Lögberg - 06.06.1912, Blaðsíða 7

Lögberg - 06.06.1912, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 6. JÚNI 1912. 7 DE LÁVAL CREAM SEPARATORS Ódýrastar þó beztar séu. Hver skynsamur maöur vill eignast þaö sem bezt er af hverju sem er, en hiö bezta er oft þeim um megn og þvíveröa þeir aö sætta sig viö það sem lakara er. En þegar um rjómaskilvindu er aö ræöa, þá vill svo vel til aö hinar b e z t u eru ó d ý r a s t a r, og er þaö mjög áríö- andi, aö hver sem kaupir skilvindu viti þetta. Meira aö segja, hiö bezta er miklu meira áríöandi þá um skilvindur er aö ræöa en í nokkru ööru efni, þvi að þar er .undir kominn sparnaöur eöa eyösla tvisv- ar á dag allt áriö um kring í mörg ár. Þaö er satt aö vísu, að De Laval vindur kosta lítiö eitt meir til aö byrja meö en sumar lélegar skilvindur, en þaö er bverf- andi í samanburöi víö þaö, aö þær spara verðitf sitt á ári hverju, mnfram hverja affra skilvitidu og endast f tuttugu ár, þar sem aörar skiluindur endast aöeins í tvöár Og ef hiö upphaflega verö er einhverjum ofvaxiö, þá má kaupa De Laval með svo vægum kjörum aö hún beinlínis borgar veröiö sitt sjálf, meö því sem hún sparar. Þetta oru merkilegir hlutir aö vita fyrir hvern sem kaupir skilvindu og hver De Laval sali mun feginn sýna og sanna hverjum sem ætlar sér aö kaupa skilvindu. Ef þér þekkiö ekki þann De Laval sala, sem næstur yöur, er, þá skrifiö þeirri aöalskrifstofu vorri, sem næst yöur er. THE DE LAVAL SEPARATOR CO. 14 Princess St., WINNIPEG 173 William St., MONTREAL Alþýðuvísur. öfugmæla vísur hafa Digbergi borist víösvegar aö ásamt munn- mælasögum uin þaö, hvernig þær eru til orönar, þar á meöal frá herra Jóni Þóröarsyni á Mountain, N.D., Mrs. Th. Búason, Winni- pegosis, herra Jóni Halldórssyni, Sinclair, Man., og herra Asgrími Sigurðssyni, Skagfiröingi fornum, sem nú á heima í Upham, og hefir tvö ár hins 9. tugar. Þessum ber saman um, að visurnar séu orktar af manni er leysti með því líf sitt og nefnir Mr. Thorðarson þar til Tindala-íma. Nafni hans Hall- dórsson getur þess, a‘ð annari sakamaður hafi leyst sig undan | hegningu með því að búa til vísu-, stúf, er enginn gæti botjnað, og hafi þá kveöið þetta: Eg er að smíða hom í högld hagleiks snild er burtu sigld. Enginn gat prjónað neðan viö fyr en löngu seituia. er Hallgrímur Pétursson kont á ping og smelti í þessum botni: Tllugi deydrli tröllið Tögld, trúi ég hún væri brúna ylgd. En unt öfugmælin er þaö vafa- laust sannast er segir í bók dr. Jóns Þorkelssonar um kveðskap Islend- inga á 15. og 16, öld, að þau séu ort af Bjarna Jónssyni, Borgfirð- ingaskáldi, er talinn er liafa dáið snemma á 17. öld. Hann var eitt bezta skáld á Tslandi um sína daga, að dómi dr. T. Þ., og hefir ort fjölda af sálmum. Sálrmtrinn: Heyr mín hljóð, sem enn er 1 sálmabókinni, er eftir hann. Rírrv ur kvað hann líka, þar á meðal af Flóres og Leó: hann dó frá þeim, en Hallgrímur Pétursson lauk við þær. Sagt er og að Amuratis rím- ur séu eftir hann. er svo