Lögberg - 21.03.1912, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.03.1912, Blaðsíða 1
Grain Commission Merchants -- 201 GRAIN EXCHANGE BUILDING - Members Winnipeg Grain Exchange, Winnipeg ISLENZKIR KORNYRKJUMENN Sendið hveiti yðar til Fort William eða Port Arthur, og tilkynnið Alex Johnson & Co. 20I GKAIN EXCHANGE, WINNIPEG, Fyrsta og eina íslenzka kornfélag f Canada. 25. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 21. MARZ 1912 j NÚMER 12 Ítalíu konungi sýnt banatilræfti. Skotið á hann af stjórnleysingja. Á fimtudaginn var sýnt bana- tilræði Victor Emanúel konungi á ítalíu, er hann ók um götu í Róma- borg til kirkju, þar sem minnast átti með mikilli viöhöfn fööuri hans, Húmbjarts konungs, er skot inn var til bana áriö 1900. Þetta var um morgun, fyrir dagmál. Elín drotning sat í vagninum mei5 konungi, þeim megin, sem mortS- inginn var, og tók utan um mann sinn, þegar hún heyrði skotin, svo sem til aö hlífa honum- Konung- ur brá sér hvergi og mælti til hennar: “Vertu róleg! Þetta er ekkert.” Hermenn riðandi fylgdu vagni konungs, og kom byssukúl- an ein í stálplötu á hjálmi foringj- ans, féll hann af hestinum og var fluttur til spitala, en lýðurinn greip morðingjann og lék hann svo hart, að hann var nær dauða en lífi, er lögreglumenn tóku hann og fluttu til fangelsis. Konungur fór til kirkju, sem hann hafði ætl- að, og sá enginn á honum, að nokkuð hefði í skorizt. Dalba heitir sá, sem rnorðiS vildi drýgja, og er múrari; hann kom á hjóli til þess staðar er hann valdi til glæpsins og dró upp skamm- byssu, er konungsvagninn kom að honum. Hann var ekki kjarkmeiri en svo, að hann skalf á beinunum er hann lét skotin ríða, og varð það konungshjónunum til lífs, því að hann stóð nærri þeim og hafði hið bezta færi. Hann sagði alt af létta, er hann var yfirheyrður þessi mannskepna, að hann vildi konung feigan vegna þess, að sér væri öll stjórn leið, heldur vildi hann að hver og einn fengi aö ráða sér sjálfur og lifa og láta eins og hann vildi. Konungi ætti hann ekkert ilt upp að unna sjálfur, hellur vildi kon- ung feigan sem aðra, er við stjórn væru riðnir. Almenningur á ítalíu tekur illa á þessu tilræði og vottaði konungi þegar hollustu sína með miklum fögnuði. Páfinn lét og illa yfir því og varð þetta að oröi, er hann frétti tilræðið: “Þarna kemur fram trúleysi aldarinnar!” Mikið þykir og til þess koma, hve sköru- lega drotningu fór, er hún skaut sér milli manns síns og morðingj- ans og sýndi, að hún vildi leggja líf sitt í sölurnar fyrir konunginn. Kvenfólk í klípu. Fyrir lögreglurétti í Lundúnum er nú sótt sakamál á hendur þrem- ur kvenmönnum og einum karl- manni fyrir samtök og samsæri til að æsa fólk til upphlaups og skemda 4 eignum saklausra, frið- samra borgara. Sakborningar eru forsprakkar uppþota þeirra er nýlega voru framin af kvenfólki í London, því er heimtar kosningar- rétt í öllum málum til jafns við karlmenn. Stjórnin hefir lengi eirt undan áleitni þess kvenfólks og margvíslegum óskunda, en þeg- ar þær gerðust svo frekar, að spilla eignums og valda skemd- um