Lögberg - 21.03.1912, Blaðsíða 2
LOGBERG, FIMTUDAGINN 21. MARZ 1912.
Skúli Magnússon landfógeti.
Kvæði, eftir Matthías Jochumson, flutt og sungið á Akureyri 12. Des. 1911.
I.
Heyrið, íslands ungu stéttir,
óma hetjulag
þess, er fyrst :i Fróni réttir
fallinn þjóðarhag!
Skiíla mikla Magnússonar
minnis- kveðum -brag,
faðir vorrar frelsisvonar
fæddur var í dag!
Hvaðan kom þér, kappinn sterki,
konungborin sál,
Ragnars þrek í víkingsverki,
viljans sigurstál?
Lúður þinn og frána fána
féþkstú ei “úr búð” —
Allt sem þér nam auönan lána,
átti sál þín prúð.
Fólkið svalt með sinateygjum,
sífellt barði lóm,
landið allt í bóndabeygjum
bundið okursklóm.
íslands hagur, orka. sómi,
aldrei lægra stóð,
einokunar dauðadrómi
drakk þess hjartablóð. —
Ungur Skúli einn á þiljum
orkuramur stóð-
“Hér éhann kvað) í.kröppum byljum
kenni’ eg mína þjóð!
Fá mér stýrið, danski drengur,
dáðlaust brottu hik!
Sjálfur vil eg sjá hve gengur,
sigli hærra stryk.’’
Síðan vandist stjórnarstarfi,
stormi' og þungum sjó,
meðan lands og lýða arfi «
lausn und fargi bjó.
Löng var þrautin, þung var snerra
þrjátíu ára skak. •
þar til íslands okurherra
út með sneypu rak.
Aleinn stóðstú stríðs á vengi,
sterka skörungssál,
enginn skildi langa lengi
landsins varnarmál;
smáðir hatur, hróp og pretti,
hærra sigldir stryk,
þar til lutu landsins rétti
langvinn okursvik.
Hevrið, íslands itru synir,
unga kaupmannsþjóð:
Skúla saga, vösku vinir,
vermi yðvart blóð!
Rækið dæmi rausnarþjóða,
reisið landsins kjör.
fagra siði. frægð og gróða
flytjið heim i v<">r!
“Vogun vinnur, vogun tapar,’’1
völt er kenning sú.
“byggt á sandi húsið hrapar,”
liiildar segja nú.
Fólkið svaf á fyrri dögum,
fékkst þvi lítil tryggð;
nú skal féiags festa lögum
fóstru vorrar bygð!
Lifi Skúla frægðín frána
fram um tímans höf!
Reisum íslands unga fána
vfir skörungs gröf!
Lof sé þeim, sem- lýðum sendir
líkan stýrimann,
sem úr fári flevi vendir
fósturlands, sem hann!
II.
KÓR.
Vor sterki Skúli skáhrtöld nýja vakti
og skarst í leik er þrotin sýndust ráð.
Hans lúður fyrstur lokaráð þau hrakti,
að lifa' og deyja upp á kóngsins náð.
“A Jótlandsheiðar fjárinn sjálfur fari
í fangið á svo blindri okurstjórn;
á lands mins dreggjum dey eg eða hjarí.
en danskri miskunn verð eg aldrei fórn!”
“Og fyr skal Islands fáráölinga befna,
og fépúkunum kenna spáný skil, .
og fyr til dóms þeim digru herrum stefna
og draga’ í ljósið þeirra svikaspil.
Eg trúi’ á Guð. og treysti' á Islands vini,
eg trúi' á ærlegt blóð í hverri stétt;
til lifs og dáðar landsins vek eg syni:
Með lífi mínu heimta eg Islands rétt!”
Svo mælti hann og knör á kólgtt setti
og konungdjarfuh hét á jöfur sinn;
“Að tslands þraut og mæðumyrkri létti,
þarf meir en orðin, tignarherra minn!
þín andlitssól er issins ströndum fjærri,
en óðar mætti bjarga vorri þjóð,
ef yðar tignar náð oss skini nærri
tneð nægri hjálp af ríkri elfarglóð!
Hinn ungi fylkir orðlaus lengi starði,
því aldrei fyr svo djarílegt heyrði tal,
né ægishjálm und þungu brúnabarði
á burgeis nokkrum leit í konungs sal.
En — vinur hitti vin á Jjeirri stundu,
og viðreisn íslands gæddi sigurvon,
því fáir þágu fé úr öðlings mundu
með fyllri rausn en Skiíli Magmtsson.
