Lögberg - 06.06.1912, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.06.1912, Blaðsíða 1
tiQbef q. 25. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 6. JÚNÍ 1912 NÚMER 23 h . > Kepni Breta og Þjóð- verja. Þar var komið frásögninni, er ÞjóSverjar juku tillög til flota síns uni 20 miljónir dala, umfram þaS er áöur var ráö fyrir gert. Havaöann af sínu mikla flotabákni hafa þeir á tveimur eða þremur höfnum Þýzkalands, á næstu grös- um viö Bretland. Þvi þykir Bret- um mál til komiö, aö sýna lit á móti og hafa dregiöi saman herskip sín og skipaö til landvamar norö- ur meö Englandi. Flotamála ráö- gjafi Churchill hefir og fengiö því framgengt, aö leggja til herskipa- smíöa á þessu ári 15 miljónir dala umfram áætlun, en þaö er helrrv ingur tekju afgangs þessa árs. — Þeir sitja nú á rökstólum á eynni Malta í Miöjaröarhafi. hinir æöstu valdamenn Breta. Asquith kom aö vestan meö flota ráögjafanum Churchill og hershöföingjanumi Hamilton, sem er æöstur í her Breta, en Kitchener kom austan af Egyptalandi. Þaö er látiö í veöri vaka aö umræöuefni þeirra sé meöal annars þaö, hve ftalir gerist umsvifamiklir í Miöjarðarhafi og gangi á eylönd Tyrkja, en annars veit enginn um þeTrra ráðagerðir. Hinum nýja sendiherra þjóö- verja í Englandi, Baron v. Bieber- stein, var haldin kveöjuveizla í Miklagarði núna umhelgina. Hann hafði þau orö í ræöu sinni, aö hann ætti bratta leiö fyrir höndum og grýtta, en hann mundi gera þaö sem keisarinn legöi fyrir sig aö vinna og verja til þess allri orku. Barúninum er ætlað aö bæta sam- komulagiö milli Breta og Þjóö- verja, og þykir til þess bezt fall- inn af öllum þó aö kominn sé hann yfir sjötugt. Á Frakklandi eru nýafstaönar kosningar til sveit arstjórna, en þær þykja nokkurs verðar fyrir þá sök, aö hrepps- nefnda menn taka þátt i kjöri fulltrúa til öldungadeildar. Af kosningum þessum þykir mega ráöa, að sá þingmála flokkur, sem ráöiö hefir mestu um stjórn lands- ins um síöasta áratug, sé í aftur- för, en þaö er bræðingsflokkur sosialista og hinna frekustu breyt- inga manna (radicalsj. Sósial- istar segja nú þessa bandamenn sina broddborgara og auökýfinga, þó geystir séu gegn klerkum og miölungs stéttunum, og slitu viö þá félagsskap allvíöa. Ekki er þó álitið, aö konungstjórn sé nokkru nær því en áöur, að komast aö á Frakklandi, heldur að eins ný skip- un og samtök þingflokka. — Nýj- an þingforseta kusu Frakkar ný- lega og varö fyrir þeirri kosning Paul Deschanel, nafnkendur maö- ur. öllum þótti vel til þess failinn flotaráðgjafinn Delcassé, en hann dró sig í hlé, áöur en til kosning- ar kom. Þaö er oft, aö þingfor- seti veröu'r forseti þjóöveldisins, ef hann reynist vel, og því er þessa hér getið. ’ Þaö er í frásögur fært aö Parisarborg tók nýlega lán til 41 miljón daia. Bæjarbúar buöiu fram fé 82 sinnum meira en viö þurfti; sýnir þetta hve auðugir þeir eru. Dæmd í fangelsi. Forsprakkar þeirra kvenna, sem ollu óeiröum og eignatjóni í Lund1- únum, voru nýlega dæmdir i 9 mánaöa fangelsi, þó án erviöis- vinnu. Það var Mrs. Pankhurst, sem alþekt er og hjón nokkur, aö nafni Lawrence, sem halda út blaði fyrir atkvæöisrétti kvenna, yfrið frekorðu. Þeim