Lögberg - 28.03.1912, Blaðsíða 1

Lögberg - 28.03.1912, Blaðsíða 1
Grain Commission Merchants -- 20 1 GRAIN EXCHANGE BUILDING - Members Winnipeg Grain Exchange, Winnipkg I ISLENZKIR KORNYRKJUMENN Sendið hveiti yðar til Fort William eða Port Arthur, og tilkynnið Alex Johnson £» Co. 3ol GKAIN EXCHANQE, WlNNlPEG. Fyrsta og eina íslenzka kornfélag í Canada. 25. ARGANGUR | WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 28. MARZ 1912 j NÚMER 13 Frá Manitoba-þingi. Á fylkisþingi hefir margt sögu- legt gerst' þessa daga. Þingmenn hafa verið önnum kafnir, aö rann- saka fjármeSferð og fjáreySslu : -'-narinhar. Þá hefir þaI5 veriö mikiS verk. aí5 róta upp í fóna- málinu og reyna aö fá eitthvert vit út úr þeirri flækju. Það var tíl- iaga liberala í upphafi, að halda tekjum og útgjöldum fónanna sér, og slengja þeim ekki saman við fylkissjqð og því viturlega ráði fylgja þeir enn með miklu kappi. Mr. Norris bar upp þá tillögu, að láta þann sjóð, sem stjórnin segir að fónakerfinu fylgi, ganga til þess að bera afborgun og starfs- rækslu fónanna, en leggja ekki skatt á almenning til þeirra hluta. Því fylgdi T. H. Johnson með kröft- ugri ræðu, sem leiptraði af fyndni og hnittyrðum. Lítið verður um vörn af hendi ráðgjafanna, nema stóryrði og ókvæðisorð. Annað stórmálið stjórnarinnar er það, að stofna eina nefndina enn til þess að líta eftir þeirn nefndum sem stjómin hefir sett til þess að “stjórna” talsímiunum og þeim fáu kornmyllum, sem fylkið hefir eignast og stórtapað á. í þá nefnd á að skipa einn mann, og er sagt að gæðingurinn Sanford Evans, sá er harðast sótti að koma rafmagnsfélags eignunum á bæinn fyrir geypiverð, — eigi að fá þann bita. Nærri má geta, hvort liann verður magur. Þessi eini maður á að hafa svo mikil völd að engum hans úrskurði, athöfn eða framkvæmd má bnekkja, með dómi eða á neinn annan hátt. Hann á að vera ger- samlega einvaldur og emraða, eins og keisarinn sálugi í Kína og Sol- dáninn í Miklagarði. Það er svo hjákátleg embættisstofnun, að slíks eru engin dæmi um víða veröld, á þessari þjóðræðisöld. Rússar hafa sett sínum keisara skorður, völd Soldánsins eru komin í hendur þings, einvald Kína keisara er at'- tekið, en þá rís upp illyrða kernp- an Roblin og hrópar til hins hlust- andi heims: “Einveldi er sú bezta stjórn sem til er, ef sú stjórn er góð!” Og jafnskjótt lætur hann framkvæmd fylgja orði og setur upp í Manitoba það gífurlegasta einræði, sem enginn getur komið lögum yfir. Það er engin furða þó að Roblin vor yrði æfuc þegar Mr. T. H. Johnson skaut að þess- um mökkurkálfa, — því að svo má þetta einvaldsskrípi nefnast að því leyti til, að hann verður vitanlega eins og vax í liöndum stjómarinn- ar, þó að enginn annar geti komið lögum yfir hann. Það var heldur ekki furða þó að Mr. Roblin gripi til gífuryrða í vöminni, því að annað var ekki til ,að verja þetta viðrini. Þriðja stórmál er fyrir fylkis- þingi liggur, er það, að veita raf- magnsfélagi MacKenzie & Manns’ mjög svo aukin réttindi ,til skaða fyrir Winnipeg borg. Stjómin fylgdi málinu fast, fyrir munn Collin -H. Camipbeirs, en bæjarstjórn brá við með þing- manni Vestur Winnipeg, og barðist á móti þvl. Svo er nú komið, að bæjar- og sveitar-fél- ög verða að fara auðmjúkan bónar veg að stjórninni til að fá rétt til þess að keppa við auðfélög um starfrækslu á almennings eignum, ellegar kaupa hina dýmstu lög- menn til þess að berjast 4 móti þeim lagafrumvörpum sem hún