Lögberg - 21.10.1909, Blaðsíða 6

Lögberg - 21.10.1909, Blaðsíða 6
<6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN ai.,OKTÓBER 1909. I Látið ekki leiðast á f aíkyma sýningar. IBeztu sæti á dýrasíningum eru öll í aöaltjaldinu. Þar er aöalsýningin, en á báöa bóga eru afayma sýningar, me lágum inngangseyri, fremur ómerkilegar, en úti fynr s*æg- ir gjammarar, sem sífelt eru aö reyna aö draga mannf jold- ^ annfrá megintjaldinu. Svona í er þv fariö um u skilvindurnar í Canada. H ,,MAGNET". eina skil- §1 vindan í Canada, er í ■ megintjaldinu. á sérstöku H svaeöi, meö stálskálina || stóru, sem studd er tveim ra megin (Magnet einkal.). H Hún hefir einfaldan fleyti, [| sem nær öllu smjöri úr ra mjólkinni og skilur um leið H óhreinindin úr hvoru- H ‘veggja H Fullkomiö ,.Squar m Gear", höggvið úr traust- asta járni — endist fimtíu n ár. Magnet hamlan(Brake) nær utan um kúluna (Magnet einkal.). Sama A skilvindan getur skilið !| misjafnlega mikið eftir || vild. Auðsnúið,— börnin ■ geta skilið með henni. N Auðhreinsuð, þarf ekki g helmings tíma. á móts við aðrar skilvindur, til að . ’hreinsa hana. ólægu gjammararnir úr || öllum löndum eru að ■ reyna að hamla kúabændum frá megintjaldinu. Látið ekki V villast af þeirra háu hrópum, en komið inn í megintjaldið v til MAGNET. Athugið gerð hennar og ellefu ára reynzlu | í voru landi. ' H Þegar þér eruð einu sinni komnir inn í megintjaldið, þá g leysir MAGNET yður fráöllu skilvindu umstangi í 50 ár. H The Petrie Mlg. Go. Ltd. ij WINNIPEG Hamllton, Ont., St. John, N. B., Reglna.Sask., Calgary.AItc. H KJÖRDOTTIRIN Skáldsaga f þrem þáttum eftir ARCHIBALD CLAVERIN GUNTER “Það er handtökuskipun gegn yður frá ríkis- stjóranum í New York eftir beiðni ríkisstjórans í New Mexico,’’ sagði lögregluþjónninn, “og þér eruð sakaður um að hafa falsað skýrlu líkskoðunarmanns þannig, að hafa bætt því inn í hana að Florence VVill- oughby hafi beðið bana ásamt foreldur sínum fyrir Apöchuraum undir forstöðu ræningja,foringjans Nana. En skýrslu þessa hafið þér notað til að sanna dauða bamsins fyrir rétti á Englandi og er það sann- ,að með framburði ýmsra lögfræðinga enskra.” “Þér getið ekki smeygt þessari kæru fram af yður eins og hinni fyrri,” sagði Garvey. “Yfirlýs- ing yðar um það, að þér hafið ekki framið morð, sannar einmitt að þér hafið gert yður sekan um síkjalafölsun og heyrir undir lögin í New Mexico, og fyrir þá sök ætla eg að flytja yður með mér þangað vestur, svo sannarlega sem eg heiti Brick Garvey! — já, eg vona nú að þér farið að kannast við mig, Arthur Willoughby?” Á því var heldur enginn vafi því að þegar sá, sem til var talað, heyrði þessi orð, rak hann upp voða- legt óp, og varð náfölur, baðaði út höndunum og leit . á klukkuna í mikilli sálarangist. i Síðan tók hann til máls, og var það því líkast, sem hann væri að biðja sér griða: “Drottinn minn ! Everett, sleppið rnér nú ! Eg get ekki beðið lengur! Eg hefi selt stúlkunni í hend- ur alt, sem þér óskuðnð eftir, hún hefir fengið nafn- bætur mínar—landeignir mínar—auð