Lögberg - 10.09.1908, Side 2

Lögberg - 10.09.1908, Side 2
2. LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. SEI’TEMBER 1908. Vestræn áhrif á Norðurlönd. [.Alexandcr Bugge: Vestcrlan- dencs Indflydelse paa Nordboernes og sœrlig.Nordmœndenes ydre Kul- tur, Levesœl og Samfundsforhold i Vikingetiden. KriSiania 1905.] Spurningin um vestræn áhrif á Norðurlönd á víkingaöldinni er nú búin að vera alllengi á döfinni, frá því hún fyrst kom fram, og má þó enn í mörgum greinum kallast ó- ráSin gáta. Því enn eru skoöanir manna um þetta efni mjög skiftar, svo að einn neitar harölega, því er annar þykist sanna. Þó eru menn nú alt af að færast nær og nær markinu og hugmyndir manna óö- um að skýrast. Þegar fyrst var fariö aö ræða um slík áhrif á bók- mentirnar norrænu og goöafræö- ina virtust menn nærrí því skoöa þaö sem goðgá, áð halda þvi fram, aö ekki væri alt í Þeim af norræn- um rótum runnið, heldur margar hugmyndir fengnar að láni annar- staöar aö, er ýmist heföu orðið samsteýptar þeim hugmyndum, er fyrir voru frá upphafi, eða breytt þeim og umskapað þær að meira eða minna leyti. Þáð er eins og mönnum hafi fundist, að með þessu værj verið að skefða heiður og sæmd Xorðurlandabúa, bregða þeim um skort á írumleik og sjálf- stæði í hugsunum og menning. En slikt er hinn herfilegasti misskiln- ingur. Sæmd þeirra og heiður verður eigi minni fyrir það, þótt sýnt verði og sannað, að þeir hafi verið móttækilegir fyrir menning- aráhrif utan að, heldur sýnir það einungis, að þeir kunnu að meta það, sem gott var, hvaðan sem það kom, — og þeir voru engir eintrján ingar eða steingervingar, er hlaða vildu kínverskan múr um sjálfa sig og sálarlif sitt, heldur hinir mestu framfaramenn, sem ávalt reyndu að verða fullkomnari og fullkomn- ari. Því Það er einmitt aðal-skil- yrðið fyrir öllum menningarþroska bæði hjá hverri þjóð -og hverjum einstaklingi, að hafa skarpskygni og hæfileika til að grípa það, sem gott ^r hjá öðrum, samtíðarmönn- um eða fyrirrennurum, og samlaða það sínum eigin hugsunum og stað háttum svo að það fái á sig heima- brag og fleyti mönnum áfram til meiri fullkomnunar. Engum dett- ur i hug að telja það vansa fyrir Japana á vorum dögum, þó þeir verði fyrir útlendum menningará- hrifum, heldur verða þeir menn að meiri fyrir vikið, ólíku meiri en Kínverjar, sem ekki vilja við öðru lita en heima-alnings hugmyndum sínum. Hví skyldi þá ekki sama gilda um forfeður vora? Þeir sögðu: “heimskt er heima-alið barn“, og það er þeirfa sómi, að þeir fundu, að hver þjóðin þarf að læra af annari. Sá, sem mest og bezt hefir ritað um vestræn áhrif á bókmentir og goðasagnir Norðurlanda að fornu, er hinn frægi málspekingur Norð- manna Sophus Bugge, eins og oft hefir áður verið minst á í Eimr. En þó að allir hafi verið samdóma um hans mikla lærdóm og skarpskygni, þá hafa þó rit hans um þetta efni jafnan sætt miklum mótmælum. Mun það og sannast, að hann hafi- stundum færst í fang að sanna helzt til mikið, og með því jafnve! veikt trú manna á því, sem telja rhá órækt og fyllilega sannað. Þvi jafnvíst og það er, að sumt af því, sem