Lögberg - 01.09.1910, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.09.1910, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN i. SEPTEMBER 1910. LÖGBERG , :fiO út hvern ftmtudag af The Lóg- J !ERG PRINTtNG & PUBLlStlING Co. Cor. William Ave. & Nena lit. WINNM’KG, - MaNITOBA S. BJÖRNSSON, Editor. J. A. BLWIDAL, Bus. Manager Utanáskrift: , m logkrg Printing & Pulilishing Co. H. O. Hox VA' I N NI 1*K< i Utanáskrift ritstjórans Kilitor Loglirrg 1>. O. H0X30H4 WlNNII'BO PIIONK maiN Vesturför Lauriers. Sir Wilfrid Laurier er vænta-n- legur hingaC til bæjarins 5. þ. m. að öllu forfallalausu, Hann hefir farið alla leiti vestur aC Kyrrahafi og haft þar nokkra viCdvöl. FerCalag hans hefir vakiC mikla eftirtekt um gjörvalt BretaveldiC, eins og ekki er aC undra, þar sem hann er bœCi viCurkendur lang- mesti stjómmálamaCur Canada, og einhver mikilhæfasti þjóCskörung- ur, sem uppi er i brezka veldinu. Allir ljúka upp einum munni um frábærlega mælsku hans og alúC og kurteisi í framkomu, og hven vetna hafa menn þyrpst saman itnnvörpum til að hlýða á hann og fagna honum. Þegar hann kom hingaö í Júlí, komu saman um tíu þúsundir manna til aC hlýCa á hann eitt kvöldiC. Roblin-stjórnin gerCi engar ráö- stafanir til aö fagna Laurier, og mæltist sú ókurteisi næsta illa fyr- ir. BlöC stjórnarinnar hér í fylk- inu öfunduöu Laurier mjög af viðtökunum, sem hann fékk hér, skýrðu mjög óljóst frá þeim og reyndu á allar lundir að gera sem minst úr starfi Lauriers í þarfir Canada. öll sú viðleitni varð að vísu árangurslaus. Eins og vænta mátti, var Sir Wilfrid teldC tveim höndum í Saskatdiewan og Al- herta, og má að vísu segja, að slíkt sé eigi að undra, þar eð bæði þau fylki eru algerlega fylgjandi frjáls lyndu stjórnmálastefnunni. En viðtökumar sem Laurier fékk í British Columbia hafa orðið mjög ó annan veg en óvinir hans væntu. Það er alkunnugt, að íbúar í Brit. Col. hafa verið Laurier andvígir, einkum út af innflutningi Kín- verja og Japana og Hindúa til Canada, og höfðu sumir aftur- haldsmenn hér um slóðir gert sér í hugarlund, að Sir Wilfrid rnundi verða þar dauflega fagnað. En það fór mjög á aðra leið. Stjórnarformaðurinn í Britisih Columbia, Mr. McBride, virðist næsta ólíkur stjómarformanninum hér i Manitoha. Hann gekst fyrir því að veita Laurier hinar virðu- legustu viðtökur, sem verða mátti, og sýndi þar svo mikinn höfðings- skap og kurteisi, að nafn hans hefir flogið víða um lönd, og fram koma hans lofuð að maklegleikum tveimmegin hafs, cn jaínframt hefir ókurteisi Manitobastjómar orðið enn átakanlegri en áður, og hvervetna minst á hana með lítils- virðing. Hin ómerkustu iblöð afturíialds- manna hér í Manitoba hafa öf- undast yfir viðitökumim, sem Laurier fékk i British Columbia, og reyna að svala gremju sinni meö lasti og hnifilyrðum um Latirier. öll eru þau með sama þvættinginn upp aftur og aftur, og þó að leiðinlegt sé að lesa hann þá er hann aiveg skaðlaus. Það er ekki nýtt í beiminum, að alls ó- merkir vesalingar rísi upp til að níða þá menn, sem gnæfa yfir samtíCarmenn sína sakir frábærra vitsmuna og yfirburða. En það væri óskandi, að sá dagur rynni upp fyr en síðar, að níðend- um S'r Wilfrids skildist það, að hann stendur jafnréttur fyrir geipi