með því að brjóta og bramla hvað sem þær gátu á almannafæri, þá þóttist, stjórnin vita, að Eng- lendingum sumum væri nóg boðið, því að tvent er þeim sárt um, sem kunnugt er: inálfrelsi og eign- arhelgi. Það reyndist og svo* Þetta kvenfólk hefir til þessa átt ærið marga fylgismenn, en nú þora fáir að mæla þeim bót. Eink- um eru kaupmenn þeim reiðir, sem biðu hnekki við aðfarir þeirra og er haft við orð, að leggja lög- hald á sjóð þann, sem félagsskap- ur þeirra hefir undir höndum, og brúka hann til að bæta kaupmönn- um skaða þeirra. Sjóöurinn er meir en hálf miljón dollara, svo nóg er af að taka. —Á Eyjafirði ætta Norðmenn að stofna verksmiðju til að búa til áburð og olíu úr síld. Hlutafélag er myndað til þessa i Noregi, fneð 200 þús. króna höfuðstól. —Meir en tíu þúsund innflytj- endur lentu í Halifax vikuna sem leið, allir frá Bretlandi og flestir á leið til Vestur-Canada. Siys í Wmnipeg. Fyrir utan stóra slysið, sem sagt var frá í síðasta blaði, hafa ýms slys orðið undanfarna daga í bænum. Maður var að vinna við raf- magnsvíra nærri rafstöð bæjarins á homi Rover og McFarlane stræta- Sá hét Archibald Boyd', ungur maður og átti kjonu austur í Canada. Hann tók á vírunum með hendinni en hafði ullarvetling en ekki úr “rubber”, eins og þeir gera, sem við þá vinnu fást. Þeir sem með honum voru vissu ekki fyrri til en þeir heyrðu stunu til hans og sáu hann detta á grúfu. Hann var örendur þegar þeir tóku hann upp. Rannsókn var þegar hafin og var það dæmt að engum væri um slysið að kenna, en brýnt var það jafnframt fyrir þeim er slíkri vinnu stjóma, að gæta var- úðar. i Annað slys varð um sömu mundir með því móti, að maður fór að hreinsa glugga i Somerset blokkinni á Portage ave. Hann gekk eftir steinsyllu framan á Ihús- inu með áhöldin í höndunum, variS fótaskortur og féll niður margar mannhæðir á götustéttina. Kven- maður gekk inn um leið og hann féH og straukst hann fram hjá henni. Hann kom niður á höfuð- ið og brotnuðu höfuðbeinin, en þó var hann með lífi, þegar lögreglu- menn komu á bifreið og tóku hann upp, en skildi við í höndum þeirra. Maðurinn var múrari en var at- vinnulaus í vetur og vann kona hans fyrir þeim. Þau voru bam- laus. Þriðja slysið varð með þvi móti að maður vann við vél í Manitoba Iron Works og festust föt hans í hjóli og kastaðist hann á logheitan ketil. Eélagar hans hlupu til þeg- ar og vildu duga honum, en hann hafði þá fengið stór brunasár á baki og útlimum og dó hann af þeim áverkum á spítalanum ? gær. Hann var Galicíumaður, rúmlega hálfþrítugur að aldri og nýlega kvæntur- Fónar og flokkadráttur. Liberalar á þingi Manitoba reyna hvað þeir geta að rannsaka meðferð stjómarinnar á fylkisfé, einsog þeir hafa réttindi og skyldu til. Sumar af þeim skýrslum, sem þeir hafa beðið um, hafa þeir fengið en sumar ekki. Ein skýrsl- an, sem þeir hafa komist yfir, er um borgun fyrir vagna og bifreið- ar í Portage la Prairie, sem fóna- starfsmenn eru sagðir að hafa brúkað. Tveir dyggtistu smalar stjórnarinnar þar hafa fengið 1423 dali í vagnleigu, en ýmsir aðrir af hennar