minn! Sleppið mér :nú!” »■ Og nú fór viðureignin að verða áhrifameiri og öðru hvoru heyrðist litli Gussie reka upp viðbjóðs- legar hæðnishláturs-rokur. “Nei, aldrei!” hrópaði Phil, “aldrei! Það gat verið, að eg kynni að hafa fyrirgefið yður glæpsam- lega breytni yðar við þessa ungu stúlku, er eg veit að þér hafið ímyndað yður að momdi deyja úr hungri eða verða villidýrum að bráð, þar sem þér skilduð við hana; en eg get aldrei fyrirgefið yður það, að þér luguð því í mig utan við talsímastöðina i Lordsburgh að hinn títtnefndi Nana og flokkur hans, væri far- inn yfir Rio Grande, þrátt fyrir það þó nýkomið væri símskeyti lan það á stöðina, að Indíánarnir væru í Sm Francisco dalnum. Eg get ekki fyrirgefið yður þetta, því að með þessu móti gintuð þér mig til aö iflytja ágætískonuna Agnes Willougb'by ,í greipar Apachanna. Eg gleymi yður því aldrei. Það eru til svo níðingslegir þorparar, að karlmenn geta eigi lyrirgéfið þeim, né konur kerct í brjósti um þá!” og haTvnstóð um stund kyrr og starði á þénna mann, er skálf nú fyrir augnaráði hans. En nú kom unga síúlkaln nær og staðnæmdist frammi fyrir honum. ' “Gerði hann þetta?” spurði hún. “í óvissunni og dimmunni—í óljósri endurminningu liðinna tíma, ímyndaði eg mér, að halnn hefði að eins skilið mig, barn á óvitaaldri, eftir út á eyðimörku. Eg hélt að ihann hefði ekki annað brotið. Eg vissi ekki, að ihann hefði verið aðal-hvatamaður aö því, að láta okkur mömmu fara á fund pabba, til að stofna hon- um í dauðann. En nú man eg það! Nú man eg það! Og eg vildi heldur misisa allar nafribætur mín- ar— alt sem eg hefi öðlast í dag — heldur en að þyrma þér, Arthur Willoughby. Eg vildi heldur fara alls þessa á mis, en vita til þess, að þú slyppir hjá hegningu fyrir þann glæp, sem þú vanst, til að fyrirkoma foreldrum mínum, sem standa mér nú fyrir hugskotssjónum þar sem þau lágu i melónu- laufinu og aumingja faðir minn stundi upp rétt að dauða komiinn: “Pete, bjargaðu baminu! Bjargaðu ibaminu, Pet'e!” Síðan buldi hún andlitið í höndum sér, til þess að sjá ekki þorparann fyrir framan sig, sem nú var fús á að sýna henni alla auðmýkt og kalla hana frænku sína, og hún lét sig falla í fangið á Follis, sem sendi honum illilegt augnaráð, óþokkan- um, er komið hafði saklausri konu og varnarlausu barni í hendur hinna grimmu Apaoha. “Þér megið vera óhræddar,” sagði Garvey, “þó að mér sem lögreglustjóra sé skylt að vernda hann, þá get eg sagt yður það fyrir satt, að ef þér komið til Grant County og haldið álíka ræðu yfir söfnuðin- um, þá efast eg ekki um að hann hefnir yðar rétti- lega, og það svo að hvorfd þarf á dómstólum eða kviðdóm að halda. Vitanlega reyni eg samt að gera skyldu mína og vernda hann.” En Avonmere svaraði: “Eg veit hvað þér emð að fara. Þér ætlið að myrða mig. Drottinn minn! Eg vil ekki láta fara með mig þangað.” Um leið stökk hann til dyranna, opnaði þær og ætlaði að hlaupa út, en þá gripy þeir hann lögregluþjónninn og Garvey og settu hann í járn. Og nú hófst rafsing hans, því að í sömu svifum heyrðist skrjáfa i silkikjólum