Lögberg - 26.08.1909, Síða 6
6.
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. AGÚST 1909.
| MAGNET, i
ER FIMfíU ÁR
I Frá Ruslakistunni
Þegar þér aetlið að fá yður
skilvindu, þá gefið aá-
kværnar gaetur að því,
hvernig hver skilvindu -
tegund er tilbúin.ogmunið
þér þá sannfærast um, að
allar skilvindur, að einni
undanskilinni, eru of veik-
ar til þess að geta enzt um
langan aldur, þ'ví að þær
eru gerðar svo ódýrar sem
unt er, með því að hafa
allan útbúnað svo veikan
og endingarlítinn, og °°f-
ast við gorm ,,gear drive"
með fáum hjólum. En sá
útbúnaður er.'aldrei hafð-
ur á vönduðum vélum sem
hart þarf að snúa, eins og
skilvindum. Slíkar skil—
vindur má fá nærri við
hvaða verði sem er, en eru
dýrar hvað sem verðinu
líður, því að þær komast
svo fljótt í
Ruslakistuna.
MAGNET
SKlLVINDAN
ER FIMTÍU ÁR FRÁ RUSLAKISTUNNl, því aðliún
er búin til úr fullkomnum samstæðum af ,,square gears
í sterkri og haldgóðri umgjörð, stórri stálskál, tvístuddn,
hún hefir einn stálfleyti með tinhúð, er afarsterk og gott að
hreinsa hana. Ágætur stöðvaii, sem stöðvar skilvinduna
á átta sekúndum að skaðlausu. Hún er svo gerð að átta
ára barn getur algerlega farið með hana. Berið sanian
gerð margra skilvidna og vér erum sannfaerðir um, að þer
muDuð kaupa
Traustu MAGNET Skilvinduna
þó að hún kunni í fyrstu að kosta nokkrum dollurum meira.
Munið, að ellefu ára reynsla sannar að hægast er að
hreinsa hana, hægast að snúa henni og hún skilur rajólina
bezta.
Skrifið eftir verðlistanum 1909; hann skýrir nákvœm
lega frá hinni traustu gerð „MAGNET" skilvindunnar.
The Petrie Mtg. Co. Ltd.
WINNIPEG
llam'lton, Ont., St. John, N. B., Kvitlna.Sask , Calgary.Altc.
K JÖRDOTTIRIN
Skáldsaga í þreni þáttuni
eftir
ARCHIBALD CLAVERING GUNTER
s
*- “Fifth Avenue, Nr. 637.
Laugardaginn 25. Jan. 1893.
Miss Florence Follis sendir Mr. Augustuis van
Beekman kveðju sina og biður hann, ef honum berst
þetta bréf í tseka tíð, að finna sig á ofangreindum
stað kl. 3 í dag.
“Ef Mr. ván Beekman skyldi eigi geta komiö
þvi við, að koma á fyrnefndum tíma, mundi hann gera
Miss Follis greiða, ef hann léti hana vita á hvaða
tínla hann gæti fundið hana að máli á mánudaginn
kemur.”
“Hvern fjandann ætli hún vilji mér ? sagði
hann við sjálfan sig. Síðan flaug honum í hug.svo
fjarstæðuleg huigsun, að auðséð var að sjálfsálitið og
metorðavíman var ekki alveg rokin af honum, því að
hann sagði við sjálfan sig: “Kannske Mathilde hafi
fengið von um að ná í mig aftur, eftir að eg hefi
tapað aðalstigninni, og hafi hún því sent systur sína
•af stað til að veiða mig. Eg mun ekki kynoka mér
við að taka henni }>essu sinni. Hver mundi gera ann-
að en taka henni, ef aðrar eins blóðsugur biðu utan
dyra eins og þær, sem hér eru!” Hann sá nokkra
skuldheimtumanna vera að sníglast utan við dyrnar
til að ráðast á hann undir eins og hann kæmi undir
bert loft.
Hann leit á úrið sitt og sá að hann haföi að eins
litinn tíma til að ná Miss Flossie heima á þeim tíma,
sem hún hafði tekið til í bréfi sinu.
