Lögberg - 19.03.1908, Blaðsíða 6

Lögberg - 19.03.1908, Blaðsíða 6
6. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. MARZ 1908. ■H-M- I-H-I-l-l-W-I'I-I-H-I-HH- FANGINN 1 ZENDA. Hrigijt tnánaOo þáttur úr mfisögu tiginbor- ins Sngltndings. sm* ANTHONY HOPE. ■I-H-I-I-I-I-M-M Eg tók um fæturnar á litla járnboiCinu og lyfti J>ví upp. Jafn kraftagóöum manni sera mér veittist >aö ekki erfitt. Eg hélt boröplötunni fyrir frarnan mig 0g var hún ágætis skjöldur fyrir höföi mér og efri búknum. Eg stakk luktinni í belti mér og marg- hleypunni í hægri vasann. Þá varö eg >ess alt í einu var aö huröin hreyföist ofurlítiö. Þ.iC gat annaö hvort veriö vindurinn, sem þokaöi henni til eða aö einhver þeirra, sem úti voru, væri aö reyna aö opna hana. Eg hopaði eins langt aftur á bak frá dyrunum eins og eg gat og hélt borðinu fyrir framan mig eins og eg hefi áöur sagt. t "Herrar minir, eg tek boöi ykkar, ef þiö leggiö drengskap ykkar viö aö halda skilmálana. Ef þið opn- iö hurðina—” "Opniö þér sjálfur,” sagði Detchard. “Huröin opnast út,” sagöi eg. “Víkið ykkur of- urlítið frá, herra rmínir, því annars kann eg aö reka í ykkur huröina þegar eg opna hana.” Eg fór svo og rjálaði ofurlítiö við skellilásinn og laumaöist svo aftur á tánum þangaö sem eg haföi verið. • “Eg get ekki lokið upp; skráin er hlaupin í bak- lás,” kallaöi eg. . "Þvættingur! Eg skal ljúka upp!’ hrópaöi Det- chard. “Hvaöa bull, Bersonin. því þá ekki? Ertu hræddur viö einn mann?’ Eg brosti i kampinn. Samstundis var huröinni hrundiö upp. Viö skin af lukt. sem þeir höföu. sá eg mennina þrjá standa í hópi fyrir utan og heldu þeir marghleypum sinum uppi tilbúnir aö skjóta. Þá rak eg upp óp og hljóp eins hart og eg*gat fram gólf- iö og út í dyrnar. Þrjú skot gullu viö og skullu á skjöld minn. A næsta augnabliki hentist eg út um dymar og borðið skall beint frainan á þá. Svo velt- umst viö. eg, Þeir bölvandi og ragnandi og blessaö boröiö mitt — alt í einni þvögu niður tröppurnar og ofan á völlinn fyrir utan. Antoinette de Mauban æpti upp, en eg spratt á fætur skellihlæjandi. De Gautet og Bersonin lágu eins og i roti. Det- chard varð undir borðinu, en utn leið og eg stóð upp velti hann því ofan af sér og skaut aftur. Eg brá upp skammbyssunni og skaut i flýti. Eg heyrði aö hann bölvaði mér og svo hljóp eg á stað eins og hræddur héri, hlæjandi á hlaupunum, aftur fyrir sumarhýsiö og stefndi til garðsins. Eg heyröi fotatak a eftir mer, og sneri mér við og skáut upp á von og óvon. En svo heyrði eg fótatakið ekki frainar. “Hamingjunni sé lof,” sagöi eg, “aö hún sagöi mér satt um stigann," því að garðurinn var hár og jámbroddar ofan á honum. Og stiginn var þarna lika. Eg hljóp upp eftir honum og komst út úr garöinum á svipstundu. Þeg- ar eg sneri viö sá eg hestana. Svo heyrði eg skot. 'Þaö var Sapt sem skaut. Hann hafði heyrt til okkar, og S'tóö nú skapillur í meira lagi viö hliðið lokaö, og baröi og sikaut í lásinn eins og vitlaus maöur. Hann haföi alveg gleymt því, að hann átti engam hlut að eiga t bardaganum. Eg gat ekki stilt mig um aö hlæja að honum og sagöi um leið og eg lagði höndina á öxl honum: “KomiÖ nú heim, og göngum til hvílu, gamli vin- ur. Eg hefi einstaklega skemtilega teborös-sögu aö segja yöur.” Han nhrökk viö og hrópaði: “Þér eruö þá heill á húfi!” og svo hristi hann hönd rnína í ákafa. “En aö hverjum skrattanum eruö þér að hlæja?” “Aö fjórum herrum viö teborð,” sagði eg og hélt áfram að hlæja, því að það var