Lögberg - 12.09.1907, Blaðsíða 2

Lögberg - 12.09.1907, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 12. SEPTEMBER 1907 Tamningamaðuriim í Kentucky (FramhJ Svo lagði van Amburgh á stað með björninn sinn, dálitið ferða- koffort og fáeina skildinga á flutningsbát ofan eftir "ánni grænu” til Rockport við Ohio. Þaðan fór hann með farþegabát til Pittsburgh. Skipstjóri heimt- aði hátt fargjald fyrir björninn, er bundinn var með þungri hlekkja- festi fram á skipinu. Gerði þá ekki betur, en að skotsilfur ísaks hrykki til að greiða þann kostnað. Hann hafði orðið þess var að Hiob var frábærlega vel syntur og sýndi oft skipverjum listir sínar og bjarnarins, er þeir þreyttu sund og færðu hvor annan í kaf. Eftir sex daga ferð kom bátur- inn til Pittsburgh. ]>essi auðuga verksmiðju- og iðnaðarborg var þá eigi fólksfleiri en svo, að Þar voru um sextíu þúsund fbúa. Þarna i borginni var Títus dýra- sýningarstjóri með allan farangur sinn, um sextíu vagna, og var að- sóknin að sýningu hans mjög mikil. Var það ekki að undra, því að hann hafði fjölda margar dýrateg- undir að sýna, bæði ljón, tígrisdýr, lébarða, hýenur, vatnahesta, fíla, gíraffa, nashyrninga og margs konar dýr önnur. Sömuleiðis páfa- gauka, paradisarfugla, strútsfugla og fáséða apa, enn fremur ýmsar ormategundir. Titus var sjálfur tamningamað- ur og þó fremur gætinn. Sjálfur var hann nú hættur að stýra dýra- sýningunnum opinberlega, en fól það æðsta aðstoðarmanni sínum er Benozet hét, en hann fór með lé- barða, ljón og tígrisdýr eins og meinlausir kálfar væru. Tamn- ingamenn indverska hafði Títus i þjónustu sinni til að láta ormana leika ýmsar listir. Sá hét Atta- er hafði þann starfa að fara með gleraugna- og kyrki- slöngur og aðra mannskæða högg- orma. I>ó* að Indverjar hefðu lengi fengist við slíkt, þá voru slík- ar ormasýningar lítt kunnar i Ame riku á þeim tímum. Van Amburgh langaði ekki eins mikið til nokkurs hlutar eins og að komast að þessum sýningum. Undir eins og hann var kominn á land í Pittsburgh lagði hann á 'stað til fundar við Títus sýningar- stjóra með björninn. Teymdi hann dýrið eftir siér i festi og fylgdi hon um fjöldinn allur af götustrákum og öðrum iðjuleysingjum háttliróp- andi, a1Ia leiö til gistihússins. Þegar Títus heyrði þessa há- reysti varð honum litið út um gluggann og kom hann þá auga á björninn. Og með því að honum datt í hug að eiganflinn mundi ætla að selja sér dýrið, gekk hann út á strætið. Mannfjöldinn rýmdi strax til fyrir honum. “Heill og sæll, ungi maður,” sagði hann. “Hvert er erindi þitt liingað með björn þenna?” “Eg er á leið meö hann til Tít- usar dýrasýningarstjóra,” “Þá þarftu ekki Iengra að fara, því að eg er maðurinn.” Van Amburgh tók ofan mjög virðulega. “Eg hefi veitt björn þenna í Mammuthhellunum í Kentucky og hefi tekist á hendur þessa löngu ferö hingað til að bjóða þér*dýr- ið^' sagði hann hálf feimnislega, þvi að hann var í vandræðum með að skýra frá erindinu sem áheyri- legast. t “Mér þykir >að leiðinlegt, að þú hefir farið alla þá leið i erind- isleysu,” sagði sýningarstjórinn. “Eg hefi ekkert að gera með brúna birni. Öðru máli væri að gegna ef hér hefði verið um grábjörn úr Klettafjöllunum að tala. Fyrir lifandi grábjörn þaðan skyldi