var sýnd hin mesta nærgætnt meöan á rétt- arhöldum stóö, og refsaö) vægt, meö því aö lög heimila tveggja ára betrunarhússvinnu fyrir álíka yf- irsjónir. Dómarinn kvaö svo að oröi, er hann sagöi upp dóminn, aö hann mundi hafa lagt á þau léttari refsing, ef þau heföu sýnt á sér iörun fyrirí afbrotin, í staö- inn fyrir aö lýsa því aö þau mundu taka til á nýjan leik, þegar færi gæfist. Kvenmennimir létu illa viö úrslitum málsins, og kvenfólk sem í rétti var, kallaöi hástöfum: “Svei! Svei!” Annars eiga nú þessar uppreisnarkonur fáa for- mælendur á Englandi. 1 Ktna virðist alt ganga hljóðalítið upp á siðkastið. Skoti® var á forsetann Yuan nýlega; rnaður kom inn í veizlusal, þarsem hann sat aö mat- boröi meö mörgum höföingjum og skaut á hann nokkrum skotum; Yuan hvessti augun á moröingj- ann og hreyfði sig ekki, enda varð ekki mein aö skotunum. Morð- inginn var handsamaöur og reynd- ist bera hefndarhug til lorseta fyr- ir það, að honum brugðust em- bættisvonir. Ráðaneytis forsetinn Tang er í þann veginn aö segja af sér; það komst upp, að hann haföi borgað Dr. Sun um eina máljón dala án heimildar, og tekiö lán hjá belgisku félagi án samþykkis stór- veldanna. Hann hefir lofað reikn- ingsskilum og f járlögum á hérlenda vísu. Stjómin hefir lýst stefnu sinni í stjórnmálum, þykist ætla aö koma á kviðdómum, endurbæta her og flota mál, stofna þjóöbanka til aö koma fjármálum landsins i gott horf, stofna barnasköia juni alt land og gjörbrevta fyrirkomu- lagi kennslumála, svo og skatta löggjöf meö því meðal annars, aö koma á almennum skatti eftir efn- um og ástæöum. Nú sem stendur er það brýnasta þörf Kína stjórn- ar aö fá fé td láns, til þess aö láta nokkuð til sin taka innanlands. Fuitlrúar stórveldanna hafa setið á rökstólum og ráðist um þaö-, hváö hvert skyldi leggja til af þeim 300 miljónum dala, sem Kin- verjar þurfa á að halda. Sá fund'- ur fór út um þúfur, meö þvi aö Rússar og Japanar héldu fram skilyrðum, sem hinir vildu ekki samþykkja. Þó er búist viö, aö sjötti partur af þeirri upphæö komist í hendur Kínastjórnar í haust, enda mætti þaö heita næsta hlálegt af stórveldunuml aö banna henni aö taka lán nema hjá þeim, og láta svo ekkert af hendi rakna, þegar á þarf aö halda. Verkföll og sósíalistar. Þeir sem annast hleðtelu og af- ferming hafskipa i Lundúnum, hafa ekki tekiði upp verk þegar þetta er skrifað. Þeir heimta hærra kaup og þaö meö, að vinnu- veitendur haldi geröa samninga, en þaö hafi þeir ekki gert aö und- anfömu. Verkamenn hafa sýnt sig viljuga til samninga, en hinir ekki. Þaö þótti uggvænt um sinn, aö' mjög margir verkamenn um alt land mundu skerast í leikinn og leggja niður vinnu, en nú virðist sú hætta hjá liðin og von um aö sættir komist á. Hinir iðjuláusu ve’-kamenn hafa haldiö fundi und- ir bem lofti, en engar óspektir hafa þeir framiö meö nokkm móti og þykir fágætt. — Tom Mann heitir foringi verkamanna á Eng- landi, sá er skoraði á hermenn, að hlýöa ekki, ef kvaddir væru tiJ-aö skakka leikinn, meöan á kolaverk- fallinu stóö í vetur. Hann var dæmdur í sex mánaöa fangeJsi fyrir drottinsvik, en er nú náðaður af stjórninni, ásam.t öömm er framiö' höföu hiö sama afbrot. —I