Lögberg - 02.02.1911, Side 6
6
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 2. FEBRÚAR 1911.
JriCrND MARIONIS j
* ■ i
4 > T
«> |
:; bftir i
:: £. PHILUPS OPPENHEIM. |
T
T
1 '■»♦»♦♦♦ 4- ♦♦♦♦♦♦♦*' í
Svo varð þögn. Báðir mennirnir voru niður-
sokknir í hugsanir sínar. Þetta hafði komið yfir
signor Bartlezzi eins og reiðarslag. Honum hafði
fallið allur ketill í eld. Sviti spratt á enni honum,
og hann fann gerla hvernigfæturnir skulfu undir sér.
Hann var ekki svo mjög að vorkenna það, að ,þessi
maður hefði orðið að sitja í fangelsi i tuttugu og
fimm ár, heldur var honum það ríkast í huga, að
þessi tuttugu og fimm ár voru liðin, — og hann var
sloppinn úr fangelsinu, að frammi fyrir honum stóð
Maríoni greifi. Það var honum mest áhyggjuefni.
Hafði ekki ’verið sagt, að hann væri dæmdur í lifs-
tíðarfangelsi? Jú, vissulega hafði dómurinn hljóðað
svo. Ofurlítill vonarneisti vaknaði hjá honum.
Hver vissi, nema að hann kynni að hafa brotist út
úr fangelsinu. Ef svo væri, þá var þvi betra, sem
hann kæmist fyr þanga ð aftur.
“Voruð þér ekki dæmdur í lífstíðar fangelsi?”
stundi hann upp.
Greifinn leit niður og hristi höfuðið raunalega.
“jú, Eg var dæmdur í lífstíðar fangelsi, svaraði
hann gremjulega. “Dómurinn hljóðaði svo, að eg
skyldi sitja i fangelsi til dauðadags.”
“Brutust þér þá út úr fangelsinu?”
Greifinn hristi höfuðið aftur jafn-raunalega
eins og áður. Prófessorinn hafði sjláanlega orðið
fyrir míklum vonbrigðum.
“Nei. Þegar fangi hefir setið ,1 betrunarhúsi í
tuttugu og fimm ár, og hegðað sér vel, þá er hann
látinn laus, þó að dómurinn hafi hljóðað upp á lífs-
tíð. Loks kom að því fyrir mér. Það var líka mál
komið.”
“Og allan þenna tíma gat hann lifað,” tautaði
prófessorinn með sjálfum sér. Fangelsin á ítalíu
eru ekki sérlega heilnæmar vistarverur. Hvað gat
hafa haldið lífinu í honum, þessum veiklulega gamla
manni? Hann vissi það áður en kveld var komið.
Prófessorinn sat út á stólröndinni ^ráðafár og
aumingjalegur. Honum var ómögulegt að láta sér
detta neitt í hug, sem gæti verið í þá áttina(að bjóðla
gestin n velkominn, eða að óska honum til hamingju
með þaö að vera laus úr fangelsinu. En sem betur
fór, bjóst gesturinn ekki við því. Gesturinn sat
hugsandi, og góð stund leið áður hann virtist taka
eftir þvi, að signor Bartlezzi var inni. Loks leit
hann upp og tók til máls.
“Eg er hræddur um, að ekki hafi alt gengið okk-
ur að óskum!’’ sagði hann með hægð. “Þegar eg
hafði verið látinn laus heimsótti eg gamla, heimkynni
félags okkar í Piazza di Spiola í Rómaborg. Það
hafði verið jafnað við jörðu. Eg hitti ,engan, sem
gat frætt mig neitt um það. Sjálfsagt hefir það ver-
ið vegna þess, að eg vissi eklp hvert fara skyldi, til
að leita frétta. En eg hafði hugsað mér—eg' hafð
vonað, að einhver eða einbverjir hefðu verið svo
minnisgóðir, þótt langt sé um liðið, að þeir hefðu
ekki gleymt mér, en komiö á móti mér við fangelsis-
dyrnar, og óskað inér til hamingju með að vera
kominn aftur í tölu lifandi manna. En enginn kom.
