Lögberg - 16.11.1911, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.11.1911, Blaðsíða 1
24. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 16. NÓVEMBER 1911 NÚMER 46 Konungur vor og drotn- ing Á leið til krýningar í Indlandi. Georg konungur og María drotn- ing héldu af stað frá London á laugardaginn meö hinu fríðasta fönineyti, á leiö til Indlands. Þar á konungur vor aö krýnast til keis- ara i Delhiborg þann 12. Desem- ber, og er þaö i fyrsta sinn, að ríkjandi konungur Englands legg- ur upp x «líka ferö. Victoria drotn- ing varö fyrst til aö taka keisara- nafn yfir Indlandi, en kom þar aldrei. Játvarður konungur var og keisari yfir Indlandi, en kom þar ekki eftir að hann tók konung- dóm. Ferö konungs vors er búin meö hinni mestu viðhöfn; Medina heitir skip þaö, er hann ferðast á, og er svo stórt, að 300 manns geta setið þar aö matborði. Marga dýra gripi hafa konungshjónin meö sér. svo sem veizlubúnaö úr skíru gulli, vígsluskrúöa sem krýning- unni tilheyra, kórónu, veldissprota og ríkis epli. Hertoginn af Teck, mágur konungs, stýrir förinni og með honum margir tignir menn og stórir höföingjar, er hver hefir sinn ákveöna starfa i krýningar athöfninni og veizlum þeim, er konungur mun halda höföingjum á Indlandi. Fjórir drekar fylgja skipi kon- ungs alla leiö, en auk þess hittir konungur fyrir sér nokkur herskip sín, lxvar sem hann leggur til hafna og nálega á annari hverri báru. ef svo mætti segja. Hann fær tíðindi á hverri stundu heiman aö meö loítskeytum, og eftir því sem lengra dregur burtu, verða þau send yfir Gibraltar, Malta, Port Said og Bombay. ' Konungur heíir sjálfur sagt fyr- ir um tilhögun allra hluta á ferö- inni og kernur honum nú aö góöu haldi, aö hann er viöiförulli og vanari feröum, en nokkur annar konungur er ráöiö hefir Breta- veldi á undan honum. Heimferð- in er ráðiö að byrja skuli frá Cal- cutta þann 12. Janúar. Carnegie gefur enn. Tibmargra Wuta hefir Carnegie gefið stórfé, svo aö oflangt yröi upp aö telja í fljótu bragöi. Allir kannast viö bókahallimar, sem hann hefir reisa látið víösvegar um Ameríku og Bretaveldi. Hann hefir lagt stórfé 11 eflingar heims- friöi, annaö eins til verðlauna fyr- ir hvatleik og hugprýði í lifsháska, til ýmsra háskóla hefir hatxn gefið og stofnað af nýju tvenna meö 10 miljón dollara tillagi til hvors. Nú síöast 'hefir hann lagt 25 milj. dollara til félags er stofnaö var á þingi Bandamanna í fyrra, í því skyni einu, aö sjá til með hvemig vöxtum þess mikla auðs veröi var- iö. Svo er taliö, aö gjafir Carne- gies nemi alls um 200 miljónum dollara. Union bankinn flytur sig. Union bankinn hefir hingaö til haft aðal beykistöð sina í Quebec- borg, þar sem h^nn var stofnaður og mest fé var lagt til hans í fyrstu. Nú er svo kotnið, aö bank- inn hefir meira fé í veltu vestan stórvatna en austan, og hefir miklu meiri verzlun í Winnipeg heldur en í nokkurri annari borg. Því var þaö aö ráöi gert í vikunni sem leiö, aö gera útibúið i Winni- peg aö höfuöbóli fyrir starfsemi bankans, og bendir þaö sem annaö á vöxt og óðfluga viögang borg- arinnar og