Lögberg - 30.04.1908, Page 6
6.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. APRÍL, 1908.
I I I H-q-M-I-I-M-I-t-H-
FANGINN í ZENDA.
HfÍ££Í» tnánaSa Þáttur úr mfisögu tiginkor-
ms Bngltndings.
xrris
ANTHONY HOPE.
!H"M-I"M-M"I"M"M-H"H-H-H- ■M-l-I-I-M-M-M
Eg færði mig nær honum.
“En að járnstengunum fyrir glugganum?”
“Eg held aö engir aðrir en Rúpert og DeGautet
hafi lykla að þeim.’’
“Hvar sefur hertoginn?”
“I kastalahöllinni á neðra lofti. Herbergi hans
eru til hægri handar þegar farið er yfir vindubrúna.”
“En Antoinette de Mauban?”
“Andspænis herbergjum hans, til vinstri. En
dyrum á herbergi hennar er lokað, eftir að hún er far-
in inn á kveldin.”
“Til að sjá um, að hún sleppi ekki?”
“Vafalaust, herra.”
“Og ef til vill af öðrum orsökum.”
“Það er vel mögulegt.”
“Hertoginn hefir lyklana. Er ekki svo?”
“Jú. Vindubrúin er dregin upp á nóttunni, og
hertoginn hefir líka lykilinn að henni, svo að ekki er
hægt að láta hana falla niður yfir sýkið, nema með
hans leyfi.”
“Og hvar sefur þú?”
“í fordyraherbergjum kastalahallarinnar, ásamt
fimm þjónum.”
“Eru þeir vopnaðir?”
“Þeir hafa lensur, herra, en engin skotvopn.
Hertoginn hefir ekki þorað að láta þá bera skotvopn.”
Eg hugsaði nú með mér, að ekki dygði annað en
að taka til djarflegra ráða. Mér hafði mishepnast,
þegar eg ætlaöi að fara eftir stiganum hans Jakobs.
t Slik óhöpp ætlaði eg að forðast aftur. Eg varð að
gera áhlaupið ír.á öðrum stað.
“Eg hefi lofað þér tuttugu þúsund krónum,”
sagði eg. “Þú skalt fá fimtiu þúsund, ef lAi gerir
það, sem eg legg fyrir Þig að gera annaö kveld. En
segðu mér fyrst, hvort þjónar þessir vita hver fang-
inn er.”
“Þeir vita það ekki, herra. Þeir halda að eins,
að hann sé einhver af óvinum hertogans.”
“Og efast þeir þá ekki um, að eg sé konungur-
inn ?”
“Hvernig vvttu Þeir að geta gert þaö?” spurði
hann.
“Hlustaðu nú á. Aðra nótt stundvíslega kl. 2
verðuröu að opna framdyr hallarinnar. Láttu það
ekki bregðast.”
“Ætlið þér að verða þar, herra?”
“Spurðu engra spurninga. Gerðu það sem eg
segi þér. Segðu að dyrnar séu lokaðar, eða hvað sem
þér sýnist. Eg bið Þig ekki annars.”
“Og má eg flýja út um dyrnar, herra, eftir að
eg hefi opnaö þwr?”
“Já, flýðu eins fljótt og þér er lífsins mögulegt.
En þá er eitt eftir. • Færðu Antoinette de Mauban
þennan miða — hann er skrifaöur á frönsku, þú getur
ekki lesið hann.” Eg Þorði ekki að draga þetta, því
eg óttaðist að konungurinn mundi deyja.
Þegar Jóhann var farinn kallaði eg á þá Sapt
og Fritz og skýrði þeim frá fyrirætlunum mínum.
Sapt hristi höfuðiö yfir Þeim.
“Hvers vegna getið Þér ekki dregið þetta?”
spurði hann.
“Konungurinn kann að deyja.”
“Michael neyðist til að gera eitthvað áður.”
“En svo getur konungurinn lika lifað,” sagði eg.
“Jæja, og ef svo skyldi verða?”
“Hann kynni að lifa hálfan mánuð. Hvernig
færi þá?” spurði eg rólega.
Sapt beit á jaxlinn.
Þá laut Fritz von Tarlenheim ofan að mér og
sagði:
“Við skulum leggja á stað og freista hvers við
fáum á orkað.”