hann hefir haldið fram, hlýt- ur að falla, eins víst er og hitt, að mikið af því mun reynast rétt eða 'stefna í rétta átt, þegar fram líða stundir- og rannsóknir manna 1 þessum efnum eru orðnar meiri og fyllkomnari og lausari við ýmsa þá hleypidóma og misskilning, sem hingað til hefir oft við þær loðað. En nú er þessi mikli fræðimanna öldungur liðið lik (dó í fyrrasum- arj, svo frá hans hendi er því mið- ur ekki frekari rannsókna að vrenta. En hann hefir eftir skilið oss og upp alið son, sem gripið hef- ir fána föður síns og heldur honum hátt á lofti. Hefir hann þegar rit- að margar ritgerðir til að sýna vestræn áhrif á Norðurlönd og frætt menn um margt og mikið, sem áður var í þoku eða algerlega ókunnugt. En mest er þó vert um þá bók hans, er hann ritaði til að vinna verðlaun Nansenssjóðsins, og hér er getið í frásögn þessara lína. Þar sem faðir hans S. Bugge hafði aðallega fengist við að sanna vestræn áhrif á bókmentir og goða- sagnir Norðurlandabúa á vikinga- öldinni (og próf.Taranger áhrifin á kirkjunaj, þá hefir próf. Alexand- er Bugge í þessari bók tekið sér fyrir hendur að sýna Þessi áhrif i öðrum efnum. Hann leitast þar við að sýna, að slík áhrif megi hver- vetna finna í lífi Norðurlandabúa. Þau komi fram í þjóðfélagsskipun j og stjórnarfari, hirðsiðum, skattá- lögum og tollum, í vopnaburði, hernaðaraðferð o.fl. Þau komi og fram i landbúnaði og kvikfjár- rækt; menn takj upp ný akuryrkju- verkfæri, taki að rækta nýjar korn- tegundir og flytji inn nýja kyn- stofna til peningsbóta. Hibýli manna taki nýjum umbótum, eink- um að því er snerti hentugri og fegri húsbúnað. Þá taki og klæðn- aður manna miklúm breytingum, ný snið, nýjar flikur, ný efni, meira litarskraut o. s. frv. Skrautlistin fútskurður, myndagerð o. s. frv.J verður fyrir miklum og varanleg- um áhrifum; nýjar útlendar fyrir- myndir teknar upp og þær svo lag- aðar og fullkomnaðar eftir þvi, sem bezt á við heima fyrir. Verzl- unin brýtur sér nýjar brautir og innflutningur hefst á nýjum vör- um, 'sem enginn þekti áður. Þá taka menn og að byggja bæi ("borg- ir) eftir útlendum fyrirmyndum. Ahrifin koma fram bæði í góðu og illu. Menn verða heflaðri og fág- aðri, fá meiri og betri menningu, en jafnframt koma og upp útlend- ir ósiðir og lestir, sem ekki voru til áður. — Norðurlandabúar á 10. öld voru gagnólíkir forfeðrum sín- um á 8. öldinni; þeir litu öðrum augum á lífið, voru búnir að fá nýjar þarfir og nýja siði. Heim- ili þeirra voru og orðin breytt og afstaða þeirra til konungsins önn- ur, enda þá og komnir nýir hirð- siðir, nýtt hallarskraut o. s. frv. En þessar breytingar snerta þó ekki svo mjög múginn, alþýðuna, heldur aðallega höfðingjana og hinar hærri stéttir. Mönnum kann nú að virðast það nokkuð ótrúlegt, að breytingar í lifnaðarháttum og hugsanalífi hafi getað orðið svo stórvægilegar, sem hér er haldið fram á rúmum 100 árum, þar sem alment er álitið, að víkingaferðirnar vestur um haf hafi ekki byrjað fyr en undir lok 8. aldar, enda hefir slikurn mótmæl- um óspart verið haðlfað gegn kenningum Sophus Bugges. En vér getum þó ekki neitað, að