt og yfirlætislaust, og þó að hann hafi lítið sint lands- og fjölskyldu hans allrar hamingju á ókomnum tíma. Og væntum vér að hann eigi margar ánægju- stundir eftir ólifaðar á fósturfoldu sinni. En þangað hefir allur hugur hans stefnt þó að hann dveldi í fjarlægð, því að hann er fölskvalaus ættjarðarvinur og að voru áliti einhver sá islenzkasti ís- lendingur, sem vér höfum kynst til nokkurra muna hér vestra. Að skilnaði gáfu samverkamenn Hannesar honum vandaða ferða- tösku og afhenti ráðsmaður blaðs- ins, Mr. Paulson, hana með nokkr- um velvöldum hamingjuóskum, fyrir hönd gefendanna. Fréttir. Svo er að sjá af enskum blöðum, sem þeir stjórnarformennirnir Laurier og Botha (TransvaalJ séu orðnir mjög samrýndir. Botfia hefir boðið Laurier að heimsækja sig í Pretoríu og er sagt að hann hafi þegið það boð. Sagt er og að Botha hafi afþakkað boð Lauriers um að koma til Canada vegna stjórnaranna. Fyrir nokkru síðan var minst á það, að norðurfarinn Rogert Pea- ry hefði í hyggju að leggja á stað í nýjan leiðangur til norðurheim- skautsins á þessu sumri. Býst hann við að leggja á stað í næst- komandi Júnímánuöi. Ferðakostn- aðurinn til fararinnar er ákveðinn hundrað þúsund dollarar og hafa enn eigi fengist meiri fjárframlög til fyrirtækisins en fjörutíu þús- undir. Er mælt að mestalt það fé muni ganga til þess að gera við skip Peary’s, Roosevelt, sem mjög var af sér gengi* eftir síðustu norðurförina. Hin sextíu þúsund- in eru eigi enn fengin og takist ekki að útvega þau verður auðvit- að ekkert af ferð Peary’s á þessu ári. Stjórnmálaflokkur sá, er berst fyrir heimastjórn írlands, kvað all-æstur um þessar nxundir, og ber fram ákveðnari tillögur um sér- stöðu írlands en að undanförnu. Á stefna þessi miklu fylgi að fagna hjá kaþólskum þar, og sér- staklega þó hinum yngri menta- mönnum þjóðarinnar, stúdentun- um. Mælt er að brezka stjórnin muni ætla að taka alvarlega í taumana, ef lienni þykir þess við þurfa og írlendingar verða um of heimtufrekir. Fréttirnar af hungursneyðinni í Rússlandi eru alls eigi glæsilegar. Ofan á alla eymdina bætist það að ýmsir sjúkdómar eru farnir að geisa um landið. Þ’annig kvað fjöldi manna þjást af skyrbjúg bæði í Úfahéraðinu og víðar. Og ýmsir fleiri krankleikar, er stafa af illu viðurværi og langvinnum vistaskorti, þjá landslýðinn í Suð- ur-Rússlandi. Hjálparstofnanir þar, sem hið opinbera hefir komið á fót, sjá nú liðugri miljón manns fyrir viðurværi, en í hinum ýmsu héruðum landsins’ er þó sagt að séu full hálf miljón manna, er enga hjálp er hægt að veita þó brýn þörf sé á. Feiknamiklu fé er varið til hjálpar hinum bágstöddu; er mánaðarlegur tilkostnaður við þrjú matgjafahýsin talin sjö hundruð og fimtíu þúsund dollar- ar við hvert þeirra um sig. 1— Fregnirnar um uppskeruhorf- urnar á Rússlandi eru og næsta ó- glæsilegar sakir hinnar köldu veð- uráttar, sem þar hefir verið að undanförnu. Eldgos og jarðskjálftar miklir eru nú á Sikiley og smáeyjum þar í grend. Kveður mest að þeim á eynni Stromboli og gýs þar eldfjall gamalt samnefnt eynni. Hafa all- miklir skaðar orðið af jarðskjálft- unum. Loks er komið á samkomulag milli verkanxanna í kolanámunum hér i vesturlandinu og vinnuveit- enda. Skal sitja við hið sama um næstu tvö ár og var fyrsta Apríl þessa árs. Á mánudaginn var lézt að Mount Pleasant í Iovva-ríkinu, presturinn John Watson, heimsfrægur rithöf- undur og ræðuskörungur. Ritaði hann undir dularnafninu Ian