“Eg ætlast til að þér farið — berið ekki kvíðboga
fyrir öðru.”
“En þér ætlið að vera hér eftir og gæta prinzess-
unnar.”
Það kom glampi í augun á Sapt gamla.
“Við mundum ráða niðurlögum Michaels ein-
hvern veginn," sagði hann og skríkti í honum hlátur-
inn; “en ef Þér færuð með okkur og félluð með kon-
unginum, hvað mundi þá verða hlutskifti þeirra okk-
ar. sem af kæmust?”
“Þeir munduu þjóna Flaviu drotningu,” sagði
eg, “og betur að guð gæfi, að eg fengi að vera einn í
þeirrá tölu”.
Svo varð Þögn. éapt gamli rauf þögnina mæðu-
legur á svip, en komst þó svo skringilega að oröi, að
við Fritz gátum ekki varist hlátri, þegar liann spurði:
“Hvers vegna kvæntist Rúdolf prinz ekki lang-
ömmu yðar?”
“Sleppum Því. Nú erum við að hugsa um kon-
unginn.”
“Það er satt,” sagði Fritz.
“Enn fremur ætti að geta þess,” sagði eg, “að
mér er það fyllilega ljóst, að eg hefi verið falsari öðr-
um til hagnaðar, en egdiefi enga lyst að vera það fyr-
ir sjálfan mig; og ef konungurirm verður ekki á lífi
og kominn í hásæti sitt eftir hálfan mánuð, daginn,
sem trúlofun okkar Flaviu á að verða gerð heyrin-
kunn, þá ætla eg að segja sannleikann, hvernig sein
fer”.
“Það er þá bezt að Þér farið, vinur minn,” sagði
Sapt.
Fyrirætlanir mínar voru á þe.ssa leið: Valinn
flokkur átti að laumast að dyrum kastalahallarinnar
undir forustu Sapts. Ef flokksins yrði vart fyr en
til var ætlast, átti Sapt og menn hans að drepa hvern
sem þeir næðu í — með sverðum sínum, þvi að eg
vildi ekki láta vekja neina háreisti með skotum. Ef
alt gengi vel,Þá kæmu Þeir að dyrunum þegar Jóhann
væri búinn að opna. Þ.€ir áttu að ryðjasþ inn og taka
Þjónana höndum, ef þeir hættu ekki allri vörn er þeir
sæju hermennina og vissu að þeir voru sendir af kon-
ungi. Á sömu stund átti að kveða við neyðaróp
kvenmanns úr herbergjum Antoinette de Mauban. A
því hafði eg mikið bygt. Hún átti að lirópa hvað eft-
ir annað: “Hjálp, hjálp, Michael, hjálp!” og svo að
nefna nafn Rúpert Hentzau. Þá bjuggumst við við
því, að Michael mundi hlaupa i reiöi sinni út úr her-
bergjum sínum og til herbergjanna andspænis, og
falla þá lifandi í hendur Sapts og þeirra fé.laga. Ópin
áttu að halda áfram. Menn mínir áttu að hleypa nið-
ur vindubrúnni. Þá Þótti okkur undarlegt ef Rúpert
reyndi ekki að komast yfir brúna þaðan sem hann
svaf, þegar hann heyrði nanfn sitt notað i blóra.
Gautet gat bæði komið með honum eða ekki. Það
varð að láta slikt ráðast.