“Eg skal leika laglega á þorp^rana þarna úti!”
tautaði hann, og leit með illilegu glotti á óvini sína úti
á götunni.
Og hann efndi J>að, eftir að hann hafði hrest
sig á nokkrum brauðsneiðum og glasi af vini.
Hann kallaði á einn veitingaþjóninn, rétti hon-
um vikakaup og sagði:
“Skreptu út, Jimmi, og náðu í snara ökumann-
inn, sem keyrir skjóta hestinn, og segðu að hann skuli
fá tvöfalda borgun, ef hann geri nákvæmlega það,
sem eg legg fyrir hann.”
“Ef hann fær tvöfalda borgun, þá verður hann
kominn hingað innan stundar,” svaraði pilturinn.
“Segðu honum þessar fyrirskipanir frá mér.”
Gussie hvíslaði einhverju að honum og piiturinn fór
út á götuna rétt á eftir.
Eftir drykklanga stund kom hann inn aftur.
Hajm var móður mjög og sagði: “Vagninn bíður við
dyrnar.” En þegar Augustus leit út sá hann, að það
var orðið of seint.
Léttvagninn heið utan við dyrriar, og ekillinn
var reiðubúinn að hleypa hestunum á sprett undir
eiris og Gussie væri kominn inn í hann; en náungar
þeir, sem biðti þarna úti til að hafa hendur í hári
Gussies, voru vel séðir og hóþuðust saman í þétta
þyrpingu utan við dyrnar á vagninum, svo að ekki
gat hjá því farið, að þeir festtt fang á manni ef hann
ætlaði að fara J>ar inn.
Gussie hugsaði sig um stundarkorn. Síðan vék
liann sér að Jimmy , stakk að honum einum dollar og
hvíslaði einhverju að honum.
Að stundarkorni liðnu sást Jimmy úti á götunni
og var þar að elta annan pilt og náði honum við
fyrsta götuhorn, sem fyrir varð. Þar rukti þeir sam-
an og flugust á með ópi og illum látum. Mennirnir,
sem beðið höfðu utan við klúbbdyrnar snernii undir
eins þangað, til að horfa á atganginn.
Á meðan hljóp Augustus náfölur út um dyrnar á
Stuyvesant-klúbbnum og inn í vagninn. Ekillinn sló
duglega í hestana og þó að Jæir, sem sátu um van
Beekman yrðu 'skjótt varir við þessa brellu og færu
að elta skuldaþrjót sinn, slapp hann þó undan J>eim.
Þeg«r hann hafði ekið langar leiðir og um ýmsar
götur og sá að óvinir sínir voru horfnir, skipaði
liann vagnstjóranum að aka ti! Fifth ave., nr. 637.
Það var auðséð, að vænt var eftir honum; þjónn-
inn fylgdi honum strax inn í gestasalinn. Miss
Flossie beið hans þar og stóð upp i móti honum, heils-
aði honum, en sagði síðan við þjóninn:
“Þú skalt segja hverjum, sem kemur meðan á
samtali þessu stenclur, að eg sé ekki heima.”
Síðan veik hún sér að gestinum og sagði:
“Þér ertu.ð van Beekman, er ekki svo?” Síðan
bauð hún Gussie sæti, en virtist fremur æst i skapi og
í vandræðum með að hefja samtalið.
Gussie vissi ekkert hvað hann átti heldur að
segja, og þess vegna þagði hann og reyndi ekki að
greiða samtalið; liann glápti undrandi á ungu stúlk-
una sem var enn fegurri vegna feimninnar, og síðan
fór hann að tanna handfangið á göngustaf sínum í
mestu vandræðum; hún brá litum og var aiuðsjáan-
lega í mikilli geðshæringu.
“Flossie er svei mér ekki svo ósnotur stúlka,”
sagði Gussie við sjálfan sig. “Þ'að er liklega réttast
fyrir mig að taka henni.”