III.
SÓLÓ■
1 sorgarsögu þjóða,
er sækjast líf og hel,
skín guðdómlíknin góða
sem glaðast fagrahvel —
sem löndin veki vorið
og vermi freðna slóð —
sern barn á hjarni borið,
er bjargar heilli þjóð.
Það sannar Skúla saga,
það sýnir allt hans stríð ;
að búa’ oss betri daga
hann barðist sína tið.
Hann verk sitt hóf ttm vetur,
og vann i krafti' og trú.
Hvað aleittn ttnnið getur
oss undrun vcKtir nú-
Svo grýtt er gatan lýða.
og gæfan völt og hál,
og löngum langt að biða
að landsins vakni sál.
En helgttr hulinskraftur,
er harðna kjör þín, Frón!
þér ávalt vekur aftur
upp annan Skúla og Jón.
IV.
KÓR OG FINALE
Svo stóð hann aleinn eftir langa æfi.
á eyjarþröm, og hinzta niðjann grét:
“Nú kveð eg landskuid lokna grimmum sævi,
og land mitt aldrei framar stutt eg get.
Mitt líf er þrotið. Hvað er eins manns aldur,
og eins manns strrð, við flesta menn í þrá?
En dauðinn vona’ eg verði minna kaldur
en vinir þeir, sent reitur minar flá.”
Og loksins þáði “!a i-n í náð” hinn sterkl
og launin urðu köld og tiakin gröf.
En samt hann féll und fósturlands síns merki,,
og fáninn gnæfir enn, við tímans höf.
Og vel sé Skúla! Fáir fegri byrði
af frægðarauði niðjum gáfu’ í arf:
ltans menjar eru millíóna virði;
hans minning sé vort þjóðvekjandi starf.
íþróttir á Islandi.
Hér eru teknir upp kaflar úr rit-
gerð, sem Sigurjón Pétursson
sá sem nú er glimukóngur á
íslandi, hefir ritað í i- hefti
þessa árg. “Eimreiðarinnar!’
Leikmót U ngmennafélags
tslands.
Þau leikmót hafa , verið háð
hingað og þangað um landið á síð-
ustu árum, en þó einkum í Reykja-
vík, á Norðurlandi éá Akureyri og
ÍHúsavíkj og við Þjórsárbrú.
1
Á Norðurlandi hafa verið hald-
in 3 leikmót, og var hið fyrsta
þeirra háð á Akureyri 17. Júní
1909. Fóru þar fram skeið,
ganga, glima, sund, soppleikur
fknattsparkj, hástökk og lang-
stökk. Þangað sóttu ma/rgir ungir
t^pmenn og i glimunum tóku þátt
nær 30 manna á ýmsum aldri. Var
þeim skift í flokka eftir þyngd og
jverðlaun veitt í hverjum flokki. í
I. fl. fundir 100 pd.J hlaut verðl.
Júlíus Sigurðsson fAkureyriJ; í
II. fl- (100-120 pd) Jón Kristjáns
I
son (Akureyri) ■ í III fl. (120-145
pd.j Jakob Kristjánsson éAkur-
eyrij 1. verðl. og Jón Haraldsson
fEinarsstöðumJ 2. verðl.; í IV. fll
^145-165 pdj Sigurður Sigurðs-
son föxnahólij; í V. fl. (yiir 165
pdj Jón Jónsson fSkjaldarstöð-
umj. ,
•m
Bæði í hástökki og Iangstökki
hlaut Kári Amgrímss- frá Ljósa-
vatni 1. verðl.
Kapphlaup voru háð af ungum
drengjum og ganga, sem ekki var
neitt tiltakanlega afreksmikil ,þar
eð skeiðið var stutt.
Bezta skemtunin var að sjá sitnd-
mennina. Þar synti sundkennari
L J. Rist björgunarsund af mik-
illi list. og margir- af lærisveinum
hans syntu þar 'Kka sérlega vel. I
kappsundi yfir 100 stikur varð
Stefán Thórarensen fyrstur, á
120 1-5. sek., en i kappsundi yfir
50 stiktir varð Björn Arnórsson
fyrstur á 55 sek. Nógu fróðlegt er
að bera þetta saman við sunn-
lemd<ii sundmennina og sjá, hverj-
ir em hraðari i vatninu.
