Lögberg - 12.08.1909, Blaðsíða 1
22. ÁR. |j
* NR. 32
WINNIPEG, MAN., Fimtudaginn 12. Ágúst 1909.
Fréttir.
Á mitivikuclaginn var samþykti
efri deild Bandaríkjaþingsins toll-
málafrumvarpiS eins og þag lá þá
fyrir, meö 47 atkvæiSum gegn 31,
og forseti undirritaöi þaC. Frum-
varpiö gekk i gildi kl. 12 á föstu-
dagsnóttina. Forseti virtist ekki
fyllilega ánægöur metS úrslitin, þó
að hann lundirskrifatSi nú.
Af ferSum Roosevelts hefir þaS
frézt síöast, aö hann og Kermit
sonur hans komu tif Kijavebæjar í
Austur-Afriku og Roosevelt var
fenginn til að leggja hornstein
þar atS kirkju og missiónarskóla,
sem ætlaður var hvitu fólki'.
Fréttir frá Barcelona á Spáni
tjá friðvænlegri horfur, en ekki
þykir enn fullvist að uppreisniri sé
bæld nÍtSur fyrir fult og alt. Her-
skaparlög eru enn yfir borginni,
og hermenn og vopnaðir lögreglu-
menn er.u þar á stöðugu vakki.
Alt af öðru hvoru verið að skjóta
uppreisnaríorkólfana, og taka nýja
og nýja höndum. Margir liðsfor-
ingjar og hermenn hafa strokið
og flúið úr landi.
Eins og við var búist hófu
verkamenn ýmsra iðnaðarfélaga í
Sviþjóð 'verkfall 4. þ. m. Flestir
eru verkfallsmenn í Stokkhólmi,
um 30,000, en orðnir alls 250,000,
á föstudag; síðan hefir smá bæzt
við og er nú starfsmálalif alt
dautt að beita má um gervalla
Svíþjóð. Gústaf konungur hefir
reynt að miðla málum og sendi til
beggja málsaðila og skoraði á þá
að leggja misklíðarefnið í gerðar-
dóm; ekki hefir enn orðið neinn
sýnilegur árangur af þessari mála-
miðlun, og ætla verkfallsmenn
jafnvel að beita ofbeldi til að
koma í veg fyrir að menn utan-
iðnaðarfélaga gegni störfum fé1
lagsmanna. Um miðja þessa viku
er von á að talþráða og símaþjón-
ar geri verkfall. Um $40,000 er
dfeglega borgað úr iðnfélagasjóði
þeim félagsmönnum, sem nú eru
atvinnulausir og þurfa styrktar
við. í sjóði kvað vera nægilegt fé
til að halda áfram samskonar út-
gjöldum um þriggja vikna tima,
og þegar sá sjóður er þrotinn, er
varasjóður óeyddur sem grípa má
til, og eru i honum $4,500,000.
Verkfallsmenn fá daglega rífleg-
ar styrkveitingar sendar frá verka
mönnum í Danmörku, Noregi,
Finnlandi, Þýzkalandi, Rúmeníu
og Búlgaríu. Það eru því allar
horfur á, að atvinnuveitendur
verði að slaka til, því að verkfalls-
menn i Svíþjóð láta líklega ekki
undan fyrsta kastið. 1
Þær fréttir bárust með norsku
hvalaveiðaskipi frá Spitzbergen til
Þrándheims, að Walter Wellman
heimskautafari hefði komið til
Spitzbergen 7. Júlí. Var þar út-
búnaður allur undir norðurförina
lengra og betur á veg kominn en
hann bjóst við. Wellman hefir í
hyggju að leggja á stað 10. þ. m.
frá Spitzbergen, en ef veður verð-
ur þá óhagstætt og eins næstu
þrjár vikur, ^etlar hann að snúa
aftur og fresta norðurförinni um
eitt ár enn að minsta kosti.
