Lögberg - 25.07.1912, Blaðsíða 2
2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JÚU 1912.
STEPHAN G. STEPHANSSON.
Formáli.
Eg hefi' efnt og fariö þessa ferð
Fjandskapslaust, og bótum liugsa að una.
Fyrirgefning verður einskis verð
Við það studd, að gleyma sér að' muna.
Hefi reynt, að rekja um eina spönn
Refilstig í undan-flótta vorum.
Fundið blána, bvrgðra alda fönn,
( Blóðdrefjar í þessum máðu sporum.
LEIÐARHVAMMUR.
I.
Fyrir ofan fossa,
Fjallgarðs undir hrammi,
Lest í leiðar hvammi
Levsti klyfjar hros.sa.
Rrátt úr blaki sloppin
Bleytu-storms frá vargi.
Undir bús að1 bjargi
Brekku-varið skroppin.
Þíðan úti. Þverá ófær var,
I Þoka á heiðum, krapa-regn frá ströndum.
Hljóp við spreng og spyrndi úr báðum lönduin
Strauma-rek sem renslið ofan bar.
Utan-snúinn austan-garri stóð
Upp á móti hverjum dala straumi —
Ferða-tjaldið, stangað silki-saumi,
Hirðstjórans var reist, uns féíli flóð.
Voldugum tepti yeginn
Vötn og stormur ljótur.
Bjarg varð veðúr-brjótur,
Brekkp-öxl þar-megin ■ ,
Varði hvamm að vestan
Vinda austan-taki,
Undir opnu þaki
Úti-skjóla beztan.
Æst og mórauð, milli bóls og fjalls
Miðja brekku sýnist Þverá verja,
Fela vað og fylla götu hv^rja. ^
* Brýnum. ferðum bönn til áframhalds.
Æ var mannhætt yfir 'Gljúfravað:
Uppi gígar, fossa-hlaup að neðan,
Botnlaust nú. — Svo biða varð á meðan
Nætur-frostið setti ánni að.
ir.
Hlátra og hávært yndi
Huldi tjaldið hvíta.
Helzt var rætf til lilíta :
Hvar í sveitum myndi,
Fyrir fúla Jænna
Farartálnmnn langa,
Vænst til veizlu-fanga, '
\ íns og fríðra kvenna.
Fremstur skemti skósveinn vald&mapnsins,
Skrópa-kurteis, vilmáll, dönsku-bjestur.
Hirð-glæstastur, heima-lubbi mestur.
Uppgangs-mögur íslenzks þræla-kyns '
Xefndur Lárús Landvömm undan hlust,
Lárenkrans í viðræðum og herrf
Þegar liann var heldri-skó að þerra,
Eða troða druslur oní dust.
Hinn sem honitm stendur
Hærra og öllu landi,
Dóli og vina-vandi,
\’ar frá Danmörk sendur.
Hér var hreinsun þaðan
Hæfileg til valda —
Þjökuð þjóð má gjalda
Þann, og stæfsta, skaðann: / j "
Erlend valdstjórn úti-seljum kýs
Úrgangana sína og þeirra tiðast,
Sent þau eiga að heiðra. hlýða, þýðast.
Þó að helzt sé vanhöld af þeim vjs —
Fleira ett Lárus fylgdar-liðið var,
Fengið til að sitja, ganga, standa.
— Iáka var til lægra tjald því handa —
í þeim tug á eimim stórum bar:
Hóls og hneisu vönum
Halli opinmunni
Vel sem verða kunni
Virkta-skáld með Dönum. \
Sér að ýta að eyra
Yfirmanna sinna
Flest hann vildi vinna,
Verða grey að meira.
Alt sem þjóð hans orðið gat til háðs
Ýkju-drýgt til hæðsta markaðs bar hann.
Sú var ljúf í leiðindunum, varan
Tafnt að öldri og rekstri stjórnar-ráðs.
Að i kjöltu konungs-miskwinar
Krypi fólk var bótin meina hverra.
Göfugt launbarn einhvers erlends herra
Sagði alt, ef efnilegt það \ar.
Fermdur fyndni-orðum
fífl í snöpum loddi,
Sníkja af annars oddi
Als sem datt af borðum.
