Lögberg - 22.08.1912, Blaðsíða 1

Lögberg - 22.08.1912, Blaðsíða 1
Merkið flutningsseðla yðai r: SH!P TO Ft. William cr Port Arthur ADVISE ALEX. J0HNS0N & co. GRA N COMMISSION MERCHANTS 242 GRAIN EXCHANGE, - WINNIPEG, MAN. ÍSLENZKIR BÆNDUR Mér þaetti vænt um, ef þér vilduÖ fela mér að sclja kornbir>;ðir yðar á komandi hausti. Eg get útvegað yður hæsta verð á öllnm korntegundum. Eg skal annast sem bezt flokkun og sending korntegundana til hafn- arstaðar. ALEX. JOHNSON & CO., Winnipe?, Man 25. ARGANGUR WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN 22. ÁGÚST 1912 NUMER 34 RÁÐHERRA ÍSLANDS 1 ANNAÐ SINN Sir Wilfrid kemur vestur. ;s;.v Hannes Hafstein, ráðherra. Kr. Jónsson ráöherra tilkynti 25. þ. m. í báöum deildum þingsins. að hann heföi meö sunskeyti frá konungi kvöldiö áður fengiö lausn frá ráðherraembættinu og sam- kvæmt því viki hann þá sæti. Hannes Hafstein gekk síðan að ráðherrasæti og las símskeyti, er han-n einnig hafði fengið kvöldinu áður frá konungi, þar sem hann var útnefndur ráöherra: “'leg udnævner Demi til Islands Minister fra imorgen at regne. Cristian R”. I Ávarpaði hann jafnframt þmgið með ræðu sem hér fer a eftir: “Þegar eg. satnkvæmt þessari skipan, tek aftur sæti i þessum stól, geri eg það í fullu trausti þess, að sá hugur hafi fylgt svari meiri hluta þingsins við eftir- grenslan fráfarandí ráöherra fyrir skemátu, aö hann aö sjálfsögðu vilji styðja hia sama, sem hann veit og vissi, að er aðaláhugamál mitt nú. þ. e.: reyna eftir megni að vinna aö því, er miðar til að efla frið í landinu, ekki aðgerða- leysisins og kyrstöðunnar frið, heldur frið til þróunar og starfa. Það eru ekki aðeins skóglendum- ar okkar, sem þurfa friö til þess að gróðurinn verði ekki tómar kræklur. Þjóðlifið þarfnast hans vissulega ekki si'ður. Þjóðin hef- ir ekki efni á þvi, að önnur hönd- in rífi niður það, sem hin byggir. Horfumar eru að ýrnsu leyti ískyggilegar, ef ekki breytist von bráðar til batnaðar. Fjárhags- ástandið er þvi miður alt annað en gott. Eg á þar eigi aðeins við fjárþörf og fjárþröng landsjóös, þó að hún sé svo rnjög brýn og þarfnist bráðra bóta, heldur og sérstaklega við peninga- og láns- trausts-ástand landsins yfirleitt. Úr f járþröng landsins má| biæta, að minsta kosti í bráðina, með nýjum lögum og auknar tekjur honum til handa, og eg treysti því, að þó að skiftar hafi verið skoðanir um, hverjar leiðir til til þess séu heppilegastar, þá muni takast að ná samkomulagi á þessu þingi um eitthvað það, er bæti úr bráðustu þörf, enda sést það þegar á framkomnum framvörp- um, að ýmsir háttvirtir þingmenn hafa hug á þvi, að ráða fram úr vandræðunum, og eg get þeSS með þakklæti. En því að eins þolir þjóðin aukn ar álögur, að hún geti neytt krafta sinna og notað auðsupp- sprettur sínar. Hvervetna blasa við nýjir möguleikar, arövænar leiðir til sjós og lands. En aflið til að hagnýta þær er langt frá því að vera nægilegt. þó að sist sé fyrir það að synja, að tals- verðu hefir verið á orkað síðari Svo er ráö fyrir gert, að að Sir Wilfrid Laurier leggi at stað frá Ottavva í næstu viku og fari alla 1 .0 til Victoria, B. C., til þess að vera á skógverndunar