Á föstudaginn var bárust Tyrkj
um áskoranir víðsvegar að úr land
inu um að skerast í leik og sjá um
að Krítey gangi ekki undan krún-
unni, að öðrum kósti m.undi þorri
vopnfærra tyrkneskra manna í
Macedoníu ráðast móti Grikkjum.
Stórvezír brá þegar við eg sendi
símskeyti aftur og sagði, að ítar-
legar ráðstafanir skyldu gerðar til
að koma í veg fyrir það, að Krít-
ey gengi í samband við Grikki.
Hinn 6. þ. m. var hundrað ára
afmæli Tennyson's, enska þjóð-
skáldsins, haldið hátíðlegt viðsveg
ar á Englandi. Mest var um há-
tíðabrigðin í Farringford, þar sem
Tennyson bjó lengi og reit mörg
hinna ágætu skáldrita sinna; þá
var og mikil hátiðisviðhöfn í Ald-
worth, þar sem skáldið andaðist,
og varla var nokkurt það bók-
mentafélag á Englandi, er eigi
hefði einhverskonar hátíðabrigði
til minja um skáldið.
Mælt er að koparpeningar séu
að ganga úr gildi á Frakklandi og
fara eigi að nota í þeirra stað alu-
minum peninga.
Forseti Grand Trunk félagsins,
Sir Charles Rivers Wilson, hefir
lýst yfir því, að félagið ætli að
verja fimtíu miljónuim dollara til
járnbrautabygginga og umbóta.
Tekjur Dominionstjórnarinnar
fyrstu fjóra mánuðina af yfir-
standandi fjárhagsári, haja orðið
fjÓrum miljónum hærri en á sama
tímabili i fyrra.
Lögin, sem Dominion-stjórnin
samdi í fyrra i því skyni að tak-
marka vindlingareykingar hér í
landi, hafa þegar borið hinn bezta
árangur, og ljósasti votturinn um
það er, að á síðastliðnu ári hafa
þrjátíu miljónum færri vindlinga
verið reyktir í Canada heldur en
árið áður. Mönnum kemur saman
um, að það séu vindlinga-reyking-
ar pilta 16 ára og yngri, sem mink
að hafa, og það er eingöngu þakk-
að þvi, hve hert var á lögum við-
víkjandi reykingum ungmenna á
þessum aldri.
Silfuræð mikil er nýfuridin i
Cobalt, og er einhver sú auðug-
asta, sem menn hafa hitt á þar um
slóðir. f æðinni er hreint silfur,
og er húri tiu þuml. breið og sum-
staðar fjórtán þumhmga.
Ungri stúlku, Júliu Wilcox frá
New York, hefir nýlega tekist að
klifra upp á tindinn á hæsta fjalli
í Evrópu, Mont Blanc í Alpafjöll-
um, 15,810 fet yfir sjávarflöt.
Ungfrú Júlia hafðist við fullan
kknkkutima uppi á fjall'sgnúpnum.
Það fréttist af ófriðnrim rnilli
Mára og Spánverja, að á laugar-
daginn var höfðu Spánverjar beð-
ið nýjan ósigur fyrir Márum, mist
500 manns, sem drepnir höfðu
verið, en 1,200 sætst á síðustu
þrem dögum; Márar höfðu þá tek
ið höndum þrjátiu og fimm liðs-
foringja og hundrað og fimtíu
hermenn, og kvöldu þá miskunar-
laust áður en þeir voru teknir af
lífi.
Tuttugu og fimm senatorar og
neðri deildar þingmenn Banda-
ríkjanna, ætla að.leggja af stað í
heimspkn til Hawaii-eyja 24. þ. m.
Stjórnin á eyjunutn hafði boðið
þeim heim. Þe>r ieggja af stað"
frá San Francisco.
Osaka, einhver mesti iðnaðar-
bærinn í Japan, brann 31. f. m.
Svæðið, sem gereyddist af eldin-
um, nær yfir þrjár milur. Bygg-
ingar flestar úr timbri og vindur
mikill svo að ekkert réðist við e1d-
inn. Eignatjón feiknamikið.