Gussie hafði einkennilega mikla trú á kvenhylli
sinni og á leiðinni þangað hafði hann stöðugt verið
að hugsa um bréf ungu stúlkunnar og í sinni sér-
plægnu sál hafði hann komist að þessari niðurstöðiu:
Tillie þykist viss með að ná í Avonmere—lávarðinn—
um hana er ekki framar að ræða. Flossie hefir séð
mig! Kannske — hvert veit — þær e,ru skritnar
þessar stúlkur vestan úr óbygðum — hver veit!”
En áður en liann fékk ráðrúm til að hugsa þetta
mál til fulls bárust Mr. Gussie orð að eyrum, er komu
honum nokkuð kynlega.
“Eg hefi verið að hugsa um hlutdeild mtna í
svikum þeim, sem framin hafa verið gagnvart yður,
Mr. van Beekman,” sagði unga stúlkan. “Eg á við
gabbið, sem eg tók ]>átt í, en komið var inn hjá yðttr,
helzt til óhilgirnislega um að þér væruð greifi.”
“Gahhið, sem J>ér tókuð þátt i ?" spurði hann
forviða. 0
“Já; ef eg hefði ekki tekið þátt í þessnn,” sagði
ttnga’ stúlkan og reyndi að dylja brosið, sem var að
gægjast fram, “þá hefðuð þér aldrei orðið Bassing-
ton lávarður af brezkum ættum.”
“Hættið þér þessum hlátri! Þér ættuð að fyrir-
verða yðttr! Senduð þér eftir mér til þess að spotta
mig?” öskraði Gussie, því að hann var orðinn mjög
reiður. *
“Nei,” svaraði unga stúlkan með hægð. “Eg
sendi eftir yöur i því skyni að reyna að bæta úr yfir-
sjónum mirouim, ef hægt væri. Peningarnir. sem yður
voru greiddir undir ]>ví yfirskyni aö þeir væru frá
Lundúnum, voru frá mér.”
“Frá yður.”
“Já; eg er búin að lesa sögtma um þetta í morg-
unblöðunum. Nú veit eg til hvers peningunnim frá
mér hefir verið varið,” sagði Miss Flossie. “Þeir
vornt frá ntér, þessir fimm þúsund clollarar, sem Still-,
man, Myth & Co. greiddu yður til að sannfæra yður
um, að ]>ér værttð lávarður með miklum árstekjum.”
“Jæja, voruið ]>að ]>á ]>ér, sem komtið þessu af
stað?” hrópaði Gussie, og hörmungarnar, sem hann
hafði nýskeð orðið að þola, rifjuðust aftur upp í
luiga hans. “Einmitt það, það voruð þér. En vitið
]>ér livað l>ér hafið gert?”
“Nei,” sagði tinga stúlkan lágt; henni blöskraði
að sjá litla mantiinn livað hann var orðinn magur og
tekinn ti! augnanna og gagnólikur hinum stórláta og
óitilgjarna Bassington lávarði.
“Þá skal eg segja yður það,’ ’öskraði Amgustus.
“Þér hafið gjört mig gjaldþrota og komið þvi í verk,
að mér hefir verið útskúfað úr samkvæmislifinu. Eg
hefi fengið bendingu um að eg muni verða settur í
fangelsi af því að eg hafi náð undir mig fé á sviksam-
legan hátt. Enn fremur er það farið að kvisast, að
mér muni verða vísað úr klúbbnum vegna þess að eg
hafi ekki liegðað mér eins og heiðarlegum manni
sæmir. Heldra fólkið ræðst á mig. Fyrir sérhver
litilsvirðingar ónot, sem Bassington lávarður sýndi,
verður nú gengið í skrokk á Gussie varnarlaiuisum, og
það í meira lagi ómjúklega. í allan morgun sátu
skuldheimtumenn um heimili mitt, þangað til eg flýði
loksins undan ]>eim. í allan dag hefir fólk verið að
henda á mig á götunum og æpt að mér. Hefðarfrú
nokkttr, sem boðið hafði Bassington lávarði'í Veizlu
til sin í dag, lét eins og hún hefði aldrei séð van Beek-
man. Eg er dauður—í félagslífi og fjárhagslega
— og verð likamlega daiuiður áður en kvöld er komið.