frammi í forstofunni og inn komu Tillie Follis, móðir hennar og Mrs. Marvin. Unga stúlkan var í ljósleitum brúðarkjól; ofur- lítill roðavottur var í kinnunum og eftirvæntingar- glampi í augimum, þó að þóttasvipur væri á henni. Þegar Avonmere sá hana, varpaði hann mæði- lega öndinni, hopaði aftur á hak og faldi handajárnin undir borðinu; hann beygði höfuðið sneypulegur og það varð þögn i herberginu, sem fult var af fólki. Rachel hafði ekki haft augun af ho-num og sagöi nú alt i einu: “Avonmere! Við höfum beöið yðar i kirkjainni, presturinn, Tillie og eg — og af því að þér komuð ekki héldum við að eitthvert slys heifði komið fyrir. Sendið þér þetta fólk burtu og komið með okkur í snatri. Það er að eins tími til að fram- kvæma hjónavígslu-athöfnina.” Hún stikaði inn eftir herbergisgólfinu og þreif í handlegginn á Avonmere. En þegar hún á handa- járnin hljóðaði hún upp yfir sig og hrökk frá. Þó varð henni enn ver við er hún sá Abe koma fram úr einu horninu á herberginu, þar senl hann hafði staðið hjá Flossie, og gripa um handlegginn á Tillie dóttur sinni og segja. “Dóttir mín! Þú hefír þá ætlað að dirfast að gifta þig án míns samþykkis og án þess að öðlast blessun mína!” Ein Rachel fleygði sér á milli þeirra og sagði: 'Það er mér að kenna, Abe — mér og engum öðr- um!* I i , t Hann svaraði alvarlegur og gremjulegur svip: Eg á bágt með að trúa þvi að þú, konan min, sem hefir verið mér svo góð, skuiir hasfa ætlað að gifta dóttur okkar þessum jxirpara að mér fornspurðum. Veiatu ekki, að hann hefir myrt mann og konu í siðferðilegum skiln.iingi? Veizt þú ekki, að hann hef- ir reynt að myrða kjördóttuT okkar, og haldið sjálfur nafnbótum hennar og landeignum í niu ár, falslávarð- urinn sá arna!” “Drottinn minn! Hvernig átti eg að vita jtetta, Abe?" sagði Rachel stamandi, og leit nú i fyrsta sinni undan augnaráði manns síns. “Fyrirgefðu mér ! Eg hélt þér hefði missýnst hraparlega !” Síðan hrópaði hún reiðulega: “Hvar er kvend- ið, sem kom jiessum fx>rpara int; á heimili okkar, og sagði hann vera sannan Iávarð, og vélaði Tillie mina aumingjann til að heita honum eiginorði? Hvar er Mrs. Marvin ?” Og hún ætlaði að ráðast á hjóna- bandsmiðilinn, en þá flýði Mrs. Marvin æpandi út úr herberginu. Nú litu báðar systurnar hvor framan í aðra. “Fyrirgefðu mér!” sagði Flossie. “Eg gat ekki þolað það, að þú giftist honum — þessum þorpara — jafnvel þó að þér kynni að þykja vænt um hann — manninn, sem stolið hafði réttindum rnímum.”* “Hann er þá ekki lávarður!” sagði Tillie eins og i leiðslu. “Ekki frekar en pilturiinn þarna, sem hlær mest að honum,” og hún benti á Gussie, .fyrverandi Bass- ington barún. “Ekki lávarður!” endurtók TiIIie. “Ekki lávarð- tr! En hvers vegna skyldi mig ]>á Ianga til að gift- ast honum?” Og um leið og hún sagði þetta, meypuleg og eins og utan við sig, lét hún sig falla í ang systur sinnar en fellingamikli brúðarkjóllinn íennar sveipaðist um þær og huldi þær nærri því áðar. En er Avonmere sá þessa fögnu konu, sem við lá ð hann hefði gengið að eiga þenna