sléttufylkjanna. Tveir Winnipegmenn em í stjóirn bank- ans, þeir E. L. Drewry og R. T. Riley. Breytinguna verður aö samþykkja meö lögum, svo aö hún kemst ekki á fyr en meö vorinu. Staðurinn tiltekinn. Sú fregn keinur frá Ottawa í morguni, að þaö sé ráöiö aö reisa hinn nýja skála til heræfinga í Winnipeg á Sargent ave., þar sem skemtigarðanefndin lagöi til aö setja lxann. Jafnframt er sagt, aö þaö sé í undirbúnitigi. aö stofna eina eða tvær hersveitir hér í borg af þeitn mönnum, er fæddir eru ut- an brezka rikisins. Æösti herfor- ingi Vesturlandsins, Col. Steele, er nú í Ottawa, og á þátt i þess- um ráðabrotum. Höfðingja skifti Bonar Law tekur við af Balfour. Það hefir gjörst tá Englandi, sem þykir sæta meiri tíöindum en flest annaö þar i landi um þessar mundir, að J. A. Balfour hefir lagt niður forstööu conservatíva þingflokksinsi Hann bar fyrir heilsuleysi, en kunnugir segja, aö ástæöan sé fremur sú, aö hinum á- kafari af flokksmönnum hans hafi ekki þótt hann nógu öruggur í þeim málum,. Sem flökkurinn sæk- ir fastast, en þaö er hækkun tolla og mótstaöa gegn rýmkun á rétt- indum almennings. í þeim hluta flokksins eru hátollamenn, kendir viö stefnu Chamterlain’s, svo og þeir lávarðar og höfðingjar, sem harðast böröust gegn takmörkun á valdi efri málstofunnar. Allhörö rimma varð um það innan flokks- ins, hver vera skyldi eftirmaöur Balfours; vildu sumir hafa Austen Chamberíain, son gamla Jósephs, aðrir þann. er Walter Long heitir, en sá varö loks hlutskarpastur, er marga furöar á, meö þvi aö hann hefir ekki verið lengi á þingi, hef- ir hvorki auð fjár né metorð til .þessa. Hann heitir Bonar Law, er prestssonur frá New Bruns- wick í Canada, og er hinn fyrsti af sonum Canada til aö liljóta þessa vandasömu vegsemdar stööu. Hann er talinn maöur röskur og fylginn sér, ákafur vinur hátolla og þvkir conservatívum á Englandi hann vænlegur til aö rétta h’ut þeirra, er nú hefir lengi niöri legiö. Blöö liberala hin ensku draga ekki dul á, að hann muni haröari viöfangs en nokkur annan, sem gat komiö til greina í þá stööu. Eftirköst Morokkó- deilunnar. Sú rimma var kölluð til lykta ieidd þann 8. Nóv., er samníngur Frakka og Þjóöverja var undir- skrifaöur 1 Berlín af utanríkis- ráöherra , Kiderlin-Waechter og sendiherra Frakka Cambon. í þeim samningum lofar þýzka stjórnin, að láta aðgerðir Frakka afskiftalausar í Morokkó, gegn því aö Frakkar láti af hendi allmikiö land sunnar í Afríku, fyrir noröan Congófljót. Þaö land er 96 þús- und og 500 fermílur að stærö með rúmlega einni miljón íbúa og verzl- un, sem nemur tveimur og hálfri rniljón dollara á ári. Með þessum samningi, sem er betur þokkaður á Frakklandi en i Þýzkalandi, er svo aö sjá, sem skiftingu alls lands í Afríku sé lokið. Að eins tvö ríki í Afríku standa undir innlendra manna stjórn, Liberia, sem Bandaríkin vernda. og Abyssinia, senx keyröi ítali af höndum sér fyrir fáum árunx, og stendur fast á fótum. Englendingar eiga . mest land 1 Afríku, Frakkar litlu minna; Þjóö^ verjar byrjuðu seinastir allra aö “nema” þar land, en hafa fært sig upp á skaftið á skömmum tíma