eg glaöur gefa þúsund dollara. En hér urn slóðir dettur engum í hug að gefa fé fyrir að fá að sjá brún- an björn.. Þeir eru of tíöséðir til þess hér. Einmitt Þess vegna hefi eg skiliö eftir fjölda af þeim björnum í New York. Þetta var óhyggilegt af þgr piltur minn.” , “Eg ætla að leyfa mér að láta yð- ur vita, að björninn min ner tam- inn, og svo vel taminn að eg þori að segja að í Ameriku tekur eng- inn björn honum fram.” “Einmitt Það. Mér þykir þú tala æði digurbarklega. Og hver hefir tamiö hann?” I “Eg sjálfur.” “Hver hefir kent þér að temja ■dýr?” “Það hefir enginn gert. Það er mér meðfædd gáfa, sem eg hefi haft frá blautu barnsbeini, og til þess að ná meiri fullkomnun í þessari grein, langar mig til að komast i þjónustu yðar.” “Hefirðu áður starfað við nokkra dýrasýningu ?” “Nei.” “Hefirðu þá fengist við að temja birni og önnur smádýr i heimahús- um ?” “Já. Og á sama hátt og eg get tamið birni, úlfa, refa, hreysiketti, mun eg líka fá tamiö ljón og tigr- isdýr.” “Þú lítur reyndar svo út, að I»að er ekki óliklegt,” sagði Títus og hugöi vandlega að piltinum um leið. “Hvaö heitirðu?” Pilturinn sagði til nafns síns. 1 “Jæja, sýndu okkur þá listir þín- ar! Sýndu okkur hvað björninn þinn kann.” “Herrar minir og frúr!” kallaði van Amburgh, “gerið svo vel og víkið ykkur ofurlítið til hliðar.” Og fiskimenn, eldabuskur, verk- smiðjumenn, sjómenn og götu- strákar hopuðu frá og rýmdu til fyrir birninum og tsak . “Húrra fyrir birninum!” hróp- uðu nokkrir götustrákar. “Hann dansar vel eftir hljóðfalli.” Pilturinn leysti festina af birn- inum og tók af honum munnkörf- una. “Er þetta óhætt?” sagði Títus. “Ertu alveg viss um að hafa fult taumhald á birninum?” “Já, herra minn!” “Flýttu þér þá áður en lögreglu- þjonarnir koma og reka þig burtu.” “Hiob, nú ríður á að duga vel!” hrópaði van Amburgh. "Vertu til- búinn !” Þvi næst lét hann dýrið velta sér eins og hnykil, dansa, hoppa og gera ýmsar fleiri listir. “Þetta er heldur laglega gert, en ekkert frábrugðið því sem bjarn- dýrum er vanalega kent,” sagði dýrasýningarstjórinn. En áhorfendurnir hlógu og klöppuðu lof í lófa. v “Spertu upp ginið, Hiob!” hróp- aði pilturinn. Björninn stóð á afturfótunurri og glenti sundur skoltuna feikna- mikið. Þá stakk van Amburgh höfði sínu inn á milli tanna dýrsins, hvassra og óttaleg_raI_og um leið tók björninn utan um hann með framlöppunum og vóg hann á loft svo að hann stóð bcint á höfði í koki dýrsins. Þetta var raunin, sem ísak hafði ekki viljaö sýna í Brownsville, því að liann var hræddur um að móður sinni mundi verða of mikið um aö sjá þaö. Svo sem hálf mínúta leið, og á- horfendurnir stóðu á öndinni. Þá dró van Amburgh höfuð sitt með hægð út úr kjafti bjarnarins, og Hiob setti húsbónda sinn hægt niður , en áhorfendurnir æptu þrumandi fagnaðaróp. “Þetta er snildarlega vel gert!” hrópaði Titus. “Þetta leikur eng- inn eftir þér, ungj maður. Mundir þú voga höfði þínti þannig i ljóns- ginið ef á lægi?” “Já, öldxungis óttaluast eftir að eg væri farinn að þekkja dýrið og væri búinn aö fá vald yfir því.” “Jæja,‘eg tek Þig og björninn þinn í dýrasýningasafnið mitt. Komdu með dýriö, við skulum ganga frá því. Svo skulum við snæða miðdegisverð saman og tala um skilntálana ...... Heyrið þið, fólk! í kveld verður stórkostleg dýrasýning og þessi vel tamdi björn meðal annars sýndur þar.” “Húrra!” hrópaði mannfjeldinn og dreiföist út um borgina til aö skýra frá nýja dýratamningamann- inum, sent allir dáðust að. Þannig rættust óskir unga manns ins frá Kentucky, því að Títus bauð honum álitleg laun undir eins með því að hann kunni vel aö meta þá fágætu dýratamninga hæfileg- leika, er pilturinn var búinn, og gerði það heyrin kunnugt að hann væri kominn i þjónustu sína. ísak var nú kominn á þá hyllu, sem hann fýsti, og varð þar brátt stórfrægur. Hann kunni aldrei betur við sig, en þegar hann var innan um ljón og tigrisdýr, lé- barða og hyenur. Meö augnatilliti sínu vann hann bug á dýrunum og neyddi ’ þau til hlýðni. Benozet, franski dýra- tamningamaðurinn , fór að öfunda þenna nýja félaga, því að eigi leið að telja fóru á löngu unz menn ísak honum fremri Um nokkur ár fe*ðaöist van Arn- burgh nú með Títusi um stórborg- trnar í austanverðum Bandaríkj- um og var hvervetna lofaður mjög. Þá vildi svo til eitt sinn, er Títus var að halda sýningu í Philadel- phia eða Boston að Benozet ætlaði að sýna mönnum yfirfburði sína yfir van Amburgh. í einum þætti sýningarinnar átti Benozet að Ieika ýmsar listir nteð ljón, tigris- dýr, lébarða, hýenur og önnur stór rándýr.a Fór sú athöfn frant á stóru sýningarsviði með grindutn umhverfis. Æsti hann dýrin mjög í fyrstu og ætlaöi svo að sýna hve attðvelt sér væri að sefa þau aftur. F2n honum mistókst það. Karltigr- isdýr eitt réðst á hann og sló hann flata, og flyktust þá öll hin dýrin að honum og tættu hann sundttr og stórskemdu í þeim atgangi hvert annaö líka. Þessar hamfar- jir viltu dýranna voru svo ógurleg- ar, að slíks munu fá dsgmi og fólk alt varð dauðhrætt. En Þegar hæst stóð ógangttr þessi stökk van Am- burgh með járnstöng sina inn í villidýrahópinn, barði dýrin með stöng sinni og sleit þau hvert af öðru. Óttaleysi hans og töfravald, jsent honttm bjó í attgum, sefaði Jdýrin svo að þau urðu róleg eftir I stutta stund. Benozet var dreginn aö eins ódauður út af sviöinu, en j svo háskalega var hann særður, að hann dó fánt dögum siðar. j Að honttm -látnum var van Ant- burgh falið starf það, er ltann .hafði haft, og gekk hann þá næst |Títusi að því er stjórn sýningar- innar snerti, og hækkuðu laun hans aö því skapi. Sömuleiðis fékk hann vissan hluta af hreinttm ágóða af sýningunum. Varði hann þá mikltt | af því fé, er ltann vann sér inn, |rtil að styrkja fátæka ættingja sína (heima fyrir. Eigi virtust hin hryggilegu æfi- lok Benozets draga neitt úr kjarki I van Amburghs. Hann virtist fretn- ur verða djarfari eftir en áður. | Vitanlega tók hann og öðrttm 1 mönnum fram í dýratamningar- t íþróttinni, því að enginn af félög- unt hans átti annan eins mátt í jaugum sinum sem hann. Hann dýfði berum handleggn- utn í volgt Uóö og lagði hendina síðan blóðuga í munn sársoltinna Ijóna ofl_ tígrlsdýra. En þatt þorðtt ekki að bíta ltann. Höfði sínu stakk hann og i ljónagin og tigris- dýra. Það er mál manna, að fáir dýratamningamenn hafi síðan ver- ið jafnokar hans að fara með hin hættulegustu óargadýr, sent til eru. Fregnirnar um hann bárust aust- ttr yfir Atlanzhaf. Enskir og franskir leikhússtjórar