Ris>t sttndkennari er einn af þeim
mpnnum ,er vakið hefir mjög mik-
inn áliuga hjá ttngttm mönntim í
sinu héraði fyrir íþróttum. sér-
staklega sundlist og leikfimi.
Hann hefir kent mörgum leikfimi
nyrðra, og honum mttn það að
þakka manna mest, hve nú ertt
tnargir syndir orðnir á Akureyri,
Ilúsavík og viðar á Norðurlandi.
Hann sjá'lftir hefir getið sér fræg-
an orðstír fyrir sttnd, og fyrstur
allra stindmanna þessarar aldar
synti hann yfir Eyjafjörð sumarið
1907. Lagði hann af stað í sjó-
klæðum, en tíndi smámsaman alt
af sér á leiðinni og kom klæðiatts
að landi Víð bíðum með óþreyju
hinum megin fjarðarins og sáum
ekki annað en smáskvettur við og
við — nema þeir. sent hafa sjón-
auka, þeir sjá höfttðið. Smámsam-
an færist hann svo nær og eftir 30
mínúttir kemst hann loks að landi.
nokkuð ]>reyttur en þó ekki þjak-
aðttr til muna, ]>ótt strattmurinn
hefði verið erfiðttr. “Drengilega
gert! Til hamingju með heit-
strenginguna!” fjrópuðu vinimir,
sem biðtt hans á ströndinni — og
það endurtökum við enn i dag.
Slik afrek sem þessi eru góð
fyrirmvnd fvrir æskttlýðinn, því
þati verða til þess að glæða hjá
honum kjark og áræði og gefa
imglingttnum hvöt til að æfa sig. í
von ttm að þeir kunni máske að
geta* gert hið sama. Þess varð
I heldur ekki lengi að biða; því und-
ir eins næsta sumar, 1908, syntu 3
norðlenzkir unglingar einnig yfir
1 fjörðinn fEyjafjörðj. hinn fljót-
aSt 1, Johann Ölafsson, a 24 mín
15 sek.. en hinir tveir. Kristján
Þorgtlsson og Arngrímur Ólafs-
; son, á 25 m. 30 s. Er það sannar-
'ega skemtileg tilhugsun fyrir
þessa ttngtt menn að hafa afrekað
annað eúis á þeirra aldri og verða
I þannig öðrum til skinandi fyrir-
Imyndar. Og er ekki vert fyrir
| marga af qldri mönntinttjti. isem
jc‘kki Reta fleytt sér þumlungs-
, lengd í vatni, að veita þessu eftir-
; tekt? Þeir eru stimir hverjir að
| gasþra um hitt og þetta. sem þeir
J þykjast gota gert fvrir landið. en
j ef þeir detta í sjó eða vatn, þá
1 verðttr minna ur öllum gorgeirn-
! um- En þessum litlu drengjum
stendur enginn stuggur af vatninu
]>ótt dýpið sé talsvert; þeir geta
bjargað sér. og öðrtim máske Ííka.
ef a h'ggur. Ög þeir ertt líklegri
til að verða landinu okkar að Iiði,
heldur en sumir stjórnmálaskúm-
arnir, sem ertt að blaðra um að
við getum ]>etta og þetta, — en
geta þó ekkert sjálfir.
Leikfimi hefir Rist kent við
gagnfræðaskólann á Akureyri í
nokkur ár. og sýndi leikfimisflokk
ur hans sig opinberlega í Good-
templarahúsinu veturinn 1908-09.
Er það að öllum likindum í fyrsta
sinn sem skólaleikfimi hefir verið
sýnd opinberiega hér á landi, og
er vel á stað farið. Það stófóog til
að Rist kæmi með leikfimisflokk
sinn að norðan á leikmót Ung-
mennafélags fslands 1911, og
hamlaði það eitt, að menn gátu
ekki fengið sig lausa frá atvinnu
sinni. Var það leitt mjög, að Ak-
ureyringamir skyldu ekki geta
komið suður, því sú för hefði
sjálfsagt orðið þeim til mikils
sóma. Þeir af leikfimisnemendum
Rists, sem kostur hefir verið að
kynnast í Reykjavík, hafa sýnt, að
þeir hafa átt góðan kennara, og
má þvi gera ráð fyrir, að sýning
hans hefði orðið framúrskarandi-
Það er ^nnars sárt, að mörgum
húsbændum hættir til að líta hom-
auga til íþrótta og allra líkamsæf-
inga. Það ætti þó að liggja í aug-
um uppi, að talsverðir kostir geti
verið því samfara, að hafa íþrótta-
menn í þjónustu sinni. Því í-
þróttamaður verður sjaldan eða
aldrei veikur og er jafnan glaður
og ánægður við vinnuna, sem kem
ur af því. að honum líðuc vel lik-
amlega og andlega. Hann verður
því lika miklu færari en aðrir til
að taka að sér hverskonar vinnu
og þolbezti þjónninn. sem vinnu-
veitandinn getur fengið- Það mun
því sannarlega margborga sig,
]>ó að hann verði einhvern tíma
frá að hverfa til líkamsæfinga, —
og ]>að hefðu húsbændur leikfim-
isflokksins norðlenzka átt að at-
huga.
