Lögberg - 26.08.1909, Blaðsíða 1

Lögberg - 26.08.1909, Blaðsíða 1
22. ÁR. WINNIPEG, MAN., Fimtudaginn 26. Ágúst 1909. NR. 34 Fréttir. Eins og minst var á i síöasta blaiSi, vatiS þaö úr aö verkfalls- menn í Port Arthur og C. P. R. hlíttu geröardómi. Verkfallsmenn hafa komiö sér saman um mann í Port Arthur, Frederick Urry, en C. P. R. félagiö tilnefndi af sinni hálfu W. J. Christie hér í Winni- peg. Ef þessir tveir menn veröa viö_ tilmælum nim aö taka aö sér aö gera um máliö veröa þeir sam- kvæmt lögum aö velja ,sér odda- mann og veröur hann forseti gerö- ardómsnefndarinnar. Ef þessum tveim mönnum kemur ekki saman um oddamanninn þá skipar stjórn- in hann. Eftir aö landvamarþinginu í Lundúnum er lokiö, er von á þeim heim aftur ráögjöfum Dominion- stjórnarinnar, Sir Frederick Bord- en og Hon. L. P. Brodeur. Þeir ætluöw aö leggja af staö frá Eng- landi 26. þ. m. Eigi veröur sagt um þaö meö ítarlegri vissu fyr en ráögjafarnir koma, hvaöa skip þaö veröa eöa hve mörg, sem Canada- stjórn íætur byggja til landvarna á næstu árum, en þaö þykir full- víst, aö ekki veröi upphæöin, sem árlega veröur variö til flotamála þessa lands meiri en $3,000,000, eöa helmingi minni en variö er til landhersins. Frestaö hefir veriö brottför shahins af Persíu þaöan úr landi, svo stendur á því, aö eignir Mú- hameds I. í Azerbaijan fylkinu eru tiestar veösettar rússneskuan bönk um og þjóöræöismenn eru hræddir um aö Rússar nái undir sig þess- um eignum. Til aö koma í veg fyrir þaö hefir shahinum veriö boö iö aö hækka eftirlaun hans selji persnesku stjórninni eignir sinar í hendur, en hún annist allar skuldir sem á eignunum hvíla. Enn hefir shahinn eigi svaraö þessiuun tilmæl um og þykir óvíst, aö hann sinni boöinu. Heyrst hefir aö brugg sé um' aö koma gamla shaliinum til valda aftur í Persíu. Jaröskjálftar voru á Spáni i fyrri viku og höföu valdiö all- rniklu eignatjóni. Bandaríkjastjórn hefir von um, aö vinna mál sitt vfð Standard Oil félagiö og aö úrslit þess máls veröi til þess aö leysi upp félag J itta sem lana '>g lýö er farinn aö standa afarmikill geigur af f nýbirtum hagskýrslum Breta áriö 1908 sést, aö ekki ein . einasti farþegi hefir látiö lí h'- i járn brautaslysi inni fólk'flutninga vagni á Bretlandseyjum þe ta ár, og þykir þaö íurðu sæta og taliö einsdæmi. En niargir höföu vit- anlega látist 1 járnbrautarslysum á brautamótum og viðar þar sem slysgjamt var. Auöæfi John D. Rockefeller vaxa svo ört, að talið er víst aö hann verði fyrsti biljónaeigandi í Bandarikjunum þegar hann verö- ur áttræöur. Hlutabréf Standard olíufélagsins eru nú sögö í 712 en voru i 322 fyrir eitthvað tveimur árum. C. F. Willard, lærisveinn flug- vélasmiösins fræga Curtis i Louis- iana ríkinu, liefir nýskeö tekist aö fljúga eina mílu á einni minútu. Er þaö meiri flughraöi en nokkr- um öörum manni hefir tekist aö sýna áöur. Williard mishepnaðist samt er hann kepti um að fljúga langa leið, því að hann braut vél sina. N Innanríkismálastjórnardqildin í Ottawa hefir nýskeö gefið út fróö- lega skýrslu um tjón þaö, er varð af skógareldum í Canada í fyrra. Þar er sagt, aö á 835 stööum hafi kviknað skógareldar í Canada, sem unnið