fundi sem þar verður haldinn. A leiðinni til baka er búist við, að hann komi við i helztu bæjum i Alberta, Sas- katchewan og Manitoba, en áætlun um ferð hans er ennþá ekki fast- ákveöin. Þegar, hann er heim kominn úr því, ferðalagi og búinn að hvíla sig, mun hann leggja upp á ný í feröalag um Ontario, og ".eðal annara skoða með eigin aug- .n þjóðbrautina fN. T. R.J á beim slóðum. en ruddi sér ekki rúm sem ræðu- maður, heldur var penninn hans bezta vopn. Hann var á bezta aldri og átti mikið eftir ógert, að þvi er menn vonuðu. Tveim dögum síðar dó i Winni- peg séra Thomas Hart D. D.. sem stofnaði Manitoba College ásamt Dr. Bryce árið 1871. og var þar kennari alla tið síðan í gömlu mál- unum; hann var vetri meir en hálf áttræður, maður fastlyndur og drjúgur og hæglátúr. Hvaðanæfa. Akragróði. árin. Peninga vantar, lánstraust vantar, islenzk verðbréf eru orðin óseljandi á útlendum markaði, og samhygð með menningar- og fram- fara-viðleitni þjóðarinnar sýnist þverrandi. Hvers vegna? Eg er sannfærður um, að það er ekki of- sagt, að ein af aðalástæðunum til þess sé sundrung, deilur og flokka- drættir í landinu inn á við, sam- fara óloknum deilumálum út á við, sem veikja öryggistilfinninguna og vekja óhug, auk þess senn slíkt atveg ómó'tmælanlega dregur úr menningarstarfi þjóðarinnar og þar með heftir eitt aðalskilyröið fyrir þvi, að geta fengið nægt veltufé, sem sé: menninguna, sem til þess þarf, að kunna að hagnýta sér lánstraust réttilega. Það er sannfæfing mín, að eitt af þvi allra fyrsta, sem gera þarf til þess að ráða bót á þessum meinföngum sé það, að fá sem fyrst viðunanlegan enda á deilu- máli voru við bræðraþjóð vora, Dani, úm samband landanna, sem svo lengi hefir dregið hugann frá öðrum opinberum málum, og á siðustu árum því miður orðið að eldsneyti i innanlandssundrung og baráttu; þess vegna virðist mér þetta þing ekki mega luða svo, að ekki sé eitthvað aðhafst i þá átt- ina, að taka aftur upp samninga um sambandsmálið. En skilyrðið fyrir þvi, að þeir samningar geti orðið upp teknir með von um góðan árangur, er það, að vér sameinum kraftana allir, er ekkj viljum skilnað eöa skilnaðargildi, svo að vér getum haft nýja trygg- ing fyrir þvi, að málið fari ekki i mola í höndum vorum. Slíka try?b'n& þarf eigi aðeins gagnvart meðsemjendum vorum, Dönum, sem ella mundu ófúsir til nýrra Einni stjórnardeildinni í Ottawa er ætlaö aö safna skýrslum um at- vinnuvegi landsins. Þaðan er ný- lega út komin skýsla um. uppskeru horfur um alt land, og segir að þær séu mjög góðar. Hausthveiti i Ontario og Alberta er undan- tekning. með því að veturinn var í harðara lagi, en hausthveiti er sáð í 7 percent af öllum ökram í Canada. Vorhveiti er vænlegast í British Columbia og Prince Ed. Island, og allgott alstaðar annars- staöar, en lakast í Quebec. Hafr- ar. bvgg og rúgur, flax og “’mixed grains” er í bezta lagi nálega aj- staðar, en rýrast í Quebec. Buck- wheat og Corn sömuleiðis, lakast í Ontario og Quebec, vegna kulda og rigninga framan af sumri. Róf- ur, kartöflur og mangolds hafa vaxið vel nærri alstaðar nema i Quebec. hey og smári sömuleiðis, bezt þó á sléttunum og í