Lögberg


Lögberg - 26.09.1907, Qupperneq 6

Lögberg - 26.09.1907, Qupperneq 6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. SEPTEMBER 1907 LÍFS EÐA LIÐINN EFTIR HUGH CONWAY. “Þá er nú faðir yðar kominn heim,” sagði hún eftir stundarkorn. “Já, hann er kominn heim, en heimkoma hans hefir ekki orðiö mér það ánægjuefni, sem eg bjóst viS.” “Fæst af því, sem maSur býst viS aS verSi manni til ánægju, rætist,” sagSi frú Estmere. Svo varS þögn. Eg vissi aS hún var aS bíSa eftir því, aS eg segSi sér þaS, sem mér la á hjarta. “Eg hefi sagt ySur þaS áSur, aS faSir minn er einkennilegur maSur,’ ’tók eg til máls. “Eftir ummælum ySar áSur hefi eg gert mér þá hugmynd um hann.” “Já, hann er einkennilegur maður, og hefir lifaS einkennilegu lífi um mörg ar. Mér virSist líka, aS hann geti ekki litið hlutina sömu augum sem aðrir menn. Núna síSast hefir hann verið harður við mig og óréttlátur.” “Talið virðulega um hann, Filippus; hann er faðir yðar.” “Hann hefir einhvern furðulegan fordóm á giftingu okkar Claudínu. Sannleikurinn er, aS hann beinlínis neitar því að viðurkenna hana nokkurn tíma sem tengdadóttur sína.” Frú Estmere leit framan í mig. Enginn reiSi- svipur var á henni — mér sýndist hún miklu fremur vorkenna mér. Hún spurði mig jafnvel ekki, hver orsökin væri til óhugar föSur míns á giftingunni. “HvaS ætlið þér að gera?” spurði hún. “AS gera? Eg er í engum efa um þaS. Eg ætla að ganga að eiga Claudínu, og treysta því að föður minum snúist hugur með tímanum.” “En þaS er óttalegt neyðarúrræði, að óhlýðnast föður sínum.” “ÞaS er satt. En sonurinn hefir rétt fyrir sig, ■ekki síður en faðirinn. ÞaS er varla sanngjarnt að sonur vísi hamingju sinni á bug, sakir einhverrar grillu, sem faðirinn gengur með. EruS þér ekki sam- þykkar mér í þessu?” “Eg veit ekki. Eg get ekki ráSið yður neitt um : þetta. Þ ér eruð fullorðin nmaður og fær um að ráða sjálfur fram úr vandamálum yðar. Samt sem áður finst mér að þér ættuð aS hugsa yður vel um. Hvernig sem á því stendur, Filippus, þá er eins og Þau hjónabönd fara sjaldan vel, sem stofnað er til á móti vilja foreldranna. SkeS getur, að þetta sé kerlinga-bábilja, sem eg hefi orSið trúuð á, en mér er ekki hægt aS gera við þvi.” ÁSur en eg fékk ráðrúm til að svara, var hurð- inni hrundiS upp. “Kondu sæll, monsjör Seinlætari” heyrði eg rödd kalla frammi í dyrunum, sem kom hjartanu í mér til að hoppa af fögnuði, og á næsta augabragði var Claudina komin í fangiS á mér. Frú Estmere fór út úr herberginu meSan viS vorum aS heilsast. Eg ætla ekki að þreyta lesandann á aS lýsa fyrir honum þessum gleðilegu samfundum. Eg ætla ein- ungis að geta þess, að þegar varir okkar Claudínu mættust , þegar eg faðmaSi hana aS mér, og horfði í andlit hennar, hraustlegt, frítt og skínandi af lífs- fjöri, þá var eg þess fullvís að eg gat ekki afsaiað mér ást hennar, jafnvel þó aS velvild og kærleiki föð- ur míns væru í veði. Þegar við höfSum fagnaS hvort öSru settumst viS hliS við hliS og fórum aS tala saman. “HvaS gengur að þér, Filippus?” spurði hún, *þú lítur svo raunalega og illa út. Eg verð að fá að •vita alt um það, hvernig á því stendur.” “Eg hefi slæmar fréttir aS segja þér.” “Eg bjóst við þvi. Segðu mér frá föSur þínuni.” “Eg held að hann sé ekki með sjálfum sér, góða mín. Hann hlýtur að vera orSinn elliær!” “Er hann mótfallinn giftingu okkar? SvaraSu mér góSi, bezti. Eg þoli aS heyra það.” “Já, hann er henni mótfallinn,” sagði eg og