Lögberg - 03.11.1910, Blaðsíða 4
4
*' ,r.KKt,. M MTl-DAGl-NN
3. NÓVEMBER 1910.
f
Oft heyröist sú spurning heima
á íslandi hvaö gert mundi veröa
viö það fólk, hér vestra, sem ekki
gæti unniö fyrir sér og yröi ómag-
ar. Þaö var spurt, hvort það færi
ekki á sveitina. Svarið er þaö, aö
fólk, sem bágt á, fær styrk, ef
þess þykir þörf, annaö hvort hjá
góðgerðafélögum eöa bæjarstjórn-
um og sveitafélögum. En þar sem
sveitafélög eru ekki, þar þyrfti aö
vera sérstakt hjálparfélag á snær-
um fylkisstjórnar eöa i sambandi
viö hana. En svo virðist ekki
vera. ’T’l merkis um þaö var kom-
ið meö konu nokkra svissneska
hingað til bæjar nýskeö meö átta
böm, allslausa og hjálparþurfa, en
maður hennar var kominn suður í
Bandaríki og gat ekki alið önn
fyiir fjölskyldunni. Þess hefði
ekki átt aö þurfa að flytja konu
þessa hingaö, ef hjálparkostur
heföi veriö nægur þar sem hún
var. En hér tók góögerðafélag
henni tveim höndum og greiðir
ferð hennar suður til manns
i ennar.
Hins vegar eru svo margvísleg
góðgerðafélög og stofnanir í bæj-
unum, sérstaklega eldri liæjunum
hér í Canada, aö óþarfi er að
finna aö hjálparskorti þeim til
handa er bágstaddir eru, og í
Montreal er t.a.m. verið aö gang-
ast fyrir að koma upp blindra
manna hæli, sem kosta ú $100,000.
Árið 1908 var fyrst myndað fé-
lag, sem gekst fyrir þessu. Hug-
myndin er sú, að koma upp hæli
þar sem kenna megi blindum
ýmsar iðnaðargreinar og láta þá
hafa ánægju af að starfa, en gera
þeim um leiö kost á aö vinna fyrir
sér í stað þess að veröa öðrum til
þyngsla.
í. því skyni hef r félagið, sem
fyrir þessu gengst, gert ráð fyrir
að útvega 'undir hið fyrirhugaða
hæli tiu ekrur utan til í Montreai-
/-æ, og er þar birst við að hafa
nægilegt landrými til þess að
bl’ndu börnin geti notið hressing-
ar af að temja sér ýmsar íþróttir
úti við, og enn fremur að þar
megi reisa nægilega stórar bygg-
ingar fyrir allar þær deildir iön-
aðar, sem um hönd verða hafðar,
og blindir menn geta stundað
í Evrópu hefir svo sem kunnugt
er, mikil rækt verið lögð við það
að kenna blindum mönnum ýmsar
atvinnugreinir. Á Bretlandi eru
t.a.m. morg verkstæði, sem Blind'r
menn vinna í, og bera þau sig al-
gtrlega sum, og ekkert til þeirra
kostað eft;r að búið er að reisa
þau. Þar hefir það komið i Jjós,
aö blindir menn geta fengist við
öll þau störf að heita má, sem
læra má af heyrn og á])reifingu.
Þar á meðal hafa blindir menn
lært. að “stilla” piano, húsgagna-
smið, hraöritun, vélritún, síma-
gæzlu, ábreiðu vefnað, sópagerð.
og margt fleira.
Stofnun blindrahælisins í Mont-
real mælist mjög vel fyrir, og ættu
slík hæli að verða til í fleiri fylkj-
um. Reynslan hefir sýnt það, aö
blindir menn hafa orðið þess um
megnugir, að leysa af hendi mikil
og nytsamleg störf í mannfélag-
inu ; þannig er það alkunnugt, aö
sumir mestu stjórnmálagarpar
heimsins og spekingar hafa verið
bhndír. Sjónin er mikill og dýrð-
leeur hæfileiki, en þó er það ekki
sjónin, er gerir manninn að mikl-
um manni, heldur skynsemin, —
mik ð og fjölhæft mannvit. Það
geta blindir menn haft í jafnrik-
um mæli eins og þeir, sem sjáandi
eru. Þess vegna er það skylda
LÖGBERG
, ifi8 út hvern fimtndag af Ths Lög-
1»«RG PRINTISG & PUBLISHING Co.