Og þegar Rúpert kæmi út á vindubrúna, Þá átti
eg að mæta honum, því að eg hafði ætlaö mér að
þreyta sund á ný í sýkinu; ætlaði eg að hafa með mér
léttan viöarstiga til að hvíla mig á, ef eg skyldi þreyt-
ast á sundinu og klifra upp eftir honum þegar að þvi
kæmi. Eg ætlaði að reisa hann upp við steinvegginn
rétt hjá brúnni, og þegar hún væri komin niður ætlaði
eg að laumast upp á hana, og ef Þá bæri þá að Rupert
ogDe Gautet og kæmist yfir hana óhultir, þá mátti ó-
hepni minni um kenna, en ekki viljaleysi. En eftir að
þeir voru fallnir, þá voru að eins tveir menn eftir; og
varð að treysta Því, að ofboðið sem á þá kæmi mundi
létta okkur að ráða við Þá. Við mundum þá hafa
lykla að öllum þeim dyrum er áríðandi var. Skeð
gat að þessir menn mundu flýja. En ef þeir hlýðn-
uðust skipumim þeim, sem þeim voru gefnar, þá var
líf konungsins undir því komið, hve fljótt okkur tæk-
ist aö komast inn til þeirra, og eg þakkaði hamingj-
unni fyrir það, að Detchard hélt vörð en ekki Rúpert
Hentzau. Því að þó að Detchard væri þrekmaður,
óvægíhn og engin skræfa, þá skorti hann skjótræði og
óbilgirni Rúperts. Enn fremur var það vist, að ef
nokkrum þeirra þótti vænt um Michael svarta, þá
þótti Detchard það, og gat þvi verið, að hann skyldi
Bersonin eftir til að gæta konungsins, en hlypi sjálf
ur yfír brúna til að taka þátt í erjuntim hinu megin.
Þannig voru fyrirætlanir mínar — og helzt til
djarflegar. En til þess að óvinir okkar yrðu ugg-
lausir, skipaði eg svo fyrir, að Tarlenheimslotið skyldi
vera alt uppljómað af Ijósum, svo að ætla mætti að
við sætum þar að mikilli veizlu. Ljósadýröin átti að
vera þar alla nóttina, söngur og hljóðfærasláttur, og
menn sífelt á ferli. Strakenzc átti að vera þar, og
hann átti að dylja Flavíu Þess ef hann gæti, að við
hefðum farið burtu. En ef við kæmum ekki aftur
morguninn eftir, átti hann að leggja á stað með her-
mannaflokk hiklaust til kastalans og heimta konung-
inn af kastalabúum. En ef Michael yrði þar ekki, en
við því bjóst eg, þá átti marskálkurinn að taka Flavíu
me:ð sér til Streslau, svo fljótt, sem auöiö yrði, og
skýra þar opinberlega frá svikum Michaels svarta og
væntanlegum dauða konungsins, en safna öljum
dyggum og heiðarlégum þegnum undir merki prinz-
essunnar. Og svo eg segi satt frá, bjóst eg við l>ví
helzt af öllu, að þetta yrði málalyktirnar.
Eg efaðist sem sé um, að konungur, Michael
svarti eða eg mundi eiga eftir að lifa meir en einn
dag eftir þetta. En ef Michael svarti félli, og ef eg,
“leikarinn”, legði Rupert Hentzau að velli, og léti svo
lif mitt, þá virtist helzt sem forlögin yrðu Rúritaníu-
ríki svo hagstæð, sem frekast mátti eftir vænta, þrátt
fyrir það, þó að það misti konung sinn. En þó að alt
þetta yrði, datt mér ekki í hug annað en vera ánægð-
ur með Þau úrslt.
EINKUM búnar til fyrir bændur og griparæktarmenn. Búnar til úr undnum gormvír Nr. 9, vel galvan-
séraðar og auðvelt að setja þær upp út á víðavangi með eins mörgum vírum og þurfa þykir. Engir gaddar,
sem geta meitt góða gripi og þurfa ekki stöðugra viðgerða með. Kostar ekkert meira en jafnmargir þættir
af gaddavír, og endast fjórum sinnum lengur.
Nánari uppjýsingar gefnar og verðlisti með myndum og sýnishorn af girðingunum sent ef um er beðið.
Vírloka vor. Ó5KAD EFTIR ÁREIÐANLEGUM UMBOÐSMÖNNUM.
The Great West Wire Fence Co.. Ltd., 76 LonTbardsF. Winnipeg, Man.
Það var oröið áliðið, þegar við slitum þessari
ráðssamkomu og eg fór til herbergja prinzessunnar.
Hún var Þungbúin á svip þetta kveld, en þegar eg
var að skilja við hana vafði hún mig samt örmum,
og með yndislegum feimnissvip á fallega andlitinu,
dró hún hring á fingur mér. Eg bar Þá hring kon-
ungsins á hendi; en eg bar líka á litla fingri einbaug
úr gulli og á hann voru letruð einkunnarorð ættar
minnar: “Nil Quo Feci.” Þenna hring tók eg af
mér og dró á fingur henni og bað hana svo að lofa
mér að fara. Henni skildist það, að eg þyrfti að
fara, og hún slepti mér og horfði á mig tárvotum
augum.
