Lögberg - 08.07.1909, Blaðsíða 6

Lögberg - 08.07.1909, Blaðsíða 6
6. LÖGBERG. FIMTUDAGINN 8. J.ÚLí 1909. Vér höfum að eins eitt járn í eldinum og úr því búum vér til MAGNET skil- vinduna, og vér ey5- um ö 1 i u m vorum tíma til þess. Þess vegna getum vér á- byrgst aö skilvinda vor sé gerö úr hinu bezta efni. MAGN- ET skilur ágætlega vel, þaö sannar hún sjálf á degi hverjum. Hér fer á eftir vottorð: Bertdale ri. Júní 1909. Mr. G. W. Rife, umboðsm. The Petrie Mf*. Co.. Ltd.. Foam Lake. Sask. Kæri herra! í tilefni af því, að eg keypti af vður Nr. 2 Magnet skilvindu í fyrra, er tnér á- nægja áð láta yður vita, að eg er mjög ánægður með hana, vegna þess, hve snotur hún er, endingargóð, skilur vel og er létt i snúningi. Þegar eg athuga alt þetta, og yðar góðu og ljúfmannlegu viðskifti, þá er eg sannfærður um, að þér munið hafa mikla aðsókn að verzíun yðar á þessu sumri. Með mikilli virðingu, (Sgd.) J. Einarsson. MAGNET á sér engan líka, aö öllu at- huguöu. Hver hluti er nógu sterkur, til að endast lífstíö. Þaö er enginn galli á henni. Allar skilvindur eru jafnsterkar eins og veik- asti hluti þeirra. Magnet hefir enga veika parta. Hver hluti er geröur sterkur og end- ingargóöur. Vér biöjum alla okkar tilvonandi viöskifta- vini, aö skoða MAGNET skilvinduna, svo aö þér sannfærist um, aö ummæli vor eru sönn. The Petrie Mtg. Co. Ltd. WINNIPEG Hamilton, Ont., St. Jhon, N. B., Rceina.Sask., Caljfary.Altc. I KJÖRDOTTIRIN Skáldsaga í þrem þáttum eftir ARCHIBALD CLAVERING GUNTER “Eg liefi líka barist fyrir því. Og mamma má til að láta undan þegar við dætur hennar báðar leggj- umst á eitt,’ ’sagði hún hlæjandi. “Við Flossie höf- um aldrei skilið fyr en í vetur, og okkur langar til að fá að vera saman eftirleiðis. Bíðið þér bara við þangað til þér fáiö að sjá liana — þær koma inn- an stundar. Og þá munuð þér endurtaka það, að hún sé yndisleg. Alt þetta sagði hún fremur vandræðaiega eins og hana langaði til að vera alt af að tala, svo að gestur hennar fengi aldrei færi á að segja nokkurt orð. En nú vakti Mathilde síðast einmitt máls á því, sem hún hafði ætlað að forðast að tala um. Avonmere vissi, að hann Iiafði tæpan tíma, og því varð hann að hafa hraðan á. “Þér virðist vera dálítið eftir yður eftir sigur- inn, sem þér unnuð í tónleikahúsinu,” sagði hann, færði stól sinn nær henni , og hún varð þá enn feimn- ari en áður. , “Sigurinn, sem eg vann!” endurtók hún. “Sá sigur gekk svo nærri mér, að eg var að hugsa um að snúa aftur til Denver og það strax í dag.” Síðan ætl- aði hún að þoka stóli s'mum brott frá honurn, en það var of seint — hann var búinn að ná föstu taki á hönd hennar og slepti því ekki. Hann hafði nú sigurinn í hendi sér og neytti hans rólega, kænlega og með mesta hraða. “Ætlið þér að fara án þess að segja nokkurt orð við mig?” sagði hann og reyndi aö dylja geðshrær- ingar sínar sem bezt, því að hann þóttist hér um bil viss um, að hann mundi geta fengið jáyrði hennar e£ hann gerði hana ekki hrædda. Um ástamál mátti síðar tala. Hún leit til hans býsna kuldalega, en dró ekki að sér höndina. “Ef eg hefði vitað þetta, þá mundi eg hafa fyr átt tal við yður um einkamál.” “Og — þér hafið þó ekki þekt mig nema í eina viku!” .stamaði hún eins og í leiðslu; en honum sýnd- ust augun hennar bláu stækka og verða töfrandi fögur. “Satt að segja hafði eg gleymt'því,” sagði hann. 1“Mér finst eins og og hefði þekt yður alla æfi mína.” Geðshræringin var augljós, þegar hann sagði þetta, þó að hann reyndi að dylja hana. “Vitið