Cor. William Ave. & Nena Bt.
WlNNlPRG, - MaNItoba
S. BJÖRNSSON, Editor.
J. A. BLÖNDAL, Bns. Manager
Utanáskrift:
rkf Lítgfcírj Printin; & l'iiilisliing Ce.
1». o. nos t WINNIPBÖ
Utaaáskrift ritetjórar»«.
Editsr iíAghftrg
R o. Box 30«i W1NNIP*«
PHONE MAin Silil
Góðgerðafélag.
hinna síðarnefndu að ve;ta hinum
blindu bræðrum sínum færi á að
neyta þeirra hæfileika, sem þe;r
hafa óskemda þó að sjónarhæf -
leikann vanti.
Sérfræðingar halda því fram,
að blinda sé miklu tíðari en hún
þyrfti að vera, og að koma hefði
mátt í veg fyrir blindu á meir en
helmingi þeirra sem blindir hafa
orð ð. Þess vegna virtist ekki van-
þörf á, að þeir sem þekkingu hafa
í þeim efnum, veittu þeim sem
hana skortir fræðslu, til að gjalda
varhuga við þessu mikla meini.
Ef það væri gert vel og ítarlega.
þá mundi að sjálfsögðu tala
blindra manna fara þverrandi.
Nú telst sv» til, að einn maður af
hverjum þúsund sé blindur. Þaö
er raunalegt til þess aö hugsa, og
vel sé þeim, hvort heldur eru cin
stakir menn eða félög, sem leitast
við að létta því böli af mannanna
rnum eða gera það auöbærara.
Lýðhvöt.
Til Islendinga í Pembina County.
Kosningátíagurinn er í nánd.
ctjómmálaflokkarnir fá sinn dóms
úrskurö meö atkvæðum fólksins,
Iiverjum gem hann veröur i vil.
Samt er eitt mál á dagskrá utan
véban !a flokkanna, sem gengur til
atkvæöa greiöslu. Þaö er flutn-
ingur County höfuöstaöar frá
Pembina til Cavalier. Þlaö er
engin þörf aö leiöa athygli lesar-
arls að því hver staðurinn er hent-
ugri. Það liggur í augum uppi.
þar sem Cavalier er allra bæja
næst miðju Countysins, og stendur
Pembina ekkert aö bakai með sam-
göngufæri; en Pembina hefir ekk-
ct til síns ágætis annaö en aö það
var eitt sinn ákveðinn höfuðstaður
og þinghús bygt samkvsemt lögum
sem ríkisþingþð samþykti 1882, eft-
r að Ordeway ríkisstjóri haföi
neitað þe’.m lögum undirskriftar.
Meðal annara ástæðna, sem hann
taldi fyrir þeirri neitun, var sú,
að í frumvarpinu hefði hann talið
150 málfræðilegar villur. Eg hefi
ekki lögin og ástæður Gov. Ord-
vvays við hendina, og man ekki
hverjar hinar voru, en líklegast er
að hann hafi séð hvernig í málinu
lá, nefnil.: að það var kappsmál
þingmannsins frá Pembina County
sem heima átti í Pembina og átti
miklar eignir í bænum, að fá alt
klappað og klárt áður en vestur;-
hluti Countysins bygðist meira; en
eins og þá stóð, var Pembina næsti
hærinn við járnbraut sem lá í gegn
um St. Vincent hinu megin Rauð-
ár.
Flutningurinn er áhugamál allra
i vesturhelmingi Countysins. Aust-
urpartinn skaöar hann ekki nema
Pembinabæinn, sem auövitaö verð-
ur fyrir halla. Þess vegna hafa
mótmælin eingöngu komiö þaöan,
og aðal ástæðurnar hafa verið
byggingakostnaður í Cavalier, og
íólkinu ægt með því hve mikill
hann yrði. Fáir ljúga meira en um
helming, segir máltækið, en þar
hefir Pembina farið ögn lengra í
kostnaðaráætlunum.
Jafnframt hafa þeir, Pembina-
menn, fyrir munn spámannsins
sem gefur út Pioneer Express,
haldið því fram, að Pembina
mundi komast af með þær bygg-
ingar, sem þar standa þangað til
einhvern tima seinna á öldinni, ef
ekki i aldarlok.