Budapest geröti sósíalistar miklar óspektir út af þvi aö kos- inn var til forseta á þingi þeirra Ungverjanna greifinn Tiza, er staöiö haföi fast í móti rýmkun kosningaréttar. SósiaJistar kvöddu verkamenn til aö hætta vinnu, og daginn eftir varö upphlaup í borg- inni meö vígum og mannskaöa. Þá var kirkja brotin og verk- smiðja brend. Herliöii var dreift um alla borgina og lauk meö því upphlaupinu, aö *höföingjar sósíal- ista kvöddu verkamenn aftur til vinnu, meö þvi aö þessi hriö heföi skotið stjóminni þeim skel'k i bringu, aöi hún mundi verða þjálli í meöförum eftirleiöis. Keisari fær áminnmgu. Elsass og Lothringen, þeim fylkjum er Þjóðverjar unnu af Frökkum 1871, var gefin stjómar- sikrá nýlega með þingi og nokk- urri sjálfstjóm, Vilhjálmur keis- ari kom þangað nýlega og þótti þing fylkisbúa hafa gert ööru vísi en honum líkaöi. Steig þá keisar- inn í stói og hélt hirtingaræöu yfir þinginu og fylkisbúum og tók meöal annars svo til örða, aö hann gæti eöa mundi brjóta stjórnarskrá þeirra í smátt, ef þeir höguöu sér ekki á þann veg, sem honum lík- aöi. Þeir í Elsass létu ekki á sig fá og fóru sinu fram. En þegar keisari kom til Berlínar, þá tóku sósialisti einn þetta upp á þingi þar; kvaö hann stjómarskrána vera samþykta af ríkisþingi Þjóö- verja og1 því engum heimilt, aö breyta henni eö'a brjóta. Þaö lét hann fylgj.a, aö ef Englands konr ungur heföi hlaupiö svo á sig, þá mundu þarlendir menn hafa annað hvort rekið hann af riki eöa veitt honum ókeypis framfærslu í ein- rúmi á einhverjum afviknum staö. Kanslarinn og aörir ráögjafar keisara gengu af fundi meöan sós- alistinn lét skammimar ganga, en almenningur á Þýzkalandi fagnaöi þessari ofanigjöf, og þótti Hún makleg og tímabær. Kanslarinn og höfðingi- arnir. Lloyd-George hefir landstjórn á Englandi meðan Asquith er utan- lands. Til umræðu er á þingi frumvarp um þaö aö afnema rik- iskirkju' í Wales. Kanslarinn not- aði tækifæriö til þess aö gefa höfðingjunum á Englandi ósvikiö olbogaskot, en þeir hafa veitt mesta mótstöðu hinum miklu um- bótum hans, bæði hinu nýja jaröa- mati, skatta löggjöf og aiþýöu og ellistyrks lögum. Hann tók svo til orða, aö á Bretlandi væri tak- markálaust einveldi 10,000 smá- kónga, er heföu fengiö auð sinn og rikdómi þegar kirkjan var rænd og rúin um siðaskiftin. Þá rann undir þá auður og vald, sem þeir síöan hafa notaö til þess aö láta almenning þjóna iindir sig bœöi í daglegum verkum og störfum og í landstjórn og lagasetning. Þess- um mönnum ferst ekki aö brigsla öörum um trúleysi, þó afnema vilji lögboöna kirkju í þeim, lands- hluta, þar sem allur almenningut: heyrir ööru kirkjufélagi til. Vér erum ekki guðniöingar, þó aö vér viljum afnema rikiskirlyu, þar sem nálega hver maöur tilheyrir fríkirkju. Og þann dag í dag eru fríkirkjumenn aö reisa ölturu hin- um alvalda um endilangt landiö. Orrahriö almennings viö höföingj ana er byrjuð en ekki á enda kljáö 'og sigur í þeirri orustu munu höfðingjar ekki vinna, heldur al- þýöan. Conservrativar á Englandi hata og hræöast engan mann eins og hinn snjalla og harösnúna kanslara, Lloyd-George, og viö engan mann hefir almenningur á Bretlandi fest meiri trygö