þér, hvað eg ætla nú að segja yður?” “Nei,” sagði hún hikandi og óþreyjulega. En hún varð brátt róleg aftur. Þ’ví vænna sem honum þótti um hana, því minna kærði hún sig um hann. En augnaráð hans lýsti tilfinningum hans og hún sagði: “Hvernig ætti eg að vita það ?” “Hvernig ættuð þér að vita það?” endurtók hann gremjulega. "Hvernig fara konur að vita það, þegar karlmenn hafa ást á þeim? En ef þér viljið vera að gera gys að yður sjálfri — þá ætla eg að færa yður heim sanninn að því er mig snertir. Eg elska yður og bið yður að verða konan mín — frú Avon- mere! Þér eruð fyrsta konan, sem eg hefi beðið þess.” Og það var dagsatt, alt þangað til að fjár- skortur þrengdi að honum mu.ndi enginn hafa borið honum það á brýn, að hann hefði .starfað í kvonbæn- um. Hún varð föl mjög, er hún heyrði þetta og sagði með hægð: “Eg ætla að vera einlæg við yður — eg elska yður ekki — eg elska engan mann. Eg ætla mér ekki að íþyngja samvizku minni með uppgerðar ást. Það sem mér þótti vænt um í gærkveldi, þegar eg liorfði brosandi framan í grunnhygna svikarann, var — að hann hafði aldrei kyst mig!” Nú var hún, orðin kafrjóð ,en hún gat þó stunið upp þessum orð- um: “Ef þér viljið mig eftir að hafa heyrt þessa játningu — ef þér enn teljið mig þess verða að bera nafn yðar — þá megið þér eiga mig.” Og hún rétti honum hönd sína skjálfandi af feimni og kvíða; hún fyrirvarð sig vegna þess, sem hún hafði látið uppi, en kveið fyrir því, að hann mundi fyrirlíta hana og lít.lsvirða og neita henni um það, sem hún taldi sér næga uppreist og vegtyllu. Hann horfði á hana stundarkorn; síðan greip hiiin um fallegu höndina á henni og tók svo harka- lega á henni, að mest mundi svipa handatiltektum forfeðra hans á tímum Karls II. “Eg er ánægður yfir yfirlýsingu yðar,” sagði hann glaðlega. “Við erum þá orðin ásátt um að gifta okkur. En hvorugt okkar elskar hitt.” En hér kom fram Evueðlið í Mathilde; hún kipti að sér hendinni og sagði lágt í ólundar- og ásökunar- rómi: “En ef þér skylduð nú ekki elska mig?” Hún var enn fegurri og yndislegri en áður, þegar hún sagði þetta, svo hann fékk eigi dulið tilfinningar sín- ar framar. >’ i | 1 i*íf “Víst elska eg yður,” sagði hann. ”Lítið þér á! Hérna er sönnunin fyrir því!” Og hann greip sterku handleggjunum utan um fallega líkamann á henni og laut ofan að kafrjóða andlitinu á henni, og eftir það gat Mathilde aldrei sagt um hann það sama sem hún | sagði um Gussie litla: “Hamingjunni sé lof, að þessi maður hefir &ldrei kyst mig!” Hún vatt sig af honum, varpaði sér niður á legubekk og huldi andlitið í höndum sér. Þó að liann gæti ekki lesið í hugskot hennar hafði hann, þó undarlegt megí virðast, einmitt gert það sem hagkvæmast var til að koma fram áformum hans, því að hún hugsaði með sér: “Eg get ekki gifst nokkrum öðrum manni. Blygðunartilfinning hlýtur að knýja mig inn að altarinu með honum, ef ekki verður annaö.” Og nú stóð hann.hjá henni og starði á hana með sigurhros á grannieita harðlega andlitinu> og ítala- augun tindrandi af geðshræringu; því fegurð hennar var aldrei meiri og töfrakendari en nú þegar lnin var að gráta. En það stóð ekki á þessu nema stunciarkorn. Vagnskrölt heyrðist nálgast húsið, þrátt fyrir skark alann á götunni. Hún spratt upp og hvísiaði að hon- um um leið og liún þaut út úr herbergintt: “Dragið það að minnast á sigur yðar að svo Stöddui.” Ilún var að eins nýskroppin út þegar þjónn opn- aði dyrnar og mannamál lieyrðist í forsalnum. Síðan kom Mrs. Follis inn og sagði vingjarn- lega: “Hvernig