vinum þar hafa fengið 100 dali, en þeir vagna- eigendur, sem liberölum fylgja, hefir verið borgað, segi og skrifa 23 dalir fyrir vagnleigu. Þessu hefði ekki verið haldið á loft, ef Hon. Ilugh Armstrong hefði ekki staðið upp á þingi og lýst því yfir. að öllum hefði verið gert jafnt undir höfði i þessu tilliti í sinu kjördæmi. Nú sýnir það sig, að stjórnin beitir þessari þjóðeign í flokksþarfir, og mun það sýna sig enn betur, áður en lýkur, hversu freklega fónarnir hafa notaðir verið af stjóminni til þess að efla flokk sinn . M arnlfíi á jjó. Skip mikið fórst um helgina í Ermarsundi, ekki mjög langt und- an landi, með því móti aö bark- skip rendi á það miðskipa og braut á það gat svo stórt, að engin von var um að halda því á floti. Skip- i® ^ar á ferð frá London til Bombay á Indlandi og hafði margt farþega innanborðs og flutning mikinn, þar á meðal 5 miljónir dala í gulli, er átti að fara til stjórnarinnar í Kina; það gull náðist, en nokkrir farþegar fórust þar, með því að fyrsti báturinn, sem á flot var sesttur, datt í sjó- inn er honum var hleypt niður, og var í honum margt kvenfólk. Hásetum er um kent, að þeir hafi vakið óróa og viljað sjá sér borgið á undan farþegum. Stjórnin tekur til sinna ráða. Samningar milli verkamanna og námueigehda á Bretlandi, er Asq- with forsætisráðherra kvaddi á sinn fund, féllu niður og urðu að engu. Því er kent um, að náma- eigendur á Skotlandi og í Wales hafi staðið í móti kauphækkun svo fast, að sátta tilraunir urðu á- rangurslausar. Þótti þá málum komið í svo óvænt efni, að stjórn- in sá ekki annað ráð en skerast í leikinn með löggjöf og þvinga þann veg báða málsparta til sátta. Það lagafrumvarp var borið upp á þingi á þriðjudaginn og mælir svo fyrir, að nefndir skuli tiltaka minsta kaup þeirra verkamanna ér vina neðanjarðar, og er landinu skift í 21 umdæmi, er hvert hefir' sina verkakaupsnefnd er kaupi skal ráða. Lagafrumvarpi þessu verður flýtt sem mest má verða, því að öllum er hið mesta áhuga- mál að verkfallið hætti, er verzlun og viðskifti innanlands hefir sett ? voða. Kolanemum sjálfum er uni það hugað, ekki siður en öðr- um, að vinnan takist upp sem fyrst, með því að allir sem það geta, beita til þess ölliun ráðum, að taka upp steinolíu til brenslu t stað kola, og jafnvel jámbrautir láta smíða sem mest af togreiðum með þeirri tilhögun, að olíu verði kynt í þeim en ekki kolum. Þykir verkamönnum, sem atvinnu þeirra Sé hætta búin, ef olíubrensla verði aimenn ,og vilja fyrir hvem mun taka upp verk sem fyrst. Aðgerð- um stjómarinnar er tekið með fögnuði og feginleik af almenn- ingi og'þykir, sem er, að hún sýni skörungskap og vit í forsjá lands- mála- Á Þýzkalandi fjölgar þeim, sem hætta verkum, á hverjum degi. Meir en 300 þúsund kolanemar þar hafa lagt niður vinnu. Stjórn- in hefir ekki skorizt í leikinn enn- þá, nema að því leyti til, að herlið liefir verið sent á stöðvar verk- fallsins til þess að halda óróa verkamanna i skefjum. Á Frakklandi og í Belgiu er verkföllum lokið. En i Bandaríkj- um horfir enn til deilu með verka- mönnum og