Sjálfsagt hefir mönnum verið óikunnugt um lausnar-
dag minn. Eg var látinn laus einmitt þegar hitarnir
Voru mestir í Róm, og eg reikaði um þreyttur og
máttvana, og gat hvergi séð kunnugt andlit né feng-
ið neinar fregnir af þeim, sem verið höfðu vinir
mínir. Eg hefði kannske átt að sýna meiri þolin-
mæði, en mér fanst eg vera búinn að bíða svo lengi
—að þolinmæði mín var alveg þrotin. Þaðan fór
eg til Florenze, en ait fór á sömu leið. Loksins
kom eg til Lundúna ,og með því að spyrjast fyrir í
bankanum, jiar sem eg geymi fé mitt, fékk eg að
vita, hvar þér áttuð heima. Og nú er eg hingað!
kominn.’”
“Jú, jú,” svaraði prófessorinn, og drap ótt titl-
inga, öldungis ráðþrota. “Já, jær eruð^ kominn
hingað. Ekki ber á öðru. Ekki iber á öðru.”
“Meðlimum félags okkar hefir vitanlega fækk-
að, er ekki svo? En hafið þið samt ekki fundi enn
þá?” >
“O, jú; fundi höfum við a'ð visu,” svaraði pró-
fessorinn með rembingi.
Gamli maðurinn kinkaði kolli. Hann hafði
aldrei efast um það.
“Hvenær verður fundur hjá ykkur næst?”
spurði hann og var ekki laust við lákefð í rómnum.
Signor Bartlezzi fann kaldan svitan streyma
niður um enni sér. Og hann þerði hann hægt með
rauðum bómullar vasaklút. Örvæntingar-tilfinning
var að læsa sig um hann allan. Það dugir líklega
ekki annað, en að segja honum einsog er, hugsaði
hann með sjálfum sér. Líklega bezt, að ljúka því
af.
“I kveld,” svaraði hann, “eftir svo sem eina
klukkustund eða fyr. Þeir fara fráðum að koma.”
“A-á-á?” stundi greifinn upp með duldum fögn-
uði og fór aö ganga um gólf í herberginu. Nú var
hann alt í einu búinn að gleyma hvað það var líti'ð
og óvistlegt. Nú loksins var sú stund komin, sem
hann hafði lengst þráð bg beðið eftir. “Hvað eruð
þið margir nú?” spurði hann.
Prófessorinn varpaði mæðilega öndinni og
horfði fast á gest sinn. Nú fór að herða á.
“Fjórir,’ isvarjaði hann. “Fjórir fyrir utan
mig.”
Greifinn hrökk við, og virtist verða öldungis
hissa.
“Fjórir í framkvæmdarnefndinni, eigið þér víst
við?” sagði hann. “Fjórir er gamla talan.”
Prófessorinn hristi ‘höfuðið þrákelknislega.
“Nei, fjórir alls,” svaraði hann.
Þá brá fyrir eins og leiftri í augum gamla
mannsins, en það var ekki nema rétt sem snöggvast.
Það gat ekki hjá því farið, hugsaði hann, að gildar
ástæður væru fyrir jjvi að takmarka meðlimatöluna
þannig, þó að honum væri ókunnugt um það.
“Fjórir ftfldjarfir og hugrakkir menn geta
miklu til leiðar komið,” sagði hann hálfhátt. “Einn
mundi jafnvel nægja mér.”
Signor Bartlezzi fanst nóg um skuggalega
hreiminn í þessum orðum greifans. Það var að því
komið að hann fengi aðsvif af hræðslu, en þaö
bjargaði honum ,er honum varð litið á gamla örvasa
manninn, sem hjá honum sat. Greifinn var með
allan hugann við það, sem gerst hafði fyrir tuttugu
og fimm árum. Hannhlaut bráðum að vakna upp
af þeim draumi.
“Signor Bartlezzi,’ ’sagði greifinn loksins, eftir
að hann hafði gengið um gólf æði lengi, “eg þarf að
gera játningu nokkra fyrir yðun”
“Þessu trúi eg,” sagði Bartlezzi við sjálfan
sig. “Látið mig heyra,” svaraði hann upphátt með
þeim gorgeir, sem honum var svo eiginlegur.