meö miklum dugnaði eöa frekju. Svo er að sjá, sem mikill meiri hluti Þjóöverja uni illa við mála- lyktir, þyki minna hafa hafst upp úr krafsinu en til stóö, og er sagt meö vissu, að ríkiserfinginn, elzti sonur keisarans, sé í broddi þeirr- ar fylkingar. Þegar kanzlarinn sagöi frá úrslitum málsins á þýzka þinginu, fékk hann margar hnút- ur, en enginn geröi róm aö máli hans, nema þegar hann sagöi, aö keisarinn vildi beita vopnum ef ef sæmd ríkisins lægi viö. Frakkar láta sem ekki sé ólik- legt, aö skærur og viösjár hljótist af samningunum út af landamerkj- um og vænta sér ágengni af Þjóö- verjum franwegis ekki síöur en fyrirfarandi; þykir þó gott, aö ekki skyldi til ófriðar koma. Þjóö- verjar halda áfram vígbúnaöi til sjávar einkanlega, og leggja ekki í lágina, aö þeir vilji vera hverjum jafnsnjallir. Að því veik flota- ráöherra Breta, Winston Church, ill, í ræöu sinni á fimtudaginn, á þá leiö, aö brátt mundi úr skera, hvort Bretar og Þjóöverjar héldu áfram aö keppast um aö auka herbúnað, ellegar tekið yröi til annara ráöa. Það er nú bert fyr- ir almenningi, aö miklu var nær komið vopnaviöskiftum vit af Mor- okkó málum, heldur en nokkurn grunaöi út i frá. Stríðið í Tripolis. Hverir um sig, Tyrkir og ítalir, ibera öðrurn illa söguna. Segja sumar fréttir, að Italir sýni Aröb- um mikla grimd, en aörir bera í bætifláka fyrir þá og telja aftökur og mannvíg utan bardaga svo til komin, að Arabar, karlar og konur, sýni þeim svikræöi, eitri brunna, skeri særöa menn á háls1, skjóti á þá sem 'hjúkra sárum nxönnum, og hverjum ítölskum hermanni sé bani vís, sem nokkuð hvarflar frá liðinu, hnífstunga, limlesting eöa meiöing einhvers konar. Annars eru fréttir strjál- ar af viðureign þeirra og mjög ó- glöggar, því aö Italir hafa vakandi auga á símafregnum, cg láta ekki aðrar fréttir berast en þeim líkar. Þeir eru að gera út flota sinn 1 leiðangur til Grikklands hafs, en Tyrkir flýja af eyjunum og helzt fyrir þá sök, að þeir óttast hina grísku nágranna sína, að þeir leiti hefndar við þá, þegar þeir hafa flotann að baklxjarli. Af Tyrkj- unx er það sagt, að þeir hafa mik- inn viö'búnað heima fyrir, búa her sinn og auka; snúa þeir sumu liö- inu norður á bóg’nn til þess aö vera viö Búlgaríu búnir, ef til þarf aö taka, en sutnu ætla þeir að beita viö ítali, ef þeir geta kornið því við. Þaö er ekki trútt um, aö illa mælist fyrir þær aöfarir ítala, aö vekja styrjöld af engu tilefni,, r.tma ágirnd til landa og leiða þár með dauða, drepsótt og hallæri yfir fjölda manns. Síðustu fréttir segja, aö Arabar hafi, fyrir eggjan tyrkneskra sendimanna, kvatt alla góða Mú- hamedstrúarmenn til aö lcggja líf og krafta í sölurnar til aö reka af höndum sér hina kristnu, og aö væntanlegur sé mikill her Araba ofan úr fjöllum og innan af eiyöi- mörkum, til aö berjast til þrautar viö hinn italska her. Það fólk kvaö vera hart og óþýtt, hiröi ekki um dauða sinn, sé fult trúarofsa og vel búiö aö vopnum. Tundur- skipafloti Itala og margar víg- snekkjur hafa sézt í Grikklands- hafi fyrir noröan Krítarey. Stjóm Tyrklands hefir tjáö sendiherrum