skoruðu á Títus að senda hann með dýrasafn austur þangað. Titus sá að mik- ill gróði mundi verða að þessu og réði af að veröa við Þeim tilmæl- tim. Valdi hann þá fallegustu og bezt tömdu dýrin úr og sendi þati til Evrópu undir umsjón van Arn- burghs. Þetta var haustið 1838. Til Englands var farið á segl- skipi, þvi að stór millilanda gtifu- skip voru fágæt i þann tíö. Við Bermuda eyjarnar féll vind- ur og varö skipiö að leggjast þar við atkeri. Var van Ambtirgh þá tiðum uppi á þilfar að svna listir bjarnar síns. Höfðu hásetarnir hina mestu skemtttn af því, og hræddist nú enginn bjarndýrið, því að það var orðið svo mannvant sem hundur, og höfðu skipverjar hið mesta uppihald á því. Alt í einu hrópaði einn skip- verjinn, er horfði út yfir öldu- stokkinn; “Nei, sjáið þið hákarlinn, pilt- ar!” “Sáu skipverjar þá allir, að sex til átta feta langur hákarl lá við skipshliðina og var að gæða sér á skemdu kjöti, sem varpað hafði verið fyrir borð úm daginn. Nokkr ir hásetarnir komu þegar í stað nteð stóran öngul eða sókn og egndu hana fleski. Var þaö a$- ferö þeirra að veiða hákarla. “Bíðið þið við, piltar,” kallaði van Amburgh. “Eg skal annast þetta. Eofið mér að eiga við há- I karlinn. Eg ætla að reyna að ná honum lifandi.” Hann reif síðan af sér skóna og | fleygði sér úr treyjunni og bjó sig I til að stökkva fyrir borð með járn- stöng sína í höndum. “Veriö eRki að þessari vit- leysu,” hrópaði skipstjóri. “Þó að þér getið tamið ljón og tígrisdýr, er óhugsandi fyrir yður að ttmja hákarl. Það hefir engum tekist.” “Einmitt þess vegna langar mig til að reyna það,” sagði van Am- burgh og varpaði sér fyrir borð, og kont upp rétt á eftir frantan við hákarlinn. Björninn fór með framlappirnar upp á öldustokkinn og horfði 'nið- ur i sjóinn á eftir húsbónda sín- um. Öll skipshöfnin og farþegar þeir sem á skipinu voru, flyktust sam- an upp á þilfarinu til að horfa á þessa fáséðu viðureign. Meðal farþeganna var kaupmað- ur einn, Watts að nafni, sem síðar ritaöi um atburð þennan. Augu sjávarskepnunnar ferlegu voru jafnkuldaleg og hvöss eins og augu mótstöðumannsins, og töfra- rnagnið sem vai| Amburgh var í augum virtist ekki verka minstu vitund á hákarlinn. Hann hélt á- fram að éta kjötið sitt eins og ekk- ert væri. Þá sló dýratamningarmaðurinn hann á trantinn meö járnstöng sinni. Hákarlinn slepti þá kjötstykkinu undir eins, barði sjóinn með sporð- | inum og glepsaði eftir járnstöng- inni, beit utan tim hana og hélt Þar taki. Van Amburgh hélt jafn- , fast á móti og nú fóru þeir að bilt- ast um i sjónum með mikluni boða i föllum og ógurlegum atgangi. Þá varð tamningamannintun litið ttpp fyrir sig og sá björninn. “Hiob! Hiob!” hrópaði hann á milli dýfanna. Björninn skeikaði ekki, því hann hafði fengið góða æfingu síðan Isak var aö kafa með honum í Ohio-fljótinu. Hann stökk yfir öldustokkinn og synti til hús- Lónda síns. “Taktu hann! Haltu honuin! Kreistu hann!” Björninn greip utan um hákarl- inn og þrýsti honum að sér með fciknaafli. Hákarlinn gugnaði í heljargreipum bjarnarins og liætt. <-'S brjótast um. an Amburgh lét þá kasta i I sín skutli ofan af skipinu og b.tn- aði hákarlinum til fullnustu. Síðan var van Amburgh, björn- inn og hákarlinn dregnir upp á skipið, og