flytur, bæjarfélögum í óhag og einstökum ríkismönnum og auð- félögum í hag. Svo langt er komið stjóm lands og lýða í Mani- toba fylki. Gegndarlaus fjáreyðsla, frá- munalegt dugleysi og ráðleysi á stjóm almennings eigna, afskap- leg fylgispekt við auðvaldið og ódæma kúgunar viðleitni við al- menning. Islendingar! Burt með smala- takka auðvaldsins! Burt með kógara almennings! Burt með sóara fylkisfjár! Verkfallið. Af verkfalli kolanema á Bret landi er það fyrst að segja, að sætbir eru enn þá ekki á komnar ar með verkamönnum og náma- eigendum. Stjórnin hefir gengið í milli, eða allra helzt ráðaneytis- forsetinn Asquith, óg haft með þeim marga sættafundi. Hafa verkamenn slakað til eitthvað, og margir námaeigendur, en nokkrir þeirra eru þverbrotnir og vilja í engu slaka til. Jafnframt þessu liefir stjórnin lagt frumvarp fyrir þingið til að lögbjóða kröfur verkamanna hinar lægstu, á þann hátt, að vissir menn í hverju hér- aði skuli tiltaka lægsta kaup verka rnanna, en svo er gert ráð fyrir, að það verði ekki minna en það sem verkamenn fara fram á, eða dbllar og kvart fyrir fullorðna menn sem vinna neðan jarðar og 50 cent fyr- ir unglinga. Gegn þessu frumvarpi lagðist Balfour af hendi conserva- tíva, og er svo að sjá af síðustu fregnum, að stjórnin muni taka það aftur. Af því mikla tjóni, sem verk- fallið veldur, ganga margar sögur. Þeim verksmiðjum fjölgar dag- frá degi, sem loka verður af kola- leysi, skipum sömuleiðis, sem kom ast ekki úr höfnum, svo og jám- brautalestum sem hætta að ganga af sömu ástæðu. Hvervetna missa menn atvinnu, svo þjúsundum; skiftir daglega og eru flestir svo staddir, að ekki mega við því að tapa eins dags kaupi. hvað þá meiru. Er svo sagt, að mikil neyð sé meðal manna víðs vegar um Bretland. Um 50 miljónir dollara er sagt, að verkfallið kosti i vinnu- tapi á hverri viku. Allmargir kola- nemar hafa neyðst til að _ byrja vinnu á ný en allur fjöldinn held- ur þó fast við kröfur sinar. Róst- ur hafa orðið á nokkrum stöðum, en hermenn gæta allra stærstu námastöðvanna í Englandi og Wales og halda fólkinu i skefjum. Það hefir siðast gerst i málinu. að ráðgjafar fengu verkamenn og vinnuveitendur á fund á þriðju- dagsmorgun. Eftir fárra mínútna viðtal gengu námaeigendur af fundi og höfnuðu öllu samkomu- lagi. Gekk Asquith þaðan rakleið- is á þingfund og tjáði þinginu, að engin von væri um sættir og skor- aði á þá að láta ekki sitt eftir liggja að afstýra þjóðarböli og þeirri hættu sem öllu landinu stæði af verkfallinu. Var þá samþykt áður umgetið frumvarp stjórnar- innar nálega í einu hljóði, með því að Unionistar greiddu ekki at- kvæöi og frumvarpið þegar sent til lávarðadeildar. Lávarðar skutu jafnskjótt á fundi og samþyktu frumvarpið við fyrstu umræðu og er sagt að það verði að lögum á fimtudaginn. En ekki verður verk- fallinu slitið fyrir því. með því að langan tima mun það taka að koma sér niður á verkalaunin i hverju héraði landsins. Á Þýzkalandi heldur verkfallið áfram og er sagt, að 300 þúsundir manna hafi lagt niður vinnu. Róst- ur hafa þar orðið og upphlaup æði víða. I Bandaríkjum horfir til stríðs me ðvinnumönnum í kolanámum og eigendum námanna. Þeirra samningum um verkakaup er lok- ið með þessum mánaðamótum, og hafa margar tilraunir verið gerðar til þess að koma sér saman um nýja, en ekki tekist. Verka- menn halda fram kröfum um meira kaup, en hinir neita og fer nú alt í þverúð með þeim. Æski- legt er það vitanlega talið af