Pembinabærinn kemst raunar af
með byggingarnar meðan County
embættismenn eru búsettir þar, en
Countyið kemst það ekki.
Skrifstofurnar eru þar í fjórum
byggingum og samt er ekkert pláss
fyrir skjalageymslu, nema að bera
sumt af þeim út í járnklæddan
timburhjall og pakka þeim þar í
í kassa.
Þetta mun Pioneer Express
sjá og sannfærast um strax eftir
kosningar, ef atkvæði fást ekki
nógu mörg til flutnings þaðan, og
krefjast nýrra bygg’nga eins fljótt
og auðið er, og ef byggja skyldi á
kostnaðaráætlun Pioneer Express,
rrtundi hann verða tvöfaldur á
móts við það sem fullnægjandi
byggingar mundu kosta í Cavalier.
En þetta er nú ekki affalefnið,
sem eg vildi útskýra, heldur bar-
áttuaðferð Pembina, eins og hún
hef’r komið fram. Aðferð sú, að
taka málið í heild sinni frá úr-
skurðarrétti með atkvæðagreiðslu
fólksins, sem á hluti að máli.
Fólksins, sem borgar skattana og
stenzt kostnaðinn. Það var reynt.
en lukkaðist ekki.
Með aöstoð þriggja Hamilton-
manna var yfirréttur rik s ns beö-
inn að draga flutningsmálið af
kjörskrá, ellegar,, ef það yrði ekki
gert, þá að bæta Hamnton v’ð
Pembina og Cavalier, sem um-
sækjanda. Yfirrétturinn neitaði að
skifta sér nokkuð af málinu, og
sú för varö ónýt. Gjörö Pembina
er söm fyrir því. Hún meinar
“The PubJ’c be d—d.” Þaö aö
fólkið skuli ekkert hafa um það aö
segja hvort það vill borga árlegan
aukaskatt fyrir að viðhalda Pem-
bina og County byggingunum þar
sem þær eru, eða ekki.
Munið þetta landar. Sleppið
engu atkvæði, sem hægt er að ná
kosningardaginn og greiðið þau öll
fyrir Cavalier svo vafalaust sé.
Jóncu Hall.
Lifnaðarhættir í
Liisabon.
Kona nokkur norsk, sem dvalið
hefir um langan tíma í Lissabon,
hefir nýlega ritað eftirtektarveröa
grein um ástand og lifnaðarháttu
borgarbúa.
Kona þessi er vel að sér, og
hefir farið víða. Hún segir að
aldrei hafi hún séð jafnmikinn
mismun á högum manna eins og
þar, og heldur þann mun hvergi
meiri í Evrópu.
Það sem einna einkennilegast er
við svipinn á bænum á götum úti,
eru farandsalarnir á götunum, er
hrópa upp varningsboð sín með
mikilli háreysti og ákafa.
Voðalegt djúp er staðfest milli
ríkra og fátækra.
I höll konungsins er eyðsla og
óhóf á allra hæsta stigi, en í grend
inni þar rétt við, eru íbúðarbygg-
ingar afar lélegar, sem fátækling-
íir leigja, og er þar hin átakanleg-
asta eymd og óþrif. Börn ganga
-hálfnakin, óhrein og svöng. Engv-
inn, sem séð hefir fátæktina og
eymdina í Lissabon, mun nokkum
tíma gleyma henni aftur. Bein-
ingamenn eru þar á hverju horni.
Undir eins og ókunnugur maður
kemur til Lissabon flykkjast aö
honum stórhópar af þessum skin-
boruðu og vesaldarlegu hjálfum,
og eru þeir að einhverju leyti veik-
ir eða vankaðir, haltir, blindir,
heyrnarlausir eða sjúkir á annn
hátt, og óhæfir til vinnu.
Lisgabon er nafnfræg fyrir feg-
urö, og er ekki ofsögum sagt af
því. Stórir lýstigaröar eru víös-
vegar um borgina. Þar eru alls-
staöar bekkir, og mjög væri á-
nægjulegt aö sitja þar, ef ekki
væri þesjii betlilýðtir alt umhverfis
og bannaði alla hugarró og stygði
brott allan fagrar hugsjónir. Ekki
hefir maöur fyr tylt sér einhvers-
staðar niöur á bekk, en að manni
þyrpast þessi glorhugruðu börn i
stórum hópum. Öll eru þau svo
vesaldarleg og aumkvunarverð, að
maður veit ekki hverju þeirra á
helzt að víkja einhverju. Og flest-
um verður það svo að flýja burt
undan hópnum, en þar sem numið
er staðar næst koma aftur nýir
hópar, bæði börn og fullorðnir,
sem biðjast beininga.