stórveldanna, að ef flotinn sæki norður eftir hafinu, sjái hiin sig neydda til að reka alla ítali burt úr Tyrklandi. C. N. R. teygir tána. I Septemberlok haföi C. N. R. félagiö látiö leggja 985 mílur af járnbrautarteinum í Sásk. og Al- berta, og tjáist muni ljúka viö eitt hrndrað til, áöur en hörkur byrja. Milli Calgary og Edmonton er hryggurinn albúinn undir teina, 258 mílna langur, og stöövarstæö- iö í Calgary undirbúiö svo að þar rná taka til óspiltra málanna með vorinu. 68 milna brautargaröur hefir lagöur verið vestur frá Ed- monton, og er ætlast til að tein- arnir veröi settir þar á fyrir nýár. —Mest hefir félagið lxaft aö vinna í British Columbia. Þar eru á ein- um stað þrenn járnbrautargöng á þrem mílum. Eitt þúsund manna eru þar aö verki og halda áfram aö bora í allan vetur, því að þeir hafa gott skjól þó að snjói. I Ontario vinna 3.500 marma fyrir félagiö á svæöinu frá Port Arthur til Sellwood, 3 000 í Britisíh Col- umbia, en alls og alls vinan 16,000 rnanns að því aö byggja brautir félagsins. Bæjarkosningarnar. Um bæjarkosningar hefir litið heyrst talað fyr en núna eftir siö- ustu helgi. Þrir ráðsmannanna hafa látiö það uppi, að1 þeir muni sækja um endurkosningu. Þaö eru þeir Cockburn, Harvey og McArthur. Um borgarstjóra em- bættiö sækja R. D. Waugh, sem nú er bæjarráðsmaöur, og Frank W. Adams, einn í bæjarstjórninni. I þriöju kjördeild sækja J. J. Wal- lace sem verið hefir fulltrúi þar, °S W. J. Morley. I 4. kjördeild hafa veriö tilnefndir, sem full- trúaefni, Don Forester, J. A. Mc- Kerchar og W. H. Hoop. Til- nefningardagur verður eftir þrjár vikur hér frá, og kosningar fara fram aö mánuði liönum. Styrjöldin í Kína. Uppreisnármenn í Kínaveldi gerast öflugri meö hverjum degi. Hver stórborgin af annari gefst á vald þeirra, liðsveitir keisara ganga í lið meö þeim og þing í 14 fylkjum hafa lýst þvi, að þau séu þeim samhuga. Uppreisnarmenn viröast 'ara með ráöum og góöri stjórn, fara spaklega, þar sem þeir fá enga mótstööu, og hermannlega þar sem þeim er viönám veitt. Þrettán herskip keisarans gengu í lið meö þeim á sunnudaginn. Þeir hafa kvatt memx til þings í Shang- hai. úr þeim héröðum, sem þeir hafa á valdi sínu, til þess að sam- þykkja stjórnarskrá og leggja á skatta. Þaö þing ætlast þeir til að korni í þess stað, sem nú situr á rökstólum í Pekin, og keisara- stjórnin kvaddi til. Þó er enn langt frá því, aö þeir hafi náö full- koitinum yfirtökum. Vetur fer i hönd, og verður þá ó'hægt aö koma við svo stórurn hersveitum sem við þarf um langa leið og torsótta. Á hallæri bólar allvíða, þar sem liös- afli uppreisnarmanna hefir farið urn eða haft dvöl og landstjórn er óhönduleg í uppre snarfy’.kjunum. senx viö er aö búast. Menn óttast hungursneyð, þegar fram í sækir, og drepsótt í fari hennar og upp- hlaup og óviöráðanlegan ofsa al- nxennings þegar svo er komið. Því vilja hinir spakari koma sættum á, þykjast vita, að áður en foringjar uppreisnarmanna hafi bolmagn til aö vinna bug á stjórn keisarans, muni lýðurinn taka af þeim ráðin og alt ríkið verða 1 hershöndum. Hins vegar heldur svo mikill hluti