Loftsiglingamenn ætla að koma
saman á fjölmennan ftind, sem
halda skal í Rheims á Frakklandi
frá 22. til 29. þ. m. Þar eiga að
mæta fulltrúar frá Frakklandi,
Ameriku, Austurríki, Englandi og
ítalíu, og allir þjóðkunnustu loft-
siglingamenn heimsins ætla að
koma á fund þenna að undantekn-
um Wright bræðrunum frá Ante-
riku og Zeppelin frá Þýzkalandi.
Hundrað þúsund franka verðlaun-
ium hefir verið heitið fyrir flugvél
er lengst fær flogið í striklotu og
án þess að snerta jörðu. Enn
fremur er verðlaunum heitið fyrir
flýti, báflug og fyrir þá flugvél,
er fleytt geti flestum farþegum
tíu kílómetra langa leið. Þá verð-
ur og reynd kappsigling á loft-
förum bæði þeim er stýra má og
eins hinum, sem ekki verður stýrt.
Þess er getið í simskeyti frá
Hartford, Conn., að fallbyssu-
smiðnuan fræga, Percy Maxim.
hafi hepnast að búa til afarstóra
fallbyssu, er enginn hvellur heyrist
til þó úr sé skotið. Byssan hefir
verið reynd i grend við Hartford
með góðum árangri og nú ætlar
Maxim með hana til Evrópu og
reyna hana þar. Hann hefir tekið
einkaleyfi á hvelllausum skotvopn-
um í Japan og ýmsum Evrópu-
löndunum.
*
Ur bænum.
og grendinni.
Alrs. Magnússon frá Dúluth
kom hingiað til bæjarins frá Gimli
í fyrri viku. Hún hélt heimleiðis
á þriðjudaginn.
Séra Björn B. Jónsson í Minne-
ota, hefir legið sjúkur í hálsmeini,
en var í afturbata er síðast frétt-
ist.
Fisher ráðgjafi Dom. stjórnar-.
innar vár hér á ferð í fyrri viku á
leið vestur um land. Hann er að
kynna sér búnaðarástandið og
horfur hér vestra.
Á fimtudaginn var um klukkan
fjögur siðdegis skall á haglbýlur
hér í bænum með miklum þrumum
og eldingum. Haglið var ekki
stórt, en braut þó glugga á stöku
stöðum. Eldingu sló niður í eitt
hús á Beverley stræti, en skemdir
urðu litlar sem engar. Regnfall
fylgdi haglinu óvenjumikið og
stóð skúrin yfir í hálfa aðra
klukkustund en regnvatnsdýpt ijó
þuml. Síðar um kveldið gerði
aðra skúr mjög ákafa og rigndi
fram eftir nóttinni óg álíka mikið.
Að því er spurst hefir virðist hagl
élið hafa verið mest hér í bænum
og í grend við bæinn. Daginn
fyrir hafði hagl skemt æði niikið
korntegundir . vestur í Saskatche-
wan. Þar á tundan í Tantallon, en
nánari fréttir um skaða hjá lönd-
um þar hafa ekki borist enn.
Á fimtudaginn 29. f. m. voru
þau Guðmundur Grímsson, ritstj.
“Munich Herald”, Munich, Cavali
er Co., N. D., og Sarah Lawrence
gefin saman í hjónaband af séra
K. K. Olafssyni.
Björn Walterson kom vestan
frá Argyle á föstudaginn var.
Hann lét allvel af uppskeruhorf-
um. Kvað þurka samt hafa verið
úelzt til mikla þar vestra í sumar.
Hagl hafði lítt skemt þar i Is-
lendingabygðinrii, hefði fariö fram
hjá. Að eins á einu landi, norð-
austast í bygðinni, eign S. Ander-
sons bræðra, hefði hagl gert tals-
verðar skemdir á nokkru svæði
fyrra laugardag. Bjöm fór vest-
ur aftur í gær fmiðvd.).