íþróttalífið norðanlands^ hefir
verið heldur dauft þann tima árs-
ins, sem engin leikmót hafa verið
í undirbúningi. En 17. Júní 1910
var haldið leikmót á Húsavík.
Veðrið var gott og fagurt en
það þótti helzt á1 vanta, hve fáir i-
þróttamenn tóku þátt í mótinu.
\ ar það illa farið, hve áhuginn
reyndist þá lítill, því ®hann ætti
reyndar að fara því meir vaxandi,
þvi oftar sem leikmótin em hald-
I in. Á leikmóti þessu fóru fram
I kapphlaup, bástökk, langstökk,
jglímur og sund. En með því að
enginn af sigurvegurum stóð sig
eins vel og á Akureyrarmótinu
árið á undan (igog) ,gerist ekki
þörf að telja þá upp hér. — En
]>ó leitt sé að vita til hluttökuleys-
j is tnanna i slíkum kappleikjum
j sem þessttm, þá eiga þó Ungmenna
1 félögin þök kog heiður skilinn
fyrir forgönguna; óg haldi þau á-
fram— sem vonandi er —-þál mun
mun sá tírni koma, er menn fara
jað skilja þessa starfsemi og virða
og leggja sjálfa sig í lima til að
endurvekja hreystina í landinu.
Sú hugsun kom lika fram 17.
Júni 19x1. Þann dag hófust mik-
il leikmót bæði á Akureyri og í
Rvík. Um sigttrvegara á Akur-
eyrarmótinu er oss ekki kunnugt,
en þar fórtt fram kapphlaup (1.00
stikurj, stökk /'langstökk, há-
stökk). hjólreiðar, glimur og sund,
og enn sýndi Rist þar sundfimi
sína. En annars snerist httgur
allra iþróttamanna þá mest til
Rvíkur, enda vortt 3 beztu íþrótta-
! menti Norðlendinga þar staddir,
;til að taka þátt í íslandsglímu og
j fleirum íþróttuin- Þetta átti ltka
: svo að vera, þvi að þangað átti nú
að sækja af ölltt landintt, og ætti
j hvert Ungmennafélag að telja sér
! skylt að senda ein neða tvo í-
þróttamenn á slík mót hvernig sem
þeir svo kunna að standa sig í
leikjunum. Aðalatriðið er, að
þeir mæti; því þó þeir biði ósigur,
þá ætttu þeir lika að stælast við
j það. “Ósigur í dag, en sigur á
i morgun" verðttr ávált hugsun
i þess, sem einhvern snefil hefir af
í kjarki.
Af öllujn Ungmennafélögum
í landsins hefir mest kveðið að
Ungmennafélagi Reykjavíkur, að
því er snertir efling íþróttalífsins.
Það félag hefir eignast bezta í-
| þróttakrafta í ílestum greinum,
enda líka mest fvrir íþróttirnar
,gert, sérstaklega sundlistina og
jglímurnar, skeiðhlaup og göngur.
! Þótt við eigum ekki neina af-
j hurðamenn t þessum siðasttöldu
| íþróttum, ]>á er þar samt góður
jog efnilegttr vísir, sem á fyrir sér
! að ]>roskast og fullkomnast.
I Eitt af beztu verkum ]>ess félags
| er reising sundskálans við Skerja-
f jörð, sem komið var upp sumarið
j 1909. Slikur sundskáli var orðinn
Rvík alveg ómissandi, bæði til
j ]>ess ,að þæjarbúar sjálfir gætu
J ]>ar fengið sér hressandi sjóböð,
log lx>ðið “gestum þeim er að garði
i koma” upp á að synda við nýtilegt
| suiidhús. Þetta sá lika Ungmenna-
I félagið og 'bæði safnaði fé með
skemtunum og stofnaði hultafélag
til þess aö koma skálanum upp.