Brit. Ool. Yfirleitt eru uppskeruhorfur tald- ar í góðu meðaílagi um alt land nenaa i Ouebec, en þó að meðal- tali rýrari en í fyrra. Booth látjnn. A þriöjudaginn lézt að heimili sinu nálægt Lundúnum hinn nafn- togaði “'General” Booth, sá er stofnaði Hjálpræðisherinn. Hann var að missa sjón og lét skera fí auguri til lækningar sér, siðan hljóp igerð í sárið, er varð að dauðameini. Hinn látni var kom- inn á riiræðisaldur, fæddur 1829, tók prestsvigslu hjá Methodistum fyrir 62 árum, en tók það upp löngu síðar að ganga úr þeirri þjónustu og ná tökum ái hinum vesalasta og bersyndugasta lýð með þeim ráðum, sem nú eru al- þekt orðin um allan heim. Hann fékk stórmikið fé til “herferðar” sinnar með samskotum guð-' hræddra, aðferð hans var svo ný- stárleg, svo vel fallin til að vekja eftirtekt og svo snúðug og röskleg framkvæmdin, að fylgismönnum hans fjölgaði brátt. Félagsskapn- um skipaði hann á hermanna vísu, sem alkunnugt er, en sjálfur tók hann æðstu völd og réði öllu inn- an hersins eins og einvaldur páfi. Englendingan telja hann með mestu skörungum sínum að fornu og nýju í: kirkjulegri starfsemi.— „ „ , ,, , EftirmaðUr; hans er talinn vís að tilboða. heldur serstaklega vegna veröa sá, sem ge ie ,hefir r^stur sjalfra vor, svo að vér c'gum honum a5 völdum ; nálega þrjátíu það ekki á hættu, að sigla n.al- um til nýs skipborts eftir á, er v iðunanlegu samkomulagi væri náð; því þá væri ver farið en heima setið. —Þess vegna gleð- ur það mig mjög, að svo' m.trgir háttvirtir þingmenn af báðum aðalstjórnmálaflokkum landsins og utan- flokka hafa lýst því yfir fyrir skemstu, að þeir, 1. þeim til- gangi að tryggja framgang nvrra samninga milli Islands og Dan- irierkur um samband landanna, vilji ganga í föst samtök um að virna að þvi, að leiða sambands- málið sem fyrst til sæmilegra lykta, eftir atvikum með þeim breytingum á frumvarpinu 1908. sem ætla megi að verði til þe^s, að sameina sem mestan ]x)rra þjóðarinnar um málið og jafn- framt meg’r" vænta samkomulags um við Danmörk. Eg treysti því, að ]iessi samtök komist á og nái tilgangi sínum, að tryggja framgang þess máls, sem er eitt höfuðskilyrði fyrir heii- brigðum vexti, hagsæld og sjálf- stæðri menning þessa lands. L'ógr. ár, og heitir Bramwell Booth. Tveir kennarar kallaðir héðan. Það slys vildi til nálægt St. Thomas, Ont., að Próf. G. J. Blew- ett druknaði er hann var að baða sig fram undan sumarbústað sín- um á vatnsbakkanum. Kona hans horfði á, skaut út báti og reri þangað sem hann hvarf, en það var um seinan. Hann náðist eftir fjórðung stundar, en lífganir reyndust árangurslausar. — Próf. Blewett var kennari við Wesley College í Winnipeg í 3 ár og með- an hann var hér í bæ gaf hann út bók sína “The Nature and the Study of the Vision of God”, og varð frægur fyrir um alt landið. Er sagt að þar fari saman frábær- lega skerpuleg og ljós hugsjón og hin snjallasta framsetning. Eftir það þótti hann fremstur allra rít- höfunda í sinni grein i þessu landi. Hann var lærður í heimspekí í mörgum frægum háskólum. tók svo prestsvigslh hjá Methodistum, —Col. Hughes, herná'aráð- herra lands vors, hélt ræðu ný- lega i Vancouver, og