Lögberg - 21.10.1909, Blaðsíða 3

Lögberg - 21.10.1909, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. OKTÓBER 1909. 3 The Empire Sash & Door Co. I 2510 Vér ábyrgjumst að gera alla ánægða. INNANHÚSSYIÐUR. i 2511 S g LUGGAR, HURÐIR og DYRAUMBCNAÐUR. S C/3 15 Komiö og skoöiö vörurnar. r* Góöar vörur og rétt verö. 140 Henry Ave. East. Útlegð skrifara míns. JFramh. frá 2. bls.J vegna mun eg halda áfram, eins og eg 'hefi áöur sagt, á meðam eg lifi. Og þó að eg (hafi veriS svift- ur þeim Ohertkof og Gusev, þá hefir þaö engin áhrif á starfsemi mína. Áöur sendi eg og gaf bækur minar með aðstoð Gusevs þeim, sem vildu eignast þær, og fram- vegis mun eg gefa þær og senda með aðstoð annara manna, því að margir hafa boðið mér hjálp sína. Eða ef þeir yrðu allir sendir í út- legð til Cherdyn eða einhvers annars staðar, þá mundi eg sjálf- ur senda þær og gefa ihverjum, sem hafa Vildi. Eg get ekki skorast undan að gefa bækur mín- ar þeim, sem vilja eignast þær, fremur en eg get synjað mönnum svars i samræðu þegar eg er spúrður um eitthvað, sem eg veit. Breytni einstakra manna stjórn- arinnar gagnvart mér, er óvitur- leg vegna þeirra orsaka, sem nú skal greina. Það er uint að losna við sprengikúlur og þá, sem með þær fara, ef kúlurnar eru teknar og imennirnir Ihnejptir í fangelsi eða líflátnir, en það er óhugsandi að jbeita sömu ráðum (viðj hugv sjónir. Því fer svo fjarri, að of- stæki gegn skoðunum og þeim, er þær flytja, verði skoðununum til tjóns, að það oft og tíðum eflir gengi þeirra. Það er þess vegna, að eg gríp pennann enn einu sinni og skora á þessa menn, ef þeim er ómögulegt ,að halda sér í rónni og þeir geta ekki á sér setið nema að beita of- beldi, að gera það þá, en láta ekki vini mina verða fyrir því„ heldur sjálfan mig, þvi að eg einn ber á- byrgðina á samningi og útbreiðslu hugmynda þessara, sem þeim er svo mjög mótstæðilegar Hér á undan hefi eg verið að tala um Gusev og sjálfan mig. En það var líka annað, sem. kom mér á stað, sem er enn mikilvægara. Eg á við hið andfoga ástand þeirra, er gefa álíka skipanir eins og þær, sem gefnar voru viðvíkj- andi Gu£ev. Öilum okkur er það kunnugt, að hryllilegir atburðir hafa gerst á Rússlandi á síðastliðnum árum, og eru enn að gerast þar. Þeir eru svo hryllilegir, að manni óar við að tala um þá. Skelfing er að hugsa til allra þeirra, jsem hafa verið liflátnir og enn er verið að lífláta, til allra þeirra, sem varpað hefir verið í fangelsi eða reknir í útlegð með hugann fullan af gremju til allra þeirra, sem hafa dáið á gálga með ibeiskju haturs- ins í hjarta sínu! Samt er ómögu legt annað en að vorkenna þeim, sem framkvæma skipanirnar sem að þessum verkum lúta og allra helzt eru þeir þó vorkunnar verð- ir sem 9kipa þetta. Það skiftir engu, þó að þeir kunni að reyna að sannfæra sjálfa sig um, að þeir geri þetta til al- mennings heilla. Það skiftir engu hve mikið aðrir sem samsinna þeim kunna að mikla pg lofa þess ar gerðir þeirra. Það skiftir engu, þó að þeir reyjni að kæfa niður endurminningarnar í . glaumi og lystisemdum heimsins. Þetta alt er þýðingarlaust, hvað svo sem /þeir segja cg gera eru þeir samt sem áður mannlegar verur, flest- ir heldur góðir metin, og i djúpi sálar sinnar finna þeir til þess að þeir eru að vinna illvirki, og með því að gera það, sem þeir gera, þá yega þeir að því, sem er mikil- vægast ,alls í heimi, vega að sálum sínum, og þeir loka fyrir sjálfum sér dyrunum að öllu því, 'sem er sannasta og unaðslegasta gleði lífsins. Eg hefi nú notað tækifæri, sem ; fyrir hendi var, — en skiftir Gus- ev og sjálfan mig litlu — til að á- varpa þessa menn. Hugsið yður jnú um! Lítið á æfiferil yðar; gætið að hversu þér spillið þeim jandlegu gjöfum, sem guð hefir gefið yður. Skygnist inn í sálir sjálfra