líðtir? Við erum nýkomnar heim með Flossie; hún kemur hingað rétt strax; þér verð- ið að bíða og sjá hana.” Og hún vildi engar afsak- anir heyra því að hún var mjög ntikið upp með sér af kjördóttur sinni. Litlu síðar kom Mathikle aftur, og sáust þess þá engin merki á lienni, aö hún hefði verið í geðshrær- ingu. Hún kvaðst hafa hlaupið frá til að líta eftir því, að Flossie fengi eitthvað að borða. Allir vissu að valt væri að treysta um of á vinnu.fólkið og skóla- stúlkur væru alt af matlystugar. Lávarðurinn hinkraði við, og þau ræddu saman stundar korn. Mrs. Follis sagði honum frá því hisp- urslauist, eins og henni var lagið, hve Flossie dóttir hennar liefði sótt það fast að komast brott úr skóla frú Lamere og taka þátt í samkvæmislífinu. Avonmere hlýddi á hana brosandi; honum var það áhugamál að ná hylli móður unnustu sinnar. Hann stalst til að líta til ungu stúlkunnar öðru hvoru, en hún roðnaði i hvert skifti sem hún varð þess vör, og leit til hans, en það var örsjaldan, þvi að svo virtist sem henni vera annara um alt annað, en tilvonandi mannsefni sitt. Þegar Avonmere varð þess var, þóttist hann mega ætla að með kossi sínum hefði hann sigrað þessa ungu mikillátu stúlku, og að hann þyrfti nú ekki annað en að halda i sama horf og áður til þess að eignast þessa stúlku. Hann var mjög ánægður yfir þeirri hugsun, og þegar Mrs. Marvin kom inn rétt á eftir leit hann til hennar íbyggilega og gaf henni þannig til kynna, að áform hans hefði hepnast. En um leið og þessi kæna kona leit aftur til hans, sá hún að svipur hans breyttist og hann varð nábleikur í framan. “Nú lítur hann öldungis eins út og þegar hann sá ljósmyndina af Baby-námunni,” hugsaði gamla konan og litaðist um til að sjá hvað það væri, sem hefði þessi kynlegu áhrif á lávarðinn. Inni í herberginu var enga breytingu aðra að sjá en þá, að að Miss Flossie stóð í dyrunum og augu hennar tindruðu af ánægju yfir því að vera sloppin úr skólanum og mega fara að ta,ka þátt i samkvæmis- lífiríu. Mrs. Marvin leit aítur til Avonmere. Svitinn bogaði af náföla enninu á honum. Hann greip um stólbrík til að falla ekki — því hann hafði staðið á fætur til að heilsa Mrs. Marvin. “Skyldi lionum hafa orðið svona illa við að heyra málróm Flossie hugsaði gamla konan með sér, því atS unga stúlkan kallaði upp yfir sig og sagði: “Mikið ljómandi eru falleg herbergin, sem mér eru ætluð, það eru fallegustu herbergin í húsinu. Mér þykir verst ef þú hefir tekið þér í mein mín vegna, mamma!” “Eg flutti ekki úr þeim þrn vegna,” sagði Mrs. Follis. “Mér fellur ekki lega þeirra. Á þessu horni er alt of mikill hávaði af mjólkurvagna og keyrslu- vagna skrölti; eg vissi að faðir þinn yrði friðiaus af því skrölti þegar hann kemur hingað frá Denver.”' “Þú ert vön að komast þessu líkt að orði mamma þegar þú hefir gert sjálfri þér einhver óþægindi mín vegna,” sagði unga stúlkan og tók um hönd móður sinnar. Rétt á eftir sagði Mathilde: “Lofaðu mér að gera þig kunnuga Avonmere lávarði, Flossie.” jÞ.