Lögberg - 08.10.1908, Blaðsíða 4

Lögberg - 08.10.1908, Blaðsíða 4
LOGBERO, FIMTUDAGINN 8. OKTOBER 1908. ipSberg er eefið út hvern fimtudag af The Lögberg Printine & Publishing C«.. (löggilt). að Cor. William Ave. og Nena St., Winnipeg. Man. — Kostar $2.00 um árið (á fslandi 6 kr.). Borg- ist fyrirfram. Einstök nr. 5 cents. Published every Thursday by The Lögberg Printing & Publishing Co.. (Incorporated). at Cor. William Ave. & Nena St.. Winnipeg. Man. — Subscriptjon price $2.00 per year, pay- abl in advance. l Single copies 5 cents. S BJÖHNSSON, Edltor. J. A. BLÖNDAL, Bus. Manager Atiglýslngar. — Smáauglýsingar Tí eitt skifti 25 cent fyrir 1 þml. Á stærri auglýsing- um um iengri tíma. afsláttur eftir samningi. BústaOaskifti kaupenda verður að til- kynna skriflega og geta um fyrverandi bústað jafnframt. Utanáskrift til afgreiðslustofu blaðsins er : The LÖOBEKG PRTG. A PUBL. Co. Winnlpeg, Man. P. O. Box 3084-. TELEPHONE 221. Utanáskrift til ritstjórans er: Fditor Lögberg, P. O. Box'inn. WiNNiPEtt. Man. Samkvaemt landslögum er uppsögn kaupanda á blaði ógild nema hann sé skuldlaus þegar hann segir upp. — Ef kaupandi, sem er í skuld við blaðið, flytur vistferlum án þess að til- kynna heimilisskiftin, þá er það fyrir dóm* stólunum álitin sýnileg sönnun fyrir prettvís- egum tilgangi. Loforð liberalflokksins. JarSaxir fhoesj, 22j^prct, 35prct. Spaöar og skóflur, nú 32 prct. 38 prct. j Vindmylnur nú 2oprct. 30 prct. j Þreskivélar nú 20 prct. 30 prct. Ofnarfýmiský nú 25prct, 27j4prct SleSar, nú 25prct, 3oprct. Steinolía, nú 2j4c gall. 6c gall. RútSugler, nú i^prct., 20 prct. Bómullardúkar, nú 20 prct. 25prct. Þetta er að eins litið sýnishorn af vörutegundunum, sem Laiurier- stjórnin hefir numið toll af, eða lækkað hann á, vörutegundunum. sem Hkr. segir að eiginlega sé “mjög lítil eftirspurn eftir”. Eru bændur í Norðvesturlandinu á sama máli? Halda Þeir að mikið sé að byggja á ummælum blaðs, sem er svona leikið í lyginni ? Hins vegar látum vér þennan samanburð nægja að sinni til sönn unar því, að núverandi sambands- stjórn haifi staðið við loforð sín um að færa niður tolla. Og sjálf- sagt langar bændur ekki til að fara nú að borga þeim mun meira fyrir sérhverja. þessa vör.utegund, sem tolllækkuninni á henni nemur hjá liberalstjórninni. En það mega þeir vita, að til Þess dregur, ef conservatívu há- holla- og verndartolla máttarstólp- arnir ná völdum. Þeir hækka strax tollana. Afturhaldsblöðin víðsvegar um fylkin hafa undanfarið stöðugt ver ið að stagast á Því, að liberalflokk- urinn hafi svikið öll loforð sín. Þetta hefir verið föst regla þeirra um undanfarnar þrennar sam- bandskosningar. Þau beita nú sem fyr sömu að- ferðinni til að gera það sennilegt, Þau ljúga visvitandi til um þær afanþýðingarmiklu breytingar, sem Laurierstjórnin hefir gert á lög- gjöfinni, siðan hún kom til valda, og með því hyggjast þau að fá blekt almenningi sjónir. Hér á eftir skal bent á helztu ó- sannindin, sem conservatívu blöðin eru að hampa framan í alþýðuna. Tollmálið. Þau segja, að stjórnin hafi ekki fært niður tollana eins og hún ha^i lofað. Hún hafi rofið það heit sitt. Margoft er búið að hrekja þenna þvætting hér í blaðinu, og töluvert