Greifinn stóð í miðju henberginu, með vinstri
hendina í barmi sinum, en rétti hina hægri fram í
móti prófessornum. Hann hafði óafvitandi sett sig
í stellingar þær, sem liann var vanur að vera í,
þegar hann talaði fyr á árum, en enginn ógnarblær
var í rödd hans, og þó að ekki væri laust við að
heyrðist á henni óstyrkur, var nú horfinn allur eld-
móður og æskufjör úr máli hans. Ræða hans var
líkari sjáilfsvörn en hvatningu. Mikið hafði hann
breyzt.
"Þér munuð líklega ímynda yður, signor Bart-
lezzi,” mælti hann, “að eg sé hingað kominn og hafi
leitað yður uppi vegna þess, að brjóst mitt brenni af
sama framsóknar og áhugaeldi eins og forðum, að
eldmóður minn hafi ekki kólnað á þessari tuttugu
og fimm ára fangelsistíð. En eg verð því miður að
viðurkenna það, að þessu er ekki þannig varið.
“Nú, hvern skollann ætli að hann vilji mér þá,
og því er hann að flækjast hingað?” tautaði prófess-
orinn. “Líklega er það fjármála sinna vegna.
Fari þeir í sjóðbullandi h........ þessir Italir, sem
sleptu honum úr fangelsinu.”
“Mér þykir íyrir því, en það er ekki við öðru
að búast,” sagði hann hátt og vaggaði til höfðinu
drýgindalega. “Tuttugú og fimm ár eru skrambi
langur tími.”
“Eg vona, að þér misskiljið mig ekki, prófessor
minn,” mælti greifinn nærri því auðmjúklega. “,Þér
þurfið ekki að efast um, að Hvíta hýbilómareglan og
alt, sem hana snertir, sé mér mjög kært enn þá. Eg
orðinn gamall maður, og starfstími minn er á enda.
En eins verð eg þó að krefjast af reglunni, sem eg
iiaíði þjónað dyggilega um langan tíma og mikið
liðið fyrir. Að sjálfsögðu getið þér gert yður 1
hugarlund við hvað eg á. Viljið þér fá að heyra það
nú, eða á eg að láta bíða að segja frá því þangað
til á fundinum í kveld?” 1
Látið það í öllum bænum biða þangað til í
kveld,“ sagði prófessorinn og bar ótt á. “Hinum
kynni að þykja, ef þér segðuð mér fyrstum frá Iþví.
Eg er viss um að þeir teldu sig meidda með þVí.”
Greifinn beygði höfuðið til samþykkis.
“Látum það svo vera,” sagði hann raunalega.
Svo varð þögn. Prófessorinn stakk þumal-
fingrunum í vestis vasana og starði fast niður eftir
strætinu.
“Eg get ekki séð neina ástæðu til að hlífa hin-
um við að standa af storminn með mér,” sagði hann
við sjálfan sig. “Hann virðist að vísu lítill fyrir sér,
en vel má samt vera, að hann verði erfiður viður-
eignar. Eg vildi feginn að Martelló og hinir væru
hér líka. Martelló er mesta karlmenni.”
Nú var barið að dyrum, og signor Bartlezzi
skygndist út um gluggann.
“Þarna koma þeir,” sagði hann. “Eg ætla að>
fara fram og taka á móti þeim. Það yrði líklega
betra að aðvara þá. Afsakið mig augnablik!”
Gesturinn beygði höfuðið til samþykkis og sat
kyr i sæti sínu.
“Eg bið þess með ánægju að sitja fund með
ykkur.”
II. kapituli.
Vofa úr öörum heimi.
Greifinn var nú einn eftir i óvistleg,a húsgagna-
lausu setustofunni, og varð hann feginn að hvíla sig
eftir samtalið. Það var langt síðan hann hafði
talað svona lengi í einu. Flann þurfti ái öllu sinu
þreki að halda til þess sem fyrir höndum var, og
þreyjuleysið í honum fór vaxandi. Hann stóð upp
af stólnum og fór að ganga um gólf í meiri æsingi
heldur en áður — kvíði hans fór óðum þverrandi —1
hann æsti sig upp til að halda, að n; væri loks
runnin upp sú stund, sem hann hafði lengst þráðj.