Sagði af sunnlendingum
Sjóvetling nú flettan,
Lækkuð lambhús-hettan
Líka á norðlendingum.
Svo var honum innrætt ómegðin,
Að hann trúði viðgangs lands það tefði
Ef að karl á koti sínu hefði
Annað vit og vilja en konungurinn.
Þungt á höm hans hafði lagst, að er
Hættu-stórt inn ill-volduga að’ styggja.
Fyrirleit þá þrjósku, að vilja ei þiggja
Eign og forsjá æðra valds á sér.
III.
Hevrist hátt í ranni
Höfuðsmaður segja:
“Þetta er auvirð eyja
Óhæf konung-manni!
Flyt í Höfn úr fári.
Fyrir vel-reitt gjaldið
Leigi þér land og valdið
Lárenkrans að ári.”
Glatt var svarað: “Sæmdar-auki mér
Sá er góður. Hitt er stórum verra,
Þér á Island eydduð, dartski herra,
Þeirri tign sem of-góð hingað er.
Konungs-boð og erindi þitt alt
Ótrautt mun eg hér í landi rækja,
Yðar rétt frá alþýðunni sækja. —
Kaupi völd og virðing, sé það falt.”
Steyttur storku-btylur
Stökk um gil af múlum.
Matsæld, ölværð, ylur
Undir væddum súlum,
Afstýrð ísa-krej>jan,
Úti-tjölduð hretin.
Vos og veður-nepjan
Vel af stokki setin.
ÞVERA.
I.
Úti i eyrar-slakka
Aðu tveir í næði,
Sveiptir söðul-klæði,
Söðull undir hnakka,
Hirðmanns hesta-sveinar.
Heiman skyldu-kvaddir.
Hlífðiu ei hömlur neinar,
Hvar sem væru staddir.
Áttu ei tjald-rúm. Skamt var heim til hlaðs
Háttum ná í ekkju-sona garði.
Móður-húsið hinum-megin vað's
Heirn að Bjargi- ófær Þverá varði.
Þannig undir eigin húsa-vegg
Úti um nótt 4 beru svæði lágu,
Vafðir líni loftsins sktigga-gráu,
Norðansnjónum. Nóttin gekk í hregg.
Svöl var sængin drengjum,
Samshlúð bræðra tveggja.
Enn var eitt rúm beggja —
Arfoss lék að strengjum,
Stór-raddaður straumur
Stundi og gall úr hyljum,
Eins og gljúfra glaumur
Gengi á með byljum.
Sjöstirnið við syðri Haukatind
Silfur-s’kildi yfir Nónskál hengdi.
Heiðt til jökla, frosin fjalla-lind,
Fallið élið, nætur-bitru lengdi.
Þverár bólga, að blána upp við skör
Byrju# var, og Hvirfilberg að hækka.
Skola-vatn í vöngum þess að lækka
Fyrir ofan straumsins steypi-för.
II.
Hinztur hélt til náða
Halli, að lægra tjaldi.
— læik-fífl höfð í haldi
Háttum sín ei ráða —
Ósamvali ins æðra
Eftir vöku-notin.
Njósn um náttstað bræðra
Nú f brjóst hans skotin.
Stundum fann hann þurð í j>essum sjóð
Þjóðar-rógs og hæðnis-sögu burðar.
Minni von, að veiða mundi góð *
Vistin ]>á, sem alt-til-haldið snurðar.
Sénhvert hler var helzta von til fengs
Honum, vönum flugusagna-skytja,
Um hvern ljóð og Iastyrði að sitja
Haft um stjórn, í maeli manns og drengs.
Tómlega frá tjöldúm
Tölti læðu-fótum
Eftir eyrar-grjótum
Út að 1>ólstað köldum.
Eimdi ei andardráttur
Upp úr híð'i gilsins,
Hljóð né hjartasláttur
Höfga bjamar-ylsins.
Kulsöm var hún þessi fýluferð
Fyrir Halla, lengi við^að haldast,
Þó að nú i næsta morgunverð
Naumast vissi hvað var til að gjaldast,
I þær herkjur ekkert varð nú sótt.