Skólaskylda er engin í Portúgal.
En\þó að afar óheppilegt sé annað
eins ráðlag, er þó önnurorsökin en
það, til þess að börn eru send að
þetla í stað þess að fara i skóla.
Flest öll fátæklingabörn hafa aldr-
ei stigiö fæti sínum inn í skólahús
ti! að læra nokkuð. Er því ekki
aö kynja þó að uppfræðing og
mentun sé á lágu stigi.
Til merkis um það er til saga
um franska konu eina, sein átti
heima í Lissabon. Hún bjó þar
lengi og hafði tuttugu og sex
vinnukonur, en engin þeirra Vaí
læs og því siður skrifandi. Al-
menningur elst þannig upp í f.i-
dæma fáfræði, og er kúgaður og
ur.d’rokaður af aðalsfólki, prest-
um stjórn og konungsætt .
Eu almúginn þorir ekki nð
mögla. Hann er bttndinn hlekkj-
um hugleysisins og fáfræðinnar.
En eitt er það, sem fáfræðin getur
ekki kæft hjá þjóðinni, og það er
hatrið sem um mörg ár hefir þró-
ast og magnast hjá lægri stéttun-
um. Já, jafnvel sumir er töldu sig
til heldri flokkanna, þar á meðal
ýmsir liðsforingjarnir, hafa heitið
gömlu harðstjórninni hefndum.
Það var algengt að heyra ókvæðis
orðum hreytt á eftir konunginum
er hann ók um göturnar með mik-
illi viðhöfn; og sama var gremjan
við stjórnina, prestana, aöalsmenn
ina og auömennina, er sáu neyð-
ina og vildu ekkert gera til aö bæta
úr henni.
Þessi þjóðfélags skrípamynd
hlaut að vekja undrun og óhug
hjá sérhverjum mentuðum manni
erlendum, er kom til Portugal og
vissi ekki með vissu hversu þar
var til hagað. Það var því likast
að koma þangaö eins og maður
væri fluttur margar aldir aftur í
tímann. Engan spámann þurfti til
að sjá það fyrir, að áfall hlaut að
koma og það mikið og stórfengi-
legt- .
Sú er frá þessu segir, heldur
þvi fram, að aldrei hafi verið meiri
porf á stjórnarbylting í nokkru
landi heldur en i Portugal, og ó-
víða muni hún hafa verið jafn-
verðskulduð eins og þar. ”Eg
varð svo glöð,” segir hún, “þegar
eg heyrði fréttirnar um stjórnar-
byltinguna, að eg hoppaði upp af
kátínu; mér fanst það svo ánægju-
legt að vita til þess, að nú loks
hafði þessi margþjáða þjóð hrist
af sér þrældómsokið. Eg vona að
hagkvæm breyting verði á högum
þjóöarinnar undir nýju stjórninni.
Af þessari stöðugu kúgun hefir
það leitt, að því nær allur iðnaður
hefir lent í hendur útlendinga.
Þannig eru sevrtingjar æði,-
margir í Lissabon, og eru þeir
orðnir svo vel efnum búnir sakir
ðnaðar er þeir bafa stundað, að
þeir eiga stórar spildur lands inni
í borginni og hin fegurstu heimili.
Þeir hafa líka blásið að óvildar-
kolunum. Konungsættin gat ekki
nýtt þann varning, sem unninn var
innanlands. Hún keypti flestar
vörur sínar frá París. En lifsnauð-
synjar eru afar ijýrar i Lissabon.
Er svo sagt, að nálega hvergi sé
jafndýrt að lifa eins og þar.
En þrátt fyrir það þó svo sé
kostnaðarsamt að draga fram lífið
i Lissabon og víðar í Portugal.
hefir stjórnin fundið ráð til þess
að halda í íbúana svo að þeir flyttu
ekki til annara landa til að vinna
sér fé og fá vitneskju tim iðnaðar-
háttu og lífskjör annara þjóða.
Ráðið er það, að afar þungur út-
flutningsskattur er lagður á hvern
þann, sem út fyrir landamærin fer.
