Lögberg


Lögberg - 30.01.1908, Qupperneq 5

Lögberg - 30.01.1908, Qupperneq 5
I/KMIKKC, máTimACBM 30. JANÚAR 1906. 5- ber ekki saman, og fyrir þvi minni Þörfin á talskeytasambandinu. En um hitt er fullvíst aö firötölun tekur þráötölun síöar meir fram i Því, aö haegt veröur aö firötala langtum lengri leiö. En vitanlega eru þetta tilgátur einar 1 Ætlun mín er þaö, atS firtS- tölun á Því stigi, sem hún er nú geti hvergi komiö aö verulegu haldi, nema á herskipum, þar sem foringinn veröur aö gefa fyrir- skipanir sínar munnlega.” Uppfundning þessi hefir veriö seld ensku félagi um leiö og firö- ritunar uppfundning Paulsens var seld ,fyrir rúmlega ári siöan. AU-merkar tilraunir um firörit- nn hafa og veriö geröar upp á síö- kastið á Lingby-stööinni. Hepnast hefir t. a. m. að senda loftskeyti til vesturstrandar Irlands og til Pétursborgar. Milli þessara staöa hafa loftskeyti veriö send fram og aftur og sú skeytasending tekist piýöisvel. Miklar umbætur hafa Þeir félagar og gert á áhöldum Þeim, er notuð hafa verið til að rita loftskeytin á viötökustöövun- um.” Paulsen verkfræðingur er ung- ur maöur, og er Þegar oröinn víð- frægur fyrir uppfundningar sínar. Endurgjald Stellu. Frönsk saga. Á allraheilagramessu áriö 1793 breiddi úöa-þoka ömurlega blæju yfir Þögula bústaöi framliöinna i kirkjugarðinum “Vaugirar” i Par- ís. Andvar'inn næddi hljóölega um limsnauð trén, er virtust teygja bliknaðar greinar sínar biðjandi upp í gráan geiminn. Þá var líka tveim barnshðndum, bláum af kulda, fórnaö til himins. Við eitt leiðið lá tíu ára gömul stúlka á hnjánum. Hún var að gráta. Tár- in lauguðu rjóða vangana á henni eins og vordögg hálfsprottiö blóm. Hún horföi stöðugt á litla leiö- ið, og grét því meir, sem hún horfði lengur á það. Samt hafði hún ekki séð börnin tvö, sem hvíldu þar í værum blundi, syst- kinin hennar. Þau höföu látist bæði áður en hún fæddist. En nióðir hennar haföi sagt henni svo margt um litlu börnin látnu, sem nú voru oröin aö yndislegum engl- um í upphæöum, aö hún hélt að hvergi væri betra aö biöja, en ein- mitt Þarna. Þar hlytu englarnir vissulega að heyra til hennar. Og benni reiö á Því. Hún haföi stórr- ar bænar að biðja. Hún og ástvin- 'rnir hennar áttu þungbæra rauna- og harmadaga í vændum. Franska stjórnarbyltingin var rétt að byrja um Þetta leyti. Styrj- aldartimabiliö voðalega í lok seytj ándu aldarinnar að renna upp. Almúginn hafði risið gegn stjórn- inni, vikið konunginum frá völd- um, sett hann i varðhald og aö lokum ráðið bæði hann og drotn- inguna af dögum. En eigi var |>ar látið staðar numið, heldur voru Þeir allir ofsóttir, er hollir höfðu verið konungshjónunum látnu, og margir Þeirra höfðu verið háls- höggnir. Samskonar háski vofði yfir Lou- is Sevré, föður litlu stúlkunnar. Hann hafði eigi annað til saka unnið, en það, að hann hafði verið hollur og trúr konungi sinum, og gert alt til aö frelsa hann úr fang- elsinu, Þó árangurslaust yrði. Uauðinn vofði nú yfir honum sjálfum, Því að hann var í höndum byltingarsinna, og átti engrar vægðar von, þvi að rammasti ó- vinur hans einhver átti aö ráða úr- slitum mála hans. Það var Par- rein, einhver grimmasti byltinga- maöurinn á Þeim tímum. Rithöf- undur einn sagöi þá um hann, “aö lífgjöf og dauöadómur manna hafi tíöum veriö komiö undir því, hversu á honum lá í hvert sinn”. En meö því aö hann var óvínur Servés mátti þaö kraftaverk kall- ast,'ef hann kæmist hjá lífláti. Kona hans var yfirlcomin af harmi. Hún var veikbygö og haföi sýkst af raunum Þessum . Komst hún því eigi út í kirkjugaröinn til að leggja blóm á