hélt þar vit- anlega fram stórum framlögum til brezka flotans úr landsjóði Can- aöa. Það var eitt Uræöu hans, að Þýzkaland hefði boöist til að hætta vígbúnaði, ef Bretland vil li láta af hendi nokkrar af nýlendum sinum og selja í hendur Þyzka- landi, þetta þykja mikil tiðindi, ef sönn væru, en enginn hefur enn fundizt, er vildi leggja trúnað á þessa fáránlegu sögn. —Mulai Hafið heitir soldán í Morocco, sem nú er úr landi far- inn og seztur að i Frakklandi meö stórum launum úr ríkissjóði Frakklands. -Lögmaður einn er nýdauður i Ottawa og gaf McGill háskóla 60 þús. dollara eftir sig. —Stúlka frá Seattle gekk á fjall og hrapaði úr efsta tindi þess; liún kom niður í gil, 500 fetum neöar og brotnaöi hvert bein i lík- ama hennar. —Sprengikúla sprakk í einum stað i Tyrklandi og fórust við það 50 manns; Tyrkir grunuðu Bul- gariumenn um spellvirkið' og réð- ust á kristna msnn; stóð þá or- usta í sjö stundir og varð mikið mannfall af kristnum mönnum. —Julius Kovacz heitir þingmað- urur einn á Ungverja þingi, hann skaut þrem skotum á forsetann, greifann Tisza óg síðan skaut hann sjálfan sig og særði nujdu sári. Hann var tekinn fyrir dóm, þegar hann var gróinn og syknaður vegna brjálæðis. —' Maður var stunginn af bý- flugum í Vancover, fluttur rænu- laus á spitala, og þar dó hann eft- ir tiu daga legu. Hann fekk rænu aöeins stutta stund allan þann tíma. Þetta er talið svo fágætur atburður. að varla era dæmi til. — Piltur liggur á spitala i Port Arthur: hann var að veiða squirrels með bræðrum sínum og var skotinn i kviöinn. — Komið er það fram, sem getið var til i síðasta blaði voru, að' ekki nmndi líða á löngu áður hækkað væri flutningsgald um stór- vötnin. er skipin væru kornin í hendur stórgróðafélags. Flutn- ingsgjald á korni er þegar fært upp um 2þý c'ent á hvert bushel, og því er spáð að gjaldið komist upp i 3 cent áður en lýkur í haust. — Maður fátæklega klæddur kom inn í skrifstofu félags nokk- urs r Toledó, Ohio, kvaðst vera sendur frá embættismanni félags- ins að sækja böggul og framvísaði miða um það. Enginn var í skrif- stofunni nema féhirðirinn; hann stóð í kompu afgirtri með stálvír, tók miðann frá manninum, skelti kompu sinni í lás og gekk í næsta herbergi að leita að bögglinum. Þegar hann kom aftur, sá hann mannirn skriða út úr virklefanum uif dálitla opnu baka til, vildi þá hafa hönd á honum, en hinn flýði og fór í hvarf á augnabliki. Um 1000 dollara hafði hann tekið með sér í ávísunum og peningum. Skömmu seinna kom sá, er sent hafði manninn, kvað hann hafa komið til sin hlaupandi með lúk- urnar fullar af peningum, fengið sér ioo' hundrað dali og beðið hann að skila félaginu þeim. Þjófur- inn hefir ekki sést síðan. — Rifið var nýlega hegningar húsið í London Ont., þar fannst þá snara sú er brúkuð var við htng ngar sakamanr.a, síðan ár:ð 1868, er maður var hengdur þar á gálga fyrir ab drepa frænku sína. þar fannst og húfa svörtog strengir. er 'höfð voru við aftök- urnar fyr á tíðum. —Brunnur einn. í Tripolis var rannsakaður nýlega og fannst morandi af taugaveikis gerlum JtaJir kenna Tyrkjum að þeir hafi meö vilja eiirað brunninn. —Þing Breta kemur saman