Mac- laren. Blóðeitrun varð þonum að bana. Hann var á ferð hér í Win- nipeg í siðastliðnum mánuði og hélt þá fyrirlestur i Congregation- al kirkjunni snjallan og fróðlegan að viðstöddum fjölda manns. Um hann er ritað í siðasta hefti “Breiðablika”. I stríðinu milli Japana og Rússa síðasta, urðu margir hershöfðingj- ar frægir fyrir drengilega fram- göngu, og meðal þeírra má telja Kuroki, er frægur er orðinn um heim allan. Sem stendur er hann á ferð hér um Ameríku; er hann gerður út af Japansstjórn til að vera fulltrúi hennar á sýningunni í Jamestown. Þegar nann sté á land í Seattle um daginn, var hon- um forkunnarvel fagnað af lönd- um hans þar og eins Bandarikja- mönnum. Lady Henry Somerset, bindind- isfrömuður og mannvinur, á Eng- landi, hefir nýlega lýst yfir því, að hún heilsunnar vegna verði að létta af sér mikið af störfum sín- um. Hún hefir urn margra ára skeið unnið að því að bæta kjör drykkjumanna og kvenna. Auk þess hefir hún barist fyrir réttind- um kvenna, enda álitin einhver mesti ræðuskörungur meðal enskra kvenna. Frétt frá Toronto getur þess, að nýlega hafi gull mikið fundist í grend við Larder Lake. Tveir gullhnöllungar, sem þar fundust, vógu eigi minna en tuttugu og fimm pund hvor. Er sagt að tveir þriðju partar af þessurn hnöllung- um hafi verið “hreint gull.” Þriðja þ. m. barst sú fregn frá Calgary í Alberta, að kol hefðu nýlega fundist i jörðu í þeim bæ. Varð það með þeim hætti, að maður nokkur þar í bænum var að láta grafa brunn og þegar búið var að grafa milli fjörutíu og fim- tíu fet, hittu brunngraftrarmenn- irnir á tvær kolaæðar er voru lið- ugt fet á breidd hvor um sig, og breikkuðu þær miklu meir er nið- ur dró. Kol þessi voru reynd þeg- ar í stað, og eru talin að hafa brunniö vel. Þetta eru talin að vera linkol, senx þarna fundust, og var búið að grafa upp æði mikið af þeim þegar fréttin var send. Fyrir nokkrum árum síðan gerðu Danir og Hollendingar með sér samning þess efnis, að allur á- greiningur milli landanna skyldi útkljáður með gerðardómi í Hague. Deuntzer var þá forsæt- isráðherra i Danmörku og var hon- um einkum þakkað, að þessi samn- ingur komst á. Nú hefir Dana- stjórn gert samskonar samning við Portúgal rétt nýlega. Þykir frið- arvinUm sem þetta muni verða fyrsti visir til alþjóðafriðar, og að stórþjóðirnár muni fara að dæmi smáþjóðanna í þessu efni. Fleiri samningar liks efnis kváðu vera í aðsígi. Óskar Svíakonungur lá lengi veikur uni miðbik síðastliðins vetrar, svo sem menn muna. Hann hefir nú fengið nokkurn bata, en er enn þá svo lasburða, að óvíst er hvort hann taki aftur við stjórnar- taumunum. Erfðaprinzinn gegn- ir nú störfum hans. Sumarkvöld.*) Aftanblærinn létti líður ljúft og hægt um sumarkvöld. Sólin hverfur, söngfugl þýður sofnar bak við skógartjöld. Kyrt er alt. Um hvelfing heiða himinstjörnur ljósgull breiða, glitrar mánans geislafjöld. Fagra kvöld! Fagra sumarkvöld! Hægan mér við eyra ómar ^ unaðsrödd með ljúfum nið. Þótt að engir heyrist hljómar hjartans streng hún snertir við. Minning löngu liðnra tiða, lofnargleði, sáran kviða, strax eg þekki’ í strengjaklið. Strengjaklið, strengja duldra klið. Blunda fugl á beði rósa, blómarunnar veiti skjól! Dreymi þig um daga ljósa dýrðarbros frá morgunsól! En ei hugfró haggað lætur hríðin köld og vetrarnætur, napurt él frá norðurpól. Enn er sól, enn þig vekur sól. H. S. B. *) Kvæði þetta var lesið upp á heimboði kvenfél. Fyrsta lút. safn- aðar miðvikudagskveldið siðasta í vetri i næstl. Aprilmán.