Verður t. a. m. hver sem ætlar að
Vera erlendis svo sem mánaðar-
tíma, að greiða um $30 1 útfhitnings
skatt. Vegna þess að fátæklingum
er þvínær ómögulegt að draga
saman slíkar fjárupphæðir auk
ferðakostnaðar, komast fæstir af
þeim út yfir landamærin, en hver
verður að húka 'á sínum stað og
bjarga sér'sem \yeztt gengur.
Lofthrap.
Fáir farþegar í loftförum hafa
orðið til þess að lýsa tilfinningum
sínum við slysfarir, sem þeir hafa
orðið fyrir á loftferðum sínum, og
góð r flugmemv eru venjulega fá-
orðir um ferðir sínar. Einn úr
flokki hinna síðamefndu hefir þó
sagt nokkuð frá reynzlu sinni í
þeim efnum 1 blaðinu New York
World. Það er Charles K. Ham-
ilton. Hann hafði snemma gaman
af því að láta sig detta úr háa lofti
og gat stokkið úr 50 feta hæð þeg-
ar hann var 14 ára. Síðan hefir
hann fengið margt fallið, og telst
svo til, að hann hafi alls hrapað
bðugar tvær mílur í loftinu, sein-
ustu sex árin. Oft hefir hann
beinbrotr.að, eins og ekki er til
tökumál, og legið stundum saman
meðvitundarlaus. Sum “hröp”
hans hafa verið svo geigvænleg,
að þau hafa þótt undrum sæta. Á
sýningtt í Paterson, N. J.., komst
hann 5,000 fet í loft upp i loftfari
sínu, og var tekinn að síga til jarð-
ar, þegar loftfarið bilaði. Hann
segir svo sjálfur frá:
“Eg var að eins tekinn að svífa
niður á við, og hafði farið um 6op
fet, þegar gasbelgurinn rifnaði alt
í eiftu, og loftfarið tók að hrapa.
Um leið og eg heyrði belginn rifna
vissi eg hvað um var að vera, og
bjóst við að úti væri um mig. Eg
vissi, að svo hátt fall hlyti að tæta
mig i stindur, og eg vissi líka að
eg hafði engin ráð til að bjarga
mér. Öll mín æfi kom í huga mér
eins og elding. Mér kom í hug alt
sem eg hafði gert og látið ógert.
Sjálf tilfinningin við að hrapa var
ekki sem óþægilegust. Eg hafði
hrapað svo oft, að eg var því van-
ur. Ef eg hefði vitað, að eg hrap-
aði ekki til dauðs, þá he'fði hrapið
verið lit:ð annað en eftirminnilegt
atvik. En nú vissi eg að dauðinn
biði mín, og' eldsnögt yfirlit yfir
al!a æfi mína skelfdi mig. Eg
veit ekki, hvað eg hrapaði margar
sekúndur. Ef til vill fimtán, gæti
hafa verið 20, eða jafnvel meir.
Mér fanst það eilífðartími.
Eg hrapaði niður, niður, r.iður!
Þyturinn varð svo mikill kringum
mig, að eg gat ekki dregið andann.
Alt í einu, þegar borgin kom í ljós
þráðbeint fyrir neðan mig, og eg
bjóst við því á hverju augnabliki
að tætast sundur, þá þandist gas-
belgurinn skyndilega út eins og
“fallskermur”. Það varð af ein-
hverri hendingu. Hann haföi bar-
ist og skellst yfir mér, og valdiö
hræöilegum gný, en enginn mun
nokkru sinni vita hvers vegna
hann þandist einmitt út þegar eg
átti 200 fet til jaröar, en ekki þeg-
ar eg átti 600 fet eöa tíu fet —
þegar þaö hefði verið orðiö of
seint. En hann þandist út og það
varð mér til lifs. Fall mitt varð
að vísu ekki stöðvað, en gasbelg-
urinn, sem varð að fallskerm, dró
svo úr því, að þegar eg kom niður
á þak á einu veitingahúsinu, þá
misti eg aðeins meðvitund. Nokk-
ur hluti loftfarsins fór í gegn um
þakið, en að fimm mínútum liðn-
um, gat eg staðiö á fætur og geng-
iö leiðar minnar. Eg var ekki
beinbrotinn, en svo dasaður, að eg
varð að hafast við í sjúkrahúsinu
þriggja vikna tíma. Vitanlega
var eg allur hruflaður, en veruleg
meiðsl hafði eg ekki hlotið. Eg
hefi meitt mig meir við flugvéla-
byltur. — Loftfarið ”’jneiddist“
miklu ver en eg.