á ný þann 7. Okt., og verður þá samþykt til fullnustu heimastjórn- ar frumvarp íranna svo og lögin um að afnema rikiskirkju i Wales og enn fremur að leyfa verka- mannafélögum að brúka sjóð sinn til að launa fulltrúum sinum á þingi. —-Uppreisn er í Nicaragúa i Suður Ameriku. uppskerubrestur og fjárþröng og stafar af þessu almennt hallæri um allt landið —Atta ára gamalt barn datt i Bowfljótið' hjá Calgary, sem er mikið og straumhart vat ’.sfall. Margt fólk sá slysið en öllum féllust hendur þartil faðir þess fleygði sér í ána og náði barninu. Þegar þeim fleygði fram fljótið, náði hann í pípu, sem*lá yfir ána og hélt sér þangað til streng var komið til hans og hann dreginn í land: barnið var rænulaust, en var lífgað af læknum. —Þaö skeði , nálægt Grand Forks, N.D., að ungur maður um tvítugt tók hesta frá vagni og reið til hesthúss; þeir tóku á rás og datt maðurinn af baki. Fótur hans festist í aktygjunum og drógu hestarnir mannin á hlaupunum tvær rnílur vegar, svo, að hann var stundum á lofti. en stundum komti niður höfuð hans og herð- ar. Hann var löngú dauður þeg- ar hestarnir náðust. —átórbóndi nálægt Mortlach, Sask.. ók með sonarsyni sínum ungum þegar hestamir fældust; meiddist bóndinn ! til ólífis en pilturinn var óskaddaðirr. —í Ontario varð' maður fyrir eimlest og dó samstundis; harin hafði tvo um áttrætt. Stór opinverk standa til í Quebec; þar á að byggja skipa- briggju fyrir 1 miljón da!a og aðra i Victoria, B.C ..fyrir sömu upphæð. Tilboðum í þau verk veitt móttaka til 3. september. HÁLFA ÖLD I HJÓNABANDI Marteinn Jánsson. Guðrún Jónsdóttir. IJr bænum 1 Herra Kristján Benediktsson kaupmaður frá Baldur var stadd- ur hér í bænum í vikunni í verzl- unarerindum. í nýkomnii; bréfi frá herra A._ S. Bardal útfararstjóra segir, að hann muni leggja af stað frá Is- landi heimleiðis méð 'konu og dótt- ur 21. þ. m. Viðdvöl höfðu þau ætlað að hafa í Lundúnum, svo að ekki er alveg vist hve nær þeirra er von til Winnipeg. Á öðrum stað hér i blaðinu aug- lývsir Success Business College að haustkenslu tímabil þess byrji bráðlega. Skóla þessum hefir ver- ið haldið við í þrjú ár hér í Winni- peg og þótt hepnast vel. Siðast- liðið ár vora nemendur við skól- ann 840, og greiðir hann fyrir nemendum sínum og stuðlar að því að koma þeim í góða stöðu. Bæði karlar og konur keppa nú við að tryggja sína jarðnesku framtíð með einhvers konar “busi- nessi”, og þekking til þess er hvergi hægra eða betra að afla sér en með því að ganga á Business College hér í Winnipeg. Skrifið eftir upplýsingum til skólans og verða yður sendar' þær ókeypis. Minning gullbrúðkups þeirra heiðurshjóna Marteins Jónsson- ar og Guðrúnar Jónsdóttur var haldin á heimili sonar þeirra. Próf. R. Marteinssonar, þann 1. Ágúst, en 31. Júli var brúðkaups- dagur þeirra, sem áður er um getið. Wndamenn þeirra koniu þangað þann dag, þar á meðal Bjarni sveitarskrifari i pifrastar- sveit og sonur hans,'svo og Dr. og Mrs. Jón Bjarnason, en af öðrum gestum voru viðstaddir, P. S. Bar- dal. H. S. Bardal, J. B. Skaftason og kærir fornvinir þeirra hjóna, þau Eyjólfur Eyjólfsson og Signý kona hans og Björg systir hennar. Til