Urðu margir bæjarbúar til að
styrkja fyrirtækið með glöðu geði,
en sjálfir unnu félagsmenn að vfeg
arlagningu að skálanum í fristund
um sínum. Er sundskálinn nú að
mestu leyti orðinn eign Ungmenna
félagsins, og er það að þakka ein-
staka dugandi meðlimum félags-
Íns, er beizt hafa af alhuga fyrir
sundlistinni og þessu musteri
hennar.
Síðan sundskálinn kom upp, hef-
ir fjöldi fólks farið þangað til að
fá sér sjóböð. Það er heldur ekki
nema mátulegur gangur þangað
suður, til að hita sér undir baðið
og losa sig við rykið og óloftið i
bænum- En tiltölulega fáir eru
það þó, af öllum fjöldanúm, sem
svo mikla rækt leggja við líkama
sinn. Margir játa reyndar, að það
sé nauðsynlegt, en eru alitof mak-
ráðir og latir til þess, að láta nokk
uð úr því verða. En þeir ættu að
lita sem snöggvast inn í heilsuhæl-
ið á. Vífilstöðum. Þar munu þeir
geta séð sveit ungra manna, sem
eytt hafa frístundum sínum á göt-
unum, veitingahúsum, kaffistofum
og leikhúsum, en aldrei haft mann-
dóm til að fá sér ærleg sjóböð. Og
nú liggja þeir milli heims og helju,
vona að sér batni, en vitá þó, að
vel getur svo farið, að hinn illi
gestur í brjóstum þeirra verði yf-
irsterkari og leggi þá í gröfina í
blóma Iífsins. Og þá Íðrast þeir
þess sárt, að hafa ekki notað æsku
Eftir barn.
MAREN HULDA JÓNASDÓTTIR
Fædd 17. Apríl 1910.—Dáin 14. Febr. 1912.
I'ósturbarn Hjálmars Gíslasonar og Vilborgar
systur kans.
Aöeins barn, sem er dáið—Eitt daggar- smátt -tár,
sem frá djúpinu sveif, og hvarf í það aftur.
Er í sekúndu blikaði um sólmorguns ár,
eins og sindurlog demants — þó al-lífsins kraftur.—
Aðeins barn—-Samt þess lífvakning ódauöleg á,
með oss eilífa lífið í draumi og spá.
Sérhvert bros þess og hreyfing var boðun þess dags,
þegar bjarthvelið vorsins eitt heldur upp’ svörum.
Sérhvert hálf-talað orð þess, var hugvakning lags,
sem til himinsins stígur frá lifenda vclrum.
Sérhvert tár þess og andvarp, var tilveran hálf.
Sérhvert tillit þess skuggsjá guðs: eilífðin sjálf.-
Nú er sætið þitt, Hulda, í húsinu autt,
enginn heimsmáttur skipað að jöfnu það getur.—
Þeim, sem unnu þér, vor, er af viðkvæmni snautt,
svo að veturinn hefir þar fyrst um sinn betur.—
Þeim, sem ástfólgnast báru þig brjóstin sín viö,
þeim, er byrðin mun þyngri við tónleikans frið.—-
Aðeins barn, sern er dáið—Eitt árgeisla ar,
sem á yfirborð sólhafsins skaut upp og — týndist.—
Aðeins barn — tæpra áranna tveggja sem var,
þegar tímanum nafn þess að stryka burt sýndist.—
Aðeins barn- Samt þess lífsvakning ódauðleg á,
ineð oss eilífa lífið, í draumi og spá.
Þ. Þ.Þ.
árin til að styrkja líkamann. En
það er um seinan. Öllum ætti
þetta að vera kenning, til þess að
fara ekki eins að, lifa ekki alveg
eins öfugt við allar heilbrigðisregl-
ur, heldur brynja sig snemmagegn
tæringunni og vingast við skæð-
ustu fjandmenn hennar: sjóinn,
loftið og sólina. Ef bæjarbúum
væri það fullljóst, ’ hvílik óþrjót-
andi heilsulind sundskálinn mætti
verða fyrir þá, ef hann væri nógu
mikið notaður, þá mundu þeir
streyma þangað hópum saman.
Allir eiga sunnudagana fría, og
með því að nota þá vel, má mikið
gera fyrir líkamann og heilsuna.