byirja: Amuratis hilrhir hét. hann um guð ei skeytti. Andskotanum Mahómet mesta þjónkun veitti. og er sú vísa alkunn. Þar er og þessi kröftuga veizlu lýsing: Rumd* i mörgum rusta þá, ruggui5li kollum til og frá. En um öfugmæli Bjarna scgir hinn lærði dr. J. Þ. hið sama, sem vikið er á í bréfum til vor, að vís- ur hans muni ef til vill* ekki hafa fleiri verið 1 upphafi en um 20, þó að alls tilfæri hann 91 vísu, sem honum eru eignaðar í ýmsum hand ritum; enginn kann nú að greina, hverjir orkt hafi við brag Bjarna; það er ekki ólíklegt, að margir hafi orðið til þess, jafnvel fram á daga þeirra manna, sem nú lifa. Vís- urnar eru nokkuð misjafnar, og skulu hér tilfærðar flestar jieirra. sem í áðurnefndri bók finnast. Eftir 'vepjulégan .foriná-la tuu “Suttungs mjöð” og “Kvásis lög” byrjar skáldið öfugmælin í 5. er- indi þannig: Þar fæ eg til sagna sezt og Suðra ferju reisi: í upphafi er allra bezt u mliugs'ún a rí eysi. Bezt er að vera bráðr í raun og býta ilt við marga, véla af öðrum verkalaun og voluðum lítið bjarga. Fljúgandi eg sauðinn sá, saltarann hjá tröllum, hesta sigla hafinu á, hoppa skip á fjöllum. Vikurkol er í vaðstein 1æzt. vatn til Ijósa brúka, á grjótinu vex grasið mest, gildir steinar fjúka. Smérið er 1 skeifur skást, skurniö ljónum heldur. í lifkaðal má fífan fást, frýs við potta eldur. Séð hef eg páska setta um jól, sveinbarn fætt í elli, myrkur bjart, en svarta sól, sund á hörðum velli. Séð hef eg kapalinn eiga egg, en álptina folaldsjúka. úr reyknum hlaðinm' \-ænan vegg, úr vatninu yst var kjúka. Eldi er bezt að ausa í sjó, eykst hans log við þetta, gott er að hafa gler í skó þá gengið er í kletta . Nálykt læzt til heilsu og held, hérmeð sveigju i glerum, fundið hefi eg oft frosinn eld og fiskiveiði í hverum. Fundist hefir oft fífan græn, við frost trú eg kopar renni, heilaga held eg Buslubæn, þvi blessun. er nóg í henni. Bezt úr tjörti blekið er breytta að rita stafi, á hafinu sést oft hrafnager helzt í miðju kafi. Fljóta burtu flæðisker, fljúga upp reiðarhvalir, hlágrýtið er blautt sem smér, blý er hent t þjalir. I undirdýnu eitrað sverð aungvan held eg tæla, herralega húsgangsferð og hyggna mammons þræla. Hland og aska er lient í graut, hreint fer verst á drósuin, inst í kirkju oft er naut, en ölturu sjást i fjósum. Örnina sá eg synda á sjó, svanurinn hræið étur, kisa í djúpi karfa dró, en kýr rær öllum betur. Eátur er bezt í augna rann ýrt með dropa feitan, það er liolt fyrir þyrstan rnanin að þamba kopar heitan. Logandi ís eg líta fékk og ljóma af hrafni standa, hrækja dauðan heyrði eg rekk, hljóminn sönglist granda. Við gólfið er í húsum haf, hátt trú eg mylsnan risi, bezt er að þvo úr bléki traf og bera i hákarlslýsi. Blýið er í borinn hent, brennisteinn til ve:ða, trú eg oft sé tunglið brent, tjörunni rnaðkar eyða. l'jara er góð i tröf og sót, taglhár bezt ti.l skyrtu, lieyrt hefi eg i borðsálm blót, en blíð orð töluö í firtu, Hunda elskar hrafninn mest, hleypur jarðföst