ósegjanlega hlægilegt aö sjá kappana þrjá hafa falliö í valinn fyrir eigi voðalegra vopni en venjulegt teborð er. En af framansögðu sézt, aö eg hélt heit mitt heið- arlega, og skaut ekki fyr en þeir byrjuöu aö skjóta. X. KAPITULI. Sú var venja, að lögreglustjórinn sendi mér á hverju kveldi skýrslu um ástandið í borginni og hvemig í lýönum lægi. Enn fremur var getið um háttalag allra þeirra manna, er lögreglunni haföi veriö faliö að hafa gætur á. Eftir að eg kom til Streslau baföi það verið siður Sapts að lesa skýrslu þessa, og skýra mér frá öllu því, sem þar var tekið fram, og markvert var aö einliverju leyti. Daginn eftir skær- urnar, sem eg lenti í, í sumarhýsinu, kom hann inn til mín þegar eg var aö spila écarté við Fritz von Tarlenheim. “Skýrslan núna í kveld er óvenjulega eftirtektar- verð,” sagði hann og settist niður. “Hefir nokkurt uppþot oröið?” spurði.eg. Hann hristi höfuðið brosandi. “Eg sé hér fyrst,” sagði hann, “að háns tign her- toginn af Streslau hefir farið burt úr borginni fsýnist svo sem hann hafi farið skyndilegaý, og með honum nokkrar undirtyllur hans. Haldið er að hann liafi ætlað til kastalans í Zenda, en hann og föruneyti hans fór þjóðbrautina en ekki með járnbrautarlestinni. Herrarnir De Gautet, Bersonin og Ðetchard lögðu á stað stðar, og hafði hinn síðastnefndi borið hönd sína í fetli. Eigi er þaö kunnugt, hversu hann hafi særst, en íialdið er að hann hafi háö einvigi, liklega út úr ástamálum.” “I þvi er engin hæfa,n sagöi eg og var meir en litið ánægður yfir að liafa veitt piltinum þenna áverka. “Þá er næst skýrt frá þessu,” sagði Sapt: “Mad- ama de Mauban, — á henni hafa veriö hafðar gætur samkvæmt skipun — fór héðan með lestinni. Hún keypti farbréf til Dresden—” “Hún er vön aö fara þangað,” sagöi eg. “’Lestin til Dresden kemur við í Zenda'. Hann er athugull náungi skýrsíuhöfundurinn. Og takiö eftir þessu: ‘Þaö er ekki sem ákjósanlegast hljóö í mönnum hér í borginni núna. Konunginum er mjög álasað’ fhonum hefir verið sagt, að skýra hárrétt og eirtarðlega fráj, ‘fyrir að heröa ekkert á bónoröi sínu. Eftir áreiðanlegum fregnum frá þeim, sem hand- gengnir eru hennar kommglegu tign Flavíu prinzessu, má ætla að hún taki sér það nærri hve konungurinn sinni litiö um liana. Til eru þeir menn, sem nefna nafn hennar í sambandi við nafn hertogans af Stres- lau, og hefir þaö oröið til þess að fylgi hertogans hef- ir drjúgum vaxið.’ Eg sá því ekki önnur ráö, en láta það berast út, aö konungurinn ætlaði að láta stofna til dansleikjar í kveld, í heiöursskyni viö prinzessuna, og hefir þ'aö mælst mjög vel fyrir‘.” “Þetta eru mér nýjungar,” sagði. eg. “Alt er þegar undirbúið,” sagði Fritz hlæjandi. “Eg hefi séð um það.” Sapt sneri sér að mér og sagði meö hárri og ein- beittri rödd: “Þér verðið aö biðla til hennar i kveld. heyrið þér það.” “Mér þykir mjög liklegt aö eg geri það, ef eg næ tali af henni einni,” sagöi eg. “Haldið þér kannske, Sapt, að mér falli það erfitt?” Fritz brosti ofurlítið og sagöi svo: “Yður mun verða það helzt til auövelt. Sjáiö til, mér fellur reynd- ar illa að segja yður þaö, en eg má til. Helga greifa- dóttir sagði mér aö prinzessunini væri farið aö geöjast einkar vel aö konunginum! Síöan um krýninguna heföi hugur hennar snúist undarlega mikið til hans. Og þaö er öldungis satt, aö henni fellur þaö mjög Þungt, hve konungurinn skiftir sér lítið af henni.” “Þetta er dálagleg lýgi,” hrópaði eg fokvondur. “Sei, sei! Látiö þér ekki svona. Eg