yðar. Kennið í brjósti um sjálfa yður. — Independent. Kólcru-ógmr. Fréttaritari skrifar Sænsku blaði svolátandi skýrslu ettfr stúdenti nokkrum, sem legið hafði sjúkur í kóleru í Pétursborg nýskeð: “Nú er eg orðinn friskur aftur! Þið getið naumast gert ykkuir í hugarlund hve óumræðilega mikil hamingja og lífsgleði felst í með- vitundinni um það, að vera orðinn heilbrigður eftir hættulegan sjúk- dóm. Allir þeir, sem hætt hafa verið komnir af einhverjum sjúk- dómi munu hafa orðið þess varir. En varla mun fögnuiður verða meiri yfir að fá aftur heilsu eftir nokkurn sjúkdóm en kóleru. í Pétursborg er litið svo á, að kólera sé hér um bil sama sem dauði. Mönnum finst lífshitinn hverfa úr líkamanum um leið og læknar kveða upp úrskurð um að sjúk- leiki sé kólera. Mönnum finst eins og verið sé að kveða upp dauða- dóm. Áður en eg sýktist, var eg ekk- ert hræddur við kóleruna. Eg borðaði eins og vanalega ósoðna ávexti dag einn að kveldi. Litlu eftir máltíðina þyrsti mig og drakk þá eitt nýmjólkurglas. Um klukkan tiu varð mér óglatt og eg fékk jóþolandi verki innan um mig. Eg háttaði en kvalirnar t minkuðu ekki. Köjldum svita sló út um mig. Þá vakti eg þjónustu- stúlkuna. 1 Eg man óljóst eftir skarkala og óhug sem sló á fólkið vegna veik- inda minna. Vinnumaður kom að henbergis- dyrunum og spurði: j “Er hann búinn að fá kólerui?” | “Ja, eg veit ekki. Hann þolir ekki við fyrir kvölum.” Eg var hálf meðvitundarlaus. Mér fanst hjartað ætla að hætta að slá En hugsun mín var alt af að vefjast um þetta: “Eg hefi kóleru — kóleru—kól- eru!” Læknirinn kom; eg misti með- vitundina, og fékk hana ekki aftur fyr en eg var kominn á sjúkra- húsið. Fyrsta sem eg man eftir var mikill og þægilegur hiti í öllum likamanum. Eg hafði verið settur ofan í heitt bað. Meðvitundin sljófgaðist á ný og glæddist aftur við það, að eg fann til óumræði- legra kvala og fæturnir drógust saman af krampa, og urðu jökul- kaldir. Eg fann sterka- kamfóru oliulykt, því að eg hafði verið nuddaður úr þeirri olíúi eftir að eg kom úr baðinu. Sömu kvalirnar héldust. Eg óskaði að eg fengi að deyja. Síðan misti eg meðvit- undina í annað sinn. Þegar eg raknaði við aftur lá eg í herbergi sem> á voru hvítir veggir og í því sá eg að voru lang ar raðir rúma. Inn um gluggana háa og breiða skein sólin. “Hvar er eg? Er eg á kóleru- sjúkrahúsinu ?” “Já”, svaraði vingjarnleg hjúkr- itnarkona, er sat hjá rtími mínu. “Þér voruð mjög veikur, en nú er uð þér á batavegi sem betur fer. Þaðvoru fluttir fimm menn inn í sjúkrahúsið um leið og þér, en þeir eru allir dánir.” “Hvað lengi er eg búinn að vera hér?” Þetta er annar dagurinn. En nú verðið þér að taka inn meðalið og reyna að sofna.” I f nokkra næstu daga var eg | ákaflega máttfarinn og sljófur. “Haldið þér ekki, að eg deyi?” spurði eg hjúkrumarkonuna. “Nei, það er engin hætta á því nú. Það hefir bjargað lifi yðar hvað þér voruð sterkbygður.” Alt umhverfis mig lágu kóleru- sjúklitigar. Hryllilegt var að heyra kvein þeirra og kvalaóp. Meðan eg lá á sjúkrahúsinu horfði eg upp á dauða fjögra vina minna. Ég varð þess var að þegar andlát þeirra bar að, þá var eins og allar stunur og vein í spítala- stofunni hættu. Það var eins og aðkoma dauðans í livert sinn hefði þau áhrif á þá, sem eftir lifðu, að þeir reyndu að hafa hljótt um sig til að rjúfa ekki dánarþögnina. Loks var mér leyft að fara burt úr sjúkrahúsinu. Eg var orðinn frískur! Úti fyrir var sumarið og sólin...... Eg hvarf úr heim- kynnum, dauðans ú,t i lífið og gleðina.” fLausl. þýtt.J Hvenær nota skal Dr. Williams’ Pink Pills. Dr. Williams’ Pink Pills voru í fyrstu einungiis notaðar meðal þeirra manna, sem læknifinn sjálf | ur stundaði, en þær hafa unnið J mannkyninu margfalt gagn síðan tekið var að selja þær hvervetna | um