hafi tilfinnanlegt tjón á stórum svæöum. Alls fór eldur yfir eitthvaö 188,000 ekrur og brunnu þar um fimtíu og sex milj- ónir feta af trjáviði, er metiö er til : peninga aö meötöldum mylnum og verkfæj-um sem brunnu þar, sem næst $25,000,000. Tuttugu manns létu lif sitt í skógareldum hér i landi þetta ár fallir í British Col- umbia), og 2,404 mistu atvinnu sakir eldanna. Landvarnarþinginui í Lundúnum lauk á fimtudaginn var. Þingið komst í stuttu máli aö þeirri niö- urstööu, aö öllum herafla rikisins bæöi á sjó og landi skyldi vera svo fyrir komiö, að hann væri fær um að veita ötula hjálp, ef í haröbakk ana slægist, hvar í brezka ríkinu sem væri. Alþjóöaflota æt« stórþjóðirnar í Evrópu að koma á fót og mun innan skamms skorað á Bandarik- in aö ganga í samband um aö mynda flóta þenna. Hver þjóö <um sig, er i sambandinu veröur, leggur til skip aö sínu leyti. Svo er til ætlast, að i flotanum veröi sex stór orustuskip, fimtán smærri orustuskip, tólf tundurspillar og þrjátíu og sex tundurbátar. Skip þessi eiga aö vera til verndar flutn inga og fiskiskipum yfirleitt og gæta strandvarna. Þau eiga eink- um að hafa bækistöð sína á Mið- jarðarhafinu. Þessi ríki í Evrópu gangast fyrir að koma upp flotan- um: England, Frakkland, Þýzka- land, ítalía, Austurriki og Rúss- land. Tiltal er um aö koma upp samskonar flota á Kyrrahafi áöur langt urn líöur. Englendingar hafa undanfarið veriö aö afla sér ítarlegrar þekk- ingar á loftsiglingum Þjóðverja, og eftir aö þeim varö fullkunnugt um hversu Þjóðverjar standa þeim framar í Jæirri grein, hefir enska stjórnin ákveðið aö veita $10,000,000 til eflingar loftsigl- ingum á Englandi. Englendingar kunna því yfir höfuö mjög illa, aö vera orönir eftirbátar Þjóöverja i loftsiglingum. Játvaröur konung- ur veitir málinu mikla athygli. Eftir aö hann sá fhig Wilbur Wrights á Frakklandi hefir hann haft óbilandi trú á framförum i loftsiglingum. Hann léöi þvi ein- d^egið fylgi, sitt, /aö þessi fjár- styrkur yrði veittur. Alt er nú fallið í ljúfa löð meö Kínverjum og Japönum aö því er snertir ágreininginn um Antung- Mukden brautina í Manchúríu. japanar slökuðu til þegar á herti og leyfðu Kinverjum eftirlit meö brautinni aö nokkru leyti. Þykj- ast þeir hafa gert það til aö halda við friöi og spekt. Þær fréttir eru sagðar frá Galv- eston í Texas, aö mýbit sé svo mikið á Texas strandlengjunni viö Mexicoflóann, að búfé sé í mestu hættu og illlíft úti mönnum og skepnum. Hætt hefir verið vinnu á hrísgrjónaökrunum í Texas sunn an og suöaustanveröiu vegna bit- vargs þessa. Vegna bitsins þar geta verkamenn ekki unnið úti- vinnu nema létt klæddir, og flug- urnar stinga menn í gegn um lér- eftsfötin eins og ekkert sé. Þaö er sögö sérstök mýflugnategund þar í Texas og hefir hún óvenju- legan brodd til að stinga meö. Nautgripir svo þúsundum skiftir hafa flúiö út í sjóinn og vötnin og standa þar í kafi í vatninu til aö forðast pláguna og mun margt týnast af gripunum ef flugan minkar ekki mjög bráðlega. — Kvenfrelsiskonur í Glasgow og Liverpool hafa veriö teknar fastar ' nokkrar fyrir grjótkast og fleiri brot á almennum friöi á pólitísk- um fundum. I Liverppol lientu , kvenfrelsiskonur grjóti inn um glugga á samkomusal nokkrum, þar sem Haldane hermálaráögjafi var að flytja ræðu. Þar voroi' sjö konur teknar fastar. í fréttum frá Halifax er sagt frá því, aö loftskeytastöð Morcpini félagsins viö Glace Bay hafi brunniö, öll nema turninn. Loft- skeyti veröa eigi send frá stöö- inni um langan tíma þyí aö vélar aliar eyöilögöust. Hon. JohnB Burns bar fram þá kynlegu yfirlýsingu í brezka þing- inu í vikunni sem leiö, aö /[/[,/158 íbúðarhús stæöi í eyöi í Lundún- um nú sem stendur. Er þetta sagt bæöi þvi að kenna hve mikið er bygt og eins því, að fjöldi bæjar- búa dvelur nú utan borgarinnar um þenna tíma árs. Óeirðir miklar hafa verið um siöustu helgi i Pittsburg í Penn- sylvaniaríkinu. Þar hafa verka- menn strætisvagnafélags gert verk fall. Á sunnudaginn kvaö svo ramt aö uppþotino, að blóðugur bardagi hófst milli verkfallsmanna og herliðsins. í þeiin skærum lét- ust fimm manns, en fjörutíu særö- ust meira og minna. Þegar ógang- inum linti loks á sunnudagskveld- ið, höföu óeirðirnar staðiö i átján klukkustundir samfleytt. Voðalegir skógareldar hafa geysaö i British Columbia undan- farna tíu daga. Á svæðinu austan frá landamærum Alberta til Kott- enay Landing hafa brunnið upp svo mörgum þúflundum dollara skiftir af trjáviði og sögunar- mylnum, og margar í mestu hættu. Timbur hefir brunniö viö Hosmer, Michcl, Fernie, Coal Creek, Mor- riseý, Jaffray, Cranbrook, Moyie og Creton. Viöarsölufélög hafa eytt stórfé í að kaupa menn til aö reyna aö slökkva eldana og varna útbreiðslu þeirra, en ilt hefir ver- ið viö að ráða vegna þess, að fyrir helgina var hvassviðri dag eftir dag. Á sunnudaginn kom rigning vestra og urðu menn henni fegnir, Jsví að þá sloknaöi eldurinn víöa. Marie Corelli, skáldkona, neitar því þverlega, aö hún hafi gengið i lið með kvenréttarkonum enskum, og segir: “Eg væri sannarlega auim manneskja, ef eg léti snúa mér svo aö eg hallaðist að þeirri bersýnilegu heimsku, er nú á tím- um upprætir kveneðli svo margra kvenna. Anarkistar á Spáni blása nú að óánægjukolunum þar heima fyrir svo sem þeir frekast mega. Ný- lega voru fjörutíu þeirra teknir fastir í Madrid fyrir æsingar. Á Krítey urðu stjórnarskifti í vikunni sem leiö og millibilsnefnd var falið að annast stjórnarstörfin. Sú nefnd virtist ekki vilja sinna á- skorun frá ensku stjórninni urn að draga niötir gríska fánann í Can- ea. Stórveldin höfðu flota á vakki viö eyna, og þcgar Krítey- ingar vildu ekki draga niöur flagg ið var hermannaflokkitr sendur í land af skipunum til að koma þvi i verk. Hermennirnir voru ekki | lengi aö því. Þeir skutu sundur j flaggstöngina meö einui skoti og varð hún þá eigi sett upp aftur.— Gríska stjórnin hefir nýlega gert stjórn Tyrkja grein fyrir afstöðu sinni í Kríteyjarmálinu og kveöst vera andvíg öllum óróanum á Kritey og fyllilega samþykk stefnu stórveldanna og aðgerðum i því máli. Lítur út fyrir aö Tyrk ir ætli að sefast eftir þessa yfir- lýsingu. Stórveldin telja þessa yfirlýsingu Grikkjastjórnar Tyrkj um alveg fullnægjandi. Indverski stúdentinn, Madarlal Dhinagri, sem drap tvo enska menn í veizlu i Lundúnum 1. Júli næstliöinn, var hengdur á þriöju- daginn