þori aö segja, aö þér eruö enginn nýgræðingur í ástamáhim, og hafiö skjallað marga stelpuna. Það er einmitt þaö sem hana langar til.” sagöi Sapt. Fritz skildi miklu betur í hve miklum vanda eg var staddur, því að hann átti unnustu. Hann studdi hönd sinni á öxl mér, en sagöi ekkert. “Eg held samt að Þér ættuð, hvaö sem öðru líður, að biðja hennar i kveld,” sagöi Sapt meö kuldalegu kæruleysi. “Guö sé mér næstur!” “Að minsta kosti verðið þér að tala utan að því við hana; eg ætla að sjá um að koma frétt um það í blöðin og láta þess getiö að þær hafi viö allgóðar leimildir að styðjast.” “Mér dettur ekki í hug aö gera neitt slíkt—og vil það heldtir ekki!” sagöi eg. “Eg aftek alveg aö eiga nokkurn hlut í því aö draga prinzessuna á tálar.” Sapt horfði greindarlegum augum sinum fast á ntig. Kænskubros færöist yfir andlitiö á honum. “Látum svo vera! Látum svo vera,” s'agöi hann. “Það er ekki rétt af okktir aö leggja fast aö yöur um fetta. Þér reynið að blíðka liana dálitið ef þér getið. Þá er næst að minnast á Michael!” Fari Michael til fjandans!” siagði eg. “Hann fer þangað bráðum,” svaraöi Frits. “Kom- ið þér nú með mér út i garð að ganga dálítið.” Siapt þagnaði þá strax. Undir ruddalegu fasi hans duldist furðulega mikil viðmótslægni og — aö því er eg síðar komst aö raun um — mikil þekking á mannlegu lífi. Hvers vegna lagði hann ekki meira aö mér aö koma fram bónoröinu viö prinzessuna? Vegna þess að hann vissi að fegurð hennar og yndisleikur mundi fiýta enn meira fyrir því, en allar hvatningar af hans hendi — og vegna Þess, aö Því minna sem eg hugsaði um þetta, þvi líklegra var aö eg gerði það. Að sjálfsögðu hefir honum ekki'dulist þaö, aö þetta gat orðið prinzessunni til óhamingju, en tim þaö hirti nann ekkert. Er rétt af mér að leggja honum þetta til lasts? Ef næöist í konunginn lifandi, þá varð prinz- essan að giftast lionum, hvort sem hún vissi um mannaskiftin eða ekki. En ef ekki tækist að heimta konunginn heilan? Um það liöfðum við aldrei rætt enn þá. En eg hafði grun um, að ef svo færi, þá ætl- aði Sapt að láta mig sitja í Jiásæti í Rúritaníu til dauðadags. Hann hefði heldur viljað vita þar djöf- ulinn sjálfan en erkiárann Michael svarta. Dansleikurinn var liinn viðhafnarmesti. Viö FIaví:a hófum dansinn : fyrst var quadrille, síðan dons- uðum við vals. Mörg forvitin augu störðu á okkur, hvíslinga-kliður heyröist um allan salinn. Nokkru siöar var sezt aö kveldverði. Undir boröum víarð eg svo ör, er eg las endursvar ástar minnar í augum prinzessunnar, og barmur hennar hófst blíðuþrunginn undir viöræöu minni óáheyrilegri, að eg stóö upp úr sæti mínu mitt á meðal allra þeirra glæsilegu gesta, sem þar voru sanian komnir, svifti af mér “rauðu rós- inni“, sem eg bar, og hengdi Þetta gimsteinum setta tignarmerki um liáls hennar. Svo settist eg niður undir miklu lófaklappi og háværum árnHöaróskum; eg sá Sapt brosa yfir vinglasi sínu og Fritz hleypa brúnum. Eftir þaö bar ekkert til tíöinda þangað til borðhaldinu var lokið; hvorugt okkar Flavíu gat neitt sagt. Fritz snart mig á öxlina; eg stóö upp, rétti prinzessunni höndina og leiddi hana út úr borðsalnum inn í lítið herbergi þar sem kaffi var borið á borð fyrir okkur. Þjónar og þernur fóru út, og létu okkur ein eftir. Gluggarnir á þesstt litla herbergi vissu út að garö- inum. Veðrið var yndislegt, svalt og angandi blóm- ilmur lagöi inn unt gluggana. Flavía settist niöur en eg stóð frammi fyrir henni; eg átti í stríöi við