Tvö stór vatnsföll—”
“Hættið þér þessu óttalega tali,” sagði unga
stúlkan skjálfandi.
“Hvers vegna ætti eg að hætta?” hélt hann á-
fram. Hann gat stundum verið býsna séður þegar
um smámuni var að ræða, en honum hafði dottið í
hug að það mundi ekki spilla til, ef sér tækist að ná
samhygð þessarar ríku stúlku. “Hvað annað gæti eg
gert? Eg er afhrak, og eina ráðið til að komast und-
an fangelsisvist og frekari hörmungiuim., er að fleygja
sér í fljótið. Eg ætla að gefa blöðunum nýtt hug-
næmt umtalsefni. Fals-Bassington skal enn einu-
sinni verða á vegi þeirra. Það yrði tekið eftir frétta-
greinar fyrirsögn, sem væri svona: "Van Beekman
fleygir sér í gin djöfulsinsl” Það er óþarfi fyrir yð-
ur að þoka yður frá. Eg—eg er ekki genginn af vit-
inu. Eg er að eins útskúfaður bjálfi úr heiðarlegum
félagsskap. Eg er útskúfað afhrak. Og það get eg
þakkað ungri stúlku, sem svo fjáð er, að hún getiuir
sér að meinalausu varið fé sínu til að fletta náunga
sína fé og firra þá vinum! Svo er það. Ha! ha!
ha!” Hann gerði síðan dáðleysislega tilraun til að
gripa hönd henhar og kyssa hana, en tókst það ekki
og hné eins og örmagna niður á stól; Flossie stóð kyr
og starði á hann. Henni stóð nærri því stuggur af
honum, en lá þó við að vorkenna honum.
“Varla getur svo illa verið komið fyrir yðiuir, sem
]>ér segið,” sagði hún og átti bágt með að koma út
orðunum. “Get eg ekki hjálpað yður á einhvern
liátt ?”
“Hjálpað mér. Iívernig þá?” sagði liann.
“Hvernig ætlið þér að fara að koma í veg fyrir að
maður verði rekinn úr klúbb, eða varpað í fangelsi?
Það sem eg á ívændum er ekkert nema: Fangelsi,
vatn og brauð — fangabúningur — og önnur slík
þægindi.” j
“Vera má, að hægt sé að korria í veg fyrir öll
þessi óþægindi,” sagði Flossie. “Hugsið yður nú of-
urlítið um og reynið að vera rólegur, og hættið þessm
óskaplega rausi. Eg er rík. Eg gæti—”
“Borgaö skuldheimtumönnum minum?” kallaði
Gussie upp yfir sig. spratt á fætur, og gleðiglamþi
kom í augun. En hann varð brátt niðmr dreginn aft-
ur og sagði ,í örvæntingarrómi: “En klúbbstjórnin
vísar mér samt í burt.”
“Ætli vinir yðar séu ófáanlegir til að tala máli
yðar?”
“Eg á enga vini I” tautaði hann aumkvunarlega.
“Enga vini ?’’ endurtók unga stúlkan og starði á
hann vorkunnaraugum.
“Eg átti þá nóga, áðiuir en þér sviftuð mig þeim,”
sagði hann lágt. “Þegar ]>ér gerðuð mig að Bassing-
ton lávarði, hreykti eg mér svo hátt upp yfir þá, að
þeir fengu allir ímugust á mér. Það vilja þeir sýna
mér nú, þegar eg er fallinn úr tigninni.”
“Eigið þér ]>á allis enga vini — sem þér getið
vænst hjálpar frá og greitt fengju úr málum yðar —
ef eg legði til fé?” spurði Flossie, og reyndi að vikja
samtalinu aftur i þá átt, ]>ó að hún ætti bágt með það.
“Enga, sem eg get treyst,” svaraði hann. En
svo glaönaði alt í einu yfir honum og liann sagði:
“Jú, eg á einn vin. Það er Phil Everett — þér þekkid
hann, manninn frá Boston, sem þér voruð að dansa
við alt kveldið á klúbbdansleiknum.”