“Þeir dirfast aldrei að neita mér!” hrópaði hann
og lyfti höndunum liátt upp yfir höfuð sér, þangað
til þær námu við reyklitað herbergisloftið. “Það
er ekki meira en eg á skilið, það eru réttmæt laun
min.”
Flann var svo ananrs hugar, að hann heyrði
ekki háreystina úti fyrir — fyrst þrammandi fóta-
tak og síðan lágt hvískur. Signor Bartlezzi kom
inn rétt á eftir og hann varð að ávarpa greifann
tvisvar áður en hann tæki eítir þvi.
“Þeir eru i herberginu hérna hinum megin,
herra greifi, og eg hefi sagt þeim frá þvi, að þér
væruð kominn,” mælti hann.
Greifinn rétti úr sér, og hætti alt í einu að ganga
um gólf.
“Það er gott,” hrópaði hann. “Farið þér á
undan, eg skal strax koma á eftir yður.”
Þeir fylgdust að fram í mjóan gang, og pró-
fessorinn opna'ði dyr á öðru herbergi. Greifinn fór
þar inn.
Prófessorinn hafði notað vel tímann til undir-
búnings. Blek og penni hafði verið látið á iborðið,
og stólum hafði verið raðað kringum það. Tóbaks-
krús og pípur voru þar, en þar að auki brúsi nokk-
ur, sem var býsna grunsamlegur. Móleitti pappírs-
spjald hafði verið tekið frá glugganum að ofan, og
þó að hreint loft streymdi þar inn, því að spjaldið
var notað í rúðu stað, þá var síður en svo, að út
gæti rokið fljótlega sú megna öllykt, sem þarna var
inni.
Þeir félagar voru fjórir að eins. Stóllinn við
borðsendann var auður, og beið prófessorsins. Til
hægri handar sat Andrew Martellió, ítali, sem mikið
Englendingssnið var komið á, og var ísrjómasali.
Til vinstri handar sat Pietró Míeratti, eigandi far-
andhljóðfæris nokkurs. Þessir tveir og prlófessor-
inn voru ítalir. Annar hinna var franskur rakari,
en hinn veðlánamangari af Gyðingaættum.
Ljósið, sem þeir sátu við, bar daufa birtu og
greifinn var heldur sjóndapur, og hin langa fanga-
vist hans og æsingurinn mikli, sem í honum var,
hafði raskað dómgreind hans nokkuð. Þarna sá
hann leiðinlegt og óvistlegt herbergi, þar sem að eins
fjórir menn sátu inni; en hann hafði hugsað sér fé-
lagsbræður sína saman safnaða 1 stórum sal og
fjöldamarga; en þó að hann yrði þarna fyrir nokkr-
um vonbrigðum, lét hann samt ekki hugfallast. Ef
jæssir menn væru hugdjarfir og trúir, þ(á efaðist
han nekki um, að hann, sem búinn var að þjást svo
mikið reglu þeirra vegna, mundi fá óskum sínum
íramgengt. IFann tók strax a'ð virða þessa menn
fyrir sér, en birtan var slæm og hann sjóndapur.
Hann varð að biða við. Málrómur þeirra mundi
segja honum meira en svipurinn. En hví skyldi
hann vera með nokkrar efasemdir. Voru nokxrar
líkur til þess, að menn, sem höfðu reynst tryggir
málefni, sem nú var orðið vonlaust um, væru annað
en heiðarlegir menn? Það var eiginlega fullnægj-
andi sönnun,, hvað þeir voru fáir eftir, þvií að ef
þeir.væru ekki trúir málefninu, þá hlytu þeir að
hafa fallið frá eins og hinir. Hann ætlaði að sleppa
öllum efa. Hann ætlaði að taka óhræddur til máls
og ávarpa þá, þegar tími hans væri kominn.
Frófessorinn gerði hann kunnugan með mestu
virktum og alvörusvip, og leit einkennilega til hvers
félaga um leið, eins og hann væri að minna þlá á, a®
taka gestkomunni með hæfilegri alvörugefni.