Eyjólfs leitu'ðu þau fyrst, er þau komu til Winnipeg og dvöldu á heimili hans urn eins árs skeið. og hafa siðan haldið Þyggri vin- áttu við Eyjólf og þau öll. Það skygði á þennan vinaiuna, að 1 hópinn vantaði húsmóðurina, sem gengið hefir tengdaforeldritm s.n- um í dóttur stað. Mrs. R. Marteins- son var nýlega farin heiman til þess að leita sér heilsubótar og ga‘t ekki verið viðstödd. — Samsætið byraði með guðsþjónustugerð; hélt Dr. Jón ræðu til gullbrúð- hjónanna, og afhenti þeim pen- ingagjöf frá ýmsum vinum þeirra, fjarstöddum og nærverandi. En þar næst var setin veizla. Gull- bráðguminn er hrumur orðinn, en brúðurin ern og létt á fæti, þó orðin sé nálega hálfníræð. Hún er fædd 17. Alarz 1828; var faðir hennar Jón prest- ur Bergsson á Hofi i Álftafirði, en móðir Rósa dóttir Brvnjólfs prests í Heydölum, er siðar giftist sér Bjarna Sveinssyni, og er það hin nafnkenda Heydalaætt. Þ111 eru systkin sammæðra, Guðrún og Dr Jón Bjarnason, en Eirikj’. bókavörður í Cambridge og Guð- lún eru bræðrabörn og er það prestaætt mikil og alkunn á Au>t- uriandi, i báöar ættir.— GuHb úð- guminn er fæddur 20. Júlí 1832. að Keldhólum á Völlum, sonur Jóns Marteinssonar, er þar bjó aill- Höfn komst hann í kynni við Jón Sigurðsson forseta, og hélzt þeirra kunningsskapur alla tið upp frá því, og skiftust bréfum á. sem enn eru til, eins og sjá má af bréfa- safni Jóns, sem gefið var út í fyrra. Safnaði Marteinn fyrir hann hand ritum og fágætum 'bókum um alt Austurland og tók vináttu hans í móti, því að forsetanum þótti um fáa hluti vænna en fágætar bækur íslenzkar. Þau Marteinn og Guðrún gift- ust fjóram árum eftir útkomu hans, á Stafafelli, hjá móður brúð- arinnar og stjúpa. Eftir það voru þau eitt ár á Keldhálum, bjuggu síð an á Stafafelli í fimm, en síðan 13 ar á Gilsárteigi i Eiðaþinghá. Þar mistú þau þrjú böm sín á einum v'etri, dóttur, er hét Rósa Ingi- björg. og Jóna tvo, en áður höfðu þau mist son, er og hét Jón; hið fimta barn mistu þau fyrsta árið, sem þau voru í Winnipeg. dóttur 16 ára, er hét Ragnhildur, áttu þá ekki annað eftir af börnurn sínum en þá tvo sonu, sem nefndir voru, Bjarna og Rúnólf. Tvö árin seinustu, sem þau voru á íslandi bjuggu þau á Eyvindará, brugðu ]iar búi og héldu til Win- nipeg árið 1883, dvöldu þar eitt ár, en síðan 22 ár í Breiðuvík í Nýja Islandi. Upp frá þvi hafa þau átt heima hjá syni sinum, Próf. Rúnólfi. Marteinn stundaði srníðar heima á Islandi, jafnhliða búskap i sveít. \Tarð honum löngum ervitt um fjárhaginn, en þó voru þau hjón jafnan vel metin og frábærlega vinsæl. Þau bjuggu lengst um i þjóðbraut, en höfðu þann gamla íslenzka sið, að taka öllum jafnt og öllum vel; er það gönml saga úr hverri sveit á Islandi. að lítið bú fær ekki staðist þá rausn, þeg- ar barnahópur er annars vegar, e 1 víst má margur mjnnast slíkra staða méð hlýjum hug og þakk- læti, fyrir aðdáanlega góðvild hús- bændanna. Þau Marteinn og Guðrún bjuggu lengst af undir Síðastliðinn Júlimánuð borgaði New York Life, lífsábyrgðarfé- lagið $2,127,647.66 fyrir 688 dauðs föll meðlima sinna og $2,717,805.