var i Pentonville fangels- inu. Þess hefir áður verið getiö í Lögbergi, að Neergaard stjórnar- formaður í Danmörku beiddist lausnar um síöustu mánaðamót, af því aö hann kom ekki fram her- mála-tillögum sinum í þinginu. Friörik konungur reyndi að fá mann til að koma nýju ráðaneyti á fót, en það gekk mjög illa, af því aö enginn einn þingflokkur er í meiri hluta. í fyrri viku tókst loks aö koma nýju ráöaneyti á fót. Stjórnarformaöur er greifi Hol- stein-Ledreborg, gamall maöur frjálslyndur. í ráðaneyti hans sitja tveir gamlir stjórnarformenn þeir Neergaard og I. C. Christen- sen, sem stjórnarformensku haföi þegar Alberti hneykslið varö upp- vist. Þá varð Christensen að láta af völdum, J>ó aö tregur væri, og hefir útnefning hans í þetta nýja embætti vakið mestu undrun og sætir ákafri mótspyrnu í Dan- mörku. W^fíter Wellman lagöi af stað frá Spitzbergen i loftfari áleiöis til norður heimskautsins fyrir fám dögum, en er hann haföi fariö nokkrar milur bilaði loftfariö og varð hann að hætta við*förina aö sinni. Verkfallið i Sviþjóð hefir ekki orðið eins áhrifamikiö eins og horfur voru á um eitt skeið. Að vísu eru nokkur verkamannafélög ekki enn farin að taka til starfa, en utanfélagsmenn hafa hvervetna unnið, svo að verzlun og við/kifti er komið í samt lag. Formenn verkfallsins hafa ekki stjórnaö því svo ötullega sem þurft hefði* og mikill fjöldi landsmanna og mörg blöð hafa frá upphafi veriö verk- fallinu andvíg. Alþjóöa friöarþing átti aö halda á þessu sumri í Stokkhólmi í Sví- þjóð, en vegna verkfallsins mikla, I þar í landi hefir því verið frestað til næsta sumars. Það er taliö mjög Hklegt, að fjánnála og skatta frumvarp brezku stjórnarinnar nái fram að ganga í neðri málstofunni. Því er alt af að aukast fylgi meðal almenn ings á Englandi, en flogið hefir það fyrir, að lávaröadeildin ætli að fella það, og má þá búast viö stór- tiöindum á Englandi. Það hefir nú verið fastákveðiö, að lögin um íylkjasamband Suður Aíríku gangi í gildi 31. Maí næsta ár og eiga kosningar til sambands- þingsins fram aö fara í September eða Október 1910. Lucania, eitt hið mikla flutn- ingaskip Cunard línunnar, brann í skipakvíunum í Liverpool í vik- unni sem leið. Það kviknaði í skip- inu um fýrsta farrými og varö ekki slöktur eldurinn þrátt fyrir allar tilraunir; í fjórtán klukku- stundir logaði í skipinu. Það brann alt innan og sloknaði ekki í STRATHCONA LÁVARÐUR HEIMSÆKIR WINNIPEG Strathcona lávarður kom hingað til bæjarins á þriðju- dagskvöld, kl. 8.30. Mikill mann- fjöldi hafði komið saman utan við járnbrautarstöðina til aö fagna honum. Þar var stór flokkur manna með blys, en J>ó voru hinir miklu fleiri, sem komið höfðu gangandi eða í bifreiðum, vögnum og á hjólum. Lávarðinum var tekið með mikl- um fagnaöarópum þegar hann kom út úr járnbrautarstöðinni. Hann ók þaðan í vagm eftir fjöl- förnustu götum bæjarins til stjórn arbygginganna. - Helztu embættis- menn bæjarins fylgdu honum í vögnum, en á undan peim fóru ríðandi hermenn. Skozkur lúöra- flokkur lék lög meðan á skrúö- göngunni stóð, en óteljandi mann- fjöl.di þyrptist aö úr öllum áttum °g fylgdi lávarðinum. Mann- þröngin varð svo mikil, að