þúfa, tóa er í trygöum bezt, tálsömust er dúfa. Lambið er grimt, en ljónið spakt. leti upphaf dvgða, húsgangsmenn hafa hæstu akt. en höfundur rógttr trygða. Fiskurinn hefir fögnr hljóð, finst ltann oft á heiðum. ærnar irenna efn'a Uóð eftir sjónum brei'ðunt. Hrafninn talar málið manns, músin flýgur víða, ketlingurinn kvað við dans, kaplar skipin smíða. Gott er að taka grös í mó með gamvetlingi loðnum, einnig leggja lín í sjó, laxi beita soðntim. Allra bezt er ufl af sel, æðardúnn í þvöru, maökar svngja mikið vel, mýsnar éta tjöru. Kisa spinnur bandið bezt, baulur kunna að saga. hrafninn oft á sjónum sést synda og fiskinn draga. Silungurinn sótti lyng, sval'an hrísið brendi, flugan úr gulli gerði hring, geitin járnið rendi. Katarskinns eg kerti sá, koparhútt væna, meðalaglas af mjúkum snjá og mjöll tá jörðu græna. Blý er gott í beitta þjöl, boginn stein má rétta, á fjöllunum vaxa frábær söl, í fjömnni berin spretta. Tjaran hvergi tollir við, tinið. heitt má beita, sætur tæta selshárið sarrtan við ulluigeita. I eldi miðjum einatt frýs, enginn viðhum kyndir, á flæðiskeri eru flestar mýs, fallega hrafninn syndir.( Örnin smíðar ægis dýr, álftin jámið rekttr, hvaflr mjólka hross og kýr. hákarl grösin tekur. Grjótið er hent í góða löð\, úr glerinu nagla smíða, (\) hörðum strengjtimi helzt era vöð, hundi skást að ríða. Gott er að láta salt í sár og seila fisk nteð grjóti, bezt er aö róa einni ár 1 ofsaveðri á móti. Oft er í klettum álpta gren, einatt kjóinn jannar, aldrei dettur asni í fen, enginn maður harmar. Við hita sólar hauðrið frýs, harkan járnið bræðir, í eldinum brennur ekkert hrís, ’ aldrei vatnið flæðir. Aldrei bítur brýndur fleinn, betra er stríð< en friður, í vatninu syndir sérhver steinn, sekkur greniviður. Sauðurinn stóran hefir hóf„ hestar á klaufum ganga, allir hafa elsku á þjóf, sem iðkar breytni ranga. Af þyrnum vínber fyrðar 'fá, fíkjur á þistlum standa, vatni og sméri hverum hjá holt er saman að blanda. í eldi sviðna engin hár, ísinn logar vatna, eitur er gott 1 öll þau sár, sem eiga fljótt að batna. Vissi eg marga veiga gnál úr vatni smérið strokka, hunangið lika hver ein má af hellusteinum kokka. Kuldi á vori ketnr vel fé og krapafjúkið þétta, eðla beztu aldine á eyðijöklum spretta. Blindir dæma bezt uni lit, l>árur í vindi þegja, í kálfunum er kónga vit, kýrnar frá mörgu segja. Rjúpuna sá eg ráða draum, rauðkembingar hlæja, stokköndina stíma taum, stekkinn ullu tægja. Sá eg krabbann syngja á bók, silungana kemba, hafgígjuna binda bók, bjarndýr æmar temba. Lóan hefir lipta hönd, leysir marga hnúta, selur vefur sokkabönd, svinið. vefur klúta. Á botni’ vatna búa eg sái bændur rika og snauða, aldrei sjatnar ólga í sjá, enginn ktúðir dauða. Hevrt hefi eg baulu hörpu slá, hestinn organ troða. filinn smíða fínan ljá, . flærnar brauðið. hnoða. Séð liefi eg hestinn sjónuin á, sig’a og retina færi, hákarlinn er heima að slá, en hrafnar snúa snæri. Oftast nær er álftin brún, en hann