þeirra, og þeir munu hvorki vaxa né fitna af þeirri sæmd, sem þeir þjkjast vera að naga af hon- um. Grænlands farir. Danir eiga Grænland og reka þar einokunarverzlun, sem kunn- ugt er. Á síðari árum hafa þeir allmikið ritaö um viðreisn lands- ins, og gert þangað sendimenn til rannsókna. Merkastur Grænlandsfari, sem Danir hafa átt, var Mylius-Erich- stn. Hann hafði ferðast þangað og ritað allmikið um land og lýð. Hann var efnilegur rithöfundur og niesti fuilhugi. — Árið 1906 for hann rannsóknarferð til Græn- lands, skildi við skip sitt og hélt við þriðja mann noröur meö aust- urströnd Grænlands, en þd félaga þraut vistir og urðu allir þrír hungurmorða þar i Óbygðum vet- urinn 1907. Snemma sumars 1909 fóru Danir nýjan leiðónugur til Grænlands i því skyni að leita að líkum þeirra félaga og flytj'a þau heim, ef auðið yrði. Formaður fararinnar var Mikkelsen. Ný- skeð eru skýrslur fengnar af ferða lagi þeirra. Mikkelsen yfirgaf skipið í Marz s.l. og fór við annan mann á hundasleða norður með landi, og sagði félögum sínum aö snúa til Danmerkur et hann yrði ekki kominn í Ág|ústmánuði. En nokkru eftir brottför hans brutu þeir félagar skip sitt, en tókst að komast á eyðiey austan við Græn- land, og höfðust þar við þar til hvalveiðiskip bar þar að og bjargaði þeim. Engar fregnir hafa komið af Mikkelsen og lét hanh ekkert uppi um fyrirætlanir sínar er hann skildi við félaga sína, en það er ætlun manna, að hann hafi haldið norður á lands- enda og ætli þaðan suður með vesturströndinni til mannabygða. Ef för sú tækist slysalaust, má vænta mikils vísindalegs árangurs af henni. Roosevelt. Theodore Roosevelt er að lík- indum víCfrægasti maður, sem nú er uppi. Meðan hann var forseti Bandaríkjanna, fór orðstír hans um öll lönd, og síðan hefir veiði- för hans til Afríku, og þó einkum ferðalag hans meðal þjóðhöfð- ingja Evrópu, orðið til þess að auka á frægð hans og lýðhylli. Roosevelt hefir haldið kyrru fyrir síðan hann kom frá Evrópu og aö sögn verið að leggja síðustu hönd á ferðasögu sína um Afr- íku en þar að auki hefir hann verið aðstoðarritstjóri tímaritsins “The Outlook”. Nokkur afskifti hefir hann reynt að hafa af málum síns flokks, en hvað eftir annað hefir tillögum hans verið hafnað af meiri hluta flokksforingjanna, svo að sennilegt þykir, að dragi til mikillar sundurþykkju með honum og mörgum fyrri fylgismönnum hans. Um miðjan fyrra inánuð hélt “State Committee” i New York fund með sér, þar sem ákveðið var að halda útnefninlgarfurid í rík-* inu 27. September. Á þeim fundi voru nokkrir fylkismenn Roose- velts, sem vildu kjósa hann bráða- birgðaformann á útnefningarfund- inum, en þegar til atkvæða var gengið, biðu Roosevelts menn þar lægra hlut, og var Sherman, nú- verandi varaforseti, kosinn í þetta embætti með 20 atkvæöum, en Roosevelt fékk 15. Svo sem kunnugt er, var Taft kjörinn forseti aðallega fyrir til- lögur Roosevelts, og höfðu þeir rnjög fylgst að málum jafnan en síðan Roosevelt kom heim, hefir sá orðrómur legið á, að fátt hafi verið með þeim og sitt sýndist hvorum, og var það i fyrstu breitt út, að Taft hefði lagt á móti Roosevelt þegar Sherman var kosinn, og töldu blöðin fullvíst, að allri samvinnu þeirra Tafts og Roosevelts væri lokið. En