roðn- mSi við. “En eg endurtek það aftur, hann hlýtur aS vera orðinn elliærl” “Jæja, segðu mér orsökina. F.g er fulltíSa kona. Eg kem ekki alveg tómhent. Þú elskar mig — og þú •að minsta kosti hefir ekkert sérstaklega út á mig aS setja.” Eg þagði og hugsaði mig um hvernig eg ætti að svara þessari síðustu spurningu liennar svo bezt færi, en hún horfði á mig mjög alvarlega. “Valentinus spurSi þig ekki um orsökina. Frú Estmere mun ekki spyrja um hana, en eg verð aS fá að heyra' hver hún er, Filippus!” “Honum er kunn saga frú Estmere,” sagði eg stamandi. “Nei, Filippus,” svaraði Claudina, rétti úr sér með drotningarsvip og stappaði fætinum ofan í gólf- ið, “nei, segi eg, honum er ekki kunn saga frú Est- mere. En það getur veriS aS hann hafi heyrt söguna sem almenningur hefir búiS til um hana. FaSir þinn er heigull!” Eg fann að eg gat ekki andmælt henni. En hvað hún var yndisfögur í reiði sinni! þarna þar sem hún stóS teinrétt og reigði höfuðiS drembilega dálítið afur á bak, en dökku augun tindruðu og litlu nasaop- in skulfu a geðshræringu. “Hann er heigull!” endurtók hún. “Hann for- dæmir, af Því aS almenningur fordæmir. Hann fer með bakmælgi af því að hann heyrir aðra gera það. Þú hefir lýst honum svo fyrir mér, aS hann væri góS- ur og göfuglyndur. Eg endurtek það, sem eg sagði áðan, hatin er heigull!” “Samt sem áður er hann faðir minn, Claudína,” svaraði eg þungbúinn. Hún sá að hún hlaut að hafa sært mig mjög með orSum sínum, þegar hún leit frantan í mig, og sá strax eftir því. Tárin komu fram í augun á henni og hún fól höfuðið við öxlina á mér. “Elskan mín! Elskan mín!” hvíslaði hún. “Þetta var rangt af mér. Fyrirgefðu mér, Filippus!” Eg kysti hana hvað eftir annað ÞangaS til hún brosti gegnurn tárin; en á milli kossanna hvarflaði hugur minn til gamla ntannsins einmanalega, sem þótti svo innilega vænt um mig, en hafði þó sagt mér aS gifting okkar Claudínu yrði til þess að skilja okk- ur, hann og mig aS, fyrir fult og alt. Samt fór eg að tala um gifting okkar. Eg gat enga ástæðu séð til að fresta henni. Eg vissi, að mér var ómögulegt að fá föður minn til aS breyta skoðun sinni. SkeS gat samt sem áður eftir að við Claudína værum gift, að eg gæti talið honum hug- hvarf — að hann einu sinni á æfinni léti undan, og tæki konu mína í sátt við sig, og ynni henni sem tengdadóttur sinni. Eg lagði því að henni með ÞaS að við ákvæðum giftingardaginn þá seint um haustið, og félst hún á það. “Eg sé ekki eftir hverju við höfum aS bíða,” sagSi hún bliðlega. “ViS eigum nægar eignir til að lifa af, rólegu og þægilegu lífi. Gifstu mér þegar þér svnist, elskan mín.” Glaður af að fá færi á að leggja góð orð inn fyr- ir föður minn, sagði eg henni frá þeim ríkmannlegu fjárgjöfum sem hann hefði ákveðiS handa mér. Hún tók því öðru vísi en eg bjóst við. “Fiiippus!” sagði hún blíSlega, “mér er ómögu- legt að nota fé þess manns með þér.” “ÞaS er gjöf frá föSur minum, góða min!” “Já, en hann leggur blátt bann fyrir giftingu okkar. Eg elska þi£, Filippus, en eg finn dálítið til mín. Allar eignir minar standa þér til boða skilyrS- islaust. Þú hefir um tvent að velja. Ef þú tekur á móti gjöfinni frá mér, þá verS’urðu að neita gjöf föð- ur þíns.” “Eg get ekki lifað á eignum konunnar—” “En samt ætlarSu að Iifa af fé frá föður þinum, manni, sem fyrirlítur konu þína! Sú metnaðartil- finning fer ekki í rétta átt, Filippus.” Eg reyndi að malda í móinn, en fórst það engan- veginn vel. Með