og elsku heldur en viö hann. Roblin var 25 ár ýmist bóndi eöá komkaupmaður. Maöur skyldi því halda, aö hann heföi gott vit á kornmyllum, og þaö efar enginm Eigi aö síður keypti hann korn- myllur fyrir fylkiö nálega tveim þriöjungum dýrara heldur en þær voru verðar. Hann snaraöi heilli miljón úr fylkissjóöi í kommy.llur, sem nú fæst varla 300 þúsund fyr- ir. Mundi nokkur trúa því, aö Roblin ftafi ekki vitað betur? En ef hann hefir gert svona stryk viljandi og vitandi betur — ætti þé ábyrgðin ekki aö veröa nokkuö þung? $§&f8fsS!|g8ð&3f$$8£g33££8688$§}ifS8l 8 8 Field Marshall, H.R.H. the Duke of Connaught, 8 landstjóri Canada, sem opnar sýninguna hér í 2 Winnipeg, miÖvikudaginn 10. Júlí næstk., og Sfrú hans, sem einnig verður viðstödd við þetta g| tækifæri. Upphlaup í Belgíu. Þegar þaö varö kunnugt, aö klerkavinir í Belgíu heföu unniö sigur í hinum nýafstöönu kosning- um, þá geröu 'sósíalistar upphlaup víðsvegar um land, og kvaö svo mikið aö, aö nærri stappaði upp- reisn. í Antverpen gengu her- menn í lið meö uppreisnarmönnum og fóru um bæinn með húsbrotum og ólátum. í Liege og Verviers kom til bardaga með herliöi og sósíalistum og særöust þar og féllu um 50 manns, og víöa annarsstað- ar kom til blóðugra bardaga. Mjög margar kirkjur hafa sætt árásum og munkasetur, einkum Krist- munka. í sumrnn borgum hlóöu uppreisnarmenn vígi á strætum og böröust þaöan viö lögreglu og herliö; vígin hlóöu þeir af hús- munum er þeir rændu í nærliggj- andi húsum, borðum, stólum og skápum, svo og af götugrjóti og strætavögnum og hverju ööru, er þeir náöu til. Herliöi var dreift um landiö, um 50,000 manns, og er nú taliö aö óeiröunum sé lokiö. Verkamenn hafa lagt niöUr vinnu i kola og málmnámum og mikill æsingur er og hatur milli Wallóná, sem byggja suöur’iluta landsins, og Flæmingja, sey eru skyldir Þjóðverjum. og búa noröantil. Wallónar eru katólskir og tala frönsku, en hinir eru mótmælenda trúar og hatast viö klerkavaldiö. Kosningin syðra Kosningu kjörmanna til Chicar go þings þar sem forsetaefni verö- ur útnefnt af hálfu Republicana, er nú lokið um öli Bandaríki. Eft- ir frásögn blaðsins New York Herald, sem staðið hefir fast í móti Roosevelt, er svo aö sjá, sem Taft og hann standi nokkuð jafnt aö vigi; þaö blað gerir þannig upp allra á milli: Taft á 492 atkvæöi vís, Roosevelt 459, La Follette 36 og Cummins 10. Eftir því þarf Roosevelt 86 atkvæöf til þess að vinna, en Taft 48. Bardaginn var óður og veröur rnjög hart sóttur þegar á kjörþing kemur. Þaö er grunur margra, aö R. muni veröa álitinn sigurvænlegri til aö ná for- setakosningu fyrir flokkinn, og hljóti því útnefning á kjörþingi. Af Demókrötum er þaö sagt, aö enginn þeirra er þar sækja til for- seta tignar, hefir nægilegt fylgi til þess aö ná útnefning á kjör- þingi. Þó er Clark þeirra afla- mestur. halda tollgaröinum, en congress-I inn ekki. Þaö mál mun bíöa næsta þings. Þingmenn Dakota og allra þeirra rikja, sem næst hggja Can- ada, svo og bændur víöa um Ban- daríkin, fylgja því fast, aö halda uppi tollmúrnum. Hvaðanæfa. Úr bænum I fyrri viku fóru héðan úr bæn- um suður til Mordennýlendu þær Mrs. C. Ingjaldsson og Mrs. Guö- ríður