Síðan Hamilton fór að fljúga,
hefir hann sjaldan meiöst mikið.
“í raun og veru”, segir hann, “æs-
ir það mann nteira að fljúga en
hrapa. Auk þess er það ekki nærri
eins hættulegt”, þó aö honum finn-
ist fallið “ekki óþægilegt”. En
landtakan er ekki eins skemtileg,
ef ráða má af reynslu. hans.
“Eg fékk vonda byltu úr flugvél
viö Ormond Beach 14. Janútr
1906. Vélin rakst á flaggstöng á
baöhúsi, fram undan veitingahús-
inu, og eg þeyttist niður á tr]ú-
gangstéttina, sem var 60 fetum
neðar. Eg korti á brjóstið niður á
gangstéttina, og það svo fast, að
eitt borðið í henni brotnaöi. Ef
eg hefði komið á höfuðið hefði eg
óðara beðiö bana. En n,ú var það
ekki, og eg slapp við það, að tvö
rif brotnuðu, og eg fór úr liði á
nokkrum stöðum. Eg var lagður i
sjúkrahús og lá þar þrjá mánuði.
Þ'egar cg var að læra flug við
Hammondsport, hrapaði eg þrisv-
ai og hruflaðist lítilsháttar. Einu
sinni féll eg ugglaust 60 fet. og
hraut knéskelina á hægra fæti. Það
greri skjótt, en stundum er mér
]>að þó viðkvæmt. Hin skiftin bæði
brapaði eg um 50 fet. Eg hruflað-
ist þá og marðist , en beinbrotnaði
ekki.
Hættulegasta fa.ll, sem mig hef-
ir hent, síðan eg tók að fljúga,
skeöi í Seattle siöastliðinn, Apríl,
er eg var að sýna list mína.
Eg var að fljúga yfir Washing-
ton vatni. eitthvað 225 til 300 fet
yfir vatnsflötinn — því að eg var
talvert ofan við trjátoppana, og
Oregonfurur eru hér um bil 200
fet — þegar einn vírinn bilaði sem
hélt öðrum vængnum. Eg misti
jafnvægið. flugvélin snerist þrisvar
sinnum og féll í vatnið. Eg rak
höfuðið í stólpa í vélinni og rotað-
isf um leið og eg kom niður, en
mér var bjargað bráðlega ,en þó lá
eg þrjár stundir meðvitundarlaus.”
Hóstinn er algengastur í kulda-
stormum fyrri hluta vetrar. For-
eldrar ungra barna ættu að vera
við þvi búnir. Ekki þarf annað
en eina flösku af Chamberlain’s
hóstalyfi ('Cham'berlain’s Cough
Remedyj. Margar mæður hafa
það alt af handbært, og það hefir
aldrei brugðist þeim. Selt hver-
vetna.
5 Búnaðarbálkur. j
<
Folöld.
Folöldin þroskast fljótt, og ef
þau eru hraust og vel bygð, geta
þau etið 1 til 2 potta af höfrum
fjögra t’l fimm vikna gömul. En
vegna þess að meltingarfærin eru
The ÐOMINION BANK
SELKIKK I I Ilillt)
AUs konar bankasterf af hentíi leyst.
Spurisjóðsdeildin.
Tekfb vi6 iinslóguin, frá fi.oo aC upphæC
og þar yhr UaistR vextir borgaSir tvisvar
sinnuBQ á ári. ViÖsinttum bænda og ann-
urra sveitamanna scrstakur gaunaur gefrnn
ISiúíieg inniegg eg úttektir akgreiddar. Ósk-
aö eitir bréfaviÖbKiltum.
Greiddnr böfuöstóll..... $ 4,000,00«
Varv*jóðr og óakiftur gr<S5i $ 5,4°«,ooc
luniög almennings .......$44,000,000
Allar íágnir.............$59,000,000
laBÍeignar skirteini (latter of credits) seK
•eai eru greibBeleg aut ailea heim.