sams konar eða jafnvel meiri breytingar hafa orðið hjá sumum þjóðum á skemri tima á vorum dögum. Hafa ekki t. d. Japanar tekið svo miklum breytingum síðan 1868, að þeir nú mega kallast ný og endur- fædd þjóð? Jú. að vísu múnu menn svara, en framfarirnar eru hraðstígari nú á dögum, en þær gátu verið á 9. öldinni. Satt er að tarna, enda líka munur á rúmlega þriðjungi aldar og rúmlega heilli öld. En þar við bætist og, að A. Bugge leitast við að sanna, að hin útlendu áhrif á Norðurlandabúa byrji miklu fyr en um 800. Hann álítur að þeir, einkum Norðmenn, hafi um 700 eða jafnvel fyr orðið fyrir keltneskum kristindóms og menningar áhrifum, og sérstaklega fyrir áhrifum af írskum listum og skrautflúri. Og enn þá fyrri hafi Danir orðið fyrir áhrifum frá Frankaríhinu, sem borist hafi ' gegn um Frísa. Þetta sýni meðal annars ýms lánsyrði í norrænni tungu af rómverskri rót, sem virð- ist komin til Norðurlanda fyrir upphaf víkingaaldarinnar. Það megi þvi álíta víst, að Norður- landabúar hafi að minsta kosti frá því um 700 orðið fyrir stöðugum áhrifum frá vesturhluta Evrópu. Frá Frankaríkinu hafi menningar- straumur runnið til Danmerkur, og Norðmenn og Gotlendingar hafi á Hjaltlandi og Orkneyjum hitt írska munka og hjá þeim orð- ið fyrir áhrifum af keltneskri menningu. Svo virðist og sem verzlunarsamband hafi átt sér stað ungs yfirleitt “húskarla”. Er því 1 milli suðurhluta Englands og Nor- ' sennilegast, að það liafi þá enn [ egs, og sennilega Danmerkur líka. 1 verið hið almenna nafn á öllum Að tilfæra allar þær sannanirK; handgengnum mönnum konungs, | sem próf. A. Bugge teíur fyrir ' og engin veruleg eða föst skifting : þessum mörgu og margvíslegu á- enn komin á; enda styrkist þetta hrifum, yrði of langt mál fyrir við, að þingamannalið Knúts ríka, ; Eimr. I því efni verðum vér að sem var samtímis Ólafi, var kallað vísa mönnum í bók hans sjálfa. “húskarLar”, og að sænsk rúnalet- j Oft eru sannanirnar að eins orð af ur frá 11. öld sýna, að þá voru her ^ útlendri rót, eins og t. d. orðin; sveitir höfðingja kallaöar “hús- kró (lambakró), pust, des, parrak, karlar”, án nokkurs greinarmunar kálfr, tarfr, kapall, nœpa, kylna, eöa flokkaskipunar fsjá Brate og páll o. s .frv., sem öll eru af vest- S- Bugge: Runeverser, nr. 56 og rænu bergi brotin og því sanna ^9)• Alt þetta virðist fremur | vestræn áhrif á landbúnað íslend- ^enda á, aö þrBkifting konungs- inga og Norðmanna. — En stund- um eru sannanirna! ílt annars ^ð’- is, samanburður á siðum, félagslífi. manna í hirðmenn, gesti og hús- karla hafi fyrst kornist á á siðari hluta 11. aldar, á dögum Ólafs stjórnariháttum, myndager.