Tnni tjald að bóli sínu sneri
Var sem forlög fryst Iiann inn úr hleri
Við sig hefðu, hlutsöm j>essa nótt.
III.
Rót varð rúms í leyni
Rekkjunnar í bakka.
Sagt í sæng í slakka :
“Sefur þú ennþá, Steini?
Eg við útból frerið
Átti ei draurna blíð'a, o
Hefi i vöku verið
Vaðið hér að riða.”
“Kuldinn svelð mér svo i hverjum lið
Sárt af járnum vorra ættar-hlekkja.
Hirzlan gjaldlaus. göngu-]>rælar við,
Garður fallinn, húsmóðir vor ekkja. —
Hvernig helzt sem hlotnast þetta vaid
Herrum sem ei keyptu lönd né byggja,
Finn eg eymslin undir því að liggja.
Skamt eg næ, en næst er þetta tjald.”
“Undir dúk þess dvelur
Danskan uppgangs-mesta,
Innlent okkar versta 1
Á þar styrk og felur.
Eftir ásælnina
Óréttlæti og grandi,
Velur sér til vina
Varmenskuna i landi.”
“Völd sín misti Lárus innan lands
Le'ngi myndi ei kúgun honum tjóa.
Upp í skauti erlends höfuðsmanns
Ómagar og ]>jóðníðingar gróa,
Örugt til að vera skálka-skjól,
Skipa rangt, en dáðalaust til starfa. —
F.n við Þverá ætlum slys til þarfa
Aður en fjörum út með næstu sól.”
“Þurfti eg, Árni, eigi
Yfir því að vaka”.
— Svo kom svar til baka —
“Sá fyrir mörgum degi,
Minni og höfuðsmannsins
Meinbægð hérna ljúka,
Fleyttri úr framtíð landsins.
Foss yfir báðum rjúka”.
“Ókjör get eg flúð, sem faðir minn
Formenskuna á konungs-skipi áður.
Betra er, að endi vegurinn
En að vera ei sinna spora ráður.
Vil eg einn, en óvaldandi að þér,
Ættar-harma vorra reka og deyja.
Þú átt móður okkar svo að segja,
Kveð'juna ög mannslátið frá mér.”
Gengdi hinn: “En hví að .
Hanga og drukna, Steini?
Rjörgun bregzt sá eini,
Báðir ganga í það!
Þótt með þessttm hætti
Þoki ei land aði hefja,
Það er j>ó sem mætti
Þjóðar-morðið tefja”.
“Þú veizt glögt um helreið höfðingjans
Hverjir yrðu líklegir til sagna,
Og að bróðir banamannsins hans
Ber um sarnráð, þyrfti ei lífi að fagna.
Mér er nægju-sælla ef tilraun sú
Setur haft á ofbeldið í landi,
Glepur það svo, þó á litlu standi —
V Líkar’ væri að lifsins freistir þú!”
V"ítaga-Laufey langa
Lífsraun á, og grætur,
Eigi hún allar nætur
Ein til hvilu að ganga.
Gæfu-gætni þinni /
Gengdi að bjargast heldur.
Eg fékk munum minni.
Móðurskapið veldur.”
“Sama, veiztu, og væri þér, er mér
Vandkvæöið á lifi rninu að halda.
Auk J>ess væri líf. að látnum þér,
Lengst og þyngsta hefndar-skuld að gjalda”.
Mælti hinn, “Það hæfir fyrir mann,
Hefna þungt en að sem skemst það sárni —
Eg um fossinn fylgist með þér. Árni,
Út til dóms i dag mieði hirðstjórann.”
IV.
Reiðhestarnir róu
Runnið höfðu ei frá þeim,
Bitu barðið hjá þeim,
Beit sig útaf drógu
Lesta-hesta hinna,
“Háfeti” og “Valur”.
Skjólin möttu minna,
Melurinn var þó svalur. $
Ég
vil
fá
yður
fyrir
ná-
granna
✓
1
B.
C.