sjálfum mér fann eg að hún hafSí rétt fyrir sér. Eins og á stóð var enn meiri niður- Iaegring fyrir mig að taka við peningíum af föður mínum, heldur en af konunni, sem eg tók fram j»fir hann. “Elskan mín,“ sagði Claudína loksins, “ef þér Þykir minkunn í Því að taka við fé af mér, þá skulum við bíða eitt eða tvö ár enn Þá. Á þeim tíma getur þú að líkindum komist í lífvænlega stöðu. Þegar svo er komið geturthi þegiS þá litlu viðbót, sem eg get Iagt til, án Þess að gera þér samvizku af. Og Heldur en við þurfum aS leita til föSur þins um fjár- styrk, verSurðu að sætta þig við styrk frá mér!” Og þetta afréðum við, þó aS eg ætti fjarska bágt með að faltast á dráttinn, því að eins til tveggja ára missir hjónabands okkar Claudíi.fu var býsna mikil fórn, þó að hún væri lögð á altari stærilætis mins. Eitt ráS var hugsanlegt til að stytta þenna tíma. ÞaS var að mér tækist að komast yfir gögn, sem sönnuðu sakleysi -frú Estmere; aS mér tækist að neyða mann hennar til að falla lienni til fdta, og biðja fyrirgefningar á því, hve illa hann hefði breytt við hana. Þá hlaut faðir minn, þó fastur væri fyrir, að Iáta sig, og þá gat ekkert verið hjónabandi okkar til fyrirst ðu. Um þetta var eg að hugsa, þegar eg var farinn frá Claudinu og gekk heim til mín. Undar- legt sýndist það í meira lagi, að einmitt þaS sem sýrt hafði líf frú Estmere, skyldi nú lika verSa Þrándur1 i í g t; fyrir hamingju minni, svo aS eg neyddist sjálfs | J miri vegtia til að .fara aS komast fyrir hrekkjabrögð | Chcshams þesstt viðvíkjandi. Bg mintist nú orða Rothwells lávarSar, þegar hann liafSi sagt, að hér væri um forlög að ræða, og eins og nú leit út, lá mér viS að hallast að þeirri skoSun. Sú skoSun styrktist lika viS það, að þegar eg kom heim lá þar bréf til mín og eg þekti strax að hin karlmannlega rithönd Cheshams var á Því. Hann var kominn aftur til Englands og kvaSst mundi dvelja þar sem hann væri vanur og vonaðist eftir, aS eg hitti sig þar. Sömu verkanir hafði þaS á mig aS hlýða á Chesham þá um kveldiS í klúbbnum, þar sem hann ræddi af mikilli mælsku viS gamla stallbræokir sína, jafnléttúðugt og kæruleysislega eins og hann var vanur. XIX. KAPITULI. Morguninn eftir hitti eg Rothwell lávarS, í for- dyri gistihússins, sem hann hélt til á. Hann var aS reykja feiknalangan vindil og athugaSi með mestu eftirtekt þá, sem fram hjá fóru, og ekki svo fáum um- iferðamönnum varS þaS að líta upp í fordyrið á háa, skeggjaSa manninn í veiSimannabúningnum, sem stóð þar, og ýmsir gátu sér víst margs til um hver hann væri. Sjálfur varð eg einkar feginn aS rekast á þenna herðabreiða, góðviljaða mann, er brosti nú vin- gjarnlega móti mér, — ekki sizt nú, þegar eg var í heldur þungu skapi. Mér var aS minsta kosti óhætt að snúa mér til hans, þvi að nú þurfti eg hollra ráða við. Þó að viS Valentínus værum miklir vinir, þá gat eg samt ekki ráSfært mig viS hann um ágreinings- efni það, sem okkur föður mínum bar á midi; af sömu ástæðu gat eg ekki talaS um þaS við frú Est- mere, og Claudína hafði vissar skoðanir á því, sem áður hefir verið skýrt frá. Mér þótti því meira en lítiS vænt um Þegar brúnleita höndin á Rothwell lávarði luktist utan um hönd mína og eg dannfærðist um þ»S af handtakinu, að hann var enn þá vinur minn. “KomiS inn, Filippus skipstjóri,” sagSi hann. Stundum kallaSi hann mig enn gælunafni þessu frá 'fyrri dögum. “Komið inn, og blaðriS dálítið við mig uppi á herberginu minu.” Hann fylgdi mér upp