námaeigendum. {Jtgjöld til hernaðar fordæmd á Canada-þingi. Hermála ráðgjafi Bordens, Col. Sam. Hughes, lagði fyrir þingið þessa dagana áætlun um útgjöld til hermála. Þar á meðal voru ætlaðar 130 þús. dalir til að venja unglinga við hemað. Margir þing- ,menn tóku illa þeirri fyrirætlan ráðgjafans, sögðu að stjórninni væri nær að hugsa meir um at- vinnuvegi landsins, einkum sveita- búskapinn, heldur en að ausa stórfé úr ríkissjóði til að kenna unglingum að drepa menn. Land- ið hefði enga þörf á slíkri kenslu, heldur væri þetta hneykslanleg eyðsla á landsfé. Þingmenn lib- erala urðu fyrstir til að hafa orð á þessu, en áður þingfundi lauk stóðu conservatív þingmenn á fæt- ur og andmæltu þessum ráðstöf- unum ráðgjafans með hörðum orðum og tjáðu honum óþökk kjós enda á því, hversu ólmur hann væri á að sóa fé í hermálabrask. Col. Sam. Hughes er orðhákur og mikill frekjumaður og lét ekki á sig fá þó að fulltrúar þjóðarinnar segðu honum vilja hennar í þessu efni. Vestan þingmenn leituðu harðast á hann, einkum Dr. Clark fr á Red Deer og Kaowles frá Moose Jaw. Ófriðarblika. Flotaráðgjafi Breta, Winston Churchill, hélt ræðu á þingi þessa viku og lýsti því, að stjórnin mundi halda áfram af fullu kappi að auka herflotann og mundi hún svo fyrir sjá, að floti Bretlands yrði jafnan 60 prct. stærri og styrkari en floti Þýzkalands. a En ef keisarans stjórn léti af að auka flotann þýzka, þá mundi stjórn Bretlands gera hið sama. Blöðin þýzku tóku þessum um- ínælurn með mikilli gremju, en keisara varð svo við að hann hætti við ferð þá til útlanda, sem hann hafði ráöið, og kallaði á sinn fund flotamála stjóra og hátt setta stjórnarmenn og hafði nteð þeim ráðagerðir, sem ekki hafa kornizt í hámæli. Þykir flestum óvænlega horfa um samkomulag þessara landa og þurfi lítið út af að 'bera til þess að í rimmu slái þeirra á milli. Almenningur á Englandi þykir Churchill vel hafa mælt og treysta honum sem bezt til að ráða fyrir sjóvörnum sínum. Nýr sýningarstaður. Bæjarstjóm hefir komið sér niður á nýjum stöðvum handa sýn ingu Winnipegbæjar. Þær verða hér eftir, ef borgarar samþykkja, fyrir norðan bæ, milli Aðalstrætis og Rauðár, fyrir Norðan Kildon- an Park. Staðurinn er 80 ekrur á stærð, með trjám og vel í sveit komið, ef svo er sem altalaþ er, að C. P. R. ætlar sér að setja upp bækistöð í Kildonan. Hvaðanæfa. —Maður sótti um hjónaskilnað í Montrel þessa viku, sem verið hafði í hjónabandi í tvö ár, og voru bæði hjónin lukkuleg, þang- að til eitt sinn að þau voru úti að viðra sig á sunnudegi með barn sitt, að þeim mætti maður, og leit við konunni brosandi. Hún fékk þegar hug á honum og leið ekki á löngu þar til hún yfirgaf bónda sinn og fór til móður sinnar. Þar heimsótti þessi maður hana. Móð- ir hennar bar það fyrir réttinum, að dóttur sinni væri alls ekki um hann gefið, þegar hann væri fjar- verandi, en undir eins og hann kæmi henni í augsýn, þá væri hún öll á hans valdi. Hún uppástóð að hann væri dávaldur (Tiypnotiz- erj og báðar E- • Maðurinn fékk skilnað og var látinn halda ham- inu. —Aldraður maður kom í