á leit Flossie við og sá Englendinginn. Hún hafði ekki orðið hans vör fyr, og var eins og hún hækkaði og yrði tígulegri á svip. “Avonmere lávaröuir!” sagði hún með sama kæruleysis látbragði og rómi eins og Mrs. Marvin hafði orðið vör við þegar þær hittust fyrst. “Mér er það mikil ánægja að kynnast yður.” Og um leið rétti hún honum hönd sína. “Eg—eg hefi heyrt systur yðar minnast á yður,” sagði hann og ekkjunni duidist ékki hve erfitt hann átti með að koma út orðunum, og að röddin var hás- ari og dimmri en vanalega, og var eins og hann hefði j andköf. Þegar Miss Flossie heyrði málróm hans, var eins og henni brygði við og svaraði síðan rólega: “Það er nokkuð langt síðan eg þekti yður.” “Á-á-á?” sagði hann og varð hálf hverft við. “Já. Stúlku.rnar í söngleikaflokkinum í skóla frú Lamere hafa svo oft horft á yður í sjónpípum sínum í leikhúsinu. Eg var ein í þeirra flokki. Eg vona að við getum orðið góðir vinir. í kvelrl fer eg á dansleik fyrsta sinni á æfinni; dansleikurinn verður hjá Mrs. Rivington. Mrs. Marvin hefir sýnt mér þá veivild að útvega mér aðgöngumiða.” “.En hvað er að segja um búning hancla þér?” sagði móðir liennar. “Þar er engiqn vandi á ferðum,” s&gði unga stúlkan brosandi. “Eg liafði hugboð um að giftingu mína mundi brátt að bera, svo að eg pantaði brúðar- skartið fyrir rúmum mánuöi, svo það væri til. Sjáðu til, þarna er White, Howard & Co.” og hún leit út um gluggann og benti á vagn, frá þessu félagi, utan við húsið og var verdð að afhenda þjónunum öskjur og kassa úr þeim vagni. “Gifting? Brúðarskart? Drottinn minn góður! Hverjum ætlarðu að giftast.” spurði Mrs. Follis ná- föl af skelfingu. “Samkvæmislífinu, mamma,” sagði unga stúlkan hlæjandi. “Á-á-á áttirðu ekki við annað?” stundi Rakel “Þú varst búin að gera mig dauðhrædda með þessu tvíræða tali. Mér fellur illa að heyra ungar stúlkur vera með tvírætt tal.”, Fóikið fór að lilæja, og kvaddi Avonmere lá- varðurþá, en Flossie sagði við hann í þvi hann var að fara: “Gleymið ekki dansleiknum hjá Mrs. Riv- ington. Eg er viss um að þér eruð boðinn j)angað.” Þegar hún sagði þetta varð Mathilde hálf skrítin á svipinn. ................. Þegar Fiossie varð þess vör, að trúlofunar- hringurinn var’horfinn af fingri Mathilde leit hún til Mrs. Marvin þakklátum augum og sagði: "Nú þókn- ast liennar hágöfgi að setjast að matborði,” og að svo mæltu. gekk lmn með fyrirmenskusvip fram í borð- salinn. Mathilde sat far hjá henni meðan hún var að borða, því að það var orðið býsna áliðið dags og hitt fólkið búið að borða fyrir löngu. En af Avonmere er það að segja, að hann gekk spölkorn niður eftir götunni, þangað til hann náði í ekil. Hann kallaði á ekilinn, steig upp í vagn hans og lét aka sér heim og tautaði fyrir munni sér: “Ómögu- legt. Þetta var móðir hennar og systir. Hvaða þvættingur! Og þó — er hún öldungis eins og hún liefði átt að verða. Lifandi eftirmynd Agnes Will- oughby. Augnaráðið jafn kæruleiysislegt.” Siðan rak hann upp kuldalegan ískyggilegan hlátur og sagði: “Eg fer að halda að eg sjái vofur um há- bjartan daginn!” VII. KAPITULI. “Fer þú á dansleikinn hjá Mrs. Rivington í kveld?” spurði Mr. Gussie er hann kom inn í herbergi Avonmere kl. 9 um kveldið þenna sama dag, sem Av- onmere hafði hitt Flossie í fyrsta sinni. Gussie sókti illa að honum, því hann var vondur í skapi. “Getur bæði verið og ekki,” svaraði hann og var stuttur í spuna. “Farðu þá hvergi.” “ÞVi þá?” “Af því að eg ætla að halda nokkrum vinum mínum ofurlítið hóf. Mig langar til að sýna þeim hvernig enskir aðalsmenn, sem hafa nægar tekjur, 6IPS A VEG61. Þetta á að minna yður á aö gipsið sem vér búum til er betra en alt annað. Gipstegundir vorar eru þessar: „Empire“.viðar gips „Empire“ sementveggja gips „Empire“ fullgerðar gips „Gold^DusP4 íullgeröar gips „Gilt Edge“ Plaster Paris „Ever Ready“ gips Skrifið eftir bók sem segir hvað fólk, sem fylgist með tímanum, er að gera. Manitoba .Gypsum Co.. Ltd. SkRIFSTOFA Ofi flíLSA WINNIPCö, MAN. fara að skemta vinum sinum,” sagöi Gussie