Hveitisláftur byrjaði hér í fylk-
inu í öndverðum þessum mánuði.
Alment munu menn byrja að slá
'hveiti «m miðja þessa viku.
Víðfrægur gestur kom hingað
til bæjarins á þriðjudagsnóttina.
Það er John A. Johnson ríkis-
stjóri í Minnesota. Hann kom frá
sýningunni í Seattle. Þegar hann
kom til Banff hitti hann C. E.
Hughes rikisstjóra í New York,
sem líka kom frá sýningunni.
iÞeir letluðu feð yerða' samferöa
hingað til bæjarins, en einhverra
orsaka vegna getur Hughes ekki
komið til bæjarins þessu sinni.
Bæjarstjórnin tók Johnson með
mikilli viðhöfn. Hann á hér marga
vini í bænum, meðal annara T. H.
Jóhnson þingmann.
Á þriðjudagsmorguninn varð
Mrs. Guðrún ólafsdóttir Reykdal
bráðkvödd að heimili sínu, Grund
P. O., Argyle. Hún var kona Jó-
Íianns Reykdals, systir Gísla heit-
ins Ólafssonar og þeirra systkina.
Hún va^ á sjötugs aldri. Það
OTðu ekki nema tveir dagar á milli
þeirra systkinanna, og hafði henni
ekki borist andlátsfregn bróður
síns, er hún lézt.
Nú nýlega auglýsti G. N. járn-
brautarfélagið þá fvrirætlun sina,
að byggja að eins vöruflutnings-
stöð á eign sinni á horni Ross og
Leonard stræta hér i bænum, og
leggja þangað tvö járnbrautarspor
til þeirra flutninga, en flytja far-
þega sína inn til Fort Garry stöðv-
arinnar á Main street. Áður iiafði
félagið sem kunnugt er lofað að
hyggja myndarfega farþegastöð
á eign sinni við Ross ave. Þeir
sem eignir eiga og búendur á
næstn strætum við hina fyrirhug-
uðu braut eru mjög andvígir þess-
a.ri breytingu á íyrirætlunum fé-
lagsins, og var rnjög fjblmennur
fundur haldinn á þriðjudagskveld
ið til að tala um málið og gera
ráðstafanir til að sporna við því
að félagið fái leyfi til að byggja
að eins vöruflutningsbraut gegn
.■t;n bæinn. Þvi er haldið fram, að
með því móti falli eignir manna í
verði á öllu svæðinu sem liggur
að brautinni, og valdi þannig af-
arnriklu; eignatjóni á því svæði,
þar sem alkunnugt er að fólk vill
ekki búa nálægt járnbrautum, en
svæði þetta er sem kunnugt er
þétt bygt góðum og vöndiuðum
húsum. Fundurinn var einróma i
þvi aö mótmæla þessu atferli fé-
lagsins og var samþykt tillaga i
þá átt, að ef félagið byggi að efns
vöruflutningsbraut skuli því ekki
Ieyft að fara neðar í bæinn en að
Tecumseh stræti. Á fundinum
voru margir af meðlimum bæjar-
stjórnarinnar og þar á meðal
borgarstjórinn.
J. J. Bildfell kom frá íslandi
miðvikdagskveldið í síðustui viku.
Með honum voru 17 ísletidingar,
11 frá Þórshöfn i N.-Þingeyjar-
sýsltt, en hinir viðsvegar af land-
mu. Meðal þessara manna voru
Jón Thoroddsen, sonur Þórðar
bankagjaldkera Thoroddsens og
Þorsteinn Jóhannesson skáld, sem
heim fór í fyrra.
Miss Sigríður Johnson, sem til
fslands fór í fyrra til að heimsækja
fósturforeldra sína og skyldfólk á
Austurlandi, kom aftur hing^ð
vestur í vikttnni sem leið.