krummi hvitur, skundar fé um skeljungs tún, sko hvar blýið flýtur. Klauifum mjólka kýrnar úr, kálfar sjálfir mæla, úr hörðu stáli stökkur skúr, stelkinn vefinni hræla. Laxinn hefir langa hönd, lýðum vil eg það greina, ýtar þurfa engin bönd ef ótemju skal reyna. Cr eitri er bezt að eta graut, af aurnum lýsið bræða, moka í sjóinn breiða braut, brauð af steinum snæða. Hamar úr klaka hafa má, hesta járna úr gleri, úr hrossataði harðan ljá, hvella klukku úr sméri. Stóran má hafa stein i dufl, standa á járni heitu, úr þokunni gera þykkan kufl, þurka traf i bleytu. Vænt er að sækja vatn í meis, vani er það hjá lýðum, með^selanót hann uppí eys, eg hefi séð það tiðum. í bróðerni við1 borð eg sá bita af sama diski krumma, örn og ketti þrjá kom vel saman hyski. Krurnma sá í krambúð eg kaupa varning nýtan. út á borðið elskuleg að honum rétti krian. Séð hefi eg köttinn syngja á bók, selinn spinna hör á rokk, skötuna elta skinn 5 brók, skúminn prjóna smábands sokk. Séð hefi eg flóna flóa mjólk, fallega lúsin heyr upp bar, kjTnar bræddu kertatólk, ketið sjóða rjúpurnar. Séð hef eg hundinn herlega slá, háfinn skrifa lítið bréf, hákarl láta skæni á skjá, skollatóu festa upp vef. Séð hef eg skötuna skrýdda kjól, skrifandi ýsu henni hjá, hámerina stíga í stól, steinbit syngja gloriá. Séð hef eg marhnút mjólka geit, margan þorskinn sníða kjól, karfann fara í kúaleit, köinpung smiöa skriptastól. Séð hef eg hrútinn salta fisk, sitja kúna inst í kór, graöung éta grjón af disk, graðskötuna moka flór. Hrútinn sá eg hri.ngja í kór, hestinn gráa albrúnanfnj, laxinn flá af blautan bjór, bitran ljá úr spýtu fann. Hafa þeir dún í hafskipin harðagler 1 möstrin stinn, elta þeir steininn eins og skitm, í ólar rista fugl'sbeinin. Séð hef eg glima sel og hest, silunginn spinna allra bezt, hrafninn symda (&) hafið út, hákarlinn drekka úr brennivins kút. i Þær visur, sem úr hafa verið feldar, eru ýmist öðrum líkar, eða óhöndulega rimaðar, svo að þeim er slept hér. Mr. G. J. Erlendsson, Edin- burg, N. D., hefir bent oss á, hvar visumar væri að finna, Mr. Sigm. Long sömuleiðis og það enn fremur, að öfugmæli finnist í viki- vakasafni Ólafs Davíðssonar, er Bókmentafélagið gaf út. iMr. Long segir þá munnmælasögu um Húsafells-Bjarna, er talinn er fmmhöfundur vísnanna, að Þbr- lákur biskup Skúlason. fékk hann norður að Hólum, til þess að yrkja sállma, fyrir sig og i sania skyni tók hann til Hóla alþekta skáldkonu á þeirri tíð, er kölluð var Sigga skálda. Þeim lenti sam- an skáldtinum og vom þeirra kveðj ur ekki mjúklegar. en sálmaverkið féll niður. Fór í flóðið. Borgarbúar margir munu halfa veitt þvi eftirtekt, að Assiniboine- áin hefir verið með mesta móti undanfarnar vilcur. Fyrra föstudag var hæst í henni og þann dag gerði hún usla í því þorpi sem heitir Miflwood og stendur við ána ekki alllangt héðan. Þar var stór mylla við ána, fimm lofta há með vélum og öllum útbúnaði; hana tók fljót- ið og fleytti henni hratt með straumi; þar