sama dag og öðl- st allan auð hennar, rak hann upp örvæntingarhlátur )g sagði. “Farið burt með hana! Farið burt með ma, brúðurina, sem elskar mig! Þessa brúður, sem r sönn imynd hagkvæmis hjúskaparins.” Hún hló áðslega, og þá hrópaði hann aftur: “Farið burt æð hana — fegurð hennar gerir mig vitlausan!” og ’ann tók undir sig stökk að Tillie og lét sem hann vildi faöma hana að sér með hlekkjuðum höndunum og þrýtsa glæpamannskossi á varir hannar. En Rachel, þrekvaxna nýlendukonan, greip i hálsmálið á honum og Garvey og lögregluþjónninn drógu hann á burt með sér. XXV. KAPITULI. Öll langaði þau til að komast sem fyrst úr þess- um ógiptusamlega stað. Bn í flaustrinu, sem var á Mrs. Marvin, hafði hún þegar hún fór ekið brott í skrautvagni Follis, svo að fólkið varð að biða inni í dagstofu Gussie þangað til annar vagn kom. Groosemoor og lögmaðurinn tjáðu Flossie með- an þau biðu, að yfirlýsing Arthurs Willoughbys væri óaðfinnanleg og nægði fyllilega til þess að útvega henni nafribætur og landeignir og síðan óskuðu þau henni öll til hamingju með nýju stöðuna. En þvi meiri virðingar, sem henni hlotnuðust, því auðmjúkari varð hún og úr svip hennar virtist skína þetta: “Bardaga mínum í samkvæmislífinu er lokið; nú þarf eg ekki framar að vera á verði!’’ Hún beindi athygli sinni mest að systur sinni eins og hún vildi biðja hana orðalaust með ástaratlot- •um, fyrirgefningar á því, að hún hafði bjargað henni úr klóm mannsins sem var bófi; og hún leit líka vin- gjarnlega til Mr. van Beekmans, er hann kom til hennar og sagði í smjaðurslegum rómi: “En hvað eg er ánægður yfir því, Avonmere barúnsfrú, að eg skuli hafa getað komið egnum yðar aftur í eigu yðar.” , ' ' ■ i' Abe og RaChel fóru að tala um, að hún mundi nú skilja við þau og fara til Englands og ala aldur sinn meðal stórmennis. Þá fleygði Flossie sér í fangið á þeim og sagði að hún væri dóttir þeirra og vildi gera alt, sem þau bæðu hana um, til að færa þeim heim sanninn um það, hvað vænt henni þætti um þau. Loks kom J)jónn Gussie inn og sagði frá því, að vagnarnir væru komnir að dyrunum, og fóru þá allir ofan nema Flossie, sem hikaði við og sagði við föð- ur sinn: “Lofaðu mér að tala fáein orð við Mr. Ev- erett áður en eg fer.” “Ætlarðu að fara að tala um jxirparann þarna inni ?” sagði Abe og benti á herbergi Avonmeres, þar sem Phil var að tala við Garvey áður hann legði afl stað, því að Garvey ætlaði að leggja af stað sam-| stmndis. Hann var hræddur um að Avonmere mundi ^annars ná í enska konsúlinn og fá tafið tirnann með einhverjunt vífilengjum. Þegar Everett kom út, hitti hanri Flassie er beið hans og sagði: “Lofið mér að tala við yðuf andar- tak!” og benti á dagstofu Gussies, þaðan sem hitt fólkið var farið út á götuna; síðan sagði hún mjög hrærð og leit á hann ásökunaraugum,: “Hverníg stendur á því, að þér eruð eini maðurinn, sem forðistj mig í dag? Þér hafið jafnvel ekki óskað mér til hamingju,” sagði hún hálf-ólundarlega. Mr. van Beekman hcfir jafnvel orðið til þess, þó að hann móðgaði mig með því um leið