flest- um, að kaup verkamanna verði hækkað, strið og deilulaust,' með þvi að almenningur verður að bera kauphækkunina hvort sem er, og tapið líka sem af ver'kfallinu hlýzt, ef til þess kemur. —Við fjöllistaskólann í Kaup- mananhöfn treysti einn stúdentinn sér ekki til að taka próf, þó timi væri til þess kominn, og fékk svo annan til að “ganga upp” fyrir sig. Prettunin komst upp meðan á prófinu stóð, og fengu báðir al- varlega ofanígjöf hjá stjóra há- skólans. Námuslys. Nálægt bænum Welch í Vestur Virginia í Bandaríkjum, varð slys i kolanámu á þriðjudaginn.af sprengingu. Að verki voru í nám- unni 100 menn, komust 11 þeiria upp úr henni, sem næst voru op- inu og lézt þó einn þeirra, þegar upp kom. Hinir. sem neðar voru, 89 að tölu létu allir lífið. Náman hafði verið skoðuð nokkrum dög- um áður af þar til settum mönn- um, og úrskurðuðu þeir. að engin hætta væri að vinna þar, en það reyndist á annan veg. Þrjátíu og þrjú lik bafa fundist niðri í nám- unni. Þjóðerni og brennivín. Félagið "Þjóðemið” hélt skemti- samkomu þann 22. \larz í borðsal King Edward Hotel að Winnipeg Beach. Skemtun var fjölbreytt og tókst eftir vonum: upplestur Mr. M. Hjörleifssonar tókst vel; ræða J. Kjernesteds var aðallega um "að menn ættu að koma saman til að hlæja, tala samam og kyssast”, og drekka áfengi, hefði Jón mátt bæta við, því á þeirri samkomu voru menn helzt til ölvaðir. Einn landi var barinn til skemda af kyri- blending, er var auðsjáanlega und- ir áhrifum víns; við öðru er ekki að búast, þegar Hotel eru höfð fyrir samkomustað, og það er von- andi að “Þjóðemið” hafi svo mikla sóma og siðferðis tilfinning, að halda ekki fleiri samkomur á vínsöluhúsi; því J>ó peningalegur gróði sé mikill, þá eru svona sam- komur ekki þjóðerniselgur gróði að sama skapi. JPfóffemisvtnur 6 Beach. Tollabyrðin. öldungaráð Canadaþings hefir sett nefnd til þess að rannsaka hver áhrif það mundi hafa að létta tollum af varningi sem Bandaríkja menn og Canadamenn kaupa hver- ir af öðrum. Fyrir þeirri nefnd hafa vitni borið ýmsir merkir menn úr Vestur-Canada, og koma þau öll i einn stað niður. Banda- ríkin, segja þeir, geta ekki kept við okkur hér að því leyti að við fram leiðum betri landbúnaðarv’örur, betri hesta, betra heiti. betri gripi — og fólk, sem stendur þeim ekki að baki. Canadamenn geta kept við hverja sem vera skal um víða veröld, ef ekki er lagður steinn í götu þeirra af landstjóm- inni. Ef við fengjum að standa jafnt að vígi eins og aðrir, fyrir tolla-álögum. þá höfum við enga ástæðu til að óttast samkepni við nokkra þjóð. v Og ef bændur í Canada geta það, þá ættu verk- smiðjueigendur og auðfélög að geta það engu síður. Vestanmenn setja sig hvergi úr færi, að berjast á móti tolla ber- serkjum og auðkýfingum, sem leggja þunga byrði á þá, til þess að þeir geti rakað saman auð og lifað i allsnægtum. Orðhákar í embættum, -Canada hefir vafalaust frek- ari orðháka í háum embættum. heldur en nokkurt annað ríld 5 viðri veröld. Hér í vom fylki er fólkið orðið þessu vant og virðist ekki kippa sér upp við, að stjóm- endur þess brúka því verri munn- söfnuð, sem þeir duga ver til að stjórna. Frá ráðgjöfunum í Ott- awa er almenningur þessu óvanur fyr en í ár, að conservatívar kom- ust að. Er skemst á það að minn- ast, að hermálaráðgjafinn nýi, Col. Sam. Hughes, skrifaði bæjarstjóm inni í Moose Jaw svo dónalegt bréf, að þingmaður bæjaiins, Mr. Knovvles, varð að kvarta undan ruddaskap hans á þingi. Þess