hefir verið rætt um það nú undanfarið. En til að sýna enn einu sinni svart á hvítu hve Hkr. t. d. er fyrirmunað að segja sátt frá tollmálinu, skal hér á eftir benda á nokkrar tölur úr núgild- andi tollskrá og gömlu conserva- tivu tollskránni. Þó að Borden og flokksmenn hans hafi lítið þorað að flíka há- tollastefnu sinni hér í Norðvestur- landinu, vegna þess að þeir vissu hvað hún er óvinsæl hér, þá hafa Þeir lofaö verksmiðjumönnum aiustur frá verndartollum, og það hefir skroppið upp úr sumum fylgis- mönnum Bordens hér vestra, eins og t. d. Daily í Brandon og fleir- um, að þeir séu einbeittir vernd- artollamenn. Menn vita því á hverju þeir eiga von, af þeim conservatívu, og um það tvent verður að velja, hvort þjóðin telur sér hagvænlegri lág- tollastefnu Laurierstjórnarinnar, eða hvort kjósendur vilja aftur láta fara að kúga sig með þeirri svivirðilegu verndartollalöggjöf. sem var nærri búin að gera al- menning hér í lamdinu örsnauðan, en koma fótum undir háskalegt auðvald, þegar Þjóðin reis upp og rak afturhaldsflokkinn frá völdum og varpaði af sér hátollafarginu. Viðskifta-samningar við Banda- ríkin. Hkr. ámælir Laurierstjórninni fyrir það að haifa ekki komist að verzlunarsamningum við Banda- ríkin. Eins og allir vita, hefir nú- Hkr. segir, að þær vörur sem Laurierstjórnin hafi n,umið toll af, séu þær vörur, sem mjög lítil eft- irspurn sé eftir. Til að sýna fram á hve mikil hæfa er 5 því, skal hér á eftir nefna fáeinar af þeim vör- um, sem Laurierstjórnin hefir tek- ið tollinn alveg af eða lækkað hann á. Talna dálkurinn til vinstri hand- ,-ar sýnir innflutningstollinn sem greiddur er á vörutegundunum nú undir tollmálaliiggjöf Laurier- stjórnarinnar, en talan til hægri handar faftari dálkurinný sýnir tollinn, sem landsbúar hefðu orðið að greiða af sömu vörutegundum eftir hátolla-löggjöf aifturhalds- manna. Vörutegundir; Toll. cons. Maískorn, nú tollfritt 7^c. bush. Kornbandsþr, nú tollfr. I2j4 prct. Kaðall, nú tollfrí ijS4c. pd. Vísinda og iðnaðar- bækur, nú tollfríar 6c. pd. Skólanámsb., nú tóllfríar 6c. pd. Rjómaskilv., nú tollfr. 27J4 prct. Girðingavir, nú tollfrí i4c. pd. Heykvíslar, nú 22jóprct. 35 prct. Hey “Tedders", nú 25prct. 35 prct verandi sambandsstjórn gert itrek- 'aðar tilraunir til þess að koma á (þeim saormingum, og skömmu eft- ir að hún kom til valda var nefnd | skipuð til Þ-ess af hæfustu mönn- -um til að reyna að koma á tollaf- ! námssamningi milli landanna. En þegar til kom varð það brátt ljóst 1 að Bandaríkjastjórn vildi ekki j ganga að samningum þessum nema ýmsum þrætumálum væri ráðið til lykta sem milli landanna væru. Þetta voru þrætumál, sem conservaitíva stjórnin hafði enga viðdeitni sýnt í að útkljá meðan j hún var við völd. Laurierstjórnin t j hefir gert sitt til að fá bundinn j enda á þau deilumál, án þess þó láta halla rétti Canada, en þau hafa mest verið t>ví til fyrirstöðu, að samningarnir eru ekki korrmir á enn. Alt um það er samkomulagið og verzlunarviðskiftin nú miklu meiri og betri en verið höfðu undir con- servatívu stjórninni. Laurier- j stjórnin hefir þannig sýnt einlæga viðleitni að koma á tollafnáms- samningi á milli Canada og Banda- ríkjanna. Meira varð ekki af