kirkju garð i Montreal og bað kirkju- garðsvörð að Iáta moka götu að leiði konu sinnar ,er dáin var fyrir tíu árum. Það var gert- Siðan gekk hann til manns, sem þar var að taka gröf og bað hann um sjálf skeiðing, kvaðst ætla að sniða kvist af tré er hjá gröfinni stóð. Skömmu síðar heyrði grafarinn stunur og er hann aðgætti, sá hann hvar öldungurinn lá í blóði sinu á leiði konunnar. Hann hafði skor- ið sig á háls með vasahnífnum. Það fanst, er hann var skoðaðuf á spítala, að sárið var ekki hættu- legt, Maðurinn var mjög vel met- inn en hafði orðið veikur á söns- unum i hitanum i sumar leið og fengið aðköst af því siðan. —Svertingi kom inn í hótel í Montreal nýlega og bað um mól- tið í þeim sal, þar sem gestir voru vanir að matast. Honum var vis- að í afherbergi upþ á lofti og lof að að hann skyldi fá máltíð þar. Hann neitaði að matast annarstað- ar en í matsalnum og varð svo af matnum, höfðaði siðan mál móti eiganda hótelsins fyrir að neita sér um að kaupa máltíð. Dómur er nýlega fallinn á þá leið, að gest- ir eigi enga heimtingu á aö tiltaka hvar þeir vilja matast á greiðasölu húsum, heldur beri eiganda að ráða því. Ur bænum Lögberg leyfir sér að geta þess, þeim til leiðbeiningar, er senda vildu Heilsuhælinu á Vífilstöðum gjafir, að þeim veitir móttöku og sendir heimleiðis, herra kaupmað- ur Jónas Jónasson að 246 Pem- hina stræti hér í bænum. Munið það þér, sem styrkja vilduð þessa mannúðarstofnun, Heilsuhælið- Þeir kaflar úr ferðasögu séra Matthíasar sem birtast í þessu blaði, þykjumst vér vita, að les- endum vorum muni vel líka. Þó kominn sé hann hátt á áttræðisald- ur er enga afturför að sjá á frá- sögn hans; hún hefir sama svipinn sem annað er eftir hann liggur. Á stökit stað er hér hleypt úr nokkr- iim köflum. aðallega rúmsins vegna, þeim helzt, er lesendum hlaðs vors er siðtir forvitni 4 en Austfirðingum. Biðjum vér hinn heiðraða höfund virða á hægra veg, ef hann skyldi verða þessa var. Þann 13. þ.m. voru þau Frank- lin Pétursson og Aldis Magnús- dóttir bæði frá Viðir pósthúsi í Nýja íslandi, gefin saman í hjóna- band. Hjónavígsluna frarrtkvæmdi séra Rúnólfur Marteinsson að heimili sínu 446 Toronto stræti. Heimili brúðhjónanna verður að Víðir P. O.. Fjórir íslehdingar hafa byrjað fasteignaverzlun að 653 Sargent ave. við Agnes stræti. Þeir eru: Guðntundur Arnason, T. J. Clem- ens, Bárður Sigurðsson og P. J- Thomson. Allir em þeir vel kunn- ir hér í bæ. Félag sitt nefna þeir “West Winnipeg Realty Co.” Þeir verzla með hús og lóðir, búlönd, o.s.frv., útvega peningalán og vá- tryggja hús. Þeir teljast hafa mörg hús og lóðir til sölu í Vest- urbænum, sem gott verð sé á og óska eftir að landar unni þeim viðskifta. Skrifstofa þeirra er op- ?n á kveldin og eru fasteignasal- amir þar til viðtals. A laugarlaginn var gifti séra Rúnólfur Marteinsson þau Mar- tein Sveinsson og Margrétu Hall- son, bæði til heimilis hér í bænum. Hjónavígslan fór fram að heimili Mr. og Mrs. Th. Nelson að 542 Toronto stræti. Var þar fjöldi boðsgesta og mjög myndarleg og skemtileg veizla, sem fór prýði- le ga