þarf varla að geta, að hann kunni sig ekki svo vel, að afsaka klúr- yrði sín, þó öllum þingheimi of- byði . Það er ekki nóg með, að conservatívar hér í landi hafi tekið upp stefnu conservatíva flokksins á Englandi. sem er flokkur auðfé- laga og ríkisbubba, heldur virðast þeir hafa tekið sér til fyrirmyndar skrílblöð þess flokks, sem vitan- lega eru stóryrtari og klúrari í orðum en nokkur önnur málgögn. Fiskiveiðar í Noregi. Við Lófót í Noregi ligggja nú 16 gufuskip og 92 seglskip til fiski veiða. og er veiðin stunduð frá þeim á bátum, er Norðmenn kalla "doriur”. Þrjú þúsund. farkostir ganga þar til veiða þessa vertíð, en norðan frá Finnmörk og suður fyrir Stavangur er svo mikil fiski- ganga. að um miðja vertíð var kominn fimrn; sinnum meiri fiskur á land heldur en alt árið í fyrra. Þegar síðast fréttist, vfer komin hálf þrettár.da miljón fiska á land í Noregi og var rúmur þriðjungur þar af hertur. Síldarveiði er sögð þar i meðallagi. Dæmdar hafa verið mjög margar af þeim konum, er fóru herferð nióti búð- argluggum í London í þvi augna- miði að afla sér kosningaréttar. Sumar fengu fjögra mánaða fang- elsi upp í misseri en öllum var slept, sem iðruðust verka sinna og lofuðu að gera ekki ilt af sér oft- ar. Ódæmt er enn sakamál 4 hendur forsprökkum þessara upp- hlaupa og ófundin er enn sú stúllea sem einna mest bar á og nú er á flótta einhvers staðar, og felur sig til þess að komast ekki í réttvís- innar hendur. Járnbrautarslys Slys hafa orðið á brautum C. P. R. þessa viku meir en nokkru sinni áður. í Ontario urðu tvö slys með manntjóni, annað á fimtudag- inn og hitt á sömu slóðum á laug- ardaginn var. Tvær lestir rákust á, er önnur kom að vestan með ýmsan varning, hin að austan með farangur og gripi iun •' tjenda. Þeirri sem að vestan kom. hafði verið skipað að biða á hliðartein- um þangað til hin færi fram hjá, en þeirri skipun gleymdu eða mis- skildu lestarstjórar og héldu á- fram. Mættust lestirnar nokkr- um mínútum síðar, báðar á hraðri ferð, brotnaði þar fjöldi vagna í mola og alt sem í þeim var, og jafnvel brautarhryggurinn tættist sundur niður að jafnsléttu, svo að þar er stórt skarð í hann. Þrír lestarmenn fórust þar og einn bóndi, er fylgdi gripum sínum á leið til heimilisréttarlands síns hér vestra; þeir voru fáir, sent með lestunum voru, og meiddust allir mikið. Annað tjón af slysinu er mjög mikið. Á Soo braut þessa sama félags vildi til það slys á þriðjudags- morgun, að fólksflntningslest hrökk af teinum og slösuðust 15 farþegar meira og minna. Þegar lestarstjóri fann að togreiðin hrökk út af, við það að teinn brotnaði undan henni, þá reyndi hann þeg- ar að stöðva lestina ,og var búinn að taka skriðinn af þegar hinir vagnarnir runnu yfir skarðið. Er það þakkað snarræði hans, að ekki varð manntjón. Friftur í Kína. Hinn nýi forset,i Yuan Shi Kai hefir unnið embættiseið sinn, sór hann það við “hið kínverska þjóð- veldi”, að vinna að gagni lands og lýðs og leggja niður völd, þegar þjóðþing, er til skal stofnað á þessu ári, vilji svo vera láta. Hon- um er nú hægra um vik um land- stjórnina, síöan hann fékk nokk- urn hluta af láni því er stórveldin útveguðu honum, en alt um það vilja peninga menn ekki sleppa því nema með samþykki þingsins í Nankin. Engin tíðindi hafa bor- ist af hryðjuverkum síðustu dag- ana og af herferð Mongóla norðan úr landi> til liðs við keisara, virðist nú engin kunna að segja. Eng- inn var viðstaddur þegar Yuan sór eið