sjálfan mig, og ef hún liefði ekki litið til min, er mér næst aö halda að eg lieföi unnið sigur í þeirri baráttu. En hún leit á mig snögt, eins og óviljandi og svo niður fyrir sig; en blóöið þaut frant í kinnarnar á henni af því hvemig hún liefði litið til mín og lnm dró Þungt andann. Þið hefðuð átt aö sjá hana þá! Eg gleymdi kon- unginum í Streslau. Hún var prinzessa,”en eg var að- skotadýr i dularbúningi. Haldið þiö aö eg hafi rruin- að eftir því? Ónei, en eg fleygöi mér á kné og greip um hendur liennar. Eg sagði ekkert. Því skyldi eg hafa átt að segja nokkuð? Blíöu næturómarnir breiddu ósegjanlega unaðsblæju yfir ástarandvörp mín er eg Þrýsti heitum kossum á varir hennar. En svo hratt hún mér frá sér alt í einu og hróp- aöi: “Geriröu þetta i einlægni? eöa að eins vegna þess aö þú mátt til?” “Eg geri þaö í einlægni,” svaraöi eg lágt og blíö- lega, “og í einJægni segi eg, að eg elska þig meira en lífiö í brjóstinu á mér — meir en sannleikann — meir en heiður minn!” Henni datt ekki í hug að kryfja orö mín til mergj- ar, en skoðaði þau sem hugðnæm ofyröi eldmóögrar ástar. Hún hallaði sér aö mér og hvíslaöi: “Ó! eg vildi biara, aö þú værir ekki konungur! Þá skyldi eg sýna Uér hve mikiö eg ann þér! Hvern- ig stendur á því, að eg ann þér nú, Rúdolf.” “Nú?” “Já, — þessa siðustu daga. Eg — eg hefi aldrei unnaö þér fyrri.” ■ ' Eg varð gagntekinn af metnaði. Þlaö var eg — Rúdolf Rassendyll — sení unniö haföi ástir hennar! Eg lagði handlegginn um mittið á henni. “Unniröu mér ekki áöur?” spuröi eg. Hún leit framan í mig og sögði lágt og brosandi: “Það hefir Iíklega verið konungstigninni aö þakka. Ég hefi aldrei orðið þess vör að eg mér þætti vænt um þig fyr en krýningardaginn.” “Aldrei áður?” spurði eg meö ákefö. HiA hló íágt. “Þ)að er á þér að heyra, aö þig langaði til að eg segöi ‘já’ viö þessu,” sagöi hún. “Væri það satt, ef Þú segöir ‘já‘?” “Já,” svaraði hún svo lágt, aö eg aö eins heyröi, og svo sagði hún rétt á eftir: “Vertu varkár, Rúdolf, elskan mín^ Hann verður afarreiöur, þegar hann fréttir þetta.” “Hvaö þá, hann Michael? Ef ekkert væri nú verra viö aö eiga, en Michael, þá—” “Hvað getur verra verið?” Mér bauöst þarna tækifæri, sem eg greip. Eg slepti henni, þó aö eg ætti bágt meö það, og færöi mig frá henni svo sem tvö skref. Mér er enn í fersku minni þyturinn í vindinum þá úti fyrir í linditrjánum. En ef eg skyldi nú ekki vera konungurinn.” tók eg til máls, "ef eg væri ótiginn maöur—” Aður en eg gat lokiö viö setninguma haföi hún gripiö um hendurnar á mér. “Þó aö þú værir dæmdur glæpamaöur í fangels- inu hér í Streslau, þá yröiröu samt konungurinn minn,” sagöi hún. Með andköfum stundi eg: “Guö fyrirgefi mér!” Eg hélt um hendurnar á henni og sagöi aftur: “Ef eg væri nú ekki konungurinn—” “Þey, þey!” hvislaði hún. “Eg á þaö ekki skiliö, —eg á það ekki skilið, aö eg sé tortrygð. Heyröu, Rúdolf, er sú kona, sem giftist ástlaust, vön aö horfa á manninn sinn eins og eg horfi á þig?” Svo fól hún andlitið í höndum sér. Þannig stóðum við stundarkorn hvort hjá ööru; eg hélt um mittið á henni, og var þó að hugsa um, hviaS fegurð hennar og leikaraskapur sá, sem eg haföi flækst inn í, heföi eftir skilið af heiöri mínum og sam- vizkusemi. “Flavía,” sagði eg meö svo einkennilegri og hásri rödd, aö eg þekti varla róm sjálfs mín, “eg er ekki—” Um leið og eg hóf máls, og hún leit upp á mig, heyrðist þungLamalegt fótatak í sandinum úti fyrir og maður kom að glugganum. Flavía rak upp