J. GRiSDALE,
bankastjóri.
ekki nægilega þróttmikil til a*
melta svo mkið af heilum höfrum
þurfa þeir að vera kurlaðir.
Þegar sólskin er og góöviðri er
sjálfsagt að láta folöldin út me*
hryssunum, svo að þau nái a*
styrkjast sem fyrst.
Þann tímann af sumrinu, sem
ekki þarf að brúka hryssumar, er
sjálfsagt að lofa þeim að vera i
góðum högum með folöldin, þar
sem auðvelt er að ná i gott vatn.
Það þýkir fullreynt, að snemm-
köstuð folöld, svo sem í Marz og
Apríl, sem hafa hlýtt hús og venj-
ast snemma á að eta kurlaða hafra,
þroskast fljótara, heldur en þau
folöld, sem seinköstuð eru og lifa
þvi nær eingöngu á kapalmjólkinni
fyrstu mánuðina.
Ensko-sýkin í svínutn.
Margir svinaræktarmenn bíð»
cft tjón af þvi, að svín þeirra
sýkjast af ensku sýkinni. En me*
því að ekki mun ölluna fullkunn-
ugt um orsakirnar til hennar, skal
fiér minnast á þær nokkrum orð-
uin.
Veikín lýsir sér í því, að svínin
eiga bágt með að ganga eöa hreyfa
sig, og stundum verða þau svo
veik, að þau komast ekki úr spor-
unum og geta jafnvel ekki staði*
á fætur.
Tvær eru einkum orsakir sjúk-
dómsins. Önnur er óholl fóður-
gjöf. Hin ill hirðing. Sérhver
sá sem veit nokkuð í dýrafræði,
veit það, að bein dýranna þurfa
salts og einkum kolsúrs salts. Að
vísu eru svínin alætur, og þess
vegna gætu menn ímyndað sér a*
það<gæti því öðrum skepnum frem
ur fengið öll þau efni sem það
þyrfti við. En það er og kunnugt.
aö þær fæðutegundir, sem svínum
eru jafnaðarlegast gefnar, eru
snauðar af fosfór og kolsýruteg-
undum, t. a. m. mjólk, kartöflur,
matarleifar o ,fl. Af slíkri fóður-
gjöf leiðir það, að svinum er mjög
hætt við ensku sýkinni, eða bein-
kröm, ef þau fá ekki þau næring-
arefni sem styrkja beinin.
Þess vegna er það áríðandi, að
gefa svinum jafnframt fyrnefnd-
um fóðúrtegundum, korntegundir,
sem hafa i sér kalkkend sölt. Og
stundum þarf jafnvel að gefa til-
búna fosfórsúra kalkblöndu.
Annað gott ráð við beinkröm er
að láta svínin hreyfa sig úti við.
Hreyfingin úti við hefir ekki að
eins heilsusamlegar verkanir á
beinabyggingu svinanna, heldur og
grafa svínin þá í jörðina og ná á
þan nhátt í ýms kalkefni og það
er holt til styrkingar beinunum.
En ef grísirnir veikjast stnax
þá er það því að kenna, að gyltan
hefir verið illa hirt og ekki fengiö
það fóður sem hún þurfti með.
Það er alt of alment að gylta
sem grísir ganga undir, er lítil eða
engirt mjólk gefin og ekki nægi-
lega mikill fóðurbætir. Þeir sem
ala gyltur á matarúrgangi og
skolavatni, en gefa ekki nægilegt
og gott fóður, þá þarf ekki að
undrast þó að grísirnir undan gylt
unum þeirra verði veikir þegar
þeir fæðast og linir í beinunum.
Þegar svínakjöt er 1 háu verði, er
það ekki ósjaldgæft að fólk, sem
ekki á mjólkandi kýr, elur upp
svín. En það er því nær ómögulegt
að ala upp svín án þess að hafa
kúamjólk til að gefa þeim, jafn-
hliða móðurmjólkinni. Ef grís-
imir fá ekki kúamjólk, þá verða
þeir ekki miklar skepnur, og er þá
mjög hætt við beinkröm.
Kálfacldi.
’Margir nautgripa ræktarmenn
eru óhepnir með kálfa sína. Strax
þegar þeim er slept á gras fá þeir
ýmsa meltingarkvilla og týna töl-
unni. Hægt er að koma í veg fyr-
ir þetta á þann hátt að smávenja
kálfinn við þau umskifti, en sleppa