“Já—eg þekki hann — ofiurlítið,” svaraði Flossie
og roðnaði.
“Þá skuluð þér fara og finna hann og segja,
að—”
“Eg að fara að finna hann. BuII I”
“Jú, þér neyðist til ]>e.ss, ef þér hafið nokkurn
vilja á aö hjálpa mér. Gill & Patrick félagið ætlar t.
d. að láta taka mig fastan. Mann v^rður að senda
til að ráðgast um víð þá! Það er skuldin, sem eg
komst í, þegar eg keypti demantshringinn handa
systur yðar. Avonmere vann hann af mér í fyrra
kveld. Það er býsná einkennileg tilviljun, að sami
hringurinn skuli koma frá tveimur unmustum. En
hvað gengur að yður?”
Flossie hafði rekið upp fyrirlitningaróp og fól
■uullitið í höndum sér.
“Slíkar tilviljanir eru alls ekki geðfeldar,” sagjði
hann, ]>vi að honum ]>ótti svo einstaklega vænt um að
eiga von á að losna við skuldheimtumenn sína. “En
livers vegna hjálpcuðuð þér Avonmere gegn mér?
Hann er verri en eg. Þér þekkið ekki Avonmere, og
ekkjuna ekki heldur; það eru þokkaleg hjú; þér hafið
gert systúr yðar dáfallegt bragð. Þér hafið—”
En nú greip unga stúlkan fram í fyrir honum og
sagði:
“Eg ákvað þenna fund okkar kl. þrjú af því að
eg leit svo á, að ]>að væri ekki skemtilegt fyrir Tillie
að fundum ykkar Ixfcri saman. ITún kemur bráðum
heim. Eg ætla að biðja yður að fara áðnnr en hún
kemur. Eg skal greiða þá skuld, sem þér hleyptuð
yður i meðan þér höfðuð þá trú að þér væruð Bass-
ington lávarður og eydduð fé í óhófi fyrir þá sök.
Samvizku minnar vegna verð eg að gera það. Meira
get eg ekki.”
“Það er gott,” sagði Gussie og stóð á fætur. "Eg
er líka á þeirri skoðniin, að það sé ekkert skemtilegt
fyrir Mathilde, að—”
“Miss Follis, herra minn!”
“Já, Miss Follis, meinti eg. Þ‘að er ókunnugleg-
ar að oröi komist. Eg skal fara eins og þér óskið
eftir. Og eg skal sencía vin minn hingað til að semja
við yður fyrir mína hönd, um það setn þér mintust á.
Miss Flossie, þér hafið bjargað mér, komið í veg fyrir
að eg fremdi sjálfsmorð. Guð blessi yðiur. Þ’ér eruð
göfug stúlka. Guð blessi yður;“ Fegurð hennar var
nú farin að hrífa hann og hann greip um hönd henn-
eips a VE661.
J#ö“ Þetta á að minna yður á að gipsið
sem vér búum til er betra en alt annað.
Gipstegundir vorar eru þessar:
„Empire“Kviðar gips
„Empire“ sementveggja gips
„Empire“ fullgerðar gips
„Gold.Dust“ fullgerðar gips
„Gilt Edge“ Plaster Paris
„Ever Ready“ gips
Skrifið eftir bók semi
segir hvað fólk, sem
fylgist með tímanum,
er að gera.
Manitoba ,Gypsum Co., Ltd.
SKRIFSTOFA ÖÍJ MVL5A
WINNIPEG, MAN.
ar og kysti hana svo innilega, að Miss Flossie tók
snögt viðbragð af gremjiui og sleit sig af hotium.
Síðan gekk hann til dyranna; þar sneri hann sér
við og sagði íbyggilega og brosandi: “Eg — æ— eg
held aö eg viti hvernig á því stendur, að þér óskuðuð
eftir að eg — æ — segði Mathilde upp Au Revior!”
“Verið þér sælir!” sagði hún þykkjulega.