nú er það kunnugt orðið, oð Taft hefir alls ekki lagt í móti Roosevelt, heldur þvert á móti, og er vinátta þeirra söm sem áður var, þó að þeim kunni að bera eitthvað smá- vægilegt í milli. Slíkt er ekki tiltökumál. Fyrir fám dögum lagði Roose- velt af stað í fyrirlestra ferð um suður og vesturhluta Bandarikj- anna, og ætlar að halda ræður á mörgum stöðum. Það er tilgáta margra, að hann ætli með för þess ari að tryggja sér fylgi manna viö næstu forseta kosningar 1912. — ætli þá að sækja um forseta- tign enn á ný. Varla þarf aö efa að förin verði til að auka vin- sældir hans, en þeir sem kunnug- astir þykjast Roosevelt telja mjög ósennilegt, að hann verði i for- setakjöri 1912, þvi að ha/nn lýsti yfir því, árið 1904, er hann hafði verið endurkosinn, að hann ætlaði ekki að gegna því embætti lengur en þaö kjörtímábil, er þá fór í hönd. Skilnaðarsökin. Vort kvennfar og trúleysi er tekja frá Dönum, —Sú tízkan í Danmörk úr Parísar- frönsku, — Það stendur nú vottfast og vís- indum í.! Um sáttmála gamla og þjóðrétt á þönum Ei þarf nti að vera, um lausn frá þeim dönsku, Því skilnaðar-sökin er sönnuð meC þvi. 23-8-10. Stephan G- Stephannsson. Innlimun Kóreu. íl>ess var getiC' i seinasta blaði Lögbergs, að Japansstjórn hefði innlimað Kóreu-keisaradæmið í ríki sitt. Fregnin hefir reynst sönn og hefir vakið allmikla eftir- tekt um allan heim —- en engin mótmæli enn komið fram gegn henni. svo að kunnugt sé. Ekki verður sagt. að ‘‘stjórnar- ráðstöfun” þessi komi óvænt eða eins og þruma úr heiðríku lofti. öll afskifti Japansbúa af Kóreu hafa hnigið að þessu takmarki, síðan þeir fengu sigurinn fræga yfir Rússum. Allir samningar og fundir, sem Japansmenn hafa átt með Kóreubúum og stórveldum Evrópu, hafa borið að sama brunni: Eftirlit Japansmanna með Kóreu sífelt aukist unz -það er orðið að fullkomnum yfirráðum, og það þarf varla að efa, að þeir færi sór þau yfirráð vel í nyt í verki. Ekki þarf að því að spyrja að stjóm Kóreu hefir verið eins og leiksoppur í hendi drotna sinna í þessum samningum öllum, Allir “samningar” Kóreu við Japan hafa verið samdir í Tokio, og eiga rót sína að rekja til viöburöa, sem gerzt hafa utan Kóreu. Hinn fyrsti seinni tíma samningur, sem gerður var milli þessara landa, var undirritaður 23. Febrúar 1904 hálfum mánuði eftir upphaf styrj- aldarinnar með Rússum og Jap- ansmönnum. | þeim samningi lýsti Kóreustjórn “fullu trausti” sínu á Japansstjórn, og lofaði að fara að hennar ráðum í öllum umbótum á stjórnarfyririaomulagi. Þar í móti hét Japan að ábyrgjast keis- araætt Kóreu vernd og friC, og skuldbatt sig fastlega til að verja frelsi landsins og óskertar land- eignir keisaradæmisins. Kænska Japanstjómar í við- skiftunum við Kóreu var ekki minni en sigursældin í viðskiftun- um viö Rússa. Yfirráð Japans í Kóreu uxu drjúgum viö samning, sem gerður var í Ágústmánuði 1904, þegar Kóreustjórn félst á að fela fjármál sín og utanríkis mál- efni í hendur þeim mönnum, sem Japansstjórn mælti með. S>á kom úrslita orusta styrjaldarinnar, og jafnframt var það hvervetna við- urkent, að Japan mætti sín fram- vegis mest í Kóreu. Með samn- inginum í Portsmouth viðurkendu Rússar óbeinlínis fyrirfram þess- ar aðfarir Japansmanna, sem nú eru fram komnar, með