á herbergi sitt, en þar hafSi hann þegar lagað alt til eftir því, sem honum líkaSi. Stóru borðin tvö voru komin þar inn, þó að þau væru ekki enn orðin alþakin skjölum. Eg fór að brosa, þegar eg leit í kring um mig í herberginu. “Þér eruð ekki lengi að setja svip.yðar á her- bergin,” sagði eg. “Það er satt. Eg er hissa að mér skuli vera liðið ÞaS. ÞaS er víst af því að eg er lávarSur. ÞaS eru ekki svo lítil hlunnindi í þvi að hafa titil, ef maður kann að nota hann rétt. Oft er talað um skyldurnar, sem hvili á aSalsmönnunum. LeggiS engan trúnaS á slíkt, Filippus. Ef nokkrir menn eiga kost á að lifa ánægjulega, þá eru það lávarðarnir. Eg þori að segja að þér hálfskainmist yðar, Filippus, fyrir mína liönd á stundum.” Hann var að gera sjálfum sér rangt til. Þó að hann hefði líklegast mútað einhverjum Þjóninum til að stela einum Þessum þægilega sveigbakaSa stól til að sitja á, vegna Þess aS hann kunni bezt við að sitja í þess konar stólum, þá var enginn efi á að Rothwell lávarSur kom þannig dram við alla -— nema ef til vill vildustu vini sína til að stríSa þeim — sem sönnum aðalsmanni sæmdi, og kurteisi hans, hugrekki og riddaraskap þekti eg svo gerla, aS eg mat lávarðinn hverjum aðalsmanni framar, sem eg Þekti. Hann var ekki enn búinn að finna Valentínus eða frú Estmere, og spurði hann mig strax um þau. Honum þótti vænt um aS heyra, að Valentínus væri aS vaxa álit fyrir málverk sín, en hrygðist af að heyra þau úrslitin, sem orSiS höfðu á ástmálum hans. svo fór liann að spyrja mig um hjónaband okkar Claudínu. Eg sagði honum alt um þaS; frá skyndilegri heimkomu föSur míns, burtför Valentínusar frá Tor- wood og loks því hversu eg væri neyddur til aS velja um þau Claudínu og föSur minn. Ilann hlýddi á mig mjög alvarlegur. “Vera má, að það hafi verið hugboð, eða að eg þekki heiminn svona vel. Hvað sem því liður, þá vona eg að þér fariS gætilega í þetta mál.” “Eg ætla að ganga að eiga Claudínu, og vona að yður sýnist það ekkert ógætilegt. En viS ætlum ekki að giftast strax,” bætti eg viS, þegar eg sá óánægju- svipinn, sem kom á lávarSinn. “Það er rétt. BíSiS dálítið með giftinguna. Er þess nokkur von, að ifaðir yðar komi til borgarinnar.” “Eg er hræddur um ekki.” En um leið datt mér nokkuð í hug. “Rothwell lávarSur,” sagði eg, “væruð þér fáan- IegMr til að gera mér mikinn greiða?” Hatyi leit til mín, og eg horfði enn einu sinni í augu hans, er lýstu nærri því kvenlegri blíðu þó að ásýnd lians væri karlmannleg. “Eg mundi vilja gera mikið fyrir son föður Fil- ippusar,” sagði hann. “Son föður míns!” endurtók eg. “FaSir minn er yður ókunnugur að mestu. Þér hafiS að eins séð hann einu sinni fyrir mörgum árum síðan.” “Þér eruS sjálfur sá sonur föSur ySar, sem eg á við,” sagði hann cg bar fremur ótt á. “Hvað viljið þér að eg geri fyrir yður?” Eg hálfskammaSist mín fyrir að láta hann heyra beiðnina. “Mér Þykir leiSinlegt að biðja yður um það,” sagði eg, “en ef þér he;fSu5 tíma til, þætti mér vænt um, að Þér færitð til Devonshire og hittuð föður minn, töluðuð við hann, sýnduS honum fram á hvaða stúlka Claudína er og hvaða kona frú Estmere er. Hann mundi taka orð yðar til greina. Maður á yðar aldri og í yðar stöðu mttndi hafa áltrif á hann með tillögum sínum, miklu fremur en eg. SkeS gæti aö honum gæti þá orðið ljóst hve ranglega hann hefir breytt við mig.” Rothwell lávarSur svaraSi engu straxj Hann sat lengi hugsandi, en ekki gat mér þó sýnst aS honum hefði mislíkað