“Herrar mínir!” mælti hann. “Mér veitist nú
sá heiður, að gera yður kunnuga Leonardó di Marí-
oní greifa, manni, sem orðið hefir sannur pislarvott-
ur fyrir málefni vort. Marioní greifi var fyrir einni
viku að eins látinn laus úr fangelsi, sem hann hefir
setið í um tuttugu og fimm ár.”
Allir mennirnir litu á hann forvitnislega —
hálfmeðaumkunarlega, en enginn þeirra virtist vita
til fulls, hvernig taka ætti gestinum. Gyðingurinn
var sá eini, sem stóð upp og hneigði sig hálf-
álappalega. Hinir þögðu allir nema franski rakar-
inn, sem tautaði eitthvað um ánægjulega viðkynn-
ingu, en hann þagnaði skjótt, af því að prólfessorinn
fór að ygla sig framan í hann. Greifinn hafði stað-
ið kyr, en nú gekk hann upp að' borðsendanum,
lagði skjálfandi hendurnar upp á hann og fór að
tala.
“Herrar minir og bræður í Flvítu hýblóma regl-
unni,” mælti hann alvarlega, “það gleður mið að
hitta yður.”
Frakkinn og ítalinn litu hvor til annars íbyggi-
lega. Isrjómasalinn laut áfram og hvarflaði
augunum græðgislega að tóbakskrúsinni, en Gyð-
ingurinn hrópaði lágt: “Heyr! Heyr!”
“Eg efast ekki um, að ykkur sé kunnugt um
na.fn mitt,’ ’hélt greifinn áfram, og eg er upp með1
mér af því að geta sagt, að æfisaga min er nátengd!
sögu reglu vorrar. En eg verð því miður að játa,
að eg þekki ykkur ekki persónulega. Gömlu félag-
arnir, mennirnir, sem eg hafði vonast til aði hitta,
mennirnir, sem kannast hefðu við mig, þeir eru nú
allir komnir undir græna torfu. Mér finst nærri
þvi eins og eg vera vofa úr öðrum heimi ,og mér
virðist alt vera svo afar undúrlegt. Eg hefi jafn-
vel orðið óvanur við að heyra rödd sjálfs min. Eg
verð og að biðja afsökunar á þvi, ef eg á bágt með
að gera mig skiljanlegan. Hið umliðna virðist vera
svo afar fjarri.”
Þegar hér var komið ræðunni , voru allir búnir
að kveikja í pípum sínum og fylla vínglösin. Reyk-
arinn hékk í stórum flyksum um þenna fámenna
áóp og loftið flór að verða ónotalega þykt. Greif-
inn virtist verða hálf hissa og hikaði sig ofurlítið.
Flan nmintist þess, að nú var hann staddur á Eng-
landi og hættir útlendra þjóða voru einkennilegir,
og erfitt að venja sig við þá. Það var að visu
smáatriði, en þó hefði honum þótt það viðkunnan-
legra, ef tóbaksreykurinn hefði verið ofurlítið
minni.
“Eg verð að biðja ykkur að virða á betra veg,
þó að eg þurfi að: gera fyrir ykkur einskonar játn-
ingu,” mælti hann. “Eg er ekki kominn hingað í
kveld til að spyrjast fyrir um reglu ykkar eða stjórn-
málastefnu. Og er j>ó mikið til þess að hugsa, að
nokkurn tima skyldi sú stund' upprenna, eð eg hætti
að htigsa um framtiðarhorfur mins kæra föður-
lands. En hlýðið nú á, félagar! Nú verð eg að
mælast til mikillar hjálpar af ykkur. Tuttuigu og
fimm ár eru geysilangur timi. Eg hefi mist úr
margt, sem gerst hefir þau árin. Minni mitt er mjög
farið að sljófgast lika. Eg verð að játa það. Eg
efast ekki um að þó að þið séuð orðlnir nokkuð lið-
fáir, þá berið þið fyrir brjósti og berjist fyrir sömu
áhugamálum eins og við gerðum fyrrum. Eg efast
ekki um, að þið berjist enn fyrir hinu göfuga mál-
efni frelsisins. En. nú er eg ekki lengur liðsmaður
í yðar höpi. Eg hefi lokið starfi minu fyrir aðra í
þessari veröld. Eg er ekki hingað kominn til að
hjálpa yður, eða ganga í félag með yður. Mikið er
til þess að hugsa, að önnur eins orð skuli koma
fram af vörum Leonardó di Marioni, mannsins, sem
hér fyrrum var eins innlífaður þvi, er snerti vel-
gengni yðar ,eins og andi mannsins er líkamanum.