sinn, af útlendra þjóða full trúum, nema fulltrúi Bandaríkja, og þykir þaö gefa bending um, hverjum Yuan treystir bezt til liðveizlu. Elis G. Thomson og kona hans komu hingað í vikunni alfarin frá Gimli, og ætla til Vancouver að setjast þar að. Af stríðinu. Af hinni ósögulegu styrjöld milli Tyrkja og ítala segir fátt, þó til vopnaviðskifta hafi komið með þeim i Tripolis nálega á hverjum degi. Bardagi stóð með þeiin ný- lega i lieilan dag á hæðum nokkr- um. Féll þar drjúgum lið af báð- um. en þó meir af Aröbum og létu þeir undan síga að lokum. Italar brúka flugvélar til njósna. Ein sli-k flaug yfir einar stöðvar Araba fyrir skömmu, og lét detta sprengi- kúlu í herbúðir þeirra, og drap hún tólf menn og særði enn fleiri. Ekki sakaðist flugvélin af skotum Araba. ítalir hafa sent menn í landeignir Englendinga, suður og vestur af Egiptalandi, til þess að afla sér málaliðs til hernaðar, en verðtir litið ágengt. Sjófloti íaliu liggur í Grikklandshafi og sitnr um Dardanella sund og skip Tyrkja: sá heitir hertoginn af Abrtizzi er ítalska fotanum stýrir og hleypti hann flota Tyrkja fram hjá sér og hlaut af mikla óvirðing. Uppreisn í Mexico. Þar hefir ófriður magnast stór- kostlega á skömmum tíma og horfði jafnvel til þess um stund, að Madero mundi fá hin sömu forlög og svo margir aðrir, sem þar hafa forsetar verið á undan honum, að vera rekinn úr landi. Það mun hafa bjargað lionum, að Taft forseti bannaði með samþykki þingsins, að selja uppreisnarmönn- um vopn frá Bandaríkjunum, og lagði við 10 þúsund dollara sekt og 2 mánaða fangelsi ef út af væri brugðið. Uppreisnarmenn höfðu safnað 4 miljónum dala í sjóð og söfnuðu málaliði i ákafa, en sá heitir Orozco, er helzt hefir for- ustu fyrir þeim; og er ærið harð- fengur. Hann hefir gefið út aug- lýsingu um það, að hann skuli taka af lífi Madero og alla hans ætt- ingja, ef þeir komist á hans vald. Svo er sagt. að bráðlega muni til skarari skríða og vænta menn höf- uðorustu rnilli liðsafla beggja áður en langt um líður. Hvaðanæfa. -—Stúlka nokkur syngur í einu helzta leikhúsi í Parísarborg, þíð °í? Þæ&- Henni þótti ekki nóg um sig talað upp á síðkastið, svo að hún tók það ráð, að fá sér maura- bú og hafði þau í stássstofu og gestastofu sinni, og hafði það sér og gestum til forvitni og skemtun- ar, að horfa upp á athafnir maur- anna. Þeir störfuðu að klefasmiö, öfluðu matar, mötuðu unga sína og háðu orustur eins og þeirra er siður. Stúlkan hafði sitt fram; blaðamenn komu hlaupandi og hvert blað ,sem nokkurs er metið, flutti myndir af henni og maura- búum hennar— Margt hafa stúlk- urnar tekið upp á til þess að vekja umtal. Dæmi eru til þess, að þær hafa borið lifandi skelpöddur í hárinu, apaketti á öxlunum og jafnvel lyngorma. —í Toronto skeði það á fimtu- daginn, að kona nokkur, Mrs. Orr. háttaði börn sín þrjú, tók svo skrúfjárn er hún hafði fengið að láni, og opnaði gaspípu, lagðist svo niður hjá bömunum og beið dauð- ans- Þau mistu öll lífið. Bréf fanst eftir hana til konu er fæst við andatríiar kukl, og bjó í því sama húsi. Sagði Mrs. Orr í bréf- inu, að hún hafi ekki séð glaðan dag síðan hún komst í kynni við hana og kukl hennar. Rannsókn er hafin um þetta efni. —Dr. Tuffier heitir nafnkend- ur sáralæknir í París. Hann hefir gert tvent sem nú er orðið frægt, annað það. að hann tók hælbein úr fæti, er nýlega hafði verið tek- inn af stúlku, og setti það í olboga- lið á ungum manni, er skemdur var. Síðan er nú