landsins trúnaði við keisarann, aö þar er vis mótsaða, ef einhver gefst foringinn. Af þessum hlut- um spáir margur illa fyrir Kína- veldi, ef ekki verður miölaö mál- um mjög bráðlega. Stjórn keisarans hefir helzt aö- hafst það, aö gefa út yfirlýsingar til almennings og lofa umbótum. Keisarinn er barn aö aldri og til einskis fær, en þeir, sem stjórna landinu fyrir hann, virðast ekkert aö'hafast; þeir eiga og öröugt aö- stööu, því aö skattar gjaldast nær engir, en lán torfengin í útlöndum. meðan ekki sker úr. Þó er svo sagt, að stjórnin safni liði sem á- kafast norður og vestur í landi, og má vel vera, aö hún sé athafna- meiri en flestar fréttir herma. Sá heitir Yuan Shi Kai, sem nú er kallaður mestur maöur 1 Kína- veldi. Hann hafði hæstu völd um stund fyrir þrem árum, en var þá hrundið og gerður aö fylkisstjóra i útjaöri ríkisins, en sá heitir Chun prinz, sem kom i stað hans og nú er viö völd, maður brögöóttur, stórauðugur og miöur vel þokkað- ur. Nú þegar i nauöirnar rak, sneri stjórnin sér til Ýuans og baö hann fyrir hvem mun að taka við æðstu völdum á ný og duga sér. Han ntók því seinlega, en lét þó tilleiðast að lokum og kom til Pekin á sunnudaginn með 2.000 rnanns; var þegar öllum ráðum skotið til hans. Sumir álíta, að skjótt muni að þvi reka„ aö Kínaveldi liöist í sundur. Sagt er aö Rússar hafi sent 1,500 Kósakka til Pekin-borg- ar, sem undanfara meira liös, er þeir ætli sér að hafa til taks, ef að því skyldi koma, aö skifta upp hinu forna ríki Kínverja. Vetnrinn gekk i garö í vikunni snögglega og heldur harkalega. Bylur gekk yf- ir öll sléttufylkin meö talsveröri snjókomu, frosti og sterktun stormi. Þá kólnaöi í veöri frá 10 til 30 stig á einu dægri. I Calgary féll 8 þuml. snjór meö mikilli frosthörku, 22 stig fyrir neöan núll og álíka er sagt frá Alberta fylki frá Calgary til Edmonton. *í Regina var 20 stiga frost, 18 í Saskatoon, 17 í Moose Jaw. I Manitoba var frostiö minna. — I Alberta er þreskingu hvergi nærri lokið, og veröur víöa að fresta henni til vors; þó er sagt að sumir hafi haldið áfram aö þreskja þó kalt væri, þar sem minst var snjókoman, en haust- plæging tók alstaöar fyrir. Suöur í Bandarikjum urðu skaö- ar og manntjón af völdum of- viðris og hríðar; skipskaðar á Kyrarhafsströnd með mannbjörg þó og margvíslegur hrakningur. Ur bœnum Herra M. Markússon fór á Sigurður E. Johnson og Sigur- þriöjudaginn var vestur á Kyrra- rós E. Markússon voru gefin sam- hafsströnd, til Vancouver og Se- attle. /Etlar aö verða 1 feröinni Stefán Jónsson frá Brú í Ar- gylebygð var hér staddúr í bænurn rúma viku. um söastliðna helgi. j ____________ ,r • , . . , Herra Halldór Eggertsson kaup- Iveir menn kalmr a hondum og ■ x, ,, , . A ,, . r,. x, & maöur a Baldur, er her staddur fótum voru fluttir á St. Boniface hospitalið á laugardaginn var. i um þessar mundir. Hann hefir nú _______ ! selt verzlun sína í Baldur og hefir Eimlestir xit úm alt þetta fylki * flytja hingaö til bœjarins hafa tafist af þessum fyrsta snjó, °£ setjast hér aö. sem falliö hefir í haust. j ----------- j Herra Hjörtur Sigurðsson og Á