uppástunga mín. Hann rétti sig eftir nýjum vindli, en eg sat a!t af kyr og beið þess að hann svaraði. “Já, eg skal fara,” sagSi hann. “Eg býst ekki við aS geta komið neinu góðu til leiðar, en eg skal fara. Eg skal leggja á stað í kveld.” “Eg veit ekki hvernig eg á að fara að þakka yður. Verið ekki að flýta yðar svo að þér hafið nein óþægindi af. ÞaS er svo sem satna hvern daginn núna aS þér farið.” “Eg ætla að fara strax. Mér fellur illa að eiga nokkuS yfir höfði mér, sem þarf að koma í verk.” “Á eg að fara með ySur?” “Nei, eg held að bezt sé að þér fariS hvergi.” “Eg vona að hann lofi yður aS tala við sig,” sagði eg hálfhikandi, þvi að mér datt í hug hvernig faSir minn hafði snúist gegn Valentínusi. “Mr. Norris er heiSarlegur maSur. ÞaS er eng- in ástæða til þess að hann leyfi mér það ekki. Gerf hann það ekki, þá get eg korniS aftur jaifngóður og eg fór. Og nú skulum við fara að tala um eitthvaS annaS.” LávarSurinn lagði á staS daginn eftir eins og hann hafSi lofað, og eg beið mjög óþreyjufullur aS heyra úrslit farar hans. Eg hafði beztu vonir. Eg vissi, að hann rnundi fylgja máli mínu svo vel sem auðið væri. Vissulega hlutu tillögur hans að sann- færa föSur minn, því Rothwell lávarður var roskinn og ráðinn, og gat hverjum manni betur dæmt um það, livað ætt hverri væri til sæmdar eSa ekki. Eg bygSi loftkastala og vonaði. Eg spurði eftir Roth- well lávarði hvern morguninn eftir annan á gistihús- inu og furðaði mig meira en lítiS á því, hve lengi hann var í burtu. Vikan leið svo að hann kom ekki. Eg vonaðist eftir bréfi frá honum, en fékk enga línu; og Þegar hann loksins kom, var sízt aS undra þó aS mér væri orðiS mál á að heyra fréttirnar. ÞaS stóS heldur ekki lengi á því. “ÞaS fór eins og eg bjóst við, Filippus," sagSi liann, “mér mistókst erindið.” “Er þess Þá engin von, aS hann láti undan?” spurSi eg. “Nei, engin von. Hann er ósveigjanlegur. Hann er dæmalaus þrákálfur.” Hvernig sem á því stóð, þá tók eg mér enn nær að Rothwell skyldi mishepnast, heldur en sjálfum mér. “Hann má gruna, aS eg sé jafn-ósveigjanlegur,” sagði eg æstur, “hann má vita að liann hrindir mér frá sér fyrir fult og alt æf fúsum vilja; hann gengur ekki að því gruflandi, að mér er alvara aS giftast Claudínu.” “Já, hann býst viS Því.” “SegiS mér hvaS hann sagði.” “HvaSa gagn er að því, Filippus? Eg taldi um fyrir honum og lagði að honum eins og eg gat, en ekkert dugði. ÞaS mundi eingöngu særa yður, að fara aS hafa það eftir, sem hann sagði. Eitt er víst. Hann slakar aldrei til.” “HaldiS Þér að hann ætli að halda fast við hót- un sina?” “Já, Filippus,” sagði Rothwell lávarður, “hann heldur fast við hana. Htigsið vel um það, sem þér eruS að ráða viS yður að gera.” “Eg er búinn að marghugsa ÞaS. Eg er líka búinn aS ráSa af hvað eg geri,” sagSi eg. “ÞaS er ekkert um þetta að tala. Eg á aS einá eftir að þakka yður fyrir alt ómakið, sem þér hafið gert yður mín vegna. Hvernig móttökur fenguð Þér annars?” “Góðar, nema að þessu leyti. ÞaS -fór mjög vel á með okkur Mr. Norris. Þér getiS ráSið það af því hve lengi mér dvaldist hjá honum.” “Og géSjaSist ySur vel að honum?“ “Já, meira en þali ÞaS er synd að hæfilegleikar eins og þeir, sem hann hefir til að bera, skuli settir undir mæliker. ÞaS er ekkert líf, sem hann lifir. þó að eg t. a. m. geti .fáu komiS í framkvæmd, þá get eg þó með sanni sagt, að eg njóti lífsins ofur- ÍítiS.’”

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.