þyí að við- urkenna yfirráð Japans í stjórn- málum, hermálum og fjármálum Kóreu. Rússneska stjórnin skuld- batt sig til þess, “að aftra hvorki né hafa afskifti af eftirfiti því, vernd og yfirráðum, sem stjóm Japans telur nauðsynlegt að fram- fylgja í Kóreu.” Tæpum mánuCi á undan friðarsamningunum í Portsmouth endumýjaCi Bretland bandalag sitt við Japan og hét þar nær hinu sama sem Rússland, hvað snerti kröfur Japans til Kóreu. Með samningi, sem gerður var 17. Nóvember 1905 milli Jiapans og Kóreu, lét hið síðarnefnda landið af hendi yfirráð yfir utanrílkis-* málefnum sínum og tók við jap- önskum búsetu landstjóra í Seul. Ito prinz tókst á hendur þetta em- bætti í höfuðborg Kóreu í Marz- mánuði 1906, en þrátt fyrir alla sína viðleitni og hæfileika, tókst honum hvorki að ná hylli lýðsins né hirðarinnar. Og með þvi að hann hugði keisara Kóreu sitja á svikráðum við sig. þá var hann neyddur til að láta af keisaratign í Júlí 1907, og fám dögum síðar var enn gerður samningur, sem í raun og veru fékk Japan drottin- vald yfir Kóreu, sem afsalaði sér öllum mikilsvarðandi stjómarráð- stöfunum. En nú fór að brydda á uppreisnarhug í Kóreubúum, svo að sumarið 1909 tók Japans- stjóm og að sér lögreglustjórn þar og umsjón með fangelsum. 26. Okt. f. á. var Ito prinz myrtur og þótti það hið mesta óhappaverk. Banamaður hans var Kóreustúdent og var hann síðar af lífi tekinn. En siðan þetta morð var framið hefir Japanstjórn þótt óþolandi að láta Kóreu nokkm ráða um sín mál, og er nú komið sem kunnugt er, og virðast aðrar þjóðir ekki ætla að láta það til sín taka. Það er og ekkert í samningum Japans við aðrar þjóðir, er brjót bág við þessa innlimun Kóreu. Hins vegar hefir Rússland og Bretland fallist á þetta fyrir fimm árum, en önnur lönd, og þar á meðal Bandaríkin. hafa með samn- ingi fallist á “status quo“ f“alt óbreytt eins og áður”J þar eystra, en þá var Kórea í rauninni komin undir yfirráð Japans. Síðasta skrefið sem stigið var, má teljast hinn nýgerði samningpir milli Rússa og Japana, er þegar þótti fyrirboði algerrar innlimunar á Kóreu í japanska ríkið. Hið eina, sem mælir móti aðförum Japans, em sjálfs þess loforð við Kóreu, loforð, sem áður vora nefnd og gefin voru í upphafi styrjaldarinn- ar, að vcrnda frelsi og óskerðar landeignir keisaradæmisins. En þess er tæpast að vænta af þeirri reynslu sem vér höfum af mann- legu eðli og sannsögulegum við- burðum, að þessi samningur yrði vel haldinn, sem gerður var í upp- hafi hinnar miklu tvísýnu styrj- aldar,— einkum þegar Japan hafði fengið svo frægan og afleiöinga- ríkan sigur. Þ'að kann vel að vera, að vestur-þjóðirnar hefðu farið gætilegar í sakirnar en Japans- menn 1 vernd sinni 4 Kóreu. Þeir hafa beitt þar allmi'killi hörku. En nokkuð á það ef til vil! rót sina að rekja til eftirkasta styrjaldarinn- ar, og þó einkum þess, að þeir munu nú komnir að raun um, hve sigurinn var dýrkeyptur, þó að glæsilegur væri, og hversu mikil nauðsyn var á að ná fótfestu í Kóreu til að tryggja framtíð sína. Þegar öll kurl koma til grafar, má vel vera, að það sé Kóreu og Japan fyrir beztu, hvernig komið er, og að það sé heimsfriðinurn t'TR'ging' Það er ikunnugt. að Kóreitbúar voru hvorki farsæl þjóð né framtakssöm undir