fram. Á mánudaginn var andaðist hér í basnum að heimili sonar síns, Guðjóns Thomas gullsmiðs, ekkj- an Elín Jónsdóttir 87 ára gömul, eftir einnar viku sjúkleik. Maður Elínar sálugu var Ingimundur Ingimundarson prentari í Reykja- vik, sem dáinn er fyrir mörgum árum. Hún hafði lengstaf æfinn- ar dvalið í Reykjavik. Faðir henn- ar var Jón Árnason, er lengi bjó að svonefndu Ofanleiti í Þing- holtunum. En frá Seyðisfirði flutt- ist hún vestur um haf fyrir 8 árum og hefir alt af síðan verið hjá Guðjóni syni sínum. Þrjú börn hennar eru hér i bæ, Guðjón, Teit- ur og Ágústa fMrs. Johnson) og tvö á íslandi. Elin heitin var mesta atgervis- og myndar- kona, vel greind, fróð og minnug, gædd frábæru starfsþreki og ern og hraust alt til banalegu. Jarðar- förin fór fram frá heimilinu, 619 Agnes stræti, að viðstöddum fjöldá fólks. Dr. Jón Bjarnason jarð- söng hina látnu. í ráði er að leggja eigi allfáar nýjar sporbrautir hér í bænum á yfirstandandi ári. Ekki er enn fullvist um þær allar, en fastráðið að leggja þær sem hér á eftir eru taldar. Sporbraut á Arlington stræti frá Nothe Dame til Logan, sporbraut á McPhilips stræti frá Selkirk til Logan, sporbraut á William Ave. frá iStyerbjropike vestur að Arlingson og á Arling- ton stræti frá Dufferin til Selkirk. Herra Jakob Benediktsson 'á Mountain, N. D., kom úr ferð sinni vestan frá Kyrrahafi á föstu- daginn var. Þeir fóru þrír vestur um miðjan Febrúarmánuð, Jakob, Oli Stefánsson og Sig. Hjaltalín. Sigurður varð eftir vestra. Jak- ob kom til Vancouver, Point Rob- erts, Blaine, Bellingham, Seattle og Manchester og var alstaðar vel tekið af löndum sínum. Honum leizt vel á sig vestrá, en aðalkost- urinn þar þótti honum þó tíðar- fárið, sem hann lofaði mjög.. Bninnborunarvél.’., sem Rohlin- stjórnin lofaði þeim Gimlimönn- um fyrir tveimur árum, birtist fyrst þar nyrðra um miðjan fyrri mánuð. Var þá þegar byrjað að bora brunna. Fyrsti brunnurinn var boraður hjá herra Magnúsi Narfasyni. Náðist þar í vatn á áttatíu feta dýpi. Fyrir tilhlutun Davidson’s bæj- arfulltrúa hefir bæjarstjómin leit- að leyfis hjá fylkisþinginu um að mega skylda kvikmynda sýninga- félög hér í bænum, til að neita hömum um aðgang að sýningum, ef þau eru ein síns liðs og hvofki foreldrar eða fullorðnir aðstand- endur þeirra til eftirlits með þeim. Herra Jón Stefánsson frá Gimli kom hér norðan frá Manitobavatni í vikunni; var þar við fiskveiði í vetur. Hann tók land við vatnið þar sem heitir Weed1 Point fyrir norðan Mouse Hom Bay, en 10 fnílur vestur af 8. viðdvalarstöð brautarinnar. ’Þar er heyland af- armikið, nógur viður um mörg ár og plogland, sem ekki þarf að ryðja, en vatnið blikar við fram undan með gnægð fiskjar. Jón kveðst ekki kæra sig um kosta- meiri og betri bólstað. Cements- náma hefir fundist sjö mílrun fyr- ir norðan land hans og stendur til að hún verði unnin áður langt um líður. Jón tók fjögur lönd i einni breiðu fyrir sig og sonu sína og flytur þangað eftir viku tíma. Bæjarráðsmenn láta í veðri vaka, að ekkert af Portage ave. verði asfaltað í sumar; brýnari nauðsyn