henni heimtað. Hún lofaði aldrei öðru, og gat ekki annað efnt. Eng- 1 inn ætlaðist til, að húti gæti dreg- j ið Bandaríkjastjórn til slíks samn- I ings óviljuga. Meðferð á landsfé. Hkr. segir, að liberalar hafi ekki efnt loforð sin -um að fara sparlega með landsfé. En það er hægt að sýna fram á með tilvitnunum í landsreikningana, að þetta er ósatt. j Góð fjármálaráðsmenska er ekki í bygð á upphæðinni sem eytt er, j ; heldur því, hvernig hlutfallið er miUi tekna og útgjalda. Ef ein- j hver maður eða. stjórn eyðir meir |en tekjurnar hrökkva fyrir, þá er það miður hyggileg fjármálaráðs- j menska, því að þá er verið að j safna skuldum. Hitt ber aftur vott; um hagsýni að eyða ekki meiru en i ráð eru til og safna ekki skuldum. I ! Tekjur conservatívu stjórnarinnar ) ltrukku nálega aldrei fyrir útgjöld- ; unum síðustu tólf stjórnarárin, og járlegur tekjuhalli hjá henni að ! meðaltali var $415,408. Síöustu þrjú stjórnarárin var tekjuhallinn ■ samkvæmt landsreikningunum: 1893— 4........$1,210,332.45. 1894— 5 .... 4,153,875.58. 1895— 6 .... 330,55i-3i Liberalar hafa aldrei haft tekju- j halla nema fyrsta stjórnarárið. 1 Síðan alt af tekjuafgang. j Síðustu þrjú stjórnarár þeirra voru tekjuafgfangarnir þessir: 1905— 6 .. .. $12,898,719.12. 1906— 7 .. . . 16.427,167.20. 1907— 8 .. .. 19,413.054-22. | Það er satt, að útgjöldin hafa ; verið miklu meiri hjá liberölum en þeitrt conservativu. 1896 voru út- I gjöld conservatíva 36 milj., en síö- astliðið fjárhagsár 76 milj. En tekjur liberala hafa aftur á móti ! verið þrefalt meiri, eins og tekju- ,afgangarnir sýna, svo að Laurier- j j stjórnin hefir mátt við því að eyða í því fé í þarfir landsins, sem hún j j hefir gert; og hún hefir sýnt að óhætt er að trúa henni fyrir fjár- j i málunum, þar sem hún hefir haft j 1 sívaxandi tekjuafgang í stað sjóð-| þttrðar þeirra conservativu. Og jþrátt fvrir þær geysimiklu umbæt- j j ttr, sem hún hefir gert og tilheyra j j höfuðstólsútgjöldum, hefir þjóð- j | skuldin svo sem ekkert vaxið, eða j J rúma \/2 miljón á ári, í stað þess . 1 aö hún qx um 6/2 miljón árlega! j undir conservatívu stjórninni, og nú er hún að eins $40.50 á hvern mann í stað þess að hún var $50.82 á mann, þegar conservatívar fóru frá 1896. Af þessu sézt, að Laurierstjórn- in hefir sýnt miklu meiri framsýni og hagsýni í meðferð fjármálanna, en fyrirrennarar hennar samkvæmt því sem hún lofaðist til þegar hún kom til valda.. Þjóðlöndin. Hkr. segir, að stjórnin hafi svik- ist um að láta landnema fá hið op- inbera land Canada samibandsins, og er að burðast með landið, sem Saskatchewan landfélaginu var selt til að koma á stofn nýlendum, á þeim stöðvum' í Norðvesturland- inu, er enginn hafði fengist til að taka sér land í tiu ár eftir að C. P. R. brautin vajf bygð, vegna þess, að menn héldi^ það einskis virði, og ógerning að setjast þar að. Nú er þar komin blómleg bygð, því að félagið sem keypti auglýsti landið svo vel að landnemar streymdu þangað hópum saman; félagið fékk ekki landið með öðfum kosti en að það ábyrgðist vissan búenda fjölda i townshippunum; annars ætlum vér óþarft að fara fleiri orð- um um þessa landsölu. Allir sem til þekkja og hafa kynt sér þessa sölu