er brú a ánni skamt fyrir neðan, þar festist myllan á, og var það urn sinn, að' allir óttuð- ust, að hún mundi brotna eða sviftast af. en þaö varð þó ekki. Katlar stórir voru 1 múrhúsi hjá mylkmni, það tók straumurinn og flutti með sér katlana, eins og báta á hvolfi. niður eftir aflri á. Svo vel vildi til, að ]>eir skutust undir brúna milli stólpa, annars hefði hún áreiðanlega brotnaö. Skað- inn er metinn á 20 þús. dollára. Tilkynning til qripa- oq akur- yrkju-bœnda í . , . SASKATCHEWAN Samkvæmt lögum Saskatchewan fylkis eiga allir graðhestar af hreinu kyni eða blönduðu, hvort sem þeir era leiddir til eða leitt er undir þá, að skrásetjast í Department of Agriculture. Hver bóndi, sem graðhest notar. ætti að sjá til þess að eftirrit skrásetningar skirtein- is hans sé prentað á auglýsingamar um hestinn. Þess er hér með beiðst að hver sem hefir áhuga á framförum í hestarækt i Sas- katchewan og því, að verja bændur svikum, sendi aðstoðar ráðgjafa akuryrkju mála í Regina nafn og áritun þess manns, sem uppvis verður að því að ferðast um með grað- hest, sem hefir ekki verið skrásettur. Gjald fyrir skrásetning graðhesta, bæði of hreinu og blönduðu kyni, er $2.00. Ef leitað er skrásetningar um graðhest af hreinu kyni, þá verður að sýna vottorð um það, svo og skirteini fyrir því að sá sé eigandi hestsins, er leyfisins beiðist. Ekki verð- ur vottorð tekið gilt, sem gefið er af stjórnarvöldum í útlöndum, hvorki í Englandi né Bandaríkjum, og ekkert nema útgefið sé af stjórnendum Canadian National Live Stock Records í Ottawa. Á hinn bóginn ef graðhestur er af kyni, sem finst ekki á stóðaskrá i Canada, þá verður hann ekki settur á skrá í Saskatchewan sem kynbóta graðhestur, nema hann sé á einhverri stóðskrá, sem viðurkend sé af akuryrkju ráðaneyti Canada lands, enda sé þi.r til tekinn eigandi sá sami og skrásetningar beiðlst. Látið hendur standa úr ermum fram að uppræta illgresi í yðar bygð. Takið hönd- um saman við eftirlitsmmn stjómarinnar og herjið á illgresið á jörðum yöar og segið þeim til um illgresi á óbygðum löndum, vegrum o. s. frv. Sáiö ekki illa hreinsuðu hör sæði í nýja akurreitinn. Yður mun kom aö betra haldi að ári, ef þér sáið ekki óhreinu sæði í nýbrotið land, heldur baksetjið á réttum tíma og sáið alveg hreinu sæði næsta vor. Ef svo er, að þér höfðuð ekki tök á diska plægingu síðasta sumars, þá kostið kapps mn að gera það snemma í ár. Diskamir drepa mikið af illgresis nýgræðing, flýtir fyrir uppkomu annars, svo að honum verði eytt síðar og gerir mylsnubreiðu á yfirborði, sem heldur raka í jörðinni þangað til þér farið að plægja. Herfið kornakra þegar upp er komið, herfið aftur þegar stöngin er fjögra þuml- unga há og jafnvel seinna, þegar hún er komin sex þumlunga upp úr mold. Stjórn fylkisins veitir örugga liðveizlu samtökum bænda til mjólkur og rjóma búa. Margir bændur era svo vel settir og vel efnaðir, að þeim er ekki ofvaxið, að hafa stórt bú góðra mjólkurkúa, en þeir hinir sömu lifa nú