þriðjudaginn var kviknaöi í Sigurður sonur hans frá Baldur, vagnstöð George Snow á Main str. enx nú staddir hér x bænum. Mr. og uröu skemdir af þeim bruna Sigurösson hefir lengi búiö í Ar- um $11,000. ‘gy’e-bygð, en er nú aö flytja meö j fjölskyldu sína vestur aö Kyrra- an 1 hjónaband aö Flugustööum í Breiöuvík í Nýja íslandi þ. 18. Okt. síðastl. Séra Jóhann Bjama- son gaf þau saman. Brúöguminn er sonur Einars bónda Johnsons á Flugustöðum, en brúðurin dóttir Einafs sál. Markússonar sem bjó á Víðirhóli í Breiöuvik. Tekjur strætisvagnafél. hér níu Ha-fi- fyrstu mánuöi þessa árs eru tald- -----------— ar $1,433,540 eöa rúrnum 24 prct. Jaröskjálítamælirinn í St. Boni- hærri en á sama tímabili i fyrra. j face sagöi jarðskjálfta öðru hvoru ------------! allan mánudaginn. Jaröskjálfta- Enn eru dagblööin aö f jölyröa; svæöið um 3,600 milur burtu. Ekki um sölu strætisvagnafélagsins hér hefir enn frézt hvar sá jaröskjálfti í bænurn. Alt samt á huldu, eins hefir veriö mestur eöa hvort tjón og áður, um þaö mál. i hefir hlotizt af honum. Rúm 40,000 manns eru á kjör-j Hon. Frank OHver var staddur sk,á til bæjarstjómatkosninga hér i bænum eftir helgina. Haim hér í ^ Winnipeg þetta ár. Um var a kie austur til Qttawa. Eng- brezkir an fHigufót kvaö hann fyrir þvi, hyggju aö hætta 3 000 þeirra þegnar. eru ekki aö hann hefði 1 1 að gefa sig viö stjórnarstörfum. Carson Creaxuéry félagiö hér i B]öe conservatíva höföu verið aö bæ ætlar aö láta reisa stórihýsi breiöa þaö út mikið andspænis Happyland. Ái sú bygging aö kosta um fjóröung miljónar dollara. Þaö hefir komið’ til mála aö bærinn og strætisvagnafélagið hér komi á •satnbandi milli aflstöðva Rotturnar erti aö gerast mjog ^ þannj ag ef önnur hvor aleitnar her . Wmmpegbæ og biIa8i ^ ti hin veitt þeim raf. hlaupa um goturnar um habjartan, afþ sem meS þ ftu dag. Hvorki bæjar eða fylkis- stjórn gera enn neitt til að hefta þann ófögnuö. óráðið hvort nokkuð þessu eöa ekki. Enn er þó veröur af Herra Árni Eggertsson fatet- eignasali hér í bænum. auglýsir á firatu síðu þessa blaðsins mikil kjörkaup á lóöum undir íbúðarhús á svæöi sunnan viö Assiniboine-á i grend viö Crescent Wood innan bæjartakmarkanna. Landar vorir, sem hafa hug á aö eignast lóöir á þessu svæöi, ættu aö finna herra Eggertsson aö máli; hann hefir þar lóðir á ýmsu veröi, og er hinn liprasti og þægilegasti maður í öll- um viðskiftum. Insurance blaöið “Office and Field” getur þess aö New York Life félagið hafi náö því hámarki sem núverandi lög leyfa viövtkj- andi nýju starfi á þessu ári, nfl. $177,000,000. — Samkvæmt því yrði þetta afarmikla félag annaöt- hvort aö selja engum ábyrgö til næsta nýárs eöa láta þaö, sem gert verður teljast meö næsta árs starfi og verður þaö sjálfsagt úr, því aö óhæfa væri að neita heilbrigöu fólki um tryggingu. Þetta sýnir hversu óhafandi þessi lagagreín er, enda er búist viö aö hún veröi úr gildi numin. ,.v. , , v Laugardagsskólinn var allvel Siðastliöinn sunnudagur var þaö sóktur siðast annað sJnni> sem a herlendu rnali er nefndur^ hann hefir yerið haldinn „Temperance Sunday”, og þá