drembi- lega. Þegar Avonmere heyrði þetta kom einkennileg- ur svipur á andlitið á honurn. Honum varð litið á endursenda trúlofunarhringinn sem glampaði á á fingrinum á Gussie og Avonmere sagði: “Mælistu til að eg sitji þetta hóf þitt?” “Já—á! Eg var að hugsa að þú mundir verða fús til að lijálpa stéttarbróður þínum litilsháttar?” “Verður nokkuð annað gert en etið og drukkið?” “Já, það getur skeð, að við spilum eitthvað á eftir.” “Það er gott að heyra,” sagði hans hágöfgi á- nægður. “Eg tek heimboði þínu, Bassington og þakka það, ’ og um leið slétti hann úr litlum ilmvatns- bornum miða, sem hann hélt á. “Þessa rithönd þekki eg!” kailaði Gussie upp yfir sig. “Eg hefi heyrt fólk vera að tala um þig. Menn segja, að þú hafir náð Miss Tillie frá mér. Þykir þér það ekki í meira lagi hlægileg vitleysa..” “Jú, heldur það!” svaraði Avonmere. Hann varaðist að vera fjölorður, því að hann var hræddur um að hann misti stjórn á sér. Gussie hafði sagt þetta síðasta með svo miklum sjálfsþótta, að Avon- mere sárlangaði til að sparka honum út um dyrnar; og liann hefði sjálfsagt gert það, ef honum hefði ekki flogið i hug, ,að það væri gaman ef takast mætti að ná í eitthvað af því fé, sem þeir herrar Stillman, Myth & Co. greiddu Gussie litla til aö sannfæra hann um að hann væH enskur aðalsmaður og hefði stór- miklar tekjur. Þess má geta, að Avonmere hafði lengi verið að brjótá heilann um það, hvernig hann ætti að fara að því að gefa Miss Follis trygðapant, er aðalsmannj, væri samboðið að gefa ríkri stúlku; hann hafði engin efni á því sjálfur. En þegar liann sá tindrandi de- mantinn í hringnum á fingri Gussie, kom honuin í hug, að greiðast kynni fram úr þessu, og hann var því hinn rólegasti. Skömmu síðar sagði hann einstaklega vingjarn- lega: “Bassington minn góður, eg kem sjálfsagt. Hve nær á eg að koma?” “Hér um bil kl.,11. Hófið verðu.r hjá Delmonica í herbergi nr. 11. Eg ætla nú að fara að heimsækja virðulega ættingja mína, van Twiler gamla og Lydia. Þau eru farin að unna mér hugástum síðan eg varð lávarður, og það gerir reyndar alt annað fólk, sem eg þekki. James, er vagninn minn kominn að dyr- unum ?” “Já, yðar hágöfgi,” svaraði þjónninn, og Gussie litli gekk blístrandi í burtu til að sitja sér til leiðinda stundarkorn hjá frændfólki sínu. Avonmere skrifaði unnustu sinni og gat þess, að anna vegna gæti hann ekki hitt hana á dansleikn- um hjá Mrs. Rivington þá um kveldið;. hann bað að heilsa systur hennar og vonaði að hún skemti sér vel. Með þessu bréfi sendi hann tvo blómvendi, ann- an til Miss Follls og hinn til Miss Florence, og er hann hafði fastráðið það, að fara ekki á dansleikinn og losna við að sjá framan í síðarnefndu ungu stúlk- una, var eins og létti af honum steini. Þáð var sem sé ekki laust við, að hryilingur færi um hann, þegar hann hugsaði til þess að horfa í tindrandi augun á Flossie Follis. “Eg ætia ekki að baka mér fleiri því um líkar hrellingar í kveld!” hugsaði hann með sér. “Eg ætla ekki að sjá faliegu vofuna mína aftur fyr en taugar mínar eru komnar í betra lag en þær eru nú.” INNANAÚSSTÖRF verða. F©X BRAND ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Bezta þvottaduft sem til er. - Sparar: VINNU, FÖT, SÁPU. ♦ I. X. L. Engin froða á vatninu. , í heildsölu og smásölu. auðveld, ef notað er FOX BRAND Water Soítner ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ Garir þvottinn hvítan. — Fæst í 15C og 25C pökkum. FOX & CO. 527 Main St. WINNIPEG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.