- 23 til lifandi félagsmanna sam- kvæmt samningi við þá. En á sama tíma bættust félaginu 8.000 nýir félagsmenn, svo að ekki er skarð fyrir skildi hjá Nczv York Life. an sinn búskap. velmetins bónda, Vestdalsheiði, við kaupstaðarleið Ragnhildur Finnbogadótt.f hct,úr Héraði til Seyðisfjarðar, og frá .1 kona Jóns og móðir Martei hjá ]>eim ólst hann upp, þitii hann réðst 22 ára gamall til /óm gulþsniiðs Sigurðssonar á Hroilds- stoðum í Vopnafirði, að læra guil smiði, og lauk pvi á þrem vetrum. Þa var Marteinn hálf þrítugur er hann fór til Kaupmannahafna: að fnhkomna sig í iðri sinni og tik þar sveinspróf eftir emn vetur, elskufullrar hélt að því búnu heim aftur. 1 ] ellinni. þeim tíma miinu margir Héraðs- menn, sem nú era rosknir, muna eftir hjónunum í Gilsárteigi. — [ Breiðuvík vann Marteinn mikið að þvi að ryðja skóg og rækta land, og siðan þau hjónin létu af búskap, hafa þau notið þess, sem öll gamalmenni óska sér,: að vita böm sín væn og vel metin og njóta umhvggju þeirra í Taugaveiki allmögnuð hefir gengið hér i bænurn undanfarinn hálfan mánuð, Að vísu er þetta taugaveikistíminn hér i Winnipeg, en svo mikið kvað að sóttinni, _að einhver óvanaleg sýkingar-upp- spretta þótti. Reyndist svo og vera við rannsókn, og mal'öi veikin borist í mjólk frá einum mjólkur- manni hér utan við bæinn. Er sagt, að verkamaður þess mjólkur- manns hafi haft sár á höndum, sem taugaveikisgerlar hafi verið í. og þaðan hafi sýkin borist í mjólk ina, því að þessi sári maður hafði mjaltað kýrnar. Var hann jafn- skjótt tekinn griðalaus og sótt- hreinsaður niðri á City Hall og sóttvarnir og hreinsanir nauðsyn legar gerðar á heimili mjólkur- mannsins. Þykir líklegt að með þessu sé náð fyrir aðal uppsprettu sýkinnar hér í bænum í þetta sinn. Nokkrar meinlegar prentvillur hafa slæðst inn í hið fagra og skáldlega íslandsminni, sem Lög- berg birti nýlega eftir herra Sig- urjón Berg\dnsson, Brown P. O. Meðal annars stendur í vísunni: íslands kjarni á sér "von” í stað- inn fyrir “vor”. ísland á miklu meira en von, það á sér vor, fram- tíðarvor í verkum allra umbóta- nianna”, segir höfundurinn í bréfi til vor. Víðar eru prentvillur í greininni, svo sem “blámóða nátt- úrunnar” fyrir nœturinnar. Blá- fjall teigt hclct tindinn. fyrir hœsta tindinn. Þetta biðjum vér lesend- ur að athuga um leið og vér þökk- um höfundinum fyrir fyrnefnt er- indi. sem hann hefir leyft Lög- bergi að flytja, og vildum gjarnan fá að birta fleira eftir hann síðar. Væntanlegur er í dag hingað til bæjar B. B. Olson með hóp inn- ílytjenda; hafði þetta fólk lagt af stað- frá Reykjavik snemma í þess- um mánuði. Mr. Carl O. Steinsen, Gunnar Thordarson, Winnipeg, Carl Hans- son frá Seyðisfirði. Mrs. Christo- pher Johnson. Ef enginn gefur sig fram að hinu síðasttalda bréfi innari skamms, þá verður það afhent póststjórninni sem óskilabréf. Verkamenn austan úr fvlkjum eru sem óðast að þyrpast vestur um þessar mundir. Þeir skifta þúsundum sem þegar hafal farið um hér í Winnipeg á vesturleið. Mesta ágætistið hefir verið und- anfarnar vikur. Þurkar og hrein- viðri flesta daga, og hvergi spurst að frost hafi gert skaða á upp- skera fram að þessum tíma.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.