meir en ár og er maðurinn nálega alheill. Hitt sem hann gerði var það, að hann skar upp olbogalið, er skemdur var af “tubercolosis”, og skóf skemd- ina af liðamótunum. Siðan tók hann brjósk af Ieggjarbeini, er tekið hafði verið af öðrum manni fimm dögum fyr, og græddi svo liðinn. Þetta gerðist fyrir 14 mán- uðum og er nú maðurinn alheill. —Alþekt blað í London segir frá því, að þaðan séu að leggja upp tvær hefðarmeyjar að leita að földuni fjársjóðum á ey einni í Suðurhöíum. Þær hafa leigt lítið gufuskip til fararinnar af rikis- nianni einum, sem og verður í ferðinni. Fjársjóðurinn er margra miljóna virði sagður og grafinn í jörð af sjóræningjum, en skýrslu úm alt þetta segir sagan, að þær hafi fundið í British Museum. — Stjórnin brezka á eyland þetta, og sendi hún þangað mann með þess- um stúlkum i fyrra sumai'- Þær voru þar þá í fimm vikur. að leita; að því búnu fengu þær leyfi stjórnarinnar til að “ganga í háug- inn” gegn því að greiða þriðjung ■hins fundna fjár í ríkissjóð. Ur bænum Ilerra Björn Líndal er staddur hér um þessar mundir. Það má heita frásagnar vert að Th. Oddson & Co., fasteignasalar, hafa leigt helminginn af 4. lofti er snýr út að Portage avenue, í hinni nýju stórbyggingu Sterling bankans á homi Smith street og Portage ave. Þeir búast við að vera komnir í þessa nýju og skraut legu skriftsofu um 1. Maí. Herra A. S. Bardal skrapp suð- ur til Emerson nýskeð. Þar í grend, við Leteliier P. O.. keypti hann tvo gæðinga afþragðsfallega, sem ráða má af þvi, að þeir höfðu unnið verðlaun fyrir prúðleik sinn á sýningu hér i fylkinu. Þeir eru 5 vetra gamlir og hinir beztu grip- ir. Ekki vildi herra Bardal segja hvað hann hafði gefið fyrir þá, en trúað gætum vér því, að þeir hafi orðið nokkuð dýrir. Herra P. P. Jökull frá Minne- ota, Minn., var hér staddur í vik- unni. Hann sagði alt bærilegt að frétta að sunnan nema tíð í kald- ara lagi eins og hér. Engir farnir að sá í hans bygðarlagi þegar hann fór af stað, og una bændur þvi illa. Sáning byrjar vanalega mán- uði fvr hjá þeim heldur en Canada mönnum. Alsánir akrar í Minn- eota um þetta leyti í fyrra. Mrs. Th. Stuart frá Melville, Sask., er hér í kynnisferð í bæn- um. Hún dvelur hjá Mr og Mrs. M. Paulson á Beverley stræti. Þær eru systur Mrs. Stuart og Mrs. Paulson. Herra G. S. Breiðfjörð frá Churchbridge var hér staddur í verzlunarerindum þessa viku. Mr. Breiðfjörð er að byrja harðvöru- verzlun í búð Arnason and Sons í Churchbridge. og rekur hana und- ir sínu nafni frá þessum mánaða- mótum. Mr. Breiðfjörð er uppal- inn í þvi bvgðarlagi og er vel þekt- ur þar um slóðir. Hann óskar við- skifta landa sinna og annara bygð- armanna. Verzlið við Breiðfjörð. landar góðir, hann mun gera eins vel við ykkur og nokkur annar. Mikið fjör er sagt í fasteigna- verzlun í Selkirkbæ og hækka lóð- ir þar óðum í verði að því er sagt er. Maður nokkur kevpti þar fjórar lóðir í fyrra fyrir $1,000. en vom boðnar í þær nær $4.000. Liberal klúbburinn heldur fund í kveld TimtudagJ. Tveir góðir prisar verða gefnir í verðlavm. Komið og keppið um þá. Snemma og allir. B .F. Lögberg óskar að fá 4 drengi til að bera blaðið út um bæinn. Hentugast væri að einn þeirra ætti heimili austan við Agnes stræti, annar austan við Beverley stræti, þriðji vestan við Beverley stræti og sá fjórði fyrir norðan Notre Dame Ave. Þetta bitnar á W.peg. Mikil gremja er hér í bænum út- af athæfi stjórnarinnar í því máli, sem hún sækir svo kappsamlega, að