Eins og áður hefir verið á vikið,
var sundskálinn vígður i. ág-
1909 í sambandi við þjóðhátíð
Reykvikinga, og hélt fyrv. ráð-
herra Hannes Hafstein vígsluræð-
una. Við sundskálann hafa mörg
kappsund þreytt verið, og Ung-
mennafélag Reykjavíkur gengist
fvrir þeim öllum. - EimreiSin.
Er hægt að ráða því ?
Maðúr er á Bretlandi sem var-
ið hefir til þess miklum parti ævi
sinnar að rannsaka vísindalega
hvort og að hve miklu leyri unnt
sé að ráða því, hvoru kyninu af-
kvæmi dýra tilheyri. Nú er sagt
að hann sé það langt kominn í
ransóknum sínum, að hann geti
með yissu sagt hvort afkvæmi
þeirra skepna, sem hann hefir
undir hendi, verði karl kyns eða
kvankyns. Hann er að gefa út
bók um þetta efni, sem kemur út
þessa vikuna, er heitir: ,,Kyn af-
kvæmis. Hver og einn getur ráð-
ið því, “
Mergur málsins í ráðum hans
er að kynna sér forfeður dýranna
og komast að raun um hvort þau
eigi til þess sem hann kallar kven-
kendra eða karlkendra að rekja,
Um það gefur hann reglur eftir
reynslu sinni, er hann telur ó-
brigðular til þess að ráða kyni af-
kvæhxisins. Svo er sagt, að bók
hans muni verða þeim sem ala
upp stóð og aðrar kynbóta skepn
ur, til hins mesta hagrœðis og á-
bata.
Tíu þúsund til Peking.
Svo er sagt með sanni, að hers-
höfðingi nokkur að nafni Sheng
sé ó leiðinni til Peking með tíu
þúsund manns til þess að rétta
hlut keisarans og setja hann aftur
f hásæti. Þetta herlið er norðan
úr landi, þarsem heitir Kansu;
þaðan átti uppreisn Boxaranna
upptök sín fyrir aldamótin síð-
ustu; þar búa Múhameðstrúar-
menn, herskáir sagðir og miklu
meiri hreystimenn heldur en þeir
Kínverjar sem sunnar búa og
aldrei hafa verið til hernaðar
fallnir.
HnndraS hvítir vcngir á lofti.
Eitt hundrað flugvélar og tvö
loftskip verða reynd í haust, þeg-
ar Frakkar haldahinar miklu her-
æfingar og kanna lið sitt nálægt
Orleans. Áhuginn á Ioftferðum
í því landi er næsta mikill og eru
nú hafin samskot meðal almenn-
ings um altland, til þessað kaupa
flugvélar til íernaðar. Svo mik-
ið hefir safnast nú þegar, að níu-
tíu flugvélar hafu keyptar verið í
þessu skyni.
Krókur á móti bragli.
Tveir ræningjar stöðvuðu íest
suður í Bandaríkjum í vikunni,
kúguðu vagnstjórann til að leysa
tvo fremstu vagnana frá, þarsem
póstflutningur og peningar voru
geymdir og íæra þá frá aðal-Iest-
inni. Annar ræninginn gætti með
byssum á Iofti þpss manns, sem
með peningunum var sendur, og
1 ruesdale hét, en hinn sprengdi
upp peningaskrín og skar upp
póstpokana. Truesdale lét sem
hann gæfi einhverjum bendingar,
er stæði á bak við ræningjann, og
þegar ræninginn sneri sér við, til
að gæta að hver sá væri, þá greip
Truesdale þessi hamar og rotaöi
hann, tók síðan byssu hans og
sat^fyrir hinum þartil hann kom
í skötfæri, og skaut hann þá til
bana. Þetta þykir sögulegt af
því, að það er fátítt í því landi,
að ræningjar fái mótstöðu, er
stöðva lestir og ræna.
WINDSOR
DAIRY SALT
Tók öllu fram á öll-
um sýningum.
Árið 1911 varmikið sigur
ár fyrir Windsor Dairy Salt.
Rétt allir, sem unnu verð-
laun, fyrir smjörgerð, brúk-
uðu Windsor Dairy Salt.
Þeir sem stunda smjörgerð
segja að Windsor salt sé
þeirra stoð og stytta. Þeir
treysta því altaf, af því að
þeir vita, að það er hreint,
—það smjör sem saltað er
með því, er bragðbezt og
útgengileg#»t—, af því að
þeir vinna verðlaun og fá
bezta verð fyrir smjör sitt—
þegar þeir brúka WIND-
SOR DAIRY SALT.