A. B. C.
GRÓÐAKAUP
*
[ SUÐUR British Columbia t>ar sem verð
Iaun vinnast altaf, eru viss með að
gefa lífstíðar inntektir. Ef keypt er fyrir
$500 nú, þá verður þar af-
$2,500 tO $6,000 árlegar inntektir
HJER KOMA SANNANIRNAR:
Bœndur, sem búa
nágrenni viS mig I
Kootenty Lake bysð,
græða frá $500 til $1,-
200 árlega á hverri
ekru sem undir rækt-
un er. petta er engin
landsölu brella! J>vl
er þati, að ef þér kaup-
iS fimm ekru spildu,
þá fáið þér eins gott
færi til að græða pen-
inga eins og þeir. ’TIu
ekrur gera helmingi
meira.
$10.00 á mánuði Iiorga
fyrlr fimni ekru spildu.
Engir vextir
Ef vill, þá skal eg
hirða fyrir yður spild-
una og vinna á henni
og gefa yður hlut I
ágóðanum um fimm
ár. pér getið fluzt á
Jörðina hvenær sem er
—hún er ' yðar eign
eins lengi og þér borg-
ið af kaupverði. Ef
veikindi koma fyrir,
þá gefst borgunarfrest-
ur. Eg vil fá yður í
nágrennið og eg haga
borgunar skilmálum
eins vægilega og mögu-
legt er, svo að vel sé
og tryggilegt fyrir öllu
séð, og eg ábyrgist að
skila peningunum aft-
ur, ef þér eruð ekki
ekki ánægðir með þáð
land, sem eg útvel
handa yður, eða getið
ekki fundið neitt sem
yður Iíkar I þeirri spildu
sem eg hefi til sölu.
Er þetta ekki sann-
gjarnt? Eg eyddi til
Þess fimm árum að
finna þennan afbragðs
góða stað. Eg var að
leita að heimili handa
mér, og eg skal senda
'ður bókina “Home-
seeking’’, er segir af
reynslu minni á þeim
árum, er eg $ar að
leita að þvt sem allir
sækjasb eftir—en það
er góður bðlstaður.
Skrifið eftir þeirri bók
þegar I stað og brúkið
seðiiinn fyrir neðan.
— Fyrir tuttugu nöfn
þeirra manna, sem lik
legastir eru til þess að
hafa hug á 3. C. á-
vaxtalöndum, skal eg
senda nýju bókina
“Harris’ New Methods
of Apple Culture” —
eftir gamla laginu
þurfti eplatré fimm ár
til þess að komast i
brúk. Eftir þessari að-
ferð þarf ekki nema 2
ár tii þess, og afrakst-
urinn tvöfalt meiri.
NÆSTA FERÐ *
20. JÚLf.
og þér ættuð að reyna
að vera með. pá standa
ávextir I blóma og þér
getið sannfærst af eig-
in sjón um, að þatf er
alveg satt, sem eg segi.
Gufubátar minir munu
mæta oss við skrlfstofu
mina i Proctor og flytja
oss til helztu staðanna,
svo og þangað sem eg
hefi valið viðskifta-
mönnum land. Yður
mun sárna að verða af
ferðinni. Seinasta ferð-
li/ sem eg fór með
fólki, þann 27. Júni,
tókst prýðisvel. pessi
verður enn betri. Hver
og einn er að því—að
fara til B. C. pað er
A.IB.C> nfburða heim-
illsleitunar ferðalag.
Kooteney tímaritið, er
fult af góðum fregnum
um það undra land,
og sendist ókeypis fyr-
ir 20 nöfn og heimili
kunningja. sem hug
hafa á B. C. ávaxta-
löndum. $2.50 á ári,
eða 25c. hvert.
F. L. HARRIS
818-820 Somerset Blk., WINNIPEG, Man.
Long Distance Phone, Main 3458
Kootenay Lake Offices: Proctor and Gold Hill, B.C.
Ðranches: Cor. Center and Ninth, Calgary ; Lethbridge,
Edmonton, Ðrandon, Saskatoon, etc.
Eða heimsækið...............í yðar borg
sem er umboðsma'^ur minn
conpoisr
F. L. HARRIS, 818-820 Somerset Blk., Winnipeg.
Kæri herra: Sendið mér al’ar upplýsingar viðvíkjandi yðar stórgróða
tilboði, sem segir í auglýsingu ( ...... .... .... Lg vil fá til
kaups......ekrur ávaxta lands, og hefi $ .....til að kaupa fyrir.