ð,skraut kyrra,,og a8 sama brunni ber það fltiri, peningaimynt, búníngs- skrauti o. s. frv. Mjög eru sannanir þessar mis- -jafnlega sterkar, eins og við er að búast, þar sem verið er að ryðja nýjar brautir; enda mun engum það ljósara en höf. sjálfum. Sum- ef skýring próf. A. Bugges á “gestir” fþýðing á “hospites’ ’eða “hostes”J er rétt fbls. 74), sem vér teljum ekkj ómögulegt, þó fult eins líklegt sé, að “gestir” tákni [ eins konar málalið, einkum af út- lendingum (t. d. íslendingum, Svi- ! ar eru góðar og gildar, aðrar vafa- um °S DönumJ, sem ekki eru fast- samar, og sumar lítils virði, ef þær þá hafa nokkurt sönnunargildi, enn sem komið er. En slíkt er ekk- ert tiltökumál, þó stundum sé teflt á fremsta hlunn með sannanir, þar sem efnið er jafnörðugt við- fangs, en höf. hins vegar sann- færður um, að hann hafi rétt fyrir sér í aðalatriðunum. Og á því er heldur enginn vafi, að fjölmargar af sönnunum hans fyrir vestræn- um áhrifum muni verða framvegis viðurkendar, og sakar þá lítt, þótt nokkrar falli úr tölunni sem miður traustar eða með öllu ónýtar. Aðr- ar bætast þá við í staðinn með timanum. Höf. sýnir fram á, að Haraldur hárfagri hafi mjög sniðið stjórn sína, skattálögur o. fl. eftir út- lendum fyrirmyndum, og virðist margt af þvi, sem hann tilfærir í því efni, mjög svo sennilegt. En um sumt af því er þó næsta hæpið, t. d. þar sem hann heldur því fram að þá hafi menn farið að nota orð- ið “hirð” og “hirðmenn” um fylgd arlið konungs (bls. 61), og er helzt á Því, að þrískifting þess í hirð- menn, gesti og húskarla stafi lika frá þeim tíma ('bls. 70—72J. Vér álítum, að hvorugt af þessu geti verið rétt. Orðin “hirð’ ’og “hirðmenn” hafa vafalaust verið ókunn á dögum Haralds hárfagra, og því síður er þrískifting hirðar- innar svo gömul. Þorbjörn horn- klofi kallar heldur ekki fylgdar- sveit Haralds “hirð” í Haralds- kvæði sínu, heldur “inndrótt”. Oss er næst að halda, að hvorki nafnið “hirð”, sem löghelgað nafn, né skifting hennar í 3 flokka ('hirS- menn, gesti og húskarlaj sé eldra en frá dögum Ólafs kyrra, þegar svo mikil breyting varð á hirðsið- um í öðrum efnum og tala hirð- ir hirðmenn, en að eins um stund- arsakir, og því skoðaðir sem gestir við hirðina. Móti þessari skoðun má auðvit- að færa það, að víst sé, að orðin “hirð” og “hirðmenn” liafi verií komin inn í norræna tungu á dög- um Ólafs helga, því þau komi fyr- ir i vísum hjá Sighvati fHkr. II, 174, 383J. En þetta sannar i raun- inni ekki mikið, þvi Sighvatur var víðförull maðvu’, og hikaði sér ekki við að innleiða útlend orð í kvæö- um 'sínum, t. r. “sinjorr” ('seig- neurý, sem S. Bugge álítur, að fyrstur hafi innleitt það orð i nor- rænn, og bætir un: leið við: “Den- ne Skjald har overhoved lagt me-e end andre islandske Skjalde fra omtrent samme Tid optaget Ud- tryk og Motiver fra de forskellige Folk, blandt hvilke han færdedes” ('Aurb. for nord. Oldk. 1875, bl. 232J. Sighvatur gat þvi vel hafa notað hið engilsaxneska orð “hirð” jöfnum höndum með “verðung”, sem hann líka notar (Hkr. II, iój, þótt það hefði ekki enn fengið neina löghelgi á sér sem fast nafn á fylgdarsveit konungs í Noregi. ög að hann getur kallað sömu mennina bæði “húskarla’ ’og “hirð menn’ virðist að minsta kosti benda á, að þrískifting konungsmanna hafi þá, ekki verið komin á, og I jafnvel gera það sennilegt, að 1 ‘ nirðmenn’ sé þá fyrst að slæðast 4—i*in í málið og sé másike ekki enn nema skáldskaparorð, eins og sinjorr. Þó verður því ekki með öllu neitað, að það kunni að vera rétt hjá Snorra, að Ólafur helgi hafi