telja hana eitthvert hið mesta þarfafyrirtæki, sem Ottawastjórn- in hefir gert og þar á meðal gaml- ir conservatívar, sem hafa nýlega átt tal við oss um íþetta mál, og bú- settir eru þar vestra. Um beitilöndin, sem Brown, Bedingfield og þeir félagar fengu leigð, er það að segja, að meðferðin á þeim kastar eigi rýrð á stjórnina. Þetta var partur af landflæmum þeim, er stjórnin hefir til umráða, ög kannaö hafði verið og var óhæfi legt fyrir heimilisréttarlönd. Þessi lönd var ómögulegt að landnemar gætu bygt. Þau voru einskisvirði fyrir þá. Er þá ekki heimskulegt að ámæla stjórninni fyrir það, að hún reyndi að hafa eitthvað upp úr þeim og aflaði tekna af þeim í landssjóð ? Við það er vitanlega ekkert að aChuga. Stjórnin leigði þessu um- rædda félagi stórt flæmi af þessu landi, sem einskis virði var til á- búðar, fyrir venjulega beitilands- leigu, til 21 árs, en áskildi sér þó rétt til að segja upp leigunni með tvegg^a ára fyrirvara; enn fremur fengu beitilands leiguliðarnir rétt á að kaupa nægilegt af landinu til að fá af vetrarforða fyrir skepnur sínar, svo að þær þyrftu ekki að falla úr hungri. Það hefir verið venja um fjöldamörg ár og var líka tíðkað undir conservatívu stjórninni. Þótti það ekki nema sjálfsagt og óaðfinnanlegt í alla staði, þó að conservatívar séu að ! reyna að gera þetta ískyggilegt í augum kjósenda með því að segja aldrei nema hálfan sannleikann og þó jafnaðarlegast meira af ósann- undum um meðferð Laurierstjórn- arinnar á 'hinum opinberu löndum Canada. Alveg sama er að segja um þær 350,000 ekrur sem Robins gróðrar- vökvunarfélagið fékk á $1 hverja ekru. Það var gert til að fá ó- byggilegt land bætt svo að land- nemar gætu sezt að og lifað á því. Engin ekra fæst keypt af því landi fyr en félagið er búið að verja heilli miljón dollara til að gera full- an fjórðung af þessu landflæmi að góðu ábúðarlandi. Félagið fær enga einustu ekru af landintt fyr en búið er að koma þessu í verk. Markmið stjórnarinnar með þess- ari sölu er því sjáanlega ekkert ert annað en fþað, að fá gerðar þær umbætur á bráðónýtu og óbyggi- legu landi, að þar geti bændur fengið aðsetur, og er það í sam- ræmi við þá stefnu sem hún hefir alla tíð fylgt, að stuðla að því á allan hátt, að greiða fyrir því aö Norðvesturlandið bygðist og blómgaðist, og yrði framtíðarland- ið hér í Canada. — Alt moldviðrið, sem conservatívar hafa þeytt upp út af þessu, getur enga aðra blekt en þá, sem ekkert vita um þetta annað en það sem iþeir herrar ljúga til um það. Sézt þaö bezt á því, hversu conservatívu farandkenn- ararnir, bæði Borden og Ames o. fil. hafa forðast að tala um þetta hneyksli sem iþeir kailla vestur í Medicine Hat, þó þeir hafi haft frá mörgum öðrum að segja í vest- urferðum sínum. Vegna hvers forðuðust þeir að minnast á þetta þar? Af engu öðru en því, að þetta óbyggilega land, sem stjórnin seldi til þess að það yrði gert að ábúðarlandi, er einmitt í grend við Medicine Hat. Menn þar þekkja vel til um þetta, og þykir vænt um þessar ráðstaf- anir stjórnarinnar. Hér austur í Winnipeg þruma consercatívu ræöugarparnir og afturhaídsblöðin um þessa stórhneykslanlegu sölu vestur í landi, vitandi vel að þeir tala hér fyrir mörgum