er í kristnum kirkjum alment bent á ókosti ofdrykkjunnar og nytsemi bindindissemi. ur Herra Pétur Thorsteinsson, son- merkisbóndans Steingríms sem á þessu hausti. Þar mættu rúmlega sextíu nemendur. Þar er enn rútn fyrir fleiri. Sendiö bömin yðar á laugardagsskólann, íslendingar Winnipeg. , , Hr. H. S. Bardal, bóksali aug- Ihorsteuissonar , Wynyard, kom lýsir fjöldann a],an a{ islenzlcl]^ hingaö til bæjanns nyskeö. Pet- ^ á síðu þessa blaSs Sum. ur gengur a bunaðarskola Mamto- ar eru nýkomnar af íslandi 5 boka_ bafylkis. Þetta er þrtðja anö hm hans Þar en] hans þar. Aö kveldi 10. þ. m. voru þau s B George Randver Henry og Jó-| hanna Vilborg Björnsson gefin saman í hjónaband að 676 Sar- gent ave. hér í bæ. Veizla var hentugar bækur til jólagjafa. Les- iö 'bókaskárna og finnið herra H. Þeir Magnús Jónsson guöfræö- ingur og Baldur Sveinsson lögöu af staö heim til íslands á Iaugar- daginn var. Þeir ætluðu aö leggja leið sína suöur um Bandariki og stiga á skip í New York. Þaðan til Liverpool, London, Þýikalands og Kaupmannahafnar; og þaðan lieim til Islands. — Tjaldbúðar- söfnuöur hélt Magnúsd samsæti áöur en hann fór og Baldri Sveins- syni buöu margir kunningjar í bæn 1 ttm heirn til aö kveðja hann. Næst siðasta kveldi var hann i heimboöi hjá Dr. O. Stephensen. en síöasta kveldiö hjá herra H. S. Bardal. Herra Ámi Eggertsson bauö þeim Baldri og Magnúsi i miödegis- veizlu daginn sem þeir lögðu af staö. Þeir bjuggust viö aö’ veröa komnir til íslands um 15. n. m. Sökum þess hve snemrna tók að snugga aö 1 haust varö aö hætta . ... _ . , . . , ., , . . i steinsteyping við Midland járn- haldin að loktnnt hjonavigslunnt. brautina hér j tenum. Félagiö Dr. Jon Bjarnason gaf þau saman. ;hefir þy] eigJ ség séf fært að ljúka Meðritstjóri Lögbergs i staö Baldurs Sveinssonar er ráöinn því verki liér sem það haföi sam- iö um viö bæinn, og hefir farið þess á leit að fá frest á verkinu, kand. Kristján Sigurösson.^ Hann Qg beieist undan sektum þó aö það hefir dvaliö hér vestra um átta ára tíma, er ritfær vel og lesendum geti ekki fullnægt samningunum. Lögbergs kunnur fjær og nær, því að hann hefir ýmislegt í þaö bTaö skrifaö bæöi fyr og siðar. Vér tnu Margir íslenzkir drengir hafa gengiö í “Boys Club” deiid þá, . x , 1 sem hefir húsnæöi í gömlu ísl. .1 \ ktrkjunm a hornt Sherbrooke og Pacific. Þeir temja sér þar ýms- ar leikfimnisæfingar o. fl. nyt- samlegt. — Inngangseyrir er einn dollar um áriö. Ungir drengir og ærslamiklir eru miklu betur komn ir þar, á kveldin en í erlinum i strætum bæjarins. Þess láðist aö getai, er talin voru upp nýskeö hér í blaðinu gullbrúðhjón hér vestan hafs, aö Jósef B’jörnsson og Málmifríöur Hallgrímsdóttir jfrá Vestaralandi í Axarfiröi í Þingeyjarsýslu héldu ___________ gullbrúökaup sitt vestur í Argyle ., . nokkru eftir síöastliöin aldamót.; FyHosstjoruin er aö gera raö- Jósef Björnsson var móöurbróöir; stafanir l’í Þess aS fa uPPdratti og fóstri Björns Waltersonar. Björn Walterson er vestan frá Argyle og var þresk- ingu þar lokiö’ er hami fór þaöan. Uppskera góö og varö svo sem hann gat til viö Lögberg seint í sumar frá 18 til 30 bushel af ekru. Þeir Waltersons bræöur fengu um 30 bushel hveitis af ekru. 60—70 af höfrum og 47 af byggi. Björn skrapp vestur aftur í gær og kem- ur aftur eftir nokkra daga. geröa aö hinum væntanlegu stjórn- arbyggingum hér í bœnum. Kostn- nýkominn! a®ur Þeirra er ^laöur um 2,000.