fyrstur skift fylgdarsveit sinni í þrjá flokka; en sé það rétt, þá er auðsætt af því, sem hér hefir ver- ið tekið fram, að nöfnin hafa ekki manna eða alls fylgiliðs konungs | veri® buin aíS fa neina festu a hans var aukin um helming. Þá mun j dögum, og því fráleitt, að þessi og konungsstofan fyrst hafa feng- nöfn °S Þnskifting geti stafað frá ið nafnið “höll’ ’og mörg breyting stjórnarárum Haralds hárfagra. á henni gerð frá því sem áður var5, Þar sem A- Bugge álitur, að við- eins og sjá má af frásögn Snorri ! urnefni« “giifa” ('KetilI gufaj sé og annara um það. Að vísu talar lliö fornislenzka orð “goba” = Snorri um hirðmenn, gesti og hús- ! smiðr ('bls. 208, 362, 3S4^> Þá virð- karla hjá Olafi helga, en vér ef- j ist engin ástæða til að ætla slikt, I umst um, að það sé rétt, að sú Þar sem íslenzka merkingin í gufa j að útlend áhrif liggi til grundvall- ar fyrir því, að Sigmundur kon- ungur er i Helgakviðu (I, 8) lát- inn gefa Helga syni sinum gull- búiö sverð ásamt nokkrum héruð- um eða landssvæðum, um leið og hann gefur honum nafn ('sbr. bls. 8sJ. Hér virðist eingöngu um þann algilda og norræna sið aí ræða, að börnum var jafnan gefið eitthvað að nafnfesti ('vanalegast einhver gripurj um leið og þeim var gefið nafn; og hvað var þá eðlilegra en að syni herkonungsins væri gefið skrautlegt sverð og jafn framt lönd til að ráða yfir? Að orðið “hlað” sé af útlendri rót ('fornfr. “Iaz”J, eins og A. Bugge álitur ('bls. 15J, er engin á- stæða til at ætla. “Hlað” þýðir skrautofiö ('spjaldofiöj band og samsvarar sögninni að “hlaða”= vefa fsbr. Guðrúnarkv. II, 26: “Húnskar meyjar, þær er hlaða spjöldum og göra gull fagrt”J. Þóra “hlaðhönd”, systir Þóris hersis ('Egilss. (V. J.) bls. 102) hefir og sjálfsagt fengið auknefni sitt af því, að hi'in hefir verið öðr- um fremur leikin í að hlaða spjöld- um eða að vefa • framúrskarandi falleg hlöð (sbr. “Iæknishönd” og fleiri slíkar samsetningarj. Harla óvist virðist.að “Kentaur” íyndin i Gösslunda kirkju sé gerð tir vestrænum fyrirmyndum ('Framh. á 3. bls.J Thos. H. Johnson Islenzkur lögfræMngrur og m&U. færsIumaCur. Skrlfstofa:— Room SS Canada Llf» Block, suSaustur hornl Portagi avenue og Maln st. Ctanáskrlft:—p. O. Box 1364. Telefön: 4 23. Wlnnlpeg, Man. •h-H-I-I-: 'I-I-I-I H-I-H-I-I-I"! 1 1.1. Dr. B. J. BRANDSON Office: 650 William Ave. Telephone: 89. Office-tímar; 3—4 og 7—8 e. h. Heimili: 620 McDermot Ave. Telephone: 4300. Winnipeg, Man. •H-H-KH-H-H-I-I-I-I-'H' ■! 'l-t-H? Dr. O. BJORNSON Office: 650 William Ave. Telephone: 89. Office-timar; 1.30—3 og 7—8 e.h. , Heimili; 620 McDermot Ave. 1 Telephone: 4300. Winnipeg, Man. •H~H—H-H-H-H-I-H’ I I ■! I ! >M. | í. iS. Cleiiiuru, M D læknlr og yflrsetnmaður. Hefir keypt lyfjabúðina á Baldur, og hefir því sjálfur umsjón á öll- um meðulum. I Ellzabcth St., BALDXJR, . MAV. P.S.—Islenzkur túlkur v!8 hendlna hvenær sem þörf gerist. •h-H-:-I"I"I"H-H-H“H-I ■!'■?■ I' I ■!■•!■ HUBBARD, HANNESSON & ROSS lögfræðingar og málafærslumenn 10 Bank of Hamilton Chambers . WlNJiIPEO. TALSÍ.MI 378 GOLDSTEIN SKÓR og STÍVEL Lægsta verð, en gæðin mest. Viðgerðum sérstakur gaumur gefinn. 