auka réttmæti rafmagnsfélags- ins, Winnipegborg til skaða. Fjölda margir merkir borgarar hafa látið gremju sína í ljós út af því. Alex. Macdonald, fyrrum borgar- stjóri, segir svo, að hann geti ekki greint með vissu, hve langt félag- ið færir sig upp á skaftið í þessum kröfum sínum, en hitt sé alveg vist, að það biðji um langt um meira en það kæri sig um að fá, muni svo slalca til í samningunum, og fái svo á endanum einmitt það sem það hafi sókst eftir. Mr. Macdonald vill að borgarstjóri og bæjarstjóm kalli saman borgara- fund þegar í stað, til þess að mót- mæla, og ef stjórnin lætur sér ekki segjast, heldur geri hvað hún get- ur til þess að skerða rétt borgar- innar til hagsmuna fyrir alþekt auðfélag, þá sé sjálfsagt að taka til örþrifráða og láta hendur skifta. Bæjarstjórn hefir fengið lög- mennina Isaac Campbell K. C. og A. Andrews til þess að glima'við félagið frammi fyrir þeirri þing- nefnd, sem hefir málið til með- ferðar. Stendur daglega miki! rimma þeirra á milli annars vegar og Colin Campbells hinsvegar og þeirra lögmanna, sem félagið hef- ir fvrir sig. Borgarstjóri og bæj- arráð fer og þangað og hlustar á með athygli á það sem fram fer. Borgarar ættu að sinna þessu máli: það snertir hag hvers einstaks bæj- arbæja og borgarafélagsins í heiU sinni. Gleymum þvi heldur elcki. að þetta er eitt vitni um stefnu conservatíva í þjóðmálum—: að láta auðvaldið styðja sig til valda og styðja svo auðvaldið af alefli, þegar þeir eni kosnir í völd. Mrs. Frank G. Jónannsson I á t i n . Mrs. Frank G. Jóhannsson and- aðist 9. Marz að Svold, N. Dak. Banameinið var brjóstveiki, sem hafði þjáð hana um mörg ár. Hún var jarðsungin hinn 13. s. m. í grafreit Hallson-safnaðar. Mrs. Jóhanneson hét að skirn- arnafni Ingibjörg og var dóttir Guðna Tómassonar ýThompsons) og eiginkonu hans á Svold; en giftist Frank G. Jóhannssyni I- Jan. 1905 og átti með honum eitt bam, sem ásamt föður sinum lifir hana. — Alt hafði ver.ið reynt til að lækna hina látnu; meðal annars fór maður hennar, sem er verk- vélafræðingur, með hana suður til St. Paul og vann þar fyrir þeim mikla kostnaði, sem þurfti til þess að halda hana á spitala fyrir brjóstveikt fólk nálægt St. Paul; svo hjúkruðu henni aðstandendur með samvizkusemi og nærgætni. Móðir hennar var hjá henni lengi Mrs. F. G. Jóhannsson. síðasta timann; hjálpaði hún með dygð og þolinmæði tengdasyni sín- um, og er hann henni mjög þakk- látur fyrir það; en ekkert dugði, sjúkdómurinn herjaði og sigraði þrátt fyrir alt, sem gjört var. Hin unga látna kona lætur eftir sig eiginmanninn í djúpri sorg og litla fagra stúlku. Hún var vel gefin og vel að sér um margt; vildi fegin gera öllum gott; en kraftarnir til alls brugðust; bæði leið hún sökum sársauka líkamans og svo líka af þvi, að hinn skæði sjúkdómur eyddi öllum sálarkröft- um. En með þolinmæði og án þess að kveina tók hún hlutskifti sinu; og hughraust og treystandi frelsara sínum gekk hún i dauð- ann. Þetta segja þeir ,sem hana þektu og voru með henni daglega, og þetta er gott mannorð, sem lif- ir í endurminningunni eftir að hún er hnigin til moldar. Fjöldi fólks fylgdi henni til grafar- Péturs- kirkja var við það tækifæri full af kunningjum og vinum lengra og skemmra að, og sást þar hve vinsæl og vel metin kona þessi var. —Auk eiginmannsins og dóttur- innar lifa hana gamlir foreldrar og tvö systkin. Blessuð endurminning. X.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.