-1 norSur'tif Lundar Aðfaranótt síðastliðins mánu- dags andaöist aö heimili sínu/ 710 Ross ave., húsfrú Guörún Jóhann- esson, kona Sigurðar J. Jólliannes- sonar skálds. Hún lá stutt, rétta sjö daga. Banamein hennar var lungnabólga. Guörún sál. var 72 ára gömul, fædd 1 Aíánaskál i Laxárdal í Húnavatnssýslu. Hún var ein meö tnerkustu konttm ís- lenzkum vestan 'hafs, frábæríega vel gefin, trygglynd og vinsæl. Hjónaband þeirra Siguröar var hið ástúölegasta. Gullbrúðkaup sitt héldu þau réttum hálfum mán- uði- áður en hún lézt. Dætur þeirra þrjár eru á lífi, tvær giftar hér t Winnipeg, en ein ógift, og bjó hún hjá foreldrum sínttm. — Guðrúnar sál. verður aö líkindum minst riákvæmar hér í blaðinu siöar. Jaröarför hennar fór fram á miövikudaginn. Dr. Jón Bjarnason hélt húskveöju og lík- ræðu í kirkjunni. Séra Carl J. Olson kom aö vest- an 1 vikunni. Hann haföi hér stutta viödvöl í bænum, en fór í Álftavatns- ................. , bygö og þjónar söfnuðinum þar etgt mjog t.l byggmga þessara stvo um hris _ Allir prestlausir sofn. 000 dollara. Mælt er aö vanda að þær verði einhverjar fegurstu byggingar þeirrar tegundar. sem til eru í Canada. Nýju stjórnar- byggingarnar eiga aö standa á svæðinu, sem Broadway, Kennedy stræti, Assiniboine áin og Osborne stræti afmarka. Baldvin G. Stefánsson, 29 ára gamall, til heitnilis hjá foreUrum sínum Guöna Stefánssyni og Guö- nýju Högnadóttur. í Árdalsbygö í Nýja ísiandi, andaöist snögglega af heilblóðfalli þ. 2. þ.m. Var á feröalagi meö fólk og flutning frá haft ómetanlegan hag af því aö Árborg austur til Geysisbygöar og eiga fasteignakaup viö herra Odd- andaðist á leiöinni heim þaöanJsoní, og nú gefst þeim nýtt færi á Herra Th. Oddson, hinn góö- kunni fasteignasali hér 1 bæ, ætl- ar aö bjóða lesendum Lögbergs fáheyrö fasteigna kjörkaup á í- búöarlóöum, íögrum og skógi vöxnum, vestur með Assiniboine- á. Fjöldamargir tslendingar hafa uðir í kirkjufélaginu vilja fá séra Carí Olson. Ivögberg hefir verið beöiö aö geta þess. aö félagið “Ingólfur” í Vancouver, B. C., hafi fastráöiö aö veita bömum og unglingum til- sögn t íslenzkri tungu á sunnudög- um eftir hádegi. ÞaÖ er æriast til aö þeiri, sem vilja sinna þessu þar vestra, gefi sig fram viö J. P. ís- dal eöa Helga Johnson eöa Miss Emily Anderson, er öll eiga heima í Vancouver. Mælt er aö seldur sé nýskeö einn fjóröungur hins svonefnda Baldvin var röskleika maður og því. Lesið vandlega auglýsing! Tttxedo Parks, hér viö bæinn og ellistoð foreldra sinna. Þau hjón frá honum í næsta blaði Lögbergs,! ttm 1,100 ekrur sem aö honum bjuggu áöttr á Árbakka í Borgar-!og finnið' hann aö máli. Þaö liggja. Söluverðið var um eina firöi í N.-Múlasýslu. í borgar sig. miljón dollara.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.