En nú er öðru nær. Eg hefi strandað á vogreki
fortíðarinnar, og get að eins kallað til ykkar um
langa leið til að ljá mér liðsinni og bjarga mér.”
Áheyrendunum virtist létta mikið. Isrjómasal-
inn hrækti á gólfið', og flýtti sér að nudda úr hrak-
anum með fætinum, þegar hann sá að prófessorinn
ytgldi sig. Prófessorinn straiuk hölcuna lnigsan'dS.
Nú var komið að aðal atriði málsins.
“Það er okkur hrygðarefni, greifi,” sagði hann
alvarlegur. “Eins og þér vitið hafa umk>ðsmenn
yðar í Lundúnuin afhent okkur árlega ákveðna fjár-
upphæð, til eflingar rruáilefni okkar; það fé hefir
vefið brúkað til allra nauðsynlegra — allra nauð-
synlegra— útgjaldá — og —”
Greifinn bandaði frá sér hendinni.
“Þatj stendur ekki á neinui,’ ’ svaraði hann.
“Verið ekki að minnast á það lítilræði. Það og jafn-
vel meira hefði verið velkomið i þatfir reglu okkar.
Eg efast ekki um, að fénu hefir verið vel varið.”
“Já, því hefir verið vel varið!” kallaði einn úr
hópnum.
“Fáeinar ölflöskur og ofurlítill dreitill af
brennivíni—”
ísrjómasalinn gat aldrei lokið við setninguna.
Prófessorinn rak svo hastarlega í hann fótinn undir
borðinu, að honum skildist fyllilega, að hann var
að hreyfa við hœttulegu málefni, og hann þagnaði
þvi og fór að strjúka á sér sköfnunginn.
Greifinn virtist naumast taka eftir þessari inn-
skotssetningu. Allur Iíkaminn á honum skalf af á-
huiga og geðshræringu. Hann rétti fram mögru
hendurnar móti áheyrendum sinum. I tuttugu og
fimm ár hafði hann þráð þessa stund.
“Eg er ekki hingað kominn til að tala um einslo
isverð fjármál, reglubræður!” hrlcfpaði hann. “Eg
er hingað kominn til að krefjast réttar míns, sem
meðlimur Hvítu hýblóma reglunnar. Eg er hingað
kominn til að minna ykkur á eitt mikilvægt atriði í
stefnuskrá reglu vorrar — hefnd á svikurum! Eg
er hingað kominn til að minna ykkur á órjúfanlega
eiða okkar, og krefjast þess af ykkur að þeim verði
fullnægt, jafnvel eins og Francesco, Dellia krafðist
þess, og ekki árangurslaust af ráðinu xRóm fyrir
VECCJA CIPS.
Vcr letpi jum ^lt kapp á
aö búa til h»ÖirauMa»ta
IingcrÖ«x»ta (j 1 P S.
<< r? •
bmpire
Cements-veggja
Gips.
Viðar Gips.
Fullgerðar Gips o.fl.
Einungis búiO til hjá
Manitoba Gypsum Co.Ltc/.
Wmoipng Uanttoba
SKRIFIÐ EFTIR RÆKLINGI VOKUM YÐ-
— UR mön þykja hann þess verður—
þrjátíu árum. Við erum friðelskandi félag, að því
undanteknu þegar við erum sviknir. Eg ætla að
benda ykkur á svikarann og eg hrópa: Refsib hon-
um!”
Prófessorinn hleypti brúnum og beztu vonir hans
snerust alt í einu i bitran kviða.
“Þarna kernur slátararaeðlið gamla,” hvíslaði
Gyðingurinn að sessunaut sinum og vaggaði til
höfðinu.
Söngfræðingurinn kinkaði kolli.