keisara- stjóminni og Japanstjóm hefir kipt mörgu þar í lag, en hitt er ó- séð, hvort Japansmönnum tekst að vinna samúð Kóreumann eða ekki. UndirokaCar þjóCir bera sjaldan hlýjan hug til drotna sinna, jafnvel þó aC þeim vegni betur hvað efnahag snertir undir stjóm þeirra. Það er t. d. alkunn ugt, að allmikið hefir bólað á upp- reisnarhug í mörgum lendum Breta, ekki sízt í Egiptalandi, sem stórum hefir þó auðgast vegna mannvirkja þeirra, er þeir hafa látið gera þar. En því er um kent að þeir geti ekki umgengist “út- lendingana” með þeirri samúð og kurteisi, sem vera ætti, og mun slíkt víða brenna við. Það er ó- séð, hversu Japansmönnum kann að takast samhúðin við þessa nýju þegna sína. Ibúatala í Kóreu er eitthvað milli 8 til 17 miljónir, og má geta nærri. að mentamenn Jap- ans eiga mikið starf fyrir höndum áður þeir hafi komið friði og góðu sikpulagi á þar í landi. Sykurgerð og sykur- nautn. Sykurgerð er æfagömul. Meir en 1,000 árum fýrir Kr. b. var sykur unninn á Austur Indlandi, úr sykurreyr. Árið 714 e. K. fluttu Márar sykurreyrinn til Spánar og gróðurscttu hann þar, og skömmu síðar hófst hin mesta blómaöld ibæði þar, í Sikiley, Krít og fleiri stöðum, sem síðar leið þó undir lok nema á stöku stað á Spáni. Um 1420 var tekið að rækta sykurreyr í Kanarisku eyjunum, og um nær tveggja alda bil kom Evrópubúum því nær allur sykur- forði þaðan, en í lok sextándu afi’- ar hófst sykurgerð á Vestur Ind- landi, og varð það um eltt skeið: nær einrátt um þá atvinnugrein. Síðan hefir sykurgerð verið stunduð víða um lönd, í suðiur- hluta Norður Ameríku, Suður Ameríku Afríku og Ástralíu. Árið 1799 var fyrsta sldfti reynt að búa til sykur úr sykurrófum. Tilraunin var gerð í Slesíu og hepnaðist illa. En þegar ..megin- lands-bannið” komst á, sem bann- aði Englendingum alla verzlun og siglingar til Eívróipu ái dög'u.m Napóleons mikla, þá var þessari iðnaðargrein gefinn meiri gaum- ur en áður. Voriö 1811 veitti Napóleon miljón franka í vcrð- laun handa þeim, sem ræktuðu sykurrófur og lagði til um 97,000 ekrur til rófnaræktar. Hann kom á fót fimm skólum, þar sem syk urgerð var kend, og af þessum ráðstöfunum varð sá árangur, að árið 1828 voru 58 sykurverksmiðj ur á Frakklandt, sem árlega bjuggu til 30,000 tonn sykurs. Eftir árið 1840 jókst sykurgerð mjög i Þýzkalandi, og úr því breiddist 'hún út til Austurríkis, Ungverjalands, Niðurlanda, Rúss- lands, Danmerkur, Svíþjóðar, N - Ameríku og Japans. Meö því að sífeldar umbætur hafa orðið í syk- urrófna rækt, og áhöld öll til sjk urgerðar telkið miklum stakka- skiftum, þá hefir miklu meiri syk urgerð verið á Þýzkalandi en í nokkru öðru landi. Það hefir alt af verið hörð sam- kepni milli þeirrra, sem búa ril reyr-sykur og 'hinna, sem búa til rófna-sykur. Hinn síðarnefndi þótti í fyrstu miklu lélegri, en árið 1882 var svo komið, vegna endurbættra véla og ræktunar- aðferðar, að hann þótti jafngóður reyr-sykrinum. Fáum árum seinna komst þó reyrsykur í meira gengi, en siðan 1888 hefir minna verið búið til af honum en rófnasykri. En á allra síðustu tíð hefir reyrsykurgerð aukist ákaflega á Cuba, þar sem varið er um $5,000,000 til sykur- reyrs ræktunar, og gefur hver ekra af sér rúmlega hálft fjórða tonn sykurs, eða alls 18,000,000 tonna, og gæti þetta orðið til að draga úr sykurrófna rækt annara landa. Sykur nautn hefir gífurlega aukist á síðasta mannsaldri, eins og sjá má af skýrslu þeirri, sem hér fer á eftir. Hún sýnir hvað sykurnautnin var mikil árið 1875 og árið 1906. Tölurnar sýna hvaö mörg sykurpund koma árlega á hvert mannsbam að jafnaði í hverju landi; >875- 1906 Bretlandi . . 