nálega þurrabúðar lífi og eiga fullörð- ugt með aö ná í rjóma og smér til heimilis þarfa. Hver bóndi ætti að vita hversu mikinn arð hver einasta mjólkurkú gefur, því að sumar kýr borga jafnvel ekki fóðrið sitt. Babcock’s Test and Scales ættu að vera til á hverju kúabúi og hver sem þau áhöld brúkar, fær fljótt að vita hvað hver kýr gefur af sér. Markmið allra ætti að vera, að hafa enga kú á búi, er gefur minna en 250 pund af fitu um mjólkurtímann. Það er er betra að hafa fimm kýr er hver gefur það af sér, heldur en tíu, er gefa helmingi minna. Þeir sem leggja litla rækt við kúabúið og trassa það — þeir eru mennimir, sem láta verst af kúaræktinni. Enginn kemur sér áfram í neinni stöðu með því móti, og mjólkurkúa ræktin er engin undantekning. Um upplýsingar um hvað eina viðvíkjandi akuryrkju, griparækt. heimilisréttar lönd- um o. s. frv., skal leita til Department of Agriculture REGINA, SASK Kartöflur. Eg hefi |>etinan vetur lifað við jurtamat, stundum eingöngu, en stundum mestmegnis, og eg er þó fyrir nokkru korninn á þá trú, að þegar nokkur suðræn aldin eru frá talin. þá séu kartöflur bragðbezta og hoflasta fæðan. Eg veit nú aðþ vísu, að lesendttrnir mundu ekki taka mikið mark á þessu, ]>ó að j eg segi það, því að eg er mjög ís-1 lenzkur ínaður. og Islendingar þykjast þurfa að sækja mestalt! sitt vit í útlendinga, jafnvel livað þeir eigi að halda um sjálfa sig i og sína sögu. Og nú vill svo veij til. að eg get í þessum efnum vitn- að í menn. sem eru mjög útlendir, þar sem eru þeir Hindhede læknir og Horace Fletcher. Horace | Eletcer er auðkýfingur úr Vestur- heiini, sem hefir sér það til skemt- unar á elliárunum, að rartnsaka livaða fæðutegundir séu hollastar, j og er slikt æðf. nytsamt og lofs- vert. F.n fram til fertugs liafði Fletcher haft til skemtana ýmnsk j legt, sem ekki revndist eins holt, j þar á rneðal að jeta bæði vel og j mikið. Og um fertugt segir hann að heilsan hafi verið farin. En þá tók Fletcher til svipaðra ráða cins og Nebúkadnesar, sem hafði víst verið skrambi svallsamur frainan af iefinni: eg segi auðvitað ekki. að hann hafi farið að bíta gras, I eins og sagan segir um Nebúkad- I nesar, en ef til vill með nokkuö j skáldlegum orðum, en hann fór að leggja sér til munns jurtajnat. og það litið og varð heill heilsu. Ann- ars má lesa tim þetta í Itóknm eftir FJetcher, sein einhver ætti að skrifa utn, og eins er vonandi. að einhver af lækmmttm segi frá til- raunum Hindhede, sem hann nú nýlega hefir ,gefið einhveirja skýrslu um, og láta blöðin svo sem það muni vera fagnaðarboðskapur fyrir gigtveika menn. Horace Fletcher kom hingað til Skodsborgar á jólum í vetúr og) flutti erindi um áhugamál sín. Hann var ern og frísklegur að sjá og hafði ]x> ekki bragðað anna'ð en kartöflur í 24 daga. Og mér hefir verið sagt nýlega, þó eg viti ekki um sönnur á því, að harm hafi ekki lagt sér annað tfl mumns en kartöflur á þessu ári. En eg geri ráð fyrir, að kartöflumar hafi verið góðar. Sé nú