ókunnugum eyrum, og munandi eftir því að í “fáir eru svo leiðir að ljúga, að engir verði til að trúa”. En ein- mitt á þessari meginreglu gr.und- vallast öll (þeirra bardaga aðferð í þessum kosningum. Liberalstjórnin hefir hins vegar fengið landnemum í hendur 35,- 501,600 ekrur af heimilisréttar- löndum á þessum tólf árum, sem hún hefir verið við völd. En í átján ár, sem conservatívar réðu hér lögum og lofum, fengu land- nemar hjá þeim ekki nema 9,952,- 840 ekrur, en járnbrautafélögunum veitti sú stjórn haild á 56,087,072 : ekrum. Liberalstjórnin hefir aft-! á móti ekki selt járnbrautafélögum' í hendur eina einustu ekru í þau tólf ár, sem hún hefir haft umráð yfir þjóðlöndunum. Og síð- ast á þessu hausti, þegar section- irnar með stakri tölu losnuðu úr sjálfheldunni, sem conservatíva stjórnin hafði komið þeim í, með því að óheimila sölu á þeim þang- að til járnbrautafélögin væru búin að velja úr þeim, þá auglýsti Laur- ierstjórnin alt >að mikla land til á- búðar 1. Sept. síðastliðinn, eins og kunnugt er. Þetta eru milli tutt- ugu og þrjátíu miljónir ekra, og samkvæmt nýju landlögunum er ákveðið, að engin einasta ekra af þessu landi geti komist í hendur 'annara en bænda, annað hvort sem heimilisréttarlönd eða !þá með því að þeir kaupi þau á fastákveðnu verði. Laurierstjórnin hefir því efnt það samvizkusamlega, að koma þjóðlöndunum í eigti bænda, t og gera ráðstafanir fyrir því, að óbyggileg lönd gætu orðið að nýti- degum ábúðarjörðum til handa bú- endum. 1 Breyting á kosningalögum. Loforð sitt um breytingu á kosn- ingarlögunum hefir Laurierstjórn- in rækilega efnt í öllum greinum. Þegar conservatívar fónt frá vant- aði marga góða og gilda bændur á kjörskrámar. Kjörstaðir voru alt of fáir. í Nýja íslandi öllu voru t. d. framan af ekki nema einn kjör- staður, og aldrei fleiri en tveir, og svo mátti á margt fleira því svip- að benda. Þar að auki voru þau kosningarlög mjög kostnaðarsöm og yfir höfuð að tala óhafandi öld- ungis eins og stjórnarflokkurinn, sem samdi þau. Laurierstjórnin nam þessi ódráttarlög úr gildi, og samdi ný kosningarlög og hag- kvæm eins og hún hafði lofað, og segir Hkr. að hún hafi efnt það loforð og munu kjósendur þá ekki efast um að svo sé. Kjördæmaskifting. Atriðið um takmörkun kjördæm- anna hefir stjórnin líka haJdið, því að hún nam úr gildi svívirðingar- lög þau, sem conservatívar höfðu sett í því skyni að tryggja sér völd, í bága við vilja kjósenda, með því að, umsteypa kjördæmutium eftir því, sem stjórnarflokkinum sýnd- ist. Laurierstjórnin ákvað hentuga eg réttmæta kjördæmaskrfting, sem hefir verið svo vinsæl, að jafnvel andstæðingarnir hafa rétt að kalla ekkert getað að henni fundið nema það sem ráðgjafamir hér í Mani- taba lugu því upp af gremju yfir ósigrinum, að kjósendur hafi verið sviftir atkvæðisrétti hér í fylkinu við síðustu kosningar svo þúsund- um skiftir, þó að margbúið sé að sanna hið gagnsteeða og' það fyrir rétti. Sýkna þá, sem á var borið Thc BOMINION BANK SELKIRK DTIBUIÐ. Alls konar bankastörf af hendi leyst. Sparisjóösdeildin. TekiP viö innlögum frá $1.00 að upphæfl og þar yfir Hæstu vextir borgaðir fjórum sinnum á ári. Viöskiftum bænda og ann- arra sveitamanna sérstakur