Stephenson; þær ætla aö dvelja hjá Mrs. S. Jóhannson, dóttur Mrs. Stephenson, um tima. Alvaran sýnir sig. Þeir höföu hátt um þaö, for-i sprakkar conservatíva, i seinustu kosningum, að þeir skyldu byggja og starfrækja á landsins kostnaö kornhlööur á helztu komverzlun- arstööum vestanlands. Þeir kák- uöu lika viö lðggjöf urn þaö á síðasta þingi. Nú er það fariö aö sýna sig hver alvara þeim var. Gamli Foster var látinn kveöa upp úr meö þaö fyrir skömmu, aö stjórnin væri óráöin í málinu. Hún mundi gera tilraunir, aö eins til- raun á einhverjum einum staö, en hann.baö menn vel aö merkja, aö þaö yröi aö eins tilraun. Ef aö líkindum ræöum, þá láta þeir reisa komhlöðu eða kaupa á landsins kostnað fyrir geypiverð og leigja svo eöa selja einhverju auöfélag- inu þegar minst varir. Þeir þurfa ekki langt að fara til aö læTa list- ina. Roblin getur kent þeim. Afnám tolla milli Canada og Bandaríkja, sem samþykt var af Bandarikjaþingi fyrir ári síð'an, fyrir atbeina Tafts forseta, er þar nú til umræöu. Senatiö vill —Fyrir helgina geröist þaö í Vancouver, aö þrir ræningjar gengu í hótel þar í bæ og upp í herbergi, þar sem .margir mienn sátu að peningaspili; þeir höfðu byssur á lofti og skipuðu öllum aö halda upp höndunum, sem inni voru. Ræningjamir tóku um 1000 dali af spilamÖnnum og héldu svo sína leiö, eins og ekkert heföi í skorist. —Assiniboine áin er að vaxa og rennur víöa upp á bakka. í Bran,- don er flóöiö svo mikið þessa dag- ana, að fólk flýr úr húsum, sem eru umflotin af vatni. —Þingkosningar eru nýlega af staðnar i Belgíu; stóð! baráttan milli sósialista og klerkalýðis og unnu hinir síöarnefndu mikinn sigur. Þeir höföu aðeins 6 at- kvæðá meiri hluta á síðasta þingi en hafa nú 16. —Þrjú þýzk herskip hafa verið send til Bandarikja í vináttu skyni og orlofsferð. Þeim var fagnað af Taft forseta meö allmikilli viö- höfn. —Látinn er í Clayton í Banda- rikjum Wilbur Wright, sá er fann upp svo miklar umbætur á flug- vélum, aö farið var að fljúga langar leiöir yfir láö og lög. Hann tók einkarétt á umbótum sínum í hverju landi og varð stórrikur. Þeir bræöur unnu sifeldlega aö umbótum flugvéla og síöustu mán- uðina voru þeir aö rannsaka hvernig á þvi stæöi, aö fuglar gætu haldiö sér í háa Iofti án þess aö hreyfa vængina, og geröu marg ar tilraunir til þess aö herma þaö eftir þeim. Þaö þykir mikill skaöi fyjritr flugilistina;, aö þessi maöur féll frá i broddi lífsins. —60,505 manns flutti C. P. R- félagiö á lestum sínum um vetrar- mánuöina, sem er meira en nokkru sinni áöur um jafnlangan tima. Ekkert slys átti sér staö á brautum félagsins meöan á flutningi þessa fjölda stóð. Vöruflutningar ' Té- lagsins um sama tíma voru meiri en nokkru sinni áöur. Eins og auglýst er á öörum staö heldur Miss S- Friðriksson piano- recital meö nemendum sinum í efri sal Goodtemplarahússins mánu dagskveld þ. 10. þ.m. Hún hefir fengiö loforð fyrir aðstoð ýmsra góöra söngmanna og hljóðfæra- leikenda. Herra Jósef Daviösson frá Bald- ur kom til borgar í vikunni, aö stunda smíðar eins og fyrirfarandi sumur. Hann segir ágætar horfur í Argyle-bygð. Herra A. S. Bardal, kona hans og elzta dóttir Aðalbjórg logðu af staö héðan úr