leiöi barna sinna eins og hún var vön aö gera á hverju ári. Fyrir því hafö! hún lofað litlu dóttur sinni aö fara Þangað einni. Á þessum timum var ef til vill hvergi óhultara aö vera en í kirkjugaröinum, því aö Þöir sem lífs voru höföu svo margt annað að gera, aö Þeir gáfu sér miöur tóm til en áður, að hugsa um legstaði hinna framliönu. Þó sá litla stúlkan, að margar grafirn- ar voru prýddar blómum, en ofur- lítið leiði í grend viö þær virtist hafa gleymst. Þaö var barnsleiöi. Á marmarasteininum var höggviö höfuö ungar stúlku frábærlega fríörar. Hún leit út fyrir aö hafa veriö á l»ku reki sem Rósa Sevré. Neðan viö barnshöfuðiö var að eins letraö nafniö; “Stella.” “Aumingja Stella,” sagöi Rósa. “Þú hefir alveg gleymst í dag. Bíddu viö. Eg skal gefa þér blóm.” Svo tók hún fallegustu rósina úr blómvendinum, sem hún hafði lagt á gröf systkina sinna og lagöi hána á gröf Stellu . Hana grunaöi ekki, að eftir þessu var tekið, og hverft varð henni viö, Þegar hún sá hávaxinn mann, hvasseygan og alvarlegan á svip, koma fram undan einum runnanum. “Hvað ertu aö gera hér?” spurði hann hastur, en litlu stúlkunni virtist samt að eigi vera frítt viö, aö hann væri skjálfraddaöur. Rósa leit ófeimin framan í hann. “Leiðið hennar Stellu litlu hefir gleymst. Foreldrar hennar eru vist langt í burtu. Eg gaf henni þess vegna eina rósina mína, og baö svo fyrir henni og foreldrun- um hennar. Var þaö ekki rétt gert ?” Hávaxni maöurinn hrökk sam- an. Stella var dóttir hans. Hann haföi snöggvast gengið inn í kirkjugarðinn til aö skoöa leiðiö, en anna vegna haföi hann gleymt að hafa með sér blóm til aö leggja á þaö. “Hver hefir kent þér aö biöja fyrir ókunnugum mönnum?” sagði hann eins og í hálfgerðu háöi, en þó var auðheyrt að rödd hans skalf nokkuö. “Pabbi og mamma. Eg á aö biðja fyrir öllum mönnum og ó- vinum okkar líka.” Hæðnisbrosiö hvarf af vörum hvasseyga mannsins. Hann var ekki vanur aö heyra börn segja annað eins og þetta. “Hvaö heita foreldrar þínir?” sagði hann; það var eins og hann ætti ofurbágt með aö koma upp orðunum . Litla stúlkan beygöi sig ofan að legsteininum yfir leiöi systkina sinna og lyfti lítið eitt upp einum blómsveignum, sem lá á honum. Þar stóðu letruð nöfnin: “Angcla og Louis Sevré.” “Sevréf Er Louis Sevré faöir Þinn?” spurði ókunnin maðurinn og bar ótt á. Rósa kinkaði kolli og hrökk við. Þvi að eitthvað það skein úr svip ókunna mannsins, er hún hræddist. Hún gat ekki gert sér grein fyrir hvers vegna. Hann staröi svo undarlega á hana. Svo leit hann enn einu sinni á rósina, er hún haföi lagt á gröf Stellu litlu, og gekk svo burt stein Þegjandi. Það mátti kraftaverk kallast, ef Louis Sevré ætti aö halda lífi. En nú haföi kraftaverkiö gerstl Sama kveldið var hann látinn laus. Og þaö var rósin, sem haföi komið því til vegar. Þaö var end- urgjald Stellu. Rósin var lykillinn, er opnaö haföi fangelsisdyrnar fyrir fööur Rósu. Þaö var gröf dóttur Parreins, sem Rósa hafði skreytt, án þess aö vita af. Og grimmasti óvinur föö- ur hennar hafði séð hana gera Þaö. Sagan segir, aö Piarreín' hafi verið örgeðja og dtutlungar hans hafi tíöum ráöiö geröum hans, og svo fór í þetta sinn. Undir eins og hann kom heim, skipaöi hann aö láta fööur Rósu lausan; vera má aö hann fyrst á eftir hafi kunn að að sjá eftir þessu, en þaö var búiö, sem búið var, og Louis Sev- ré var kominn úr varðhaldinu. En fjölskyldan hamíngjusama þreyttist aldrei á aö lofa guö fyrir að hafa kosið smáblómið til aö koma lausn Sevrés til leiðar. Og síöar geröist annaö, sem enn furöulegra var. Á ófriöartímun- *m næstu, sem