“Við skulum bíða og hlusta á hann til enda,
hvað sem verður,” sagði isrjómasalinn og strauk
um borðröndina.
Svo varð alt í einu þögn. Allir sneru sér að
greifanum og biðu eftir að heyra hvað hann: segði.
Hann hafði ekki furðað sig á þögn þeirri.
Honum fanst hún augljóst merki urnl hyggilega for-
sjálni ósvikinna samsærismanna. Þá langaði auð-
sjáanlega til að heyra hvernig í málinu lægi, og
hann var ekki kominn nema að byrjuninni. Og
víst skyldu þeir fá að heyra sögu lxans.
“Ykkur er það öllum kunnugt, að eg var hönd-
um tekinn og varpað t fangelsi vegna þess að eg
rauf sætt, svo sem þeir óvinir inínir komust að orði,
vegna þess að eftir að eg hafði verið gerður útlæg-
ur dirfðist eg að koma til föðúrlands míns, og taka
þátt í fundarhöldum reglubræðra minna. En þið
eigið eftir að heyra meira, félagar; þið eigið eftir
að heyra, að eg var svikinn, og að mér va|r þannig
komið í klær lögreglunnar. Skjöl nokkur voru
fengin í hendur signor Villesco, að mér ásjáandi, en
þau voru viðvíkjandi reglu okkar og sakfeldu mig;
og manneskjan, sem þetta gerði, var ein þeirra, er
mestan eið hafði unnið 1 reglu vorri og borið blóm
vor. Nú skora eg á ykkur að' koma fram hefndutn
fyrir mína hönd gegn svikaranum — hefnd gegn
greifafrú, hefnd gegn eiginmanni hennar, fjöl-
greifáfrú, jhefnd gegn eiginmanni hennar,; fjöl-
skyldú hennar og öllum hennar ættmennum. Þetta
er fyrsta skyldustigið í reglu vorri, sem þér hafið
svarið að hlýðnast, og er ekki eftir öðru að ganga,
en, þvi sem mér ber. Svarið mér, bræður Hv'itn
hýblóma reglunnar! Yðar vegna hefi eg þreyð í
tuttugu og fimm ár í fangelsi á ítalíu. Á ykkar
valdi er það að gera daúða minn léttbærari. Eg
særi ykkur og krefst þess sa'mkvæmt eiðnum, semi
þið hafið unnið, að hefna mín.”
Augu hans tindruðu, og nú fóru eins og
krampadrættir um holdlausan líkamann. IFvaðl
táknaði þessi þögn og áhugaleysi?. Hann leit frá
einu þessu þögla og forviða andliti til annars. Hvað
var nú orðið úr eldmóðinum, sem hann hafði vænt
eftir að sjá hjá; reglubræðrum sínum, útréttum
höndum, hátiðlegum heitstrengingum og brennandi
hefndarlönguninni ? ,Þögn þeirra ætlaði að gera
hann ærðan! Loks tók ísrjóma salinn til máls og
mælti:
“Hvern þremilinn eruð þér aði fara?” spurði
hann og tók út úr sér pípuna. “Fari það grenjandi,
ef eg get skilið við hvern skollann þér eigiðl, og
sama munu félagar mínir segja.”
“Vitið þið ekki við hvað eg á?” hrópaði hann
með ákefð. “Eg krefst þess a ðsú, er sveik mig,
verði af dögum ráðin ,eða' komið fram við hana
þesskyns hefn, er verði henni minniss'tæð alla dága,
fyrir það, að hún ofurseldi reglubróður sinn hrylli-
legum fangelsishörmum. 'Það er ekkert vafamál
við hvað eg á. Hvað sýnist ykkur? Sjáið þið eftir
því að gera þetta fyrir mig? Er nokkurt hik á
ykkur ?”
ísrjómasalinn lét sem hann væri málsvari þeirra
félaga. Flann hristi öskuna úr pípu sinni og fylti
hana aftur í hægðum sínum. Grannvaxni gamli
maðurinn, senx stóð við borðsendann, skalf af geðs-
hræringu. Reiðarslagið var að dynja að.