“Eg ætla að biðja þig að bera þenna hring, þó
að þú eignist annan, þegar þú ert orðin drotning,”
sagði eg.
“Hvaða hringa, sem eg kann að bera, þá ætla eg
að bera þenna þangað til eg dey, og eftir það, sagði
hún og kysti á hringinn.
XVII. KAPITULI.
, ^
Nóttin kom og var björt og heiðskír. Eg hafði
óskað eftir dimmu og skuggalegu veðri, eins og verið
hafði þegar eg lagði út í sýkið hið fyrra sinn, og Þá
veriö mér haganlegt. En nú var hamingjan mér ekki
eins hliðholl. Samt vænti eg þess, að ef eg héldi mér
í skugga við steinveggina mundi eigi verða eftir mér
tekiö úr gluggum kastalahallarinnar, er vissu þar að,
sem eg ætlaði að hafasþ við. Ef vörður væri haldinn
við sýkið, þá hlutu fyrirætlanir mínar að stranda, en
eg bjóst við, að það mundi ekki vera gert. Þeir höfðu
gert svo viS stiga Jakobs, að hann stóöst.áhlaup. Jó-
hann hefði sjálfur veriö við það að festa hann við
steinvegginn að neðan verðu, svo að nú varð pípunni
hvorki þokað til að ofan eða neðan. Pípan varð ekki
losuð nema með sprengiefni eða með Því að höggva
hana sundur með broddexi. Og hvorugt gat komið
til greina vegna hávaöans. Hvaða ógagn gat no\kur
þá gert kastalanum úr sýkinu? Eg vonaðist til, að
Michael svarti mundi svara þessari spurningu neit-
andi, með sjálfum sér. En jafnvel þó Jóhann brygð-
ist, vissi hann ekkert um Þessar fyrirætlanir mínar,
og mundi vafalaust búast við að sjá mig í fylkingar-
broddi við framdyr kastalahallarinnar. Þar sagði
eg Sapt að mest hættan væri.
“Þar skuluö þér líka vera,” mælti eg enn frem-
ur. “Eruö Þér ekki ánægður með það?”
En hann var þaö ekki. Hann langaði innilega til
að fara með mér, og hefði gert Þaö, ef eg hefði ekki
lagt þar blátt bann við. Vera kunni að einum manni
gæti tekist að dyljast; en tveimur helmingi síður. Og
þegar hann lét Þess við getiö, enn einu sinni, að líf
mitt væri of dýrmætt, Þá skipaði eg honum a'.veg að
þfegja, þvi að eg vissi við hvað liann átti, og kvaðst
fullviss um, að ef konungurinn liföi ekk iaf Þessa nótt
þá mundi eg ekki heldur verða á lífi að morgni.
Klukkan tólf lagði sveit Sapts á stað frá Tarlen-
heim slotinu, og stefndi til hægri handar. Þeir fóru
sjaldfarna leið og sneiddu hjá bænum Zendá. Ef alt
gengi vel mundu þeir koma á móts við kastalann
þegar klukkuna vantaði kortér í tvö. Þeir áttu að
binda hesta sína hálfa mílu frá kastalahöllinni og
laumast að innganginum sefn hljóðlegast og bíða þess
opnað yrði. Ef dyrnar yrðu ekki opnaðar klukkan
tvö, Þá áttu þeir að senda Fritz von Tarlenheim yfir
að kastalanum hinu megin. Eg ætlaði að hitta hann
þar ef eg væri þá á lifi, og við ætluðum Þá að ráðgast
um hvort áhlaup skyldi gera á kastalann þá strax, eða
ekki. Ef eg væri þar ekki, Þá áttu þeir að snúa aft-
ur sem skjótast til Tarlenheim slotsins, vekja mar-
skálkinn og fara með fylktu liði til Zenda. Ef eg
gæti ekki mætt Fritz þarna, þá yrði eg dauður; og
eg vissi aö konungurinn mundi ekki lifa lengur en
fimm mínútur eftir að eg væri fallinn.