gengu yfir land og lýö, sættust þessir tveir óvinir og urðu trygðavinir, og héldu þeirri vináttu sinni til dauöadags. Raunir Jauré. Paris, 2. Jan. Einhver mesta raun, sem mann' má henda, hefir nýlega komið fyr- ir jafnaðarmanna foringjann frakkneska, Jean Jauré. Hann á býli lítið og viðhafnarlaust skamt frá Parisarborg.' Það heitir Bes- soulet. Mótstöðumenn hans hafa stundum nefnt það “Óðalið” í stríðni. Menn veittu því eftirtekt, að jafnaðarmanna forilnginn frægi hafði ekki komið til Parísarborg- ar í hálfan mánuö. Blað hans “Humanite” hætti aö flytja hinar snjöllú ritstjórnargreinar hans. í dag hafa menn komist á snoðir um, að Jauré eigi viö mikiö hug- arangur að stríöa um þessar mundir. Hann á dóttur eina barna, sem hann sér ekki sólina fyrir. Hún er nú gjafvaxta. Allir, sem hafa kynst henni, segja, að hún sé bráö gáfuö, fögur og vel siðuö. — Faö- ir hennar hefir ekki getaö haft eins mikið hönd í bagga með upp- fræöslu hennar og hann vildi sak- ir stjómmálastarfa. Hún var sett til menta í ágæta skóla og er nú komin heim að loknu námi. For- eldrar hennar ætluöust svo til aö hún settist um kyrt. Hún var samt ekki óöar komin heim en hún sagöi Þeim aö hún væri staöráöin 1 aö ganga i klaustur og gerast nunna. Jauré gat ekki á heilum sér tek- iö. Átti Það aö koma yfir hann, að einkadóttir hans gengi í klaust- ur Hann fríhyggjumanninn, sem gekk i berhögg við kirkjuna og sást ekki fyrir og fyrstur manna barðist fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Hann situr nú í Bessoulet og reynir að telja dóttur sinni hughvarf. Hann sýnir henni fram á með mælsku mikilli, að hún eig: ekki með að afsala sér gæðum lífs- ins og skyldum þess, og að ásetn- ' ingur hennar sé augnabliks draum órar, sem hún muni brátt hrista af sér. En fortölur hans virðast ekk- ert mega sín. Stjómmálamönnum hér þykir máliö merkilegt. Vinir hans sam- hryggjast en óvinir hælast um. Það ej: þó ekki einsdæmi um frí- hyggjumenn, aö þeir hafi þurft aö berjast viö kaþólskuna heima hjá sér. Bourgeois átti viö slíkt heimilisböl aö búa, og olli Þaö fion um svo mikilla harma aö viö lá aö hann mundi liætta opinberum störfum hvað eftir annað. Sifjá- liö Jauné hefir alt kaþólska trú. Frændi hans einn er biskup, en annar gallharöur kirkjumaöur. Móöursystir hans er nunna. Jauré hefir ekki getaö varið dóttur sína fyrir áh<rifum Þeirra. Hja^iai) hefir verið svo önnum kafi’nn í stjórnmálum. . Gaston. —Den Danske Pioneer. Hver er vitlaus? Skemtisamkoma undir umsjón nokkurra ungra pilta til að styrkja fátæka ekkju, veröur haldin í efri Good-Templara salnum 6. Febr. 1908. PROGRAMM: 1. Piano Solo Louisa Thorláksson 2. Hvernig hún Anna min og eg fórum aö drepa mús Ó. A. Eggertsson 3. Vocal Solo: Last night fby reqestj .. Th. J. Clemens 4. ist. Betzy and I are out; a charackter sketch, shoing one side of married life Ó. A. Eggertson 5. Vocal Solo fselectedj •• .. .. Th. J. Clemens 6. 2nd. How Betzy and I made up an other side of maried life; two months later. Ó. A. Eggertsson 7Ó. Hver er vitlaus? Frumsamið af Christofer Johnston.Gam- anleikur í einum l>ætti; fer fram í Selkirk. Persónur: Miss J. Sigurðsson, Miss M. Hallson, Mr. Ó. Ólafsson, Mr. B. Hallsson, Mr. Ó. A. Eggertsson, Mr. C. Johnston. Miss Louisa Thorláksson hefir lofast til að spila á samkomunni þegar þörf gerist. Aðgangur 25C. Byrjar kl. 8 s. d. KOMIÐ OP SJAIÐ HVER ER VITLAUS. HANN BREYTTIST. Þessi maöur, sem eg rita um, var í mörg ár drykkjumaöur, bæöi austan hafs og vestan. Menn geta ímyndaö sér, hvaö hann hefir oröiö aö líöa í öll þau ár.. Hann er ógiftur