gaumur gefino. Bréfleg innlegg og úttektir afgreiddar. Ósk- að eftir bréfaviðskiftum. Nótur innkallaðar fyrir bændur fyrir sanngjörn umboðslaun. Við skifti við kaupmenn, sveitarfélög, skólahéruð og einstakiinga með hagfelduoa kjórum. J GRISDALE, bankaatjórl. að svikunum hefði valdið. Hkr. fltnar líklega lítið af því að jórtra þær lygar upp að nýju, jþví að við því fóðri lítur nú enginn annar framar meir. Efrí málstofan. Ákvæðið um umbæbur á efri málstofunni er eina atriðið, sem eigi verður sagt að liberalar hafi efnt eða gert næga tilraun til aö efna. Má í fyrstu sjálfsagt því um kenna, að þeir sáu sér það ekki fært meðan conservatívar voru í meiri hluta; eftir það hefir samt oröið undandráttur á því, en vafa- larrst verður það gert áður langt um liður, iþví að fjölmargir liber- alar og blöð þess flokks eru því eindregið fylgjandi að það verði gert. Atkvæðagreiðsla um vínsölu. Síðasta liðinn í stefnuskrá sinni I hefir liberal stjórnin nákvæmlega I haldið. Þegar stjórnin var komin til valda, þá lét hún fram fara al- menna atkvæðagreiöslu um málið, en þá var að eins liðugur fimti ! hluti kjósenda með vinsölubanni. Sá j stjórnin sér jþví ekki fært að sam- Þykkja vínsölubannslög, því að þau ! lög hefðu verið kúgunarlög. Que- i bec-fylki gat ekki ráðið úrslitum j um þá atkvæðagreiöslu, því að I hvorki hefir það fólksfjölda til þess, og auk þess eru þar liberala’’ , fjölmennastir, en þeir eru eins og kunnugt er hlyntir bindindismál- \ inu, en hins vegar hafa afturhalds- jmenn venjulega verið mótfallnir ! vínsölubanni, og aðal styrktarmenn conservatívu fylkisstjórnanna eru viipalar, eins og kunnugt er t. d. hér i Manitoba, þar sem hótela-eig- j endur og brennivínsberserkir hafa verið Roblin traustustu reipi viö ; allar kosningar. ___________ 1 Hver stjórnin hefir ver- ið bændunum betri? Það er kunnugra en frá þurfi 1 að segja, að alt til ársins 1896 voru 1 bújarðir hér í Canada í mjög lágu verði. Bændur áttu þá mjög erfitt með að selja landeignir sínar þó þá langaði til, og þeir beinlínis þyrftu þess. Þá var sú tíðin, að fólk streymdi ört utan úr sveitunum til bæjanna, og (þá var það að fjöl- margir fluttust héðan til Banda- rikjanna og það ekki svo fáir ung- ir menn, sem Canada misti alveg. Þa voru ógrynni öll af landbún- j aðar afurðum Bandaríkja fluttar ; til Bretlands og Bandaríkjamenn áttu margfalt hægra um viðskiftin þar en Canadamenn vegna þess að þeir höfðu samgöngufæri betri, og vörur þeirra voru í meira áliti. Þá mátti nærri kveða svo að orði að enginn tæki eftir vörum frá Canada á brezka markaðinum, nema ostum einum. Australhibúar og Nýja Sjálands menn höfðu kæliútbúnað fyrir bændavörur sínar, og þær komust óskemdar á brezka markaðinn þó að fluttar væru sjö þúsund mílur og það í gegn um hitabeltið. Flutn HARÐVöRU-KÁUPMENN 53S 3sÆ^lI2ST ST- - TALS. 339 Rafmagns-straujárn líkar. Ábyrgst. 3 pd. ,,American“ $5.75, 5 pd. ,,Ame- rican“ $6.50, 7 pd. ,,American“ $7.00 Ef þér hafið ekki rafvíra húsinu setjum við þá ínu fyrir lítið. Kostnaðaráætlun ókeypis. Vinsœlasta hattabúðin WINNIPEG. Einka uinboösm. fyrir McKibbin hattana ^b/Unm 364 Main St. WINNIPEG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.