öll vagnaumferð stöðvaðist um stund. Strathcona lávarður er 89 ára garnall. Hann er fæddur á Skot- landi, en kom ungur til þessa lands. Hann var í þjónustu Hud- son Bay félagsins, varö hluthafi þess og mikils ráöandi um eitt skeið. Hann varö þingmaöur hér í Winnipeg fyrir mörgum árum. Dughaði hans er við brugöiö, og honum er þakkað það manna mest, hve járnbrautin komst snemrna á um þvera Canada frá hafi til hafs. Strathcona lávarður hefir hlotið hinar mestu virðingar á Englandi. Hann hefir dvalið þar allmörg ár og veriö þar aðal fulltrúi (High Commissioner) Canada. Hann er stór-auöugnr maður og hefir gefiö offjár til ýmiskonar framfara í Canada. Það má segja, að tvennir séu tímarnir. Þegar Strathcona lá- varður, sem þá hét Donald A. Smith og ekki hafði fengið lávarö- ar titilinn, kom hingað um þaö bil er Riel-uppreisnin fyrri stóö yfir, var hann sendur af Dominion- stjórninni til aö semja viö Riel, og var þá lítið un^ dýröir hér. En i\ú fagnb honum þúsunidir manna á sama stað í mannmargri og glæsi- legri stórborg. því fyr en það hafði sokkið 30 fet. Lucania var 12,500 tonna skip, og var á farrými handa 1,400 farþeg- um. Skipið var smíðað árið 1893 og kostaði $3,500,000. Um eitt skeið var þetta hraðskreiðasta millilandaskip, sem fór ium Atlanz- haf. Nú telst svo til, aö Panama- skurðurinn muni kosta $500,000,- 000, en að líkindum kostar hann jafnvel enn þá meira. Þaö hefir sem sé fariö svo, að hvert skifti sem ný áætlun hefir vfriö gerö um kostnaðinn, hefir nauðsyn þótt til bera, aö hækka hann æði niikið; fvrsita kostnaðaráætlunin var að eins $140,000,000 eins og menn muna. Ur bænum. og grendinni. Séra Guttormur Guttormsson kom til bæjarins þriðjudaginn i fyrri viku. Hann hefir dvalið vestur í Swan River dalnuni und- janfarið. Síöastliðinn sunnudag prédikaði hann hjá iúterska söfn- uðinum í Selkirk í fjarveru séra N. Stgr. Thorlákssonar. Séra G. G. verður hér í bænum það sem eftir er þessa mánaðar. Félag lækna i Canada fCanadi- an Medical Association) hélt fer- tugasta og annað ársþing sitt hér í bænum í þessari viku. Þaö hófst s. 1. mánudag og vonui þá 240 lækn ar viðstaddir en margir ókomnir, búist við að þeir yrðu 500. Einn íslenzkur læknir, dr. B. J. Brand- son, talaði á þinginu um sullaveiki. Hér á'spítalann í Winnipeg hafa komið 100 sullaveiki-'sjúklingar og voru 96 þeirra íslendingar. Pidhoney heitir maður frá Gal- izíu. Hann var sakaður um morð í vor. Hafði drepið landa sinn í kofa skamt frá Sandilands hér í fylkinu. Hann játaöi glæpinn á sig fyrir fangaverði og öörum manni, en þrætir fyrir rétti og kveðst saklaus. Hann var dæmd- 'ur til dauða og hefir dómurinn verið staðfestur. Hann verður að líkindum liflátinn á morgun — 27. Ágúst. BIIÐIN, SEM ALDREI BREGZTI Alfatnaöur, hattar og karlmanna klæðnaður við lægsta verði í bænum. Gæðin, tízkan og nytsemin fara sam- an í öllum hlutum, sem vér seljum. Gerið yður að vana að fara til WHITE & MAN AI1AN, 500 Main St., Winnipeg. D. E. ADAMS COAL CO 224 Baunatyue HÖRÐ OG LIN KOL Allar tegundir eldiviðar. Vér höfum geymslupláss um allan bæ og ábyrgjumst áreiðanleg viðskifti.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.