Markaðsnefndin svo nefnda hér
í bætum hefir sótt um leyfi til að
íá að laga smjörsölu hér í bænum.
Nefndin þykist hafa komist að
rautt um, að selt sé hér sumstaðar
smjör í pundsstykkjum, sem eiga
að vera, en vega þó ekki 16 únz-
ur; nefndin kvaðst hafa komist að
því að tvær únzur hafi vantað upp
á smjörpundin, sem seld hafa ver-
ið, og ef tap bæjarbúa í smjör-
'kaupuim væri reiknað eftir þeim
mælikvarða, yrði það nú urn $70,-
000 á ári.
Finnur Sigurðsson úr Nýja ís-
landi kom hingað til Winnipeg á
laugardaginn. Hann er á leið
vestur í Argyle og býst við að
dvelja þar rúman mánaðartima.
Mr. og Mrs. J. ,A. Blöndal og
Mr. og Mrs. A. Freeman fóru með
börnum sínum vestur í Argyle á
föstudaginn, og komu aftur á
þj^ðjudag. Hveiti sláttur er ný-
byrjaður hjá nokkrum mönnum.
Búist við að uppskera verði í með-
allagi þar um slóðir.
Ixiyal Geysir Lodge og Loyal
Albert Lodge fara í árlega skemti-
ferð sína til Sélkirk i dag (fimtu-
dagj Fargjald 50 cent báðar
leiðir; margskonar skemtanir,
verðlaun gefin; allir velkomnir að
taka þátt í förinni.
Feikilegir hitar /hafa verið síð-
ustu viku á austurströnd Norður-
Ameríku. í Montreal óvenjulega
mörg börn dáið síðuistu viku, 125
innan fimm ára, en alls þá viku
194 menn. Hitarnir i New York
hafa aldrei verið meiri en nú síð-
an 1888. Ungbörn hafa dáið þar
í hrönnum þessa dagana.
Minjar Indíána stríðsins síðasta
í Norðvesturlandinu hafa rifjast
upp við það að lögregluþjónar
vestra hafa lokið við að grafa upp
og jarða aftur bein átta hvítra
manna, er myrtir voru af Indíán-
um i grend viö Frog Lake. Þeir
höfðu verið jarðaðir viðsvegar á
hálfmílu svæði út um sléttuna þar
sem þeir féllu, en nú haia beinin
verið grafin upp, jörðuð á einum
stað umgirtum og krossar reistir
á leiðunum. Tndíánar fengust eigi
til að snerta við greftinum sakir
hjátrúar.
Guðlaug.u'r Erlendsson frá Bluff,
norðan við Narrows, kom hingað
til bæjarins á mánudaginn til að
láta gera á sér uppskurð á spital-
anum. Mr. Erlendsson sagði held
ur góðar horfur þar nyrðra. Tölu-
vert lægra i vatninu heldur en ver-
ið hefir og þurkatið í vor þangað
til sláttur byrjaði; hefir vætutíð
verið síðan.
Hiagl hafði gert péði miklar
skemdir á ökrum sumra íslend-
inga í Minnesota fyrra laug&rdag,
sömui mönnunum, sem mistu gagn
af ökrum sínum í fyrra sakir
haglskemda. Nokkrir liöfðu keypt
sér haglábyrgð en ekki nærri allir.
Prentvilla var í kvæði hr.Magn-
úsar Markússonar í seinasta blaði
Lögbergs. í fyrsta vísuorði 5.
erindis stóð styjum^ les; styðjum.
Þessir íslendingar eiga i
bönkurn peninga, sem ekki hefir
verið gengið eftir:
Salbjörg Sigurðsson, Gimli,
$12.25 1 Bank of British North
America.
\ Finne>j, ''Wínnipeg, $1.9^ í
Union Bank of Canada.
Mrs. T. Olafson, Selkirk, $25.00
í Dominion Bank.
Tjaldbúðarsöfnuður 96C. í Bank
of Hamilton.