að þakka sér það, að minni mitt hefði skýrst og eg hefði öðlast nafn það, sem mér bar.” “Var hann svo djarf.ur að segja það?” spurði Phil með ákefð, “og þó er það eg, sem unníð hefi að því af öilum kröftum að koma þessu til vegar, alt frá því að eg þektí yður og víssi að þér voruð á lífi og orðin gjafvaxta og fríð stúlka!” “Þér hafið þá unnið að því að útvega mér nafn fyr en þarna um kveldið?” spurði Flossie og var sem henni kæmi það ókunnugkga fyrir. “Hvaða kveld?” “Kveldið þarna — þegar eg sagði yður að þegar eg hefði öðlast nafn mundi eg — mundi eg svara—” sagði unga stúlkan stamandi. Síðan sagði hún með nokkrum þjósti: “Enu allir hjarðsveinar jafn- heimskir yður, Mr. Pete?” og ætlaði að ganga burtu. En nú hafði hjarðsveinninn náð henni, ekki með kast- ól, en jafnlaglega þó og hvís'laði að henni: “Nú hef- irðu öðlast nafn! Er þetta svar þitt? Bjóstu við að eg mundi vekja máls á þestsu aftur í kveld? Þótti þér það að eg gerði það ekki ? Elsku — bezta — “Hafðu þig hægan!” hrópaði unga stúlkan kaf- rjóð og brosandi. “Eg er ef til vill undir forsjá fjár- haldsmanns, og þar að auki er eg ensk barúnsfrú.” “Hvað heldurðu að hjarðsveinar — hjarðsveinar sem eru ástfangnir — kæri sig um fjárhaídsmenn og nafnbætur?” sagði Phil og lét sem hann vissi ekkert um barúnsfrúartitilinn, heldur að eins það, að hún væri unmista sín. “Eg — eg sé, að þeir gera það ekkií” sagði unga stúLkan. Ert svo hopaði hún frá honum og hljóðaði upp yfir sig, því að Abe Follis stóð í dyrun- um, starði á þau undrandi og sagði: “Halló! Pete! Hvað eruð þér að gera hér hjá dóttur minni ?” “Eg var að kyssa hana,” svaraði Phil. “Já, þykir þér það ekki skrítið, paibbi?” sagði Flossie. “Manstu eftir því, Phil, hvað eg sagði við þið þegar við vorum stödd í hörmungunum í Arizona — “kystu mig, Mr. Pete minn góður!’—eg hefi elsk að þig alt af síðan — síðan þú bjargaðir lífi mínu.” “Og ertu nú til með að giftast mér?” spurði Ev erett. “Spurðu pabba,” sagði unga stúlkan og leit un^ an feimnislega og benti á Mr. Follis. Og eftir að Abe Follis hafði spiurt fáeinr spurninga lagði hann hönd Flossie í hönd Phil o agði. “Eigðu hana; en eg þori að hengja mig upp öað að þú ert sá hepnT’sti hjarðsveinn, sem eg he nokkurn tíma heyrt talað um.” GIPS Á VEG6I. Þetta á að minna yður á að gips’ið sem vér búum til er betra en alt annað. Gipstegundir vorar eru þessar: ,Empire“ viöar gips „Empire“ sementveggja gips „Empire“ fullgeröar gips „Gold Dust“ fullgeröar gips „Gilt Edge“ Plaster Paris „Ever Ready“ gips Skrifið eftir bók sem segir hvað fólk, sem fylgist með tímanum, er að gera. Gypsum Oo., Ltd. SKRIFSTÖFA OG J1YL5IA WINNIPEti, MAN. “Já, og sá hamingjusamasti,” sagði Phil. Þau voru öll hrærð, og Abe Folíis fylgdi þeim út að vagninum og sagði: “Hvorki fiurstar eða her- togar geta náð henni frá okkur; Follis-barúnsfrú er þegar bundin föstum böndum hérna,” og ýmislegt fleira sagði hann á heimleiðinni, sem aumingja Raohel furðaði sig á og hélt að maður sinn væri ekki með öllum mjalla. En af Phi.l er það að segja, að hann