sé á asföltun annara stræta í bænum og verði þau látin sitja fyrir. Colin H. Campbell, ráðgjafi op- inberra verka, kvað hafa fullviss- að Selkirkhúa um það, að fram- varp um að veita bæjarstjórninni í Selkirk raflýsingarleyfi verði samþykt af fylkisþinginu. Nokkur vafi hafði þótt á því áður. og ekki kannske alveg víst enn. Lögbergi hefir borist frétt um það, að 9. þ.m. hafi látist á spítala í Grand Forks, Guðmundur Jón Þórðarson, lx>ndi úr Garðar-bygð. Verður hans að likindum mirist nánara hér í blaðinu síðar. Herra Jón Jónsson ('frá Sleð- brjótj og kona hans komu norðan frá Siglunesi hingað til bæjar um síðustu helgi að heilsa upp á kunn- ingjana. Þau höfðu hér skamma viðdvöl en fóru til Selkirk. að íeimsækja tengdason sinn og dótt- ur, Mr. og Mrs. Bjarna Þorsteins- son myndasmið. * Með þeim kom að norðan Málmfríður Jónsdóttir, bróðurdóttir, Jóns, tvær dætur Stefáns Brandssonar og Miss Ingibjörg Björnsdóttir. — Jón leit inn hjá Lögbergi og var kátur og viðræðisgóður að vanda. Hann fræddi oss um það, að þeir Mat- hews bræður, Björn, Stefán, Met- úsalem, og nokkrir flciri hefðu keypt gnfuplóg , með 75 hesta afli, sem þeir ætltiðu að brúka til plægingar þar nyrðra í sumar. Gufuketillinn er nú þegar kominn norður. Eru allir sammála um. að þetta sé hið þarfasta fvrirtæki, sem hægt hefði verið að gera fyr- ir bygðina, ef það hepnaðist. svo sem við er búist. — í annan stað er þess að geta, að Armstrong hefir lofast til að láta ’ gufubát sanga norður vatnið i sumar tvisvar í viku. milli Oak Point og Narrows, bæði til vöruflutninga og mannflutninga. Enn fremur kvað hann hafa boðið bygðar- mönnum í Siglunes, Natrows og og jafnvel Bluff bygð að kaupa af þeirn rjóma í sumar, eða flytja fyrir þá þangað, sem þeir vildu heldur selja hann. L'klega hallast fleiri að því að selja rjómann nyrðra ef Armstrong gefur viðun- anlegt verð fyrir hann. Báðar fréttir þessar era vottur um það, að vatnabvgðirnar þarna norður frá era að komast á góðan rekspöl í framfaraátt, bæði að því er jarð- yrkju snertir og eins hitt, að koma búsafurðum sínum í verð, en það hefir erfitt orðið hingað til vegna þess, hve afskektar bygðimar era og samgöngur óhægar. Herra Jónas Nikulásson smið- ur frá Wynyard ,kom liingáð til bæjar um helgina. Hann ætlar að setjast hér að og stunda smíðar í sumar. Lögberg hefir verið beðið að geta þess ,að standmynd Tóns Sigurðs- sonar er komin hingað til Winni- peg, Vestur-íslendingum að kostn- aðarlausu. Islendingar heima gefa bæði myndina og flutningskostnað á henni hingað vestur. Myndin hefir nýskeð verið flutt inn í Lög- bergs bygginguna, og verður geymd þar þangað til hún verður hafin á stall, hvenær sem það verður. En til þess að tryggja myndina fyrir eldsvoða verður gert um hana skýli úr eldtraustum steini, svo að eftir það verður hún óhult þar sem hún er komin. Þeir sem vildu kaupa nýtt piano gætu komist að betri kjörum en venja er til, ef þeir hittu ritstjóra þessa blaðs. Jón Arnason, ungur maður, sem að undanfömu hefir stundað mjólkursölu vestur í St. James, hefir nýlega byrjað