ofurlítiö óp og hopaði frá mér. Setningin sem eg haföi byrj- að á dó á vörum mtnum. Sapt stóð utan við glugg- ann, beygöi sig auömjúklega, en var þó þungbrýnn í meira lagi. “Eg biö mtargfaldlega fyrirgefningar, herra kon- upgur, en háæruverðugur kardínálinn hefir nú beöið i fullan fjóröung stundar eftir aö fá að kveðja Yðar Hátign.” Eg leit fast frlaman í Sapt og sá, aö aðvörunar og þykkjusvipur var á honum. Eg vissi ekki hve lengi hann haföi staöið á hleri, en hitt var víst, aö li&nn hafði komiö í opna skjöldu. rtEkki dugir-víst aö láta kardínálann biða leng- ur,” sagöi eg. Flavia rétti Sapt höndina. Hún var rjóö i kinn- um og augun tindruöu. En hún Þurfti ekki aö blygð- ast sin fyrir ást sína. Hún sagði ekkert viö hann, en engum manni, er einhverntíma hafði séö konu hrifna, af ást gtat dulist, til hvers hún ætlaðist. Þunglyndis- legt raunabros kom á andlit gamla hermannsins, og blíðuhreimur Var í rödd hans er hann beygði sig á- fram, kysti á hönd hennar og sagöi: “Guö blessi yðlar konunglegu tign í sorg og gleði, i meðlæti og mótlæti.!” Hann þagnaði og leit til mín, rétti sig upp, stóö þráðbeinn og hermannlegur og mælti enn fremur: “En öllum fremur veröur manni þó ant um kon- unginn — guö blessi Hans Hátign!” Og Flavía greip um hönd mina, kysti hana og sagði i hálfum hljóöum: “Amen! Guö minn góður! Amen!” Svo snerttm við aftur öll saman inn i danssalinn. Eg neyddist til aö veita viötalsleyfi, og varö því aö skilja við Flavíu; sérhver sá, sem viö mig hafði talað, sneri til hennar. Sapt þokaöi sér áfrlam um miðjan gestahópinn, og hvervetna sáust bros og heyröust hvíslingar, þar sem hann fór. Eg efaðist ekki um aö hann hefði framkvæmt óveglega hótun sínla og væri nú aö gera mönnum kunnugt—það sem hann haföi hlerað. Hann var ekki að hugsa um annað, en aö halda í konungstignina og vinna bug á Michael. Flavía, eg—og rétti konungurinn í Zenda vorum tafl- menn á skákboröi hans; og peðin veröa að vera til- finningarlaus. Og hann haföi ekki Iátið sér nægja aö tilkynnla þetta innan hallarveggjanna, því aö þegar eg að síðustu leiddi Flavíu niöur breiöu marmaratröpp- urnar og að vagni hennar, var þar fyrir mikill mannfjöldi og hávær árnaðaróp kváöu viö alt um hverfis okkur. Hvaö gat eg gert? Ef eg heföi þá sagt sannleikann, mundu menn ekki hafa trúaö því, að> eg væri ekki konungurinn; en menn mundu hafia haldiö að konungurinn væri genginn af vitinu. Eg haföi gengiö feti framar en rétt var sakir bragðvísi Sapts og taumllausrar ástríðu minnar, og nú voru öll sund lokuö aö baki mér; og ástríða mín knúöi mig á- fram í sömu’stefnu er bragðvísin haföi beint mér. Þaö kveld dro eg ekki af aö láta allla Streslaubúa halda aö eg væri konungurinn og bænheyröur biöill Flavíu prinzessu. Loksins komst eg inn í búningsherbergi mitt, en það var ekki fyr en klukkan þrjú um morguninn, þeg- ar kialdranalega dagrenningarskíman fór fyrst aö gægjast inn. Sapt var þar einn hjá mér. Eg var eins og hálftruflaður maöur Þegar eg settist niöur, og staröi fram und»n mér á eldinn í arninum. Slapt reykti drjúgan eins og hann var vanur. Fritz var genginn til hvílu og haföi nærri því neitaö því aö tala viö mig. Á borðinu hjá mér lá rós. Flavía haföi bor- iö hana um kveldið ogþegar viö skildum haföi hún kyst hana og gefið mér. Sapt rétti höndina eftir rósinni, en eg spratt upp og greip um hana. “Eg á hana,” sagði eg, “en þér ekki, né konung- urinn heldur.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.