bænum i íslands- ferö, fyrst suður um Bandaríki en síðan noröur til Montreal. Þau stíga þar á skip með hinum Is- landsförunum. Á föstudagskveld komu saman í húsi þeirra H. S. Bardals og konu hans nokkrir vinir og verkamenn A. S. Bardals ('um fjörutíu manns alls) til aöt kveöja hann, konu hans og dofEur sem þangaö höföu veriö boðin þaö kveld. Herra H. S. Bardal bauö gestina velkomna og kvaddi því næst séra Rúnólf Marteinsson ti aö ávarpa feröafólkiö. Talaöi hann snjalt erindi bæði á islenzku og ensku ('því aö nokkrir gestanna voru enskirj og afhenti ferðafólk- þrjár gjafir; A. S. Bardal vandaö- an kiki, Mrs. Bardal Manicure set og Miss Bardal gullhring. Herra A. S. Bardal þakkaði gjafimar meö hlýlegri ræö(U. Síðan vorui fram bomar myndarlegar veiting- ar og skemtu menn sér eftir þaö viö söng og samræöur lengi fram eftir kveldinu. — Samferöa Bar- dalsfólkinu suður urðu Mr. og Mrs. Chisweil og dóttir þeirra, sem einnig em á leiö til íslands. Mrs. J. J. Bildfell lagði af staö heim til íslands i gærmorgun og nær í íslendingahópinn í Montreai. \ mánudagskveldið geröu nokkrir vinir og kunningjar þeirra Bild- fellshjóna Mrs. Bildfell óvænta heimsókn á heimili hennar til aö kveöja hana. Miss Kirstín Her- mann haföi orö fyrir gestunum, og talaöi vel og skörulega. Aö end- ingu óskaöi hún Mrs. Bildfell far- sællegrar feröar og heillar aftur- komu og afhenti henni frá gestun- um aö gjöf “travelling rug”. Mrs. Bildfell þakkaöi gjöfina og hlý- leikann sem sér væri sýndur með heimsókninni. Siðan vom fram fram bornar góöar veitingar, er gestirnir höföu meö sér haft, og skemtu menn sér hið' bezta fram til miðnættis. Hófiö sátu um þrjá- tiu manns. Verö á fasteignum í vesturhluta bæjarins em alt af að stíga og sér- staklega nálægt Portage Ave.; t. d. er fetið á Dominion stræti aö sögn komið upp i $35, var $25 snemma í vor. sem Þeir herrar S. D. B. Stephans- son og Þorsteinn Þorsteinsson fóru i gegn um borgina i gær á leið til íslands. Mr. Stephansson hefir rekiö verzlun í Leslie, Sask., í siðastliöin 5 ár, en seldi verzlun sína i vetur og hefir síöan stundað fasteignasölu í Leslie. Mr. St. er fæddur i þessu landi en á ætt í Húnaþingi; kona hans fer með honum, aö sjá ættingja sína í Borgarfirði; faðir henner er Ámi hreppstjóri á Oddstöðum í Lundareykjadal. Mr. Þorsteins- son hefir búiö nálægt 12 ár viö Foam Lake og er gildur bóndi. Hann er ættaöur úr Homafiröi í Austur Skaftafellssýslu. Þeir fé- lagar bjuggust við að koma aftur í Septembermánuði. Á fundi stúkunnar Skuld í þess- ari viku veröa margvíslegar skemt- anir um hönd hafðar. Gott aö allir Goodtemplarar komi þar og njóti góðs af. Séra Láms Thorarensen kom viö hér í borginni á mánudaginn var á leiö til íslands. Hann hefir veriö prestur að Garöar, N. D., nokkuö á annað ár, og hefir verið einkar vel látinn. Síöastliöinn vet- ur hefir hann verið mjög heilsu- veill. Honum varð samferöa að sunnan Jónas Hall, sem fylgir séra Lárusi alla leiö til Montreal þar sem smáhópar íslandsfaranna sið- ustu mætast og veröa samskipa austur um hafið. Tólf landar veröa alls í þessari Islandsferð- inni..

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.