Au revoir! Eg gleymdi að geta um nafn vinar
míns, þess er eg sendi á fund yðar fyrir mína hönd—”
“Já, látið mig vita það strax,' því að eg vil ekki
eiga lengur orðastað við yður.”
“Á—á—á? Eg held þér séuð að gera að gamni
yðar. Svo harðbrjósta getið þér ekki verið.”
“Nefnið nafn vinar yðar fljótt!”
“Phil Everett. Eg skal senda hann hingað
klukkan níiui Þetta verður að vera komið í lag í
kveld. Skiljið þér? Þvi að eg ímynda mér, að þér
viljið ekki að eg sé settur í fangelsi, eða hvað.”
Síðan hoppaði Mr. Gussie niður stigann og inn í
vagn sinn lteldur en ekki tindilfættur, og sagði við
sjálfan sig: “Þetta er mikil blessuð stúlka; hún ætlar
að greiða skuldir mínar. Eg verð að sjá það við
Iiana seinna.
Flossie Iiorfði á eftir honum og sagði við sjálfa
sig: “Þetta er fyrirlitlegur ræfill! Á eg að láta hann
sigla sinn sjó? Aldrei fer hann að drepa sig. Hvers
vegna ekki? Hún liugsaði sig u’m stundarkom og
sagði siðan: “Nei, eg hefi lofað horoum hjálp. Allar
skuldir hatis skulu greiddar. En Everett kenntr kl.
niu í þessu skyni.
Hun roðnaði nu alt í einu, og nyr glantpi kom
í augun og hun sagði brosandi: “En hvað alt viröist
stuðla að þvi, að auka viðkynningu okkar. Þvætt-
ingur!” Síðan liljóp luin iupp á loft og gaf herberg-
isþernu sinni svo margar fyrirskipanir, að hún varð
alveg hissa og tautaði fyrir munni sér:
“Hún þarf margs með í dag! Maður skyldi
ætla að hun ætlaði á dansleik — eða að hún ætti von
á unnusta sínum í kveld.”
XXI. KAPITULI.
Van Beekman fór rakleiðis til Brevoost ’hótels
og sendi nafnspjald sitt inn til Phil Everett. Miss
Bessie harst fyrst nafnspjaldið og hún hljóp með það
til herbergja bróður stns. Hún drap þar á dyr og
sagðt hrosandi: “Ilans hágöfgi, Bassington lávarð-
ur, vil] finna þig.”
’Eg get það ekki. Eg á svo annríkt!” svaraði
bróðir hennar.
“Annríkt! Já, það er satt, þú hefir liaft mikið
að gera undanfarna daga ekki síður en Groosemoor;
eg hefi að minsta kosti ekki séð þig oft!” sagði unga
stúlkan og leit ásökunaraugum til unnusta sins, sem
sat hjá Everett. “Er það Aclúson og Santa Fé hluta-
bréfin, sem auka ykkur þessar áhyggjur og annir?”
“Nei,’ ’svaraði Groosemoor hátíðlega. “Það eru
símskeyti.”
Þ'ú ætlar þá ekki að taka á móti Mr. Gussie.
Á nafnspjaldi hans stendur, að hann fari erindum
Miss Flossie Follis.”
“Florence Follis?” spurði Phil. “Segðu þjónin-
um að eg slouli koma strax.”
“Já, eg bjóst við að þetta dygði,’ ’sagði unga
stúlkan brosandi. “Mér þykir vænt um að Groose-
moor skyldi ekki verða jafn fjöðrum fenginn; en
hann kemur nú til mín meðan þú talar við van Beek-
man.”
INNANHÚSSTÖRF verða..
F0X BRBND
♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ I. X. L.
Bezta þvottaduft sem til er. — Engin froða á vatninu.
Sparar : VINNU, FÖT, SÁPU. - - í heildsölu og smásölu.
....... auðveld, ef notað er
F0X BRAND
Water Sottner ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Gorir þvottinn hvítan. — Fæst í 150 og 250 pökkum.
FOX & CO. 527 Main St. WINNIPEG.