Eg verð nú að hætta við að segja frá feröum
Sapts, og skýra frá Því hvernig sjálfum mér gekk
þessa viðburöaríku nótt. Eg lagöi á stað og réið
góðum hesti, þeim sama sem hafði borið mig frá
skothúsinu til Streslau, krýningamóttina. Eg haföi
marghleypu við söðulbogann og sverð mitt. Eg var
klæddur í síða kápu, og undir henni var eg i þykkri
en snöggfeldri ullarpeysu, hnébuxum, þykkum sokk-
um, með strigaskó á fótum. Eg hafði smurt líkama
minn vandlega með olíu, og hafði með mér væna
flösku af whisky. Það var hlýtt um nóttina, en eg
bjóst jafnvel við að verða að vera æði lengi í vatn-
inu, svo að mér var nauðsynlegt að vera vel búin við
kulda. En kuldinn lamar hugrekki manns, sem á
fyrir höndum að deyja, deyfir vigfýsi hans ef aðrir
eiga að láta lifið, og að siðustu, hleypir gigt í hann
ef það er guðs vilji að ljá honum lengra líf. Eg
hnýtti siðan utan um mig miðjan langan sterkan
streng, og gleymdi ekki heldur stiganum. Eg lagði
ekki á stað fyr en Sapt var farinn, og fór yzt eftir
bæjarjaðrinum til vinstri handar og var kominn í
skógarröndina klukkan hálf eitt.
Eg batt hest minn inn í Þykkum skógarrunna.
Marghleypuna skildi eg eftir í hulstrinu við söðulbog-
ann. Eg gat ekkert gagn haft af henni. Svo fór eg
á stað með stigann undir hendinni ofan að sýkinu.
Þegar eg kom að barminum á því vafði eg kaðlinum,
sem eg hafði með mér utan um mig miðjan, en batt
annan endann á honum um trjástofn á bakkanum, og
seig svo ofan í vatnið. Klukkan í kastalanum sló
þrjú kortér í eitt um leið og eg kom ofan í vatniö,
og fór að synda á stað meS fram kastalaveggjunum
með stigann fyrir framan mig. Þannig hélt eg áfram
unz eg kom að gamla kunningja mínurn, stiganum
hans Jakobs, og fann steingrunnsbrúnina undir fót-
um mér. Eg beygði mig niður í skuggann undir
stóru pípunni. Eg reyndi að þoka. henni ttil, en það
var ómögulegt. Svo beiö eg dálítið. ,Eg man þaö
glögt að það sem mér var þá ríkast í huga, var
hvorki uggur um konunginn, eða Þrá eftir Flavíu,
heldur óstöðvandi löngun til að reykja. En vitanlega
gat eg ekjd satt þá löngun rnína.
Vindubrúin var enn á sínum stað. Eg sá glögt
granna grindaverkið á henni uppi yfir mér svo sem
tíu fet til hægri handar, þegar eg stóð við steinvegg-
inn á klefa konungsins. Eg gat séð glugga svo sem
sex fet frá henni og þvi nær á sömu hæð. Það hlaut
að vera glugginn á herbergjum hertogans, ef Jóhann
hafði sagt satt frá. Hinu megin við brúna á líkri hæð
hlaut að vera gluggi Arrtoinette de Mauban. Konur
eru kærulausar og gleymnar skepnur. Eg óskaði þess
heitt, að hún gleymdi því ekki að hún átti að verða
fyrir fantalegri móðgun stundvíslega klukkan tvö.
Eg Þóttist góSur af verki þvi, er eg hafði ákveðiö
hinum tinga vini mínum Rupert Herrtzau. En hann
átti samt litilræði hjá mér, því að enn verkjaði mig í
öxlina, þar sem hann hafði lagt til mín, að vinum
minum ásjáandi í Tarlenheim með svo mikilli of-
dirfsku að svikræðiö hvarf að hálfu leyti hennar
vegna.