enn þann dag í dag. Hefir aldrei oröiö “skot- inn.” Enginn veit til Þess. Nei. Hann er miðaldra maöur, og er nú kominn x gott álit hjá fjöldanum íslenzka hér vestan hafs. Enda er þessi maður svo vel af guöi gefinn bæöi til sálar og líkama, aö vand- leitað yröi aö finna hans líka. Þaö mun vera rétt skoðun, hans orö til mín töluð: “Teljandi eru þeir, sem liösintu mér allan þann tírna, sem eg drakk. Og kveldiö, sem eg hætti að drekka las eg bók- ina “Hjálpaöu þér sjálfur.” Og eg er sannfærður um, að ef aLýð- an læsi þá bók, mundu ótalmargir, sem hrasa á einhvern hátt á öllum aldri, breytast til batnaöar. Og óskandi væri að flestum, sem lenda í allskonar óreglu, snerist hugur. — Eg sjálfur þakka þess- um manni fyrir sin velvöldu orð og breytingu. A. St. Johnson. LÍFS EÐA LIÐINN. Sagan “Lífs eöa liöinn’ er ekki heft enn þá, en veröur send þeim, sem hana eiga aö fá, strax og hún er til. „UNDIB ÁHBIFUNUM" Pólitískur leikur í íjórum þátt- um, eftir E. C. Whalen, veröur sýndur í G. T. HOSINU ÍCor. Sarreot & McGee) II, og 12. Febrúar næstk. • Til arös fyrir byggingarsjóO st. Heklu. Fjögur mismunandi leiksviö eru í leiknum og valiB fólk í allar per- sónur hans . Þangaö ættu menn aö koma til aö skemta sér og læra. Leikurinn byrjar kl. 7% e.m. Inngangur aö eins 25c. fyrirbörn 15c. F. B. lelinu W. J. SanÞrsti Royal Typewriter Agency Einkasalar á ROYAL RITVELUM. 249 Kotre Dame Ave. WINNIPEG. Ritvéiar til leigu, M. P. PETERSON, ViBar- og tolasali, ■orat Kata A Elgla. Talsfml SOj8 KOL og VIÐUR Berta harfJkol...........tio.50 " amerísk linkol........ 8.50 “ Souris kol............ 5.50 Allar tegundir af riB. tamarac, pine' birki, poplar, tíB isegsta verBi. JíomiB og iítiB inn til okkar. VIÐUR. Tamarac og Poplar. ósagaöur og sagaöur viöur, Hæfilegur í stór. The Rat Portage Lumber Co., Ltd. NORWOOD. Talsími 2343. Vistir handa Indíánum LOKUÐUM tilboBum sttluBum til und- irritaBs og kölluB ,,Tender for Indian Supplies'' vertíur veitt móttaka hér á skrif- stofuuni til hidegis 30. Janúar 1908, um aB leggja til vistir handa Indtáuum á fjárhags- árinu sem endar 31, Mari 1909, tollfrítt, á hinum ýmsu stöBum í Manitoba, Saskatch- j ewan og Alberta. SundurliBuB skýrsla um hvaB mikiB þarf og eyBiblöB undir tilboBiu fást hér á -iKrifstofunni, ef um er beBiB, eBahjá ,,The • Indian Commissiooer" í Winnipeg, Eng- in skuldbinding aB taka lægsta boBi eBa neinu þeirra. J. D. McLean, Department of Indian Aaffairs Ottawa. FréttablöB sem birta þessa auglýsing áa heimildar frá stjórninni fá enga borgun slíkt. Ef þér viljiB fá haesta verB fyrir korntegundir yBar þá skuluB þér láta ferma það á vagna og senda þaB til Fort William eBa Port Arthur, en senda oss farmskrána ilr Winnipeg; munum vér þá senda yBur andvirBi varanna f peningum undir eins og farmskráin er komin í vorar hendur. Vér munum athuga vandlega hverskona* korntegundir eru á hverjum vagni og selja þær fyrir hæsta verB sem mógulegt er aB fá, og senda yBur reikning og fulla greiðslu fyrir undir eins og búiB er aB afferma vagnana. —Vér höftim sérstaklega geliB oss viB kornkaupa-umboBsverzlun og getum gert yður ánægBari en aðrir. THE STANDARD GRAIN CO, ltd. P. OBOXI22. - WINNIPEQ, MAN. OOQOOOOOOOOOOOðOOMOO Haret-oixe Bx K n | ögU | n 11 p Fljót MIL^YIUUn skil. 44-9 M'IN STREET. Tstlsímar 29 og 30. Tkft Ceiitr.il CoaJ aiid Uood Conpajy. , D. D. WOOD, ráösuiaöur. 004 Ross Ave, horni Brant St. HBEIIT au KOL Ef þér snúiB yfiur til vor meB pantanir eru yBur Abyrgst næg kol í allan vetur. TELEPHONE 686

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.