aldina verzlun á horni Home og Ellice stræta hér í bænum. Hefir hann allskonar á- vexti þar til sölu og annað góðgæti er venjulega er að fá í aldinabúð- um. Landar vorir ættu að unna honum viðskifta. Á laugardaginn var héldu þau Mr. og Mrs. Chr- Paulson, að 693 Victor stræti, silfurbrúðkaup sitt. Um fimtíu manns sátu brúðkaup- ið. Það hófst að heimili silfur- brúðhjónanna kl. 8J4 að kveldi með því að bæn var flutt og sálm- ur sunginn, sem við þetta *ækifæri átti. Því næst afhenti Dr. Jón Bjarnason brúðhjónunum gjöf frá vinum þeirra, silfur-raómef og silfurborðbúnað. Þau Mr. og Mrs. Paulson hafa öfluglega styrkt og stutt lúterska félagsstarfsemi með- al vor Vestur-íslendinga. Dr. Jón Bjarnason fermdi þau bæði, gaf þau saman i hjónaband og sat nú silfurbrúðkaup þeirra. Þau era fyrstu silfurbrúðhjónin íslenzku hér vestra, sem hann hefir bæði fermt og gift og verið viðstaddur silfurbrúðkaup þeirra. Silfurbrúð- guminn þakkaði gjafir og velvild, sem þeim hjónum var sýnd og að því búnu var sezt að kaffidrykkju og öðrum gómsætum veitingum. Þeir prófessorarnir S. K. Hall og Svb. Sveinbjörnsson skemtu méð hljóðfæraslætti og söng. Síðan var sezt að spilum og skemitu menn sér ágætlega langt fram á nótt. Herra Jón Pálsson. til heimilis á Heytanganum í Ispfoldarbygð. biður Lögberg að geta þess, að hann skrifi sig hér eftir Jón Th. Pálsson, til aðgreiningar frá sam- nöfnum sínum, er hann hefir átt þar nyrðra. Þetta eru menn beðn- ir að muna sem senda honum bæk- ur eða bréf. Herra Magnús Narfason frá Gimli, •kom hingað til bæjarins 4 laugardaginn var með konu sína til lækninga. Mrs. Narfason hafði legið nvrðra um tveggja mánaSa tíma og mjög þungt haldin um eitt skeið. Hún var flutt á al- menna spítalann hér í bænum og er heldur að hressast. Maður hennar dvelur hér fram um miðja vikuna að minsta kosti. Tvær nýjar Good Templara stúkur Þann 3. Marz var mynduð Good Templara stúka að Markland P. O., Man-, af eftirfylgjandi með- limum úr stúkunni Framþrá, Nr. 164: Paul Reykdal, D. J. Lindal, H. Hallson, Margrét Eyjólfsson, Dóra Einarsson og Lauga Eyjólf- sson, og voru þessir settir í em- bætti: Œ.T.: Sigurbj. Kristjánsson, V. T.: Sigríður Holm, Kap.: Rannv- Thorsteinsson, Rit.: Th. Kr. Danielsson. A.R.: Guðni Mýrdal, F. R.; Magnús Kristjánsson, Gjaldk.: Wil’ie Kristjánsson. D.: Helga Halldórsson, A. D-: Rósbjörg Egilsson, V.: Asgeir Jörundsson, Ú.V.: Kristinn Jörundsson. G. U.T.: Fr- Kristmundsson, F.CE.T.: Guðbr. Jörundsson. Umboðsm.: Sigurður Holm; og var ákveðið að nefna stúlcuna Berglindin. 14. Marz mynduðu þeir Paul Reykdal og D- J. Lindal Good- templara stúku að Oak Point, Man,, og settu þessa í embætti: Œ.T.: Jóhann Halldórsson, V.T.: Kristín Halldjórsson, Kap.: Cornelius Connelly, R.: Mrs. A. E. Hackland, A.R.; Mary Stafford, , F R.: W. H. Preece, Gjaldk.: Robert Smith, D.: Edith Pritchard, A.D.: Clarance Hackland, I.V.: Gilbert Hackland, Ú.V.: Fred Hackland, F.Œ.T.: Stefan Holm, Umboðsm-: Gavin Willis; og var ákveðið að nefna stúkuna Sunrise.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.