—Ritstj. Heimboð kvenfélxiKs Fyrsta lút. safnaðar. Þau eru þrjú heimboðin, sem of- annefnt kvenfélag hefir haldið safnaðarfólkinu núna um sumar- málaleytið. Fyrsta heimboðið var haldið á miðvikudagskveldið siðasta í vetri og þangað boðið öllu giftu fólki í söfnuðinum. Næsta dag, sumar- daginn fyrsta, var boðið öllum börnum og unglingum í söfnuðin- um innan fermingaraldurs. Hófst það heimboð eftir skólatíma þann dag. Þriðja heimboðið var haldið miðvikudagskveldið fyrsta í sumri og þangað boðið öllu fermdu fólki ógiftu i söfnuðinum. Eins og gefur að skilja voru öll heimboðin mjög vel sótt, og vönd- uð prógröm, eigi sízt prógram ið fyrir heimboð fullorðna fólks- ins, en veitingar hinar rausnarleg- ustu. Þó að kvenfélagið hafi áð- ur haldið myndarleg heimboð, má það með afbrigðum telja, að ö//u safnaðarfólkinu hafi verið boðið til ókeypis skemtana og veit- inga eins og kvenfélag,Fyrsta lút. safnaðar gerði nú, og hafa heim- boð þessi orðið því til verðugs sóma. Ur bænum. Á uppstigningardag, 9. þ.m., verður guösþjónustugerð í Tjald- búðarkirkju, kl. 8 að kveldi. Run- ólfur Fjeldsteð, prestsefni, prédik- ar við það tækifæri. Bandalagiö heldur opinn fund 16. Mai næstkomandi; þangað eru allir boðnir og velkomnir, en veit- ingar seldar á eftir til ágóða fyrir hljóðfærissjóð félagsins. Undir umsjá Good Templara- stúkunnar Heklu verður haldinn kapplestur og kappsöngur i Good- Templara-salnum 21. Maí næstk, Að eins börn innan 12 ára taka þátt í þessu. Prógram í næsta bl. —..............o Miss Dora Hermann, dóttir þeirra hjóna Mr. og Mrs. H. Her- mann í Edinburg, N. Pak., verður kennari í Bathgate næsta ár. Hún útskrifast í vor af kennaraskól- anum. Vel gefin myndarstúlka. Guðsþjónustugerð fer fram i Fyrstu lút. kirkju að kveldi upp- stigningardagsins 9. þ.m. kl. 8 og sunnudaginn næsta þar á eftir 12. þ. m. yfirheyrir prestur safnaðar- ins fermingarbörnin i kirkjunni.en fernxt á hvitasunnudag. íslenzki liberal klúbburinn held- ur fund á vanalegum fundarstað í Good Templ. byggingunni næsta mánudagskveld, 13. þ. mánaðar.— Þetta verður siðasti fundur á und- an vanalegu funda uppihaldi um sumartimann. — Allir meðlimir klúbbsins eru beðnir að koma. Annan þessa mánaðar.lézt ung- lingspilturinn Guðnxundur Ágúst Peterson fsonur Þorsteins G. Pét- urssonar) að 253 Nena stræti hér í bænunx, eftir tæpra tveggja sól- arhringa legu, úr lungnabólgu. Hann var jarðsunginn síðastliðinn laugardag af séra Jóni Bjarnasyni. Svo er sagt, að um 2,000 húseig- endur hafi látið hjá líða að fá sér sorpkönnur við hús sín, svo sem læglugjörð bæjarstj. mælir fyrir Þeir geta því átt von á að vera kallaðir fyrir rétt, og ættu því landar, ef einhverjir þeirra ættu eftir að fá sér könnur, að gera það sem fyrst. Þær kosta minna en sektinni nenxur, sem við liggur að hafa þær ekki. A þriðjudagskveldið var héldu Cood Templarar skemtisamkomu í efri salnum í húsi sínu. Samkoma þessi var vel sótt, enda skemtanir margar og fjölbreyttar: söngur, hljóðfærasláttur, upplestur og ræðuhöld. Iveystu flestir hlutverk sin mjög vel af hendi. S. B. •Rrynjólfsson hélt ræðu um kven- frelsismálið. Hann er eindreginn fylgismaður þess máls; taldi hann það nú komið á góðan rekspöl að Því er atvinnu- og mentamál jfcgp-t- ir. en að enn þyrfti að laga ílftrgt áður konur fengju eignalegt og pólitiskt jafnrétti á við karlmenn. \’ar ræða hans og bendingar eink- ar þörf hugvekja, jafnt fyrir kon- ur sem karla. Að lokinni skemti- skránni brá unga fólkið sér í dans. Landi vor , Rarði G. Skúlason í Grand Forks, hefir nýlega verið á ferð hér í Winnipeg. Hann getur þess í viðtali við sunnanblöðin, að héraðið umhverfis Gretna og Mor- ris, hér í fylki, hafi að mestu ver- ið á kafi í vatni.