62.59 77.66 Bandaríkjum . . • ■ 42-33 76.01 Danmörku . . . . 27.5 71.06 Belgíu . . 22.66 32.98 Hollandi . . 18.48 39-07 Thc DOMINION BANK SELKIKK t riBUin Alls konar bankastórf af hendi leyst. Sparisjóösdeildin. TekiP við innlögum, frá $i.oo aO up4»ha?r og þar yfir Hæstu vextir borgaöir tvisvart sinnum á ári. ViOskiftum bænda og ann arra sveitamanna sérstakur gaumur gefinL Bréfleg innleggog úttektir afgreiddar. Ósk aö eftir bréfaviOskiftum. Greiddur höfuöstóll... $ 4,000,000 v«r»«jó5r og óskiftur gróOi $ 5,400,000 Innlög almennings .........$44,000,000 Allar eignir..............$59,000,000 Innieignar skírteini (letter of credits) selé , sem eru greiOanleg um allan heim. J. GRISDALE, bankastjóri. Frakklandi............16.61 36.01 Þýzkalandi............16.19 42.26 Svisslandi............16.17 53-24 Austurr. og Ungam 8.08 22.84 Portúgal..............7.48 14.65 Noregi...............7.48 46.86 Rússlandi.............6.08. 19.27 Spáni.................6.49 12.06 Grikklandi............4.62 8.23 Tyrklandi.............2.38 8.51 ítalíu.. ....................7.44 Sykureyðsla í Bandaríkjum var meiri síðastliðið fjárhagsár en nokkru sinni áður, og framleiðslan lika miklu meiri en áður. Á áritm var þar eytt eitthvað 7ýí biljón prnda ,eða um 82 pd á mann. Að ein$ tvisvar áður hefir sykureyðsl an farið fram úr 7 biljónum pr.,. árið 1907 og 1909, og að eins fjór um sinnum farið frarn úr 6 biljón- um punda, árið 1903 1905, 1906 og 1908. Sykurrækt í Bandaríkjum hefir farið sívaxandi á hinum seinni árum. Siðastliðð fjárlhagsár var nær fjórðungur alls sykurs, sem þar var eytt ræktaður á megu- landi Bandaríkjanna, en an»ar fjórðungur á Hawaiieyjum, Porto Rico og Filippseyjum, en helm ingurinn var innfluttur frá öðrum löndum. Björnstjerne Björnson. Buldi við brestur, er bogastrengur Þambarskelfis þjóðsorg vakti; brast enn bogi beztur í Norvegi, en hremsa hvein við hjarta þjóðar. Bróður sá ek Bjarnar í brynju fara“ — Aðalsteinsfóstra ungrar tíðar. “Lék við ljóðmögu, skyldi land verja ægir Eydana, stóð und árhjálmi.” “Hrauzk úr hervaðum, hratt á völl brynju vísi verðungar* áðr til vígs tæki.” — Svo hataðist við hlifiskjöldu arfinn framhyggja Orms hins langa! “Svá beit þá sverð ór siklings hendi váðir Váfaðar sem í vatni brygði; brökuðu broddar, brotnuCu skildir, glumdu glymhringar í gotna hausum***) * 3H •— Svo þrumdu ljóð fyrir þúsund árum Skáldaspillis um skörung fallinn; svo skyldu og sungin á sömu tungu B jörnssonarntál að Bragafulli! “Stóð ófriðir af áfarmenni innanlands öllu fólki”. — Þ’ar lýsti Sriirla styrjar-ævi sjö öldum síðar samlands niðja.** Þ v í stóð ófriCur um afarmenni, a C hann m e r k i C bar, né matst viC aCra, *) Sjá Hákonarmál E. skálda, spillis frá miCrí 10. öld ö* j Hákonarmál Sturlu ÞórC- arsonar (vtm HáJkon gamla) frá 1263. 1

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.