“Eg er hræddúx um, að þér vaðið reyk, herra
minn,” sagði hann rólega. “Við hér erum engir
morðingjar. Það erum við ekki. Við komum hér
saman að eins til að reykja ofurlítið, rabba saman
og fá okkur í staupinu, hjá vini okkar prófessorn-
úm. Félagsskapur okkar er að eins orðinn til i
því skyni. Þér hafið farið í geitarhús að leita yður
ullar!”
rTHOS. H. JOHNSON og
HJÁLMAR A. BERGMAN,
f»Uoikir lf>ffrap8iegar,
SHiMrofi:- Iom lit McArthnr
B«ildi«n. Avmic
Inrrv* P. O. (Ux 108».
Tolcfónar 4J03 og 4504. Winnipeg
............................
I>r. B. J BRA-NDSON
Ofúco: Cor. Sherbrooka 4 WillUm
TaaPBOMB GAKRY
0»Tnc«-TfWA*: a—j og 7—1 e. h.
Humiu: »20 UcDunor /Vvn.
TBLvaami garry 921
Winaipeg, Mmn.
I •• BJtRNMN f
\ ! Ottc*: Ct. Shorbrooke St WiHi*m ►
I i m mutnm garry 32e
Office-tímar: a—3 og j—$
«. h.
w
McDwimoi' Avk.
> CARRY aSi
Winaipmg. Mmn. 1
• i
I
Dr. W. J. MmcTAVISH I
Orvics 7IAJ ttrpii Ave.
TcUphome óherbr. 841.
( 10-1* L m.
Offtcc thaer I 8-1 e. m
( 7-8 e. B;
— Hiimiu 441 Toronto Street —
WINNIPEG
£ TXLBimoni Sberbr. 418
*0*0*0*8HHHHH88H» i
Dr. L M. CLEGHORN. *. D. 1;
k"*r o* jrflreetaaiaHr. ] >
! i Hefir ijáifnr nmijón á öllum | >
meðulum. ]►
! f mLMAmmTm innr, ! |
! * ■AL»Om - - MANITOBA. ] ►
ÍP. S. feUatkarUilkarviB head- 1 !
iaa hveaetr tam þöefgeríet ( ’
* *♦* H88HI88888888 HH» !
*♦•• »•••11111 •»• m »tmig
:: Dr. J, A. Johnson ;
Phytidan and Surgeon ];
: Hensel, - N. D.
J. G. SNŒDAL
TANNLŒKNM.
ENDERTON BUILDNG,
Hrt«g» *»•-, Cer. kergrm. 8t.
Snrit* 313. Tak mm. S3Ö2.
i-----------
| Br, Rayetnd Brown, I
HrfrarOtegvr f engoe-ef ra-n*f- eg t
káJe-eJíkHmem. |r
»26 Soneivt Bklg. m
Teiefai 78U
Cor. Deaald A PortegeAve. p
Hmm kl.
” Hmb« kl. le—i eg j—6. £
J, H. CARSON,
Muifuniw of
ARTIPICIAL LIMBS, ORTHO-
PEDIC A PPLIANCES, Tiuucs.
Phone 843«
84 Riua 8t. WIHNIPEc
A. S. Bardal
121 NtNA 8TREET,
selnr Ifkkietar ag aaneet
jm •t.’arir. Allar ðtbda-
aWor aA berti. Esnfrem-
ur selnr haan allsfaoaar
minniavarBa og legsteiaa
—THB—►-
Evans Gold Cure
Itn Vaughan 8t. Tah. H. 797
VaraaUc laksinc viö drykkjntkmp á aS
dftgani ín nokknrrar tafar frá vinna aftir
fyratu viknna. Aifariaga prívat. 16 ár í
Wianipag b»rc. Upplýsincnr f loknðnm
nmslögnm.
Dr. D. R. Williama,
Kxmmininc PhysicJan
W. L. Williams,
ráBsmaðar
A. L HOUKES & Co.
ealja og bde gl Ugetatea ðr
Granit or marmara
lals. 6268 - 44 Afcert St.
WIN IPlti
W. E. GRA Y & CO,
Gera viO °g fóOra Stóla og Sofa
Sanma og leggja gólfdðka
Shirtwaiat Boxes og legubekkir .
589 Portage Ave., TmU.Sher.2S72