—Sunnan landa- mæranna telur hann ástandið að nokkru betra, en óliklegt samt að hægt verði að byrja alment plæg- ingu fyr en eftir hálfan mánuð. Hinn 6. þ.m. voru þau Zófonias Hafstein úr Álftavatnsbygð og Guðrún Brynjólfsson frá Winni- peg gefin saman i hjónaband að heinxili J. S. Gillies á Simcoe st., hér í bænum, af séra Friðrik J. Bergmann. Ungu hjónin lögðu á stað í skemtiferð suður til Dakota 8. þ.m. Þau halda síðan norður til ættingja Mr. Hafsteins í Álfta- vatnsbygð, en bú ætla þau að reisa vestur i landi, í grend við Battle- ford og flytja þangað í þessum mánuði. Svo sem mönnum er„ kunnugt, þeim, er í borgum búa, þá vill oft safnast fyrir ryk á strætum úti, sem svo þyrlast framan i fólk við þvínær hvað lítinn vindblæ sem er. Til að ráða bót á þessu hafa menn fundið ýms ráð, svo sem að vökva strætin, er það gert með þar til gerðum vatnsvögnum, og að sópa þau. Þetta hefir þó þann galla, að rykið vill þyrlast upp við það og setjast niður að vörum aftur, svo að heita rná að unnið sé fyrir gíg. Nýlega hefir Winnipegbúi einn, H. A. Huber að nafni, þóst finna ráð til að bæta úr þessum vand- kvæðum. Hann hefir gert götu- sóp, með nýju lagi, er í stað þess að þyrla upp rykinu, kastar því í trog eða pönnu, sem síðar fleygir því í geymi i vagni þeim er sóp- urinn er við festur og ætlast er til að sé bifreiðarvagn. á mánudaginn næstkomandi ætl- ar töluvert fjölmennur hópur ís- lendinga héðan að vitja gamla íslands. Sem stendur er ekki hægt að segja hve margir þeir verða, en þessa höfum vér heyrt nefnda; Úr Winnipeg: Mr. Árni Johnson, Miss Sigríður Johnson, Mrs. Halldóra Sigurjónsson, Miss Valgerður Goodman, Mr. Svanlaugur ísleifsson, kona hans og barn. Mr. Vilhjálmur Olgeirsson og kona hans, Jóhanna Gísladóttir. Mr. Hannes Blöndal með konu og fjórum börnum. Miss Lára Blöndal, frændkona hans. Utan af landi; Mr. Ólafur Hallson, Narrows, Mr. Antonius Isberg, Baldur, Mr. Gunnar Jóhannsson, Don- gola. Lögberg óskar þeim öllum góðr- ar og skemtilegrar ferðar. Nokkrir íslendingar i Winnipeg eru að stofna nýja íslenzka lífsá- byrgðar og sjúkrastyrks stúku af reglunni Canadian Order of For- esters. I þessari stúku verða að- eins íslendingar. Þrjátíu og fimm menn hafa nú þegar innritað sig. Nálægt 150—170 íslendingar í Winnipeg munu nú vera í hérlend- um stúkum þessa félags. Flestir þeirra ætla að ganga í þessa nýju stúku, sem löglega verður stofn- uð hinn 16 þ. m. Nafn stúkunnar verður “Vínland”. Dr. Brandson verður læknir hennar. Inn í stúk- una geta gengið menn á aldrinum frá 18—45 ára, og keypt bæði lífs- ábyrgð og sjúkrastyrk. Læknis- hjálp og meðul veitir stúkan með- limum sínum ókeypis. Stúka þessi verður ein hin stærsta, öflugasta og áreiðanlegasta lífsábyrgðar- stúka, sem Islendingar eiga völ á i þessu Iandi, og þar að auki ein sú ódýrasta. Þeir, sem vildu fá ná- kvæmari upplýsingar um þessa stúku geta snúið sér til Jakobs Johnston, 572 Agnes st., eða til Th. Thorarinssonar, 631 Elgin ave. —Fundarstaður stúkunnar verður i neðri fundarsal Good Templara hússins á horni McGee og Sargent stræta.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.