þetta rétt. að kartöflur séu svona hollar til matar, þá væri | það ekki litlir gagnsmenn, sem gætu komið íslendingum til að auka kartöfluræktina að miklum j mun, og kent þeim að geyma ]>ær og matreiða, þvi að skemdar kart- öflur og illa soðnar eru fráleitt hollar. Rófur era sjálfsagt Iíka tnjög holl fæða. Það má víst fara uokkuð eftir því, hvað það er, sem börn sækjast eftir. Sjáið ánægju- svipinn í bami, seiu fær sykur- mola, og sykur er mjög holl og nauðsynleg fæða. sem menn ættu að varast að kalla mutiaðarvöru, meðan sú þýðing er lögð í orðijð sem nú er. Að leggja toll á sykur er að minni ætlun að niíðast á fá- tæklingum, og vona eg að þeir, sem því ráða. verði svo tnannúð- legir, að halda ekki áfram að leggja þyngstu byrðamar á þá, sem sízt geta borið þær. Skodsborg, 29. Marz 1912. Hclffi Pétursson, — Lögrétta. I ROBIWSON iS Warners lífstykki sem aldrei ryðga. Frábær- lega liðug, ágætlega falleg í sniðum, þœgilegust af öllum Parið á........$2.00 Lin«eri búningar kvenfólks $S.OO Þeir eru $18. íO viröi; stærð- ir 34 og 36, lítið eitt kvolað- ir, vel gerðir og trímmaðir. Lérepls treyjur kven- 161 ks $7.5o Alklæðnaöur kvenna og barna $1.79 Kvenstígvél 95c. Patent og Vici Kid, kosta vanalega' $2. 50 og 3. 50 ROBIHSON SJS 1 V w Allir játa að hreinn bjór sé heilnæmur drykkur Drewry’s REDWOOD LAGER Er og hefir altaf verið hreinn malt- drykkur. BIÐJIÐ UM HANN E. L DREWRY Manufacturer, Winnipeg. SEYMOUR HOUSF MARKET SQUARE WINRIPEB West Winnipeg Realty Company 653 Sargent Ave. Talsími Garry 4968 Selja hús og lóðir í bænum og grendinni; lönd í Manitoba og Norðvesturlandinu, útvega lán og eldsábyrgðir. Th. J. Clemens, G. Arnason, B. Signrðsson, P. J. Thomson. AUGLYSING. Eí þér þurfið að tenda peninga til ís- lands, Bandarfkjanna eda til efnbrmre staSa inaan Canada þá nmiB Dwintai Bsv press Cotnpanj t Monejr Order% ManUtit avssanir eCa póatsendingar. lág iðgjöld. ABal skrifsofa 212-214 Bannatrne Ave. Bulman Block Skriéstoður dtkMfsr um boagma, og ðthxn borgiun <sg þoipum WSevegar nir andtS maBJracn C*n. Pac. Járnbruutu Gott kaup borgað karlmönnum meðan þeir læra rakara iön. Fáeinar vikur þarf til námsins. Stöðurút- vegaðar fyrir allt að $20 um vikuna. Fáið vora sérstöku sumar prísa og ókeypis skýrslu. Moler Barber CoRege 2q2 Pacific Ave. - Winnipeg Eitt af beztu veitingahÚMKn bsej- arins. Máltíðir seldar á 33 œots hver, —$1.50 á dag fyrir faefSi c* gott herbocgi. Billiard-stofe <* sérlega vönduð vínföng og vindl- ar.—Ókeypis keyrsla til og frá á járnbrautarstöCvar. ýohn (Baird, eigandi. ]y[ARKET JJOTEL Viö sölutorgið og City Hall $1.00 til $1.50 á dag Eigandi: P. O’CONNEJLL. slenzkur starfsmaður: P. Anderson Hverjum aldri heyrir sín vild. Gömlu fólki ætti að líða vel og svo verður. ef það tekur inn Chamber- lain’s Tablets til að örva meltinguna og hægðirnar. Þessar töflur hafa milda verkun og henta sérlega mið- aldra og gömlu fólki. Fást alstaðar.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.