695 WELLINGTON AVE. E. Nesbitt Tiils. 3218 LYFSALI (’nr. Sargent & Sherbrooke Komið með meðalnforskriftina yðar til vor. Óllum meöilaforskriftum. sem oss eru færðar er nakvæmur gaumur gefinn, og þær samsettar úr hreinustu og nýjustu lyfjum, og alt fljótt af hendi leyst. Vér höfum allar beztu tegundir af vindl- um, tóbaki og vindlingum. N. J. Maclean/M, D. M. R. C. S. ('Ent, Sérfrseðingur í kven-sjúkdómum og uppskurði. \ 326 Somerset Bldg. Talsími 135 Móttökustundir: 4—7 síðd. og eftir samkomulagi. — Heimatalsími 112. A. S. Bardal 121 NENA STREET, selur líkkistur og annast jm útfarir. Allnr útbún- aður sá bezti. Ennfrem- ur selur hann a’.lskonar minnisvarða og legsteina Telephone 3oO Stefán Guttormsson, MÆLINGAMAÐUR, 6tí3 AGNES ST„ W’PEG. sleozhf Plumber G. L. STEPHENSON. 118 Nena Street.-Winnpeg. Norðan við fyrstu lút kirkju THE DOMINION SECOND IIAND STORE Fyrirtaks föt og húsgögn. — Brúkaðir munir keyptir og seldir tslenzka töluð. 555 Sargent ave. F. L, KENNY M A L A R (sbr. “hann er mesta gufa” og “gufulegur”J liggur svo beint við, og slíkt viðurnefni er svo afarlík- | legt og skiljanlegt. Það mundi | Næsta hæpið virðist oss að álíta, skifting sé svo gömul. Ef “hirð’ og “hirðmenn’ ’hefði verið títt á dögum Ólafs helga og þriskifting- in þá á komin, þá mundu menn ^ konungs ekki hafa kallað kvæði | me&a a dönsku með “Hænge það ('Bjarkamál hin fornuj, er \ ihoved”' eða einhverju öðru orði Þormóður Kolbrúnaskáld kvað svipaðarar merkingar. fyrir þeim á undan Stiklastaðabar- daga, “Húskarlahvöt”, þvi |varla mun hann þá kveðið hafa fyrir hinn Iægsta flokk konungsmanna, verkamenn hans, heldur fyrir hina beztu menn hans, “handgengn? menn”. Ekki er heldur líklegt, að Sighvatur skáld hefði kallað sjálf- an sig “húskarl”, er hann gerðist sverðtakari Ólafs konungs ('“hirð- maður’ hans kallar Snorri þaðj, því varla mun hann hafa talið sig né verið í þeim flokki starfsmanna konungs, er húskarlar nefndust, eftír að þriskifting komst á, heldur í þeim flokkinum, sem þá kölluð- ust “hirðmenn”. Þó kallar Sig- hvatur sig í vísunni “húskarl” ('Hkr. ("F. J.) II, 63J, og í tveimur öðrum vísum ('Hkr.II, 175 og 383J kallar hann hirðmenn Ólafs kon- Ný haustíöt nykomin. Nýjasta gerð. Nýjasta snið. Komið og lít- ið á fallegu brúnu fötin. Til sölu nú á $14.75 ne Commonuiealth _________Hoover & Co. THE MANS STONErCITYHALL SQtlANE. J. C. Snædal tannlœknir. Lækningastofa: Main & Bannalyne DUFFIN BLOCK. Tel. 5302 Hjá honum fást alls konar skilti af fínustu tegund ; : 0LAS5KILTI MEÐ GULLSLETRI. 419 Main St., WIWIPEd. Tals. 2955. Á V A L T, ALLSTAÐAR I CANADA, BIÐJIÐ UM EDDY S ELDSPÍTUR i Eddy’s eldspítur hafa veriö búnar til í Hull síöan 1851. Stöðugar endurbætur á þeim í 57 ár hefir orðið til þess að þær hafa náð meiri fullkomnun en nokkrar aðrar. Seldar ogbrúkaðar um alla Canada. CEO EÁT nsr Xj LAGER.- CEOWN OO., VILJUM VÉR SÉRSTAKLEGA MÆLA MEÐ -ÖL.--------------------------PORTER. TALSfMl 3960 -LINDARVATN. 396 STELLA AVE., 'W'ITSrTSri-IPTPG-.

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.