Spyrjist fyrir hjá..................... Þjóðerni.. .........
Nafn..............................................
Ári^tan............ ..............................
EDDY’S ELDSPÝTUR ERU ÁREIÐANLEGAR
ÞEGAR kveikt er á Eddy’s eldspýtum þá kviknar
altaf fljótt og vel á þeim og brenna meö stööugum,
jöfnum.loga,
ÞŒR frábæru eldspýtur eru gerösír úr ágætu efni
tilbúnar í beztu vélum undir eftirliti æfðra manna.
EDDY’S eldspýtur eru alla tið með þeirri tölu, sem til cr tekiu
og eru seldar af beztu kauprr.önnum alstaðar.
THE E. B. EDDY COMPANY, Limited
HULL, CANADA. Búa líka til fötur, bala o. fl.
Árni leit við: “Eitt eg ekki klíf
Óhvarflandi, finn ]>ar bifun mesta,
Ofurgjaldi er eytt á vonds manns lif,
Að jæss förgun kostar slika hesta!
Yerður aflögð okkar drengja-leið
O’n að vaði í sporð á Hvirfilbergi,
Stmdhlaup fornt, ef sást til okkar hvergi,
Vatnið’ tært og austur-álman reið.”
“Vel má, hygg eg, hlíða,
Hestitr laus sér forði.”
— Andæft var því orði —
“Útaf skuilum ríða
Strengja-slög þar slakast
Slengja að bergi flötu. t
Mörum mætti takast
Mið á þektri götu.”
“Af því einir vaðið þekkjum við
Vorri leiðsögn neyðast menn að hlýða.
Svo á strenginn, sinn á hvora hlið,
Saman skulum við með jarlinrt' riðia.
Þar sem< verður ei, ef útaf ber,
Aftursnúið fram af vaði kreppa.
Losna af hestum, lykkjum tauma sleppa.
Dáðlaust væri að drekkja þeim með sér.”
“Feti” stóð hjá fleti,
Flipa stakk við lófa,
Ýrðum ysju snjóa.
Árni reis úr seti:
“Stæltu styrk, að svamla
Streng og dýpi kargað !
Geti bein j>ér bjargað
Beizlið skal ei hamla“.
fNiðurl. næstj.
HARALDUR G£IR SIGUR-
GEIRSS0N.
(F. að Grund í Eyjafirði 20. Jan.
. 1871. D. að Mikley, Man.,
28. Sept. 1911.
Hvi varst þú kjörinn fyrst til
ferðar
á fund við j>ann, sem lifiö.gaf?
Ei mega drottins engla skarar
úpp á þá spurning veita svar.
Sorgmædd móðir og systkinin
syrgja nú yngsta bróðurinn.
Ungir við lékum okkur saman,
vndi var þá að: koma að “Grund”,
saklausrar æskugleöi gaman
gladdi þar tíðum hal og sprttnd.
Undum við þar við sögn og söng,
sýndist þá tíð'in eigi löng.
Lögin þú ortir síðar sjálfur,
samdirðu einnig fögur ljóð;
ei entist netna aldur hálfur
upp til að' byggja þennan sjóð.
“Fossittn og hrekkan”,— lag þú
lékst,
langferðar þegar köllun fékst.
Harpan þín stendur hljóð, minn'
vinur,
heimkynni þín jeg eygi tóm;
aldan í fjörusteinum stynur,
stara á yplli hnípin blóm,
Mikl-eyjan harmar missi þann:
Mist hefir hún sinn bezta mann.
rAngantýr.
GANADIAN NORTHERN RAILWAY
LÁGT
FARGJALD
Sumarfara
Farbréf
FÁST NÚ
um
Stórvötnin
Takið
„Capital Cities Express'*
eða
„The Alberta Express'*
! til
W i n n i p e g
i 09
„Lake Superior Express“
til
Port Arfchur
Sækið fullkomnar upp-
lýsingar um lestagang og
skipa til næsta C. M. R.
• umhoðsmanns eða til
R. CREELMAN,
Ceneral Passenger Agt.,
Winnipeg.