Olafson Co., Wpg., $8.69 í Im-
perial Bank of Cariada.
f
Gísli Ólafsson
varð bráðkvaddur hér i bænum s.
1. laugardagskvöld, 8. þ. m. Hann
var einn i húsi sínu, því að kona
hans og dóttir voru í sumarbústað
sínum við Whytewold. Menn
vissu þess vegna ekki ium andlát
hans fyr en á sunnudaginn, er
Þorvarður Sveinsson kom inn í
hús hans og fann hann örendan.
Gísli heitinn var einn með auð-
tigustu Islendingum hér í bæ, átti
niiklar fasteignir og mjög vandað
og skrautlegt íbúðarhús á horni
Nena str. og McDermot ave.
Hann var mjög kunnur bæði
meðal Islendinga og hérlendra í
Winnipeg, var hinn mesti dugnað-
armaðiw og hagsýnn i hvívetna. •—
Hann var fæddur í Landamótsseli
í Ljósavatnsskarði í Suður-Þ.ing-
eyjarsýslu, 1. Júní 1855. Foreldr-
ar hans voru Ólafur Ólafsson og
Rannveig Sveinbjarnardóttir, og
fór hann með þeim að Hjalla í
Reykjadal er hann var þriggja.
ára. Árið 1877 fór hann úr föð-
urgarði og gerðist ráðsmaður á
Héðinshöfða hjá Benedikt sýslu-
manni Sveinssyni.
Haustið 1881 fór Gísli frá Héð-
inshöfða og var næsta vetur við
nám á Möðruvallaskóla.
Sumarið 1882 ferðaðist hann
awn Suður-Þingeyjarsýslu með
Halldóri búfræðing- Hjálmarssyni,
og las búfræði hjá honum næsta
vetur.
Næstu tvö sumur ferðaðist hann
um Norður-Þingeyjarsýslu, til að
leiðbeina mönnum i búnaði.
ið 1885 fór hann til Skot-
lands til að kynna sér búnaðar-
háttu og dvaldi þar rúmt ár, en
hvarf síðan heim aftur.
Árið 1886 fór hann með for-
eldrum sínum tif Canada og kom
hingað á áliðnu sumri. Hann vann
fyrst að bændavinnu bæði hér í
fylki og í N. Dakota, en haustið
1889 býrjaði hann verzlun hér í
bænum og seidi mjöl og fóðurteg-
undir. Verzlun hans óx mjög
fljótt og græddist honum mikið
fé. Hann lét reisa stórhýsi hér í
bænum fOlafson BlockJ á horni
King og James stræta. Fyrir
rúmum tveim árum lét hann af
verzlun og urðu þeir eftirmenn
hans Olafson og Sveinsson, sem
lengi höfðu unnið hjá Gísla.
Gísli kvongaðist 19. Maí iff^cr
Eiípu Sigríði, dóttur Jóns snikk-
ara Jónssonar og Guðfinnu Jóns-
dóttur frá Hornbrekkui í Olafs-
firði i Eyjafjarðarsýslu. Þ'au
hjón eignuðust eina dóttur bama,
.<em Alfa heitir.
Jarðarför hans fór fram á mið-
vikudaginn. Séra Jón Bjarnason
hélt húskveðju en Carl J. Olson
hélt likrætHi í Fyrstu lút. kirkju.
/
BÚÐIN, SEM
ALDREI BREGZT!
Alfatnaður, hattar og karlmanna klæðnaður viö lægsta
verði í baenum. Gæðin, tízkan og nytsemin fara sam-
an í ölkim hlutum, sem vér seljum. ,
Geriö yöur aö vaiia aö fara til
WHITE MIAN AMAN, 500 Matn St., Winnipeg.
D.E,ADftMS COAL CO
HÖRÐ OG LIN KOL Allar tesundir eldiviear. Vér höfum geymslupláss
um allan bæ og ábyrgjumst áreiðanleg viöskifti.