Alt í einu birti í herbergjum hertogans. Glugga-
hlerarnir voru ekki lokaöir svo að eg gat séð ofur-
lítið inn um gluggann Þegar eg tylti rnér á tá. Þegar
eg stóð þa.rna gat eg séð svo sem Þriggja feta bil
innan við gluggann, en ljósgeislinn náði þó ekki
þangað sem eg var. Glugginn var rifinn opinn og
einhver leit út. Eg Þekti tigulega vaxtarlagið á Anto-
ínette de Mauban, þó að andlit hennar væri hulið í
skugganum, því að hún stóð fyrir ljósinu. Mig lang-
aði til að kalla lágt: “Munið eftir!” En eg þorði það
ekki, sem betur fór, því að samstundis kom maður að
hliðinni á henni. Hann reyndi að taka utan um hana,
en hún hopaði frá honum hvatlega og hallaði sér að
gluggahleranum, svo að hún sneri vanganum að mér.
Eg þekti manninn. Það var Rúpert Hentzau ungi.
Hann hló lágt, og þá fullvissaðist eg uin að mér hafði
ekki missýnst. Svo hallaði hann sér áfram og teygði
sig til a.ð ná í hana.
“Hægan, hægan!” tautaði eg; “Þú ert helzt til
bráður á Þér i þetta sinn!”
Hann var kominn með höfuðið fast að höfðinu á
henni. Eg held að hann hafi verið að hvísla einhverju
að henni, því að eg sá hana benda á sýkið og svo
sagði hún skýrt og rólega:
“Eg mundi heldur fleygja mér út urn gluggann
hérna.”
Hann beygði sig út um gluggann og horfði út.
“Það er helzt til kaldsamt, sýnist mér,“ sagði
hann. “Látiö þér ekki svona, Antoinette. Er yður
kannske alvara?”
Eg heyrði haha ekki svara neinu, en hann strauk
hendinni óþolinmóðlega um gluggakarminn og hélt
áfram svo segjandi, og var röddin líkust eins og í
brekóttum krakka:
“Fjandinn hafi Michael svarta! Skyldi prinz-
essan ekki nægja honum? Á hann aS gina yfir öllu?
Hverr fjandann hefir Michael til aS bera, sem getur
hrifið vötir?”
“Ef eg segði honum hvaö þér hafið sagt” — tók
hún til máls.
“Jæja, segið honum það,” sagði Rúpert kærú-
leysislega og snaraðist að henni að óvöru og kysti
hana hlæjandi og hrópaði: “Nú hafið Þér ofurlítið
söguefni.”
Ef tnf hefði haft marghleypuna rnína á mér, þá
hefði mikil freisting verið fyrir mig að grípa til henn-
ar. En vegna þess að eg gat ekki látið eftir þei^ri
freistingu, þá lét eg mér nægja að skrifa þetta atvik
í reikninginn hans.
“En satt að segja,” mælti Rúpert, “býst eg ekki
við að hatjn taki sér þetta nærri. Hann er vitlaus eft-
ir prinzessunni, eins og Þér vitið. Honum er ekki
tíðræddara um annað en að láta drepa ,Ieikarann‘.”
Það var víst líka satt. '
“Og vitiö Þér hverju hann hefir lofað mér, ef eg
vil taka þann starfa að mér og leysa hann af hendi?”
Konan ógæfusama fórnaði höndum biðjandi í
örvæntingu.
“En eg þoli mér ekki við að bíða,” sagði Rúpert;
og eg sá aö hann var í þann veginn að leggja hönd á
hana aftur þegar hávaði heyrðist, dyrnar voru opnað-
ar, og sagt var i hörkulegum rómi:
“Hvað eruð Þér aö gera hér, herra minn?”
Rúþert sneri bakinu að glugganum, hneigði sig
kurteislega og sagði gletnislega:
“Eg var að afsaka fjrveru yðar, herra. Átti eg
kannske að skilja frúna eina eftir?”
Það hlaut að vera Michael svarti, maðurinn, sem
inn hafði komið. Og eg þekti hann Þegar hann kom
út að glugganum og tók í öxlina á Rúpert unga.
“Það geta fleiri komist fyrir í sýkinu en kon-
ungurinn sagði hann íbygginn.
“Er yðar tign að ógna mér?” spurði Rúpert.
“Þeir eru tiltölulega fáir, sem eiga kost á þeirri
aðvörun að eg ógni þeim.”
i
l
I