heim með fyrirsögn læknisins ;um notkun þeirra. Þær eru alger- lega óskaðlegar og ekkert svefn- lyf i þeim eða önnur efni, sem ilt er að venja sig af. Dr. Williams’ Pink Pills eru lyf sem nota skal þegar blóðið er í ólagi og þunt bg menn þjást af blóðleysi, þegar það er illkynjað, svo að menn fá gigt, eða þegar taugamar eru magnlitlar og tauga gigt ber að höndum; ennfremur þegar menn eru nær dauða en lífi af aflleysi, eða þegar anur likam- inn er lasburða og vér kennum magnleysið um aílan líkamann. Þær endumæra blóðið, styrkja taugarnar og lækna sjúkdóina ungra stúlkna og fulltíða kvenna, og marga aðra sjúkdóma. Þús- undir manna hafa fengið heílsu við notkun þeirra, eins og sjá má af hinum sífjölgandi vottorðum sem berast oss. Mr .Paul Charbonneau, ungur maður og góðkunnur í St. Jerome bæ í Quebec, er einn þeirra, sem vitni hefir iborið um kosti Dr. Williams’ Pink Pills. Honum farast svo orð: “Þegar eg fór úr skóla, varð eg bókhaldari í stórri skriftsofu. Eg tók skömmu síðar að þjást af mertmgarleysi og magnleysi, líklega vegna kyrset- unnar og inniverunnar. Eg varð fölur og blóðlaus að sjá og fékk oft hjart sláttarköst og ákafan ‘höfuðverk. Eg reyndi nokkur meðul, en þau gerðu mér ekki hið •minsta gagn. Mér var ráðlagt að reyna Dr. Williams’ Pink F’ills og eg gerði það, og þegar eg hafði lokið úr átta öskjum, var eg alheill og hraustur. Eg hefi síðan verið ■við ágæta heilsu og get ekki nóg- •samlega lofað þetta ágæta lyf.” Þér getið fengið Dr. Williams’ Pink Pills hjá öllum lyfsöluin fyr- ir 50C. öskjuna eða sex öskjur fyr ir $2.50, eða sendar með pósti frá The Dr. Williams’ Medicine Co., 'Brockville, Ont. J. H. CARSOX, Manufacturer of ARTIFICIAL I.IMKS, ORTHO- PEDIC A PPLIANCES. Trns-.cs Phone 3425 • 54KintiSt. WIN> IPEa The AFNIDVAMAN UORNBINúUNUM sem nú eru fullþroska á kjörkaupaborðum BLIJE STORE uppskerusölu, CJ Mikið og ágætt úrval, Haustsölu Tækifæri til að |á yfirfrakka, alfatnað og buxur handa karl- mönnum og drengjum — haustfrakkar eða vetrar yfirhafnir — svört eða dökkleit haustföt, þykk. — Ósköpin öll af öllum tegundum. Það býður yðar. ÍI Og yður er ákaflega nauðsynlegt að kynnast verðinu. Salan er úti þann 23ja. Hér eru nokkur sýnishorn. — SKOÐIÐ! KARLMANNAFATNAÐUR Sérstakt rerð. Einhnept þriggja hnappa föt — ljós- leit, Ijós og dökkgrá græn og brún. Gáð föt, vel sniðin ; vanaverð Í20.00 og $25.00. í* 1 O CA Haustsöluverð ............ YFIRHAFNIR. Svartir, gráir og röndóttir. stærðir. Vanaverð $7.50 til $15.00 ( Haustsölnverð...................' Sérstakt verð á KARLMANNAYFIRHÖFNUM. Þykkir vetrar yfirfrakkar. Flauels- kragi; 48 og 5oþuml. langir. fivo tylftum skiftir úr að velja; allar stærðir. Vanaverð 810.00 $18.00 (1*0 CA Haustsöluverð............... «pO.«JU 100 YFIRHAFNIR úr skozku tweed og rönd- ... , Margar fágætar tegundir, silki flauels- OttU Melton. kragf. rön”dótt {ó8ur eða einlitt. A11- ar stærðir; vanaverð #18.00 — $25.00 ....$12.75 Hanstsöluverð SÖLUNNI verður haldið áfram til Laugardags- Kvölds 23. Október. Nú er nærfata tími. Vér leyfvm oss að lý'a yfir því yfirlætislítið að vér seljum nærföt á lægra verði eftir gæðum en nokkrir aðr ir um víða veröld. Buxur og skyrta... .......... $1.00 til $10.00 Silkinærföt Silki og Uilarnærföt Alullarnærföt Maco-nærföt Maco og Ullarnærföt Almerino nærföt Skozk nærföt Canadisk nærföt Ensk nærföt. I ljótum Buxum. Pu! Yður er ómögulegt að ganga lengur í þessum bux- um. Þær eru gatslitnar, þær eru farnar að poka á hnjánum, rifnar við vasana, vantar í þær hnappa. Þér þurflð nýjar buxur. Finnið oss. Business buxur. Betri buxur. $1.50 til $3.00 $2.50 til $7.00 Opposite Old Post Office. Chevrier & Sons Merki: Blá stjama 452 Main St. Winnipeg

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.