var birninum þar gætt á fullri krukku af hunangi fyrir dugnaöinn. “Þér höfðuð rétt að mæla, skip- stjóri,” sagöi van Amburg. “Það er ekki gaman að siða þá þessa há- karla. Þeir eru ótemjandi.” Eftir nokkra daga kom blásandi byr cg skipið náði meö heilu og höldnu til Lundúnaborgar. Kunnugt er af bljiðum frá þeim tíms, hve mikillar frægðar van Amburgh aflaði sér í stórborgun- um i Evrópu, bæði í London, Par- is, Pétursborg og viðar. Auðugur af frægð og fé sneri hann að nokkrum árum liðnum aftur heim til ættlands síns, er með réttu gat verið upp með sér af honum. —Canada. Thos. H. Johnson, Islenzkur lögíræSlngur og má.Ia- færslumaBur. Skrlfstofa:— Room SS Canada Llf. Block, suCaustur hornl Portagi avenue og Maln st. | Utanáskrift:—P. O. Box 1S64. Telefón: 423. Wlnnlpeg, Man. Hannesson k White lögfræðingar og málafærzlumenn. Skrifstofa: ROOM 12 Bankof, Hamilton Chamb. Telephone 4716 Dr. O. Bjornson, \ f Office: 660 WILLIAM AVE. TEL. 8, l j Office-tímar: 1.30 til 3 og 7 til 8 e, h. ^House: 610 McDermot Ave. Tel. 4300^ MILLENERY. Allir sumarhattar fást nú með niöur- settu verði. Í5.°° hattar fyrir $2.00 $7.00 hattar fyrir $3.00 $10.00 hattar fyrir $5,50 Strútsfjaðrir hreinsaðar, litaðar og liðað- ar. Gamlir hattar endurnýjaðir og skreyttir fyrir mjög lágt verð. COMMONWEALTH BLOCK, 524 MAIN »ST, M, Paulson. - selur Giftingaleyflsbréf Nýja ísrjómastofa okkar er nú opin.fskaldir drykkir seldir. Reynið hjáokkur ávextina.sætindin, vindla tóbak og vindlinga. The Palaee Restaurant COR. SARGENT & YOUNG W. PRIEM, eigandi. ECTA SÆNSKT NEFTOBAK. Vörn nierki Búið til af Canac/a Snuff Co Þetta er bezta neftóbakiö sem nokkurn tíma hefir verið búib til hér megin hafsins. Til sölu hjáj y H. S. BÁRDAL, 172 Nena Street. Fæst til útsölu hjá THE COMP. FACTORY 249 Fountain St., Winnipeg r, Dr. B. J. Brandson. •' Office: 6jo Wllll.m ove. Tel, Residence: 620 McDermot ave. Tel.4300 WINNIPEG, MAN. I. M. CleghorD, M B læknlr og yflrsetumaður. Heflr keypt lyfjabúðina á Baldur, og heflr þvf ejálfur umsjón & öllum með- ulum, sem hann lwtur frá. sér. EUzabeth St., BALDUR, . MAN. P.S.—Islenzkur túlkur viC hendina hvenær sem þörf gerist. A. S. Bardal 121 NENA STREET, selur líkkistur og annast um útfarir. Allur útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina Telephone 3o8 KerrBawlfMctaiceLtd UNDERTAKERS & EMBALMERS 229 Main Street, Winnipeg Ráða yfir fyrirtaks sjúkravagni. Fljót og góð afgreiðsla. Hvítur barnalíkvagn 98 FERDIN, r. 8 I Píanó og Orgel enn öviðjafnanleg. Bezta tegund- in sem fæst í Canada. Seld me& afborgunum. Einkaútsala: THE WINNIPEG PIANO &. ORGAN CO. 295 Portage ave. Auglýsing. Ef þér þurfið að senda peninga til ís- lands, Bandaríkjanna eða til einhverra staða innan Canada þá notið Dominion Ex- press Company's Money Orders, útlendar ávísanir eða póstsendingar. LÁG IÐGJÖLD. Aðal skrifsofa 482 Main St,, Wimiipeg. Skrifstofur viðsvegar um borgina, og öllum borgum og þorpum vfðsvegar um landið meðfram Can. Pac. Járnbrautinni. 4 rtTurtib eftir Eddu’s — því að —; BuoainaanaDDlr heldur húsunum heituml og varnar kulda. Skrífið eftir sýnishorn- / urn og verðskrá til TEES a PERSSE, Lip. úobnts, WJNNIPEG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.