hélt heim að Brevoost hótel og lék við hvem sinn fingur. Hann fann þar systur sína er beið hans mjög eftirvænting- arfull. “Nú eruð þið trúlofuð/’ sagði Miss Bessie. “Eg' sé það á andlitinu á þér. Eg ætla að hlaupa upp til Avonmere barúnsfrúar og biðja hana að vera eina brúðarmey mína.” “Það er ómögulegt!” sagðí Phil. “Hún er sjálf að líta sér eftir brúðarmeyjum; eg get ekki heldur verið svaramaður Groosemoors.” “Á—á—á? Hvemig stendur á því?” “Það stendiur svo á því,“ svaraði Everett alvar- lega, “að eg ætla að giftast sama daginn, á sömu stundu, í sömu kirkju og láta sama prestinn gefa mig í hjónaband eins og ykkur.” Svo sagði hann: “Heyrðu mig, Bessie, þú kyssir mig eins ínnilega eins og eg væri Groosemoor." “Emð þið að tala um míg?” spurði aðalsmaður- ínn, sem kom inn í j>essu mjög alvarlegur á svip. “Já,” svaraði unnusta hans og skýrði honum frá hvorttveggja brúðkaupínu. “Þletta er ágæt hugmynd,” svaraði mannsefni hennar, “og hyggileg. ÞVÍ að ef Atchison, Topeika og Santa Fé hlutábréfin balda áffam að falla í verði” -------- “Æ, blessaður, vertu ekkí að flétta fjármál inn í þetta, sagði Miss Bessie. “Eg mundi giftast þér þó að þú værir öreigi og værir nafribptalatis, Hjóna- ibarnl beggja okkar Phil eru hjónaibönd, þar sem hjörtu og sálir tengjast saman, án tillits til nafnbóta og auðæfa. Þau eru ekki hagkvæmis hjúskapur.” Nokkrum dögum seinna mætti Phif Everett Mr. Follis í forstofunrii. Phil kom þá beint frá unnu'stm sinni og hafði v'erið að tala vib ihana um undirbúniug biúðkaupsins, því að það átti að standa mjög bráð- lega. x “Halló! Pete!” sagði Mr. Follis. “Hvernig lízt þér á mig núna ?” “Svo sem eins og vanalega.” “Jæja. Sérðu þá engan mun á méir? Nú sérðui þó framui fyrir þér mann, sem er ihúsbóndi á sínu heimili. Þegar þú flettir ofan af hinum svo nefnda Avonmere lávarði, þá gerðirðu mér mikinn greiða, því þá varð eg einvaldur á heimili mínu. Marvin _____ ekkjan —hypjaði sig burt í snatri — þorði ekki aS láta Rachel mína sjá sig aftur; cn guð blessi þig, því að nú er konan mín orðin þæg eins og lamlb, og hún er orðin svo einstaklega ljúf og góð viðskiftis og sama er að segja um Tillie. Þær hafa alla hluti viljað fyrir mi^ gera síðan þær voru rétt að segja búnar að svifta mig sálarfriði með því að draga mig á tálar. En þú gebur gert mér greiða.” Já, það er sjálfsagt, að eg geri fyrir þig alt sem eg get. “Jæja, biddu Bob þá aö vera svaramann þinn. Eg a við Mr. Jackson, forstöðumann Baby-námunn- ar.” “Já, Bob er nýkominn frá Colorado, hélt Abe áfram. Hann hefir barist við eldinn í námunum svo vikum skiftir, og þegar loks tókst að slökkva hann lagði þar svo mikið fannfergi, að hann komst ('Framh. á 7. bls.J I N \ A N H I bSTÖRF veröa . FOX BRAND • ♦ z>a þvot ad ift sem ti! er. Sparar: VI\NU, FÖT, SÁPU. I. X. L. •Engin froCa á vatriiru. — í heildsölu og smásölu. auBveld, ef notaö e r F0X BRANP Water Softner ♦ ♦ ♦ ♦ Ga ir þvotm, h tan — Fæst í 15C og 25C pökkum. FOX & CO. 527 Main St. WINNIPEG.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.